Lögrétta - 05.12.1914, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON,
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178.
LOGRJETTA
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON,
Veltusundi 1.
Talsími 359.
Nr. 58.
Reykjavík, 5. desbr. 1914.
IX. árg.
fmistafla ráðherra í Kaupmannahöfn
Öllu sig*lt i strand.
Engin sljórnarskrá. — Enginn fáni.
Ráðherra segir af sjer,
Fregnir af ríkisráSsfundinum á
mánudaginn bárust hingaS ekki,
símslitanna vegna, fyr en á mióviku-
dagskvöld, og þá meS svohlj. bráSa-
birgbaskeyti frá isl. stjórnarskrif-
stofunni þar til stjórnarráSsins:
„Stjórnarskráin ekki staSfest, flagg-
ið ekki samþykt. Rábherra hefur sagt
af sjer, en gegnir fyrst um sinn ráó-
herrastörfum. Alt verSur símaö á
morgun." Fjekk svo stjórnarráöiö
hiö langa símskeyti, sem hjer fer á
eftir og skýrir frá öllu, sem geröist
á ríkisráðsfundinum um hin íslensku
mál. Þaö er í ísl. þýöingu svohljóð-
andi:
Á rikisráösfundi, sem haldinn var
á Amalíuborg mánudag 30. nóvember
1914., uröu svolátandi umræöur um
stjórnarskrármál og fánamál:
Ráöherra íslands skýröi frá
tillögu sinni um staöfestingu stjórn-
arskrárinnar. I tillöguna er tekin
orörjett þingsályktunin, og endar til-
lagan meö þessum oröum: „um leiö
og tjái jeg mig samþykkan því, sem
i þessari þingsályktun stendur, skal
jeg samkvæmt þessu og meö skír-
skotun til nefndrar þingsályktunar
leggja til, aö stjórnarskráin veröi
staöfest".
Konungur tók því næst til
máls: Eins og jeg tók fram á ríkis-
ráösfundi 20. október 1913, er þaö
ásetningur minn aö staðfesta frum-
varp til stjórnarskipunarlaga um
breytingu á stjórnarskrá um hin sjer-
staklegu málefni íslands 5. janúar
1874 og stjórnarskipunarlögum 3.
október 1903, eftir aö þaö hefur nú
veriö samþykt óbreytt af alþingi því,
er kom saman samkvæmt kosningum
11. apríl 1914, en vænti þess um leiö,
aö ráöherra íslands leggi fyrir mig
úrskurð þann, sem um var getiö á
nefndum rikisráösfundi, um aö ís-
lensk lög og mikilvægar stjórnarráö-
stafanir skuli bera upp i rikisráöinu,
eins og jeg líka vænti þess, aö for-
sætisráðherrann beri upp fyrir mjer
konunglega auglýsingu, er þar var
gert ráö fyrir, er birta skal í Dan-
mörku þaö sem jeg þá tók fram í
hinu opna brjefi til íslands. Út úr
þingsályktun þeirri, sem ráöherra Is-
lands vitnar til i allraþegnsamlegastri
tillögu sinni, vil jeg taka þetta fram:
Það sem gerðist á ríkisráðsfundi 20.
október 1913 má ekki skilja svo, aö
uppburöur sjermála íslands fyrir kon-
ungi í ríkisráði mínu sje með því
lagður undir löggjafarvald Dana eöa
dönsk stjórnarvöld, en eins og hinu
stjórnskipulega sambandi milli Dan-
merkur og Islands er nú háttaö, er
uppburður íslenskra laga og mikil-
vægra stjórnarathafna í rikisráði
mínu eina tryggingin fyrir því, að
þau sjeu íslensk sjermál, og ekki hafi
að innihalda ákvæöi, er snerta sam-
eiginleg rikismál. íslensk lög og mik-
ilvægar stjórnarráöstafanir verður
því framvegis aö bera upp í ríkisráði
mínu og á því getur engin breyting
orðið, nema lögfest veröi slík skipun,
sem veitir jafnmikla tryggingu sem
uppburður í ríkisráðinu fyrir þvi, aö
ræða megi eöa fjarlægja vafaspurn-
ingar, sem upp kynnu að rísa frá
annari hvorri hlið um takmörkin milli
sameiginlegra löggjafarmála og sjer-
mála islands.
Ráðherra mælti: í þingsálykt-
uninni er því haldið eindregið fram,
aö uppburður íslenskra sjermála fyr-
ir konungi sje íslenskt sjermál, og
enn fremur er þvi eindregið haldið
fram, að um þetta sjermál veröi ekki
gerö önnur ákvæði, en um önnur ís-
lensk sjermál. Fyrir því er auglýs-
ing sú, sem birta á í Danmörku og
ráðgerð er á ríkisráðsfundi 20. októ-
ber 1913, ósamrýmanleg viö skoðun
alþingis, með þvi auglýsingin mundi
leiða til þess, aö konungur hefði í
íslensku sjermáli bundið vilja sinn við
viss atvik, sem löggjafarvald Islands
og stjórn væru ekki einráö y'fir, og
þvi hefði konungur eigi frjálsar hend-
ur um breytingar á ákvæöum, sem
farið kynni aö verða fram á af ís-
lands hálfu. Jeg get ekki viöurkent,
aö sambandinu milli íslands og Dan-
merkur, hvort sem það er skoðað frá
sögulegu, lagalegu eöa eðlilegu sjón-
armiði, sje svo háttaö, að það sje
nauðsynlegt þess vegna, að bera ís-
lensk mál upp í ríkisráðinu, og jeg
get heldur ekki viðurkent, að sú
spurning, hvort íslensk sjermál skuli
borin fram i ríkisráði eöa utan þess,
verði leyst eftir ööru sjónarmiði en
Islands einu. En meö þetta fyrir aug-
um hefur ekki þótt neitt vera því til
fyrirstöðu, aö verða við óskum yöar
hátignar um uppburð málanna í
ríkisráðinu, og jeg mundi þess vegna
skoðað frá nefndu sjónarmiði, vera
reiðubúinn til þess aö bera fram fyrir
yöar hátign tillögu samkvæmt þessu.
En um leið og jeg verö aö halda fast
við þá íslensku skoöun, sem felst í
þingsályktuninni, að uppburður ís-
lenskra mála fyrir konungi sje ís-
lenskt sjermál, sem ráöiö sje til lykta
og breytt einungis eftir þeim reglum,
sem gilda um íslensk sjermál, þá get
jeg ekki, svo leitt sem mjer þó þykir
þaö, lagt stjórnarskrármálið fram
fyrir yðar hátign til staðfestingar
nema það komi um leið ljóslega og
greinilega fram, að ísland haldi þess-
um sínum gamla rjetti. Jeg hef vilj-
að taka þetta fram við yðar hátign
svo skýrt sem mjer er unt af því jeg
álít að hið innilega samkomulag milli
konungs og hinnar íslensku þjóöar
verði að hvíla á ótvíræðum grund-
velli.
Konungur sagði: Úr því ráð-
herra íslands ekki vill bera stjórnar-
skrárfrumvarpið upp til staðfestingar
með þeim skilyrðum, sem fyrir hendi
eru, og lýsir því yfir, aö þau sjeu
ósamrýmanleg við skoðun alþingis,
verð jeg að taka þetta fram: I opnu
brjefi dags. 20. oktbr. 1913 er fyrir-
skipaði nýjar kosningar til alþingis,
ljet jeg í ljósi með hvaða skilyrðum
jeg mundi geta staðfest hið nýja
stjórnarskrárfrumvarp. Um leið ljet
ráðherra íslands birta yfirlýsingu
mína i ríkisráöinu, þar sem jeg að
ráöi minna dönsku ráðgjafa lýsti því
yfir, að það væri tilætlun min að birta
í Danmörku það sem jeg sagði í mínu
opna brjefi til íslands að jeg mundi
ekki breyta ákvörðun minni um það
að sjermál íslands verði lögð fyrir
mig í ríkisráðinu, nema sett væri ný
skipun um hið stjórnskipulega sam-
band milli Danmerkur og íslands.
ÞegarAlþingi á ný samþykti stjórnar-
skrárfrumv. var því þessvegna full-
kunnugt um þessi skilyrði; ef það
ekki vildi fá stjórnarskránni fram-
gengt með þessum skilyrðum, hefði
það átt að leita samkomulags um
skilyrðin áður en það samþykti frum-
varpið á ný. Jeg get þess vegna ekki
talið mig sannfærðan um að afstaða
alþingis, eins og henni er lýst af ráð-
herranum, geti verið endanleg, og
jeg beini því til hans, að birta al-
þingismönnum það sem jeg hef sagt
hjer i dag og fá frekari vissu um
það, hvort því sje svo varið að al-
þingi óski ekki að fá stjórnarskrár-
frumvarpið staðfest með þeim skil-
yrðum, sem jeg hef sett og fram-
vegis verð að halda fast við.
Ráðherra sagði: Þegar athug-
uö eru starfskjör alþingis þann stutta
tíma sem það stendur yfir, var ekki
hægt aö búast við þvi að alþingi það,
sem nýkosið var 1914 og fyrst varð
að ræða og gera sjer ljósa aðstöðu
sína um spurningu þá, sem hjer er
um að ræða, gæti fengiö tíma til inn-
an þinglausnar að leita samkomulags
um þau skilyröi, sem yðar hátign
hefur nefnt, en jeg gat ekki látið yður
heyra ályktun alþingis orðrjetta, þeg-
ar jeg átti tal við yðar hátign sið-
asta sumuar. Jeg verð líka að ætla, að
alþingi hafi, með því að láta ráð-
herra Islands, sem ber ábyrgð gagn-
vart þinginu, birta yðar hátign skoð-
un sína, áöur en stjórnarskrármálið
yrði staðfest, á sem áhrifamestan
hátt, sem unt var, látiö sínar óskir
í ljósi. Jeg efast alls ekki um, að
skilningur þingsályktunarinnar, sem
jeg hef haldið fram, gefi rjetta mynd
af fullnaöarskoðun alþingis, og jeg
styð mig í þvi efni eigi beinlínis
við efni ályktunarinnar, heldur einnig
við skoðanir, sem jeg hef fengiö sím-
leiðis meðan jeg hef dvalið í Kaup-
mannahöfn frá málsmetandi alþingis-
mönnum, eftir að jeg hafði átt tal
við yðar hátign um þetta mál. Þó
aö jeg ekki mundi fresta að verða
við þeim tilmælum, er yðar hátign
hafið nú uppi látið, ef jeg heföi
minstu von um að geta með þvi stutt
að úrlausn málsins, þá held jeg, að
eftir ummælum yðar hátignar um
skilyrðin fyrir staðfestingu, og sam-
kvæmt þvi, sem jeg hef tekið fram,
að jeg geti ekki farið aðra leiö, en
taka tillögu mína aftur. Jeg verð þó
áður að leyfa mjer að gera yðar há-
tign kunnugt, að jeg tel mál þetta svo
þýðingarmikið, að geti stjórnarskrár-
málið ekki náð staðfestingu á grund-
velli þingsályktunarinnar, þá verð jeg
að tilkynna yðar hátign, að jeg mun
beiðast lausnar, en fullnaðar lausnar-
beiðni vildi jeg ekki koma fram meö
fyr en jeg heföi fengið tækifæri til
að bera upp fyrir yðar hátign þau
mál frá síðasta alþingi, sem enn hafa
ekki verið til lykta leidd.
Konungur sagði: Þar sem nú
er svo komið, sem ráðherrann hefur
frá skýrt, verð jeg að láta þá ósk í
ljósi, að bera mig saman við íslenska
stjórnmálamenn úr ýmsum flokkum,
hvort unt sje að leysa ágreining þann,
sem er um ríkisráðsspurninguna, til
að greiða fyrir stjórnarskrármálinu.
Ráðherra mælti: Um leið og
jeg held fast við ummæli mín, leyfi
jeg mjer að taka aftur tillögu mína
um staðfestingu stjórnarskrárinnar
og tillögur þær, sem standa í sam-
bandi við það mál, um að gefa út
allra hæstan úrskurð um uppburö ís-
lenskra mála svo og lög um breyt-
ing á lögum 3. oktbr. 1903 um skip-
un æðstu stjórnar íslands.
Því næst skýrði ráðherra frá til-
lögu sinni um að gefa út úrskurð um
gerð hins sjerstaka íslenska fána, er
hljóðaði þannig: Eftir að yðar há-
tign með allrahæstum úrskurði frá
22. nóv. f. á. hafði löggilt sjerstak-
an fána fyrir Island, hefur ráherra
íslands samkvæmt ákvæðum úrskurð-
arins leitast við að kynna sjer óskir
manna á íslandi um gerð fánans. I
því skyni hefur ráðherra íslands
skipað 5 merka menn í nefnd til þess
að íhuga þetta mál. Nefnd þessi hef-
ur borið frahi sem aðaltillögu: (Sjá
skýrslu fánanefndarinnar). Auk þess
hefur málið verið íhugað af alþingi
síðastliðið sumar og hefur meirihluti
þess aðallega hneigst að hinum bláa
og hvíta fána, sem borinn hefur ver-
ið upp á alþingi 1911 og 1913, en
til vara hefur alþingi óskað að gerð
flaggsins yrði ákveðin samkvæmt til-
lögu fánanefndarinnar, er fyr getur.
Þar sem nú ber samkvæmt áöurnefnd-
um úrskurði frá 22. nóv. 1913 að
ákveða gerð íslenska fánans, leyfi
jeg mjer að leggja til að hún verði á-
kveðin samkvæmt fyrnefndri uppá-
stungu fánanefndarinnar.
Konungur mælti: Það var
ætlun mín að staðfesta úrskurð um
gerð sjerfánans handa IslandÍ, sem
jeg löggilti með úrskurði 22. nóv.
1913 til afnota á íslandi og á íslensk-
um skipum i landhelgi Islands, með
því að jeg bjóst við að óskir manna
á íslandi um slíkt flagg mundu verða
samróma um gerð þess. Þetta hefur
þó ekki lánast, eins og sjest af á-
lyktun sameinaðs alþingis frá 12. á-
gúst 1914, þar sem alþingi ályktar
að lýsa yfir sem sinni skoðun að
flestum Islendingum mundi verða það
lang-kærast, að konungurinn stað-
festi þá fánagerð, sem borin var upp
á alþingi 1911 og 1813, og því að
eins að þetta gæti ekki orðið, hneig-
ist alþingi að þrílita fánanum. Þar
sem nú ráðherrann hefur lýst því yf-
ir, að hann ætli að beiðast lausnar, og
þar sem jeg nú ætla að bera mig
saman við ísl. stjórnmálamenn um
þann ágreining, sem er um rikisráös-
atriðið, til þess að greiða fyrir stjórn-
arskrármálinu,. þá verð jeg að telja
það rjettast, að úrlausn fánamálsins
bíði einnig þangað til jeg með við-
ræðum við nefnda stjórnmálamenn
get fengið vissu fyrir því, að úrskurð-
ur konungs um gerð flaggsins muni
vekja almenna ánægju á Islandi.
Ráðherrann mælti: Af um-
mælum yðar hátignar, er jeg hef átt
tal við yður um þetta mál, hefur mjer
skilist, að yðar hátign mundi ekki
sjá yður fært að verða við aðalósk-
um alþingis; jeg hef þess vegna, sam-
kvæmt alþingisályktuninni, lagt til,
að þríliti fáninn yrði löggiltur. Þegar
ræða er um útlit flaggsins, koma ein-
staklings- og fagurfræðislegar skoð-
anir svo mikið til greina, að erfitt
verður að ná samkomulagi hjá þjóð-
inni. Min skoðun er líka sú, að al-
þingi legði aðaláhersluna á að fá
flagg, en ljeti sig minnu skifta um
gerðina, og jeg held þess vegna, að
það muni verða vonbrigði fyrir þjóð
og þing, ef fánamálinu er frestað.
Þar sem nú fullnægt er skilyrðum
þeim, sem sett voru í konungsúr-
skuröi frá 22. nóv. 1913, verð jeg að
halda fast við ósk mína um, að til-
laga sú, sem jeg hef borið fram,
verði staðfest.
Konungur mælti: Jeg óska að
mál þetta í heild sinni verði tekið
til umræöu við þá íslensku stjórn-
málamenn, sem jeg ætla að kveðja
hingað.
Ráðherrann mælti: Eftir þessi
ummæli yðar hátignar styrkist enn
betur ósk min um að leggja niðúr
ráðherraembættið. Og jeg skal því,
eftir að mál þau, sem enn eru óút-
kljáð, eru búin, leyfa mjer að koma
fram með lausnarbeiðni mína.
F o r s æ t i s r á ð h e r rann sagði:
Jeg bið um allrahæst leyfi yöar há-
tignar til að birta i Danmörku skýrslu
um það, sem nú hefur gerst í ríkis-
ráðinu, þannig að jeg undirskrifi þá
skýrslu.
Ráðherrann mælti: Ef svo ber
að skilja undirskrift forsætisráðherr-
ans undir þessa skýrslu, að hann taki
á sig nokkra ábyrgð á islenskum sjer-
málum, verð jeg að mótmæla því. Jeg
bið um leyfi yðar hátignar til að birta
á íslandi það, sem nú hefur gerst í
ríkisráðinu.
Forsætisráðherrann sagði:
Undirskriftina ber ekki að skilja svo,
að jeg taki á mig neina ábyrgð á ís-
lenskum sjermálum, en hans hátign
konungurinn er ábyrgðarlaus, og þar
eð jeg hef ekki tekið til máls í ríkis-
ráðsumræðunum um íslensku málin,
en þær umræður hafa líka snert sam-
bandið milli íslands og Danmerkur,
óska jeg með undirskrift minni að
taka á mig hina stjórnskipulegu á-
byrgð á oröum hans hátignar kon-
ungsins gagnvart Danmörku.
Ráðherrann mælti: Jeg óska
að halda fast við mín fyrri ummæli.
Konungur gaf þá hin umbeðnu
leyfi.
Lagastaðfestingar. Á rikisráðsfund-
inum siðastl. mánudag voru öll lög
alþingis staðfest, sem ekki höfðu áð-
ur hlotið staðfestingu, að undantek-
inni stjórnarskránni og þeim, sem
tekin voru aftur í sambandi við hana.
uerOur að Ið itampil.
Þess kynlega misskilnings hefur
orðið vart hjer í bænum, að konung-
ur hafi synjað stjórnarskránni stað-
festingar.
Ekkert getur verið fjær sanni.
Konungur hefur b o ð i s t t i 1
þ e s s að staðfesta stjórnarskrána.
Og hann er þess enn albúinn, hve-
nær sem er.
Og hann hefur jafnframt meö af-
dráttarlausum ummælum fullnægt
þeim fyrirvara, sem alþingi ljet fylgja
stjórnarskránni.
Hjer er ekki að tefla um neina
deilu milli konungs og alþingis.
Hvað er þvi þá til fyrirstöðu, að
vjer fáum stjórnarskrána?
Ekkert annað en það, að þrátt fyrir
samræmi milli skoðunar konungs og
skoðunar þingsins hefur ráðherra enn
ekki fengist til þess að bera hana upp
fyrir konungi til staðfestingar.
Þegar hann tekur aftur tillögu sína
um staðfesting stjórnarskrárinnar,
ber hann ekki einu sinni neitt veru-
lega fyrir sig fyrirvara alþingis, held-
ur símskeyti, sem hann hafi fengið frá
Islandi til Kaupmannahafnar. Orð
leikur á því, að ráðherra hafi sjálfum
ekki verið óljúft að fá stjórnar-
skrána staðfesta, en að honum hafi
verið bannað það hjeðan frá Reykja-
vík. Hvað sem nú um það er, þá er
það bersýnilegt af ummælum ráð-
herra sjálfs, að einhverjir menn, sem
hann hefur ráðfært sig við hjer, hafa
tekið á sig þá ábyrgð aö aftra því,
að ályktun alþingis nái staðfestingu
konungs.
Við þetta getur ekki þjóö vor un-
að, og við þetta má hún ekki una.
Hún getur ekki, án þess að hafa af
því bæði tjón og óvirðing, látið geð-
þekni einstakra manna taka svo
hlífðarlaust fram fyrir hendurnar á
loggjafarvaldinu.
Stjórnarskrána verðum vjer að fá,
og það helst svo snemma, að unt
verði að heyja næsta þing samkvæmt
henni endurskoðaðri. Það er gersam-
lega óhæfilegt að láta það mál, eftir
fjögurra þinga starf og strit, verða
ónýtt — þegar konungur og alþingi
hafa orðið sammála.
Og þessu má kippa í lag, hvenær
sem ráðherra Islands er fáanlegur til
þess.
Sjái ekki núverandi ráðherra sjer
fært að taka málið upp af nýju við
konung, þá verður nýr ráðherra að
gera það. Og þetta verður að gera
svo fljótt, að stjórnarskrármálið ó-
nýtist ekki, og ekki þurfi enn af nýju
að stagla i málinú á tveim þingum.
Alveg eins er með fánamálið, að
þvi leyti, að þar höfum vjer loforð
um staðfestingu.
Eftir því sem oss skilst, hefur það
veriö fyrir ólag, sem komið hefur á
stjórnarskrármálið, og fyrir embætt-
isafsögn ráðherra, að frestur hefur nú
orðið á því máli.
Það skal viðurkent, að ekki verð-
ur annað sjeð, en að ráðherra hafi
komið vel fram í þvi máli. Hann
sýndi konungi fram á það, aö um
gerð fánans væri örðugt að gera alla
jafn-ánægða, en aðalatriðiö hefði það
verið á þinginu, að fá einhvern fána,
en minni áhersla hefði verið lögð á
gerðina. Þetta er nákvæmlega rjett,
og enginn vafi er á því, að allur þorri
þjóðarinnar tekur meö fögnuði þeim
fána, sem þingiö samþykti og fáan-
legur er.
Og það er eins með fánamálið og
stjórnarskrármálið, aö því verður að
ráða til lykta sem allra fyrst, annað-
hvort af núverandi eða nýjum ráð-
herra.
Annars verður sú óánægja í land-
inu, sem ekki er fýsilegt, enda alveg
tilgangslaust, að vera að stofna til.