Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.06.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 03.06.1914, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum,: fORARINN B. ÞORLÁKSSON. 'Veltu.sundi 1« Taliiml Sft9 LOGRJETTA Ritetjeri f’ORSTEINN G t SLA80N Pingholtiatratl It. Teliimi Ul. M 38. Lárut* Fjeldsted. TflrpJettarmAlafsBPalumaOup. Lækjargat* 2. Helma kl. 11-12 og 4—7. Bœkur, Innlendar og erlendar, pappir og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Slgfúsar Eymundssonar. 6erlarannsiknar$toja Gisla Guðmundssonar verður framvegis í Búnaðarfjelags húsinu Lækjargötu 14 B (uppi á Iofti) og tekur til starfa í byrjun næsta mánaðar. Löggjöfin 09 sveitasjóðirnir. A síðasta þingi var mikið rætt um sparnað. Og þingmenn töluðu með miklum fjálgleik um, að bæta þyrfti fjárhaginn, með því að draga úr útgjöldunum. — Hversu haldgott þetta sparnaðarhjal hefur verið, má sjá af þvf, að eftir alt saman fara fjárlögin út úr þinginu með stór- kostlegum tekjuhalla, þrátt fyrir mjög gætilega fjárhagsáætlun stjórnarinnar. En það var ekki ætlun mín, að rekja allan fjármálaferil síðasta þings. Það var aðeins sú hliðin, sem snýr að sveitasjóðunum, er jeg vildi benda á með nokkrum dráttum. Hingað til hafa þingmenn, að mestu, latið sjer nægja, að rusla f landsjóðnum og veita honum út um landið bæði til nauðsynlegra og ó- nauðsynlegra fyrirtækja. En nú hafa þeir stfgið feti framar og seilst ofan í sveitasjóðina og það ekki svo ó- verulega. Það getur verið ærið athugavert, ef þingið kemst út á þá braut, að leggja svo og svo þungar fjárkvaðir á sveitasjóði, — án þess að rjettum hlutaðeigendum gefist kostur á að láta uppi álit sitt um málið, — vit- andi ekki hvort öll sveitarfjelög eru fær um að bæta þcssum auknu gjöldum á sig. — Til þess að skýra þetta betur, skal jeg fyrst minnast á Bjargráðasjóðinn. Það sýnist ekki fara mikið fyrir tilaginu þvf, aðeins 25 aurar af hverju nefi. — En það verður dá- lítið myndarlegra, þegar það kemur saman f eitt; þá eru þetta orðnar rúmar 20,000 kr. sem teknar eru beint úr sveitasjóðunum. Það er rjett efnilegur ómagi. Og ekki er útlit fyrir, að hann komist svo bráðlega í dvöl. Nei, helst eru horfur á, að ala verði hann um aldur og æfi, og liggur *>æst að kalla það landplágu. Það mun óhætt að fullyrða, að með þessu einu eru útgjöld hreppanna aukin um á annað hundrað krónur til jafnaðar. — Hvað kemur svo tekju- meginf Næst koma þá Forðagæslulögin. t lögum þessum er gert ráð fyrir, að kosnir menn hafi á hendi skoðun og eftirlit á fjenaði og fóðurbirgðum manna. — Skulu þeir fara 2—3 ferðir um hreppinn f þessu skyni. — Fyrst um veturnætur til þess, sem kallað er að setja á. Svo aftur um miðjan vetur, til að vita hvort skip- unum þeirra hafi verið hlýtt. Og sfðast á vorin, til þess að lfta yfir það, sem þeir hafa gert, og sjá hvort það er ekki .harla gott“. Svo sem kunnugt er, eru til lög frá 9. febr. 1900, sem nefnd hafa verið horfellislög. — Er þar svo skipað fyrir, að skoða skuli fje og fóðurbirgðir manna um það leyti, er skepnur fara alment af fóðrun og húsavist. Jeg hef verið við þessar skoðanir f mínum hreppi lengst af sfðan Iög- in komu f gildi Og jeg get af eigin sjón og reynd borið um það, að Iögin hafa gert mikið gagn. Menn hafa haft mikið aðhald af lögunum, — þeir, sem þess hafa þurft með, — öðrum hefur þótt vænt um að fá vitnisburð um meðferð á skepnum sínum og hafa kept um að vera sem hæðstir. Auk þess er það allur fjöldinn, sem sjer sinn hag mestan í því, að fara sem best með skepnur sínar og mundi gera það, þrátt fyrir það þó aldrei væri skoðað. En hvað gera svo þessi nýju lög? Þau fyrst og fremst þrefalda útgjöld- in. Þar, sem þessi útgjaldaliður hefur verið 30—35 kr., verður hann nú 90—100 kr. Já, en þau hljóta líka að gera mikið gagn, með svona ströngu eft- irliti, munu menn segja. — En það er nú einmitt það, sem jeg álít, að þau geri ekki. Jeg álft, að það sje á fárra manna færi, að segja hvað mikið fóður sje f hey- stæðunni á haustnóttum. Þvf það má vera öllum Ijóst, sem eitthvað hafa fengist við heyverkun og með- ferð á þvf, að það getur munað stór- miklu, hvað meira kemst f sömu heystæðuna annað árið en hitt. Alt eftir því hvernig heyið er þurkað. Hvort mikið hitnar í og sígur mikið, sem orsakar það, að hver heyhestur tekur upp minna rúm. Auk þess er svo mikill munur á heygæðum og hversu mikið fóðurgildi það hef- ur að ekki er saman berandi. Hvernig eiga nú menn, sem koma að og ekkert þekkja til, að geta sagt til, hversu mikið sje f heystæð- unni bæði að magni og gæðum? Og hvemig eiga þeir að vera fær- ari til að dæma um, hve mikinn pening megi fóðra á þeim birgðum, sem fyrir eru, heldur en maðurinn, sem með heyið hefur farið, bæði verkað það og lagt það niður? Jeg get ekki svarað því. Jeg er ekkert að gera Iftið úr þessum fyrirhuguðu forðagæslumönn- um með þessum ummælum. Jeg finn, að jeg treysti mjer ekki til að gera þetta svo abyggilegt væri, þvf til þess þyrfti jeg að vera alskygn. En svo er þetta fyrirkomulag alt of dýrt, borið saman við gagnið af þvf. Þá kem jeg að lögunum um Sauðtjárbaðanir. Þar kemur einn útgjaldaliðurinn. Eins og flestum mun kunnugt, hefur sauðfje hjer á landi aldrei verið baðað almennu þrifabaði sfðan landið bygðist, að undanskildu kláða- útrýmingarblaðinu hjerna um árið. — Enginn skyldi taka orð mín svo, að jeg telji það lofsvert, að hafa ekki góð þrif á skepnum sfnum. — Nei, jeg álít það þvert á móti nauð- synlegt, að baða allan búpening, og það er einmitt nú á sfðustu árum, sem almenningur er að vakna til meðvitundar f þessu efni. Og hvað- an er þessi alda runnin? Hún er runnin frá þjóðinni sjálfri. Frá fjár- eigendum. Og þaðan átti hún að koma. Fjáreigendur voru farnir að sjá sinn hag f þvf, að baða búpening sinn, og gerðu það þar af leiðandi; auðvitað þó ekki allir. En þeim var að fjölga, og þeim hefði fjölgað, þó þingið hefði ekki hlaupið til, að semja þvingunarlög, sem skylduðu alla undantekningarlaust til að baða. Og lögðu þar að auki sveitarsjóð- unum þunga gjaldabyrði á herðar með þessu. — Hvað böðunarkostnaðurinn muni verða mikill, sem kemur til að lenda á hverjum hreppi beinlfnis, er ekki gott að segja, að óreyndu. En naum- ast mun það ofhátt, þó hann sje á- ætlaður 50 kr. til jafnaðar á hrepp. Það er þá komið þarna f auknum útgjöldum á þriðja hundrað kr. til jafnaðar á hvern hrepp á landinu. Reykjnvík 3. jiíiií 1914. IX. árg. Þó skal það tekið fram, að borg- unin, sem þessum eftirlitsmönnum er ákveðin, bæði forðagæslumönnum og eftirlitsmönnum við baðanir, er svo hlægilega lág, að heita má hreinasta neyðúrræði, að verða að skipa mönn- um að vinna f þarfir þess opinbera fyrir jafn óverulega þóknun. — Það er ekki rjett eins og þegar verið var að ákveða dagpeninga þing- mannanna, ekki alls fyrir löngu, og er þó ekki svo að skilja, að jeg sje að telja þá eftir þeim. — En það eiga fleiri skylda borgun fyrir starfa sinn, og það ættu þingmennirnir að sjá sjálfir. — Þá bætist dálftið á hreppsnefnd- irnar með þessum böðunarlögum, þar sem þeim er fyrirskipað, að safna baðefnum f tæka tíð og heimta inn gjöld fyrir það. Seint þykir of- sett á hreppsnefndirnar, enda eru þær vel launaðar! Og ekki eru van- þökkuð störf þeirral Þó segir Guðmundur iandlæknir, þegar verið var að ræða um heiisu- hælið á Vífilstöðum á sfðasta þingi, að margir sjeu nú tregir að borga, en þó sjeu hreppsnefndirnar lang- verstar Þessu er kastað fram und antekningarlaust En mjer er kunn- ugt um, að hjer eiga ekki allar hreppsnefndir óskilið mál. Jeg þykist nú hafa sýnt fram á, hvað þessi þrenn lög koma til að kosta sveitarsjóðina mikið. Þó væri þetta sök sjer, ef mikill meiri hluti þjóðarinnar hefði óskað eftir þessum lögum En því fer fjarri að svo sje. Það hefði ekki sýnst eiga iila við, þar sem um jafnmikið fjárspursmál var að ræða, að kjósendum hefði verið gerður kostur á, að láta álit sitt í Ijósi um mal þessi Og ekki kæmi mjer það neitt undarlega fyrir, þó lög þessi yrðu ekki vinsæl eða langlíf, og gerðu kjósendur rjett í, að láta þingmenn vita, að þeir væru ekki neinir óvitar, sem aldrei mætti líta af augunum, svo þeir ekki færu sjer að voða. Og það gerðu kjós- endur skýrast og best með því, að heimta á næstu þingmalafundum, að lög þessi sjeu sem fyrst úr gildi numin. — Því eins og það er rjett, sem seg- ir f nefndaráliti minnihlutans um böð- unarlögin: „Ljöggjöfin getur eigi hlutast til um, að hver maður reki atvinnu sína sem hyggilegast og þá eigi fremur búskap en annað. Því að seint mundi lokið þeirri lagasmíð, enda eigi hafið yfir allan efa, að aðrir beri eigi sfður skyn á þessi mál en löggjafarnir", — eins er það líka rjett, sem að framan er sagt. Og af því leiðir þá þetta þrent: 1. Lögin ná ekki ekki tiigangi sfnum af því þau koma ekki að til- ætluðum notum, þar sem þau mega heita þvingunarlög. 2. Þau auka stórkostlega útgjöld á þjóðinni, um ófyrirsjáanlegantfma, og 3. Lögin ætti þvf að afnema hið allra fyrsta. Jónas Ásmundsson. Ráðherra fær lausn. 27. f. m. bað H. Hafstein um lausn frá ráðherrastörfum. Konungur kom nóttina á undan heim til Khafnar úr utanlandsför og hafði ráðherra ekki fundið hann fyr en þetta. Kon- ungur bað hann að gegna embætt- inu þangað til þing kemur saman, og gerir hann það. Carlsberg brngghúsi 11 mæla með Carlsberg- skattefri alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. Carlsberg- skattefri porter hinni extraktrfkustu af öllum portertegundum. Carlsberg- sódavatn er áreiðanlega besta sódavatn. Kj örf ylkj askipan. Tilraun til að skifta landinu í 34 einmennings-kjörfylki, bygð að mestn á manntalinu 1. des. 1910. 10. 1. 11. 2. 12. 3 13. 4- Reykjavíkur-: Reykjavíkurbær Jón Y’ídalín biskup. Mjög merkilegt brjef frá honum til dönsku stjórnarinnar um ástand lands og lýðs hjer hefur Jón Jakobsson Iands- bókavörður nýlega rekið sig á, og hefur það verið óþekt áður. Brjefið mun koma út f Andvara. Fólkstal K j örfylki: hjbiiutfa 1. SkaftafellsSkaftafellssýsla (A. og V. Skaftafellss.).................2960 2. Vestmannaeyja-: Vestmannaeyjasýsla...................................1400 3. Eyjafjalla-: Eyjafjalla- og Landeyja-sveitir og Fljótshlfðarhreppur 2050 4. Rangár-: 5 vestari sveitir Rangárvallasýslu . 2000 5. Flóa-: Gaulverja.-, Stokkseyr.-, Eyrarb,- og Sandvíkur-hreppar . 2400 6. Skálholls-: Hraung.-, Villingah.-, Skeiða. , Gnúpa.-, Hruna.-, Bisk.-, Laugard.- og Grfmsn.-hreppar.................................2700 7. Þingvalla-: Þingv.-, Grafn.-, Ölfus og Selv.hr.í Árn.og Kjósarsýsla. 2200 8. Reykjaness-: Gullbringusýsla sunnan Garðahrepps.....................2600, 9. Hafnarfjarðar-: Hafnarfj., Garða- og Bessastaða-hr. (Álftaneshr. hinn forni).......................................................2020 2900 2900 2900 2900| 14 Borgarfj.-: Borgarfjarðarsýsla.....................................25601 15. Mýra-: Mýrasýsla og Hnappadalssýsla...............................2600 16. Snœ/ellsness-: Snæfellsnessýsla -r- Skógarstrandarhreppi. . . . 2840^ 17. Dala-: Dalasýsla Skógarstrandarhr. í Snæf.........................22901 18. Barðastrandar-: Vestari Barðarstrandarsýsla . 2240 19 Vesturfjarða-: Vestari ísafjarðarsýsla............................. 2430. 20. ísafjarðar-: ísafjarðarkaupst. og Hólshr. f N. ísafj.s. . . . . 2870^ 21. Djúpfjarða-: Nyrðri ísafjarðars -j- Hólshreppi. ...... 2940\ 22 Stranda-: Eystri Barðarstrandársýsla og Strandasýsla . . , . 28995 23 Húnavatns-: Húnavatnssýsla vestan Blöndu.......................r,(,:2770( 24. Skaga-: Húnav.s. austan Bl.-j-Skefils.-, Skarðs.-, Sauðárkr-, og ,.. j Staðar-hr. í Skagaf.................................................2340, 25. Hóla-: Seilu-, Lýtingst.-, Akra-, Rfpur-, Viðvík-, Hóla-, Hofs- og ; \ Fellshr............................................................ 260ó 26. Sigluness-: Fljótin í Skagaf. Hvanneyr.-, Þóroddst,- og Svarf- aðard.-hr, f Eyf.s................................................ 2750 27. Hörgár-: Arnarn.-, Skriðu-. Öxnad-, Glæsibæjar- og Hrafnagilshr. 2240^ 28. Akureyrar-: Akureyrarbær.............................................2089, 29. Eyjafjarðar-: Saurb.-, Öngulst.-, Grfmsey í Eyf. -f- Svalb-, Grýtub-, , Háls- og Flateyjar hr. í S.Þing................................... 23495 30. Þingeyjar-: Aðrar sveitir Suður-Þingeyjarsýslu......................2470^ 31. Langaness-: Norður-Þingeyjars. -j- Skeggjast-, og Vopnafjarðar-hr. í N.-Múlas. . . ................................................... ?330 32. Hjeraðs-: Fljótdalshjerað (6 sveitir í N.-Múlas., 3 í S.-Múlas.) . 20iof 33. Austurfjarða-: Borgarfj.-, Loðmfj.-, Seyðisfj.-, Mjóafj.-, Norðfj.-hr. og kaupst.......................................................... 2650 34. Reyðarfjarðar-: Reyðarfjarðarsveitir og aðrar syðri í Suður-Múlas. 2900 Ef til þess kemur, að landinu verði skift f 34 einmenningskjör- fylki, verður það fráleitt, fremur en margt annað, gert svo að öllum líki. Þetta er sett hjer sem byrjunartillaga, til að vekja umræður um það. Þvf engu ætti að vera spilt, þótt tillögur um þetta sjáist, enda þótt vafi kunni nú á því að vera, hvort hin fyrirhugaða stjórnarskrárbreyting nái lagagildi að sinni, svo þar af leiði breyting á kosningalögunum, Athugull lesari mun fljótt geta sjeð, hvað haft er fyrir augum í tillögu þessari: Reynt að jafna fólkstalið um 1 þingm , svo sem unt er, og taka tillit til skyldra staðhátta; en sýslutakmörkum er víða ekki hægt að fylgja. Fólksfjöldinn um 1 þm. af 34 ætti að meðaltali af öllu landinu að vera 2505, en leikur nú milli 900 (Seyðisf.) og 6000 (Rvík), svo mismunur er 5100. En eftir þessari tillögu munar hvergi meiru en 500 frá meðatali,; nema í Vestmannaeyjum, sem ekki er þægilegt að spyrða saman við aðrar sveitir. Annars leikur milli 2000 og 2960 um hvern þingmann. (Og sýn- ist þettta vera nægur þingmannafjöldi, þó ekki bættust við 6 landskjörnir þm.) — Sum af þeim kjörfylkjum, er lægstar tölur hafa hjer, eru á því svæði landsins þar sem fólkinu einkum er að fjölga. Kjörfylkjánöfnunum er hjer haldið hinum venjulegu, þar sem það getur, átt við, en hin nýju fiest leidd af landslagi og þviliku (fjöll, á, flói, nes, firðir, skagi, hjerað o. s. frv.), sem mikið ber á f kjörfylkinu. Þrjú eru nefnd eftir nafnkunnustu býlum landsins að fornu (Skálholt, Hólar, Þing- vellir), er í hverju um sig liggja. : Ekki mun jeg um það fást, þótt margt yrði að þessari tillögu fundið, og ekki verja hana sem neina fyrirmynd. En þættist ekki til ónýtis hafa unnið, ef af þessu leiddi það, að betri tillögur kæmu f ljós áður en til þess kemur, að alþingi taki ákvörðun um þetta efni. B. B.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.