Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.11.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 11.11.1914, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreitSslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Veitusundi I. Talsími 359. Nr. 54. Reykjavík, 11. nóv. 1914. IX. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng kaupa allir í Bókauerslun Sipfúsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Oerlarannsoknarstofa Eísla Onðmundssonar. LÆKJARGÖTU 14 B (uppi á lofti) er venjulega opin 11—3 virka daga. jóhann loliannesson. í 23. jólí 10. 4. nóv. 1914. Jóhann Jóhannesson var fæddur 23. júlí 1870 aö læk í Ölfusi. Faðir bans var Jóhannes (fæddur 21. júlí 1832 d. 24. júní 1901), er siöar var steinsmiöur hjer í Reykjavík; var hann vel gefinn maöur, sonur Jóns Magnússonar (f. 22. okt. 1791), er drukknaöi 2. júlí 1854 í NorSurá, og Halldóru dóttur Jóns bónda á Högna- stöðtun í Þverárhlíð Gíslasonar og Þóru Hallsteinsdóttur. Faðir Jóns var Magnús Þórarinsson (f. um 1732 d. 3. maí 1808) bónda á Saurum og Guð- laugar Oddsdóttur, Jónssonar. Kona Odds var Ólöf Bjarnadóttir í Syðsta- Hvammi,ívarssonar í Múla, Bjarna- sonar i Múla, Sveinssonar. Kona Bjarna Sveinssonar var Ólöf Jóns- dóttir Gunnlaugssonar,ogkona Gunn- laugs var Halldóra Sveinsdóttir á Ytri-Völlum í Miðfirði, Jónssonar á Söndum í Miðfirði, er kallaður var „rauðbroti“ og fjölmenn ætt er kom- in af, er nefnist rauðbrotaætt. Kona Bjarna ívarssonar var Ingibjörg Jónsdóttir, Jónssonar, Gunnlaugsson- ar, og móðir Jóns Jónssonar var Vil- borg Vilhjálmsdóttir sýslumanns í Strandasýslu, er kallaður var Galdra- Vilki, Arnfinnssonar. Móðir Jóhanns Jóhannessonar og kona Jóhannesar var Guðlaug (f. 4. okt. 1846) dóttir Hannesar bónda á Hjalla í Ölfusi, er var bróðir Jórunn- ar síðari' konu Stefáns landfógeta Gunnlaugssonar, og Þuríðar Sigurð- ardóttur bónda á Hjalla Hinriksson- ar. En Hannes var sonur Guðmund- ar í Króki í Flóa, Hannessonar, Magnússonar. Ungur að aldri fór Jóhann frá for- eldrum sínum, er voru fátæk, óg var um hríð á Svarfhóli í Stafholtstung- um, hjá merkishjónunum Birni bónda Ásmundarsyni og Þuríði Jóns- dóttur. Reyndust þau hinum um- komulitla unglingi vel, og bar hann hlýjan hug til þeirra, er sást meðal annars á þvi, að hann fjekk Guðm. skáld Guðmundsson til að yrkja fag- urt minningarkvæði eftir Björn bónda þá er liann andaðist (19x2), í hárri elli. Hann var og nokkurn tima í Reykjavík og lærði þar skósmíði, er hann stundaði fyrst hjer en síðar um nokkur ár á Sauðárkróki. V'ar liann þá kvæntur Sigurbjörgu Guðna- dóttur, er ljest (7. sept.) tæpum tveim mán. á undan honum. Áttu þau son einn, er Óskar Gladstone heitii Frá Sauðárkróki fluttist Jóhann híngað aftur vorið 1904 og dvaldist hjer síð- an. Þegar hann kom hingað i svðara sinni, var hann enn fátæki i , þvi að Sauðárkrókur var of lítill fyrii hinn atorkumikla og ráðdeildarsama mann. En strax eftir komu sina b.ingað byrjaði hann á húsakaupum og alskonar kaupskap. Sneri hann sjer þáogaðbókaútgáfum og gaf f yrst út þýddar skáldsögur, en siðar gaf hann út „Kvisti“, kvæðasafn nftir SiW- Júl. Jóhannesson bróður yinn, kvæði Kristjáns Jónssonar, formála- bók Einars próf. Arnórssonar og x. hefti af „Dómstólum og rjettarfari“ eftir hann, ljóðmæli Jónasar Hall- grímssonar, „Svanhvít“ og „Ferð um fornar stöðvar" eftir Matthías Joch- umsson. Var ytri frágangur þessara bóka prýðilegur, og sparaði hann eigi, að útg. væri honum til sóma. Hann keypti og mikið af íslenskum bókum, og átti hann um hríð mikið bókasafn, er hann síðar seldi Rögn- valdi Pjeturssyni presti og ritstjóra i Winnipeg. Var hann og „antikvar“ bóksali og hjelt vanalega á hverju hausti bókauppboð, og gafst þá mörgum manni færi á að ná í ýmsar bækur, er ófáanlegar voru ella. Hús þau, er Jóhann keypti, gerði hann sjer far um að bæta og prýða og vildi gera þau sem ný, enda urðu þau mörg óþekkjanleg eftir að þau höfðu fengið viðgerð hjá honum. Bera mörg hús hjer í bænum þess menjar, að þau hafa verið í hans eign. Var Jóhann framúrskarandi reglumaður í öllu, sem hann stund- aði, og útsjónarmaður. í Templarafjelaginu hafði Jóhann lengi verið og var bindindismálið eitt af þeim málum, sem hann hafði mest- an áhuga á. Annars var hann yfir- leitt áhugamaður um almenn mál, einkum á seinni árum. Fylgdi hann Heimastjórnarflokknum og Sam- bandsflokknum jafnan að málum. Að síðustu mun hann hafa haft nokk- urn hug á að bjóða sig fram til þingmensku, og mundi hafa gert það, ef æfin hefði orðið lengri. Voru það einkum fjármál landsins, sem hann vildi láta til sín taka, eins og sýni- legt er af greinum þeim, sem hann hefur skrifað í Lögrjettu um banka- mál. Hann hafði um tíma átt sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur, og ljet hann sig þar einkum miklu skifta fátækramál bæjarins. Sumarið 1913 ferðaðist hann víða um Ameríku og Evrópu, og kvaðst hann hafa lært mikið í þeirri ferð. Hann hafði fasta trú á því, að veita þyrfti hjer inn útlendu fjármagni til starfa í landinu, og sú trú hans styrktist við ferðalög hans erlendis. Járnbrautarmálinu var hann mjög fylgjandi. Aftur ferðaðist hann suð- ur um Evrópu fyrri hluta síðastliðins sumars. Hann kom glaður og ánægð- ur heim úr þeirri för. En við andlát konu sinnar, sem dó á spítala í Kaupmannahöfn 7. sept., breyttist hann, og virtist svo sem öll ltfslöng- un væri frá honum horfin eftir það. Jóhann var svo einkennilegur mað- ur á rnargan hátt, að um hann ætti að verða rækilega skrifað af ein- hverjum nákunnugum manni, sem þekt hefði liann lengi og skilið hann. Dómarnir um hann hjá þeim, sem fljótleg kynni höfðu af honum, munu verða nokkuð mismunandi. Hann var ákafur í lund og stórbrotinn og fylgdi fast fram hverju því, sem hann tók fyrir. Hann var, að sögn, oft harð- drægur i viðskiftum, er hann var að raka að sjer fje, en svo var hann aft- ur hins vegar manna örastur til fjár- útláta og mjög hjálpsamur við fá- tækt fólk. Eru margar sögur af því sagðar, eigi síður en hinu. Öll smá- munasemi var honum fjarlæg. Með hinni stórmannlegu gjöf til almennings þarfa, sem nýlega hefur verið frá sagt hjer í blaðinu, hefur Jóhann reist sjer og konu sinni ó- brotgjarnan minnisvarða. Striðið. Símskeyti frá Central News í London. Morguninn 4. nóv.: París: Banda- menn hafa haft framgang fyrir sunn- an Dixmuide, haldið velli alstaðar annarstaðar, en haft framgang í Vo- gesafjöllum. Breska sjómálaráðaneyt- ið tekur öðrum þjóðum vara fyrir, að skoða verði Norðursjóinn sem hern- aðarsvæði, og að eftir 5. nóv. eigi öll skip mikið á hættu, sem fara yf- ir línu, dregna frá Norður-Hebríd- um til íslands, og að skip, sem nálgast Norðursjóinn gegnum Erm- arsund, muni fá sjerstakar fyrirskip- anir. Sendiherra Tyrkja heldur kyrru fyrir í Lundúnum. England og Tyrk- land eiga enn ekki í ófriði. Kvöldið 4. nóv.: París: Banda- menn fara að engu óðslega og hafa unnið á í Argonne. Þjóðverjar hafa yfirgefið vinstri bakka Yser-fljóts- ins fyrir neðan Dixmuide. Sendi- herra Tyrkja er kyr í Lundúnum, en bresk herskip hafa skotið á Dar- danellavigin. Skemdir ókunnar. Bretskt beitiskip skaut á Tyrki frá Akaba, eyðilagði vígi, landgöngulið tók borgina. Þýskar beitisnekkjur sáust fyrir austan Englandsströnd, og rjeðust á breskan fallbyssubát, sem sneri aftur til hafnar. Ensk beitiskip eltu Þjóðverjana án þess að ná þeim. Þjóðverjar fleygðu tundur- duflum fyrir borð og eyðilögðu neð- ansjávarbát; tveimur mönnum af bátshöfninni varð bjargað. Opinber fregn frá Berlín segir, að þýska beitiskipið Yorck hafi rekist á tundurdufl við innsiglingu í Jahde- flóann og sokkið. Helming skipshafn- arinnar varð bjargað. Bretska sjó- málaráðaneytið segir, að samkvæmt þýskum skýrslum hafi 5 þýsk beiti- skip barist viö bretska flotadeild hjá Valparaiso, að staðhæft sje, að bretska beitiskipið Monmouth hafi sokkið og Goodhope laskast mikið. Bretska sjómálaráðaneytið hefur enn þá enga tilkynningu fengið. París: Bandamenn vinna stöðugt lítið eitt á án fullnaðarúrslita. 6. nóv. París: Fremur sókn en vörn af hendi Bandamanna. Unnið víða mikið á, en hvergi hörfað undan. F.ngland hefur sagt Tyrklandi stríð á hendur og tekið Cyprus-ey. Bretska sjómálaráðaneytið hefur enn ekki fengið staðfestingu á sjóorustunni, ‘ senx sagt var frá, við Chile-strendur. Tyrknesk herskip hafa skotið á Bat- um. Rússar eru komnir 25 enskar mílur inn í Tyrkjalönd og hafa tek- ið 15 borgir. Tyrkir hörfa undan í áttina til Erzerum. 7. nóv. Sjómálaráðaneytið stað- festir fregnina um að beitiskipið Goodhope hafi sokkið, beitiskipið Monmouth laskast nxikið; haldið það hafi hleypt á land eftir sjóorustuna við Chile. Opinber Tokiofregn: Tsingtau hefur gefist upp. Fótgöngu- lið hafði náð aðalborgarhliðinu eft- ir hræðilega sprengikúlnahríð. Petro- grad: Unnið þýðingarmikinn sigur á ný á Austurríkismönnum, tekið aftur Jaroslav. París: Á Norðurherstöðv- unum þröngva Bandamenn Þjóðverj- um aftur á bak, en aðallega vinna þeir á fyrir sunnan Dixmuide. 9. nóv. París: Bandamenn hafa rekið af höndum sjer öll áhlaup. Þjóðverjar hafa enn unnið á á nokkr- um stöðum, sjerstaklega kringum Armentieres og Soissons. Petrograd: Rússar hafa unnið sigur á Þjóðverj- um við Wirballen og eru komnir inn í Þýskaland alt að Staluponen. Rúss- neskt riddaralið hefur eyðilagt járn- brautina nálægt Ploeschen fyrir norð- vestan Kalish. Rússar sækja* stöðugt áfram á leið til Krakau. Þýska beiti- skipið „Gejer“, sem verið var að gera við á Honolulu, hefur verið kyrsett af Bandaríkjastjórn. 10. nóv. París: Þjóðverjar hafa sótt fram af nýju við Dixmuide og Ypres, en hafa alstaðar verið hrakt- ir til baka. Bandamenn vinna á smátt og srnátt á flestum stöðum, en þokur gera erfitt fyrir með allar fram- kvæmdir. Petrograd: Rússar hafa tekið Goldap. Þjóðverjar hörfa und- an í áttina til Thorn, Posen. Rússar hafa unnið sigur á Tyrkjum í Káka- sus, og rússneskt herlið er á leiðinni til Erzerum. Ýrnsir niðurlenskir fregnritar segja, að þýskar hersveit- ir hafi verið fluttar í skyndingu frá Belgíu austur eftir. 11. nóv.: Það hefur náðst í þýska beitiskipið Emden hjá Cocoseyjum, og barðist beitiskipið Sydney, sem er úr Ásrtalíuflotanum, þar við það. Emden var rekin á grunn og brann. Manntjón varð mikið. Beitiskipið Koenigsberg hefur fundist í felum i fljóti í nýlendum Þjóðverja í Aust- ur-Afríku. Bretska beitiskipið Chat- ham skaut á það; þýska skipshöfn- in hefur yfirgefið það, fór á land. París: Bandamenn hafa unnið á milli Ypres og Armentieres og stendurþar yfir áköf orusta. Petrograd: Rússar vinna stöðugt á. Riddaralið þeirra á aðeins eftir tuttugu milur til Kraká. Það virðist svo sem nú sje orðin meira sókn en vörn af hendi banda- manna i ófriðnum, bæði að vestan og austan. Annars hafa nú að síðustu ekki borist hingað neinar fregnir um það, hvernig Þjóðverjar segja sjálf- ir frá. Eftir að þeir unnu Antwerp- en, hafa þeir gert harðar árásir til þess að brjótast í gegnum fylking bandamanna á Norður-Frakklandi, en það hefur ekki tekist. Þó er ekki svo að sjá sem herlínan hafi breytst neitt til muna þar að vestan í þess- um síðustu orustum. Aftur á móti segja skeytin, að hún hafi breytst eigi lítið að austan, þar sem Rússar eru nú aftur komnir með her inn yfir landamæri Austur-Prúss- lands. Þaðan hafa Þjóðverjar flutt meginstyrk hers síns og suður á stöðvarnar við Krakau. í rússneska Póllandi hafa Rússar einnig unnið á en Þjóðverjar hörfað þar til baka. Þátt-taka Tyrkja í ófriðnum er enn óljós og lítið hægt að átta sig á fregn- um þeim, sem skeytin hafa flutt. Þýska herskipið „Emden“, sem skeytafregnirnar segja að nú sje unn- ið, hafði gert bandamönnum miklar skráveifur i Austurhöfunum. Um herskipið „Königsberg“ segir í sím- skeyti til enska konsúlsins hjer, sem „Morgunblaðið“ hefur birt, að enska herskipið „Chatham“ hafi króað.það iuni i Rufigifljóti á þann hátt, að sökt var kolaskipum fyrir utan það, svo að það kemst ekki til hafs. Póstliúsid. Á öðrum stað hjer i blaðinu er grein um Pósthúsið eftir J. Þ. Lögr. hefur sýnt póstmeistara greinina og fengið frá horium eftirfarandi svar: Jeg hef áður svarað samskonar grein í Morgunblaðinu 6. júlí, og get vísað til þess, en skal samt að gefnu tilefni bæta nokkru við. Áður en jeg skrifaði auglýsing þá, sem birt var i blöðunum í byrjun þ. á. og fest er upp bæði í pósthúsinu og i Bárubúð, um það að bögla- póstafgreiðslan þar sje opin hvern virkan dag frá kl. 12 á hádegi til kl. 2 siðd. og frá kl. 4 til 7 síðd. | sem herra J. Þ. telst vera 4 timar, átti jeg tal um þessa ákvörbun við þáverandi ráðherra, Hannes Hafstein, og var hann henni samþykkur. Siðan hef jeg enga bending fengið um það, að stjórnarráðið vildi fá henni breytt. Þesar blaðagiæinar hafa ekki get- að sannfært mig um, að athugasemd fjárlaganna um pósthúsið í Reykja- vík gildi einnig um böglapóstaf- greiðsluna í Bárubúð. Þvi fer svo fjarri, að þótt afgreiðsla bögla færi fram i pósthúsinu sjálfu, þá væri eigi þar með sagt að henni yrði sint all- an þann tíma, sem póshúsið væri opið. Þá kemur fjárspursmálið. Fje það, sem jeg skýrði stjórnar- ráðinu frá að nauðsynlegt væri til póstafgreiðslunnar i Reykjavik 1914 og 1915, var ekki aukið, eiris og hr. J. Þ. vii'ðist ætla, á alþingi 1913, heldur fært niður, enda þótt sá tími, er pósth. skyldi vera opið, væri lengd- ur á virkum dögurn og tvöfaldaður á helgum dögum, svo að nú má heita að hann sje orðinn einsdæmi í ver- öldinni. Reynslan hefur því orðið sú, að kostnaSurinn er kominn fram úr fjárveitingunni þetta ár, þó að hálf- ur annar mánuður sje eftir. Þaö sem liðið er af þessu ári, hafa póstmenn hjer í Reykjavík unnið ná- lega 52 stundir að meðaltali á viku. Allir hafa þeir orðið að hafa meiri og minni sunnudagavinnu og marg- ir af þeim ekki fengið neitt sumar- frí. Slíkur vinnutími er lengri en jeg þekki á pósthúsum erlendis. I Dan- mörku er hann mestur 48 stundir á viku og þykir langur. Reykjavík 11. nóv. 1914. S. B r i e m. Þess er áður getið í símfregn hjer í blaðinu, að Karl Rúmenakonungur andaðist 10. október. Hann var hálf- áttræður aö aldri, fæddur 20. apríl 1839, næstelsti sonur Karls Antons Karl konungur. fursta af Hohenzollern. 1 æsku var hann í prússneska hernum, en var 20. apríl 1866 valinn fursti af Rúmen- íu og kom til Búkarest 22. maí sama ár og tók þar við stjórn. Hann þótti Ferdínand konungur. sýna þar mikinn dugnað, bæði í því að rjetta við fjárhag ríkisins, og líka í því, að koma þar upp her. 1878 var hann viðurkendur fullvalda fursti, og 26. mars 1881 varð Rúmenia kon- María drotning. ungsríki og Karl var krýndur í Bú- karest 22. maí það ár. Drottning hans er Elísabet prinsessa af Wied, sem þekt er undir rithöfundarnafninu Carmen Sylva. Eftir Karl konung er kominn til ríkis i Rúmeníu bróðursonur hans, Ferdínand, er valinn var ríkiserfingi 1889. Drotning hans, María, er ná- skyld Georg Bretakonungi.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.