Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.10.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 07.10.1914, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. Talsítni 178. LOGRJETTA Afgreíðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Talsími 359. Veltusundi I. Nr. 49. Reykjavík, 7. okt. 1914. IX. árg. innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng kaupa allir í Bókauerslun Sigtúsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síSd. Yfirlit. IV. Herbúnaður ófriðarþjóðanna. Frh. Útgjöldin til herbúnaSar eru afar- þung byröi á þjóöunum, og hafa þau vaxiö mjög nú á síöustu árunum. Auk beinu útgjaldanna er svo herskyldu- kvööin, sem öll riki Noröurálfunnar hafa lögleitt hjá sjer nema Bretland. Til þess aö sýna, hvernig herirnir eru myndaöir, skal hjer skýrt frá aðaldráttunum í herskyldufyrirkomu- laginu hjá helstu þjóöunum i álfunni. Landvarnarskylda byrjar á Þýska- landi við 17 ára aldur og endar við 45 ára aldur, en herskylda byrjar við 20 ára aldur. Hin eiginlega herþjón- usta varir 2 ár, en síðan eru menn 5 ár í varaliði, nema i riddaraliðinu og stórskota hestliðinu, þvi þar eru tímabilin 3 og 4 ár. Meðan menn eru i varaliðinu, eru þeir taldir heyrandi til hersveit sinni og eru skyldir til að mæta þar tvisvar á þessum 5 (eða 4) árum til æfinga. Þessi æfingatími má vara 8 vikur, en er venjulega 6 vikur, eða ef til vill að eins 4 vikur. Þennan herþjónustu tíma allan' eru menn taldir i 1. röð. Næsta timabilið er 5 ár (í riddaraliðinu og störskota hestliðinu 3 ár) i fyrsta landvarriar- flokki, eða herþjónusta í 2."röð. Á þessu tímabili eru menn 1 * * * 5 6 tvisvar kvaddir til heræfinga, 8—14 daga í senn. Þó er landvarnar-riddaraliðið ekki kallað til æfinga á friðartimum. Eftir að menn hafa verið 5 ár i 1. landvarnarflokki, koma þeir i 2. land- varnarflokk og eru þar þangað til þeir hafa fylt 39 ár, eða 6—7 ára tima (8—9 ár i riddaraliði og stór- skota hestliði). Á þessum árum eru þeir ekki kvaddir til æfinga. Þar næst koma menn inn í hinn svokallaða „landstorm“ og eru þar í 2. flokki í 6 ár, eða þangað til þeir eru fullra 45 ára. Eftir það eru menn ekki her- skyldir. í fyrsta flokki landstorms- ins eru menn frá 17—20 ára og svo allir á aldrinum frá 20 til 39 ára, sem af einhverri ástæðu hafa ekki fengið hermenskuæfingu. I Austurríki-Ungverjalandi er fyr- irkomulagið þannig, að herstjórnin er sameiginleg yfir þeim her, sem talinn er í 1. röð og nefnist hann sameigin- lcgi herinn. Þar inni i er herinn frá Bosníu og Herzegóvinu. Aftur á móti er landvarnarlið og landstormur Austurrikis aðskilin frá landvarnar- liði og landstormi Ungverjalands, þvi þetta er talið þjóðlið Ungverja. Land- varnarskylda er frá 19 ára aldri til 42 ára. Herþjónusta byrjar venjulega á 21. ári og varir i hinum sameigin- lega her í 3 ár, en síðan eru menn 7 ár i varaliði, og því næst 2 ár í vara- liði landvarnarliðsins. 1 Bosníu og Ilerzegóvínu er ekkert landvarnarlið, en menn eru þar 9 ár i varaliði hins sameiginlega hers. Þrisvar eru menn kallaðir til æfinga meðan þeir eru i varaliði og nær hver æfingatími ekki yfir meira en 4 vikur. Að þessum 12 árum liðnum koma menn í landstorm- inn og eru þar lil 42 ára aldurs. Ekki ganga allir í byrjun herskyldualdurs inn i hinn sameiginlega her, heldur fer þangað að eins ákveðin tala, en hinir fara inn í landvarnarher hvers ríkisins um sig og verður hann þann- ig fastur her. Þar er þjónustan 2 ár og i varaliði 10 ár. Her Frakka skiftist í þjóðherinn, sem kallast „metropolitan“-her, og nýlenduherinn. Til „metropolitan“- hersins telst þó herinn í Algeríu og Túnis. Landvarnarskylda er í Frakk- landi frá 20 til 45 ára aldurs. Her- skyldutíminn er 2 ár, eins og i Þýska- landi, en mikið hefur verið rætt um að lengja hann í 3 ár. Eftir það eru rnenn i varaliði 11 ár og eru kvaddir til æfinga tvisvar á þeim tíma, 4 vikur í senn. Þá eru menn 6 ár í landliðinu og kvaddir til æfinga einu sinni á því tímabili um tveggja vikna tíma. Loks eru menn 6 ár í varaliöi landliðsins, en eru aldrei kvaddir til æfinga á þeim árum. Nýlenduherinn er mynd- aður úr hinum herunum með sjer- stöku fyrirkomulagi og er nokkuð af honum fastur her heima í Frakklandi, en hitt er til og frá úti um nýlendur Frakka. 1912 var herinn á friðart. talinn: heima í Frakklandi 563,600, i Algeríu og Túnis 74,200, i nýlend- unum 74,800. í Rússlandi er herskylda frá 21. árs aldri til 43 ára aldurs. Herinn er þrískiftur og nefnast þrjár höfuð- deildirnar: Evrópuherinn, Kákasus- herinn og Asíuherinn. Fyrirkomulag- ið er ekki eins í öllum deildum hers- ins. En yfirleitt er það þannig, að her- þjónusta er 3 ár í fótgönguliði og stórskotaliði, en annars 4 ár, og eftir það eru menn 15, eða 14, ár í varaliði, og taka á þeim árum tvisvar þátt í æfingum, 6 vikur hvert skiftið. Eftir þennan 18 ára tíma í 1. röð, komast menn inn í landstorminn, „Opolché- nié“, og er þar 5 ár, eða til 43 ára ald- urs. Kósakkaliðið er með sjerstöku fyrirkomulagi, og í Kósakkahjeruð- unum i Suður-Rússlandi er landvarn- arskylda æfilöng, en á hættutímum má kalla Kósakka á öllum aldri til ríkisvarna. Þeir eru allir ríðandi her- menn og leggja sjer sjálfir til hesta. Landstormurinn rússneski er í tveim- ur flokkum. I fyrra flokki eru auk þeirra, sem áður eru taldir, ungir menn, sem afgangs hafa orðið í byrj- un herskyldutímans þeirri tölu, er þurfti til að fylla herinn, og hafa þeir sjerstakar æfingar og eru á ó- friðartímum herskyldir sem varaliðs- menn í 1. röð. Aðalstyrkur Asíuhers Rússa er í Austur-Siberíu og hefur hann mikið verið aukinn og endur- bættur síðan Rússar áttu í ófriðnum við Japani. Landher Breta er 1. fasta herliðið (Regular Army) og 2. landliðið (Territorial Army). Mikið af fasta bernum er í nýlendum Breta til og frá. Hann er kostaður af ríkis- sjóði nemi í Indlandi, og er kallaður „Bretski herinn“ i mótsetning við hin- ar innlendu hersveitir á hverjum stað, svo sem Indlandsherinn í Indlandi. Herskylda er engin í Bretlandi, en menn eru ráðnir í herinn, flestir til 7 ára í stöðuga þjónustu og síðan til 5 ára í varaliði. Teknir eru menn frá 18 til 25 ára. Landliðið er að eins í herþjónustu heima fyrir á friðartím- um. I það eru menn ráðnir til 4 ára og aldurstakmörkin 17 og 35 ára aldur. I Irlandi er ekkert landlið. Af öllum útlendum vísindamönnum og fræðimönnum, sem stundað hafa íslensk fræði og kynt sjer land vort og sögu, hefur tæplega nokkur varið kröftum sínum eins óskiftum í þarfir íslenskra visinda eins og Dr. phil. K r i s t i a n Kaalund, bókavörður við handritasafn Árna Magnússonar. Hann Tiefur líka aflað sjer svo mik- illar þekkingar á íslensku og íslensk- urn bókmentum og sögu íslands, að hann er flestum mönnum fremri. Honum er eigi hægt að jafna við aðra útlendinga en þá R a s m u s K. r i s t i a n R a s k og K 0 n r a d M a u r e r. Dr. Kaalund tók meistarapróf í norrænni málfræði 1869, og lagði hann þá sjerstaklega stund á menn- ingarsögu Íslands. Hann ritaði þá á- gæta ritgerð um sveitalífið á íslandi. Til þess að kynna sjer ísland og þá staði, sem getið er um í sögunum, fór hann til íslands 1872 og dvaldi þar í rúm 2 ár og ferðaðist um flestar bygðir landsins. Sjera Magnús And- rjesson, prófastur á Gilsbakka, var fylgdarmaður hans, og kann hann frá ýmsu að segja af ferðum þeirra. Þá var erfiðara að ferðast á íslandi en nú, og sjerstaklega var erfitt að klöngrast sumstaðar á Vestfjörðum yfir snarbrött végalaus fjöll. En al- drei kvartaði Dr. Kaálund hvað sem að höndum bar. Fyrri veturinn á íslandi dvaldi Flaalund í Hjarðarholti hjá Theodor sýslumanni Jónassen og kyntist þá ís- lensku sveitalífi á vetrum. Þann vet- ur þýddi hann „Pilt og stúlku“. Árangurinn af þessari ferð Dr. Kaalund er rit hans, „Söguleg staða- lýsing af íslandi“, í tveimur stórum bindum, einhver hin besta bók, sem um ísland hefur verið skrifuð, og nauðsynleg handbók fyrir hvern þann mann, er les fornsögurnar rækilega. Litlu eftir að þetta mikla rit var komið út, varð Dr. Kaalund bóka- vörður við handritasafn Árna Magn- ússonar (1883). Hann hefur samið yfir það nákvæma skrá, sem prentuð ei i tveim stórum bindum. Það er fyrirmyndar-verk; af henni getur hver maður sjeð, hvað i handrita- safninu er, hvað af því hefur verið gefið út, og við hvaða rit hvert hand- rit hefur verið notað. Enn fremur hefur Dr. Kaalund gef- ið út sams konar skrá yfir öll ís- lensk handrit og handrit, sem ísland snerta, í konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Með þessu hefur Dr. Kaalund unnið hið þarfasta verk og greitt götu allra þeirra, sem is- lenska málfræði og sögu stunda. Enn fremur hefur Dr. Kaalund gef- ið út mörg af fornritum vorum, þar á meðal Sturlungasögu; er það í fyrsta skifti sem hún er gefin út með vísindalegri nákvæmni. Dr. Kaalund hefur og ritað margt um ísland og æfisögur margra Is- lcndinga; yrði það of langt mál að tclja það altsaman í blaðagrein. En þess skal getið, að alt, sem hann hef- ur unnið, er vel af hendi leyst. 19. ágúst í sumar varð Dr. Kaa- lund sjötugur, og sendi þá Hið ís- lenska fræðafjelag í Kaupmannahöfn honum Afmælisrit sem lítinn vott um virðingu þá og þakklátssemi, sem margir íslendingar bera til Dr. Kaa- lunds fyrir hin mikilsverðu störf hans í þarfir íslenskra vísinda, og fyrir hina miklu alúð hans og góðvild til íslands. I riti þessu geta menn lesið um æfistörf Dr. Kaalunds og ágrip af æfi hans. I því er lika góð mynd af honum. Enn frernur eru í riti þessu rit- gerðir: Um Stjörnu-odda og Odda- tölu, eftir Björn M. Ólsen. Töldu ís- lendingar sig á dögum þjóðveldisins vera Norðmenn? eftir Boga Th. Mel- steð. Tvö heimildarrit um bygð í Ör- æfum með athugasemdum eftir Finn Jónsson. Um Víðferlissögu Eiríks Björnssonar eftir Sigfús Blöndal. Úr sögu íslenskra búninga eftir Valtýr Guðmundsson. Eldreykjarmóðan 1783 eftir Þorvald Thoroddsen. Allur frágangur á riti þessu er hinn vandaðasti. I því eru 8 myndir, og rit- ið hið eigulegasta. Verð 2 kr. Laus embætti. Yfirkennaraembætt- ið við mentaskólann með 3200 kr. árslaunum og 400 kr. viðbót samkv. gildandi fjárlögum. — Fimta kenn- araembættið við mentaskólann með 2000 kr. árslaunum og 400 kr. við- liót samkv. núgildandi fjárlögum. — Sýslumannsembættið í Skaftafells- um með 3000 kr. árslaunum. — Hjer- aðslæknisembættið á Húsavík með 1500 kr. árslaunum. — Umsóknar- frestur um öll þessi embætti er til 1. des. næstk. 27. sept. 1858. - 28. sept. 1914. I. Fyrir liðugum 20 árum fengu ís- lendingar vitneskju um það, að þeir hefðu eignast nýtt þjóðskáld. Ýmsir höfðu vitað, að til var úti í Kaup- mannahöfn fátækur stúdent, sem hjet Þorsteinn Erlingsson; að hann var hættur laganámi, sem hann hafði stundað nokkur ár, og farinn að vinna fyrir sjer með tímakenslu; að hann hafði verið studdur til náms i latínu- skólanum, alveg efnalaus, og að Steingrímur Thorsteinsson hafði þar reynst honum mikill drengur; að hann hafði ort frá þvi er hann var barn, og að alt var snoturt, sem frá honum hafði komið. Nú sáu það allir — af fyrstu árgöngum Sunnanfara — að liann var mikið skáld. Hann var ekki við eina fjölina feld- ur, þessi nýi maöur, sem kominn var fram á vigvöllinn. Vígvöllinn segi jeg með vilja, því að það var orustuhug- ut' í manninum. Gunnreifur var hann og stórhöggur. Og hann rjeðst ekki á garðinn, þar sem hann var lægstur. Hann rjeðst á konungsvald og auð- vald og kirkjuna. Hann svívirti þetta alt af hlæjandi fögnuði. Hann þurk- aði með því forugt gólfið. Hann rjeðst á mannfjelagið sjálft. Hann trúði á byltinguna miklu, sem steypir öllum nútíðar-völdum af stóli og leiðir frelsiðog jafnrjettið til önd- vegis. Menn verjast af alefli. En það er ekki til neins: Þar kemur ei varðmönnum blundur á brá, þeir berjast þar nætur og daga, en illur er leikur við yrmlinga þá, sem eldgömlu stoðirnar naga. Og bumburnar þrýtur að þagga þann óð, sem þrymur þar tryltast í ranni, þvi það eru ótrúleg ódæmahljóð, sem eru í hungruðum manni. Hvenær sem einhver vekur þeim nýj- ar vonir, mönnunum, sem við höfum svívirt og hrakið og þreytt og húð- strýkt og drepið að kalla, svo að kraftar þeirra fara að vaxa, og þeir taka að spyrna í, þá er eins og vjer stöndum á glóðum. Þá nötrar vor marggylta mannfjelags höll, sem mæðir á kúgarans armi, sem rifin og fúin og ramskekt er öll og rambar á Helvítis barmi. Hann rjeðst á guðshugmyndina. Hann lýsti fyrirlitningu sinni á þeim guði, sem ljeti alt ranglætið, allan ó- jöfnuðinn við gangast, væri alt af með auðnum, en ljeti fátæklingana fara varhluta af allri blessun. í fátækt skortir bæði náð og brauð, því bendir guð þjer veg með þjónum sínum: Þú verður, vinur, fyrst að fá þjer auð, þá færðu lika náð hjá drotni þínum. Hann talar um það með fögnuði, að örlög guðanna verði öll eins. Óðinn einn fær góð eftirmæli: Og Alfaðir leit hina lækkandi sól, og landinu mátti’ hann ei gleyma, en lífgyðju eilífri frelsisins fól hann fjörviðinn íslands að geyma. Allir guðir fara sömu leiðina eins og hann. Guðsmóðir er hrakin úr hásæti guðanna „og heilaga skrúðanum rú- in.“ Sömu örlög bíða Krists og Je- hóva: Því kongar að síðustu komast í mát, og keisarar náblæjum falda, og guðirnir reka sinn brothætta bát á blindsker í hafdjúpi alda. Eða eins og hann orðar það í öðru kvæði: Og þá hefur máske hin máttuga hönd um musterin eldslogum vafið, og guðinum seinasta stjakað að strönd og steypt niðr í annaðhvort hafið. Feykilega er þetta alt snjalt, sögðu menn. Enginn maður gat neitað því, að snjalt var það sagt. En það væri of lint að orði kveðið, að þetta hafi hneykslað suma menn. Það gekk al- veg fram af þeim. Það jók engu á ó- sköpin, þegar menn fengu þetta er- indi í „Þyrnum“, ásamt ýmsum öðr- um líkum: Ef þjer ei ægir allra djöfla upphlaup að sjá, og hverri tign að velli velt, sem veröldin á, og höggna sundur hverja stoð, sem himnana ber: þá skal eg syngja sönginn minn og sitja hjá þjer. Þetta var nokkurn veginn eins svæs- ið eins og það sem svæsnast hafði verið sagt á öðrum tungum. Þeir hafa naumast farið fram úr þessu Swin- burne eða Strindberg eða Knut Ham- sun, eða aðrir, sem djarfmæltastir hafa verið. En Þ. Erlingsson hafði verið jafn-djarfmæltur, þegar hann var að kveðja sjer hljóðs í „Sunnan- fara“. Aldrei hafði nokkur íslenskur snillingur slegið hörpuna jafn-hlífð- arlaust gegn máttarvöldum alheims- ins. Var þetta ekki nokkurs konar tröllaslagur ? Sat ekki einhver tröll- karl með hörpuna og var hann ekki að slá hugi þjóðarinnar út í einhvern æðisgenginn trölladans ? Nei, ekki gat það verið. Jafnvel þessi árása-slagur var fullur af misk- unn og mildi, þrunginn af meðaumk- un með og kærleika til smælingjanna, olbogabarna lífsins. Þrátt fyrir alt og alt var það bersýnilega logandi þrá eftir tilverunnar æðstu gæðum, vit- inu, rjettlætinu, kærleikanum, sann- leikanum, sem stilti saman strengina. Nei, tröllkarl gat það ekki verið. Og þessi árása-slagur var ekki eini slagurinn, er hann sló. Það var nú eitthvað annað. Samhygðin með dýrum merkurinn- ar, en einkum fuglum loftsins, var honum ástríða. Allir muna eftir kvæð- inu „Vetur“, um söngfuglinn, sem ekki á annað hús en hlje hjá freðn- um steini, og komu dauðans kvíðir þar um kalda nótt og langa. Yndisleg ástarkvæði lásu menn líka eftir hann í Sunnanfara. En átakanlegust var ástin á íslandi. Það var ekki auðvelt að verjast því að komast við undir söng þessa fá- tæka íslendings úti í Kaupmanna- höfn um fjölbreytt fjalldala-skraut, um það, hve indælt væri að syngja og dreyma þar um ástir og vonir, um lundinn og lynggrónu hliðina, „þó lít- ií og fátækleg væru þau bæði“, um óbygðar heiðar og víðsýnið fríða, um vorkvöldin, sem sitja hlustandi hljóð, og um vornæturnar, sem hika og bíða dreymandi. Það hlaut að vera tilfinn- ingasljór maður, sem ekki fann til með þessu skáldi í fjarlægu landi, sem átti fegurstu sumurin liðin, en langaði svo oft heim á Þórsmörk, þráði svo sólskríkjuljóðin og vornæt- ur friðinn, með íslendingnum, sem harmaði í skógunum hrjósturlönd sín, og hlustaði sem gestur á nátt- galakliðinn. íslensk þjóð hlustaði hugfangin, þó að á misjafna strengi væri slegið. Sumir voru grátklökkir. Aðrir fagn- andi. Það var hressandi, morgun- kendur snildar-hreimur i orðalaginu, hvað ’ sem maðurinn var að segja. Þeir, sem voru meira og minna reið- ir, hlustuðu líka. Þeir ljetu bugast af dularmagni listarinnar. II. Sumarið 1895 kom hann heim til Islands. Hann var þá allmikið þrot- inn að heilsu. Blóðspýju hafði hann fengið í Kaupmannahöfn, var mjög veill fyrir brjósti, og bjóst fast- lega við því, að eiga skamt eftir ó- lifað. Ýmsa langaði til þess að „gera eitt- hvað fyrir hann“, sem það er kallað, til þess að hann gæti fengið að njóta vistarinnar á ísl. það sem eftir væri æfinnar. Menn vildu taka honum vel, þegar hann kom úr útlegðinni. Eng- um hugkvæmdist samt að gera við- tökurnar svo ríkmarmlegar, að hann gæti lifað sæmilega áhyggjulitlu lífi, aö hann gæti dregið að sjer það and-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.