Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.01.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.01.1916, Blaðsíða 2
2 lögrjeTTa LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á íslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí, lögtekin. Hún hefur verið þýdd á margar tungur: latxnu, dönsku tvisvar, þ ý s k u tvisvar, e n s k u, frakknesku hollensku og s æ n s k u, og nú í haust hefur kom- iS út þýSing af henni á n o r s k u („Lilja, et kvad til Guds moder“). Þessi þýSing er eftir Dr. F r e d- rik Paascke, sem hefur ritaS góSa bók um kristindóminn i kveS- skap vorum á hinum fyrstu öldum eftir kristnitökuna, eins og getiS var um í Lögr. í sumar. Hann hefur ritaS langa ritgerS um Lilju fyrir framan þýSinguna og æfisögu Eysteins munks á eftir. ÞýSingin sjálf er ekki orSrjett, en þýSandinn hefur leitast viS aS ná rjettri meiningu úr hverri vísu. Hann hefur og haldiS sama bragarhætti sem er á Lilju, en því miSur hefur hann fariS eftir útgáfu Wiséns (1886), en ekki eftir útgáfu Finns Jónssonar, sem er hin besta út- gáfa af Lilju. Þessi norska þýSing af Lilju er ein- staklega vönduS aS prentun og papp- ír og kostar 2 krónur. H. Aschehoug & Co. hefur kostaS útgáfuna. B. T h. M. * Lauritz Petersen: Sigríður. Hjúskap- arsaga. Þýtt hefur Valdemar Er- lendsson frá Hólum. Rvík 1915. Þetta er titillinn á nýútkominn skáldsögu, er þýdd hefur veriS úr dönsku eftir Lauritz Petersen, sem er orSin góSkunnur skáldsagnahöf- undur meSal Dana, og hafa skáldsög- ur hans náS mikilli hylli meSal al- þýSu í Danmörku. Saga þessi er, eins og flestar eSa allar sögur eftir þenna höfund, meS kristilegum' eSa trúar- legum blæ. ÞýSandi sögunnar, sem annars er ókunnur islenskum lesend- um, virSist hafa leyst þýSirig þessa vel af hendi og sumstaSar svo aS varla er unt aS finna aS þýtt sje og er máliS yfirleitt gott og á sumum köfl- um ágætt, og er sjáanlegt aS þýSand- inn hefur reynt aS gera sjer far um aS skrifa látlausa og góSa íslensku. Einstöku sinnum bregSur þó fyrir dönskulegum orSatiltækjum, eins og t. d. „gramur yfir“ e-u og „gle.Sjast yfir“ e. u. o. s. frv., en þetta er þó fyrirgefanlegra viSvaning, er hann þýSir úr útlendu máli, heldur en rit- höfundum, sem frumsemja á íslenska tungu og hrúga þó saman mállýtum og bögumælum. En allir þessir smá- munir hverfa fyrir kostum sögu þess- ara. L. Petersen virSist vera snilling- ur aS lýsa sálalífi manna. Efni sög- unnar í stuttu máli er þaS, aS ung og trúhneigS stúlka, er SigríSur heitir, lofast og giftist lækni, sem er trú- laus eSa trúlítill og verSur þó sambúS þeirra hin ástúSlegasta. Konan fer í felur meS barnatrú sína, en er þó si- felt í baráttu meS sjálfri sjer út af þessu, og er öllu því hugsanalifi henn- ar ágætlega lýst og eins því, hvernig augnaráS hennar og svipbrigSi oft og einatt gat látiS ástvininn, eiginmann- inn, skilja þaS, sem inni fyrir bjó. MaSur hennar er henni ávalt góSur og vill alt gera, sem í hans valdi stend- ur, er hann hyggur aS megi gleSja hana, en aS ympra á trúmálum þor- ir hún ekki viS hann, fyr en heilsa hennar var aS þrotum komin og dauS- inn fyrir dyrum. Og þaS er ekki fyr en rjett viS andlát henna aS þau koma sjer aS þvi aS biSja saman. Þá deyr hún á besta aldri glöS og fullviss þess, aS þá loks er eiginmaSurinn orSinn trúmaSur og tekinn viS hlutverkinu, sem þau hefSu átt fyrir löngu aS vinna í sameiningu gagnvart börnum sínum og ótal mörgum öSrum, eins og komist er aS orSi. Saga þessi er hugSnæm og hlýleg og sjerstaklega vekjandi. Hún sýnir fram á hversu hiS ástúSlegasta hjóna- band getur samt veriS tómlegt, ef trú og bænrækni vantar í samlífinu, eSa þá hvernig færi, ef trúna vantaSi al- veg hjá hvorutveggja hjónanna. Vildi jeg óska, aS sem flest hjón vildu kaupa sögu þessa og lesa, hún er þess verS og það er víst aS þeirri krónu, sem bók þessi kostar, óinnbundin, er ekki til annars betur variS. Lárus Halldórsson. Fullprentaðar eru, og þegar til sölu hjá öllum bóksölum, bæði í Reykja- vík og úti um land: Ágúst H. Bjarnason próf.: Drauma-Jói .................. Verð kr. 2.00 Jón ólafsson: Litla móðurmálsbókin .................... —..— 1.00 Sigfús Sigfússon: Dulsýnir............................ — ______ 0.75 Jón Jónsson dócent: íslendingasaga, innb............. — — 3.50 Jón Kristjánsson prófessor: íslenskur sjórjettur ........ — — 3.50 Jón ófeigsson: Ágrip af danskri málfræði ................ — — 1.25 Sigurður Þórólfsson: Á öðrum hnöttum. Getgátur og vissa — — 1.50 Sigurður Guðmundsson: Ágrip af fornísl. bókmentasögu ib. — — 1.00 Sigurður Hvanndal: Litli sögumaðurinn I. ib.......... — — 0.75 Ennfremur fást hjá bóksölum i Reykjavík: Matth. Jochumsson: Ljóðmæli. Úrval............ób. kr. 350, ib. kr. 4.50 íslenskt Söngvasafn. I. Bd., ób.............................— 4.00 Inluii Sigfiisar EyiÉsnr. if jóns Sigurssonar. Kaldar kirkjur. Á feröum mínum um landið hef jeg grenslast eftir því, meöal annars, hjá hjeraðslæknum, hvernig kirkjur eru þrifaðar, og hvort þær sjeu vermdar á vetrum. Hef jeg komist að því, að kirkjurnar eru yfirleitt ein- stakt þokkalegar og vel þrifaðar, en mjög víða ofnlausar enn í dag. Er þá oft viðkvæðið hjá læknum, að ofn- leysið komi ekki að sök, af því aldrei sje messað. Það er hverjum manni kunnugt, að kirkjuræknin hefur stórum þverrað upp á síðkastið. Og mjer er orðið ljóst, að kuldinn í kirkjunúm á viða talsverðan þátt í því. Flestar kirkjur eru nú gerðar úr timbri eða steini, rúmgóðar og bjartar, en afarkaldar á vetrum. Gömlu tofkirkjurnar voru minni og miklu hlýrri, ef margt fólk var við messu. Og hjer kemur líka annað til greina. Fólk er nú mjög víða orðið vant hlý- indum í heimahúsum, af ofnum eða eldavjelum. Og alt það fólk kvemK- ar sjer við því, að sitja í kaldri kirkju, sem vonlegt er, því það getur valdið alvarlegum heilsu- spjöllum fyrir fólk, sem er vant ofnhlýindum, að sitja u n d i r m e s s u í k a ld ri k i rk j u. Og eins og nú er komið lifn- aðarháttum manna hjer á landi, tel jeg það líka ó- hæfu að heimta af prestum, að þeir messi í ofnlausum kirkjum á vetrardag þegar frost er úti. Merkur prestur hjer á Suðurlandi hefur nýlega haft orð á þessu við mig, tjáð mjer, að sjer beri að messa í stórri kaldri timburkirkju, og fynni, að hann hafi ekki heilsu til þess. Hann er hniginn á efra aldur. Nú er svo komið, að söfnuðirnir hafa viðast tekið að sjer kirkjurnar. Er þá um tvent að velja: A n n- aðhvort verður að leysa presta undan messuskyldu á vetrum þar sem kirkjur eru ofnlausar, eða þá að gera það að lagaskyldu að hafa ofn í hverri kirkju og kynda hann þegar kalt er úti, svo að jafnan sje 10 stiga hiti (Celsius), að minsta kosti, inni í kirkjunni þegar hún er notuð. Jeg skýt þessu máli til allra þeirra, sem um það varðar, alþýðu manna og kirkjustjórnarinnar. Reykjavík, 3. janúar 1916. G. B j ö r n s o n. Eoiiert 00 Dðrarinn. Jeg hef ekki i heilt ár orðið eins hissa eins og núna á sunnudagskvöld- ið, þegar jeg kom í kirkjuna til þess að hlusta á þá Eggert og þórarinn. Kirkjan var e k k i troðfull; það datt alveg ofan yfir mig. Mjer varð litið á fólkið og sá þá fljótt hvers kyns var; að visu var það bæði karlkyns og kvenkyns; en því nær eingöngu roskið fólk, þetta, sem er orðið hálf- vegis hvorugkyns —■ og kemur sjald- an á Skjaldbreið; en þangað sækir unga fólkið og svifur á hverju kveldi á vængjum æskunnar inn í fögur framtíðarlönd, því þar stendur söng- urinn eins og beinn byr undir báða vængi — hljóðfærasöngur þeirra Eggerts og Þórarins. Og svo heldur unga fólkið að það þurfi ekki að fara í kirkju til þeirra bræðranna, það muni vera söngur- inn sami og sá á Skjaldbreið. Þess vegna var kirkjan ekki eins troðfull eins og í fyrra. En að ári skal hún verða troðfull aftur af öllu því sem er fegurst og rjóðast í Reykjavík, því öllu unga og fjöruga Skjaldbreiðarfólkinu okkar er óhætt að trúa þvi, að ef það kemur í kirkju til þeirra bræðra, þá kemst það upp yfir Skjaldbreið — alla leið upp í sjöunda himin æskudrauma sinna, því að þar — í kirkjunni — eru þeir bræðurnir í essinu sínu, en á Skjaldbreið hjakka þeir einlægt á upphasstöfunum. Þeir eru skapaðir hljóðfærasöng- menn, báðir tveir. Eggert, organleik- arinn, er eldri og þroskaðri. Organið er hans hljóðfæri; þar á hann heima — með lífi og sál, og það er svo mikið líf og sál í organslætti hans, svo óvenjumikil lipurð og smekkvísi, að það er nú einn mesti söngfögnuður- inn hjer í bæ, að hlusta á hann — ekki á Skjaldbreið, heldur í kirkjunni. Þórarinn, fiðlarinn, er yngri og því ekki eins þroskaður. Hver list er lærdómur, en tossalærdómur ef gáfuna vantar, þá meðfæddu gáfu. Og þá verður listin að handverki, en aldrei að snild. Nú á dögum eru öll ríki veraldar troðfull af hálærðum, en gáfulausum listamönnum. Þess vegna er jafrian gleðiefni að hitta gáfaðan listamann. Og það er hann Þórarinn litli; það leynir sjer ekki; gáfuna hefur hann góða og rnikla. En það er alt annað upplag í honum en bróð- ur hans. Hann er áhlaupamaður. Þarna niðri á Skjaldbreið er hann stundum óprúttinn og lætur skeika að sköpuðu. En þegar hann kem- ur í kirkjuna og vandar sig, þá glymja gáfur hans í strengjunum, fjör og líf og máttur og megin. Bara að einhver góður andi vildi strjúka með hann úr Skjaldbreið suður í Leipzig eða París til bestu fiðlumeist- ara þar, því honum svo ungum er enn eðlilega áfátt í sumu — einkum í vinstri hendinni; en lítið á hitt, hvern- ig hann ber bogann sinn; þá getur engum dulist, að honum væru allir vegir færir — ef hann fengi að fara. S v i p u r. SARRAIL HERSHÖFÐINGI. Hann er foringi bandamannahers- ins, sem er nú í Grikklandi og átti að hjálpa Serbuin, en hafði síðan fult í fangi að verja sjálfan sig. Það er sagt, að litlu hafi munað, að herinn yrði umkringdur af Búlgurum, og hrósa Búlgarar Sarrail fyrir það, hve vel honum hafi tekist að koma her sínum úr þeirri klípu. Það er víst eng- inn efi á því, að herferð bandamanna upp frá Saloniki hefur frá upphafi vei-ið misráðin og lítil líkindi til ann- ars en að her miðveldanna og Búlg- ara hreki bandamenn aftur burt frá Saloniki. Það er því mikið vandaverk, sem Sarrail hershöfðingja hefur verið falið, er hann fjekk þarna yfirfor- ustuna. CASTELNAU HERSHÖFÐINGI Ilann hefur nú tekið við yfirstjórn fi-anska hersins á vesturherstöðvun- um í stað Joffre, sem gerður hefur verið að yfirforingja alls franska heisins. Castelnau stýrði áður her Frakka í Lothringen og honum þakka þeir það, að Þjóðverjar náðu ekki Nancy í byrjun ófriðarins, því hann hafði jafnvel fengið bendingu um að hörfa þaðan, ef á herti, en gerði það samt ekki. Hann er kaþólskur, og var fyrir stríðið í skopi oft nefndur „Jesúíta“-maðurinn. En nú er hann mjög vinsæll í Frakklandi, bæði vegna framgöngu sinnar í ófriðnum og líka vegna þess, að stríðið hefur svift hann þremur sonum hans. Stríðið. Síðustu fregnir. Það er lítið nú um símskeyti hing- að frá útlöndum, er segi fregnir af ófriðnum, annaðhvort af því, að ekk- ert gerist, sem markvert þyki, eða þá hinu, að skeytin sjeu stöðvuð af Eng- lendingum. Líklegra er hið fyrra, að engir stórviðburðir gerist um þetta leyti á ófriðarstöðvunum. Á siðustu útlendum blöðum nxá þó sjá, að til standi árás frá her miðveldanna og Búlgara á bandamannaherinri i Salo- niki-hjeraðinu. Bandamenn tóku að víggirða borgina landmegin, er þeir sáu, að her þeirra mundi þurfa á því að halda, og hafa þeir farið að eins og þeir ættu þar einir öllu að ráða. Líklegt er þó ekki, að þeir geti varið borgina þegar til kernur, og fari svo, að miðveldin og Búlgarar taki hana með hernaði úr höndum bandamanna, þá verður það álitamálið, hvern rjett Grikkir hafi yfir henni framvegis, á- samt því svæði af Grikklandi, sem bandamenn hafa nú tekið sjer umráð yfir. Er það alt óljóst enn, hvort Grikkir hafa haft samninga við miðveldin og Búlgara eða ekki, áður en bandamenn tóku að þröngva kosti þeirra. En þungt mundi Grikkjum falla, að missa Saloniki; svo var gleð- in hjá þeim mikil yfir því, er hún fjell í þeirra hlut að Balkanstríðun- um loknum, og var, það þá nánast hending ein, sem rjeði því, að þeir urðu fyrri til en Búlgarar að hrifsa borgina af Tyrkjum. Nú er það óskilj- anlegt, að Grikkir ljetu her sinn sitja hlutlausan hjá meðan barist væri um Salonikí, ef þeir ættu á hættu að missa hana, svo framarlega sem bandamannaherinn ekki gæti varið hana, og er þá hitt líklegra, að þeir hafi tryggingu fyrir því, að þeir fái að halda henni hvernig sem fer. Það er talið víst, að miðveldunum og Tyrkjum sje það nú ríkast í hug, að ná umráðum yfir Sues-skurðinum og taka þannig fyrir greiðustu leið Englendinga austur til Indlands. Þar hefur nú á síðkastið verið mikill við- búnaður frá Englendinga hálfu til varnar með víggirðingum, en um við- búnaðinn til sóknarinnar frá hinna hálfu eru fregnirnar óljósar. Tyrkir hafa haft mikinn her bundinn við vörnina hjá Dardanellasundinu, en nú þarf hans þar ekki lengur og geta þeir þá beitt honum annarstaðar. Fregn- irnar segja, að þýski hershöfðinginn von Goltz hafi nú yfirforustu hers Tyrkja og miðveldanna í Litlu-Asíu. Hann er gamalkunnur þar eystra og var lengi áður í þjónustu Tyrkja til þess að koma skipulagi á hermensku þeirra. Hann er á áttræðisaldri, fædd- ur 1843, en svo er um marga af þeim herforingjum, sem mest orð fer af nú í stríðinu, að þeir eru háaldraðir menn. Hindenburg er litlu yngri. Fyrst eftir að Þjóðverjar tóku Belgíu, var von Goltz þar landstjóri. Austur í Mesopotamíu hafa Tyrkir unnið ekki lítið á sxðustu vikur liðna ársins, og hefur her Englendinga, sem þar sótti fram, orðið að hörfa til baka, og engar likur nú taldar til þess, að Englendingum takist að ná Bagdad. í Persíu eru altaf óeirðir og uppþot, einkum í norðurhluta lands- ins, þar sem Rússum er að mæta, og í Indlandi eru sagðar ófriðlegar hreyf- Samkvæmt reglum um „Gjöf Jóns Sigurðssonar" skal hjer með skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun úr tjeðum sjóði fyrir vel samin vísinda- leg rit, viðvíkjandi sögu landsins og bókmentunx, lögum þess, stjórn eða framförum, að senda slík rit fyrir lok desembermánaðar 1916 til undirrit- aðrar nefndar, sem kosin var á al- þingi 1913, til að gera að álitum, hvort höfundar ritanna sjeu verð- launa verðir fyrir þau eftir tilgangi gjafarinnar. Ritgerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinna verðlaun, eiga að vera nafnlausar, en auðkendar með einhverri einkunn. Nafn höfundarins á að fylgja í lokuðu brjefi með sömu einkunn, sexn ritgerðin hefur. Reykjavík, 31. desember 1915. Björn M. dlsen. ]ón Idnsson. ]ón Þorkelsson. Fundur i ,Fram( næstkomandi laugardagskvöld í Góð- Templarahúsinu og hefst kl. 8ýá. Matthías ólafsson alþm. innleiðir umræður um þegnskylduvinnu. Einnig verður rætt um bæjarstjórn- arkosningar. ingar gegn Englendingum, hvað sem úr þeim verður. Grikkjum er ekki vel við herflutn- ing ítala til Albaníu og vilja þeir fá að vita, hverjar fyrirætlanir hans sjeu þar. En ekki er frjett, hver svör ítal- ix hafi gefið við þeirri fyrirspurn. Grikkir gera þar tilkall til ekki lítils landshluta að sunnan, sem að mestu er bygður af grískum mönnum, og vildu íbúarnir þar aldrei þýðast sam- runa við Albaníu, meðan stórveldin voru að þjarka um þau mál áður en Evrópustríðið hófst. Grikkir hjeldu þessum landshluta með hervaldi, jafn- vel eftir að Albanía varð furstadæmi, en fyrir milligöngu stórveldanna drógu þeir þó her sinn þá burtu það- an. Nú heimta þeir aftur þetta land- svæði frá Albaníu, sem hefur verið stjórnlaust land frá þvi að ófriður- inn hófst. í Albaníu eru nú hersveitir frá ítalíu, Serbíu, miðveldunum og Búlgaríu, og er auðvitað alt í óvissu um framtíð landsins. Frá aðalvígstöðvunum að austan og vestan heyrist ekkert nýtt. Viður- eignin milli Itala og Austurríkis- manna við Isonzó hefur verið hörð lengi, en úrslit engin. Mannfall ítala, sem á sækja, er sagt rnikið. Friðarumtal. í síðasta tbl. var skýrt frá um- tali, sem nýlega varð í þýska ríkis- þinginu, milli rikiskanslarans og full- trúa, sem talaði frá hálfu jafnaðar- mannaflokksins, um friðarhorfurnar. Það kemur þar skýrt fram, að frið- arhugsunin er orðin rík hjá jafnaðar- nxannaflokknum í Þýskalandi og Austurríki. Hann óskar, að fyrsta skrefið til friðar og sátta verði stig- ið frá hálfu Þýskalands. Svar kansl- arans er reyndar þannig, að hann neit- ar því að Þjóðverjar gangist fyrir

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.