Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 1
44. árg. — Sunnudagur 18. ágúst 1963 — 175. tbl. LENZK STÚLKA SSINTERNATIO GuSrún Bjarnadóttir frá Ytri- Njarðvík var í fyrrinóíft kjörin Miss International og krýnd sem sl'ík við hátíðlegra athöfn í Muni- c|pal Andfto)rtum á Langtasandi' í Kaliforníu,. Gui!þ-,m er dóttir Bjarna Einarssonar skipasmiðs í Ytri-Njarðvík og konu hans, Sig ríðar Stefánsdóttur. Önnur f keppninni varð ungfrú Bretland, briðja ungfrú Austur- ríki, fjórða ungfrú Bandarikin og fimmta ung-frú Kórea. Það kom fram í frétt frá AP í gær, að Guðrún hefði í fyrst.u ekki áttað sig á því, er tilkynnt var, að hún hefði hlotið titilinn Miss International og hefur þar sjálfsagt komið til, að Guðrún átti alls ekki von á því. 46 stúlkur hófu keppnina, en í Iokakeppninni voru þær orðnar 14 talsins. • . - Viff hringdum til Guðrúnar síð degis í gær, kl. tuttugu mínútur fyrir tvö. Þá var Guðrún að vakna á hóteli sínu vestur á Langasandi enda klukkan þar aðeins rúmlega hálf sjö. Guðrún sagði, að keppnin hefði j farið fram í mjög stórum sam- . komusal, Municipal Auditorium.' Stúlkurnfcr í úrslitakeppninni ! komu fram í þjóðbúningum,. sund- I bolum og síðum kjólum. Síðast' komu þær fram í kjólunum, og skömmu seinna voru úralltin gerð kunn. Guðrún kvaðst hafa verið í svo miklu uppnámi, að í fyrstu hefði hún ekki gert sér grein fyrir, að hún hefði verið kjðrin. Hún sagði, að allri keppninni hefði verið sjónvarpað og mikið hefðí verið um að vera. Hún var rétt nývöknuð er við hringdum en í gær áttu stúlkurnar, a8 aka um borgina í opnum bifreiflum, og Guðrún átti að velja sér fatn að, en það var einn af vinning- unum. Hún kvaðst hafa talaV við for- eldra sína í fyrrakvöld að keppn- inni lokinni, en í fyrrinótt bjó hún á hóteli á Langasandi. Hún flytur síða til frú Swanson, en hjá henni hafa flestar íslenzku feg- urðardrottningarnar búiíi. Guðrún kvaðst koma heim eftir viku, en á sunnudaginn verður haldinn íslendingafagnaður henni til heiðurs. Guðrún sagði að sér Lefði ekki' dottið í hug, að hún yrði þessa heiðurs aðnjótandi, en hún gæti ekki annað en verið glöð yfir úr slitunum. Síðan bað hún að heilsa öllum vinum og kunnin'jum hér heims. Fl'ugdagurinn verður í dagr, ef veður leyfir. Reykjavíkurflugrvöll ur verður opnaður kl. 1 fyrir gesti en sýningaratriði hefjast kl. 2. Verður margt til skemmtunar, en milli 30-40 flugvélar munu taka þátt í sýningunum. Nokkrar vélar frá vainailiðinu koma yfir flugvöllinn, og þá m.a. fjórar þotur, sem munu fljúga lágt yfir á miklum hraða. Þá kem ur einnig stór ratsjárflugvél, som varnarliðið notar til ískönaunar- flugs. Þáð atriði, sem ugglnusí mun vekja hvað mesta athygli, er flug á lítilli Gyro-þyrlu, en hen.ii fiyg ur ungur flugumferðarstjór,, sem hefur smíðað vélina í frísti\ndum sínum. í þyrlunni er éngín vél, og'verður 'að draga haia á lott" I. ef vindur er ekki nægur. Þá munu nokkrar eirkaflugvél | ar fljúga í hóp yfir Rejkjsvíkur- flugvelli, og ein þeirra svni • ýms- . ar listir. Fleira verður þarna til skemmtunar, og er ekki a3 efa, að Reykvíkingar munu Jjöl.nenna út á Reykjavíkurflugvöli í dag. HÉR sést GuSrún Bjarnadótt- ir, nýkrýnd Miss Intema^ioiT?!, í hópi þeirra, sem næstar he; ni komjust í keppninni. Þæ- esu, taldar frá vinstri: Xenia Jopai- er, Austurríki nr. 3, Diana We-t- bury, Bretlsndi, nr. 2. Joyae Bryan, Bandaríkinnifm nr. 4, og Yoo-Mi Shoi, Kóreu, r>r. 5. (Myndin var símsend til illþýíu blaffsins frá United Press tnt- ernational).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.