Lögrétta - 14.10.1914, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON,
Þingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
LOGRJETTA
AfgreiSslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON,
Talsími 359.
Veltusundi 1.
Nr. 50.
Reykjavík, 14. okt. 1914.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og alls
konar ritföng kaupa allir í
Bókauerslun SiQfíisar Eymundssonar.
Lárus Fjeldsted,
Y firrjettarmálaf ærslumaður.
LÆKJARGATA 2.
Venjulega heima kl. 4—7 síðd.
Eerliriuslkiirstifi
Eísla Ouflmundssonar.
LÆKJARGÖTU 14 B
(uppi á lofti)
er venjulega opin 11—3 virka daga.
HJARTANS þökk færi jeg
öllum þeim mörgu, nær og
fjær, sem sýnt hafa hluttekn-
ingu við fráfall mannsins
míns, Þorsteins Erlingssonar,
heiðrað minningu hans og
gert útför hans sem vegleg-
asta, — öllum, sem sýnt hafa
næman skilning og tekið inni-
legan þátt í sorg minni og
barnanna.
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR.
Til
læknis
á fimtíu ára afmæli hans
12. okt. 1914.
I.
Þú hefur enga þreytu sýnt,
þrátt fyrir hríöir kaldar.
Þar hefur að eins þróttinn brýnt
þrælkun hálfrar aldar.
Málmur sá, sem í þjer er,
ei hefur veriö deigur.
Enn hann hverja öldu sker
eins og drekafleygur.
Oröstír þinn og heiöur hár
hærra fjöllum gengur
fimtíu sinnum fimtíu ár
og fimtíu sinnum lengur.
Vinarkveöja og hamingjuósk
frá
G. M.
II.
Fimtíu ára! — Kveöju kæra
konan góða, vor allra móöir,
flytur syni, er fagrar vonir
færir henni, sem manninn kennir:
Langrýn hygni, hagsýn lægni
henni’ er þörfust i vandastörfum, ■
vertu lengi’ á landsins þingi
lif og sálin í vandamálum.
Kliöinn snjalla, — háa, hvella
hljóma láttu á þingi óma, —
rökin gjalla, skotin skella,
skúma’ og lóma keyröu’ i dróma, ■
spóa alla’, er úti vella
innantóma’ i fölskum ljóma,
láttu falla’, og foldu svella
fagna blóma rjettra dóma.
Guðm. Guðmundsson.
NÝJA VERSLUNIN
— Hverfisgötu 34, áður 4 D —
Flestalt (utast og inst) til kven-
fatnaðar og barna og margt fleira
Góðar vörur. — ódýrar vörur.
K j ólasaumastofa.
Fiskverkunin
á íslandi
cg heimsmarkaðurinn.
Eftir Matth. ólafsson.
Niöurl.
Auk þess, sem áöur er talið, skyldi
þessa vandlega gætt viö fiskverkun:
aö fiskurinn liggi hæfilega lengi í
salti (helst ekki styttri tíma en 14
daga);
aö þegar fiskurinn er tekinn úr salt-
inu, sje farið vel með hann, hon-
um ekki fleygt svo að hann komi
niður á rönd, heldur flatur, svo
ekki sje hætt viö aö hann brotni
eða spryngi;
að ef fiskurinn er ekki þveginn sam-
stundis og hann kemur í land, þá
sje honum hlaðið upp og salti
stráö milli fisklaga, og þess vel
gætt, aö hann leggist sljett niöur.
að fiskurinn sje vel þveginn úr salt-
inu, einkum að vel sje þvegið und-
ir uggunum;
að þegar fiskurinn hefur fengið 1—2
daga þurk, sje hann fergður
(pressaöur).*
Sje alls þessa gætt, er enginn efi á,
aö fiskurinn verður fallegur. Aö vísu
hefur það ávalt ill áhrif á útlit fisks-
ins, ef hann þarf aö standa lengi eft-
ir að hann er j^P^inn úr salti, án þess
aö vera breiddur til þurks, og sama
er að segja, ef oft rignir á hann með-
an á þurkuninni stendur, en þvi bet-
ur sem farið er með fiskinn frá byrj-
un, því betur má hann við löngum
óþurki.
Síöan fiskimat varð lögboðið hjer
á landi, hefur fiskverkun farið stór-
um fram á s u m u m stöðum á land-
inu; fiskurinn hefur oröið jafnari að
gæöum í heild sinni, og það er víst,
að fiskimatslögin hafa fært landinu
meira fje en tölum verði talið, enda er
það ekki mikil furða, þótt hærra boð
sje gert í vöru, sem menn vita fyrir-
fram að er góð.
En þótt undarlegt megi virðast,
hefur verið farið í kringum þau lög
á ýmsan hátt, og það getur orðið
fisksölu vorri á Italíu og Spáni mik-
ill hnekkir, ef ekki er sem fyrst gerð
bragarbót.
Á fiskimatslögunum er sá mikli
galli, að eigi er skylt að meta þann
fisk, sem sendast á til annara lan'da
en Spánar og ítalíu. Afleiðingin hef-
ur oröið sú, að sá fiskur hefur verið
sendur bæði yfir England og Dan-
mörku til ítalíu og Spánar og hafður
þar á boðstólum sem íslenskur fisk-
ur og því spilt fyrir því áliti, sem
matið hefur aflað íslenskum fiski.
Þarf þvi sem fyrst að breyta lögun-
um þannig að matið sje á öllum fiski
undantekningarlaust, hvert sem hann
á að flytjast. En á þessu verður ekki
matsmönnunum gefin sök, þar er lög-
unum einum um að kenna.
En það er annað atriði, sem virðist
vera matsmönnunum að kenna, og
það er vanræksla þeirra að meta hinn
svonefnda Labradorfisk. Lögin und-
anskilja engan fisk, sem sendur er til
Spánar eða Italíu, og það gegnir
furöu, hvernig sú hugsun hefur kom-
ist hjer inn, að þessi fisktegund eigi
að vera undanskilin mati.
Skömmu eftir 1890** flaug sú fregn
um alt land eins og eldur i sinu, að
hingað til lands væri kominn maður
frá Englandi er keypti smáfisk verk-
aðan á alt annan hátt en menn höfðu
* Sje góður þurkur, má fergja fiskinn
eftir einn þurkdag, en ella lengri tíraa.
Fargið verður að vera því þyngra, sem
fiskurinn hefur fengið meiri þurk.
* Það mun hafa verið árið 1893.
vanist, t. d. öðruvísi flattan og sárlít-
ið þurkaðan, og jafnvel þætti hann
bestur því óþrifalegri sem hann væri!
Maður þessi var Pike Ward, sem um
mörg ár hefur keypt þennan fisk hjer
á landi og eftir honum var þannig
verkaður fiskur nefndur Wardfiskur
eða jafnvel að eins „Ward“*.
Verðið, sem Ward gaf fyrir slíkan
fisk, var 30 kr. fyrir skpd., og þótti
það ágætt verð þegar litið var til
þess, að Ward tók miklu smærri fisk
en kaupmenn höfðu viljað taka áður
og að þessi fiskur var miklu þyngri
í vigt en smáfiskur flattur og þurk-
aður á venjulegan hátt. Áður haföi
eigi þótt svara kostnaði að veiða slík-
an fisk nema þá til matar þvi svo
afarlítið varð úr honurn, ef hann var
flattur og saltaður og hertur, og auk
þess gekk alt það smæsta úr, sem
kaupmenn vildu alls ekki taka fyrir
neitt verð.
Drægist eitthvað af slíkum fiski á
þilskipin þegar þau lágu inni undir
landi í stormum, þá var það venja,
að útgerðarmennirnir gáfu hásetun-
um þann fisk sem „tros“, og þessi
venja hjeltst nokkur ár eftir að Ward
var byrjaður aö kaupa þennan fisk
hjer á landi, og höfðu sumir hásetar
nokkra hlutarbót með því að selja
umboðsmönnum Wards þennan fisk
sinn.
En það leið eigi á löngu þar til
kaupmenn komust að þvi leyndar-
máli, hvar Ward seldi fisk þennan,
og „komst þá upp um strákinn
Tuma“, að hann hafði gefið afarlítið
fyrir þennan fisk hjer, í hlutfalli við
það, sem hann fjekk fyrir hann í út-
löndum.
En þrátt fyrir það þótt Ward gæfi
eigi hærra verð fyrir fiskinn, þá hef-
ur hann, sjer óafvitandi, orðið vel-
gerðamaður íslensku þjóðarinnar.
Það voru engir smáræðis peningar,
sem landsmenn fá nú á hverju ári
fyrir þessa fiskitegund umfram það,
sem þeir fengu áður fyrir alflattan
smáfisk.
Þegar samkepnin komst að, hækk-
aði verðið á þessum fiski með hverju
ári og framleiðslan jókst afarmikið.
Plafa menn hin síðari ár fengið alt
að helmingi hærra verð en það, sem
Ward gaf í fyrstu. En af samkeppn-
inni hefur aftur leitt það, að þessi
fiskur er nú miöur vandaöur, en með-
an Ward keypti hann einn. Það kveð-
ur svo mikið að þessari óvöndun á
þessum fiski, að verði ekki hið bráð-
asta ráðin bót á henni, þá geta fiski-
menn átt á hættu, að hann falli afar-
mikið í verði, eða jafnvel verði með
öllu óseljanlegur.
Það, sem einkum er fundið að þess-
um fiski á ítalíu, er, að þvi er Arf-
wedson ræðismaður i Genua segir,
aö hann sje of lítið þurkaður og haldi
sjer því ekki til lengdar í hitanum
þar syðra, að innan um hann sje alls
konar ruslfiski, rifinn fiskur, orma-
fiskur og meinafiskur, og að hann
sje illa þrifinn.
Þetta er alt, því miður, satt, og það
er því á fullum rökum bygt, sem hr.
Arfwedson segir, aö ef lögboðið
fiskimat komist á í Newfoundlandi og
Labrador, sem nú er í undirbúningi,
þá sje fiskverslun vorri á ítaliu full-
komin hætta búin, að því er snertir
þessa vörutegund.
Hr. Arfwedson undrar sig á því,
að hjer á landi skuli vera farið í
kringum fiskimatslögin með þvi að
meta ekki Labradorfisk, eins og ann-
an fisk, er fer til Spánar og ítalíu,
því lögin geri enga undantekningu á
neinum fiski, er flytjast eigi til þess-
ara landa. Að ööru leyti telur hann
lögin góð og hafa orðið til ómetan-
legs gagns fyrir fisksölu vora og því
enn sjálfsagðara að fylgja þeim í ystu
æsar.
Þar næst telur hann nauðsyn að
hjer sje lögleitt mat á öllum fiski,
* Menn vissu þá ekki, að í Labrador í
Norður-Ameriku hafði fiskur þannig
verkaður um langan tíma verið útflutn-
ingsvara til Italíu. Frakkar munu og hafa
þekt þennan markáö um langan tíma. Jeg
man eftir því, þegar jeg var drengur, að
jeg sá þannig verkaöan fisk hjá þeim.
IX. árg.
Úr stridiuu.
Myndin er frá bænum Dinant við Maasfljótið, er skotinn hefur verið
niöur nú í stríðinu af Þjóðverjum. Hann stóð viö bratt klettafell og
komu ferðamenn þar mikið vegna þess, hve þar var fagurt og ein-
kennilegt um að lítast. Kirkja var þar frá 13. öld og sjest hún á efri
myndinni. Af henni var skotinn turninn, en annars stendur hún eftir,
þótt bærinn að öðru leyti megi teljast gereyddur. Neðri myndin sýnir
brot af rústunum.
hvert sem hann á að flytjast, svo hann
ekki geti spilt fyrir áliti hins metna
fisks.
Fiskur er aðalútflutningsvara vor
íslendinga og ávalt fjölgar þeim
mönnum, er hafa lífsuppeldi sitt af
að framleiða fisk og verka hann. Það
er því einsætt, að oss er lífsnauðsyn
að halda þessari vöru í sem bestu
áliti á heimsmarkaðinum, en það
tekst oss þvi að eins, að framanskráð-
ar bendingar sjeu sem fyrst teknar
ti! greina.
Stjórnin þarf nú þegar að ganga
ríkt eftir að Labradorfiskur, sem
sendur er til ítaliu, sje metinn, og á
næsta alþingi þarf að breyta fiski-
matslögunum þannig, að allur fisk-
ur sje metinn, til hvaða lands sem
hann er sendur.
frá Winnipeg var á ferðinni í sumar
hjer um Þingeyjarsýslu og hitti jeg
hann að máli. Hann er Eyfirðingur
að ætterni og fór vestur um haf á
unglingsárum sinum, umkomulaus
eins og flestir vesturfarar voru.
Jeg vissi nokkur deili á manninum,
áður en við hittumst; hafði sjeð í
blöðunum, að hann lagði úr sjálfs sín
sjóði 3000 kr. til eimskipafjelagsins.
Og hins vegar var mjer kunnugt um,
úr annari átt, að hann er fjemildur
v.’ð einstaklinga —, bak við tjöldin.
En jeg vissi eigi hversu honum
mundi háttað í framgöngu. Jeg gerði
mjer ferð að heiman til fundar við
langferðamanninn og tók hús á hon-
um, þar sem hann hafði nætursakir.
Þegar jeg reið að garði, velkti jeg
í huga mjer þeirri spurningu: Skyldi
þessi maður vera áþekkur Anderson
— söguhetju Einars Hjörleifssonar,
Vestur-íslendingnum, sem er mann-
gerfingur nýja tímans. Mjer fanst
þaö líklegt, að Einar, svo kunnugur
sem hann er löndum vorum vestra,
mundi kunna að mála fjesýslumenn-
ina í þeirri átt, svo að nærri stappaði
rjettri mynd. Þó var eigi svo að skilja,
að jeg óskaði þess með sjálfum mjer,
að þessi maður væri þvilíkur í hátt-
um sem Anderson er: þindarlaust
málbein og óðagot, sem tekur lát-
lausa konu hershöndum.
Jeg þurfti ekki að velkja þessum
vafa fyrir mjer lengi, því að.jeg s á,
áður en jeg hafði orð af Aðalsteini,
að þessi maður var ekki vitund skyld-
ur Anderson, hafði gott yfirbragð,
talaði hægt og raðaði orðunum skipu-
lega.
Aðalsteinn hafði konu sína með-
ferðis, enska að ætterni, og var för-
inni heitið austur að Ásbyrgi og
Dettifossi.
Jeg fylgdi þeim austur i Reykja-
heiði, upp í þokuna, sem þá var yfir
Norðurlandi, og lá leið okkar, þar
sem geldfjeð og dilkærnar gresjuðu
um hæðir og rinda, milli þaulsæt-
inna og langlegulla fanna. Það þótti
mjer undrum sæta, hve enska frúin
var fimur reiðmaður, þótt óvön væri
hestbakinu. Hún var einnig svo radd-
slyng, að hún náði leikandi tungutaki
lóu og lamba með afbrigðum.
Aðalsteinn varð allur á lofti innan-
um afrjettarfjeð. Flann hljóp einu
sinni af baki og elti mislita á tvi-
lembda upp um ása til að skoða hana
í krók og kring. Þegar hann kom
aftur, sagði hann mjer sögu af for-
ustu á, hosóttri, sem hann átti í Hörg-
árdalnum, mestu vitkind og fjalla-
fálu, sem varla varð handtekin um
fráfærnaleitið. Hann kvaðst sakna
vestur frá mest fuglanna og búfjár-
ins að heiman. Þar eru fuglarnir mið-
ur gefnir að raddprýði, ef jeg hef
tekið rjett eftir orðum hans, og bú-
fjeð luralegra og heimskara en hjer
gerist. Veldur sjálfræði mestu um
vitsmuni hesta og sauðkinda og bar-
áttan við hættur og veðurátt, hjer á
landi. Þar er fjeð meira í haldi.
Aðalsteinn fór vestur nálægt alda-
ínótunum og hafði frá litlu að hverfa.
Strengdi hann þá þess heit að koma
ekki heim aftur nema því að eins, að
hann gæti orðið að 1 i ð i Fjallkon-
unni eða einhverju málefni hennar.
Nú kalla jeg að þú hafir efnt heit-
strengingu þína, svaraði jeg, þar sem
þú hefur lagt fram og safnað 10,000
kr. til eimskipafjelagsins.
Hann brosti og mælti: Jeg er ekki
enn þá ánægður meö efndirnar.
Vegurinn var slitróttur og stak-
sieinótt undir fæti. Viö riðum hart