Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.01.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 19.01.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA ii 2. des. síöastl. átti stærsta verknaöarfyrirtæki Noregs io ára afmæli, en þaS er aflframleiöslan viö Rjúkanfossinn, og jafnframt er fyrirtækiS nú stórum aukiö með nýjum vjelum, enda er þaö nú oröiö mjög risavax- iö. Fjelagiö, sem á fyrirtækiö, ræöur nú yfir 300 þús. hestöflum, og á, þegar alt er komið í lag, aö geta framleitt 150 tonn af Noregs-saltpjetri á ári. Hjá fjelaginu vinna 4 þús. manna. Fyrirtækiö hefur kostaö of fjár. Forstööumaöur þess frá upphafi er S. Eyde, en helstu meöstarfsmenn hans hafa verið vísindamaöurinn Birkeland og Scott'-Hansen verkfræð- ingur. Hjer á myndinni er sýnd aflframleiöslustööin viö Rjúkan og uppi í horninu er mynd af Eyde framkvæmdastjóra. J ar ðy r kj ukensla í Eiuarsnesi. Næsta vor fer fram kensla i plæg- ingum.túnasljettun, lokræslu og garö- rækt í Einarsnesi í Mýrasýslu. Byrj- ar 14. maí og stendur yfir í sex vikur. Þeir, sem njóta vilja kenslunnar, sendi umsóknir sínar til Páls Jóns- sonar kennara á Hvanneyri, sem hef- ur kensluna á hendi. Stríðið. Af hverju Þjóðverjar hljóta að verða undir. Hvað lengi stendur stríðið? Ræöu um þetta efni flytur Jón Ólafsson rithöfundur næsta laugar- dagskvöld kl. 9 i Bárubúö. Aðgöngumiðar á 50 au. á fimtu- dag og föstudag i bókaverslunumlsa- foldar og Sigfúsar Eymundssonar. Einnig viö innganginn. Fundur í ,Fram£ næstkomandi laugardagskvöld, 22. þ. m., í Templarahúsinu, og hefst kl.8>^. Jón Þorláksson landsverkfræðingur talar um framtíðarhorfur í stjórn- málum. Einnig verður rætt um bæjarstjórn- arkosningarnar. landið vel og unni því mjög. Hann var náttúruvinur, einkum dýravinur meö afbrigðum, og var Mývatn því sjerstaklega heillandi fyrir hann. Bók- mentum landsins var hann vel kunn- ugur, las íslensku nokkuö og safnaði flestum þýskum ritum, sem snertu ís- land, og var þaö allmikið safn. Sá, er þetta ritar, komst af sjer- stakri tilviljun í nokkuö náin kynni viö Lissmann heitinn, og getur því vel borið um vináttuþel hans til íslands. Um mannkosti hans er það að segja, að jeg hef ekki kynst trygglyndari manni eöa raunbetri en honum, hvorki hjer nje annarstaðar. Með myndum sinum hefur hann kynt ís- land í landi sínu meira en margurveit. Aldrei er svo ritað um myndir hans, að íslands sje ekki við getið um leið, og andar jafnan sama hlýleika af dómunum sem af myndunum sjálfum. I síðustu brjefum, er hingað hafa bor- ist frá honum, er hann að vonast eftir friöi hið fyrsta og staðráðinn í að koma næsta sumar. Nú eftir fall Lissmanns gangast ýms listamannafjelög fyrir því, að efna til sýningar eftir hann í Ham- liorg; verður reynt aö ná í allar myndir eftir hann úr söfnum og eignum einstakra manna, til þess að sýna í einni heild. Vinnustofu hans og bústað, sem var eitt og hið sama, er haldið óbreyttu eins og hann skildi viö það og haft opið fyrir almenning; þar átti hann meðal annars ágætt safn af fuglum og fiðrildum. Óvíst er hvernig gengur að ná í allar hans myndir á þessa sýningu, t. d. um eina veit jeg, stóra og mjög fagra mynd frá íslandi, er Viktor Emanuel kon- ungur ítala keypti, og er óvíst að hann fari að senda myndina til Ham- borgar eins og nú stendur. Á r s æ 11 Á r n a s o n. Síðustu fregnir. Khöfn 15. jan.: „Austurrikismenn hafa tekið Cettinje.“ Það er höfuðborgin í Montenegró, sem Austurríkismenn hafa tekið, og má þá heita aö alt landiö sje á þeirra valdi, enda segja frjettir hingað, að stjórnin í Montenegró hafi leitað út úr landinu og til Skútarí, norðan til í Albaníu. En ekkert heyrist um þaö, að til skarar skríði í Albaniu, nje um aðgerðir ítalska hersins þar. En leifar Serbahersins, sem undan leitaði til Albaniu og Grikklands, segja fregn- i'nar að bandamenn hafi flutt yfir 1 Korfu, sem er stór grísk ey í Adríahafi vestan við suðurodda Al- baníu, skamt undan landi. Þar á aö hjúkra hermönnunum og hvíla þá um stund, enda voru þeir aöfram komnir af langvarandi sulti og erfiði. Bandamenn flytja stööugt nýjar og nýjar hersveitir á land í Salonikí, og láta þeir mikið yfir, hve vel þeir hafi búið þar um sig með víggirðingunum norðan við borgina, en herir miðveld- anna og Búlgara búast nú til að sækja þar á. Er það hart fyrir Grikki hlut- lausa, að þurfa að leggja ófriðar- þjóðunum til orustusvæði, því ekki getur hjá þvi farið, að mikil spjöll verði gerð þar bæði á landi og mann- virkjum, en íbúarnir á þessu svæði hafa fjölda-margir yfirgefið bústaði sína. Það heitir þó svo, bæði frá hálfu bandamanna og miðveldanna, að Grikkir eigi síðar að fá bætur fyr- ir það tjón, sem þeir verða fyrir af þessum ágangi. Frakkar eru þarna miklu fjölmennari en Englendingar og er yfirstjórn bandamannahersins þar í þeirra höndum. Nú lengi hefur í frjettum hingað ekkert verið getið um hinn mikla her, sem Rússar höfðu stefnt saman í Bessarabíu, og er af þvi auðsætt, að engar tilraunir hafa þeir gert til þess að koma honum til Búlgariu eft- ir að Rúmenar neituðu honum farar- leyfis um land sitt. En hitt má vera, að her Rússa í Galizíu hafi komið styrkur frá þessum her, þvi símfrjett- irnar hingað segja stöðugt frá bar- dögum þar og lítur út fyrir að þeir sjeu fast sóttir frá beggja hálfu, því ýmist er sagt frá framsókn Rússa þar, eða hörðum gagnárásum frá Austur- ríkismönnum. Annarstaðar en þar er ekki sagt frá orustum nú, svo að nokkuð kveði að. Nýtt símskeyti. Eftir að það var skrifað, sem hjer fer á undan, fjekk Lögr. nýtt sím- skeyti svohljóðandi: Khöfn 18. jan.: „Friður í Monte- negró. Bandamenn setja her á land í Pireus." Þetta skeyti flytur undarlegar og óvæntar frjettir. Að friður sje í Montnegró mun að eins eiga að merkja það, að landið sje nú á valdi Austurríkismanna og engin mótstaða þar gegn þeim. En hitt er óvænt, að bandamenn skipi upp her í Pireus, sem er hafnarborg Aþenu, höfuðstað- ar Grikklands. I viðureigninni við miðveldin er ekki sýnilegt að þeir hafi rieitt með her að gera á þeim stöðv- um. Hitt er þá næst að ætla, ef skeyt- ið er áreiðanlegt, að þeir sjeu að bú- ast til að taka Grikkland. Því til- gangurinn með landsetningu hers þarna, ef hún ætti að vera gerð með vilja og samþykki Grikkja, er óskilj- anlegur. Líklegast er því, að þeir telji Grikki sjer óvinveitta og þykist vita, að þeir muni verða á bandi miðveld- anna, þegar á herði, og sje þá með þessu slitið friði milli Grikkja og Bandamanna. Um Montenegrómenn segja aðrar frjettir hingað, að þeir hafi beðist friðar. ÁRAMÓTAVÍ SA. Ár er liðið. En líttu yfir sviðið: laugast hæðir í dreyra-flæði. Dýr er fórn sú, er drotnar og stjórnar djöfullinn sjálfur í heilli álfu. Fjölgar nú sárum yngisárið, ellegar lýsir friðardísum? Skín ei í vonum karls og konu kærleiksstjarnan á grimdar-hjarnið ? J a k. T h 0 r. Frjettir. íslenskur böglapóstur teptur í Eng- landi. Forstjóra Eimskipafjel. barst í gær símskeyti þess efnir, að bögla- pósturinn, sem Gullfoss hafði með- ferðis hjeðan til Khafnar, hafi verið tekinn á land af bretskum yfirvöld- um í Lerwick, til þess að hann yrði skoðaður. Alls höfðu 10 böglapokar verið með skipinu. Tiltölulega fáir böglar áttu að far til Þýskalands — mest- ur hluti þeirra til Danmerkur. Gullfoss liggur enn í Lerwick og ekkert skeyti hefur komið um það að skipið sje farið þaðan. Samkvæmt símskeyti, sem hingað barst í gær frá skipstjóranum á ís- landi, sem nú er á leið hingað frá Kaupmannahöfn, hafa bretsku yfir- völdin í Leith lagt hald á böglapóst- inn, sem það skip hafði meðferðis hingað, vita menn ekki hve mikill sá póstur er, en líklegt þykir að rann- sókn á póstinum hafi tafið skipið í Leith. Það mun og vera ófarið það- an enn. Morgunbl. Veðrir. Síðastl. föstudag var snjó- veður og nokkurt frost, en síðan gott veður, og í gær hláka og rigning öðru hvoru í stríðið. Hjeðan fór um daginn, með „Gullfossi", ungur maður, Steinn sonur Guðm. Emíls prests á Kvía- bekk, og ætlaði í þjónustu Rauða krossins hjá Frökkum. Hann hafði verið í mentaskólanum frá því í haust, í 4. bekk, og var áður gagnræðingur íráAkureyri, en sagði sig nú úr skóla. Gerði ráð fyrir að taka síðar stú- dentspróf í Khöfn og lesa jarð- fræði. Fyrirlestur Jóns ólafssonar um ó- friðin, sem auglýstur er hjer í blað- inu, verður án efa fróðlegur, en eink- um mun hann líta á stríðið frá sjón- armiði Englendinga. Landkosningafundurinn við Þjórs- árbrú er í dag. „Suðurland“. Þorfinnur Kristjáns- son prentari hjeðan úr Rvik hefur leigt prentsmiðjuna á Eyrarbakka og blaðið „Suðurland“ næsta ár. Verð- ur hann sjálfur ritstjóri þess. Bæjarstjórnarkosningarnar eiga að fara fram hjer í bænum 31. þ. m. List- arnir munu verða þrír og er listi „Fram“-fjelagsins þannig: JónÞorláksson landsverkfræðingur, Thor Jensen kaupmaður, Guðm. Gamalíelsson bókbindari. Pjetur Halldórsson bóksali, Flosi Sigurðsson trjesmiður. Röðin á listanum var ekki rjett i síðasta tbl. Tr. Gunnarsson vildi ekki gefa kost á sjer áfram. Annars verð- ur nánar minst á bæjarstjórnarkosn- ingarnar í næsta blaði. Landsbankinn. Svar er nú nýlega komið frá gjaldkeranum upp á kæru bankastjórnarinnar, en ekkert hefur verið úrskurðað um málið enn. 4 nýir bílar komu hingað frá Ame- riku með „Vesla“, alt Overlands-bil- ar, til Jónatans Þorsteinssonar. Tveir af þeim eru til fólksflutninga, en hinir til vöruflutninga. Eyrbekkingar hafa keypt tvo af þeim, segir „Morg- unblaðið“, en hinn þriðji er seldur hjer í bænum. Samverjinn er nú tekinn hjer til starfa i bænum á sama hátt og und- anfarna vetur og á sama stað, í Templarahúsinu; byrjaði 12. þ. m. Fyrsta daginn var þar úthlutað 88 máltíðum, annan daginn 144, þriðja 136, fjórða 161, og hefur aðsóknin síðan farið vaxandi. Mest eru það börn, sem koma, en þó einnig nokkuð af fullorðnu fólki. Ýmsir hafa, eins og áður, gefið til fyrirtækisins, og er það vel gert, að styrkja það. For- gangsmennirnir eru sömu og áður. Fisksala í Englandi. Þessir botn- vörpungar hjeðan hafa selt afla íEng- landi undanfarna viku: Rán fyrir 1900 pd. sterling eða nál. 34 þús. kr.; Ingólfur Arnarson fyrir 3510 pnd. sterl. eða nál. 63 þús. kr., þar af salt- fisk fyrir 1080 pnd.; Earl Hereford fyrir 2425 pnd. sterl., eða rúml. 43 þús. kr.; Eggert Ólafsson fyrir 2600 pnd. sterl., eða nál. 46^2 þús. kr.; Maí fyrir 1660 pnd. sterl., eða tæpar 30 þús. kr. Enskir botnvörpungar eru nú sagð- ir um 40 við veiðar hjer við land, og komu tveir inn hingað í fyrra dag. Trúlofuð eru á Hólmavík í Stein- grímsfirði á gamlársdag síðastl. Jak- ob Thoarensen skáld og ungfrú Borghildur Benediktsdóttir. Jakob fór norður hjeðan skömmu fyrir há- tíðarnar í vetur. „Liljan“ heitir dálitið mánaðarblað, sem skátafjelagið hjer i bænum er farið að gefa út. Ábyrgðarmaður er A. V. Tulinius, en afgreiðslumaður Guðm. H. Pjetursson prentari. Kost- ar 60 au. árg. Hadda padda hefur nú síðan á jól- um verið leikin hjer 11 sinnum og oftast vel sótt. Botnvörpungur keyptur. Botnvörp- ungur hefur fyrir skömmu verið keyptur í Hollandi af hlutafjelaginu „Haukur“ hjer í bænum og fóru menn með „Gullfossi“ síðast til þess að sækja skipið. Hróarstunguhjerað. Þar var Guðm. Þorsteinsson skipaður læknir 20. f. m., áður læknir í Þistilfjarðarhjeraði, en hafði um tíma að undanförnu þjón- að Hróarstunguhjeraði. Læknissetrið er nú í Borgarfirði. Brýr, vegir og vitar 1915. Síðastl. ár voru brýr bygðar á Hamarsá íGeit- hellnahreppi, Síká í Hrútafirði og Langadalsá í Norður-ísafjarðarsýslu, alt steinsteypubrýr, og er hin fyrst- nefnda 35 metrar, önnur 32 og hin þriðja 24 metrar á lengd. í stað gam- alla trjebrúa voru bygðar steinsteypu- brýr á Langá á Mýrum, 20 metra, Bólstaðahliðará, 13 metra, og Sæ- mundará á Vatnsskarði, 12 metra. Við tvær flutningabrautir var lokið sið- astliðið sumar, Reykjadalsbraut og Eyfirðingabraut, og auk þess unnið að Húnvetningabraut, Skagfirðinga- braut og Grimsnessbraut. En að þjóðvegum var unnið áStykkishólms- vegi, Hróarstunguvegi, Hörgárdals- vegi, Krossárdalsvegi og víðar. Vitar voru bygðir á Grímsey i Steingríms- firði, við Malarhöfn í Steingrims- firði og Hólmavík í Steingríms- firði, og unnið að vitabygging á Ing- ólfshöfða, en eftir að setja hann upp. Sjómerki voru sett á ýmsum stöðum, svo sem við Raufarhöfn, á Stein- grímsfirði og viðar. Sjóvarnargarður var bygður á Siglufjarðareyri. Þegar Lögr. var 5 ára, gaf hún skuldlausum kaupendum sínum, sem borgað höfðu alla árgangana, kaup- bætir, eða verðlaun fyrir skilsemina. Nú um áramótin er blaðið 10 ára, og gefur nú öllum skuldlausum kaup- endum sínum, sem verða áskrifendur áfram, einhverjar af þessum bókum, og geta kaupendur valið um, hverjar af þeim þeir vilja fá, svo lengi sem bækurnar endast, hver um sig: 1. Baskervillehundinn, eftir A. Conan Doyle og hefti af „Sögusafni Reykjavíkur“. 2. Oliver Tvist, eftir C. Dickens. 3. Percival Keene fyrir hálfvirði, eða 1 kr., og auk hans eitt hefti af „Sögusafni Reykjavíkur“ og „Næstu harðindin“ eftir G. Björn- son landlækni. 4. 2 hefti af „Sögusafni Reykjavík- ur“, „Þrjár sögur“ gefnar út af Lögr. 1909 og „Næstu harðindin‘‘. Þeir, sem ekki taka kaupbætirinn á afgreiðslu blaðsins, Bankastræti 11, en óska að fá hann sendan sjer, verða að senda afgreiðslumanni, t. d. í frí- merkjum, 18 au. Þeir, sem kjósa 3. flokk, sendi, auk burðargjalds, 1 kr. Útgefendurnir. við Kaupfjelag Húnvetninga er laus frá ársbyrjun 1917. Þeir, sem vilja sækja um stöðu þessa, sendi Jóni Kr. Jónssyni bónda á Másstöðum um- sóknir sínar fyrir 15. apríl n. k. Hann veitir þeim, er hafa í hyggju að sækja um stöðuna, upplýsingar henni við- víkjandi, ef þess er óskað. „Landið“ heitir nýtt blað, sem farið er að koma út hjer í bænum. Ritstjóri er mag. Jakob J. Smári, en af- greiðslumaður Loftur Gunnarsson, sem áður var við „Vísi“. Blaðið á að verða málgagn „þversum-manna“. Undirfellskirkja. Or Húnavatns- sýslu er skrifað: „Undirfellskirkja hin nýja var vígð 22. sd. e. Tr. Síð- astliðinn. Auk prófasts, sem vígði kirkjuna, voru þar viðstaddir prest- arnir sjera Jón Pálsson og sjera Lud- vig Knudsen. Athöfnin fór fram eins og venjulegt er. Guðsþjónustan öll var hin ánægjulegasta og margt fólk sam- an komið, bæði úr sókninni og nokk- uð utansóknar, og var þetta þó á þeim tima haustsins, þegar annir eru mestar. — Nýtt lag, fallegt og kirkju- legt, var þar sungið, eftir Þorstein Konráðsson bónda á Eyjólfsstöðum. — Margt hefur verið skrifað og skráð í sambandi við kirkjubyggingu þessa, ' en um húsið sjálft er alt hið besta að segja. Það er traust, vandað og vel frá öllu gengið, og prýðis fallegt. Væri gott ef segja mætti, að víða til sveita væru jafngóð kirkjuhús, en það er öðru nær en svo sje. Forsíðumyndin á „íslensku söngva- safni“. Myndin eftir Rikharð Jónsson myndhöggvara, sem prentuð er fram- an á kápuna á söngvahefti þeirra Sig- fúsar Einarssonar og Halldórs Jón- assonar, sem nýlega er út komið, hef- ur tekið nokkrum breytingum Við prentunina. Myndin er af dalverpi, sem á fellur eftir í gljúfrum, og pilti og stúlku, er sitja þar yfir ám. Standa þau sitt hvoru megin árinnar og er drengurinn að þreyta söng sinn við árniðinn til skemtunar fyrir starf- systur sína. Myndin vekur þvi hug- næmar endurminningar hjá hverjum þeim, er í æsku hefur setið yfir ám i fögru landslagi blíða sumardaga. En breytingar þær, sem gerðar hafa ver- ið á myndinni eru að ærnar hafa verið endurteiknaðar, gerðar lagðstyttri og settar á þær langar rófur, líkt og á erlendu fje er víðast. Þessar breyt- ingar munu hafa verið gerðar í góðri trú, af þeim er sáu um prentun mynd- arinnar; hafa þeir haldið að hjer væri um fljótfærni eður ónákvæmni að ræða hjá listamanninum, þar þeir

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.