Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 05.01.1916, Síða 1

Lögrétta - 05.01.1916, Síða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðstu» og rnnheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsími 359. 088 Nr. 1. Reykjavík, 5. janúar 1916, XI. &rg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókauerstun Sipfósar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaö ur. LÆKJARGATA a. Venjulega heima kl. 4—7 sítSd. Gleðilegt nýdr! Ráðgátur ófriðarins. Á samkomum sálræöinga i Lundún- um í sumar hjelt nafntogaöur sál- fræSingur 6 erindi meö þessari yfir- skrift. Vil jeg hjer (til smekks) þýða fáeina smákafla, er fja.Ha um trú manna og skoðanir eftir ófriðinn. Höfundurinn segir: Vjer höfum áður þótst sjá og sýna takmark tilveru vorrar, en jafnframt hitt, hversu að- ferð og meöölum manna og þjóða hafi verið ábótavant, svo og hvernig veraldarsálin hafi reynt að fram- fylgja fyrirætlunum sínum þrátt fyrir blinda starfsemi vors kyns — hvern- ig hún hafi neyðst til að halda á- kveðnum stefnum — neyðst til að ná vissum endimörkúm þó að þjóðirnar hafi vísvitandi barist fyrir eigin hags- muna sakir. Fyr en bæði markmið og meðul eða aðferðir verða nákvæm- lega samtaka með viti manna og vilja, verðum vjer háðir hinni hörðu breyti- Jiróun náttúrunnar; en óðara en vjer sjáum tilganginn og hina rjettu að- ferð, náum vjer markmiðinu á mildari hátt, enda verður hinn hræöilegi vopnadómur um leið úr lögum num- inn, en vjer orðnir vísvitandi sam- verkamenn heimsstjórnarinnar og höfum náð aldurshæð fullþroskaöra manna. Það starf, sem nú er alt undir kom- ið, er samvinna, bandalag í gervöllu lífsskipulaginu — það starf aö grund- valla nýja siðmenning, víðtæka eins og veröldin er stór. Meðan heiðnir siðir drotna, eitrar siðleysi alla sið- menning, svo oss er fyrirmunað að ná til hinna hærri stöðva menningar og manndóms. Allir íbúar vorrar jarð- ar liljóta að ná höndum saman, því hver þjóð er annari háð, hvort heldur er; svo langt er komið. Fullar og frjálsar samgöngur um heim allan verður að stofna, og allar siðminni þjóðir veröa að njóta eftirlits þangað til þær verða sjálfbjarga í fjelagsskap við mentaðri Jijóðir. Öll Jiekking, all- ar uppgötvanir eiga að verða alls- herjar sameign og allar þjóðir skulu eiga tilkall til að njóta hugvitsmanna og skörunga, hverar Jijóðar sem eru. Nú sjáum vjer hvar Þjóðverjar hafa vilst af veginum. Þeir stefndu rjett í því, að vilja að allar aðrar þjóöir ættu að njóta góðs af mentun þeirra, enda voru stórum aflagsfærir. Þeir fóru fyrir með flest vísindalegt skipu- lag og áttu fyrir nokkru öndvegissæti í heimspeki, lærdómsfróðleik og skáldskap, og svo síðar í stóriðnaðar- menning, er stórum jók auðævasafn veraldarinnar. Og alt var þetta fram- leiðsla þeirra sjerstaka þjóðernis; áttu svo allar menningarþjóðir af Þýskalandi að læra. En svo kom hið Prússneska „Kúltúr“-stríð og her- valdsskipulag, svo og hið lögbundna háskóla- og fræðslu-fyrirkomulag. Því öllu rjeðu hinir harðfengu og her- skáu Prússar, og þeirra ofmetnaðar- fulla materíutrú olli skæðustu aftur- för í landinu frá gervallri hinni miklu siðmenning Þýskalands, sem drotnað hafði og varpað ljóma yfir Evrópu. Siðmenning þeirra hnignaði sviplega og sýnilega. Germanir ,eink- Eins og áður hefur verið sagt frá lijer í blaðinu, sóttu Englendingar, skömmu eftir að ófriðurinn hófst, með her manns upp frá Persaflóa og í áttina til Bagdad. Þeir tóku Basra, sem átti að verða endastöð járnbrautarinnar miklu frá Konstantinópel, og hjeldu síðan áfram inn i landið. Foringi enska hersins þarna heitir John Nixon, og er mynd hans hjer fyrir ofan. Það er sagt, að her þessi hafi átt við marga örðuleika að stríða. Samt var það svo, að er Asquith yfirráðherra gaf enska þing- inu síðastl. haust yfirlit yfir ástandið á herstöðvunum, ljet hann best yfir því, sem hefði unnist á Jiarna austur frá. Það var ætlun Englend- inga að taka Bagdad og spá manna, að þeim mundi takast það. Ekki er lngt síðan þær fregnir voru sagðar, að enski herinn ætti aö eins eftir 30 kílóm. til Bagdad. En síðustu fregnir segja aftur á móti, að Tyrkir hafi nú dregið þarna að sjer meira lið en áður og enski herinn sje á und- anhaldi. Og þótt það að líkindum hafi engin úrslitaáhrif á ófriðinn i heild sinni, hvernig fer um viðureignina þarna, þá þykir það töluvert máli skifta, þvi Asíuþjóðirnar dæma sigurhorfurnar mikið eftir því, hvernig hernaðurinn gengur í löndunum, sem þeim eru næst. Meðal Aust- urlandaþjóðanna gat það haft eigi lítil áhrif, ef Englendingar hefðu tekið Bagdad, þvi við þá borg eru margar og miklar endurminningar tengdar í sögu Múhameðstrúarmanna. Bagdad var lengi höfuðborg i ríki Araba og þar voru þá yfir 2 milj. íbúa. En nú er borgin ekkert hjá því, sem þá var, og standa þar þó enn sumar af skrautbyggingum Ar- aba frá þeim dögum. Hjer fyrir ofan er mynd af höll Harun al Ras- chids í Bagdad, sem kunnur er af sögunum í „Þúsund og einni nótt“. Höllin er nú að mestu í rústum og er þar tyrknesk tollheimtustöð. um Vindur, eða Norður-Germanir hröpuðu bersýnilega niður i ofmetn- að, svo að þeir tóku að sýna um- heiminum sviplíkt sjónarspil eins og sagnirnar segja um íbúa hins gamla Atlantis, sem í úthafið söklc fyrir syndir sínar. Hið prússneska Þýska- land krefst Jiess rjettar, að mega skapa sjer trúarbrögð, og ætlar það sje rangt að hafa aðfengna trú, hina kristnu, er Gyðingar stofnsettu, enda kristnuðust forfeður þeirra fullum 5 öldum síðar en höfuðþjóðir Evrópu. Sakir valdaþorstans hurfu þeir aftur á bak til daga Hóenstáfanna, og hugðust mundu hefja þar aftur sögu sína, þ. e. stofna nýtt stórveldi á hrárra og heiðinna þjóða grundvelli. Það, sem Nietzsche boðaði frá hús- þökum, hefur hin þýska þjóð fram- kvæmt: þeir hafa ranghverft kristin- dóminum og allri hans kenning. Nietzsche Jióttist sjálfur vera anti- kristurinn, og Þjóðverjar vinna síð- an hans hlutverk undir forustu Prússa. Frumregla hinnar nýju þjóð- trúar heitir: „Aflið ræður rjettind- indum“; J>. e.: alt, sem hver óskar sjer, það sje hans siðferöislögmál! Þessi er „afar-mannsins“ „afar“-lok- leysa, jafn-hlægileg sem hörmuleg. Og stefnu sína kalla þeir heilaga á- kvörðun; og setji Jieir allan heiminn í bál og brand, er viðkvæðið hið gamla: tilgangurinn helgar meðalið ! En ætlið ekki, að sumt af þessu nái ekki til vor Englendinga! Lítum snöggvast á samhengið. Þessa al- ræmdu verðbreyting (Umwertung al- ler Werte) allra hluta, sem N. kendi (eftir Stirner), kendi hinn ljóngáfaði Oskar Wilde hjá oss í bólc sinni: „Afturför lyginnar" (The Decay of Lying), þar sem alt stendur á höfði Eins og N. umhverfði hinni kristi- legu siðfræði, sneri Wilde um góðu og illu, öllum reglum listanna, öllum reglum breytninnar, hræddi menn tn að hugsa, ruglaði öll rök og gekk fram af mönnum, en alt með ljettri og leikandi fyndni og töfrandi tvíræðni. En hr. Bernhard vorn Shaw vantar gamansemi og góðlyndi Oskars, og mylur hann djöflarót meinyrða og rógmæla yfir öll mikilmenni Eng lendinga og alt sem á Englandi er best, og ætlar með því að auka álit í r a 11 n a, landsmanna sinna. — Einmitt sömu aðferð hafa nú Jiýsku leiðtogarnir; þeir níða allar aðrar þjóðir til dýrðar sjer og sinni þjóð. Báðir þessir Ir- lendingar, Wilde og Shaw, hafa sorglega tekið höndum saman til að byrla Jiað eitur, sem umhverfir öll- um góðum hlutum. S t í 11 i n n þótti bæöi skrítinn og skemtilegur, og leyndist því mörgum manni, að þar var verið að hella ólyfjan í sannleik- ans brunn, eyðileggja samviskur manna og fylla allar fagrar listir falsi og svikræði. (Hjer er slept kafla um listir og fagurfræði, er of margra skýringa við Jiyrfti). Alt þetta sýnir oss, hvernig „kúl- túr“ Prússa var inni við beinið, sú kúltúr, sem þeir vildu þrýsta öðr- um Jijóðum til að viðurkenna — með stórhernaði — þessum ódæmum, sem nú standa yfir. Stjórnmálahlið „kúl- túrinnar" var harðstjórn undir yfir- varpi aflvana þingstjórnar. Aldrei hefur ef til vill slíkt einveldi átt stað sem eins náði öllum svæðum. „Press- an“, alþýðuálitið, uppfræðslan, alt var sett í járn — járngreipar hins keisaralega hervalds; alt það, sem ekki studdi að því, að gera menn að fallbyssufóðri, var verboten (fyr- irboðið). Keisarinn skyldi veröa drottinn drotna þessa heims. Ljómi hins útvortis vaxtar og viðgangs, of- urefli auðs og ríkis, tældi og glapti Germani, svo að þeir beygðu sig blindandi undiT okið. Nú þó að vjer ekkert tillit tökum til trú- ar á persónulegan guðdóm, held- ur trúum eins og vjer megum til að gera — að allsherjar siðalögmál liggi fólgið i eðli hlutanna, þá hljót- um vjer að álykta, að slík ranghverfa alls rjettlætis, slík afturför til villi- dóms fornra alda, geti alls ekki stað- ist. En sú staðhöfn, að þessi „kúl- túr“ haföi samt sem áður svo mikiö af góðu að geyma, veldur því, að sigurinn verður bæði seinn og dýr- keyptur. Þýskaland er kerfi ótal magnaðra og máttugra stofnana, þjóðin mentuð og margtamin, með hjartgróinni ættjarðarást 0g blindum Jijóðmetnaði; þeir eru skyldurækið fólk, og fórnfýsi þess og innbyrðis Dvergfur, Irjesmíðaverksiiiiilja og timburuerslun (FlygenrinQ 0 Co.), Hafnarfirði. Símnefni: Dverg'ur. Talsími 5 og 10. Hefur fyrirliggjandi: Hurðir — Glugga — Lista og yfir höfuð alls konar timburvörur til húsabygginga og annara smíða. — Húsgögn, ýmis konar, svo sem: Rúmstæði — Fataskápa — Þvottaborð og önnur borð af ýmsum stærðum. Pantanir afgreiddar á alls konar húsgögnum. — Rennismíðar af öllum tegundum. Miklar biigðii af sænsku timliri, semeuti og uappa. Timburverslunin tekur að sjer byggingu á húsum úr timbri og steinsteypu, og þar sem vjer höfum fengið betri kaup á timbri í þetta skifti en alment gerist, væntum vjer að geta boðið viðskiftamönnum vorum hin allra bestu viðskifti, sem völ er á. fylgi margfaldar mátt þess og megin. Þessi er vísir sannleikans i orðskviði Jieirra, að „máttur sje rjettur". þ. e.: Ger rjett í þinni allsherjarbreytni, því Jiá kemur mátturinn; van- ræktu Jiað, eins og við gerum, til hægðarauka og ávinnings, og þá framkemur þrekleysið, er gerir styrj- öldina óumflýjanlega! Svo segir Urðarorð ómenskunnar. Snúum oss nú að stofnun nýrra trúarbragða samkv. hugsun Prússa. Þá mætum vjer spádómi Heines skálds, að Þjóðverjar mundu bráð- lega kasta kristinni trú og dýrka aft- ur Þór með hamarinn. Hann fyrirsá glögt, að lærisveinar Kants mundu fella hina blindu bókstafstrú Þjóð- verja óðara en spekingarnir skýrðu hana og gerðu að ljósri meðvitund. Alt, sem unt var að gera til Jiess að skapa heimspekilega trú, það gerðu þessir stórvitru menn. Fyrst og fremst Fichte, hinn næsti eftir Kant; hans trúarskoðun hefur ávalt átt best við mína, og bók hans: „Vegurinn sannr- ar sælu“, sýnir kristindóminn í há- sætinu, og er svo fögur kenning og lyftandi, eins og nokkur trúarbragða- speki getur hugsast. Svo tekur við skáldið Göthe, er stofna vildi hjú- skap þeirra Fásts frá miðöldunum og Helenu hinnar grísku. En hvernig sá hjúskapur seldist út, sjáum vjer best á nútímans fráfalli á Þýskalandi. Trúarbrögð framtíðarinnar láta sjer ekki nægja bókstafstrú nje vísinda- trú. Hún útheimtir skýlausa ódauð- leikatrú — hvað sem menn svo dæma um hina nýju spiritista-hreyfingu; hún mun útheinrta og fá s a n n a n i r um samband vor mannanna við and- legri heima og tilveru, samband við veröld hinna framliðnu, sannanir fyr- ir rjettmæti guðstrúar, forsjónartrúar, lífstrúar, rjettlætistrúar, lcærleiks og sannleikstrúar. Hver skyldi vera kjarni trúarinnar, sem nútímanum mætti nægja? Jeg svara: vísindalegur grundvöllur fyrir æðri tilveru en þess- ari, náið samband við andlegri heima og sannfæring um eilífa uppsprettu ljóss og lífs. — Því næst fylgir grein, sem hjer yrði of löng, um ýmsa dulræna og öfgafulla trúarflokka, auk spiritism- ans, svo sem theosofiu, trúarlækn- ingaflokkinn, Svedenborgartrúna, o. fl., er höf. játar að hafi stór sannindi að geyma, þrátt fyrir margar öfgar — alveg eins og margt, sem fylgir spiritismanum. Langmerkasti spek- ingur í dulrænum efnum segir höf. hafi verið hinn kynlegi Svedenborg Ameríkumanna, A n d r e w J a c k- son Davíd; segir hann að hann sje lítt kunnur enn, jafnvel meðal vísinda- manna, svo langt sje hann á undan tímanum, þótt dáið hafi fyrir Iiálfri öld. Mikill viðburður i veraldarsögunni, segir höf., er veraldarstyrjöld þess- ara daga; en stærri viðburöur er að gerast á jörðu vorri, og það er hin vaxandi vissa vor um lífið eftir dauð- ann. Matth. Jochumsson. Bókafreg'nir. . Sigurður Guðmundsson: Ágrip af forníslenskri bókmentasögu. Rvik. 1915. Sigf. Eym. 96 bls. Þetta þykir mjer fyrirtaks skóla- bók. Jeg man eftir þvi, að landafræði sú, sem jeg las i skóla, var með ein- kunnarorði þvi: Ekki margt, h e 1 d u r m i k i ð. Mætti höfund- urinn vel hafa sett þessi viturlegu crð á bólc sína. Að taka sem flest með og skýra frá því öllu í sem fæstum orðum er a 1 r ö n g aðferð í skólabók; en hjá þessari aðferð hefur höf. vandlega sneitt. Tekur hann að eins það helsta með, alt það, sem varanlegt gildi á, og skýrir allrækilega frá þvi — hinu sleppir hann. Hann lýsir flestöllum Eddukvæðunum og bestu sögunum allnákvæmlega, en hins vegar nefnir hann að eins allrahelstu „skáldakvæð- in“ og skýrir þeim mun rækilegar frá þ e i m. Hin mega missa sig. Nú er alment litið svo á, að gagnslaust sje að læra bókmentasögu, nema bók- mentirnar sjálfar sjeu lesnar um leið; bókmenta-s a g a n á að eins að vera stuðnings-námsgrein við bókmenta- 1 e s t u r i n n. Nú munu fæst skálda- kvæðin vera lesin í skóla, enda eru flest þeirra ekki nema orðaglamur. Til hvers þá að telja upp mörg? Mál höf. er gott og kjarnyrt, og lýsingar hans stuttar, en einkar skýr- ar og skemtilegar. Oft tilfærir hann vísur eða smákafla úr skáldritum þeim, sem hann er að lýsa, og er það kostur: Sjón er sögu ríkari. Kostur er og, að höf. skýrir í stuttu máli frá ýmsum mismunandi skoðun- um á sumum atriðum t. d. á heim- kynni eddukvæða, og stundum til- færir hann jafnvel orðrjett ummæli annara. Virðist það full-leyfilegt í bók, sem ætluð er þroskuðum nemendum. Sjálfur leitast höf. ekki við að skera úr, hver hafi rjett að mæla, enda þótt honum hepnist sjald- an að leyna því, að hverri skoðun hann hallist,— en ekki þykir mjer það galli, síður en svo. Einn galli er þó á þessari bók — hún nær ekki yfir meira en fornbók- mentir Islendinga. Höf. má ekki leggjast undir höfuð að semja fram- haldið. Fornbókmentirnar eru ágætar, en ekki má hafa nýju bókmentirnar út undan; að kynnast fornöldinn en nú- tímanum svo sem ekkert, væri eins öfugt og að ganga fram bjá fornöld- inni. íslendingar eru n ú t í m a-Jijóð, og eiga ekki eingöngu að einblína á fortíðina. Nú er mál að meta nýju bókmentirnar f agurf ræðliega; Jiað hefur lítið sem ekkert verið gert áður. Sigurður Guðmundsson virðist vera maðurinn. H o 1 g e r W i e h e. * Lilja. Ný þýðing. Lilja er eflaust frægtist allra ís- lenskra kvæða, að minsta kosti þeirra, sem ort hafa verið síðan kristni var

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.