Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.08.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 05.08.1914, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞOR. B. ÞORLÁKSSON, Veltusundi i. * Talsími 359. Ritstjóri: ÞORST. GISLASON, Þinghoitsstratti 17. Talsími 178. Nr. 39 Reykjavík, 5. ág-úst 1914. IX. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng kaupa allir í Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Evrópustríd. Þjódverjar ráðast [á Rúss- land, Frakkland og Belgíu, og taka Luxemburg. Þjóóverjar og Rússar berj- ast við Áiandseyjar, Þjóðverjar og Frakkar við Belfort. Ítalía hlutlaus. Englendingar veita Frökkum lið á sjó. Símskeyti. Morguninn 2. ág. var símaS frá Khöfn: „Þýskaland segir Rússjandi stríð á hendur. Ákafur h^rbúnaður." Og síðar sama dag: „Norðurlönd lýsa sig hlutlaus í ófriðinum. Dana- konungur ávarpaði lýðjnn í morgun. Seðlar gerðir óinnleysanlegir.“ Enn var símað sama dag: „Þjóð- verjar sendu Rússum í gærmorgun síðasta sáttaboð og heimtuðu full- nægjandi svar innan 12 tíma. Var tíminn útrunninn kl. 9 i gærkvöld. Rússar hqíjðu þá ekki gefið góð og gild svör og kölluðu þá Þjóðverjar heim sendiherra sinn úr St. Pjeturs- borg og sögðu Rússum stríð á liend- ur.“ Kvöldið 2. ág. var símað: „Frakka- stjórn kallaði i dag undir vopn alla lapdvarnarskylda menn í landinu." Frá Lundúnum var símað morgun- inn 2. ág.: „í gærkvöld sögðu Þjóð- verjar Rússum stríð á hendur og hafa borist símfregnir um, að þ^eir sjeu þegar farnir að berjast. — Sú fregn hefur borist hingað frá Frakk- landi, en er samt ekki staðfest enri, að Þjóðyerjar hafi einnig sagt Frökk- um stríð á hendur. Og síðar sama dag: ,,Frá Brussel er símað hingað í dag, að Þjóðverjar hafi i nótt vaðið með hersveitir inn í Luxemburg.“ Frá Khöfn er símað 3. ág.: „Lux- emburg hertóku Þjóðverjar í gær og innlimuðu í þýska ríkið. Þaðan hjeldu þeir með her sinn inn á Frakkland. Frakkar veittu nokkurt viðnám á landamærum. Þjóðverjar halda áfram á leið til Parísar. ítalía lýsir yfir hlutleysi sínu í ófriðnum." Frá Lundúnum var símað morgun- inn 4. ág.: „Bretar ákveða að veita Frökkum lið, ef þýskur floti ræðst á strendur Frakklands eða skip þeirra.“ Stjórnarráðið fjekk 1. ág. opin- bert skeyti um, að Danir hefðu kall- að saman her og flota og jafnframt gefið út auglýsingu um hlutleysi sitt i ófriðnum. 2. ág. fjekk það svohljóðandi skeyti frá skrifstofu sinni í Khöfn: „Rík- isþingið hefur samþykt 8 varúðar- lög: 1. Viðlagasjóður fluttur í alrík- issjóðinn. 2. Innlausnarskylda þjóð- bankans á seðlum hans gegn gulli aínumin þangað til í október. 3. Bankar þurfa ekki að borga inni- eigendum nema 300 kr. á viku. 4. Útgefnar 25 milj. af ríkisseðlum. 5. Flafnsöguskylda á skipum til og ftá Khöfn . 6. Heimild til að vísa ut- lendingum úr landi. 7 .og 8. Ýmsar hlutleysisákvarðanir. 3. ág. fjekk það svohljóðandi skeyti frá flotamálaráðaneytinu danska : „Tilkynning til sjófarenda : í Eyrarsund eru lagðar neðansjávar- tundurvjelar í leiðirnar að Konge- dybet, Hollænderdybet og Drodgen (alt Eystrasaltsmegin). Til bráða- birgða er siglingastraumnum beint gegnum Flinterenden. Hafnsögu- skylda er innleidd í Khöfn.“ Kvöldið 3. ág. fjekk það þetta skeyti frá skrifstofunni i Khöfn: „Sjóprusta milli Þjóðverja og Rússa við Álandseyjar. Floti Rússa inni- luktur i finska flóanum. Stærsta her- skip Rússa er rekið á grunn. Borgin Libau brennur; þýsk herskip hafa skotið á hana.“ Og morgunin 4. ág. fjekk það þetta skeyti, dags. í Khöfn kvöldinu áður: „Floti Breta lokar sundinu milli Frakklands og Englands við Dun- querque. Zeppelínsárás á París fyrir dyrum. Þýskaland hefur sett Belgíu tvo kosti, heimtað hjálp, en hótað striði ella. Belgía hefur synjað um hjálp. Þjóðverjar hafa ráðist inn í Belgíu og Pólland. Frakknesk-þýsk stórorusta geysar við Belfort." Frá Khöfn er símað um miðjan dag 4. ág.: „Japanar lýsa yfir að þeir gangi í lið með Bretum. Nýlendur Breta bjóða þeim liðstyrk frá sjer. Bandaríkin lýsa yfir hlutleysi sínu i ófriðnum.“ Kvöldið 4. ág. fjekk hr. N. B. Ber- rie svohljóðandi skeyti frá Leith, er birt var í „Vísi“: „Alment stríð milli F.nglands, Rússlands og Frakklands annars vegar og Þýskalands og Aust- urríkis hins vegar. Verðlag haekkar óðum. ítalía og Spánn hlutlaus. Erfitt að fá fregnir." Norðurlönd. Skeytin segja, að öll Norðurlönd hafi, eins og auðvitað er, lýst sig hlutjaus.í ófriðIÍnum..Ert|öll hafa þau vígbúist, og kvatt saman allan þa,np her, sem þau hafa ráð yfir, hvert pm sig. Ekki fara þó óskir þeirra aljra 1 sömu átt nm afdrif ófriðarins. Dán- mörku stendur mest ógn af Þjóð- verjum, en Svíþjóð og Noregi a,f Rússum. Skeyti hefur komið um það hingað, að Þjóðverjar hafi tekið fasta danska blaðamenn og ýmsa fleiri í i Suðurjótlandi og flutt þá suöur á bóginn. Munu þeir gera þetta til þess að varna uppþoti þar í landinu með- an á ófriðnum stendur. En úr því að þeir sendu ekki her norður á Jótlaþd 1 byrjun ófriðarins, má ætla, ,að hugsun þeirra sje ekki, að ráðastj á Danmörku, enda hafa þeir nú í mqrg horn að líta, eftir því sem skeytin segja, og Eqglendingum ímindi lijca þar að mæta á sjónum, ef Til kæmi. Símskeyti hingað hafa sagt, að 42 ensþ hersþip vsqru við Jótlandsskaga. Og lendi Englendingum og Þjóðverj- um saman, er hætt við að viðureign þeirra fari fram við Danmörku. Hugir Svía eru áu efa mjög með Þjóðverjum í viðureign þeirra við Rússa, því þeir vita, að Rússum leik- ur fast hugur á að auka veldi sitt vestur á bóginn, og hafa hernjósnir Rússa í Svíþjóð, sem uppvíst hefur orðið um nú upp á síðkastið, mjög aukið beyg Svía við þá. Uppþotið í Svíþjóð síðastliðinn vetur út af her- vörnunum, stafaði af ótta við Rússa. Um Norðmenn er líkt að segja, að þeir munu niest óttast yfirgang frá Rússa liálfu. Skeyti hingað segja, gð þannaður sje útflutningur á öllum kornvörum frá Noregi. Um síldveiða- Uiennina uors,ku, sem hjer eru margir við Norðurland, er það sagt, að þeir sjeu kajlaðir heim vegna ófriðarins. Þýskaland og Austurríki. Það líjtur svo út sem Þjpðverjar hafi verið allra þjóöa besí viðbúnir undir þennan ófrið, Þeir hafa byrjað, og þeim virðist ganga best á öllum svæðum, enn sem kpmfð er, Þeir berj- ast nú báðuinegin í löndum móstöðu- mannanna. Nýlega liafa þeir lokið mikilli viðgerö við Kielarskurðinn og víkkun á honum, og frá Kiel sækja nú herskip þeirra að Rússum, austur eftir Eystrasalti. En hart er það, hvernig þeir leika hlutlaus ríki, eins og Lúxemburg og Belgíu. Um Austurríki og viðureign þess við Serbíu heyrist nú ekkert, síðan Þjóðverjar fóru á stað, líklega af því að símskeytasambönd þaðan sjeu lok- uð, að minsta kosti fyrir öllum fregn- um af hernaðinum, þvi sjálfsagt má telja, að stríðinu haldi áfram milli Austurríkismanna og Serba. Og merkilegt er það, að enn hefur þess ekki verið getið í simskeytafregnum til blaðanna hjer eða stjórnarráðsins, að strið sje orðið milli Austurríkis og Rússlands. Það er að eins eítt einkaskeyti, sem birt hefur verið, frá Bretlandi 3. ág., sem hermir svo frá, að Þýskaland og Austurríki hafi hafið ófrið gegn Rússum og Frökk- um. Og frá alþjóðaskrifstofu síma- viðskiftanna i Bern hefur verið birt hjer 3. ág. sú tilkynning frá sima- stjórn Ungverja, að öll simasambönd milli Ungverjalands og Rússlands sjeu slitin. Austurríkismenn hafa haft rnikinn her á au.sturtakmörkum rík- isins, og móti Serbum þurfa þeir ekki að halda á nema nokkrum hluta hans. En aðalviðureignin hlýtur að vera þar við Rússa. Um rannsóknina á rikiserfingjamorðinu og því, sem hún hefur leitt i ljós, eru fregnirnar, sem hingað hafa borist, enn svo litlar, að ekki er hægt að skýra nákvæm- lega frá tildrögunum til ófriðarins. En auðvitað hefur hann vofað yfir, hvort sem var, og þetta tilefni verið gripið, er það barst, til þess að kveykja í öllu saman. Rússland. Rússar hafa hörfað undan Þjóð- verjum í viðureigninni i Eystrasalti, að því er skeytafregnirnar segja. Á- landseyjar, þar sem þeir hafa átst við, eru milli Suður-Finnlands og Svíþjóðar, fyrir ntynni Helsingja- bptns, en aðalherskipastöö Rússa, Kronstadt, er inst í finska flóanum, sem þaðan liggur til austurs. Er nú sagt, að ^Þjóðyerjar hafi kvíað rúss- neska flotann þar inni, og þó ekki líklegt, aö; Rússar sjeu þar miklu veikari en hinir, því þeir eiga pú mörg herskip í Eystrasalti og öll ný, því Japansmenn eyðilögðu Eystra- saltsflota þeirra fyrir nokkrum árum, en Rússar hafa varið miklu fje til þess að koma honum upp að nýju. Borgin Libau, sem skeytin segja nú að brenni undan skotum þýska flotans, er mesta herskipaþöfn Rússa við Eystrasalt, næst Kronstadt. Það er verksmiðjubær og verslunarbær, með 66 þús. íbúa, í Kurlandi, eigi langt fyrir norðan landamæri Rúss- lands og Þýskalands. ítalía. Skeytin segja, að hún lýsi yfir hlut- leysi í ófriðinum, og kernur það nokkuð á óvart af því að hún er þriðja ríkið, ásamt Þýskalapdi og Austurríki, í þríveldasambandinu gamla. En hún mun ekki vera skyld- ug til að fylgja sambandsríkjunum af þvi að það eru þau, sem ófriðinn hefja. Líka hefur verið missætti og rígur milli Austurríkismanna og ítala, meðal annars út af Albaníu og ströndum Adríahafsins. Frakkland. Skeytin segja, að Þjóðverjar vaði með her inn á Frakkland og jafnvel Parísarborg sje f hættu. En jafnframt hafa borist fregnir um, að sundur- lyr\di niikið væri þar heima fyrir. Þjóðverjahatur er mikið í Frakklandi En hins vegar er jafnaðarmanna- flokkurinn þar mjög sterkur, og liann er, eins og menn vita, stríðum og herskap ó,vinveittur yfir höfuð, þótt Frakkar hafi altaf lagt mikið á sig til þess að gera út her sinn og flota og hvorttveggja sje talið í mjög góðu lagi. Án efa hefur það verið í róstum út af því, hvernig snúist skyldi við Þjóðverjum í þessum byrj- andi Evrópuófriði, að Jaurés var myrtur, eins og frá var skýrt i síð- asta þlaði, og má víst telja, að hann hafi lagt fast á móti ófriði og að einhverjir þeir, sem hæst logaði i hatrið til Þjóðverja, hafi orðið hon- um að bana. I herflugnaútbúnaði hafa P'rakkar verið taldir í fremstu röð, svo að flugurnar, eða flugvjelarnar, fá nú að reyna sig í orustu við loft- skipin, ef það er rjett, sem skeyta- fregnirnar segja, að þjóðverjar ætli að heimsækja París á loftherskip- um. Borgin Belfort, þar sem Frakkar og Þjóðverjar berjast nú, er sunnan til við Vogesafjöllin, skamt fyrir vestan landamærin, inóti Basel í Þýskalandi. Þar eru ein af helstu kastalavirkjum Frakka. Þjóðverjar sátu um Belfort 1870 og gafst kast- alinn upp fyrir þeim í febrúar 1871, eftir skipun frá stjórninni í París. Luxemburg, sem Þjóðverjar hafa nú tekið og inn- limað í Þýskaland, er stórhertoga- dæmi austan við suðurhluta Belgíu, og munu Þjóðverjar hafa þótst eiga leið þar yfir á förinni vestur til Frakklands. Luxemburg er að stærð 2586 ferkílóm., með 250 þús. íbúum. Þar er þingbundin stjórn. Luxem- burg var sameinuð Hollandi 1815, en skiftist 1839 niilli Hollands og Bel- gíu. 1890 varð Adolf af Nassau stór- hertogi í Lúxemburg, er karlleggur hinna hollensku stjórnenda, er þar höfðu áður ríkt, var útdauður, og eftir hann tók við ríkinu 1905 V)l- hjálmur sonur hans. Lúxemburg hef- ur verið í þýska tollsambandinu, en gekk út úr þýska ríkjasambandihu 1866. Árið eftir fjekk ríkið hlutleys- isviðurkenningu, og hafa Þjóðverjar síðar endurnýjað hana, þótt lítið yrði úr henni í þetta sinn. Belgía hefur ekki litlum her yfir að ráða, svo að virðast mætti sem Þjóðverja munaði það Uokkru, að fá hana með í óvinaflokk sinn, en svo virðist nú hljóta að verða, eftir þeim fregnum, sem sagðar eru af viðskiftunum þar i milli hjer á undan. England. Það er fyrst í gær, að simfregn kemur um, að Englendingar sjeu kornnir inn í ófriðinn og hafi heitið Frökkum liðveislu á sjó. Áður voru komnar fregnir um, að 42 skip úr herflota þeirra væru við Jólands- skaga. Um miöjan dag i gær kom sú fregn, að Þjóðverjar hefðu tekið tvö ensk verslynarskip. 3. ág. var simað, að Bretar hefðu kvatt saman alt her- lið sitt. Og sama dag var birt til- kynning frá alþjóðaskrifstofu sima- viðskiftanua í Bern um, að stjórn Breta kunngerði, að hún sæi sjer ekki annað fært en að banna fyrst um ,sinn öllum skipum öðrum en bretskum herskipum, að nota loftskeyti innan lartdhelgis Bretlandseyja. 1. ág. fjekk Helgi kaupm. Zoega skeyti frá bretskum útgerðarmönn- um í Hull þess efnis, að þeir báðu hann að fá björgunarskipið „Geir“ til þess að fara út og aðvara alla bretska botnvörpunga um, að síma og bíða svars áður en þeir leggi á stað heimleiðis. Forvextir við Englandsbanka voru 2. ág. komnir upp í 10 pct. Eins og kunnugt er, hefur undan- farandiv erið tvískift bandalag milli Norðurálfu-stórveldanna, öðrumegin Þýskaland, Austurríki og ítalía, en hinumegin England, Rússland og Frakkland. Nú segja siöustu fregnir, að ný- lendur Breta bjóði þeim liðstyrk, og að Japansmenn lýsi yfir, að þeir veiti þeim lið. Geta Japansmenn haft hags- muna að gæta í þessum ófriði, er hann snertir nýlendumál Norður- álfustórveldanna í Asíu. Frjettafrásögnin nær hjer fram til kvöldsins í gær (4. ág,), en nýjustu stríðsfregnirnar verða sagðar á öðr- um stað í blaðinu. Prjettir. (Inalendar.) Sturla Þórðarson lögmaður og sagnaritari átti 700 ára afmæli 29. f. m. Æfisaga hans ar í Safni til Sögu íslands frá 1856, rituð af Sveini Skúlasyni, löng ritgerð og fróðleg, en síðan hefur B. M. Ólsen prófessor skrifað um ritstörf Sturlu í hinni merkilegu ritgerð sinni um Sturlungu í sama riti. Ríkharður Jónsson myndhöggvari frá Khöfn dvelur hjer í bænum í sum- ar. Hann hefur gert í gibs upphleypta vangamynd af Steingrími heitnum Thorsteinsson og hefur hjer til sölu nokkur eintök. Verðið er 12 kr. og myndin mjög vel gerð. Hillingar heitir kvæðasafn eftir Svb. Björnsson, sem verið er nú að prenta í Gutenberg. Náttúrufræðisfjelagið og Náttúru- gripasafnið hjer i Rvik áttu 25 ára afmæli 16. júli siðastl. Aðalforgangs- menn að stofnun þeirra voru þeir Stefán Stefánsson skólameistari og Benedikt heitinn Gröndal skáld. Var Gröndal framan af for- maður fjelagsins og forstöðumaður safnsins, en síðan tók við af honum Bjarni Sæmundsson kennari og hefur haft hvorttveggja á hendi siðan. Safnið er nú geymt í Landsbóka- safnshúsinu niðri og fer smátt og smátt vaxandi, og lætur forstöðumað- urinn sjer ant um að auka það og gæta þess sem best. Dáinn er 30. f. m. Arnbjörn Ólafs- son kaupmaður og útgerðarmaður í Keflavík, 65 ára gamall. Hann and- aðist í Khöfn, og var banameinið heilablóðfall. Arnbjörn var kvæntur Þórunrti Bjarnadóttur, systur sr. Þor- kels heitins á Reynivöllum. Sonur þeirra er Ólafur kaupmaður i Kefla- vík, en annan son mistu þau ungan. Þýski háskólakennarinn, sem Þjóð- verjar ætla að kosta hjer við háskól- ann, kom hingað í síðastl. mánuði. Hann heitir dr. Kurt Busse og kall- ast lector. Hann er ungur maður mjög álitlegur. Islensku hefur hann lært hjá prófessor Heusler i Berlín og skilur hana og talar þegar svo, að auðfundið er, að hann mundi fljót- lega verða vel fær í málinu, ef hann dveldi hjer. En nú hefur hann farið heimleiðis aftur vegna stríðsins. Hann fór út með „Ceres“ 1. þ. m. Vonandi er, að hann komi hingað aítur heill á húfi úr stríðinu. Hann hafði sagt það, áður hann fór, að ef hann kæmist lífs af, kæmi hann hing- að aftur. „Prins Friedrich Wilhelm" heitir þýska skemtiferðaskipið, sem hjer var sunnudaginn 25. júlí, mjög stórt skip ogv andað. Með því voru um 500 farþegar: Hjeðan fór það norður um land og ætlaði til Spitsbergen og svo suður með Noregi; eins og venja er til um þessi skip. En 2. þ. m. f jekk þýski konsúllinn hjer skeyti um, að skipið hefði ekki komið fram, engar fregnir komið um komu þess til Spitsbergen, en þaðan er loftskeyta- samband til Noregs. Eru menn hræddir um, að sjcipinu hafi hlekst á norður í íshafi. Forvextir hjá bönkunum hafa ver- iö hækkaðir upp í 7 pct. 1. þ. m. í Berlín voru forvextir þá 5 pct., i Khöfn 6 pct. og í Lundúnum 8 pct. Siðar hefur frjetst, að forvextir Englandsbanka væru komnir upp í 10 pct. Veðrið er hið best nú siðustu dag- ana, sólskin og þurkur. Yfir höfuð hefur tíðin verið góð um hálfsmán- aðar tima. Fálkinn tók 1. þ. m. enskan botn- vörpung, „Drypool“ frá Hull, við landhelgisveiðar á Patreksfirði. Morðmálið. Undirrjettardómurinn í því hefur verið staðfestur í Lands- yfirdómi.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.