Lögrétta - 25.02.1914, Blaðsíða 1
Afgreidslu- og innheimtum.:
Hjrarinn b. Þorláksson.
Veltusundl 1.
Taltiml 359.
Rltstjorl:
PORSTEINN 6ÍSLAS0N
Þingholtsstrætl J7.
Talsimi 17«.
Reykjavík 25. febrúar 1014.
IX. Ara:.
Myndin hjer sýnir höllina] í Durazzó í Albaníu, sem prins-
inn af Wied hefur fengið til ibúðar. Hann er nú nýtekinn við
furstatigninni þar og virðist vera bælt niður uppþotið, sem gert var
móti honum af Múhameðstrúarmönnum, að minsta kostí í bráð.
Aftur á móti segja nýjustu útlend blöð frá bardögum milli Grikkja
og Albana á suðurtakmörkum Albaníu, en Grikkir höfðu þó lofað
stórveldunum að rýma þaðan burtu. — Það er sagt, að bústaður
sá, sem nýja furstanum er fenginn, sje engin skrautbygging og að
prinsum hjer vestur um álfuna mundi þykja lítið til hans koma. En
auðvitað verður furstinn að gera sjer að góðu það, sem til er, að minsta
kosti fyrst um sinn. Þegar Karl Rúmenakonungur tók við konung-
dómi, er sagt, að miklu ljelegri hafi verið höll sú, sem honum var
fengin til ibúðar. En nú eru bústaðir hans orðnir svo skrautlegir,
að færri konungabústaðir kvað taka þeim mikið fram. Hægra megin
á myndinni sjest ráðhúsið í Durazzó.
Á þessari mynd eru sýndar Putiloff-vopnaverksmiðjurnar við
St. Pjetursborg, sem Krupps-vopnaverksmiðjan þýska er nú að
kaupa. Út af þeim kaupum hafa verið ekki litlar viðsjár í vetur,
þvi Frökkum er illa við þau. Putiloff-verksmiðjurnar kvað hafa
sömu steypumót fyrir fallbyssur og önnur vopn eins og franskar
vopnasmiðjur og þykir sem Þjóðverjar muni nú kynnast vopnagerð
Frakka betur en heppilegt sje.
Carlsberg bruggjhúsin
mæla með
Carlsberg1 skattefri
alkóhóllitlum, ekstraktrlkum, bragðgóðum, haldgóðum.
Carlsberg skattefri porter
hinni extraktríkustu af öllum portertegundum.
Carlsberg- sódavatn
er áreiðanlega besta sódavatn.
M 11.
Lárus Fjeldsted,
YflrrJ ettarmá laf æralumaOur.
Lækjargat* 2.
Helma kl. 1 I —12 og 4—7.
Bækur,
Innlendar og erlendar, pappfr og allskyns
ritföng kaupa allir 1
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar.
Veððeilðarlögin.
Svar til Björns Kristjánssonar.
----- Framli.
B. Kr. heldur því fram með
vanalegum rökum, að veðdeild
geti ekki starfað fyr en brjef
hennar sjeu seld. — Þau sjeu
aðeins vara. Hafa alveg fallið úr
minni hans síðastliðin ár? Jeg
man ekki betur en að allir þeir,
sem urðu þeirrar náðar aðnjót-
andi að fá lán út á eignir sínar
úr veðdeildinni, fengju aðeins brjef
með 6%aföllum, sem þeir urðu svo
að flækjast með og bjóða manna
á milli, en loks keypti íslands
banki þau að mestu síðast. Þetta
sýnir,, að 3. veðdeildarflokkurinn
gat haldið áfram að starfa, þótt
hann hefði ekki mótaða peninga,
eða lítur B. Kr. svo á, að maður,
sem á 10 kr. seðil, hafi enga
peninga fyr en hann hefur skipt
seðlinum? En annað mál er
hitt, að mjög óviðfeldið og gam-
aldags er að Landsbankinn, úr
því hann veitir lán á annað borð,
kasti í menn brjefum i stað
^iyntar, og láti svo keppinautinn
bjaiga mönnum með þvi að kaupa
^þauu. , En þetta er eitt af því
.marga, sem við höfum reynt.
Bankastjórnin segir:
»Tapið lendir á almenningi. Peir,
sem fasteignirnar eiga og setjaað veði
fyrir veðdeiidarlánum, geta kært sig
kollótta, þvi peir njóta alls hagnaðar-
ins við góðu veðdeildarkjörin, en bera
ekki nema að nokkru leyti skaðann af
tryggingarfjenu.
Peir, sem eiga um sárt að binda og
fá ekkert i aðra hönd fyrir tapið, eru
þeir, sem ekki eiga fasteignir til þess
að taka lán út á. Með öðrnm orðum,
það eru fátækllngarnir, sem að nokkru
leyti bera byrðina, til hagsmuna tyrir
fasteignaeigendurna. Svo lítur út sem
sumum sje kappsmál, að það sama á-
stand haldist við«.
Hjer er skamt milli gatanna,
þvi að minsta kosti í svip verða
þeir einir fyrir tjóninu af óhag-
feldum lánum, sem þau neyðast
til að nota; þeir kæra sig þvi ekki
»kollótta« um þessa nýju veð-
deild B. Kr. Eða heldur hann
að t. d. manni, sem fasteign á
og tekur lán, sje sama hvort
hann fær lh virðingarverðs eða >/«?
hvort fær lánað til 20 ára eða 40?
hvort hann þarf að borga frá 16
til 20% i vexti o. fl. i stað 5%?
hvort Iánsskilyrðin eru svo ó-
mannúðleg að hann alla tið er
hræddur um þess vegna að missa
eignina i hendur bankans, i stað
þess að verða þess var, að bank-
inn telji hans hag sinn hag?
hvort honum fyr eða síðar í lag-
. anna nafni er skipað, að borga
fjárupphæð fyrir menn, sem
hann aldrei hefur heyrt eða sjeð?
hvort hann er sviftur eignarrjett-
inum eða ekki, ef honum dytti í
hug að losast undan veðdeildar-
okinu? En hver ber alla þessa
bundnu bagga? Auðvitað í þessu
sambandi þeir, sem eiga hús og
jarðeignir, — þeir, sem lánin
taka. En þó tárfellir B. Kr. yfir
eymd og munaðarleysi þeirra
lánleysingja, sem engar eignir
eiga til þess að verða aðnjótandi
blessunarríku lánsskilyrðanna! —
fátæklinganna! — fyrir þeim þyk-
ist hann bera landsföðurlega um-
hyggju! Þetta er prýðilega vel
ofin fjarstæða, en þó of ber til
að ganga í fólkið, eins og henni
er þó ætlað.
Þeir tímar eru liðnir, að mæla
beri efnahag manna eftir því,
hvort þeir eru óðalsbændur eða
húseigendur; eða hverju svarar
B. Kr. þeim, í mörgum tilfellum,
sem mælast til að fá nokkurra
króna lán til þess eins að verjast
því, að húseignir þeirra fari á
nauðungaruppboð? Alloft þessu:
»Húsahjallarnir eru of hátt virtir;
þjer fáið ekkert lán frekara«.
Svo fer um þær sjóferðir. Margir
leggja alt fram, sem orkan nær,
og eru samt ráðalausir með að
halda eignum sinum. Þær eru
byrði — eingöngu vegna þess,
hvað lánin, sem þeir fá, eru lág
og ótrúlega óhentug. Og um
keyrir þó, þegar nýja veðdeildin
hleypur af stokkunum. Það sanna
er, að margur, sem enga húseign
á, en talinn er efnalaus, er í raun
og veru betur sladdur en hinn,
sem undir henni pínist. — B. Kr.
gengur með sundur kramið hjarta
af meðlíðan með lánleysingjum,
sam hafa ekki hlotið það hnoss
að eignast fasteign, en þó stenst
hann ekki reiðari en ef hann veit,
að einhver húsa»braskari«, sem
hann spyrnir nú fæti við, seldi
einhverjum þessara »fátæklinga«
haganlegt skýli. Nei, kaupa mega
þeir ekki, og að þeir byggi, getur
tæpast átt sjer stað. Hann vill
því búa svo tryggilega um, að
þeir, sem hann mest aumkvar,
geti enga björg sjer veitt — geti
ekki orðið aðnjótandi hagfeldu
veðdeildarinnar!
Nú skal jeg enn opna nýjar
dyr, sem B. Kr. hefur ekki veitt
eftirtekt í þeirri dimmu, sem hann
hefur gengið í.
Húseigendur eiga um sárt að
binda, og það eiga hinir líka,
svo B. Kr. er óhætt að halda á-
fram að tárfella, því á endanum
lenda öll lánsókjör nýju veð-
deildarinnar á þeim, sem hús-
næði leigja — þeim, sem engin
hús eiga. — Frá þeirri hlið
kemur spádómur B. Kr. fram.
Húseigendur, sem eru misjafnir
menn, eins og bankastjórar, leita
allra bragða til þess að kasta
byrði þeirri, sem veðdeildin nýja
leggur á þá, á annara bak. Þeir
finna leiðina öruggu, ekkert hæg-
ara en láta leigendur borga allan
brúsann. Strax, er leigan hækk-
uð miskunnarlaust, og þá er fyrst
ráðist á fúlar kjallaraholurnar og
háalofts-kompurnar, 6 kr. her-
bergi sett upp í 12 kr. o. s. frv.
Hafi fólkið nokkrar mótbárur, er
svarið: »Jeg segi þjer upp hús-
næðinu, nógir bjóðast«. Þetta er
nauðsynleg harðýðgi, eða svo
verður það, enda þegar farið að
sýna sig. Ef húseigandinn er
beðinn að setja íbúðir í lag, er
þess enginn kostur; leigandinn
verður því með tímanum að þola
alt — fátækir sem rikir — því
ekkert húspláss er fáanlegt. Jeg
bið því alla engla að varðveita
leigendur fyrir húseigendum, þeg-
ar nýja veðdeildin fer að hreyta
þeim. En þrátt fyrir þetta vænt-
anlega ástand.sem ekkertland þol-
ir til langframa, berjast þeir, sem
húsin eiga, í bökkum. Svo hef-
ur B. Kr. hagað axársköftunum,
að menn hætti sjer ekki út í
þann voða, að byggja. Það er
fjarstæða. Smiðir og verkamenn
fá þess vegna að orna sjer i
buxnavösunum. Þetta eru all eða
verða afleiðingar veðdeildarlag-
anna, og þótt jeg ekki minnist á
sveitabændur, fá þeir fyllilega
sinn hluta.
Enn verð jeg að minnast á
»húsabraskarana«. B. Kr. ætlar
að svifta þá »blómlegri atvinnu«!
En þar mistekst konum hrapar-
lega. Þeir fá að vísu blauta ól
um þvert bak i bili, en rjetta svo
þeim næsta — leigendunum. —
Svo kemur gullöld þeirra aftur.
Nýja veðdeildin mun stuðla til
þess, að þeir kaupi marga eign-
ina við hamarshögg, t. d. 10 þús.
kr. hús fyrir 3 þús. kr. Þar er
fljót fenginn gróði — tífalt betra
en »húsabraskið« nú. — Þeir
mega þvi senda þakkir sinar til
B. Kr. fyrir milligönguna. En
hvort þeir gera það, sem húsin
missa i hrönnum í hendurvanda-
lausra manna fyrir sáralítið, —
það mun verða vafasamt, því
þeir hafa þar með mist alt sitt
æfierfiði vegna þess, að þeir
flæktust i snörum nýju veðdeild-
arinnar. »Húsabraskararnir« og
veðdeildin sitja loks eins og
kserustupar sitt við hvern pott-
barminn og háma drjúgum. —
Svo á það líka að vera! Eða er
ekki svo?
Enn segir bankastjórinn:
»En prátt fyrir þessar tryggingar
var þegar fyrir áriö 1907 ekki hægt að
selja eitt einasta bankavaxtabrjef, af
brjefum þeim, er bankinn átti þá, og
þvi síður von um, að bankavaxtabrjef
3. flokks seldust á útlendum markaði.
Fyrri bankastjórn fór þvi fram á
við þingið 1907, að landið tœki 2 miljón
króna lán, til pess að kaupa fyrir banka-
vaxtabrjef 3. flokks, og var það sam-
þykt á því þingi.
Þetta sýnir ljóslega, að þetta fyrir-
komulag reyndist ónógt til pess að
bankavaxtabrjefín vœru seljanleg er-
lendis. Og hlaut það þá að liggja í
því, að annaðhvort þætti útlendum fje-
sýslumönnum tryggingin fyrir brjefun-
um of veik, eða vextirnir 4I/2% of lág-
ir, eða hvorutveggja.
Samkvœmt pessari reynslu var pað
alveg pýðingarlausl að reisa nýjan 4.
veðdeildarfíokk á sama grundvelli.
Pað er þvi nokkuð skoplegt að sjá
þá menn, sem eru að þyrla upp mold-
rykinu, vera að halda því fram, að 4.
veðdeildarflokk hefði átt að stofna með
sömu tryggingu ogkjörum eins og fyrri
flokkana.
Já, jafnvel án þess nokkur trygging
væri sett, nema fasteignarveðin ein, þau
væru næg trygging o. s. frv.
Þeir vita ekki mikið um hvað þeir
eru að tala«.
Liklega þekkingarskortur? —
orsökin til þess að brjefm hafa
ekki selst frá 1907 er ekki sú, að
þau væru illa trygð; um það hef-
ur enginn kvartað með einu orði,
þar til liggja alt aðrar ástæður,
en þó aðallega þessar:
a. Útlendir vextir (discontó)
hækkuðu um það leyti, og hafa
verið háir síðan. Afleiðingin er
sú, að útlendir peningamenn lán-
uðu fremur fje sitt út með háu
vöxtunum eða lögðú þá í arðsöm
fyrirtæki. Þeir vildu þvi ekki
kaupa brjef frá neinni þjóð, sem
gefa að eins 4í vexti, jafnvel
ekki með afföllum;
b. Um sama leyti og eftir það
var uppkastið sæla á ferðinni
með öllum sínum pólitisku at-
leiðingum og ósljórn, og þegar
því var hafnað misti landið drjúga
sneið af lánstrausti sínu við um-
heiminn. Hvar var B. Kr. í því
máli þál
c. Þá geysaði bankafarganið
alræmda, og við þann gauragang
fékk lánstraustið rothögg, að minsta
kosti í svip.—Viðskiftamenn sjálfs
Landsbankans voru dregnir i dilka
eins og sauðkindur, og því lýst
yfir, að margir þeirra ættu ekkert
og gætu aldrei eignast neitt. Út-
lendingar, sem máske hefðu gefið
kost á, að kaupa veðdeildarbrjef,
lesa svo þessa glæsilegu lýsingp,
og þora svo eðlilega ekki að hætta
fje sínu til þess lands, þar sem
menn — af sjálfum bönkunum —
eru jafn fjárhagslegadauðadæmdir.
En hvern þált átti B. Kr. í því
máli?
d. Þeir íslendingar, sem lagt
hafa af stað í söluferð hjer með
brjefin — flestir — persónulega eða
skriílega, hafa hrópað i eyru »fyr-
irmyndar«-þjóðarinnar dönsku og
beðið hana, eins og barn biður
móður sína um sykurmola, að
vera svo góða, að kaupa nú brjefln
fyrir eitthvað. Stundum hafa þeir
verið bænheyrðir, stundum ekki.
Þetta hefur svo orðið þeirra heims-
markaður. Ferðinni hefur svo
verið beint heim til kæra Lands-
bankans og brjefin lent í »braski«
fyrir 1. veðrjett í íslenskum eign-
um.
Þótt landið þannig hafi sokkið
í sjó lítilsvirðingarinnar, þá von-
ast jeg til þess, að það nái því áliti á
útlendum markaði, að því verði
trúað fyrir fjárupphæð, ef þar til
færir menn undirbúa það og leita
þess. Hvort Jón Jónsson frá
Baulugerði eða einhver skóarinn
heima á Islandi eru áhyrgðar-
menn eða ekki, held jeg að út-
lendingar láti sjer á sama standa.
En hins vegar gæti svo farið, að
óheilla-afskifti núverandi eða
komandi bankastjórnar gæti not-
að þetta vanhugsaða 10°/o ákvæði
svo: 1. að það kæmi lántakend-
um óþægilega í koll með tíman-
um, 2. að það yrði islenskum
eignum til bölvunar í augum út-
lendinga.
Mjer hefur aldrel komið til