Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.01.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 26.01.1916, Blaðsíða 3
LOGRJETTA Forsetar Alþingis hafa ákveSi?5, að selja fyrst um sinn bókasöfnum og lestrarfjelögum hjer á landi Alþingistíðindi 1845—1905 fyrir 50 króniir, auk burðargjalds. Einstaka árganga Alþingistíðindanna frá sama tímabili hafa forsetar ákveðið að selja bókasöfnum og lestrarfjelögum á i kr. 50 aura, auk burð- argjalds. Enn fremur hafa forsetar ákveðið, að selja bókasöfnum og lestrarfje- lögum fyrst um sinn Landsreikiiiiig'ana 1884—1913 fyrir 10 krónur, auk burðargjalds. Þetta verð á Alþingistíðindum og Landsreikningum nær AÐ EINS til bókasafna og lestrarfjelaga hjer á landi. Skrifstofustjóri Alþingis veitir pöntunum móttöku og annast afgreiðslu til hlutaðeigenda, þó því að eins, að borgun fylgi pöntunum og trygging sje fyrir burðargjaldi af ‘hálfu kaupanda. Þjórsárbrúarfundurinn. Bændafundurinn við Þjórsárbrú, sem áður hefur verið sagt frá hjer í blaðinu að til stæði, var haldinn 19. þ. m. Á annað hundrað manns sótti fundinn. Fundarstjóri var sjera Kjart- an Helgason. Gestur Einarsson á Hæli tók fyrstur til máls, skýrði til- efni fundarins og hvatti til samtaka meðal bænda við landskosningarnar. Urðu síðan umræður um þetta, og mæltu ýmsir með, en aðrir á móti. Einkum var það sjer Eggert Páls- son alþm., sem í móti mælti, og kvað það geta orðið til skaða en engra bóta í landinu, að menn færu að fylkja sjer til þingkosninga eingöngu eftir stjettum, og því óráð, að bænd- ur egndu aðrar stjettir til~þess með því að koma fram með sjerstakan bændalista. Þó voru fleiri, sem hjeldu hinu fram, og var kosin 17 manna nefnd til þess að koma með tillögu um lista. Varð listi hennar eins og hjer segir. 1. Sigurður Jónsson bóndi á Ysta- felli í Þingeyjarsýslu. 2. Ág. Helga- son bóndi í Birtingaholti í Árnes- sýslu. 3. Guðm. Ólafsson bóndi á Lundum í Mýrasýslu. 4. Metúsalem Stefánsson á Eiðum í N.-Múlasýslu. 5. Halldór Þorsteinsson skipstjóri í Reykjavík. 6. Lárus Helgason bóndi á Kirkjubæjarklaustri. 7. Þórður Gunnarsson útvegsbóndi á Höfða við Eyjafjörð. 8. Stefán Guðmundsson bóndi á Fitjum í Borgarfj.sýslu. 9. Sveinn Ólafsson bóndi í Firði í Mjóa- firði. 10. Snæbjörn Kristjánsson bóndi í Hergilsey á Breiðafirði. 11. Björn Sigfússon bóndi á Kornsá í Húnavatnssýslu. 12. Guðm. G. Bárð- arson á Kjörseyri í Strandasýslu. Listi þessi var samþyktur af fund- inum og síðan kosin 7 manna nefnd til þess að koma honum á framfæri, útvega heimild þeirra, sem á listann voru settir, fyrir nöfnunum 0. s. frv. I nefndina voru kosnir: Magnús á Reynisvatni í Skf.s., Einar í Miðey í Rv.s., sjera Kjartan í Hruna, Gestur á Hæli, Vigfús í Engey, Jósef á Svarfhóli og Andrjes í Siðumúla. Sagt er að þeir hafi heimild til að breyta listanum, en líklega nær þó sú heim- ild að eins til þess, að fylla þau skörð, sem þar kynnu að verða, ef einhverj- ir af þeim, sem þar eru nú, vildu ekki leyfa að nöfn sín væru þar. Sagt er, að leyfi tveggja þeirra efstu sje þegar fengið. Hafði Jón frá Ystafelli, sonur Sigurðar, verið stadd- ur á fundinum og skýrt frá, að faðir sinn mundi gefa kost á sjer á listann, en Ágúst í Birtingaholti var sjálfur á fundinum. í einu blaðinu hjer í bæn- um, sem er listanum yfir höfuð mjög móthverft, er sjerstaklega fundið að því, hver maðurinn sje þar efstur, og sagt, að annar maðurinn í röðinni hefði átt að vera það. En þetta er fjarstæða. Efsti maðurinn er miklu landskunnari maður og hefur haft miklu meiri afskifti af opinberum málum en hinn, sem er í öðru sæt- inu, að þeim manni í alla staði ólöst- uðum þó. Annars felst Lögrjetta að öllu leyti á mótbárur þær, sem sjera Eggert Pálsson kom fram með á fundinum gegn ]iví, að bændur kæmu fram með sjerstakan lista. Og enga breytingu gerir það á því, þótt á þennan lista, sem upphaflega átti að vera land- bændalisti, sje nú tekinn einn skip- stjóri og tveir sjávarbændur. Megin þorri fundarmanna var úr Árnesssýslu og Rangárvallasýslu. Sagt er að Árnesingar hafi yfirleitt verið því fylgjandi, að koma fram með listann, en Rangvellingar síður. Margir af fundarmönnum höfðu ekki greitt atkvæði, hvorki með nje móti, og voru 70 atkv. greidd, þegar flest var. Fundurinn stóð frá hádegi til kl. 6 um kvöldið. Enn bruni í Noregi. Fregnir hafa að nýju komið um stórbruna í Noregi, og nú er það bærinn Molde, sem brunnið hefur. Þar kom eldurinn upp 22. þ. m. og brann mikið af bænum. 1000 menn voru taldir húsnæðislausir og tjónið metið 4 milj. kr. Molde er við Romsdalsfjörðinn, lít- ill bær, með eitthvað á 3. þús. íbúa, en kunnur fyrir landslagsfegurð og kemur þangað mikið af ferðamönn- um. Vilhjálmur Þýskalandskeisari dvaldi oft í þessum bæ á Noregsferð- um sinum. Líklega verða listarnir við kosn- inguna 31. þ. m. ekki nema þrír: 1 frá fjelaginu „Fram“, og var hann prentaður í síðasta tbl., 2. frá Langs- um-mönnum, 3. frá verkmannafjelag- inu „Dagsbrún“. Um það, sem ráðið hefur mannavali á lista fjel. „Fram“ eða Heimastjórnarmanna, skal hjer farið nokkrum orðum. Það er álit þeirra, sem að listan- um standa, að Jón Þorláksson lands- verkfræðingur megi ekki missast úr bæjarstjórninni, fyrst og fremst vegna þekkingar hans á bæjarmál- um alment og góðra og mikilla hæfi- leika til þess að verða þar bænum að gagni. I öðru lagi vegna sjerþekking- ar hans á öllum verknaðarmálum bæj arins. 1 þriðja lagi vegna eins máls, sem nauðsynlegt er að farið verði að hrinda áleiðis, en það er, að koma upp rafmagnsstöð i bænum. Það mál þarf að eiga forvígismann i bæjarstjórn- inni, og til þess er hann allra manna best fallinn, enda hefur hann verið formælandi þess máls áður. Thor Jensen kaupmaður er mikil- virkasti framkvæmdamaður þessa bæjar. Ef nokkuð á að verða úr því nauðsynjafyrirtæki, að bærinn eign- ist botnvörpung og geri liann út, þá liggur það í augum uppi, að nauðsyn- legt er að kjósa inn i bæjarstjórnina mann, sem getur lagt þar orð til þeirra mála af verulegum kunnug- leik og þekkingu. Verkmannafjelag- inu er þetta mikið áhugamál, eins og eðlilegt er. En vilji verkamenn stuðla að gagni að framkvæmd þess, þá er það ráð fyrir þá að kjósa nú Th. J. inn í bæjarstjórnina og fela honum þar að koma málinu fram. Það væri skynsamlegra en hitt, að berjast nú móti kosningu þess manns til þess að koma að öðrum, sem að litlu liði geta orðið málinu, hversu góðan vilja, sem þeir hafa til þess. Verkamenn og iðnaðarmenn eiga líka góð fulltrúaefni á „Fram“-list- anum úr sinum flokki, þar sem eru þeir Guðm. Gamalíelsson og Flosi Sigurðsson. Templarar eiga öflugan forvígis- mann á listanum, þar sem er Pjetur Halldórsson, og auk hans einnig þeir Guðmundur og Flosi. Nöfnunum á listanum geta menn, eins og kunnugt er, raðar, svo að hver kjósandi um sig á kost á því, að veita mest fylgi þeim manninum, sem hann helst vill kjósa. Skinlaxi og begnskylduuinnan. I janúarblaði Skinfaxa ungmenna- fjelagsins rakst jeg nýlega á greinar- korn um þegnskylduvinnuna. Þar eð margt í grein þessari er að ýmsu leyti ádeila til „Framtíðarinn- ar“, fjelags efri deildar Mentaskólans, fyrir afskifti hennar af málinu, og þar eð mjer virðist höf., eftir grein- inni að dæma, eigi jafn kunnur af- stöðu hennar til málsins eins og hann gefur í skyn, þá tel jeg mjer skylt, sem einn þeirra manna, sem kosnir voru af „Framtíðinni“ til að athuga þegnskylduvinnuhugmyndina, að gera nokkrar athugasemdir við greinina. Höf. fer nokkrum orðum um hug- mynd ungmennafjelagsins og for- göngumannsins um þegnskylduvinn- una, þegar hún var sem mest á döf- inni hjer áður. Segir hann að þeir hafi hugsað sjer hana sem nokkurs konar „verklegan skóla fyrir lífið og jafnframt til skemtunar“. En seinna í grein sinni kemst höf. svo að orði: „Nú á þegnskylduvinnan að vera e i n- göngu erfiðisvinna,* .... hugmyndin orðin gerbreytt, vinn- an orðin að persónuskatti á þjóðina.“ Mjer er það fullkunnugt, að eng- ir þeir, sem voru málinu fylgjandi í „Framtíðinni", hvorki nefndin eða aðrir, hafa haft þá hugmynd um þegnskylduvinnuna, sem höf. Skin- faxagreinarinnar telur ríkjandi nú. Skal jeg til þess að sýna mönnum fram á, að „Framtíðin“ gengur s ö m u götu og forvígismaður þessa máls, sem sje hr. Hermann Jónasson, geta þess að nefndin átti tal við hann um málið, og varð jeg eigi var viö annað en að sama hugmydin vekti fyrir báðum. Auk þess vil jeg leyfa mjer að tilfæra hjer nokkur atriði úr áliti Framtíðarnefndarinnar: „Það er af tveimur aðalástæðum, sem vjer erum þegnskylduvinnunni fylgjandi. Vjer ætlum hana verða besta alþýðuskóla þjóðarinnar og mjög til þess að bæta landið og landsmenn. — Vjer ætlumst til þess, að í þegnskylduvinnunni læri menn hlýðni, samtök, stundvísi 0g stjórn- semi. — Sjerstaklega vonurn vjer að hin verklega kensla, sem hún á að veita, verði til mikils góðs, þar eð vjer álítum að hjer á landi sje mikil þörf á slíkum a 1 m e n n u m v i n n u- s k ó 1 a.“ Með þessum útdrætti vona jeg að mjer hafi tekist að sýna fram á að það er e k k i r j e 11, sem höf. segir, að hugmyndin sje orðin gerbreytt. „Framtíðin“, sem fyrst vekur máls á þessu nú, forvígismaðurinn og flytj- andi málsins á þingi, hafa allir bygt á sama grundvelli,sem sje gömlu hug- myndinni, nema hvað þeir allir hafa hugsað sjer málið að einhverju leyti i sambandi við vinnuvísindin. Þvi það er eigi nóg, komist þessi þegnskyldu- vinna á, að hún kenni mönnum vinnu- brögð, heldur þau r j e 11. Hvað persónuskattinn snertir, sem höf. talar um í grein sinni, þá er því til að svara, að sje þegnskylduvinnan „persónuskattur á þjóðina" n ú, þá hefur hún einnig verið það á ð u r, það leiðir af sjálfu sjer, þar eð hugmyndin er ein og hin sama. Ennfremur talar höf. um að engir verkstjórar sjeu til, sem trygging sje fyrir að mikið megi af nema, og má það vel vera. En jeg efast eigi um það, að þing og þjóð muni fúslega styrkja einhverja góða menn til náms í því skyni. Peningunum hefur oft verið ver varið. * Leturbr. mín. Að endingu skal jeg geta pess, að mjer þætti leitt ef ungmennafjelögin, sem svo víða eiga itök hjer á landi, skyldu verða til þess að bregðast þessari hugsjón, sem þau mest og best báru fyrir brjósti fyrir skemstu, að eins sökum þess að málið kemur nú úr annari átt. Væri það sorglegur vottur tómlætis og festuleysis. Sigurður Grímsson. Frjettir. Bæjarlán. 600 þús. kr. lán er bæj- arsjóður í þann veginn að taka í veð- deild Landsbankans. En þar sem nú er óhægt um að selja veðdeildarbrjef, tekur bærinn aftur lán út á þau, 200 þús. kr. í Landsbankanum og 300 þús. kr. í íslandsbanka. Lán þetta er tekið til þess að borga með önnur lán, svo sem lán, sem bærinn hefur tekið hjá hafnarsjóðnum. Verðlagsnefndin og mjólkin. Verð- lagsnefndin hefur felt úr gildi úr- skurð sinn um, að hámarksverð á mjólk hjer i bænum skyldi vera 22 au. Mjólkursalar risu upp og mót- mæltu því, að þeir gætu sjer að skað- lausu selt mjólkina á þessu verði. Verðlagsnefndin hefur auglýst, að á- stæðan fyrir því, að hún hafi felt verðlag sitt úr gildi, sje sú, að út- lent kúafóður, maísmjöl, hafi hækk- að í verði. Nú er mjólkin seld á 24 au. pt. Mannalát. Sunnudaginn 16. þ. m. andaðist að heimili sínu, Bæ við Hrútafjörð, merkisbóndinn Guð- mundur Bárðarson, faðir Guðm. G. Bárðarsonar náttúrufræðings og bónda á Kjörseyri. Hann var kominn á 70. aldursár, fæddur 1846. Tvö síð- ustu árin átti hann við mikla van- heilsu að stríða, þvi likamskraftarnir voru að þrotum komnir, eftir 40—50 ára fyrirmyndar starfsemi og atorku á búskaparbrautinni. Helstu æfiat- riða Guðmundar sáluga er minst í Óðni nýlega. Nýlega er dáinn í Khöfn Þorgrím- ur Stefánsson stýrimaður hjeðan úr bænum. Alþingistíðindin og Landsreikn- ingarnir. Menn skyldu veita eftirtekt auglýsingunni hjer í blaðinu frá skrif- stofu alþingis um sölu Alþingistið- inda og Landsreikninga. Annað eins tilboð ætti ekkert bókasafn nje lestr- arfjelag að láta ónotað, því sjálfsögð eign eru þessar bækur fyrir þau öll, og verið er svo lágt, að ritin mega heita því sem næst gefin. Kvennalisti er nýkominn fram til bæjarstjórnarkosninganna 31. þ. m., og eru á honum 2 kvennmenn og 3 karlmenn, í efsta sætinu frk. Inga L. Lárusdóttir. Læknir fótbrotnar. Mrg.bl. segir þá fregn, að Halldór læknir Stefáns- son hafi fótbrotnað 18. þ. m. og hafi Gunnl. Þorsteinssonar læknis á Þing- eyrum verið vitjað til þess að binda um meiðslið. Viðgerðin á Goðafossi í Khöfn, eft- ir skemdirnar á Húnaflóa síðastliðið haust, hefur kostað 42 þús. kr. og borgar vátrygging skipsins það. Lífsábyrgðarfjel. Danmark hefur, samkvæmt skýrslum frá stjórnarráð- inu, hlotið löggilding hjer á landi og hefur hjer varnarþing, sbr. auglýs- ing hjer í blaðinu. Gagnvart þeim, sem kynnu að telja það eigi ábyggi- legt, skulum vjer geta þess, að aðal- forstjóri þess er einhver helsti þjóð- megunarræðingur Dana, V. F a 1 b e- H a n s e n konferensráð, konungkj. landþingsmaður. Er vátryggingar- fjárhæð fjelagsins 90 milj. króna, en eignir þess 21 milj. kr. Þarf þvi eng- inn að óttast, að það sje eigi ábyggi- legt. Ríkissjóður Dana tryggir þar fjölda af starfsmönnum sínum, sjer- staklega þá, sem gegna póststörfum og járnbrautarstörfum, sem sýnir best álit fjelagsins heima fyrir, og ber ljósastan vottinn um áreiðanleik þess. Það er Þorv. Pálsson læknir, sem veitir alla nánari vitneskju um fje- lagið. Hjúkrunarfjelag er nýstofnað í Viðidal fyrir forgöngu ekkjunnar Guðbjargar Ólafsdóttur á Söndum. Fjelagið heitir „Björg“ og var stofn- fundurinn á Lækjarmóti 24. þ. m. „ísland“ er nú í Vestmannaeyjum á leið frá útlöndum. Þetta blað er prentað á þriðjudags- kvöld. 15 ísl. bögglapósturinn í Englandi. 19. þ. m. fjekk stjórnarráðið skeyti frá skrifstofu sinni i Khöfn, er seg- ir að bögglapósturinn hjeðan, sem sendur var með Gullfossi um dag- inn og frá er sagt í síðasta tbl., hafi verið tekinn í Leith og sendur suður til London til rannsókna. Striðið. Síðustu frjettir. Ekkert hefur orðið úr friðargerð milli Austurrikis og Montenegró. Montenegrómenn, eða stjórn þeirra og konungur, vildu ekki ganga að þeim friðarkostum, sem Austurrílcis- menn settu. Nikíta konungur er nú farinn til ítalíu og landið á valdi Austurríkismanna. Síðustu fregnir segja, að 35 þús. af hermönnum Montenegrós hafi gefist upp. Stjórn Serbíu er nú komin til Korfu, ásamt leifunum af her þeirra. Hafa bandamenn án efa tekið sjer óll umráð yfir þeirri ey, enda þótt hún sje grisk. En hitt virðast þeir hafa gefið upp, að halda Albaníu, og segja frjettir hingað, að Italir sjeu að flytja her sinn burtu þaðan. Vil- hjálmur fyrv. Albaníufursti var með her Búlgara, þegar hann lagði í leið- angurinn vestur eftir Balkanskagan- um, og hefur þá þegar verið gerð einhver áætlun um það milli mið- veldanna og Búlgaríu, hvað gerast skyldi í Albaníu, ef svo færi sem nú er orðið. Og nú munu standa yfir ráðagerðir um framtíð þeirra Balk»n- landa, sem tekin hafa verið, því Vil- hjálmur Þýskalandskeisari, Falken- hayn yfirhershöfðingi og Ferdínand Búlgarakonungur eru nú í Serbíu, í Nisch. Ekkert skríður til skara enn við Saloniki, og engar nýjar fregnir hafa komið um landsetningu bandamanna- hersins i Píreus. I Galizíu er alt af barist, og síðustu fregnir segja, að Rússar sæki nú á í Kákasus. En her Englendinga í Mesopotamíu er nú sagður þvi sem næst umkringdur og yfirunninn af Tyrkjum. Nixon yfir- foringi hans hefur sagt af sjer her- stjórninni, en við hefur tekið Percy Lake, sem að undanförnu hefur ver- ið formaður herstjórnarráðs Eng- lendinga i Indlandi. Enski herinn er nú i Kut-El-Amara og kvað sitja þar fastur. Eru það nál. 10 þús. her- manna. En hjálparlið, sem Englend- ingar sendu áleiðis þangað, var stöðvað af Tyrkjum á leiðinni. Það er sagt að þýski hershöfðinginn von Göltz sje nú þar eystra og stjórni árásum Tyrkjahersins. Afstaða Þýskalands í heiminum. „Hamb. Fremdenbl.“ flytur 5. des. útdrátt úr fróðlegri ræðu eftir dr. Paul Rohrbach um þetta efni. Hann segir það mjög villandi, að ætla að höfuðmálefni stríðsins sje þegar leyst. En þó sje svo komið, að menn geti nú farið að gera sjer hugmynd um, hvaðan friðarins sje að vænta. Það megi ætla, að hann komi frá Austurlöndum. Það er augljóst, seg- ir hann, að Frakkar og Englending- ar geta ekki búist við að rjúfa her- línu Þjóðverja að vestan, að Rússar geti ekki hrakið Þjóðverja aftur úr löndum þeim, sem frá þeim hafa ver- ið tekin, og að ítalir geta ekki yfir- unnið Austurrikismenn þar sem þeir eigast við. Aftur á móti megi við því búast, að miðveldin sæki fram yfir Búlgaríu og Konstantínópel, gegn um Litlu-Asíu, Sýrland og Palestínu, til Egiftalands, og að þau neyði Englendinga þar til friðar. Það sje jafnvel hugsanlegt, að Englend- ingar bíði þess ekki, að svo langt verði gengið, heldur komi áður með friðartilboð, þvi hugir manna í Eng- landi sjeu áhyggjufullir. Og þegar vel útbúinn leiðangur frá hálfu Tyrkja og Þjóðverja sje hafinn til Egifta- lands, þá sje enginn vegur til þess fyrir Englendinga, að hefta hann; þeir geti eigi annað gert en beðið hans við Suesskurðinn. Taki þeir sjer þá herstöðvar austan skurðarins, eins °g heir hafa gert, þá sje aðstaða þeirra hættuleg, með skurðinn að baki sjer. En velji þeir sjer herstöðv- ar vestan skurðarins, þá geti þeir ekki hindrað mótstöðumennina frá því, að hefta alla skipaumferð um skurðinn með stórskotaliði sínu. Höf. sýnir svo fram á, hversu mik- ils virði yfirráðin i Egiftalandi sjeu

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.