Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.02.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 02.02.1916, Blaðsíða 2
i8 LÖGRjtfTA LÖGRJETTA kemur lít á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á lslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí, Byggið landid. Brjef úr Húnavatnssýslu. ÞaS er hryggilegt aS hugsa til þess aS fólkiS skuli streyma burt úr landinu, — og helst er þaS unga og efnilega fólkiS, sem fer, — aS viS skulum þurfa aS missa þaS afl og þau auSæfi, sem viS allra síst megum missa, en þaS er fólkiS — framleiSslukrafturinn —. En hryggi- legast er þó til þess aS hugsa, aS viS erum sjálfir orsök í bölinu. Margir fara sárnauSugir, en þeir fara af því þeir komast ekki fyrir í því hjeraSi, sem þeir vilja vera í. ÞaS eru allar jarSir setnar og enginn get- ur miSlaS skák handa þeim til aS búa á. AS vísu eru lausar jarSir eSa óbygSar einhverstaSar á landinu. En þaS er margur svo skapi farinn, aS hann vill heldur fara alfarinn af landinu, en flækjast um þaS endi- langt, meS öllum þeim kostnaSi, sem þaS hefur í för meS sjer, úr því hann ekki kemst fyrir þar, sem hann helst vill vera, í eSa nálægt átthögum sínum. LandbúnaSarafurSir hafa staSiS í mjög háu verSi nú síSustu ár, þó sjer- staklega þetta síSasta. En af því hef- ur leitt, aS bændur og búlausir menn hafa lagt kapp á aS fjölga skepnum. ÞaS þrengist óSum í högunum. Öt- ulir, ungir eignamenn komast ekki fyrir meS hjarSir sínar sem vinnu- menn, því þó aS vistirnar sjeu nógar, þá ber jörSin ekki bæSi bóndann og vinnumanninn. Og svo þegar búlausi maSurinn hefur eignast laglegan bú- stofn, vill hann fara aS fá sjer jarSar- horn, eSa heila jörS, til þess aS búa á og auka þannig stofn sinn meS sínum eigin vinnukrafti, meSan hann er laus og liSugur og hefur ekki fyrir neinum aS sjá. En nú eru góS ráS dýr. ÞaS er engin jörSin laus. Sveitin er alsetin. Og þá ræSst hann í aS kaupa, ef ein- hver vill selja, kaupa jörS undan ein- hverjum bóndanum, sem annaShvort ekki hefur haft þor eSa þrek til þess aS kaupa sjálfur. En nú er sá bóndi orSinn vegalaus. HvaS á hann nú aS gera ? Ekkert jarSnæSi til handa hon- um. Á hann aS fara aS flæmast vest- ur á land og fá þar eitthvert býli, eSa á hann aS fara í húsmensku eSa vinnumensku meS konuna og börnin? Selja kýrnar sínar og töluvert af ánum og alla bús- hlutina, því ekki getur hann rogast meS þaS dót alt á eftir sjer? Hann hugsar sig dálitla stund um. „Ten- ingunum sje kastaS,“ segir hann. „Jeg geri þaS, sem jeg hjelt aS jeg mundi aldrei gera. Jeg sel alt og fer til Ame- ríku. Þó aS jeg vildi byggja mjer ný- býli einhverstaSar hjer á fallegum staS, þar sem land er nóg og órækt- aS, þá vill stjórnin ekki styrkja mig til þess, og óvíst aS jeg fái einu sinni land, sem mjer líkar, þó óbygt sje. Af eigin ramleik get jeg ekki bygt svo vel fari. Og þá er einasta ráSiS aS flýja landiS.“ Þetta et ekki sagt út í bláinn. Þetta er ekki tómur hugarburSur hjá mjer. ÞaS er einmitt svona ástatt meS nokkra bændur hjer um slóSir. Eig- endur jarSanna, sem þeir bjuggu á, hafa sagt þeim upp ábúS. Þeir eru enn þá vegalausir og hafa jafnvel látiS þaS í ljósi aS þeir neyddust lík- lega til aS fara til Ameríku, af því aS þeir fengju hvergi jarSnæSi. Þeir eiga efnilegustu börn og eru vel efn- um búnir. ÞaS er hryggilegt aS hugsa til þess, ef vjer missum þarna hop manna fyrir vort eigiS aSgjörSaleysi eSa óframsýni. Þetta dáSleysi dugar ekki lengur. LandiS verSur aS byggjast. Þing 0g stjórn eiga aS hvetja menn til þess og hjálpa til þess. ÞaS eru margir fagrir dalir til enn þá óbygSir og heiSarflæmi engu ó- frjórri til ræktunar, en þau lönd, er þegar eru bygS. Jeg þekki tvö býli fyrir framan bygS, sem voru gamlar selstöSvar. Nú búa á þeim báSum býlum dugnaSar og framkvæmda- samir menn og sjest eigi annaS nú, en aS þau bæSi býli verSi innan skamms orSin meS betri jörSum og framfleyti fjölda búpenings. Um- hverfis þessi býli eru landflæmi, er skifta mætti í margar stórjarSir, og allar hefSu þær sömu skilyrSi til þess aS blómgast. Þing og stjórn eiga aS bjóSa bændum og búlausum : NemiS land ! Jeg skal styrkja ykkur aS fje, þaS sem þiS þurfiS og nýbýlanefnd þess hjeraSs leggur til aS ykkur verSi veitt til byggingar. Nýbýlanefndin, sem útnefnd er af stjórnarráSinu, á aS afmarka land- nemum svo mikiS land aS þaS geti boriS 2—3—400 fjár og annan búpen- ing aS sama skapi. Landstjórnin á aS veita landnemanum fje til byggingar íbúSarhúss. Ekki til aS byggja neinn hundakofa, sem strax verSur ónýtur. ÞaS á strax aS byggja steinhús, þar sem mögulegt er aS koma því viS. ÞaS er trygging fyrir framtíS jarS- arinnar. Landstjórnin á aS leggja til aS minsta kosti tvo þriSju húsverSs- ins, og svo á landsjóSur eSa land- búnaSarfjelagiS aS styrkja landnem- ann svo um muni fyrstu 5 árin til túnræktunar og girSinga. Nýbýla- nefndin á aS vera einasti milliliSur milli landnemans og stjórnarinnar. Hvorki sýslunefnd nje hjeraSsstjórn á aS skifta sjer af því máli. ÞaS er alt of vafstursmikiS og getur orSiS til stórra óþæginda fyrir landnemann. Nýbýlanefndin á aS hafa heimild til aS mæla landnema út land þar sem áSur er óbygt og óræktaS, aS eins aS þaS landnám komi ekki í bága viS eignarrjett neins einstaklings eSa skerSi nauSsynlegt landrými nær- liggjandi jarSa. Þó virSist ekkert vera á móti því, aS ítök jarSa, sem margar jarSir eiga í eySidölum og heimarlega á heiSum, svo sem gömul seljalönd, er liggja langt frá heima- jörSinni og eru alls ekki notuS nema til uppreksturs, sjeu tekin til land- náms. VerSur þaS aS vera samnings- atriSi, hvort nokkuS beri aS greiSa fyrir slík lönd eSa ekki, en landnám- inu má ekki neita af viSkomandi eig- anda jarSar, hafi landiS legiS ónotaS, nema til uppreksturs, síSustu 5—10 árin. En ef þóknun á aS greiSa fyrir landiS, þá á landsjóSur aS borga þaS. Jeg geri ekki ráS fyrir aS þaS geti numiS neinni verulegri upphæS, en landnemi á aS fá landiS frjálst, eins cg þaS væri almennings eign. Aldrei eiga slík býli aS geta orSiS hjáleiga frá heimajörSinni. ÖSru máli er aS gegna, ef landnemi girnist aS byggja í landi annarar jarS- ar, sem liggur óslitiS frá heimaland- inu, og liggur alt innan bygSra tak- marka, þó aS þaS sje sannanlegt, aS þaS land sje ekki notaS af heima- jörSinni og rýri lítiS eSa ekkert framleiSslumagn hennar, þó sæmilegt land sje tekiS til nýbýlisins. Þá verS- ur þaS aS vera samningsmál milli eiganda jarSarinnar og landnema, eSa nýbýlanefndarinnar, og undir flestum kringumstæSum virSist þaS nýbýli verSa aS vera hjáleiga frá heimajörS- inni. Ekki skal landnemi samt missa neinn rjett til byggingar- eSa rækt- unarstyrks frekar en þó hann hefSi bygt á almenningslandi, en þaS fje, sem hann fær, skal standa fyrstu 10 árin rentulaust og svo afborgast á 15 til 20 árum af eiganda heimajarSar- innar. 15 ár skal landnemi sitja eftir- gjaldslaust. Skal frá þeim tíma virSa jörSina 10. hvert ár til eftirgjalds af nýbýlanefndinni. Fimtíu ára ábúS skal landnemi hafa fyrir sig og sína. Álitamál er, hvort ekki er rjett aS gera upptækt land til nýbýla af jörS- um, sem hafa svo stórt land aS auS- sjáanlegt er, aS þaS er aldrei notaS. MeS þessum tillögum mínum um styrk til nýbýlabyggingar, geri jeg ráS fyrir aS þingi og stjórn þyki jeg leggja þungan skatt á land- sjóS, því þaS er ekki meining mín aS landssjóSur fái þennan styrk nokkurn tíma endurgoldinn beinlín- is, nema þegar nýbýliS verSur hjá- leiga, en jeg skal kenna ráS viS þvi aS skatturinn verSi enginn. NemiS i burtu eitthvaS af óþörfu útgjöldun- unum, styrkveitingum og gagnslausu embættunum. Jeg geri ekki ráS fyrir aS nýbýlastyrkurinn verSi aS jafnaSi í 10 ár meiri en spara mætti á þann hátt. ÞaS er ekki til neins aS bjóSa land- nemanum lán til nýbýlabyggingar. Menn hafa ekki kjark í sjer til þess aS taka lán svo þúsundum króna skiftir og leggja þaS í fyrirtæki, sem gefur aldrei rentur, svo sem húsiS, og sumt ekki fyr en eftir langan tima. Þeir sjá aS eins þaS eitt, aS þeir lenda í botnlausum skuldum, verSa þrælar landsins í staS þess aS þeir eiga aS vera höfSingjar og ættfeSur óSals síns, ef rjett er aS fariS. Þing og stjórn eiga aS hrópa til fólksins: FlýiS ekki landiS! ByggiS þaS og ræktiS! ÞiS skuluS fá landiS fyrir ekki neitt! Jeg skal stySja ykk- ur meS ráSi og dáS! Njardfrædi. ÞaS er merkilegur hnöttur þessi jörS, sem sendist í kringum sólina eins og í nokkurs konar tjóSurbandi, síveltandi um sjálfa sig, meS allar þessar skrítnu skepnur, sem á henni lifa. Og deyja. Því aS þetta sólkerfi er í verra lagi falliS til aS vera undir- staSa undir líf, og enn þá er hjer háS tvísýn barátta viS dauSann. En þó er þaS lífiS, sem jörSin dregur nafn sitt af; því aS jörS mun vera fyrir njörS, njöruS, sú sem nærir. En jörS, sú sem nærir, var einnig gySjuheiti, og þetta hefur valdiS nokkrum mis- skilningi í goSafræSi, þeim fræSum, sem mest er í af misskilningi, allra fræSa. Kona AlföSur hjet JörS, og hennar sonur var Þórr; en þar virS- ist þeim, sem skemtilegastur hefur veriS allra goSafræSinga, Snorra sturlusyni, hafa misskilist, er hann segir, aS jörSin hafi veriS móSir Þórs, rjett eins og hann hefSi veriS fæddur af moldu og grjóti. Fleiri gySjur hafa JörS heit.fó en móSir Þórs; og svo segir Snorri aS heitiS hafi dótturdóttir Nörfa jötuns. f öSr- um staS en getiS var áSur, nefnir Snorri svo JörS móSur Þórs, aS hann virSist þar hugsa sjer gySju, en ekki jörSina, „fold hina fjallsettu". Nerthus, gySjan sem Tacitus nefn- ir í riti sínu um Geirmannaland (Ger- manía) mun rjettu nafni hafa heitiS NjörS, hin upphaflega mynd orSsins jörS. KarlkyniS viS NjörS, sú sem nærir, er NjörSur, sá sem nærir. Nari, eSa Narfi eSa Nörfi þýSir sama. Kvenkyn af Nari er Nara; meS greininum Nar- an; fyrir naran var sagt nörun og siS- an norn, og væri þá frumþýSing þess orSs: sú sem nærir. ASrir vilja leiSa orSiS norn af öSru. En heldur virSist mjer þaS stySja mitt mál, aS í ind- versku er bæSi til Nari og Nara, þó aS þar hafi orSiS kynjavíxl, svo aS Nari er þar kvenkyns. Enn stySur þaS mjög mitt mál um þaS hvernig orSiS norn beri aS skilja, aS til er njörun, og er þaS óefaS sama sem njöruS, njörS. Norræn goSafræSi mun hefjast til nýrrar virSingar og meiri en nokkru sinni áSur, þegar menn fara aS skilja af hvaSa rótum hún er runnin. Fer nú aS verSa mun auSveldara en áSur, aS átta sig á slíku. 31. jan. Helgi Pjeturss. Sögubrot. GuSmundur hjet maSur Ein- arsson, Árnesingur aS ætt, fæddur 11. nóv. 1828 á ÁlfsstöSum á SkeiSum. Hann fluttist aS MiSdal í Mosfells- sveit 1855; varS þar eftirmaSur tengdaföSur síns, GuSm. hins glögga Eiríkssonar, er þar bjó, og var faS- ir GuSbjargar, fyrr i konu G. E. BræSur hennar voru þeir kynsælu menn, Jón á Setbergi og SigurSur í Gröf, (er enn lifir, ásamt konu sinni, í Leynimýri í EskihlíS. Er hjónaband þeirra meira en 60 ára). — SíSari kona G. E. er Vigdýs Eiríksdóttir, nú á níræSisaldri. Hann dó í MiSdal 15. jan. 1916; hafSi þá veriS þar liSug 60 ár, lengst sem bóndi, hreppstjóri, meShjálpari m. fl. Af fyrri konu börnum hans náSu 2 þroskaaldri Þóra, kona Gísla bónda Bjarnasonar í MiSdal; GuSmundur, er fluttíst ný- giftur til Ameríku, og er nú dáinn. SíSari konu börnin lifa 4: Eiríkur hinn hagi (faSir G. Eiríks kaupsýslu- manns i Rvik, 0. fl.), ValgerSur, kona Eggerts á Hólmi, Einar bóndi í MiS- dal, GuSbjörg, kona Skúla á Úlfars- felli. Munu barnabörn G. E. nú vera um 30. Fósturbörn nokkur og barna- barna-börn. — Bærinn MiSdalur er viS fjölfarinn heiSaveg. Vita allir hvaS af því leiSir, þar sem annaS eins gestrisnisfólk býr eins og í MiSdal hefur lengi búiS. Og G. E. var alla sína bútíS vel veitandi. — Hann var jarSaSur aS Lágafelli 25. jan. Auk sóknarprests, ættmanna og nágranna voru þar viS prestarnir Jóh. Þorkels- son og Ól. Ólafsson úr Reykjavík, er fyr voru sveitungar hans, o. m. fl. Islenskt söngvasafn I. bindi. Safnað hafa Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson. Þetta er stærsta og lang-ódýrasta nótnabókin, sem út hefur komið á íslandi. 150 sönglög með raddsetningu við allra hæfi. Verð kr. 4.00 ób. og 5.00 innb. ^ Fæst hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Kvaddur var hann ljóðum og ræð- um, og „sunginn úr hlaði í Miðdal“ með þessum erindum: Þá flytur þú hjeðan. — Þig kveðja nú klökk þín kona og börnin með virðing og þökk; og þig kveður bygðin og bærinn þinn kær og brekkan og grundin og lækurinn tær, og lautir og hólar og laufgróin börð, og lyngið í móunum, fjenaðar hjörð, og hellur í stjett — alt, sem unnir þú hjer, það alt þig nú kveður, er hjeðan þú fer. Og þig kveður sveitin og söfnuður nú um sex tugi ára sem lið veittir þú. — Þú, friðsami, hjeðan í friði nú halt; í fögnuði guðs hljóta launin þú skalt. Mosfellingur. Frjettir. Húsbruni á Eyrarbakka. Þaðan er „Frjettum“ símað: „Fimtudagskveld- ið 27. jan., um kl. 7, brann hjer hús það, sem Gísli læknir Pjetursson bjó í Varð það með svo skjótri svipan, að fólkið komst með naumindum und- an, en faðir læknisins, sem er orðinn hrumur maður og blindur, brendist töluvert á höfði. Fólk alt sat inni í stofu og varð eldsins vart á þann hátt, að vinnu- kona ætlaði fram í eldhús, en er hún opnaði hurðina þangað, gaus eldur- inn á móti henni, var eldhúsið þá al- elda og herbergið þar innar af. Með naumindum var bjargað sængurfötum úr tveimur rúmum og einni komm- óðu, en alt annað brann. Voru þar mikil og dýr lækni'sverkfæri, sjer- lega vandað bókasafn og yfir höfuð alt lausafje læknisins. Ekki vita menn um hvernig eldur- inn hefur komið upp, en ætlað er að það hafi verið í herberginu innar af eldhúsinu; var þó langt síðan að far- ið var með ljós þar, en í eldavjel hafði ekki verið tekinn upp eldur þennan dag. Allir lausafjármunir voru óvá- trygðir, en húsið í lágri tryggingu. Áttu það þeir bræður Sigurður Ein- arsson á Stokkseyri og Jóhannes bóndi í Eyvík í Grimsnesi. Fólkið, sem húsvilt var, hafa tek- ið til hýsingar þeir Blöndal læknir, Nielsen verslunarstjóri, Guðm. kaup- fjelagsstjóri og Sveinbjörn sýslu- skrifari. Samskot hafa verið hafin hjer og safnast rúmar þúsund krón- ur. Er þeim haldið áfram. Sömuleiðis hafa Húsvíkingar sent lækninum um 1000 kr. Landsunnanstormur var á, er bruninn varð, og brann húsið á ör- skömmum tíma, en með dugnaði tókst slökkviliðinu að bjarga heyhúsi, er stóð fáa faðma frá og fleiri húsum, er voru undan veðri.“ Verslunarmannafjelag Reykjavíkur átti 25 ára afmæli 27. f. m. og mintist það þess með veisluhaldi og skemtun. Aðalhvatamaður að stofnun fjelags- ins mun hafa verið Th. Thorsteins- son kaupm. og var hann formaður þess tvö fyrstu árin. Ýmsir fleiri af stofnendum fjelagsins eru enn í því. Fjelagið var einkum stofnað sem skemtifjelag, en hefur þó einnig tek- ið að sjer að hrinda fram ýmsum þörfum málum, svo sem stofnun verslunarskólans, er það gekst fyrir ásamt kaupmannafjelagi Rvíkur. Einnig hefur það oft glatt fátæklinga með jólagjöfum. íshúsfjel. Faxaflóa hjelt aðalfund sinn 28. f. m. og var á honum samþ.að greiða hluthöfum 20 pct. í árságóða af fjelagshlutum þeirra. Einnig var samþykt að innleysa skuldabrjef, 10,000 kr., sem fjelagsmenn fengu hjá fjelaginu 1906 fyrir þá áfallinn gróða í fjelaginu. Á árinu 1915 hafði fjelagið selt kjöt fyrir 60,287 kr.; rjúpur og aðra fugla fyrir 1320 kr.; lax, silung og heilagfiski fyrir 3215 kr.; síld fyrir 4917 kr., og ís fyrir 13,670 kr. Eftir lögum fjelagsins átti formað- ur þess, Tr. Gunnarsson, að ganga úr stjórninni, en var endurkosinn í einu hljóði. Sömuleiðis voru báðir endurskoðunarmenn endurkosnir. Dáinn er 21. f. m. Ingvar Þorsteins- son bóndi á Sólheimum í Húnavatns- sýslu. Fisksala botnvörpunganna. Fyrir nokkru seldi Njörður afla sinn í Fleetwood fyrir 2880 pnd. sterl., en Skallagrímur seldi nokkru siðar fyr- ir nál. 1800 pnd. „Hólar“ eru á leið frá Englandi með kolafarmn til Hafnarfjarðar. „ísland“ kom hingað frá útlöndum 26. f. m. Hafði það fengið versta veð- ur í hafi. Þegar það var skamt fyrir norðan Orkneyjar, laust niður eld- ingu rjett við skipið. Segir einn af farþegunum svo frá, að þegar þetta vildi til, lá hann i rúmi sínu og var ekki ljós í klefanum. En alt í einu varð þar bjart og jafnframt heyrði hann drunur miklar, en skipið ljek á reiðiskjálfi, enda var ilt í sjó. Taldi hann þá víst, að skipið hefði rekist á tundurdufl og hraðaði sjer á fætur. En brátt varð öllum það ljóst, hvað um var að vera, og litlu síðar fengu farþegar þá fregn, að allir áttavit- ar skipsins væru ruglaðir. Samt komst skipið leiðar sinnar, enda þótt veður væri stöðugt vont. Og þegar hingað kom, voru áttavitarnir enn ruglaðir, og eins var um nýja átta- vita, sem fluttir voru út í skipið úr landi, að allir urðu þeir ruglaðir, þeg- ar þangað kom. Svo hlaðið er skipið af rafmagni eftir eldinguna, og óvíst hve vel gengur að leiðrjetta það. Slys af hestbaki. „Vísir“ segir þá frjett, að 21. f. m. fjell Sigríður Bryn- jólfsdóttir frá Birnustöðum i Árnes- sýslu af hestbaki og rotaðist til bana. Var hún á heimleið frá jarðarför Sig- ríðar Vigfúsdóttur frá Húsatóftum. Ný skáldsaga. Einar Hjörleifsson skáld hefur nú samið nýja sögu, á stærð við „Gull“, og kemur hún út með vorinu. Frá útlöndum eru nýkomnir Einar Benediktsson fyrv. sýslum., kaupm. Geir Thorsteinsson og Har. Böðv- arsson, Þ. Clementz vjelfr. og Guðm. Jóhannsson skipstj. Heyþurkun. Þ. Clementz vjelfr. hefur nýlega fengið einkaleyfi til notkunar á aðferð, sem hann hefur fundið upp til þess að þurka hey fyr- ir bændur. Brunabótafjelag fslands. Á síðasta þingi voru sett lög um stofnun ís- lensks brunabótafjelags og hefur nú landstjórnin skipað Svein Björnsson yfirdómslögmann framkvæmdastjóra þess. Hann ætlar utan með „íslandi" eftir nokkra daga til þess að kynnast þar fyrirkomulagi slíkra fjelaga. Listasafnshúsið. Stjórnarráðið hef- ur falað af bæjarstjórninni grunn í Skólavörðuholtinu undir hús handa listaverkasafni Einars Jónssonar, og á að byggja húsið næstk. sumar. Ein- ar Jónsson hefur sjálfur ákveðið stað- ir.n, örskamt sunnan við Skólavörð- una.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.