Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.06.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 17.06.1914, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og lnnheimtum.: fORARINN B. ÞORLÁKSSON. "Veltuaundi 1. Tallimi Sí9, Rititjór i ÞORSTEINN BÍSLA80N Plngholtiitratl II. Tiliimi ÍTI. M 30 Reykjavilc 17. júiií 1914. Lárus FJeldsted, YflrrJ ettarmálafnrtlamaOur. Læbjsrgata 2. Venjul. heima kl. 4—7 síðd. Bækur, Innlendar og erlendar, papplr og allskjms ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Slgfusar Eymundssonar. Gerlarannsóknarstofa Gisla Guðmundssonar Lækjargötu 14 B (uppi á lofti) er venjulega opin 11—3 virka daga. Kennari getur fengið atvinnu í Fræðslu- hjeraði Geithellnahrepps næst- komandi vetur. — Ókeypis fæði og þjónusta. Tilboð stílað til fræðslunefndar Geithellnahrepps, (óskast fram- tekið hve mikið kaup sett er) sendist til Guðjóns Brynjólfsson- ar á Starmýri i Geithellnahreppi fyrir 1. ág. þ. á. 1. 2. 3- 4. Úr kosningalaga- frnmvarpi stjórnarinnar. 1. Kjördæmaskifting. Landið skiftist í 34 kjördæmi, sem hvert kýs einn þingmanna þeirra, sem samkvæmt 15. gr. stjórnarskrár- innar skulu kosnir óhlutbundnum kosningum. Þessi eru kjördæmin: Reykjavík ásamt Seltjarnarnes- hreppi. Stjórnarráðið ákveður, eftirtillögum bæjarstjórnar R vík- ur, takmörkin á milli þessara 4 kjördæma, og skulu þau vera sem jöfnust að kjósendatölu. Skal það gert áður kjörskrár eru samd- ar í fyrsta skifti eftir þessum lög- um, og skal síðan endurskoða skiftinguna 4. hvert ár. 5. Hafnarfjarðarkjördæmi, nær yfir Hafnarfjarðarkaupstað, Garða- hrepp, Bessastaðahr., Kjósar-, Kjalarness- og Mosfells-hreppa. 6. Gullbringukjördæmi, nær yfir Vatnsleysustrandar-, Keflavíkur-, Gerða-, Miðness-, Hafna- og Grindavfkur-hreppa. 7. Eyrakjördæmi, nær yfir Selvogs- Eyrarbakka-, Stokkseyrar-, Sand- víkur-, Hraungerðis- og Gaul- verjabæjar-hreppa. 8. Skálholtskjördæmi, nær yfir Vill- ingaholts-, Skeiða-, Gnúpverja-, Hrunamanna-, Biskupstungna-, Laugardals-, Grfmsness-, Þing- valla-, Grafnings- og Ölfus-hreppa. 9. Rangárvallakjördæmi, nær yfir Hvol-, Rangárvalla-, Landmanna-, Holta- og Asa-hreppa. 10. Eyjafjallakjördæmi, nær yfir Fljótshlfðar-, V estur-Landeyja-, Austur-Landeyja-, Vestur-Eyja- fjalla- og Austur-Eyjafj.-hreppa. 11. Vestmannaeyjakjördæmi, nær yfir Vestmannaeyjar. 12. Síðumannakjördæmi, nær yfir Dyrhóla-, Hvamms-, Skaftár- tungu-, Alftavers-, Leiðvalla-, Kirkjubæjar-, Hörgslands- Hofs-, Borgarhafnar-, Mýra- og Nesja- hreppa. 13. Breiðdalskjördæmi, nær yfir Bæj- arhrepp í Skaftafellssýslu, Geit- hellna-, Beruness-, Stöðvar-, Breið- dals-, Skriðdals-, Valla og Eiða- hreppa. 14. Fjarðakjördæmi, nær yfir Fá- skrúðsfjarðar-, Búða-, Reyðar- fjarðar-, Helgustaða-, Eskifjarðar- Norðfjarðar-, Nes- og Mjóafjarð- ar-hreppa. 15. Seyðisfjarðarkjördæmi, nær yfir Seyðisfjarðarkaupstað, Seyðis- fjarðarhrepp, Loðmundarfjarðar- Borgarfjarðar- og Hjaltastaða- hreppa. 16. Hjeraðskjördæmi, nær yfir Fljóts- dals-, Fella-, Tungu-, Hlíðar-, Jök- uldals-, Vopnaf jarðar- og Skeggja- staða-hreppa. 17. Sljettukjördæmi, nær yfir Sauða- ness-, Svalbarðs-, Presthóla-, Fjalla-, Axarfjarðar-, Kelduness- hreppa, svo og Tjörnes- og Húsa- víkur-hreppa. 18. Mývatnskjördæmi, nær yfir Að- aldæla-, Reykdæla-, Skútustaða-, Bárðdæla-, Ljósavatns-, Flateyj- ar-, Háls-, Grýtubakka- og Sval- barðsstrandar hreppa. 19. Eyjafjarðarkjördæmi, nær yfir Öngulstaða-, Saurbæjar-, Hrafna- gils-, Glæsibæjar-, Öxnadals-, Skriðu- og Arnarnes-hreppa. 20. Akureyrarkjördæmi, nær yfir Ak- ureyrarkaupstað. 21. Svarfdælakjördæmi, nær yfir Ar- skógs-. Svarfaðardals-, Þórodds- staða-, Hvanneyrar-hreppa, svo og Grímsey. 22. Hólakjördæmi, nær yfir Holts-, Haganess,, Fells-, Hofs-, Hóla-, Viðvíkur- og Akra-hreppa. 23. Skagafjarðarkjördæmi, nær yfir Lýtingstaða-, Seilu-, Staðar-. Sauðárkróks-, Skarðs-, Skefils- staða- og Rípur-hreppa. 24. Húnavatnskjördæmi, nær yfir Vindhælis-, Engihlíðar-, Bólstað- arhlíðar-, Svínavatns-, Torfalækj- lækjar-, Sveinstaða og Ás-hreppa. 25. Miðfjarðarkjördæmi, nær yfir Þorkelshóls-, Þverár-, Kirkju- hvams-, Ytri-Torfustaða-, Fremri- Torfustaða- og Staðar-hreppa. 26. Srandakjördæmi, nær yfir Bæjar-, Óspakseyrar-, Fells-, Kirkjubóls-, Hrófbergs-, Kaldrananess- og Árneshreppa, svo og Grunna- víkurhrepp og Sljettuhrepp í Norður-ísafjarðarsýslu. 27. ísafjarðarkjördæmi, nær yfir Snæfjalla-, Nauteyrar-, Reykjar- fjarðar-, Ögur-, Súðavíkur- og Hóls-hreppa í Norður-ísafjarðar- sýslu. 28. Skutulsfjarðarkjördæmi, nær yfir ísafjarðarkaupstað svo og Eyr- arhrepp í Norður-ísafjarðarsýslu. 29. Dýrafjarðarkjördæmi, nær yfir Suðureyrar-, Mosvalla-, Mýra-, Þingeyrar og Auðkúlu-hreppa. 30. Barðastrandarkjördæmi, nær yfir Suðurfjarðar-, Dala-, Tálknafjarð- ar-, Patreks-, Rauðsands-, Barða- strandar- og Fiateyjar-hreppa. 31. Dalakjördæmi, nær yfir Múla- hrepp, Gufudals-, Reykhóla- og Geiradalshrepp í Barðastrandar- sýslu, og yfir Dalasýslu alla (Saurbæjar-, Skarðsstrandar-, Fellsstrandar-, Hvamms-, Laxár- dals-, Haukadals, Miðdala- og Hörðudals-hreppa). 32. Snæfellingakjördæmi, tekur yfir Skógarstrandar-, Helgafells- og Stykkishólmshreppa, Eyrarsveit, Fróðárhrepp, ólafsvíkurhrepp, Neshrepp utan Ennis og Breiðu- víkurhrepp. 33. Mýrakjördæmi, tekur yfir Stað* arsveit, Miklaholtshrepp, Eyja- hrepp og Kolbeinsstaðahrepp úr Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu, og svo Mýrasýslu alla (Hraun-, Alftaness-, Borgar- Borg- arness-, Stafholtstungna-, Norð- urárdals-, Þverárhlíðar- og Hvít- ársíðsu- hreppa). 34. Borgarfjarðarkjördæmi, tekur yfir Borgarfjarðarsýslu alla (Hálsa-, Reykholtsdals-, Lundareykjadals-, Andakíís-, Skorradals-, Strandar-, Leirár- og Mela-, Skilmanna-, Innri-Akraness- og Ytri-Akranes- hreppa). 2. Landskosningarnar. í kosningalagafrumv. stjórnarinnar eru þetta helstu sjerstöku ákvæðin um landskosningarnar, eða hinar hlut- bundnu kosningar til efri deildar: Ráðherra skipar landskjörstjörn, sem situr f Reykjavfk og 1 henni 3 menn, og 2 til vara. Þingmannaefnin mega ekki eiga þar sæti. Kjörskrár skulu samdar jafnhliða hinum árlegu kjörskrám. Kjördagur skal að jafn- aði vera 1. ág. árið áður en skifti verða á landskjörnum þingm. f efri deild. 8 vikum fyrir kjördag skulu landstjórninni afhentir listar með nöfnum þingmannaefnanna. A fram- boðslista skulu að jafnaði vera tvö- falt fleiri nöfn þingmannaefna en kjósa á þingmenn í hvert skifti, með því að aiþingismenn og varaþing- menn skulu kosnir á sama lista, án nokkurrar greiningar fyrirfram. Gild- ur er framboðslisti, þótt á honum standi færri nöfn, en ógildur, ef fleiri eru. Framboðslista skal fylgja yfirlýsing að minsta kosti 170 kjós- enda f landinu um, að þeir styðji þann lista. Af þessum kjósendum skulu að minsta kosti 60 vera úr fyrv. Suðuramti, 30 úr fyrv. Austur- amti og 40 úr fyrv. Norðuramti og Vesturamti, hvoru um sig. Listar skulu afhentir formanni landskjör- stjórnar, og merkir hann þá A, B, C, o. s. frv. Á hverjum lista skal til- greina umboðsmenn fyrir listann. Sje það eigi gert, eða forfallist umboðs- maður, eru þeir, sem fremstir standa þingmannaefna, rjettir umboðsmenn listans. Þessir umboðsmenn gæta rjettar lista þeirra, sem þeir eru fyrir o. s. frv. Varaþingmenn verða þeir, sem hæstar atkv.tölur hafa næst þeim, sem þingmannskjöri hafa náð. Þó eiga þeir listar, sem ekki koma að þingmanni, ekki heldur rjett á vara- manni. Breyta mega kjósendur nafna- röð á listunum. 3. Atkvæðagreiðsla sjómanna. Sjómenn, sem atvinnu sinnar vegna geta ekki mætt sjálfir á kjörþingi f þeim hreppi eða kaupstað, þar sem þeir standa á kjörskrá, og nota ekki hinn almenna rjett til að greiða at- kvæði á öðrum kjörstað samkv. fyrir- mælum kosningalagana, hafa heim- ild til þess að greiða atkvæði við óhlutbundnar kosningar til alþingis á þann hátt, að senda hreppstjóra eða bæjarfógeta í því umdæmi, þar sem þeir standa á kjörskrá, atkvæðaseðil samkvæmt reglum þeim, sem Iögin setja. 4. Næstn kosningar. Kosning landsþingmanna skal í fyrsta sinn fara fram sfðari hluta mars- mán. 1915, en kosning hinna 1.—10. júní s. á„ eftir nánari ákvæðum síð- ar. Við kosningar þessar skal farið eftir kjörskrám, er semja skal í janú- ar og maí n. á. KTonfrelsisbonnrnar enskn. Stöðugt halda þær áfram baráttu sinni. Seint í maí reyndu nokkrar þeirra að komast inn í Buckingham Palace í Lundúnum, til þess að færa þar konungi bænaskrá um kosninga- rjett kvenna. En Iögreglulið stöðv- aði þær við innganginn til hallar- innar, og þar var frú Pankhurst enn tekin höndum. Urðu út af þvf á- fiog milli lögreglumannanna og kvennanna, og slóu þær hjálmana af höfðum margra lögregluþjóna, en 46 af kvennaliðinu urður fangar, þar á meðal þrír karlmenn. Yflrráðherra í einyígi. Yfirráð- herra Ungara, Stefán Tisza greifi, átti nýlega einvígi við einn af þing- mönnunum, sem háð var með skamm- byssum, og skutust þeir á þar til þingmaðurinn særðist lítið eitt. Flaggnefndin. Álit hennar og tiliögnr. Um síðastl. áramót skipaði ráð- herra 5 manna nefnd til þess að undirbúa tillögur til alþingis f sumar um gerð á hinu fyrirhugaða fslenska fiaggi. í nefndinni eru: Guðmund- ur Björnsson landlæknir, formaður, Jón Jónsson dócent, Matth. Þórðar- son fornmenjavörður, Ól. Björnsson ritstjóri og Þór. B. Þorláksson mál- ari. Álitsskjöl frá nefndinni eru nú ný- prentuð og koma fyrir almennings- sjónir í dag. Nefndarálitið, með skjölum og ritgerðum, sem því fylgja, er stór bók, og í henni er mikill og merkilegur fróðleikur. Fyrst er þar saga fánamálsins hjer á landi, eftir Jón sagnfræðing, á tæpum 3 örkum. Þar er sagt frá uppruna merkja þeirra og einkenna hjá þjóðunum, sem eru fyrirrennarar fiagganna, og frá notkun þeirra merkja alt frá fornöld. Flaggmáhð okkar er nú 40 ára gamalt. Það kemur fyrst upp þjóðhátfðarárið 1874. Þá voru mörg flögg búin til víðs- vegar um land alt og skreyttir með þeim samkomustaðirnir til hátfða- haldanna. Fálkablæjan kom þá upp, frá Sigurði Guðmundssyni mál- ara, og varð hún lífseigust af þessum þjóðhátíðarflöggum. Hún var fyrst dregin á stöng á fundartjaldi þjóð- fulltrúanna á Þingvöllum sumari 1874. Síðan varð hún algeng um alt land, eins og kunnugt er, og við stjórnar- farsbreytinguna 1904 varð fálkinn merki íslands í stað flatta þorsksins. Oft var um það talað og skrifað, að gera fálkaflaggið að verslunarflaggi íslands. Nefnir höf. ritgerðir um þetta eftir Pálma Pálsson kennara, Valdimar Ásmundsson ritstj. og dr. Valtý Guðmundsson. Hjelt dr. V. G. málinu fram á Þingvallafundi 1885 og hafði það þann árangur, að stjórnarskrárnefndin í neðri deild kom þá um sumarið fram með .frumv. til laga um þjóðfána fyrir ísland*. Þetta átti að vera fullkom- inn verslunarfáni. Gerðin var í frumv. ákveðin þannig, að fáninn skyldi vera krossfáni með bláum reitum en rauðum, hvítjöðruðum krossi, oghlutföllin eins og í danne- brogsfiagginu. Málið fór til nefndar í deildinni og sofnaði þar. 12 árum síðar ritar Einar skáld Benediktsson um málið f „Dagskrá", vorið 1897, og þar kemur fyrst fram sú uppá- stunga, að hafa fánann bláan með hvítum krossi. Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir var þá fyrir Kvenfjelag- inu hjer í bænum, og ljet hún gera því flagg með þessari gerð, og hafði það í fyrsta sinni á lofti á þjóðhá- tíð Reykvíkinga sumarið 1897. En Iftið eða ekkert var frekar um fiagg- málið rætt á þeim árum, og ekki fyr en 1905. Þá minnir „Ingólfur* á þetta bláa flagg, og heldur því fram, að það sje tekið upp. Þessu sama er svo haldið fram af fleirum, svo sem Jónasi Guðlaugsyni í „Valn- um" og „Brjáni" í „Lögrjettu*, og haustið 1906 tók Stúdentafjelagið hjer að beita sjer fyrir fiaggmálinu. En fánatakan hjer á höfninni 12. júnf siðastl. sumar varð til þess, að flaggmálið komst þá um sumarið inn á þing, en það leiddi aftur til kon- ungsúrskurðarins frá sfðastl. hausti, eins og kunnugt er. Þannig eru rakin aðalatriðin f sögu fiaggamáls- ins f grein Jóns sagnfræðings. Þessi saga íslenska fiaggmálsins er eins og inngangur að ritinu f heild. Áðalþáttur þess er vfðtæk ritgerð um flögg almcnt, eftir Guðmund Björns- son landlækni. Sú ritgerð er 9 arkir. IX. árg. Þar er dreginn að fróðleikur úr öll- um áttum til skýringar og skilnings á flaggmálinu, og hlýtur að liggja f þessu mikil vinna. Fyrst er sagt frá flögg- um og merkjum alment og hvernig hver um sig hafa verið notuð. Þá er gerð grein fyrir muninum á þjóð- fiöggum og öðrum flöggum. Þjóð- flögg eru ekki til f heiminum nema um 60 alls, og það er ekki fyr en kemur vel fram á 19. öld, að farið er að kalla átthagaflögg skipa þjóð- fána. Þá fyrst verða þau f augum manna að þjóðernistákni. Þá kemur „Ágrip af veraldarsögu flagganna*. Átthagaflögg fara að fær- ast f tfsku á 14. öld, og taka þá einstakir verslunarbæir upp sjerstök flögg á skipum sfnum. Úr því hefst svo siglingaöldin mikla, er Amerfka finst og sjóleið suður um Afríku. Nú fer gildi farflagganna, eða versl- unarfiagganna, mjög að vaxa, og kemst smátt og smátt fastara og fastara skipulag á notkun flagga. Úr þessu hefst veldi Englendinga á sjón- um. Þegar England og Skotland gengu f konungssamband 1605, steyptu þau saman flöggum sfnum, rauðum krossi í hvftum feldi, sem var kross Georgs helga, verndara Englendinga, og hvftum skákrossi í bláum feldi, sem var kross Andrjesar helga, vernd- ara Skota. Löngu síðar, 1801, var Patrekskrossinum írska bætt þarna inn f: rauðum skákrossi á hvftum feldi. Þannig er til orðið hið fræga flagg Englendinga, eða sambands- merkið í flaggi þeirra: Union Jack. En seint á 18. öld er fyrst farið að tala um þjóðliti, og þá f Frakklandi, er byltingaraldan mikla gengur þar yfir. Þá koma upp frönsku þrflit- irnir, og um 1790 komast þeir inn f franska flaggið. Blár fáni með hvít- um krossi, eins og sá, sem hjer hef- ur verið notaður, var lengi farfáni Calais-bæjar f Frakklandi. Næsti kafli er um átthagaflögg á Norðurlöndum að fornu og nýju og norræna þjóðfána nú á dögum. Dannebrog er elstur þeirra fána, sem þjóðfánanafn hafa fengið, frá 1219. En hjer er eftirtektaverðust fyrir okkur fánasaga Norðmanna. Höf. bendir þar á misklfð þá, sem reis út úr sambandsmerkinu f fánum Svía og Norðmanna, og vill ekki, að í hinum væntanlega fslenska fána sje neitt slfkt merki. í 4. kafla er litið yfir öll ríki ver- aldar, þjóðfána þeirra og skipastóla. 60 rfki eru talin fullvaida. En hvað er það, sem skipar rfkjunum í þennan tignarflokkf spyr höf. Ekki er það landrými, því 20 af þessum 60 tignustu ríkjum eru víðáttuminni en ísland. Ekki er það fólksfjöld- inn, því fjögur þau fámennustu hafa ekki nema 6—20 þús. íbúa hvert. Ekki stjórnarfarið, því í sumum er einveldisstjórn, öðrum lýðveldi, og svo allskonar smástökk þar í milli. Ekki hervarnir, þvf herskipaútgerð hafa ekki nema 24 af þessum 60 rfkjum að nokkru ráði. 12 af þeim ná ekki að sjó, og önnur 12, sem þó ná að sjó, eiga enga vopnaða fleytu, þar á meðal Belgfa, Sum eiga ekki annað en örfáar tollgæslu- skútur. Ekki er það mentun og menning, því sum af þessum rfkjum byggja þjóðir, sem kallaðar eru hálf- viltar. Og ekki er það auðlegðin, þvf sum af þessum rfkjum eru fjár- hagslega ósjálfstæð og undir eftirliti annara f þeim efnum. Er frá öllu þessu miklu nánar skýrt í ritgerðinni en hjer er gert. Og höf. kemst að þeirri niðurstöðu, að fræðikerfaskift- ingin í fullvalda rfki og ekki full- valda rfki sje mjög villandi, fullveldis- rjettur, svokallaður, og þjóðarsjálf- stæði sjeu sitt hvað; mörg þjóðfje- lög sjeu kölluð óháð rfki, þó þau sjeu það ekki nema að naíninu, en önnur sjeu ekki kölluð rfki, þótt þau

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.