Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 15
— Þú áttir ekki að gera þetta. Þú áttir ekki að taka mig. Þú áttir ekki. Óhreinir hnefarnir börðu allt hvað af tók í svunt- una mína. — Ég viWi verða fyrir bíl. Ég vildi. — Og þú áttir ekki að taka mig..........hann fór áð hágrát'a. Bflstjórinn kom til okkar. — Ég er ’yður þakklátari en orð fá lýst, systir. En sáuð þér, hvað strákhnokkinn gerði? Heyrðu stráksi. Hann íók í öxl- ina á drengnum og hristi hann. Veiztu ekki að bíll er hættulégt leikfang? Þú getur ekki stanzað liann eins og að drekka vatu. Skiltxrðu. Ef unga stúlkan hefði ekki sóð, hvað þú ætlaðir þér, værir þú kannski dáinn núna. Ég tók í úfinn hárlubbann og lyfti óhreinu andlitinu. Þá sá cg hver þetta var. — Trevcr. — Það ert þú. En þú ættir að vita að þú mátt ekki gera svona lagað. ■ Hann grét með bungum ekka. — En ég vildi meiða mig. — Ég vildi það. Bílstjórinn starði á m.ig — Hvað segir hann, systir? Gerði hann betta af áseb'ir ráði? Þekk- ið þér hann, systir? — Hann kom á siúkrahúsið með skc:nu á hálsinum fyrir skömmu. . Ráðskonan og Angela komu nú gangandi eftir gangstéttinni. Ráðskonan var föl. — Er allt í lagi með drenginn, systir Stand- ing? — ,Tá, ég held það, systir .... en hann hefur líklega fengið taugaáfall. Ég reyndi að losa handléggi Trevors, cn hann vildi ékki sleppa takinu af hálsinum á mér. — Trevor, sagði ég ró- lega. — Við vilium fá að ?.i;i ])ig ..... vertu nú góður strákur. Við viljum bara fá að sjá, að bað cé allt í lagi með þig. — Auðvitað er allt í ;agi með mig snökti hann. En ég væri ekki svona, ef þú hefðir lofað mér að vera í friði. Þá hefði ég fengið að koma á ... á .... hann þurrkaði tárin með óhreinu hand- ar bakinu .. . sjiikrahúsið og fengið almennileg jól eins og í fyrra. — Og svo kom táraflóðið að nýju. Ráðskonan var fyrst til að skilja, hvað um var að vera. Hún lagði höndina á öxl lxans. — Varst þú á barnadeildinni í fyrra, vin- ur minn? Hann leit á hana og kinkaði kolli. Bílstjórinn vissi ckkert, hv.xð an á sig stóð veðrið. — Hvað á þetta að þýða? — Ég býst við að ég skilji það, sagðj ráðskonan. — Hann vill gjarnan vera á sjúkrahúsinu um jólin, þess vegna hélt hann, að bezt væri að gera e'tthvað svipað þessu til þess að vera lagður inn .... liún liristi höfuðið og leit út ó götuna. Trevor gerði sér nú ljóst, að það var að minnsta kosti ein, sem skildi, hvað hann var að fara, og nú sleppti hann taki á mér en greip í þess stað í svuntu ráðs- konunnar. — Ég vildi bara meiða mig svolítið, svo að ég fengi að vera hjá ykkur um jólin, — sagði hann Bílstjórinn var skelfdari á svip inn en nokkru sinni fyrr. — En stráksi minn, — ég hefði getaö drenig þig. Trevor fór aftur að gráta. — Ég vildi bara komast á sjúkra- húsið, — bara það. — En mamma þín, Trevor. Hvað heldurðu að hún hefði sagt? — Heldurðu að henni hefði ekki leiðst ef þú hefðir ekki verið heima á jólunum? 26 Iiann tók furðuhreinan vasa- klút upp úr vasa sínum og þurrk aði sér í framan. — Við höfum engin jól heima, sagði hann dauf- lega. Mamma segir, að hún hafi nóg að gera,' þótt hún sé íkki með svoleiðis pjatt. Hún segh’, að ég geti séð jólasveininn í sjóti- varpinu — og svo segir liún, að það sé ekki alvöru jólasveinn, — heldur bara eitthvað, sem smá- börn trúa á. En ég hef séð liann sjálfur. Ég sá hann í.fyi’ra, þegar ég iá hérna. Og ég vildi líka fá að sjá hann núna .... svo að ég vildi fá að vera þarna inni... og benti í áttina til St Martins, og svo .... hann benti á mig — stoppaði hún mig. — Þú ættir heldur að þakka ungu stúlkunni fyrir að bjarga lífi bínu, sagði bílstjóririn stutt- aralega. Róðskonan lyfti hendinni. Hann er aðeins lítill drengur og hann er úr jafnvægi. Ég held að ég fari með hann á móttöku- deildina og biðji læknana að skoða hann. Hún tók í hendina á Trevor. — Komdu vinur. Svo bað hún bílstjórann að koma með og við Angela fengum skipun um að fara heirn á vistina. — ;En lagið á yður kappann fyrst, systir Standing. — Hann er skakkur. >- Við Angela gengum þöglar heim. Ég fór og þvöði mér og skipti um svuntu. Þegar ég kom aftur inn í dagstofuna var ráðs- konan þar með Angelu. Hún sagði að hún hefði skilið Trevor eftir hjá heri-a Spencer. — Vesalings drengurinn var orðinn dauðhræddur og hefur líklega fengið alvarlegt taugaá- fall. Ég held að bann hafi ekilið hvað hefði getað gerzt. Herra Spence talaði alvarleg við hann. En verður hann svo sendur heim? spurði ég kvíðafull. Ráðskonan horfðj hugsi á teikniblýantana, sem hún hélt á — Svona hegðun verðum við auð- vitað að reyna að stemma stigu fyrir, systir. Börn verða að læra að hugsa áður en þau framkvæma en stundum.... hún leit á mig ... verðum við að lxugsa og fram- kvæma um leið eins og þér gerð- uð í dag, systir Standing. Þér eigið lof skilið fyrir það, hvað þér voruð fljótar að gera yður grein fyrir ástandinu. En ég held, að litli drengurinn hafi þörf fyr- ir að ná sér á einhverjum róleg- um stað. Hann fær líkiega hita í nótt, börn fá oftast hita eftir taugaáfall svo að herra Spence fannfet skynsamlegast að lxaía hann hérna í nokkra daga. Hrukk ótt andlit hennar, sem venjulega var samanbitið og ákveðið i sv;p, fékk allt í einu eitthvað skelmis- legt yfir sig. — Það er nauðsyn- lega að fara varlega með börn, sem eru með hita, — eins og þið vitið, sagði hún svo. Við brostum báðar til heon- ar. — Ég er sannarlega fegin, að heyra þetta, systir, sagði ég. Það var mjög rólegt á móttöku- deildinni, þegar ég kom á vakt um kvöldið. Ég fékk skipun um að fara beint inn og Ijúka við teikningarnar. Það var fi’iðsælt í litla skot- inu, þar sem ég sat og teiknaði, — friðsælt og dálítið einmana- legt. Ég hafði aldrei fengið neina einmanaleikatilfinningu hér fyrr, svo að ég hugsaði, að þetta fyrir- hugaða samkvæmi hlyti að vera orsök þessa. Ég reyndi að ein- beita mér að teikningunum, en þótt mörgæsir séu skemmtileg dýr þá gátu þær ekki tekið upp liug minn allan. Eftir hálftima var ég orðin leið á þeim og ég átti þó ennþá eftir að teikna 11 mörgæsir. Ég tók mér dálitla hvíld og fór að teikna alls konar krúsindúll- ur á annan pappír. Ég teiknaði Josephine, sem kastaði út öllum blómunum sínum, ég tenmaði Bennings ofan í freyð'baðinu, sem ég steypti henni í. Án þess að gera mér það ljóst fór ég allt í einu að teíkna höfuð ..,. ég kinkaði kolli til þess eins og það vséri gamall vinur. Andliti, fékk há kinnbein — spékoppa við munninn og fjöldann allan af hrukkum fyrir neðan avgun. Illáturshrukkur eða þreytuhxakk ur? Hann hlaut að vera yfir s g þreyttur öðru hvoru. Ég hoi’fði á teikninguna svo bætti ég axtg- unum inn á og horfði enn á hand- verk mitt. Þetta var ekki ?i >gu gott. Ég minntist þess, livernig hann horfði á mig í gegnum gluggann kvöldið áður og breycti munnsvipnum svolítið. — Þetta var ekki sem verst sagði ég upp- hátt við sjálfa mig. Eins og marg- ir tala ég oft við sjálfa mig, þegar ég er ein. En ég var ekki ein. — Þetta er meira en „ekki sem verst“ þetta er alveg prýðilegt, sagði glaðvær rödd á bak við mig. Það lítur helzt út fyrir, að þú sért bú- in mörgum hæfileikum, Rósa. Ég hafði sannarlega ekki grun um að þú værir svona fær teikn- ari ,Rósa. Hann hneigði sig djúpt fyrir mér. — Andartak. Og áð- ur en ég fékk rönd við reist greip hann teikninguna. — Þetta er nauðalíkt húsbóndanum. Ég verð að sýna strákunum þetta. Sann- arlega stórkostlegt. Bill — láttu ekki svona. Þetta er alls ekki nógu gott. Rífðu hana. Ég var bara að leika mér. Hann hristi höfuðið og brosti stríðnislega. Ég fer nú ekki að eyðileggja svona meistai-astykki, Rósa. Það væri hreinn glæpur. Og ég vil að þú merkír hana. Hver veit — einn góðan veðurdag ííjttur hún verið dýrmæt. Þú hefur sannarlega hæfileika til að teikna. Hvers vegna í ósköpun- um datt þér í hug að fara að læra lijúkrun? — Já, ég velti því líka oft fyrir mér, svaraði ég þurrlega. Ég var að verða ískyggilega kvíðin. É.g vildi ekki að hann fengi hug- mynd um, hvað þessi mynd var mér mikils virði, — en ég vildi heldur al’s ekki að hann færi og svndi félögum sínum myndina. Ég reyndi aðra aðferð. — Hvað ert þú annars að gera hér? Ertu ekki á vakt núna eða hvað? Ætlaðir þú að tala við Ast- or? Hann burstaði eitthvað af jakkaerminni sinni. — Taktu bara eftir í hverju ég er. Hvíti sloppurinn hangir á sínum stað. Frændi gamli á fri bessa helgi og helgin hófst fvrir tuttugu mínútum. Ég kom hingað til þess að óska þér til hamingiu með hreystiverkið. Herra Spence sagði mér, að bú hefðir bjargað lífi Trevors litla. — Þakka þér fyrir. En ef að þetta var allt, sem þú ætlaðir að segja mér, er bezt, að þú komir þér héðan núna. Ég býst ekki við, að yfirhjúkninarkonunni geðjist, að því að þú sért hér inni. — Elskan mín, — yfirhjúkrun- arkonan er í félagsskap húsbónda míns, svo að það er ekkert að óttast. Auk þess eru dyrnar á bak við mig opnar, svo að ekkert hættulegt getur gerzt. Hann braut saman teikninguna af Jake og stakk henni í vasann. — Ég lilakka til að heyra hvað strákarnir segja um þetta. Það verður gaman að sýna þeim Jaka gamla. —Ég fékk nýja lxugmynd. — Ef þú vilt endilega fá þessa mynd getur þú fengið fleiri af s'ömu tegund. Ég hef teiknað lierra Spence, svo að ég get vel teiknað hann aftur. Ég teiknaði í hasti skopmynd af lierra Spence en hún var ekki nándar nærri eins góð og myndin af Jake enda hafði ég ekki horft eins mik ið á hann. Ég rétti Bill teikning- una. — Viltu fá myndir af ein- hverjum flcirum? — Segðu bara til. Hann leit stríðnislega á mig. — Þú ert eitthvað svo önug í dag, Rósa. Þú ert þó ekki reið? Kannski út af því, sem gerðist í gærkvöldi.? — Ég e” alls ekki reið, sagði ég rólega. É« reiðist aldrei út af smámunum. — Og hvað áttu við með því, spurði hann og brosti. Ég tók blvantinn aftur. — Að ég ætti að halda áfram að teikna mörgæsir. — Þú ert reið við mig. Þykir þér ekk; gott að láta kyssa þig? spurði hann rólega, Ilann kom dálítið nær. — Eða er þessi stríðstæ'-r.' t’lheyranói systur- hlutverkinu? — Tekurðu hlutina ekki of hátíðleva svaraði ég þóttafull. Til dæm't: botta sem gerðist í gær. Við hveriu bióst’i af mér'í eig’nlevn1) Að óg gæfi þér utan undir ctrWj fagriandi npp um háXrir„ í v,ór? Þú baðst migv að b—bai’ngskap í gærlcvöidi wú vprð ég að biðja þig þess sama. Hver teknr smá koss s'r--in-o „,5 ó bessum síð- ustu oe vercPi timum? — bætti ég v’ð b-„' -st niér þótti gaman að s(r;íc'' bonum. __Hve miklð viltu fá borgað fyrir að smíða stórt brúðuhús? ALÞÝÐUBLAÐIP — 18. ágúst 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.