Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.12.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 22.12.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 215 Gufubátsferðir um Breiða- fjörð 1914. Þeir, sem taka vildu að sjer gufubátsferðir um Breiðafjörð árið 1914, sem styrkur er veittur tíl á fjár- lögum þess árs, eru beðnir að senda tilboð, með lýsing á hinum framboðnu bátum, hingað á skrifstofuna fyrir lok næstkomandi janúarmánaðar. Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 12. desember 1913. P. V. Bjarnason. Meö s|s „Kong- Helge“ (ora hið eftirþráða Dömuklæði á 2,50. Kaupið það meðan Útsalan stendur yfir. ■ Austurstræti 1. Ásg-. G. Dunnlaugsson. un einungis af þessari ástæðu, og ætti því hver sá, sem les línur þess- ar, að strengja þess heit, að ganga ekki framhjá hinum þögula, en samt talandi jólapotti, án þess að leggja að minsta kosti einu sinni í hann. Fyrirfram þakklæti. N. Edelbo Stablskapt. Flaggmáliö. Símað er frá Khöfn, að þingmenn Hægrimauna hafi haldið fund um það, en því sje haldið leyndu, hvað þar hafi gerst. Undarlegt fyrirbrigði. Par- isarblaðið »Le Matin« (Morgun- inn, segir þessa ótrúlegu sögu: í litlu, frönsku sveitaþorpi býr rakari, sem á 12 ára gamla dóttur. Ekkert óvenjulegt hafði fyrir hana komið fyr en nú fyrir skömmu, er hún var í skólanum. Þá sá hún alt í einu, að húðin varð rauð á öðrum handlegg hennar og jafnframt kom þar fram mynd af stiga. Nokkrum dögum síðar fór eins, en þá kom þar fram mynd af kvisti með blöðum og berjum. Kenslukonan og börnin sáu þetta, og kenslu- konan sagði, að kvisturinn væri mislilteinn. Skömmu síðar sást á handlegg stúlkunnar orðið »gui«, en það er franska nafnið á mistil- teininum. Síðan hefur þetta kom- ið fyrir hvað eftir annað, að orð hafa komið fram á hand- leggjum, fótum, hálsi og kinnum stúlkunnar. Fjöldi gesta hefur streymt til þorpsins til þess að sjá stúlkuna. Gestirnir leika sjer mikið að því, að spyrja stúlkuna um fornafn sitt, og að litlum tíma liðnum kemur þá rjetta nafnið fram einhverstaðar á lík- ama hennar. Svo segir i franska blaðinu, og hjer fylgir mynd af stúlkunni. Kringum Reykjanesskagann. Oft var jeg að velta því fyrir mjer, hvort það mundi vera tilvinn- andi að fara í kringum Reykjanes- skagann. Mjer fanst þó jafnan eitt- hvað vanta á þekkingu mína á íslandi, ef jeg vissi ekkert meira um þennan útskaga en það, sem stóð i landafræðisbókum alþýðuskólanna. Nú, jæja. Þegar guð hafði loks- ins gefið þessu blessuðu alþingi, sem hafði haft mig í þjónustu sinni, náð til að ljúka störfum sínum, og þing- menn voru lagðir heim á leið með hroll í brjósti undir næstu kosning- ar, lagði jeg á stað með nesti f malnum og nýja skó á hestunum og œtlaði hvorki meira nje minna en leggja undir mig Reykjanesið. Þó ekki í þeim skilningi, að jeg vildi toga fólkið frá trúnaði við þá Björn Kristjánsson og síra Kristinn. Trúnað kjósendanna í landsmálum læt jeg mig litlu skifta, hvar sem jeg fer um landið. Þar eru fleiri en svö á glapstigum, að jeg gæti leitt þá alla á rjettan veg hvort sem er. Og geti ekki Ágúst Pálmason í Narfakoti komið fyrir þá vitinu þarna suður með sjónum, en Björn í Grafarholti innfrá, þá verða þeir að glatast. Einn mann hitti jeg þó í Keflavík, sem vonandi verður sálu- hólpinn. Það fyrsta, sem fyrir mjer varð, var auðvitað Keflavíkurvegurinn. Ekki man jeg betur, en að í fyrsta skifti, semjeg heyrði ræður á þingi, væru þær um þennan blessaðan Keflavíkurveg. Siðan eru líklega um 18 ár, og síðan hef jeg heyrt margar þingræður, sumar mjer til óbærilegra leiðinda. En fátt er það, sem jeg hef heyrt fleiri ræður um en einmitt Keflavikurveginn. Hann er að því leyti svipaður skáldastyrkj- unum. Ræðurnar um hann hafa ef til vill kostað landið meira en vegurinn sjálfur. Þing eftir þing hef jeg heyrt þing- skörunga Gullbringu- og Kjósarsýslu berjast af alefli fyrir ofurlítilli hlut- töku af þingsins hendi í framleng- ingu þessa vegar. Þar hef jeg heyrt dr. Valtý leggja fram sína miklu mælsku, og þar heyrði jeg Jens heitnum Pálssyni takast best upp. Og það er mál, sem ekki verður þó neitað að Björn Kristjánsson hafi skilið. Stundum hefur rimmunni lokið í sameinuðu þingi, eftir að hún hafði staðið í báðum deildum alt þingið frá byrjun, og ýmsum veitt betur. En ætíð hefur henni lokið á einn og sama hátt, eitthvað hefur nuddast út úr þinginu til veg- arins. Og fyrir dæmalausan dugn- að bæði sýslunnar sjálfrar og allra þingmanna hennar á síðustu tveim tugum ára, er nú vegurinn kominn alla leið suður í Keflavfk. Nú' báðu þeir um styrk í sumar til að lengja veginn alla leið suður í Grindavík. „Þetta fá þeir aldrei“, hugsaði jeg með mjer og mintist fyrra þinga. En viti menn. Þeir herjuðu út 5000 kr. sfðara árið. Það er byrjunin. Vegurinn til Grinda- víkur kvað munu kosta 45000 kr. Hvað skyldi það kosta mikla mælgi, áður en hann er allur lagðurf En þeir eru þolinmóðir og þjettir fyrir í bæninni þarna suður með sjónum. Þeir hætta ekki fyr en þeir hafa veginn allan — og byrja svo á nýj- um vegi. Öll þessi orrahrfð stafar af skiln- ingnum á því, hvað sje sýsluvegur og hvað þjóðvegur. Jeg hef enn ekki öðlast náð til að skilja muninn, og þegar jeg er orðinn þingmaður, ætla jeg að greiða atkvæði með styrk til allra þjóðvega og allra sýsluvega lfka — nema jeg verði þá búinn að öðlast skilninginn. Hvað sem þessu Ifður öllu saman, þá er það víst, að Keflavíkurvegur- inn er prýðisfallegur og vel lagður. Hann liggur yfir hraun og klungur suður alla Vatnsleysuströnd, ofan við Vogana, yfir Vogastapa og end- ar í Keflavík. Keflavík er lítill og laglegur kaup- staður. Húsin standa f vingjarn- legri hvirfingu fyrir botninum á dá- lftilli vík, sem skerst inn á milli kletta. Sljettlent er undir kaup- staðnum og sljettlent í kringum hann, og dálítið hefur verið grætt þar upp, auðvitað með mikilli fyrirhöfn, því að land er þar mjög blásið og bert. Frammi á vfkinni vögguðu sjer fáeinir mótorbátar og á landi stóðu nokkrir fiskihlaðar, vandlega byrgðir, og biðu eftir þurkinum, sem aldrei kom — ekki einu sinni með mjer. Keflavík lifir á sjónum, og þegar ekki er hægt að koma fiskinum á markaðinn, liður henni illa. Fagurt er úr Keflavík að sjá inn á fjöllin, Esjuna, Akrafjallið, Heng- ilinn, o. s. frv. Þó ekki væri ann- að þangað að sækja, væri það eitt til vinnandi. Nágrannafjöllin okkar Reykvíkinga eru sömu lögum háð og önnur fjöll. Þau verða því feg- urri sem þau færast fjær. Alt, sem lýtir þau, hverfur í blámann í hæfi- legri fjarlægð, og þau eru búin að fá annað útlit í Keflavfk en þau hafa hjeðan, — horfa öðru vísi við þaðan. „í fjarlægð eru mennirnir miklir og fjöllin blá“. í Keflavík gerði jeg þá einstöku og ergilegu uppgötvun, að jeg væri kominn of langt. Fyrst jeg ætlaði mjer ekki í kring- um Garðskagann, átti jeg að fara út af veginum fyrir miðjum Njarð- vfkum og þaðan beint suður í Hafnir. — Jeg skal muna eftir þessu næst. En það verður líklega ekki þessu lífi. Þegar suður kemur á Njarðvíkur- heiði — eða hvað hún nú heitir heiðin suður f Hafnirnar — jeg hafði engan kunnugan með mjer, svo að öll örnefni geta vel verið vitlaus hjá mjer — er góði vegurinn á þrotum. Þó er þar ruddur vegur, en ruddir vegir eru oft grátlega grýttir. Ög nú stóðu leirpollar í öllum veg- inum, eftir rigningarnar. Þó hafði ekki rignt svo mikið að drekkandi vatn væri neinstaðar á leiðinni. „Við getum hvergi vatnað hestum alla leið kringum Reykjanes- skagann, nema heima á bæjunum, fyr en kemur inn í Krísuvfk", sagði kunnugur maður við mig. Reykja- nesinu svipar í þessu til annars frægs staðar — fyrverandi stórveldis — sein guðfræðingarnir eru nú hætt- ir að minnast mikið á. Hraunin gleypa alt vatn, sem úr loftinu kem- ur, og skila því hvergi fyrir ofan fjöruborð. Til þess að ná í vatn, verða menn að grafa brunna með mikilli fyrirhöfn, og f sumum þeirra er vatnið salt. Af heiðinni er mikil útsýn, en fögur er hún ekki fyr en lengra dregur frá auganu. Heiðin er gróð- urlaus að mestu, en fjallalitirnir voru myrkbláir og mildir milli regnskúr- anna. Fjöllin f suðrinu báru það með sjer, hverrar ættar þau voru. Alstaðar var þar keilir við keili og alstaðar sýlt ofan f toppinn. Þegar suður kemur af heiðinni, verður fyrir manni vogur, sem langt skerst inn í landið, fullur af flúðum og skerjum. Við hann utanverðan stendur Kirkjuvogur og allmikið hverfi þar í kring. Þaðan beygir vegurinn — ef veg skyldi kalla — suður með sjónum í stefnuna á Reykjanes. Nú var jeg eiginlega kominn þangað, sem jeg þraði að koma. Jeg er útskagabarn og útskagalffsins hef jeg nú lengi saknað. Þetta um- hverfi, strjálbygð strönd með heiða- auðnir fyrir ofan sig og endalausan útsæ fyrir framan sig, var mjer eitt- hvað gamalkunnugt. Mjer var einhver sjaldgæf hressing í því að sjá yfir svona mikið haf í einu, að heyra brimniðinn rjett hjá mjer og finna saltkendan þarailminn leggja fyrir vitin á mjer. Mjer var það nýtt, að sjá stórar malir, sem sjórinn hafði rótað saman, sjá þar menjar eftir stórbrim, grjótið brimsorfið og fágað í fallega hnöllunga, ruddar varir og rekavið á stangli með fjöruborðinu — alt þetta, sem einkennir útskag- ana. Það er sitt hvað, að litast um á útnesjum eða inni á reigin öræfum, þar sem alt er stirt og stein-dautt. A útnesjum er sjórinn helmingur sjóndeildarhringsins eða meira, og sjórinn er ætíð lifandi. Hann er ætíð kvikandi, glampandi, með óþrjótandi blæbrigðum og eilífri auðlegð af allskonar dutlungum. Hann er fegurri að sjá hann af landi en af skipi, því að festa og alvara landsins gerir hviklyndi hans ennþá áburðarmeira. Og það er ekki þögn og dauði með útskagaströndunum, þar sem stórir flotar af fugli synda með fjöruborð- inu og aðrir flögra uppi yfir í veiði- hug, kvakandi og skrækjandi með allskonar rómbrigðum, en bátar vagga fyrir framan og skip reykja úti fyrir. Þannig var f þetta skifti, er jeg kom að sjónum sunnan við Kirkju- vog. Menn voru þar á sjó, þó að brimgnauð væri dálítið við ystu oddana, og þótti sjóveður gott. Þeir eru ekki betra vanir. Bátarnir voru að koma að, talsvert signir. tlti fyrir brunuðu botnvörpungar, og suður í hafi sást Eldey eins og blár bólstur. Nútók vegurinn að þyngjast fyrir alvöru. Nú lágu troðningarnir i þungum sandi með sjó fram, innan- um blásin börð og hraunklungur, og þetta fór sí-versandi alla leið suður á Reykjanes. Jeg kom heim að Kalmannstjörn, þó að enga hefði jeg þar viðdvöl. Jeg spurði dreng til vegar, sem jeg sá þar úti, og þegar hann hafði gert mjer það skiljanlegt, hvert halda skyldi, reið jeg á stað aftur. Gömul kona var þar úti stödd hcima við bæinn. Hún skygði yfir aug- un og horfði hvast á mig. Spurn- ingarnar las jeg á vörum hennar — þessar algengu, einfaldlegu spurn- ingar alþýðufólks, sem koma f þaula hver á eftir annari, án andartaks- hvíldar: Hvað heitir þúf Hvaðan ert þúf Hvert ætlar þúf o. s. frv. Jeg er nokkrum sinnum búinn að svara þessum spurningum, og það hefur sýnt sig á eftir, að blessað fólkið hefur verið jafn-nær— ekkert við mig kannast. Þessi gamla kona spurði mig einskis, svo að jeg þurfti engu að svara. Á Kalmannstjörn er stórbýlislegt. Þar er timburhús stórt og þar voru silki-flos-húcgögn úti til viðrunar. Ekki mun hafa af veitt, því að Englendingar höfðu verið þar um nóttina. Ólafur, sem þar býr, er talinn efnamaður. Jörðin er ein sú mesta að landrými, sem jeg hef sjeð, meiri en jarðir á Sljettu, og eru þær þó ekkert smáræði. Hún á alt Reykjanesið fyrir sunnan sig alt að landamerkjum Staðar í Grindavík. En það held jeg að væritil lífs síns vinnandi, að telja stráin, sem á þeirri miklu landareign vaxa fyrir utan túnið. Rif, þar sem jeg er fæddur, er á norðurhjara íslands, og fallegt er þar ekki. Þó er þar ekki grýttara nje gróðurlausara en í kringum Reykjavík. Rifshörgur er norðlensk útgáfa af Öskjuhlíðinni. En auðnin suður af Kalmannstjörn er það átak- anlegasta, sem jeg hef sjeð í heima- Iandi. Til þess að sjá annað eins, þarf langt inn f óbygðir. Þar sjást í sandorpnu hrauninu girðingar og húsatóftir, fleiri en tölu verði á kom- ið, og er það ætlun manna, að þar hafi blásið upp heil kirkjusókn, sem nú finst hvergi stafur fyrir. Að minsta kosti þykjast menn hafa orð- ið þar varir við kirkjugarð í sand- inum. Vegurinn var sífeldur, hvfldarlaus sandþæfingur, í hófskegg og stund- um upp á legg á hestunum, og hraunstrýturnar alstaðar upp úr. Þeg- ar nokkuð leið á veginn, sá jeg Reykjanessvitann upp yfir allar hraun- strýturnar og litlu sfðar reykina úr hverunum. Nú hjeltjeg að allar þraut- ir væru bráðum á enda, en það var nú öðru nær. Fyrst komu sandvík- ur við sjóinn og sfðan aftur hraun, hálfu verra en hið fyrra og hálfu hrjóstugra, úfnara og illilegra. Hvergi var strá handa hestunum, hvergi vatn, hvergi hægt að fara af baki, nema ofan í sandkafið. Jeg var orð- inn stirður og dofinn að ríða þessa sandskafla fót fyrir fót og hestarnir orðnir þreyttir á því ýmist að vaða sandinn eða stildra á grjótinu. Ofan á þetta bættist, að jeg fór vitlaust í hrauninu, fylgdi vörðum, því að göt- ur sáust engar, en sú leið er nú af- lögð síðan vitinn var reistur, og liggur nú góður vegur ofan að lend- ingunni á Reykjanesi, sem er norð- an á tanganum. — Eftir mikla mæðu komst jeg þó loksins heim að Reykjanesi góðri stundu áður en rökkva tók um kvöldið. (Framh.) G. M. Til leiðbciningar þeim, sem hafa spurt mig eða ætla að spyrja mig um nánari skilyrði fyrir styrk- veitingu úr hetjusjóðnum, sem kend- ur er við Carnegie auðmann, skal þess getið sarokvæmt nýkomnu brjefi til mín frá innanrfkisráðaneyti Dana, að ekki er til neins að sækja um verðlaun eða styrk frá honum fyrir björgunar-hreystiverk, sem fram- kvæmd voru áður en hann var stofnaður, eða fyrir ársbyrjun 1912. — Öllum umsóknum verða og að fyJgja glögg og greinileg vottorð nákunnugra manna, svo að enginn efi geti verið um, hvort um verulegt áræði og hreystiverk er að ræða eða ekki. Reykjavík 17. des. 1913. Sigurbjörn Á. Gislason. Eimskipanöfnln. Hjer eru enn nýjar uppástungur: N. Landvörður, S. Andvari. N. Gjall- arbrú, S. Bifröst. N. Leifur hepni, S. Snorri Sturluson. N. Bifröst, S. Buri eða Bör. N. ísland, S. Vín- land. N. Draupnir, S. Vonarstjarna. N. Naddoddur, S. Garðar. N. Trausti, S. Vfsir. N. Vega, S. Vísir (og byrji öll nöfnin á sama upphafsstaf, en karlkynsnöfn og kvenkynsnöfn skiftist á). N. Drangey, S. Viðey, og sjeu svo tekin eyjanöfn afram: Grímsey, Flatey, Hrísey, Engey o. s. frv. Garðar, Naddoddur, og sfðan nöfn þeirra, er næstir þeim koma til íslands. N. Nátttröllið eða Hrímnir, S. Morgunroðinn, N. Fram, S. Draupnir. N. íslandsknör. S. Ing- ólfsknör. N. Norðanfari, S. Sunnan- fari. N. Hrfmfaxi, S. Skinnfaxi. N. Leifur hepni, S. Þorvaldur vfðförli. ísland, Vfnland, og mætti svo bæta við t. d. Grænland, Snæland o. s. frv. „Virðist ekki óviðfeldið að fyrstu skipin hjetu eftir þeim lönd- um, sem styðja að fæðingu þeirra mest og best“, segir uppástungu- maður. N. Gunnlogi, S. Vafurlogi. Fyrri nafnið kveðst uppástungumað- ur velja til þess að minna á, að „skipin verði til f stríðshita". Hann kveðst ekki vilja mannanöfn, sem enda á „son“ og ekki heldur end- inguna „foss*. N. Skeggi I, S. Stórólfur I. og „halda svo nöfnun- um, ef skipum fjölgar, en greina þau að með 2., 3. o. s. frv., eða þá að breyta nöfnunum og setja „mikli“ aftan við öll“, skrifar uppástungu- maður. Hilmir og Gramur og svo hin fegurstu heiti, sem konungar eru nefndir með. Freyja og Freyr. öleöileyr jól!

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.