Lögrétta - 04.03.1914, Blaðsíða 1
'X s \
: 1 n
s-v. :■::
'i \
Afgreiðslu- og innheimtum.:
fORARINN B. Þ0RLÁKS80N.
‘VeltaimncLl 1.
TUliml 369.
LOGRJETTA
Rititjori:
CORSTEINN BlSLASON
Plngholtntrntl II.
Taliiml 173.
M 1S.
Reykjavlk 4. mars 1914.
IX. árg.
Lérus Fjeldsted.
Tflrrjettarmál«f»r»lum«flur.
Lækjarernt.a 2.
Haima kl. 11—12 og 4—7.
Bækur,
Innlendar og erlendar, papplr or allskyns
ritföne kaupa allir i
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar.
ti
Eftir Jón Þorláksson.
II.
Nefndarálit B. Kr.
Mesta fjarstæðan.
Nú hef jeg athugað aðfinslur B.
Kr við tekjuhliðtna á reksturskostn-
aðaráætlun mmni. Þá kemur gjalda-
hliðin. Við hana hefur hann lítið að
athuga, annað en það, að þrátt fyrir
það þótt hann áætli miklu minni
flutning en jeg, gerir hann ráð fyrir
jafnmörgum lestum og jeg, og gerir
reksturskostnáð kr i,i6 fyrir hvern
lestarkm., án þess að færa nokkra
ástæðu fyrir þeirri hækkun.
En til þess þó einnig að geta
búið til grýlu úr reksturskostnaðin-
um, grfpur hann til þess óyndisúr-
ræðis, að bæta við járnbrautarspotta
frá Þjórsá að Jökulsá á Sólheima-
sandi (sem liggur á eyðisandi milli
Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu),
85 km. að lengd. Verð þessarar
brautar áætlar hann kr. 31.250 fyrir
hvern km., og bætir þar um 2®/4
milj. kr. við stofnkostnaðinn. Svo
gerir hann ráð fyrir að eftir þessari
braut gangi tvær lestir á dag hvora leið
alt sumanð (6 mán.), og ein lest
hvora leið allan veturinn, að við-
bættum 104 aukalestum þegar mest
er að gera, eða alls 1200 lestir á
ári. Reksturskostnað þessara lesta
telur hann kr. 1.16 fyrir hvern
lestarkm. En allar lestimar hlaupa
tómar, eða með tóman ókeyptsflutn-
ing, þvf að af þeim telur hann engar
tekjur! Skyldi þá ekki mega spara
aukalestirnar? Og kanske eitthvað
af hinum lestunum líka? Eða jafnvel
einhvern spotta austan af brautinm?
Nú hafði enginn maður hreyft þvi
að leggja þessa braut frá Þjórsá að
Jökulsá. Jeg skil ekki að neinum
hafi dottið það í hug nema B. Kr.
Atyllu fyrir því að setja upp þennan
reikning þykist hann finna í því, að
frv. þingsins heimilar stjórninni að
veita leyji til að leggja járnbr. frá
Rvík austur f Rangárvallasýslu, að
henni meðtaldri. Segir hann að járn-
brautarfjelagið hafl því eftir frv. rjett
á að leggja jbr. austur að Jökulsá,
„og nærri má geta hvort fjelagið
notar sjer ekki þennan rjett“. Gengur
alveg fram hja því, að auk þess,
sem fjelagið ekki f<zr neinn rjett
með frv. til þess að leggja jbr.
heldur fær stjórnin heimild til að
veita þvf slikan rjett, þá er og skýrt
fram tekið, að stjórnin ræður ein
legu brautarinnar.
Það er ekki orðum eyðandi að
þessari fjarstæðu. Það hefur aldrei
verið borin önnur eins vitleysa á
borð fyrir alþingi í nefndaráliti, eins
og áætlun sú um árlegt tap lands-
sjóðs, sem B. Kr. byggir a þessu,
nema í minnihlutaaliti þeirra B. Kr.
og annars manns f ritsímamálmu
1905, þar sem þeir m. a. fullyrtu
að landssjóður yrði að leggja fram
til reksturs og viðhalds símans að
minsta kosti 13764.0 kr. á ári, í 20
ór, umfram tekjurnar af simanum,
auk þess fjár, sem sjálfur síminn
kostaði í fyrstu.
Samanburður við útlond.
B. Kr. skýrir rjettilega frá þvf,
Gústaf Sríakonungnr.
að járnbr. í Noregi og D mmörku
gefi ekki fulla vexti af stofnkostnaði
sfnum. Þar af leiðandi þykir honum
það fjarstæða mikll, að jeg hef
komist að þeirri niðurstöðu í „Skýrsl-
unni“, að með tímanum megi fá
fulla vexti af stofnkostnaði þessarar
brautar. í þvf sambandi ber hann
það ranglega fram, að jeg hafi f
nefndinni „talið vafalaust" að sá
arður fengist 15 árum eftir byggingu
brautarinnar. Jeg er ekki svo mikið
flón, að jeg telji mig geta sagt neitt
„vafalaust" um það, hvað verði eftir
15 ár eða meir, og hef ekki sagt
það.
í samanburði sínum við útlendar
brautir gengur B. Kr. alveg fram
hjá því aðalatriði, að jeg hef áœtlað
jlutningstaxtana með brautinni hœrri
en í peim. löndum, sem hann tekur
til samanburðar. Þess vegna er ekk-
ert að marka samanburð hans. Jeg
hef tekið það fram í Sk., að þessar
útlendu brautir gefa ekki af sjer
fullar rentur, af því að taxtarnir eru
svo lágir, og bætt við til skýringar:
„Þannig hlýtur jafnan að fara, ef
taxtarnir eru settir aðeins örlitlu
hærri en beini flutningskostnaðurinn.
Ef byggja á braut hjer með það
fyrir augum, að hún með tfmanum
geti borið sig að fullu, þ. e. greitt
einnig vexti af stofnfje sínu, þá
verður f upphafi að setja taxtana
svo háa, að afgangs verði reksturs-
kostnaði sem svarar rentum af stofn-
fjenu, þegar notkunin er orðin hæfl-
lega mikil". *
Ástæðurnar fyrir því, að taxtarnir
eru settir svona lágir í Noregi og
Danm. eru þær, að það þykir borga
sig betur að hlynna að atvinnuveg-
unum með lágum flutningsgjöldum
og greiðum samgöngum, heldur en
að hafa taxtana það háa, að þeir
renti brautaverðið. Þetta er alveg
stmi hugsunarhatturinn, sem hefur
valdið þvf, að f þessum og öðrum
löndum er nú alveg hætt að taka
nokkra boigun fyrir notkun vega,
Áður var það viða gert, á þann hátt,
að settar voru grindur yfir vegina,
og varð hver, sem þar fór í gegn,
að greiða gjald. En nú er bæði
lagning og viðhald vega kostað alveg
af almannafje, af skattatekjum rfkja-
og sveitarsjóða. Á sama hatt þykir
rjett að leggja nokkuð af jarnbrauta-
kostnaðinum á skattgjaldendur yfir-
leitt, en ekki allan á notendurna.
Bændnr ganga fyrir konnng í Stokkhólmi 6. febrúar.
Benda má á, að það sama er gert
bæði hjer og annarstaðar að því er
þá flutninga á sjó snertir, sem styrkt-
ir eru af opinberu fje. Engin að-
greining er f Danmörku og Noregi
á rfkisbrautum og einkabrautum að
þessu leyti, því að nærri undantekn-
ingarlaust hefur hið opinbera (ríkið
og sveitarf jelög) lagt til mestan hluta
stofnkostnaðar einkabrautanna, og þá
jafnframt sett skilyrði um, að taxtar
væru svipaðir og á ríkisbrautum. í
skjóli þessara lágu taxta vaxa svo
upp ýmsar atvinnugreinir, sem má
skýra með dæmi. Segjum, að ná-
lægt stórum bæ sjeu skilyrði fyrir
framleiðsiu, t. d. góður byggingar-
steinn í jöiðu. Járnbraut kemur fram
hjá staðnum, og taxtar hennar eru
settir það lágir, að eigandinn getur
selt stein sinn fluttan til bæjarins
með verði, sem stenst samkepni við
önnur byggingaefni. Hann fær sjer
þá steinvinslutæki, byggir hús og
byrjar að reka sína atvinnu Nú
skyldum vjer segja, að taxtarnir væru
hækkaðir. Þá yrði hann að hækka
útsöluverð sitt f bænum, steinn hans
gengi þá ekki út, hann yrði að hætta,
eignir hans lítils virði, máske gjald-
þrot og stórt tap Þetta er ástccð-
an til þess, að járnbrautir gela yfir-
leitt aldrei hækkað taxta sína að
stórum mun, ejtir að þær hafa ver-
ið starftæktar nokkur ár. Þjóðfje*
iagið getur engum leyft, hvorki sjalfu
sjer nje öðrum, að skapa fyrst skil*
yrði, sem framkalla ýmsan atvinnu-
rekstur, og skerða sfðan skilyrðin,
eða kippa þeim burtu, svo að eigna*
hrun hljótist at. En B. Kr. sjer ekki
aðra sennilega ástæðu til þess að
brautir f Danm. og Noregi hækki
ekki taxta sina, en þá, að ef þær
gerðu það, færi almenningur aftur
að flytja vörur sfnar á vögnum. Þarf
jeg ekki að orðlengja um þá skarp-
skygni.
Vitanlega eru nú allar hinar sömu
ástæður til að setja járnbrautartaxt-
ana lága fyrir hendi hjer sem ann*
arstaðar. En það væri ógætilegt að
byrja með lágum töxtum, af því að
ómögulegt er að hækka þá að mun
seinna. Jeg hef gengið út frá, að
flutnmgar yrðu minni hjer f framtíð-
inni á mann en þeir eru á Jaðrinum
nú, vegna hærri taxta.
Það, sem alt veltur á hjer, er það,
hvort atvinnuvegir þeirra, sem braut•
ina eiga að nota i Jramtíðinni, pola
svona háa taxta. Það er með öðr-
um orðum, hvort rœktttn lands hjer
er svo arðsöm, að hún þoli þennan
flutningskostnað á afurðum og að
flutningum. Þessu gengur B. Kr. al-
veg fram hjá, og skal jeg því ekki
fara frekara út í það að sinni en svo,
að lata í ljósi það álit mitt, að bú-
skapur á ræktuðu landi þolir mjög
vel að greiða slík flutningsgjöld með
járnbraut, sem liggur til Rvíkur, þar
sem ávalt og daglega er viss mark-
aður fyrir allar afurðir búskaparins,
ýmist til neytslu heima fyrir eða til
útflutnings.
Eignaskýrslan.
B. Kr. gerir skýrslu um verð jarð-
eigna og búpenings á Suðurlands-
undirlendinu. Verð búpeningsins tel-
ur hann eftir verðlagsskránum, og er
það víða of lágt, og töluna eftir tí-
undarskýrslunum(?), og er hún lfka
of lág. En ekki verður honum um
það kent. En svo gefur hann skýrslu
frá sjálfum sjer um arðinn af þessu.
Þar telur hann arð af jörðum 5%,
og svo arð af kúm, ám með lömb-
um og hestum, 15% af verðinu.
Sauði og gemlinga telur hann ekki
arðberandi, og ekki griðunga, vetr-
unga, kalfa, geldar ær, trippi og fol-
öld, sem þó eru talin f eignaskýrsl-
unni. Ársarðinn af búpeningnum
telur hann þannig (f krónum):
í Árncs- í Rang-
sýslu árvs.
Af hverri kú. . . . 18,30 15.00
Af hverri á . . . . 2,03 I.661/*
Af hverjum hesti . 12,00 12,00
Hann hefur ekki sundurliðað þetta
þannig fyrir hverja einstaka skepnu,
en jeg hef reiknað þetta út eftir
hans eigin tölum. Búmenn fara má-
ske nærri um hvort arðurinn er rjett
talinn Rýrir gerast dilkarnir þá, og
reifin lfka, ef ærin, loðin og lemd f
fardögum, gefur ekki arð nema 1 kr.
667* au. til 2 kr. 03 au. Og til
samanburðar má geta þess, að Páll
Zóphónfasson telur arð af meðalkúm
í nautgriparæktarfjelögum sunnan
lands þannig, bygt á mælingum á
mjólkurmagni, fitu í mjólkinni, og
fóðri:
1907— 08: kr. 99,78
1908— 09: — 91.76
1909— 10: — 92,83
Við útreikning á þessum arði er
lagt til grundvallar smjörverð 80 au.
pundið, og verð undanrennu og áfa
3 au. potturinn, Það samsvarar þvf
að meðalfeit nýmjólk sje reiknuð á
9,2 au. potturinn. Þessi arður er
mismunurinn á verði mjólkurinnar
og fóðursins. Það er vert að taka
eftir því, að B. Kr. hefur fullyrt að
ekki borgaði sig að selja mjólkina
l á 9,05 ey. pottinn að kostnaði frá*
dregnum, en samt mundi sá bóndi,
sem vœri svo heimskur að gera það,
haýa 5 til 6 sinnum meiri ard af
sinni meðalkú heldur en B. Kr.
reiknar honum.
Það er ekki von að sá, sem svona
metur arðinn af búfjenaðinum okk-
ar, hafi trú á járnbrautarlagningu til
eflingar landbúnaðinum. Og mjer
dettur ósjálfrátt f hug að spyrja,
hvort sá maður, sem hefur svona á*
lit á aðalatvinnuvegi landsins, muni
vera allra landsmanna til þess hæf-
astur, að útvega Landsbankanum
peninga til eflingar ræktun landsins?
Þeir munu fá trú á landinu, útlendu
peningamennir, þegar hann er búinn
að útlista fyrir þeim arðsemi naut-
griparæktar og sauðfjárræktar hjerl
Framh.
vöufi
Víðs vegar um alla Svfþjóð eru
stofnanir, sem heita „Arbetarinstitut"
nú orðnar 550 talsins.
Markmið þessara stofnana er, að
veita fræðslu f nytsömum og skemti-
legum fræðigreinum þeim mönnum,
er hafa ekki átt kost á að njóta meiri
mentunar en þeirrar, er barnaskól-
arnir veita.
Fræðslan fer fram með fyrirlestr-
um. í sjerhverju efni, sem tekið er
fyrir, svo sem t. d eðlisfræði, um
framþróunina í náttúrunni, um manns*
lfkamann, um menningu fornaldar-
innar o. s. frv., eru haldnir margir
fyrirlestrar f röð, oftast 20—30, einu
sinni f viku og á sama vikudegin-
um. Einn eða örfáir fyrirlestrar um
þessi efni geta ekki skýrt þau svo
fyrir þeim, er þekkir þau ekki áður,
að orðið geti að nokkru verulegu
gagni.
Af þvf það er markmið stofnan-
anna að skýra fyrir mentafúsum
alþýðumönnum lögmál náttúrunnar,
mannhfsins og þjóðfjelagslifsins, þá
fást þær ekkert við trúmálafræðslu,
er hefur svo marga formælendur á
sfnu sviði eingöngu, launaða af rfk-
inu. Þeim er einnig haldið fyrir ut-
an alt stjórnmálaþras.
Eftir þessum stofnunum, sjerstak-
lega þeirri f Stokkhólmi, er stofnuð
var 1880, hafa samskonar eða svip-
aðar stofnanir verið settar á stofn
bæði f Finnlandi og Noregi. í Noregi
eru þær kallaðar „Arbeiderakade-
mier“ og eru f 40—50 stöðum þar.
Þessar stofnanir í Svíþjóð eru undir
umsjón fjelags, er nefnist „Folkbild-
ningsforbundet" og hefur ágætis-
manninn próf. Knut Kjellberg að for-
manni, og er hann jafnframt forstöðu-
maður stofnunarinnar f Stokkhólmi.