Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.03.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 14.03.1914, Blaðsíða 1
Afgreíflslu- og lnnheimtum.: Þorarinn b. ÞORLÁKSSON, V©ltu»u.ndi 1. Taliimi 859« LOGRJETTA Ritstjorl: RORSTEINN 6ÍSLAS0N Þingholtsstraetl 1T, Talsiml 171, M 14 Reykjavík 14. mars 1914. IX. árg;. Lárus Fjoldstod, YflrrJ ettarmálafnralumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. 1 I —12 og 4—7. Bækur, Innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Isafold oy Jimgflokkarnir. Tilgangur greinar minnar í Lög- rjettu í vetur var alls ekki sá, að vekja deilur um afskifti þingflokkanna á síðasta þingi af þjóðmálum vorum. Jeg vildi aðeins sýna fram á, að í öllum helstu málunum hefði flokk- ana sem slíka ekkert greint á, og þvi væri ástæðulítið fyrir einn þeirra fremur en annan að telja sig önd- vegisflokk og frumherja gagnvart hinum. En sú hugsun virtist mjer liggja á bak við ávarp Sjalfstæðhflokksins, eða þó öllu fremur ummæli ísaf. um afstöðu Sjálfst.flokksins gagnvart hin- um. Þau ummæli í sambandi við á- varpið áttu ekkert annað erinda til þjóðarinnar, eftir því, sem á stóð en að ala á gömlum flokkarig og vekja tortrygni, þótt avarpið væri þannig orðað, að hvert mannsbarn f land- inu gæti skrifað undir það. Þetta skilur hver meðalgreindur maður. Það verður aldrei talið gott verk að ala á ástæðulausri tortrygni með- al þeirra, er vinna eiga saman að velferðarmálum þjóðarinnar, að jeg ekki tali um jafnósæmilegar getsakir og þær, að nokkur stjórnmalaflokkur sje nú til á íslandi, er vilji vinna að því ljóst og leynt að þjóðin glati sjálfsforræði sfnu. í grein minni þóttist jeg gera öllum flokksbrotunum á síðasta þingi jafn- hátt undir höfði og ekki væna neinn þeirra nokkurrar undirhyggju eða launráða í velferðarmálum þjóðar- innar. tsafold hefur samt orðið nokkuð órótt af þessari grein minni og kveð- ur hana þurfa rækilegs svars, með því að jeg sje kominn út á villi- götur, er jeg ekki rati um. Jeg skyldi vera ísafold þakklátur, ef hún yrði til þess að vfsa mjer á rjetta leið, en með reiðilestri sfnum f ioo. tbl. f. á. og 2. tbl. þ. á. hefur hún hvorki sannfært mig nje aðra um villu mína og því sfður vfsað mjer tii vegar. Hið rækilega svar, er ísafold kveð- ur mig þurfa, er ókomið enn. í ummælum sfnum um grein mína tvístfgur hún í sömu aðdróttunar- sporunum, sem hún hefur staðið f sfðan hún sprakk á bræðingnum. Jeg þóttist með fullum rökum, sem enn standa óhrakin, sýna fram á. að ávarpið gæti ekki bygt á neinni sjerstöðu Sjálfstæðisflokksins gagnvart hinum flokkunum á sfðasta þingi. má ísafold ekki heyra. Það vill nú svo veltil, að við ritstjóri ísafoldar erum ekki lengur einir til frásagnar um afskifti þingflokkanna á sfðasta þingi af aðalmalum ávarps- ins. Þingtfðindin eru nú nær fullprent- uð, °g getur alþjóð sjeð af þeim, hvor okkar fer með rjettara mal um afstöðu flokkanna. Þingmenn úr öllum flokkum sam- þykkja stjómarskrárbreytinguna. Þingmenn ur öllum flokkum sam- Þykkja öll þau fumvörp, er þingið afgreiddi um fjárhag og atvinnuvegi þjóðarinnar. eru upp talin öll aðalmalin, er ávarpið fjallar um og sfðasta þing hafði til meðferðar. Enginn þingflokkanna hreyfir sam- bandsmálinu með einu orði. Það mun fleirum en mjer torskilið, hvernig ísafold getur þrátt fyrir þetta fullyrt, að með ávarpinu sje skýrt af- mörkuð afstaða Sjálfstæðisflokksins gagnvart hinum flokkunum, og sá flokkur vinni einn að stjórnarlegu og fjárhagslegu sjálfstæði Islands. SHk ummæli verða ekki bygð á reynslu sfðasta þings. En það má byggja þau á öðru, á spádómum, getsökum og aðdrótt- unum til hinna flokkanna á ókomn- um tfma. Þann kostinn hefur hefur Isafold tekið og munu fáir öfunda hana af. ísafold er bæði f andmælum sín- um gegn grein minni og oftar sífelt að dylgja um það, að hinir flokk- arnir muni óðara en varir svfkjast að þjóðinni með uppkastið frá 1908. Dæmalaus einfeldni. Þótt hinir flokkarnir byggju nú yfi>- þessum launraðum, mælir alt á móti þvf, að þeir ættu þess nokkurn kost að koma þeim f framkvæmd. Ekki vegna varðstöðu Sjálfstæðis- flokksins fyrir landsrjettindum vor- um, heldur vegna þess, sem samþykt var á síðasta þingi af 'öllutn flokk- utn. Stjórnarskrárbreyting sfðasta þings, sem enginn efast um, að samþykt verði á aukaþinginu f sumar, girðir algerlega fyrir að nokkurri samþykt f sambandsmálinu verði dembt á þjóðina að óvörum. En auk þess eru næsta lítil lík indi til að hinn samningsaðilinn f þvf máli, Danir, vilji standa við til- boð sín 1908, þótt aldrei nema ís- lendingar vildu þyggja þau, sem alls ekki er vfst. Tilboðin í árslok 1912 og önnur ummæli þeirra benda að minsta kosti ekki á, að uppkastið verði framar á boðstólum hja þeim. Jeg þori nærri því að fullyrða, að enginn maður í Sambandsflokknum frá sfðasta þingi býr yfir neinum launráðum f sambandsmálinu, þó ekki væri af öðru en því, hve barnaleg þau eru. Þó er ísafold að lagða mig með þvf, að jeg hafi ef til vill viljað halda í Samband-flokkinn á sfðasta þingi til þess að svíkjast að þjóðinni með uppkastið. Drengilega og viturlega til getið! Vill nú ísafold halda því fram, að slfkar aðdróttanir til einstakra manna og þingflokka sjeu til að efla góða samvinnu um velferðarmál þjóð- arinnarf Að því er til sambandsmálsins kemur, situr svona iðja sfst á þeim, er sjalfir hafa gerst frumkvöðlar að þvf að fitja upp á þvf máli að nýju án alls umboðs frá þjóðinni. Jeg tók það skýrt fram, að með afdrifum bræðingsins, sem ísafold lofaði mest, væri öllum málaleitunum við Dani f þvf mali lokið f braðina. Hve lengi verður að bíða nýrra til- rauna fra íslendingum eða Dönum, að leiða það mál til lykta, er ekki unt að spá neinu um. 011 lfkindi til, að Islendingar fitji ekki aftur upp á nýrri sambandsdeilu meðan ekki eru meiri líkur en nú eru til viðunan- legra málalykta. Sambandið við Dani er heldur ekki því til fyrir- stöðu að þjóð vor geti tekið fram- förum f öllum greinum, ef vjer kunn- um að fara með það sjalfsforræði, sem vjer höfum. En það eitt er víst, að máli þessu verður ekki raðið til lykta nema með fullu samþykki þjóðarinnar. Þótt leifar Sambandsflokksins 1912 hyrfu ekki úr sögunni a sfðasta þingi, verður ekkert af þvf ráðið um frara- tfð þeirra fremur en hinna flokks- , brotanna, en jeg þori að fullyrða, að það er jafnósatt um alla f Sambands- flokknum og það er um mig, sem ísafold gefur f skyn, að jeg hafi vilj- að halda dauðahaldi í Sambands- flokkinn „til þess að færa uppkastið yfir höfuð þjóðinni", Hitt er satt, að jeg kærði mig ekki um að ganga f hin flokksbrotin, er virtust gera það að helsta flokks- malinu, að ná völdum f hendur sjer; gerði jeg grein fyrir því f grein minni, hvers vegna Sambandsflokk- urinn ekki tók þátt í þeim lffróðri Um þá yfirlýsing mlna hefur ísafold ekki annað að segja en að hún sje bæði nýstárleg og lærdómsrík Jæja, kannske ísafold læri það þá af Sambandsflokknum á sfðasta þingi, að athugavert sje að styðja að tfð- um stjórnarskiftum til þess að svala valdafýkn einstakra manna, án nokk- urrar tryggingar frá framkomu þeirra fyrir þvf, að þjóðin græði nokkuð á skiftunum. Eins og flokkaskipunin nú er, tel jeg mjer skylt að fylgja því ráð- herraefni, sem jeg tel þjóðinni ávinn- ing að fá í stjórnarsessinn, án tillits til þess, f hvaða flokki hann telur sig. Svo Ktið tel jeg þessum flokks- nefnum á sfðasta þingi bera á milli í aðalvelferðarmálum þjóðarinnar, en valdatýkninni einni ætla jeg ekki að Ijá fylgi mitt, hvorki á þingi nje utan þings; vona jeg, að þessi yfi lýsing verði bæði ný^tárleg og lærdómsrík fyrir ísafold, ísafold er hreykin af hinum mikla skoðanamun Sambandsflokksins og Sjalfst flokksins á ummælum danskra stjórnmálamanna um rlkisráðs- og fána úrskurðina; vill auðsjáanlega gefa f skyn, að Sambandsflokkurinn sje þar alveg á sama mali og D inir. Hvaðan kemur henni sú vitskaf Hvar getur hún bent á, að Sambands- flokkurinn. eða einstakir þingmenn úr honum, skrifi undir þessi ummæli, eða sjeu þar samþykkir Dónum f ölluf Hjer er ísafold enn á ferðinni með ástæðulausar fullyrðingar, teknar úr sömu tortrygnis- og aðdróttana-skúff unni og önnur ummæli hennar f þessu máli En hún er ef til vill með þessu að reyna að punta dálltið upp á hunds- hausinn, sem hún setti uppyfir fána- úrskurðinum f vetur. Hún ætlaði að rifna af vonsku í sumar út af afdrif- um fanafrumvarps-ómyndarinnar, sem bandamenn hennar voru að burðast með; en svo, þegar miklu meira var fengið með úrskurðinum en hún eða þeir hófðu nokkurn tíma árætt að nefna, að undanteknum þeim Skúla Thoroddsen, Bjarna frá Vogi og Benedikt Sveinssyni, þá þykir henni lítið eða ekkert vera fengið, sem vjer ekki höfðum áður. Hvers vegna ljet hún þá svona f sumarf Þá vfkur þvf og nokkuð undar- lega við, er ísafold nú telur mót- mæli sín gegn ummælum dönsku blaðanna til stuðnings hinni skýrt af- mörkuðu afstöðu Sjalfstæðisflokks- ins með ávarpinu gagnvart hinum flokkunum, þegar þess er gætt, að ávarpið varð til áður en nokkru mannsbarni á íslandi voru kunn orð- in þessi dönsku ummæli og enginn skoðanamunur um þau gat þvf verið kominn f ljós. Það er ekki nýtt, að Danir mis- skilji sjálfstæðiskröfur vorar og út- húði oss fyrir þær, og heldur ekki hitt, að íslendtngar. mótmæli mis- skilning þeirra og vilji halda kröfum sfnum til streitu. Það er ekki lengra slðan en í sumar, að allir þingflokk- arnir unnu að því að fella ríkisráðs- akvæðið úr stjórnarskránni, sem Dön- um hefur jafnan verið mjög sárt um. Árangurinn af þeirri viðleitni þing- flokkanna varð að vfsu minni en margur hefði óskað, en sjálfur Sjálf- stæðisflokkurinn hefur þó lýst yfir þvf, að hann sætti sig við hann. Þvergirðingur og misskilningur Dana á sjálfstæðiskröfum vorum er vissulega leiður öllum íslendingum, en svo leiður sem hann er, þá er þó barnaskapur og hjegómadýrð sumra íslensku blaðamannanna og fimbul- famb þeirra um sjalfstæðiskröfur vor- ar ennþá raunalegri sjón. ísafold er guðvelkomið að krydda ritstjórnarleiðara sína með gömlum þingræðum eftir mig; það getur verið þægileg tilhreyting fyrir lesendurna, þótt ekki komi það umtalsefninu minstu vitund við, eins og líka ein- hverjar páskahugvekjur eftir Sigurð Hjörleifsson, einn mesta dýrling ísa- foldar á sínum tíma, og jólahugvekju- staglið um grein mína og margt fleira f þessum samsetningi ísafoldar, sem jeg nenni ekki að eltast við. Vigur 1 febrúar 1914. Sigurður Steýánsson. Skíðamenn. Nú er búið að stofnu skíðafje- lag hjer í Reykjavík, og mikið er um dýrðir. Flaggað með nöfn- um landlæknis og ráðherra og annara ágætismanna því til efl- ingar. Jeg ann þessu nýstofnaða skíða- fjelagi alls hins besta. Og jeg skrifa ekki þessar línur til þess að hnekkja gengi þess í minsta máta. En skíðaferðir hef jeg ekki sjeð hjer á Suðurlandi til þessa dags, sem jeg hef getað orðið hrifinn af. Jeg hef að visu sjeð hr. Miiller verslunarstjóra á skiðum sinum með sitt prikið í hvorri hendinni, og nokkra islenska unglinga apa þetta eftir honum. En mjer hef- ur fundist það líkara ferfætling- um en skiðamönnum. Svo hef jeg sjeð i Bíó norska skíðamenn spreyta sig á því að standa á skíðunum fram af stalli og — flesta fara á hausinn. En islensku skiðaiþróttina hef jeg ekki ennþá borið gæfu til að sjá á Suðurlandi. Og hún er þó til, jafn-gömul norsku iþróttinni, en með nokkuð öðrum hætti. T. d. kannast jeg ekki við þessi tvö prik. Norðlenskir skiðamenn hafa eina stöng og kunna að beita henni hvoru megin við sig sem þörf er á. Og með stöng- inn hafa þeir gersamlega vald á öllum hieyfingum sinum á skið- unum. Með stönginni stöðva þeir sig einnig (hamla sig) þar sem mjög er bratt, og fyrir kemur það einnig, að þeir setjast á stöng- ina og láta hana rista snjóinn til að draga úr ferðinni, eða halda henni i handarkrika sínum. Hún þarf því að vera sterk og úr seig- um viði (aski). Annað, sem jeg kann ekki við, er það, hvernig menn tjötra hjer skíðin á fæturna á sjer. Nyrðra þótti það mest um vert, að geta gengið á skiðunum tábandalaust, að eins með einhverja stöðvun við tána (t. d. stundum ekki ann- að en harðan klaka), að minsta kosti átti ekki nema rjett að eins að tylla tánni í táböndin. Maður átti að geta stokkið upp af skíð- iinum, hvenær sem þörf væri á. Þetta hefur sá maður þekt, sem skrifað hefur þáttinn af Hemingi Aslákssyni. Hann er látinn stökkva upp af skíðunum á bjargbrúninni og gripa í kápu Haraldar kon- ungs Sigurðssonar. Öll sú skíða-íþrótt, sem jeg kyntist á uppvaxtarárum mínum, stefndi að þvi, að gera menn færa Tilkynning. Kjósendum í (íullbr.- og Kjós- arsýslukjördaMni tilkynnist, að jeg verð hjer í kjöri (sem Bænda- flokksmaður) við kosninguna á laugard. fyrir páska (11. n. m.). Hef jeg nú sannanir fyrir þvi, að hjer sem annarstaðar fer þeim fjölgandi, sem hafa vilja bændur á þingi, og vænti jeg stuðnings allra þeirra. — Alþýðumennl Reynið að komast á kjörfund. Þið getið nú fengið kosinn full- trúa af eigin stjett, fyrsta sinn síðan 1861. Grafarholti 11. mars 1914. Björn Bjarnarson. um, að nota skíðin á ferðalögum, verða fljótir að ganga á þeim og fimir að beita þeim i brekkum, og um fram alt, að missa aldrei valdið yfir sjer og þeim. Það var ekki takmarkið, að geta glann- ast einhvern veginn ofan brattar brekkur eða staðið fram af stöll- um, heldur miklu fremur að kunna að sneiða brekkurnar á skíðunum og sneiða þannig fyrir hamrana, þótt fljúgandi ferð væri á, og jafnvel að geta stöðvað sig i miðri brekkunni. Það getur verið, að norska i- þróttin stefni að þessu sama. Jeg er henni ekki nægilega kunnugur. Eitt, sem jeg tek eftir hjer, er það, að göngulagið á skíðunum er nokkuð annað, en jeg vandist. Jeg vandist því, að ganga á skið- unum með löngum, hægum skref- um og láta hvort skíðið um sig aldrei nema staðar, heldur alt af renna, á meðan hitt var fluttfram fyrir. Það var ótrúlega drjúgt göngulag og skiðamenn voru miklu lljótari yfir sljett-lendar heiðar, en göngumenn á rífa-hjarni. Samt var siður en svo, að brekkurnar, sem buðust, væru vanþakkaðar. Jeg man eftir manni, sem hjet Jóhannes Schel, afkom- anda Schels þess, er hjer mældi landið snemma á 19. öldinni. Hann var talinn viðsjármaður og draslari í meira lagi, en skíða- maður var hann ágætur. Eitt sinn fór hann inn yfir Leirhafn- arskörð i mikilli ófærð. Þá vann hann til, að kjaga beint upp á Snartaslaðanúpinn (Reistargnúp) til þess að fá skíðabrekku ofan af honum hinu megin. Núpur- inn er 300 m. hár og snarbrattur að sunnan, þó klettalaus, og Jó- hannes rendi sjer hann ofan — beint ofan, og stóð prýðilega. Fjármaður frá Snartastöðum sá til hans, og marga daga á eftir sást slóðin hans ofan núpinn. Ekki hafði sjeð i hann fyrir mjall- roki á leiðinni, en sem hvirfil- vindur hafði hann rokið ofan núpinn. Tunguheiði á Tjörnesi er um 700 m. há. Á miðju ijallinu er hryggur, og auslan í honum brött brekka, sem Gerðibrekka heitir, og nemur nær helmingi af allri hæð fjallsins. Mikil umferð er um heiðina á vetrum af þeim, er kaupstað sækja til Húsavíkur norðan úr sveitum. Heldur þykir það hraustlega gert, að renna sjer á skíðum ofan alla Gerðibrekku, og þeir eru fremur fáir, sem það gera, margir fara á skíðin neðan til í brekkunni, þegar það hratt- asta er að baki þeim. En þeir eru þó ekki all-fáir, sem leika sjer að því, að standa hana alla ofan, og það með baggana sina

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.