Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.04.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 29.04.1914, Blaðsíða 1
Algreiðslu- og ínnheimtum,: ÞORARINN B. RORLÁKSSON. V ©ltu*undi 1. Taliimi 359. LOGRJETTA Rititjor PORSTEINN BÍSLASON PlngholtutraU iT. Taliiml 171. M 23. KeykjavíU 29. apríl 1914. IX. árs:. Carlsberg brugghúsin mæla með Carlsberg skattefri alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. Carlsberg1 skattefri porter hinni extraktrlkustu at öllum portertegundum. Carlsberg- sódavatn er áreiðanlega besta sódavatn. Lárua Fjeldsted. Tflrrjettarmilafnralumaður. Læbjmrgata 2. Haima kl. II I 2 o*r *—7. Biekur, Innlendar og erlandar, pappfr og allskyns ritföng kaupa allir I Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. k_?AMKVÆMT ii. gr. í reglum um afnot Landsbókasafnsins eru allir lántakendur ámintir um, að skila öllum þeim bókum, er þeir hafa að láni af safninu, fyrir 14. maí, og verður engin bók lánuð þaðan l.— 14. maí. Landsbókas. 28/4 1914. Jón Jakobsson. Rafmapsstöð í Reykjavík. Ágrip af ræðu Jóns Þorlákssonar landsverkfræðings á borgarafundi 27. april 1914. Eins og kunnugt er hefur notkun rafmagns, bæði til ljósa og aflfram- leiðslu, rutt sjer mjög til rúms á seinni árum. Hjer á landi eru komn- ar rafmagnstöðvar á Eskifirði, Seyð- isfirði, Siglufirði, Vík f Mýrdal, og ýmsir aðrir staðir í undirbúningi með raflýsingu, t. d. Vestmannaeyj- ar. Ástæðurnar fyrir útbreiðslu raf- magnsins í bæjum og kauptúnum eru yflrleitt alstaðar hinar sömu, og eru þessar hinar helstu. Rafljósin eru nú á tfmum, eftir að rafljosalamparnir hafa verið end- urbættir stórkostlega á sfðustu arum, ódýrustu ljós, sem kostur er á, eink- um þar sem rafmagnið er framleitt með vatnsafli í dálftið stórum stýl. Þar að auki eru þau langþægileg- ustu ljósin, sama sem engin fýrit- höfn að kveykja og slökkva, og enginn óþrifnaður að þeim á nokk- urn hátt, sem ávalt fylgir olfuljósum og gasljósum. Rafmagnsmótorar eru miklu ódýr- ari eftir stærð en allir aðrir mótorar, taka sama sem ekkert pláss, alveg fyrirhafnarlaust að setja þá á stað og stoðva þá, og reksturskostnaður smárra ratmagnsmótora verður miklu minni en allra annara smámótora, m. a. af þeirri ástæðu, að rafmagns- mótorinn eyðir alls engu nema rjett þær stundirnar, sem hann er latmn vinna, en það er svo mikii fyrirhöfn og timatöf að setja flesta aðra mó- tora af stað, að það þykir ekki borga sig að stöðva þá, þótt stutt hlje verði á vinnu. Af þessum ástæðum er rafmagnsmótorinn hinn hentug- asti fyrir alian smáiðnað, og í raun og veru er svoletðts iðnaður nú a dögum Iftt mögulegur nema þar sem kostur er á rafmagni. Hjer f Reykjavfk er þörfin fyrir rafmagn ekki minni en hvar annar- staðar. Vjer höfum að vísu nýlega fengið gasstöð, og gasið er agætt til þess að elda við, og einnig not- andi til ljósa úti við og i verkstæð- um m. m, en ekki hentugt til ljósa f fbúðum, sfst f smáhýsum. Því síð- ur er það fullnægjandi til mótora. Þörfin á rafmagni hjer hefur þegar lengi verið bæði mjer og öðrum ljós, og þess vegna tókum við okkur ti nú fyrir h. u. b. 1 »/2 ári sfðan, Pau Smith sfmaverkfræðingur og jeg, og byrjuðum að rannsaka, á hvern hatt væri hentugast að bæta úr rafmagns- þörf bæjarbúa, og hve mikið fje mundi þurfa til þess, og höfum unn- ið að því l tómstundum sfðan, og not- ið einnig aðstoðar frá útlöndum við það, sem okkur þótti þurfa. Vii höfum nú lokið við áætlun um verk- ið. og bárum því næst málið undir já menn, sem hafa boðað til þessa fundar, og skal jeg, eftir samráði við þá, skýra stuttlega frá niðurstöðu okkar. Við hugsum til að nota vatnsafl Elliðaánna til aflframleiðslunnar. Eftir athugunum {.eim, sem við höfum gert viðvfkjandi ánum. teljum við abyggi legt, að án þess að safna vatninu saman megi tá að staðaldri úr þeim 2000 hestöfl, en með hæfllegum stýflugörðum, sem geyma vatnið frá nóttunni til dagsins, megi fá alt að 3000 hestöfl þann tima sólarhrings- ins, sem rafmagnseyðslan er mest. Þetta afl er langtum meira en okkur þykir hæfilegt fyrir bæinn að taka til notkunar nú f upphafi, álftum að byrja eigi með að byggja 750 hest- afla stöð og höfum gert áæJum um hana. Fyrirkomulagið er þannig: Aflstöðin er við Elliðaárnar móts við Arbæ; þar eru ráðgerðar 2 túr- bínur 750 hestafla með tilheyrandi rafmögnurum, önnur samstæðan til vara, ef eitthvað bilar f vjelunum. Þar framleiðist þrefaldur vixlstraumur með 6000 volta spennu, og er hon- um veitt inn til bæjarins eftir ofan- jarðarleiðslu, koparþráðum á trje- staurum. Þegar kemur inn í bæinn, er háspenta ieiðslan grafln í jörð; f 5 breytistöðvum er spennunni breytt úr 6000 volt í 130 til 230 volt, og frá breytistöðvunum er svo rafmagn- inu með þessari lágu spennu veitt um bæinn og að húsunum. Áætlun um kostnað við að byggja þessa stöð með öllu tilheyrandi legg jeg hjer fram, og er upphæðin alls 360 þús, kr Áætlun um reksturinn höfum við einnig gert, en leggjum hana ekki fram að svo stöddu; að eins skai jeg skýra fra þvf, að við álftum að stöðin muni bera sig vel með hæfilegu verði a rafmagninu; við gerum ráð fyrir að innan mjög skamms tfma, á öðru ári eða svo, verði notaðir 2/3 af afiinu, eða 500 hestöfl, þegar mest er eyðslan, og að með þeirri notkun geti stöðin borið sig. Svo vex notkunin vitan- iega, og þegar hún nemur 750 hest- öflum, þá þarf að stækka stöðina, bæta við nýrri vjelasamstæðu. Árnar eru nú leigðar út til lax- veiða, og fást f leigu fyrir þær 6—7 þús, kr. á ári oftast nær. en þó fer nokkur hluti af þeirri upphæð aftur f kostnað. Við alftum að meðan stöðin er ekki stærri en 750 hestöfl, muni hún sama sem engin eða alls ergn ahnf hafa á laxveiðina. Vatnið verður tekið úr farveginum og inn f pipur á svo sem 600 metra kafla móts við Árbæjarfoss; þar fyrir ofan og þar fyrir neðan hefur stöðin alls engin áhrif a vatntsmegn ánna; á þessum kafla fer aðeins rúmur helm- ingur af meðalvatnsmagni ánna í pipurnar, þegar mest er rafmagns- eyðslan, en nú verður hún miklu minni að sumrinu, svo að þá fer ekki nema lftið brot af vatninu í pfpurnar, og laxinn kemst þvf ó- hikað upp árnar. Samt höfum við f rekstursaætlun okkar talið rafmagns- stöðinni til útgjalda leigu af ánum, ámóta og þá, sem nú er goldin, en með tekjum teljum við þá leigu, sem væntanlega fæst eftir að stöðin er tekin til starfa. Þá verður að taka til athugunar afstöðu hinnar væntanlegu rafmagns- stöðvar við gasstöð bæjarins. Gas- stögin er eign bæjarins, og kostar um 490 þús. kr Hún er leigð til reksturs firmanu Carl Francke f Bremen, og borgar hann f leigu fyrir hana 61/*0/0 af verði hennar, en það á að samsvara rentum og afborgunum af verðinu. Leigusamn- ingi þessum getur Francke ekki sagt upp, en bærinn getur fengið gas- stoðina hvenær sem hann vill, gegn því að borga tap það, sem Francke hafði á rekstrinum fyrstu árin. Og byggi bærinn „aðra ljósstöð", eða leyfi öðrum að byggja hana, þá verður hann að taka við gasstöð- inni, borga reksturshallann og reka hana framvegis sjálfur. Þetta er nú ástæðan til þess, að enginn hefur þorað að hreyfa því undanfarið, að byggja rafmagnsstöð. En nú er svo komið, að gasstöðin ber sig, og notkun hennar fer enn stöðugt vaxandi. Það væri þvf engin áhætta fyrir bæinn, að taka við gasstöðinni, ef rafmagnsstöðin hefði ekki áhrif á gassöluna; en það má búast við að hún hafi þá verkun, að gaseyðsla til Ijósa hætti að vaxa, eða jafnvel minki nokkuð. Tekjur gasstöðvarinnar voru rekst ursárið */8—’l2 til 31/7—'13 alls um 90,000 kr„ þar af fyrir ijósgas f prfvathúsum .... 22,500 kr. og fyrir gas til mótora . 2,900 — Það eru aðallega þessir tekjuliðir, sem rafmagnsstöðin mundi hafa áhrif á. Gas til mótora mundi þegar f stað hverfa. Gas til ljósa mundi lík lega minka eitthvað. En þó svo væri, að einhver halli yrði ð rekstri gas- stöðvarinnar fyrstu árin, þá yrði hann aldrei mikill, og bæjarstjómin getur nú að minni hyggju ekki for- svarað að lata gasstöðina lengur standa f vegi fyrir annari eins nauð- syn og annari eins framför og raf- magnið er. Við fundarboðendurnir vorum nú allir sammála um það, að hið eðli- iegasta og heppilegasta væri að bærinn bygði sfna rafmagnsstöð sjálfur á sinn kostnað, og við ber- um hjer fram tillögu um að fundur- inn skori á bæjarstjórnina að gera það. En aðalástæðan tii þess, að við vildum bera máiið fyrst undir þá menn f bænum, sem það varðar mestu, er sú, að ef bæjarstjórnin ekki vill eða treystist til að hrinda malinu áfram, þá viljum við ekki að heldur leggja árar f bat. Þá viij- um við reyna að stofna fjelag meðal bæjarbúa, til þess að koma fyrirtækinu í framkvæmd, og ef til þess kæmi, þá mundi verða leitað til yðar um fjárframlög. Við höfum lftiilega leitað fyrir okkur erlendis um fjestyrk handa slfku fjelagi, og höfum fengið góðar undirtektir, en höfum ekki viljað að svo stöddu fara neitt lengra út f þ<ð, af þvf að við álftum rjettast að bærinn fram- kvæmi verkið sjálfur. Knud Berlín Og Þórhallur biskup Bjarnarson. Berlín prófessor heldur stöðugt á- fram skrifum sfnum um íslandsmál f dönskum blöðum. Aðalhugsanir Berlíns um þau efni eru alkunnar. Þvf fer svo fjarri, að hann sje þvf meðmæltur að slakað verði á ríkistengslunum milli Dan- merkur og íslands, að hann telur það óhæfu, hvað langt íslendingum / hafí tekist að teygja Dani til til- slakaua. Hann krefst þess, að hert verði á böndunum með ýmsum hætti Reyndar hefur hann stundum ver- ið að hjala um skilnað landanna. En það tal hans, eins og annara skoðanabræðra hans f Danmörk, hef- ur komið fram f þvf skyni að hræða íslendinga. Það er eitt af þeim of- beldisráðum gegn Islendingum, sem þessum mönnum hafa hugkvæmst, að Danir ættu að segja við oss: Ef þið eruð með þessa óþægð lengur, og viljið ekki lofa okkur að haga sambandinu eins og okkur þóknast, þá gerum við okkur hægt um hönd, og fleygjum ykkur út úr þvf. Þá skuluð þið sanna það, að þið komist f meiri hörmungar en þið hafið vitsmuni til að hugsa ykk- ur fyrir framl Þótt kynlegt megi virðast, var það auðsjeð a sumum blöðunum hjer, að einstöku menn gerðu sjer f fyrstu f hugarlund, að þetta skraf stafaði af einhverju frjálslyndi. Eðlilega þykir Berlfn það gott og gaman, að til sjeu þeir íslend- ingar, sem hafi glæpst á sjer, þótt ekki hafi verið nema snöggvast. Nú hælist hann nýlega um út af þvf, að Þórhallur biskup Bjarnarson sje skoðanabróðir sinn um fslensk mál, hann hafl haft hugrekki ttl þess að að- hyllast stefnuskrá sina hreinskilnis- lega („Kjöbenhavn" 6. aprfl þ. á.) Vjer erum ekki f neinum vafa um það, að biskup mundi afneita slfku bræðralagi. Enginn íslending- ur er skoðanabróðir Berlíns um ís- landsmál. Og biskup er eins þjóð- rækinn maður f anda eins og nokk- ur annar. Ummæli biskups gefa ekki heldur [ tilefni til jafn-gtfurlegrar staðhæflng- ar eins og þeirrar, að hann hafi að- hyllst stefnuskrá Berlfns. Þau voru þessi — eftir örfa hólsyrði um Ber- Ifn: „Geti prófessorinn komið löndum sfnum f skilning um það, að skilja verði f góðu, gangi ekki rfkjasam- búðin, ætti og að vera vegur að koma íslendingum f skilning um hitt, að Danir verði eigi síður en vjer að hafa ákvörðunarrjett um það, hvernig sambandið á að vera — og það auðvitað fyrir munn þings og stjórnar hjá hvorum um sig. „Hvorttveggja virðist vera fremur einfalt mál. En bresta mun tölu vert á skilninginn — báðum rnegin" („Nýtt Kirkjubl.“ 1. jan. 1914) í þessum ummælum er engin ný kenning. Enginn íslendingur hefur til þessa dags neitað þvf, að Danir eigi að hafa, ásamt oss, ákvörðunar- rjett um það, hvernig sambandið eigi að vera. Þess vegna hafa menn verið að semja við þá, að menn neita þvf ekki. En íslendingar halda því fram, að þeir eigi bæði sögulegan og eðlilegan rjett á því að haga sam- bandinu við Dani eftir þvf sem þeim er sjalfum geðfeldast og eðlilegast, að svo miklu leyti, sem sú tilhögun er Dönum hættulaus. Og þeir kann- ast við það, að þeir sjeu skyldir til að taka að sjer þær byrðar, sem stafa kunna af auknu sjálfsforræði þeirra. Þetta er skoðun allra íslendinga — vafalaust biskups eins og annara. En þetta er alt önnur skoðun en sú, er prófessor Knud Berlfn hefur. Annars sýna fagnaðarlæti Berlfns í dönskum blöðum út af þvf að hafa fengið biskup vorn að skoð- anabróður og áhanganda, það Ijós- lega, hve varkárir menn verða að vera í ummælum sfnum um sam- band Danmerkur og íslands. — Það er oss tjón, að slfkur maður sem Berlfn geti fengið nokkura átyllu til þess að bera það út í Danmörk, að nokkur merkur og mikilsmetinn ís- lendingur sje honum sammála í bar- áttu hans við að rýra frelsi og sjálf- stæði þjóðar vorrar. Best er sjálfsagt öllum íslending- um, að varast alt dekur við hann. Enginn þeirra verður honum, hvort sem er, samferða, þegar á á að herða. Skalla-Grimur. Pingkosnmgm í Strandasýslu 1914. Það mætti með sanni segja, að það lagi öðrum nær en mjer að fjalla um þessa kosningu. En þar sem jeg þekki töluvert til þessara mála, get jeg ekki orða bundist, er jeg sje, hversu mikla skömm kjósendur f Strandasýsiu hafa gert sjer með þess- ari sfðustu kosningu til alþingis. Jeg var í vetur á tveimur fundum þeirra Guðjóns Guðlaugssonar og Magnúsar Pjeturssonar, öðrum f Kald- rananesi, en hinum f Broddanesi/ Þar komst jeg að raun um, að Guð1 jón Guðlaugsson hefur bæði þekk- ingu og áhuga á landsmálum, en Magnús Pjetursson hefur hvorugt. G. G. hefur sýnt það með fram- komu sinni, að hann er raðhollur og áhugasamur um nauðsynjamál þjóð- arinnar. Hann átti hugmyndina um Ræktunarsjóðinn og um girðinga- lögin. G G. hefur sýnt, að hann er ekki eingöngu þingmaður kjördæmis sfns, heldur fyrir landið alt. En þeir menn eru bestu þingmennirnir og hvorki blaðrarar eða „hrossakauparar' á þingi. ? En auk þessa er G G. nytsam- astur allra manna heima f hjeraði og hefur verið um langa tíð. Moðan hann bjó vann hann sem vfkingur og hvatti aðra og studdi til atorku og framtaks. Nú veitir hann for- stöðu verslunarfjelagi, er einnig hef- ur sparisjóð. Verslunarfjelagið bætir verslunar- kjör viðskiftamanna sinna og bætir einnig, óbeinlfnis, verðlag hja útlendu versluninni, er hefur bækistöðu sfna samhliða fjeíaginu, á Hólmavík. Jeg ætla annars ekki að hafa hjer mörg orð um, en tel, að Stranda- menn hafi gert sjer til skammar með þessari kosningu, af þvf G G er reyndur sem mjög atkvæðamikill al- þýðumaður a þingi og þar að auki besti maður heima íhjeraði. En Magnús Pjetursson hefur ekkert til brunns að bera sem atkvæða-þingmaður, og er þar að auki embættismaður, læknjr. En það er viðurkent, að það starf þurfi allan huga mannsins til að leys- ast vel af hendi. Þar að auki hafa Strandamenn sýnt hinum gamla þingmanni sfnum vanþakklæti fyrir starf hans og ókurt- eisi mtð því að kasta honum og taka þennan mann f staðinn. Auð- vitað hafa ýmsir kjósendur, er þykj- ast vera fylgismenn G G. — og vilja hafa gott af honum heima fyrir — svikið hann við kosningarnar, eins þokkalegt og það er. Hjer liggur auðvitað fiskur undir steini. M. P. er auðvitað kominn að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.