Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 19.01.1916, Síða 1

Lögrétta - 19.01.1916, Síða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti n. Talsími 359. Nr. 3. Reykjavík, 19. janúar 1916, innlendar og erlendar, pappir og alls- konar ritföng, kaupa allir í Blkaverslun Slgfðsar fymnndssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irrjettarmálaf ærslumaCur. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 sítSd. Eftir Þórarinn hreppstjóra J ó n s s 0 n á Hjaltabakka. Það barst út um landið ómurinn frá þinginu síöastl. sumar; hæstur var hann frá bjargráöanefndinni og toll- álögum þeim, er hún flutti, og var á stundum nefndur barlómur. Órökstutt hefur sjálfsagt oft veriö um hann tal- aö og þaö jafnvel kannske af bjarg- ráöanefndinni sjálfri. Þaö viröist þvi ekki óþarft aö athuga allar kringum- stæður meö gætni, ekki síst vegna þess, aö þaö, sem ofan á varö aö lok- um, er ný stefnubreyting í tollálögum þjóðarinnar, sem jafnvel er kölluð jafngóö beinum sköttum eöa eins kon- ar beinn skattur. Sakirnar standa þá svona, eöa dýr- tíðarhorfurnar, sem mest eru um tal- aöar, er þingiö þarf að ráöa fram úr. Stórkostlegt los er komiö á öll viö- skifti og verslun, framleiöslu og iön- aö sökum hins mikla yfirstandandi Noröurálfu-ófriðar. Þjóöirnar stynja undir byröinni, ekki einasta þær, sem í eldinum standa, heldur lika þær, sem fyrir utan standa, en þurfa að leggja fram offjár til þess aö verja hlutleysi sitt meö herafla. Þær grípa til allra örþrifaráða í skattaálögum til þess að standast raunina, og undir þeim kringumstæöum veröur alt rjettlætt, hversu órjettlátt sem það í raun og veru er. Og það má segja aö á þeim tímum sje alt ööruvísi en þaö á aö vera, því dýrtiöin stendur víöa fyrir dyrum. Aö hve miklu leyti ná nú byltingar þessar til okkar? Hvað gerir þingiö til þess að vernda þá sem verst stóöu aö vígi? Og hve rjettlátur er nú þessi skattur í raun og veru? Undir eins og veröhækkun varö á viö tilfinnanlega veröhækkun á aö- fluttri vöru, sjerstaklega nauðsynja- vöru, svo aö vetrarbirgðirnar í fyrra haust, 1914, veröa um þriðjungi dýr- ari en vanalega. Þetta varð ýmsum til- finnanlegt, bæöi þeim bændum í sum- um hjeruðum landsins, sem vorinu áö- ur höfðu mist meira og minna af bú- stofni sínum, og eins öllum fjöl- skyldumönnum í bæjum og kauptún- um, sem ekki höföu fyrir sig að leggja nema vinnu sina. Afleiöingin af þessu hlaut því að veröa sú, að þessi vinnulýður kreföist meiri launa fyrir verk sín til þess að geta lifað. En sú krafa gat vitanlega ekki staö- ist nema vinnuveitendur heföu bætt skilyrði til þess. Undir eins og verðhækkun varö á útlendum vörum, munu flestir eöa all- ir kaupmenn þessa lands hafa hagn- ast af þvi meira eöa minna. Þaö staf- aði af þvi, að þegar varan hækkaöi á útlenda markaöinum, lágu margir kaupmenn meö talsveröar vörubirgö- ir, sem þeir svo undir eins settu upp, og þess utan er ekki ómögulegt aö umboðsmenn þcirra hafi aö einhverju leyti getað keypt inn haustvörur þeirra áöur en varan hækkaöi í verði. Kaupmennirnir heföu því strax þol- aö aö borga verkamönnum sínum hærra kaup, þegar enn er tekiö tillit til þess, aö á innlendu haustvörunum munu margir þeirra hafa hagnast með meira móti, þar sem vörurnar voru alt af aö stíga í verði. Síöastliöið vor var þaö því kaupmannastjett þessa lands, sem langbest stóö aö vígi i umróti þessu. En nú tók útlitið aö vænkast fyrir afuröir framleiðendanna. Ullin komst í meira en helmingi hærra verð en hún var áöur í. En þess er vel gæt- andi um leið, að ullarframleiðandinn ei búinn aö þola útlendu verðhækkun- ina í heilt ár, þegar ullarhækkunin kernur, og þess utan alt aö fjóröungi hærra kaupgjald fyrir vor- og sumar- vinnu en áöur var. Fjölskyldumaður meö litla framleiðslu er því enn miklu ver staddur en vanalega. En svo hækka hrossin í verði og betur fer að líta út með haustvörurnar. Þá fer að veröa ástæða til að ætla aö fram- leiðandinn standist hækkunina á öör- um sviðum undir öllum vanalegum kringumstæöum ; en hjer kemur fleira til athugunar. Fjöldi manna seldi mest af markaösgengum hrossum sinum i fyrra haust og fór þvi mikið á mis við hiö hækkandi verð í sumar. Var það mest fyrir það, aö heyfengur var viða óálitlegur í fyrrahaust. Litil hey og víðast skemd. Enn má líta á þaö, aö í sumar sem leiö er almennur grasbrestur um alt Norðurland sam- fara áðurnefndri kauphækkun verk- manna. Þegar á alt þetta er litið, kemur það í ljós, aö hagur framleiöenda til lands stendur ekki mikið betur en vanalega og þeirra fátækari alls ekki, þó ekk- ert tillit sje tekiö til þess mikla skepnufellis í fyrra. vor, sem að stór- tjóni varö í sumum hjeruðum og all- staöar eitthvað. Sama er aö segja um sjávarútveginn, aö hiö óhæfa kolaverð á þar sinn stóra þátt í, þó að fiskur- inn hækkaöi í verði. Þó má nú segja yfirleitt, aö allir standist nú stríös- afleiðingarnar nema fjölskyldumenn, sem enga framleiðslu hafa. Vinnulaun þeirra hafa ekki hækkaö tiltölulega viö hækkun á nauðsynjavöru. Og jeg hef enda heyrt að vinnulaun í Reykja- vík hafi ekki hækkaö aö tiltölu eins mikið og annarstaðar, þar sem flest er af þessum mönnum. Stafar þaö að líkindum af því, aö þar eru betri sam- tök milli vinnuveitenda en annar- staöar. Þetta eru þá mennirnir, sem dýr- tíðarópin og umtalið snýst um. Þaö eru mennirnir sem þingið tekur sjer fyrir hendur að bjarga á næsta fjár- hagstímabili, sem og lágt launuöum opinberum starfsmönnum. Aörir landsmenn er álitið að standist þessa stríðsraun án nokkurrar tryggingar frá löggjafarvaldsins hálfu. Þegar nú þingið fór að ræöa þessi bjargráð, leit þaö vitanlega mjög á þá hættu, aö aðflutningar að landinu teptust, enda var þaö aðalhættan, ekki einasta fyrir þessa menn, heldur alla þjóðina. Bjargráöaleiöirnar, sem komu þá til skoðunar, voru tvær: út- flutningsbann á framleiðsluvörum landsins og tollur. Útflutningsbanniö haföi þaö auð- vitaö til síns ágætis, aö þaö forðaði mönnum frá hungursneyð í versta til- felli, og var því rökrjett tilraun gagn- vart aðflutningsteppu. En það er hvorutveggja, að útflutningsbann er mesta neyðarúrræði, enda náði naum- ast heilbrigö skynsemi að þvi, aö aö- flutningar til landsins teptust, eftir þvi útliti sem þá var, og jeg get ekki gert neinum þingmanni svo rangt, að geta þess til að hann í hjarta sínu hafi trúað þvi. Hvaö tollinn snertir, þá var hann, sjeður frá þessari aöflutningsteppu- hugsun, bláber vitleysa. Því aö, ef að- flutningur hefði tepst rjett eftir aö framleiösluvörur landsins voru út- fluttar, þá varð tollurinn ekki jetinn. Þaö veröur þvi aö líta á þennan toll sem almennan toll, sem á er lagöur einungis til aö auðga landsjóö- inn. Og jeg get ekki gengið inn á það, aö dýrtíöin hafi verið þar óumflýjan- leg ástæöa, enda sýndi þingið þaö 1 j ó s 1 e g a með því, aö tryggja a 11 s e k k i, að þeir, sem dýrtíöin hlaut aö taka fyrst í klærnar, bæru n e i 11 frá boröi. Og jeg get heldur ekki sjeö þaö, jafnvel þó aö fjárlögin væru ekki sem álitlegust hvað tekju- hallan snerti, aö meö frestunarheim- ild þeirri, sem stjórninni var gefin á sumum verklegum framkvæmdum, sem i sjálfu sjer er alveg eölileg, að tollálaga þessi hafi verið bráönauö- synleg, þegar þess einnig er gætt, að stjórninni var heimilað aö taka 1 milj. kr. lán. Mjer finst því að ástæöur fyrir tolli þessum heföu orðið að vera enn brýnni, af þvi, að hjer er alger stefnu- breyting í tollálögum, sem þjóöin heföi vel mátt segja eitthvað um áöur, en þó ekkert gert til þess að tryggja þá, sem aöallega þurftu dýr- tíðarhjálpar við. Ástæöurnar verða því að vera aðrar en dýrtíðin. Mjer hefur ekki gefist kostur á að sjá umræðurnar um þetta á þinginu, þær ekki komnar. En eina þingræðu birti Lögrjetta 1. sept. s. 1. eftir Guöm. landlækni Björnsson, og hefur hún því liklega aöallega þótt bera uppi ástæöur þær, sem rjeðu. Þar talar hann um þessa stefnubreytingu i sam- bandi viö dýrtíðina og telur hana fara í rjetta átt; álögurnar veröi mestar á þeim, sem mest hafi í velt- unni og veröi þvi eins konar beinir skattar. Þaö er þessi skoöun, sem hefur komiö mjer til aö skrifa þessar línur, því jeg verö aö telja hana helstu á- stæöuna fyrir því, að tollurinn komst á undir yfirskyni dýrtíöarinnar, og hjer sje þvi aö ræða um toll, sem i framtíðinni eigi aö gilda, enda þótt hann sje talinn til bráöabirgöa. Um þessa skoðun vil jeg fara fáum orðum. Þaö hefur veriö og er metnaður hverrar þjóöar aö koma afurðum sín- um í sem hæst verö. Þaö er verð- launað beint og óbeint, og þar höf- um viö leitast viö að fylgjast meö. Þetta er heldur ekki óeðlilegt. Þjóö- arauðurinn byggist á framleiðslunni. Hún er undirstaða allra þjóðþrifa. Að skeröa hana eöa draga úr áhuga manna viö hana, eöa skapa óhug hjá þeim, sem ætla aö gera sjer hana að atvinnu, er þvi að skera á lifæð þjóð- arinnar. Þaö má teljast þjóðarsynd. Þó þetta hafi verið gert aö því er snertir útflutningsgjald af sjávaraf- uröum, þá er þaö af alt öðrum rót- um. Enganveginn þar með sagt, aö það sje góöur eöa rjettur tollstofn, heldur var þaö til þess gert aö jafna á móti ábúöar- og lausafjárskattinum, sem á landbúnaðinum hvíla. Og svo einnig líklega til þess að ná einhverju i landsjóöinn af þeim útlendingum, sem jusu auðæfum upp af fiskimiö- um okkar og höfðu hjer bækistöð sína. Og enn má geta þess, aö eins og nú standa sakir, stendur landbúnaö- urinn talsvert ver að vígi en sjávar- útvegurinn hvaö snertir lánstofnanir landsins, eöa með öörum oröum: Framkvæmdir í landbúnaðinum með lánsfje eru miklu erfiöari en i sjáv- arútveginum og mega teljast lítt fær- ar eöa ófærar i stærri stíl. Bankarnir hafa aöallega tekið aö sjer sjávarút- veginn. Þeir einir, sem geta veðsett jarðir sínar meö 1. veðrjetti, komast þar aö — og til hvers? Til þess að fá mest út á J4 eignina — og í hverju? Bankavaxtabrjefum litt selj- anlegum, og ef þaö, þá meö afföll- um. — Það lýsir ekki trú á landbún- aöinum þetta, og þaö er ekki von hann taki miklum framförum meðan okkar þjóðbanki er svona á þessu sviði. Viö erum dæmdir til kyrstöðu. Auövitaö má nefna ræktunarsjóðinn, en hann nær ekkert. Þetta verður aö breytast. Landbúnaðurinn er engin ruslakista, sem fleygja á í brotum og smælki. Hann er alveg tryggur sjóö- ur, sem gefur því hærri vexti, sem meira er í hann lagt, og landflæmin bíöa hvervetna óræktuð. — Þá er nú hitt, aö þessir framleiöslu- tollar sjeu eins konar beinir skattar eða þeim jafngóðir, af því þeir fari eftir framleiöslunni. Þetta er alveg fráleitt. Þaö er sama sem aö segja, aö allur framleiðslustofn í landinu sje hrein eign, en þaö er vitanlega svo fjarri sem nokkuð getur veriö. — Dæmin XI. árg. Trygging fyrir aö fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að versla við V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnadarvörum Pappír cg ritföngum Sólaleðri og skósmíðavörum. Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. eru i hundraða tali, þar sem bláfátæk- ir framleiðendur veröa að klípa af bráðnauösynlegustu lífsnauösynjum til þess að láta upp í skuldir. Sjávarmaðurinn, fjölskyldumaöur- inn fátæki, hann getur ekki klipiö nema lítið af hlut sínum í munninn á konu og börnum. Hitt verður aö fara í skuldir. Sama er að segja um fjölda manna, sem á landbúnaði lifa. Kjötiö þeirra fer ekki til heimilisnota,það fer í skuldir. Þaö er ekki til neins aö segja aö menn versli of mikiö, þaö er svona samt. Og svo ef þessir menn vilja eitthvað til framkvæmda gera á ábýl- isjörðum sínum, þá verður það aö vera pynting á þeirra eigiö hversdags- líf. Aöra leið er ekki aö fara, hún er ekki til. Og síöan á aö leggja toll á framleiðslu þessara manna og telja hann eins konar b e i n a n skatt, sem byggist á hreinni eign. — Nei, það er ekki rjetta leiðin. Princípiö er rangt. Flestir óbeinir skattar eru vondir. Margir óhafandi, og það sumir af þeim, sem við búum nú undir. Þaö segir ekkert, þó mörgum finnist þeir betri en beinu skattarnir af þvi þeir borga mikið af þeim óafvitandi. Þeir eru ekki betri fyrir það. — Sem allra mest af beinum sköttum, bygöum á hreinni eign, hlýtur að vera hverri þjóð hollast, af því þeir eru rjettlát- astir. Svo er nú aö líta á það, hverjir sleppa við þennan framleiðsluslcatt, og kemur þá enn í ljós, hversu góð- ur tollstofn framleiöslan er. Þaö er öll kaupmannastjett landsins, allir embættismenn, sem ekki hafa fram- leiðslu, og allur einhleypur verkalýö- ur. Mundi það nú vera rjettlátt, ef framleiðslan yrði aðaltollstofn, að þessar stjettir slyppu viö skatt- greiðslu. Þar getur hver skapað sjer skoðun um, og fjölyröi jeg ekki um það. En það má taka það fram i þessu sambandi, að eins og nú stendur er mikið af þessum einhleypa verkalýö i sveitum landsins, sem margir tollar, er nú gilda, koma ekkert við, nema að því leyti sem í klæðnað fer, og er það hverfandi. Alt hvílir á framleiðendun- um eöa vinnuveitendunum. Jeg vil skjóta þvi hjer inn í, að þaö er ann- ars ilt, hvað tollur á vefnaðarvöru er miklum erfiöleikum bundinn, því annars er hún aö ýmsu leyti góður tollstofn og gæti um leið orðið til þess aö vernda inrilendan iðnað. Jeg hef nú leitast við aö sýna fram a það, að þingið geröi ekkert til þess meö skatti þessum aö vernda þá, sem þess þurftu helst við, og aö þessi nýi framleiðslutollur er órjettlátur og í engri lífsnauðsyn á lagður. Sýnist ekki annaö en vel heföi mátt unna framleiðendum óskertrar þessarar veröhækkunar, einkum þegar þess er gætt, að hiö háa verö á útlendu vör- unni er útlit fyrir að standi lengi. Aö endingu vil jeg taka þaö fram, aö það er ekki lengur vansalaust fyr- ir þjóð og þing að láta skattamálin liggja lengur á döfinni en búið er. Óhæfir bráðabirgðaskattar eru framlengdir þing eftir þing til þess að þurfa ekki að vinna að og koma í framkvæmd skattamálum landsins. Undirbúningur þessara skattamála var dýr. Þingið 1913 feldi þau eða frestaði þeim að ófyrirsynju. Siðan er ekkert um þau talað. Vörutollurinn komst á í margra óþökk og er mesti gallagripur. Hann var nokkurs konar örþrifaráð, til þess að fylla upp í það stóra skarð, sem varð þegar vínfanga- tollurinn hvarf, og átti ekki að gilda nema rjett í bráðina. En svona er það nú, hann lifir enn. Og svona er það með þessa tolla, sem á komast. Þeir reynast lífseigir. Reynslan staðfestir það. Alt af hægast að framlengja. Ef ekki lærdómur þá þrældómur. Það litur út fyrir, að formælendur þegnskylduvinnunnar ætli að fara sjer hægt að því að láta uppi skoðun sína á því, hvernig henni skuli fyrir komið. Enn þá hefur ekki annað feng- ist upp úr þeim en það, að þeir vilja koma henni á í „e i n h v e r r i m y n d“. Stafar þetta seinlæti sjálf- sagt frá undirmeðvitund þeirra um það, að þegnskylduvinnan hljóti að verða óvinsæl i hverri mynd sem hún birtist. Þeir vilja halda æskulýðnum í þeirri trú að vinnan verði sjerlega lærdómsrík og skemtileg; þetta verði einskonar yfirskóli allra annara skóla á landinu. En öðrum er talin trú um það, að þarna verði unnin einungis nauðsynleg vinna, aðallega eða ein- göngu vegavinna. Þetta verði stór- mikill sparnaður fyrir þjóðfjelagið; ný tekjulind fyrir landssjóðinn. Á- herslan verði lögð á það að hafa ag- ann strangann og fá sem mestu komið í verk. Það sem um er að ræða, er að fá það lögákveðið, að hver karlmaður á aldrinum 17—25 ára skuli skyldur að vinna i þarfir hins opinbera alt að 3 mánaða tíma í eitt skifti. Þeir fá ekki sjálfir neinu að ráða um það, hvar þeir inna þessa vinnu af höndum nje hvaða vinnu þeir skuli vinna, og ekki mega þeir kaupa sig undan þessari kvöð. Þeir eiga ekkert kaup að fá og spursmál hvort þeir fá fæði; flyt- jendur málsins eru jafn þögulir um það sem annað. — Hvað er þrældóm- ur ef þetta er það ekki? Að vísu er hann ekki æfilangur. I síðasta blaði Lögrjettu var birt- ur fyrirlestur, sem Matthías alþm. Ólafsson flutti í „Fram“ nýverið. Nokkurum utanfjelagsmönnum var boðið að hlýða á fyrirlesturinn, þeirra á meðal mjer. Það vantaði ekki að ræðan var nógu áferðarfalleg og vel flutt. Það helsta, sem við hana er að athuga, er það, að svo lítur út sem ræðumaður hafi vísvitandi forðast að koma nærri neinu því, sem skýrt gæti málið. Nokkrar athugasemdir vildi jeg leyfa mjer að gera við fyrirlesturinn, þótt þess gerist síður þörf vegna þess að Edílon Grímsson skipstjóri gerði það svo rækilega fundarkvöldið og Gísli Sveinsson yfirrjettarmálaflutn-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.