Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.10.1915, Blaðsíða 2

Lögrétta - 27.10.1915, Blaðsíða 2
i78 LÖGRJETTA Fullprentaðar eru, og þegar til sölu hjá öllum bóksölum, bæði í Reykja- vík og úti um land: Ágúst H. Bjarnason próf.: Drauma-Jói ................... Verð kr. 2.00 Jón ólafsson: Litla móðurmálsbókin ..................... —..— 1.00 Sigfús Sigfússon: Dulsýnir................................ — — 0.75 Jón Jónsson dócent: íslendingasaga, innb................... — — 3.50 Jón Kristjánsson prófessor: íslenskur sjórjettur .......... — — 3.50 Jón Ófeigsson: Ágrip af danskri málfræði .................. — — 1.25 Sigurður Þórólfsson: Á öðrum hnöttum. Getgátur og vissa — — 1.50 Búkauerslyn Sigfiisar Eymuntjssonar. LÖGRJETTA ketnur út á hverjum mi8- vikudegi og auk þess aukablöð við og vtð, minst 60 blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á Islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. ÞJÓÐVINAFJELAGIÐ gefur út 16. hefti Dýravinarins næsta vor. Væri mjer því kært, ef menn vildu senda mjer fyrir aprílmánuð sögur af uppáhaldsskepnum sínum, sem sýnt hafa meiri trygð eða greind en alment gerist. TRYGGVI GUNNARSSON. hvor, en hinum þriöja haldið eftir, af því að sekt hans var ekki borguð, og var þaS 2. stýrimaSur. BlöS hjer hafa sagt að sekt hans hafi veriS 35 pd. sterl., en Lögr. er sagt af manni, sem grenslast hefur nánar eftir þessu, aS sektin hafi verið 350 pd. sterling, og verður þá skiljanlegra, aö hún skyldi ekki þegar vera greidd. Hjer heima þykja sektir fyrir samskonar brot og þetta of lágar til þess að þær komi að verulegu gagni. Dáinn er nýlega á Akureyri Pjetur Sæmundsen,sem áSur var verslunar- stjóri á Blönduósi. Hann var tæplega hálfáttræöur að aldri, mesti sóma- og dugnaðarmaður, sem mikið kvað að á Blönduósi, en þar starfaði hann mestan hluta æfinnar. P. S. var giftur Magdalenu Möller, og lifir hún mann sinn ásamt þremur börnum þeirra hjóna, þeim Carl stórkaupmanni í Khöfn, Edvald versl- unarstjóra Höepfnersversl. á Blöndu- ósi og Sigríði, sem gift er Hallgrími Davíðssyni verslunarstjóra á Akur- eyri. Barnslát. Hjónin Björg Magnús- dóttir og Kristján V. Guðmundsson verkstjóri urðu fyrir þeirri sorg 21. þ. m. að missa son sinn Sigurjón, 51/ árs að aldri. Leikhúsið. Þar hefur nú Fjalla- Eyvindur verið leikinn 6 sinnum í haust, og alt af hefur verið fult hús. 37 sinnum hefur hann þá verið sýnd- ur alls hjer í Rvík, og 12 sinnum í Winnipeg, hjá Vestur-íslendingum. Frú Guðrún Indriðadóttir, sem leikið hefur á báðum stöðunum, hefur nú leikið Höllu 49 sinnum. Kinnarhvols- systur áttu að leikast næst eftir Eyvind nú, en af því verður ekki vegna þess að frú Stefanía Guð- mundsdóttir, sem þar hefur aðalhlut- verkið, er veik í augum. Þvi er það nú „Skipið sekkur“, eftir Indriða Einarsson, sem næst kemur, og er nú verið að æfa þann leik. Hann hefur ekki verið sýndur síðan 1902, en var þá mjög vel sóttur. Strand. Aðfaranótt 23. þ. m. strand- aði seglskipið „Haraldur“, eign Tangsverslunar í Stykkishólmi, á leið frá Hvammsfirði til Stykkish. Lenti það fyrst upp á sker, en losnaði það- an aftur og rak þá upp í eyna Barka- naut fyrir Arnarbælislandi. Þar lá það þangað til „Geir“ bjargaði því, og var hann kominn með það inn í Stykkishólm í gærmorgun. Skipið var að flytja sláturvörur til Stykkis- hólms frá kaupfjelagi Hvamms- fjarðar og voru þær sagðar um 80 þús. kr. virði. Nokkuð hafði skipið verið orðið lekt, en annars ekki nán- ar frjett um skemdir á því nje vör- unum. „Goðafoss“ á Borðeyri. Hann var þar 23. þ. m. og var þá skipstjóran- um, Júlíusi Júliníussyni, gefinn af Borðeyringum og Hvammstanga- mönnum vandaður silfurbikar í þakk- lætisskyni fyrri dugnað hans við að brjótast þar gegn um ísinn síðastl. vor og færa þeim vörur, er þar búa í kring, sem þeim lá þá svo mjög á. Bikarinn er gerður af Jónatan Jóns- syni gullsmið hjer í bænum, en á hann grafið af Halldóri Sigurðssyni úr- smið, og er bikarinn fallegur gripur. Frá útlöndum er nýkominn Eggert Briem frá Viðey, með botnvörpuskip- inu Ingólfi Arnarsyni. Látinn er 24. þ. m. á Landakots- spítala Jakob Aþanasiusson í hárri elli. Hann var áður bóndi vestur í Barðastrandarsýslu, en fluttist hingað ti! bæjarins fyrir nokkrum árum. Ja- kob sál. var greindur vel og fróður um marga hluti. Hafði ratað í fleira en alment gerist um menn þó gamiir verði. Hann varð 88 ára. (Úr dagbók Johns Watsons.) Eftir Conan Doyle. III. Frásögn Jóns Rauce. Klukkan var orðin 1 þegar við fór- um frá Lauristonsgarðinum. Holmes fór fyrst til næstu símstöðvar, og sendi þaðan langt símskeyti. Því næst fjekk hann sjer vagn og bauð vagnstjóranum að keyra til Audley Court 46, þar sem Rauce bjó. „Það er ætíð best að hafa enga milliliði,“ sagði hann við mig, þegar við vorum sestir upp í vagninn. „Auð- vitað hef jeg nú þegar myndað mjer ákveðna skoðun á málinu, en það spillir þó engu að fá frekari upp- lýsingar.“ „Þjer eruð mjer hreinasti leyndar- dómur, hr. Holmes,“ sagði jeg. „Þjer eruð þá ekki eins vissir um alt þetta, sem þjer sögðuð, eins og þjer virtust vera ?“ „Jú, jeg er í engum vafa um að það er alt rjett,“ svaraði hann. „Það fyrsta, sem jeg veitti athygli, þegar jeg kom hingað, var það, að það voru greinileg för eftir vagnhjól á götunni heim að húsinu, og þar sem ekki hefur rignt i heila viku fyr en i nótt, getur ekki verið öðru til að dreifa. Þá eru það förin eftir hestinn. Jeg tók eftir því, að eitt sporið var miklu skýrara en hin þrjú, það gat ekki komið af öðru en því, að ný skeifa væri undir fætinum. Gregson hefur sjálfur sagt okkur að í morg- un hafi enginn vagn komið þangað og hjer getur þvi ekki verið um annan vagn að ræða en þann, sem flutti mennina tvo þangað í nótt.“ „Jú, þetta sýnist nú nokkurn veg- inn augljóst," sagði jeg. „En hvað segið þjer um hæðina á manninum?" „Að jafnaði getur maður nokkurn veginn vitað hæð mannsins, þeg- ar maður þekkir, hve skreflang- ur hann er. Það þarf jeg víst ekki að skýra fyrir yður nánar. Jeg sá spor mannsins bæði úti á ganginum óg inni í herberginu í rykinu á gólf- inu. En svo er annað. Þegar maður skrifar á vegg þá skrifar hann ó- sjálfrátt á móts við augu sín. En skriftin á vegnum var tæp 6 fet frá gólfi. Það er ekki nema leikfang að draga slíkar ályktanir sem þetta.“ „En aldur hans?“ spurði jeg. „Þegar maður skrefar fyrirhafnar- laust yfir þriggja álna breiðan poll, þá getur hann hvorki verið mjög gamall eða mjög ungur. En jeg sá, að þessi maður hafði stigið yfir þetta breiðan poll úti á veginum. Er það fieira, sem þjer skiljið ekki?“ „Neglurnar og vindilinn?“ „Já, maðurinn hafði skrifað með vísifingrinum á vegginn. Með stækk- unarglerinu sá jeg að kalkið hafði rispast dálítið við það, en það hefði það ekki gert ef maðurinn hefði ekki haft langar neglur. Og vindilinn var vandalaust að þekkja. Jeg fann ,ösku hingað og þangað á gólfinu og safn- aði henni saman. Jeg þekti undir eins að það var Tricinopoly. Jeg hef lagt sjerstaka stund á að rannsaka tóbaks- ösku og jeg get hælt mjer af því, að jeg get á augabragði þekt öskuna af hvaða tóbaki sem er, hvort heldur af píputóbaki eða vindils.“ „Og rauða andlitið?" spurði jeg. „Það er nú auðvitað ekki nema til- gáta, þó jeg sje raunar nokkurn veg- inn sannfærður um að hún reynist rjett. En að svo stöddu megið þjer ekki spyrja mig meira um það.“ Jeg strauk hendinni um ennið og mjer fanst eins og alt hringsnerist i höfðinu á mjer. „Þess meira sem jeg hugsa um þetta, þess undarlegra finst mjer það,“ sagði jeg við Holmes. „Hvað hefur orðið af vagnstjóran- um, sem flutti mennina þangað? Hvernig gat annar maðurinn neytt hinn til að taka inn eitur? Hvaðan kom blóðið á gólfinu? Hvers vegna var maðurinn myrtur,þegar það voru þó ekki peningar hans, sem morð- inginn vildi ná? Og loks, hvað gekk morðingjanum til að fara að skrifa þýska orðið „Rache“ áður en hann fór? Jeg verð að játa, að jeg sje engan veg til að koma þessu öllu saman.“ „Það er einnig margt, sem ekki verður fyllilega skýrt enn þá,“ sagði Holmes. „Um skriftina á vegnum er það að segja, að hún er án efa gerð tll þess að villa lögreglunni sjónir. Það er áreiðanlega ekki Þjóðverji, sem hefur gert það. Þjer hafið ef til vill tekið eftir því, að A-ið var skrif- að líkt og Þjóðverjar gera; en hefði það verið Þjóðverji, þá hefði hann í þessu tilfelli skrifað það með venju- legu latínuletri, svo að það er óhætt að slá því föstu, að það er enginn Þjóðverji, heldur einhver, sem hefur lagt of mikið upp úr eftirlikingunni. En nú ætla jeg ekki að segja yður meira, læknir minn, þvi þjer vitið, að þegar loddari hefur skýrt frá hvern- ig hann fari að gera listir sínar, þá dáist enginn að honum lengur. Eins er um mig. Ef jeg segi yður of mikið, þá komist þjer að þeirri niður- stöðu, að jeg sje i rauninni ekki meira en meðalmaður.“ „Nei, það geri jeg aldrei,“ svaraði jcg. „Jeg fyrir mitt leyti er sannfærð- ur um, að skarpskygnin hefur aldfei komist á hærra stig en hjá yður og mun aldrei komast á hærra stig.“ Holmes roðnaði af ánægju yfir orð- um mínum og þeirri alvöru og undr- un, sem jeg sagði þau með. Jeg hafði áður tekið eftir því, að honum þótti vænt um að heyra sjer hælt í þessari grein. Það er líklegt að þessi hóls- yrði min hafi orðið til þess, að Hol- mes tók aftur til máls: „Nú skal jeg segja yður eitt,“ sagði hann. „Mennirnir komu báðir í sama vagni og gengu inn í húsið í mesta bróðerni, hafa líklega leiðst. Og eftir að þeir komu inn, gengu þeir fram og aftur um herbergið — eða þó rjett- ara sagt morðinginn gerði það, en hinn myrti stóð að mestu leyti kyr. Þetta sá jeg alt í rykinu og sá enn íremur, að morðinginn æstist meir og meir eftir því sem hann var leng- ur; það sá jeg af því, að skref hans urðu lengri og lengri. Líklega hefur hann stöðugt verið að tala og verið orðinn hálftryltur seinast. Nú hef jeg sagt yður alt, sem jeg veit; það, sem eftir er, er ekki annað en tilgátur. En það er samt góður grundvöllur, sem við höfum að byggja á. En við verðum að flýta okkur, því jeg ætla mjer í leikhúsið í kvöld.“ Við vorum komnir inn i þrönga og oþrifalega götu. Vagnstjórinn nam síaðar og sagði: „Audley Court 46.“ Við stigum jafnskjótt niður úr vagn- inum, báðum vagnstjórann að bíða okkar og hjeldum til hússins. Við hringdum og spurðum eftir Rauce. Okkur var sagt, að hann væri ekki kominn á fætur og var vísað inn í dagstofu hans á meðan hann væri að klæða sig. Það leið ekki á löngu áður en Rauce kæmi, en hann var hálf úr- illur af að vera vakinn. „Jeg hef sent skýrslu til lögreglustöðvarinnar,“ sagði 'nann. Holmes tók hálft sterlingspund upp ur vasa sínum og velti því milli fingr- anna. „Við vildum helst heyra yður sjálfan segja frá því,“ sagði hann. „Mjer er ánægja að því að gefa yð- ur allar þær upplýsingar, sem jeg get,“ sagði Rauce, og gaut hornauga til peningsins. „Segið þjer okkur þá alla söguna frá upphafi," sagði Holmes. „Jeg skal segja yður alt, sem jeg veit,“ sagði Rauce og settist niður. „Varðtimi minn er frá 10 á kvöldin til 6 á morgnana. Um kl. 11 voru áflog í „Hvíta hjartanu“ en eftir það var rólegt á allri minni varðstöð. Um kl. 1 fór að rigna og jeg mætti Harry Murcher — sem hefur Holland Grove hlutann — og stóðum við dálitla stund við horr.ið á Henriettu stræti og vorum að spjalla saman. Skömmu seinna — klukkan hefur kannske ver- ið undir 2 — datt mjer í hug að ganga niður að Brixton og sjá, hvern- ig þar gengi til. Það var leiðinlegt veður. Vegurinn var orðinn blautur, og það var ekki nokkur maður úti, jeg mætti að eins fáeinum tómum vögnum á leíðinni. Svo þegar jeg geng þarna niður götuna, sje jeg alt i einu ljós í glugga á þessu marg- umrædda húsi i Lauristonsgarðinum. En jeg vissi, að þessi tvö hús í Lau- ristonsgarðinum stóðu auð, datt því í hug, að hjer væri ekki alt með feldu og fór því þangað. Þegar jeg kom að dyrunum ........“ „Námuð þjer staðar og genguð aftur út að garðsdyrunum," greip Holmes fram í. „Hvers vegna gerðuð þjer það ?“ Rauce kiptist við og rauk upp af stólnum. Hann leit á Holmes eins og steini lostinn og horfði á hann dá- litla stund, en settist svo aftur nið- ur, og sagði: „Já, það er alveg rjett, hr. Holmes, en hitt er mjer óskiljan- legt, hvernig þjer hafið komist að því, þvi jeg hef engum manni sagt það fyr en nú Já, þegar jeg kom að dyrunum, þá fanst mjer vera svo hræðilega einmanalegt og geigvæn- legt, að mjer fanst hljóta að vera ákaflega skemtilegt að hafa mann með sjer. Það er ekki af því, að jeg sje huglaus — einungis ef það eru lifandi menn, sem jeg á við. En mjer datt í hug að það væri ef til vill síðasti íbúi húásins, sem dó úr tær- ingu fyrir 2—3 mánuðum, sem gengi nú þarna ljósum logum, og kveykti ijós. Það var þess vegnal, að jeg gekk aftur út að garðsdyrunum til að vita hvort jeg sæi ekki einhvern, cn þar var ekki nokkur maður.“ „Svo að þaö var enginn á veginum þá,“ spurði Holmes. „Nei, ekki svo mikið sem hundur. Jeg herti því upp hugann, gekk upp að húsinu og opnaði dyrnar. Það var hljótt inni og jeg gekk rakleitt inn i herbergið þar sem ljósið var. Á gólf- inu sá jeg „Já, jeg veit vel hvað þjer sáuð,“ sagði Holmes. „Þjer genguð fyrst hringinn í kring í herberginu, krup- uð því næst niður við líkið, svo geng- tið þjer út.“ Jón Rauce hljóp upp sem steini lostinn og hálftortrygnislegur á svip- inn. „Hvar höfðuð þjer falið yður, þar sem þjer gátuð sjeð þetta alt,“ sagði hann. „Mjer finst satt að segja uð þjer vitið meira en þjer ættuð að gera.“ Holmes fór að hlæja. „Blessaðir látið þjer ekki fara að taka mig fast- an fyrir morðið,“ sagði hann. „Jeg cr einn af hundunum en ekki úlfur- inn, það geta þeir Gregson og Lest- rade fært yður heim sanninn um. Haldið þjer bara áfram.“ Rauce settist aftur og hjelt áfram frásögn sinni: „Svo fór jeg,“ sagði hann,“ út að garðsdyrunum og bljes í hljóðpípu mina. Að lítilli stundu liðinni kom Murcher og tveir aðrir næturverðir." „Var þá enginn annar á veginum?" spurði Holmes. „Enginn annar — eða sama sem ekki.“ „Hvað meinið þjer með „sama sem“ ?“ Rauce glotti. „Oft hef jeg sjeð full- an mann,“ sagði hann, „en aldrei held jeg að jeg hafi sjeð neinn jafnauga- fullan eins og náunga, sem stóð fyr- ir utan garðsdyrnar, þegar jeg kom þangað í seinna skiftið. Hann hallaði sjer upp að múrnum og söng eða 1 jettara sagt grenjaði af öllum kröft- um. Hann gat ekki einu sinni staðið hvað þá heldur gengið hjálparlaust." „Hvernig maður var þetta?“ spurði Holmes. „Rauce varö hálfönugur við þessa spurningu: „Hann var, eins og jeg var búinn að segja, blindfullur drasl- ari og hefði verið farið með hann á stöðina undir eins, ef við hefðum ekki cerið uppteknir af öðru.“ „Já, en andlit hans, búningur hans, tókuð þjer ekki eftir því ?“ sagði Hol- mes óþolinmóðlega. „Jú auðvitað tók jeg eftir því, enda var varla hægt fyrir mig annað, því að við Murcher urðum að leiða hann milli okkar. Hann var hár, rjóður í andliti, með hálsklút hnýtt ....“ „Það er nóg,“ sagði Holmes, „en hvað varð svo af manninum?" „Jú, við höfðum nóg að gera þarna inni og höfðum ekki tima til að standa og glápa á hann lengi. Jeg held að hann hafi slangrað heim á leið að lokum.“ „Hvernig var hann klæddur?“ „í brúnni kápu.“ „Var hann með svipu í hendinni." „Svipu, nei,“ „Þá hefur hann skilið hana eftir,“ sagði Holmes eins og við sjálfan sig. „Þjer hvorki sáuð nje heyrðuð til vagns eftir það?“ „Nei.“ „Hjer hafið þjer hálft pund,“ sagði Holmes um leið og hann stóð upp og tók hattinn sinn. „Annars er jeg hræddur um, Rauce,“ bætti hann við, „að þjer hækkið aldrei mikið í tigninni. Höfuð yðar ætti ekki ein- göngu að vera til prýði heldur einn- ig til gagns. Þjer megið naga yður í handarbökin, því að maðurinn, sem þjer hafið lýst fyrir mjer, er eng- inn annar en morðinginn Drebbers, maðurinn, sem við allir erum að leita að. Komið þjer svo, læknir góður.“ Við flýttum oklcur báðir út í vagn- ir:n og ljetum Rauce sitja eftir hálf- tortrygginn en þó sjáanlega graman iið sjálfan sig. „Bölvaður asni er þetta,“ sagði Holmes, þegar við vorum komn,ir inn í vagninn. „Að hugsa sjer, að maðurinn skuli ekki grípa annað eins tækifæri og þetta til að bæta sinn eiginn hag.“ „Mjer er nú þetta ekki vel ljóst enn þá,“ sagði jeg. „Lýsingin á drukkna manninum kemur raunar heim viö lýsingu þá, er þjer gáfuð á moröingj- anum. En af hverjum ósköpum átti hann að fara aftur til hússins eftir að hann var kominn burt? Þannig eru þó ekki glæpamenn vanir að fara að.“ „Hringurinn, maður, hringurinn! Það var til þess að ná i hann, sem hann kom aftur. Og ef við getum ekki veitt hann á annan hátt;, þá höfum við þó alt af hringinn og get- um brúkað hann eins og agn. Jeg skal sýna yður það, læknir, að jeg skal ná honum, og það eruð þjer, sem jeg má þakka fyrir það. Því ef þjer hefðuð ekki verið og ýtt undir mig, þá er óyíst að jeg hefði nokkurn tíma farið. Jæja, heim nú, og svo í leik- húsið í kvöld og hlusta á Nonnan- Neruda. Hún er alveg óviðjafnan- leg. Hvernig er nú aftur lagið eftir Chopin, sem hún spilar svo dásam- lcga. Já, tra, la, la, la, la.“ Og nú hallaði njósnarinn sjer aftur á bak í vagninum og fór að syngja eins og næturgali, en jeg sat og hugs- aði um hversu margbrotin mannssál- ir er. Klœðaverksmiðjan „Álafoss kembir, spinnur, tvinnar, þæfir, ló- sker, pressar, Iitar, gagneimir (af- dampar) og býr til falleg tau. Vinnulaun lægri en hjá öðrum klæða- verksmiðjum hjer á landi. „Alafoss“-afgreiðslan: Laugaveg 34. Rvík sími 404. Bogi H.}. Ddrðarson. ilHlí O.Farimagsgade 42 Köbenhavn ö. ieoo smukke Monumenter paa Lager. Firmaet söger gode Agenter for Island. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.