Lögrétta - 08.07.1914, Blaðsíða 1
Aigreiðslu- og innheimtum,:
ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON.
Veltusundi 1.
Talaimi 3«8.
Ritatjðri
PORSTEINN 8t SLASON
PingholtaatrKti 1T.
Talaimi 171.
M 33.
Lárud FjeldstedL*
YílrrJ©ttarmAlaf*er»lum»Our.
Læbjargjtt* 2.
Venjul. heima kl. 4—7 síðd.
Bækur,
ínnlendar og erlendar, papplr og allskyns
ritföng kaupa allir 1
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar.
Fáninn.
(Aðsent).
Þá er komið nefndarálit fána-
nefndarinnar, mikil bók og merkileg
að mörgu leyti, sem ekki er undar-
legt, þar sem svo margir merkir
menn hafa að henni unnið.
í nefndinni hafa mætst pólitiskir
andstæðingar, en árangurinn er góður.
Skynsemin hefur haft yfirhöndina, en
flokkarígurinn orðið að lúta í lægra
haldi, og það er gott og virðingar
vert, þegar svo er.
Hannes Hafstein hefur hjer sem
oftar farið viturlega að ráði sínu,
þegar hann skipaði þessa nefnd.
Þetta fánamál var orðið allmikið
tilfinningamál — þó undarlegt sje,
þegar aðeins er um gerð fánans að
ræða. — Þess vegna var töluverður
vandi að skipa nefndina vel, og
sömuleiðis vandi fyrir nefndina að
vinna verk sitt vel.
En hvorttveggja hefur vel tekist.
Tvent er það, sem nefndin hefur
orðið að hafa fyrir augum:
1. Að fáninn líktist ekki of mjög
annara þjóða fánum.
2. Að gera fánann þannig úr
garði, að konungur samþykki hann.
Hvorttveggja hefur nefndinni tek-
ist.
Maður skyldi nú ætla, að íslend-
ingar gætu verið ánægðir með þetta,
því jeg geri ráð fyrir, að það hafi
vakað fyrir öllum, að það væri aðal-
atriðið, að fá löggiltan íslenskan fána,
sjálfstœðismerki okkar íslendinga, en
ekki hitt, hvernig þessi fáni væri
litur. Það hlýtur ávalt að vera auka-
atriði.
Samt sem áður hefur komið fram
f blaðinu „Ingólfi" allsvæsin árás á
fánanefndina og um leið hvatning til
þjóðarinnar um, að halda fast við
gamla, bláhvfta fánann.
Það lái jeg ekki, þó vinum gamla
fánans falli þungt, að verða að breyta
þeim fána, sem notaður hefur verið
um alllangan tfma, þó hann hafi ald-
rei löggiltur verið. Það hefði verið
æskilegast að geta haldið honum, ef
ekkert hefði verið því til fyrirstöðu.
En fánanefndin færir nú skýr rök
fyrir því, að fáni þessi verður ekki
notaður nema með breytingum.
Ástæðurnar eru þessar:
1. Að konungur neitar að sam-
þykkja hann, vegna þess, að hann
sje of líkur grfska fánanum.
2. Að hann líkist of mikið
sænska fánanum. Það er sannað
með tilraunum. „Ingólfur" virðir
þessar ástæður að vettugi. Það kann
að vera, að „Ingólfur" álíti, að kon-
ungur hafi ekkert um þetta mál að
segja. Jrg skal ekki um það þrátta.
En mjer virðist, að við sjeum ekki
komnir svo Iangt á sjálfstæðisbraut-
inni, að við getum sloppið hjá hans
samþykki ura þetta mál.
Hitt þykir mjer undarlegra, að
blaðið skuli ekki taka til greina um-
mæli Páls Halldórssonar skólastjóra,
sem bygð eru á reynslu, en virðist
aftur á móti vera mjög hrifið af
fundarsamþykt skipstjórafjelagsins,
sem ekki hefur við nein rök að
styðjast, því jeg hef ekki heyrt, að
fjelag þetta hafi látið gera neinar til-
raunir með þessa fána.
Jeg verð í þessu máli að trúa þvf
Reykjavík 8. jólí 1914.
IX. árg.
Myndin, sem hjer fylgir, er frá Albaníu. Uppreisnarmannaflokkurinn
hefur sótt að Durazzó, en orðið frá að hverfa. Tii varnar bænum hafði
það boð verið látið út ganga, að allir menn þar milli 14 og 50 ára aldurs
skyldu vinna að því að víggirða bæinn. í róstunum fjell yfirforingi lög-
regluhersins, sem var Hollendingur, Thomson að nafni, og er það mynd
hans, sem hjer er sýnd. Lið hans !á í skotvirkjum við Durazzó, en hann vildi
halda út þaðan til móts við uppreisnarmenn, er skutu á virkin úr fjarska.
Menn hans vildu ekki fara og töldu það of mikla hættu. Hljóp hann þá
einn upp á skotvirkin, veifaði sverði sínu og bað menn að fylgja sjer, en
fjekk þá kúiu frá óvinunum og fjell dauður niður. Rjett áður höfðu upp-
reisnarmenn tekið Kroja, sem er þjóðhelgidómur Albana. Þar fæddist þjóð-
hetja þeirra Skanderbeg. Það er Kroja, sem sýnd er hjer á myndinni.
Skanderbeg var seldur í gisling til Tyrkja, þegar hann var barn að aldri,
og var alinn upp í Múhameðstrú. En er hann kom heim aftur til Albaníu,
hóf hann uppreisn og neyddi Múhamed 2. til að viðurkenna sjálfstæði
Albaníu. Það var ráðgert, að Vilhjálmur fursti yrði krýndur í Kroja, en
nú sem stendur er lítið útlit til þess, að það eigi nokkurn tíma fyrir hon-
um að liggja.
einu, sem bygt er á reynslu (experi-
ment), og eftir því verður að teljast
sannað, að bláfáninn sje svo líkur
sænska fánanum, að ómögulegt sje,
með neinni vissu, að þekkja þá sund-
ur í nokkurri fjarlægð.
Mig furðar það, ef íslendingar ger-
ast svo lftilþægir, að taka upp fána,
sem er svo líkur annara þjóða fán-
um, að ekki er hægt að þekkja
hann frá þeim í nokkurri fjariægð.
En meir furðar mig, að „Ingólfur",
sem annars ekki dregur úr þjóðar-
drambi okkar íslendinga, skuli vilja
líta við þannig gerðum fána.
Ætli það sje ekki eitthvað annað,
sem liggur á bak við hjá „Ingólfi" f
„Ingólfur" er gamalt landvarnar-
blað. Landvarnarmenn hafa altaf
barist á móti því, að nokkurt sam-
komulag gæti komist á milli íslend-
inga og Dana.
Nú hefur konungur lofað að sam-
þykkja fána þá, sem fánanefndin
leggur til að við tökum. Þannig
lítur út fyrir samkomulag um þetta
mál.
Máske „Ingólfi* sje ekki sem best
við það?
„Ingólfur" notar fánamálið til að
svaia heift sinni á H. Hafstein, kennir
honum um breytinguna o. s. frv.
Málefnið sjálft verður hjer sem
oftar í ísl. pólitfk að lúta í lægra
haldi fyrir persónulegu hatri.
Eða er hitt líklegra, að landsmála-
stefna þessa blaðs sje eingöngu sú,
að sundurdreifa, vinna á móti öllu
samkomulagi? Sje svo, þá eru auð-
vitað skiljanlegar hinar taumlausu,
órökstuddu árásir á H. H., þvf auð-
vitað er hann langlíklegasti maður-
inn af þeim, sem nú fást við pólitík
hjer á landi, til þess að sameina
ýmsar pólitískar andstæðar hjer og
f Danmörku.
Við lifum í landi, sem er skamt
á veg komið í menningarlegu tilliti;
hjer er þörf góðra krafta til að
byggja og brúa. H. Hafstein er einn
af okkar mikilhæfustu og bestu mönn-
um. Við eigum að kunna að meta
slfka menn, en ekki að ráðast á þá
með órökstuddum sleggjudómum og
illgirnis-aðdróttunum, þó eitthvað
kunni að bera á milli í landsmálum.
Að endingu vil jeg segja það, að
það mætti heita hraparlegt slys, ef
við gætum ekki orðið sammála f
fánamálinu.
Við erum álitin gáfuð þjóð, en það
ber sannarl. ekki mikinn vott um
gáfur eða andlegan þroska, að gera
liti fánans að ágreiningsatriði og ef
til vill eyðileggja málið fyrir þá sök.
Þbrðr.
Joseph Camberlain dáinn.
Lát hans er símað frá Khöfn 4. þ.
m. og hefur hann siðustu árin verið
mjög þjáður af sjúkdómi og ekki
tekið þátt í opinberum störfum, enda
kominn hátt á áttræðis aldur, fæddur
8. júlí 1836. Fertugur kom hann
fyrst á þing og varð þá einn af for-
ingjum frjálslynda flokksins, studdi
Gladstone og varð verslunarmálaráð-
herra í ráðaneyti hans. En 1886 skild-
ist hann frá Gladstone út af heima-
stjórnarmáli íra. Síðar varð hann
foringi Unionistaflokksins. 1895 varð
hann nýlendumálaráðherra í ráða-
neyti Salisburys. Hann varð þá upp-
hafsmaður Búastrfðsins. Hugsun
hans var að koma á tollsambandi
milli Englands og nýlendna þess og
yfir höfuð gera sambandið þar í
milli sterkara en áður, svo að enska
ríkið kæmi meira fram sem heild
gegn öðrum ríkjum. En í þeirri
baráttu varð hann undir í ráðaneyt-
inu og sagði af sjer ráðherrastörfum
1903. Barðist samt eftir sem áður
af miklum kratti fyrir hugmyndum
sínum, en flokkur hans beið algerð-
an ósigur við kosningarnar 1906.
Hann var mjög mikill hæfileikamað-
ur, og meðan hann var nýlendumála-
ráðherra Breta hafði hann mikil á-
hrif. Hann mætti sterkri mótstöðu
bæði heima í Englandi og vfða um
Evrópu út af Búastríðinu. En af-
leiðingin af því stríði var sameining
Suður-Afríku og besta samkomulag
milli bandarfkjanna, sem þar fædd-
ust, bæði innbyrðis og við England.
Bandaríkiu og Tlexikó.
Símað er frá Khöfn 4. þ. m., að
nú sje friður saminn milli Banda-
rikjanna og Mexikó með þeim skil-
málum, að Húerta sleppi þegar völd-
um og gengið sje til forsetakosning-
ar. Af útlendum blöðum sjest, að
það er Carranza hershöfðingi, sem
næstur stendur því, að taka við af
Húertu.
Hjalti E. Gr. Grudnmiidsson.
F. 3«. tleH. 1013. r». 6. mai 1014.
Horfinn í eilífð er
elskan vor seinasta,
sárlega söknum vjer
sonarins einasta. —
Það sje vor huggun hæst:
— hvað svo sem gengur á —
gott barn er Guðsást næst,
Guðsríkið öll börn fá.
Ef það er ekki satt,
æðst trú er lýgi stærst,
siðmenning hrapar hratt,
hvergi nein vissa fæst.
Svikin er sannleiks dygð,
svívirt er elskan hrein,
öll fegurð, ást og trygð
alheimsins hjartamein.
Sárt er að sjá um alt
saklaus börn hels í klóm!
Burt með afl kærleikskalt
kveljandi mannablóm! —
Almættis hjartað heitt
— hvíslar vor djarta von —
loks bætir alt sem eitt,
elskaði, fagri son!
Alborgast öll þín kvöl —
eilíft bros þerrar tár —
aldrei þjer búa böl
blekkinga stungusár,
heyrir ei heims-níðs dóm,
hrekst ei sem strá um ver,
hjarta þíns helgust blóm
hæll enginn sundur mer.
G. Hjaltason.
£jósmyniastoja min, í Jiusturstrxti 14,
er opin alla virka daga frá kl. 9 árd. til 6 síðd., á helgidögum frá
kl. 11 árd. til 3 síðd. Virðingarfylst.
Talsími 466. Sigríður Zoéga.
lír jforiursýslum 1913.
Ferðapistlar eftir Bjarna Sæmundsson.
2. Á Melrakkasljettu.
Raufarhöfn er, eins og kunnugt er,
við Þistilfjörð, utarlega á Sljettunni.
Hún er vel varin fyrir sjávargangi
af háum höfða, sem gengur fram
norðan vert við hafnarmynnið, og af
varphólma, sem er í mynninu undir
höfðanum. Hún er eina örugga
höfnin, í öllum áttum, á svæðinu
milli Eyjafjarðar og Giettinganess,
og er allrúmgóð, en hefur þann
slæma galla, að hún er svo grunn,
að smáskip geta ekki legið nema
utan til við SV.landið, og stór skip
fara ekki nema inn að mynninu,
og heldur mun hún vera að grynn-
ast af því, sem sjórinn mylur úr
höfðanum, en hann er úr móbergi
(þursabergi). Liggur hún ágætlega
við sem fiskihöfn, bæði fyrir vana-
legar fiskiveiðar á grunnunum milli
Skjálfanda og Langaness, og fyrir
síldarveiðar, en sem stendur er þar
lítill útvegur. 2 íslenskir og 2 fær-
eyskir mótorbátar hafa gengið þaðan
undanfarið á sumrin, og 5 norsk sfld-
veiðaskip gengu þaðan í sumar, 3
frá Falck f Stafangri og 2 frá Mannæs
í Björgvin. Ætti útvegur að auk-
ast þar að mun, þyrfti að dýpka
höfnina, en þar sem botnlagið hefur
aldrei verið rannsakað, er ógerlegt
að vita fyrirfram, hve mikið það
mundi kosta. Undanfarin sumur
hefur runnið f landsjóð nál. 10000
kr. á ári í tolla af útfiuttum sjávar-
afurðum, svo að öll sanngirni mælir
með þvf, að þetta yrði rannsakað
sem fyrst.
Á Raufarhöfn hefur verið rekin
verslun um langan aldur, og var þar
áður fyr kongsverslun og nefndu Danir
staðinn Röverhavn, og hefur það lík-
lega verið rjettnefni þá. Nú versla
þar bræðurnir Jón og Sveinn Einars-
synir frá Hraunum, miklir atorku-
menn, eins og þeir eiga kyn til. Jeg
naut stakrar gestrisni á heimili þeirra
þann vikutfma, sem jeg dvaldi á
staðnum.
Erindi mitt til Raufarhafnar var,
að rannsaka skemdir þær, sem trje-
ætan (krabbadýrs-ögn ein líti') hefur
gert þar á bryggjum á síðari árum,
og svo það, sem tækifæri yrði til að
rannsaka viðvíkjandi fiskifræði. Um
þetta mun jeg gefa skýrslu á öðrum
stað, en skal aðeins geta þess, að
jeg ákvarðaði aidur á nok«cru af
þyrsklingi, sem veiddist þar þá dag-
ana. Hann var 35—50 cm. langur
og, samkv. bráðabirgðarákvörðun, 2
—5 vetra gamall, eða yfirleitt 2 vetr-
um eldri en fiskur af sömu stærð í
Faxaflóa, og svo mun yfirleitt reyn-
ast, að fiskur vex seinna við N.- og
A.-strönd landsins, þar sem sjórinn
er kaldari, en við S,- og V.-strönd-
ina, þar sem hann er heitari, eins og
þegar hefur komið í ljós um þorsk og
skarkola við merkingarnar á „Thor".
Frá Raufarhöfn gekk jeg út að
Ásmundarstöðum, sem eru nokkru
utar. Á leiðinni þangað fjekk jeg
nokkurn veginn ljósa hugmynd um
Sljettuna, þennan nyrsta útskaga
landsins. Eins og nafnið bendir á,
er hann flatlendur, og auk þess allur
láglendur utanverður, en innan til eru
fjöll á báðar hliðar, bæði meðfram
Axarfirði og Þistilfirði. Einkum er
allmikið fjailendi suður af Melrakka-
nesi og verður ströndin há og sæ-
brött þar sem fjöllin ganga út að
firðinum, svo sem á Melrakkanesi,
Súlunesi og Ormalónshöfða. í fjarska
sjer alt suður í Hólsfjöll (svo nefna
Þingeyingar það, sem vjer hjer syðra
köllum aðeinsFjöllin o: Víðihólstjöll).
Til austurs rísa fjölin á Langanesi
úr sjó. í fjöllunum er móberg eða
þursaberg, en grágrýti á Sljettunni,
°g l>ggja eftir henni lágir grágrýtis-
hryggir frá norðri til suðurs, en móar,
mýrar og tjarnir eða vötn á milli,
og er þar ágæt hagabeit fyrir sauð-
fje, enda er sauðakjötið á Sljettu
orölagt fyrir gæði sín. Einkennilegt
er það, að meðfram allri ströndinni,
frá Raufarhötn vestur að Rauðanúp
og inn að Leirhöfn, er hvert stöðu
vatnið við annað, og sum allstór, en
milli þeirra og sjávar er aðeins mjótt
eiði úr möl og sandi, en víkur fyrir
utan. Lftur helst út fyrir, að vötn
þessi sjeu flest orðin til við það, að
sjórinn hafi hlaðið upp malarrifjum í
innanverðum vfkunum, ef til vill sam-
fara hækkun á landinu, Upp í vötn-
in gengur allmikið af silungi, auk
þess sem þau eru eins og sköpuð
fyrir æðarvarp, enda er líka æðar-
varp á hverjum bæ, og það einkennir
einkum bygðina á Sljettunni, að bæ-
irnir — þeir eru ekki margir — standa
allir við sjó, og sumir á eiðinu milli
sjávar og vatns, og er túnið oftast
á eiðinu, og ekki hærra en það, að
í hafróti getur sjór gengið yfir eiðin.
Ströndin er yfirleitt lág og malar-
kambar úr ijósu grágrýti með sjón-
um, og svipar Sljettunni í því sem
mörgu fleiru til átthaga minna,
Reykjanesskagans, nema hvað hjer
eru engin ný hraun, en eldbrunnið