Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 09.02.1916, Qupperneq 4

Lögrétta - 09.02.1916, Qupperneq 4
24 LÖGRJETTA Það tilkynnist hjer með vorum heiðruðu viðskiftavinum, að vjer frá og með 15. MARS þ. á., og fyrst um sinn meðan stríðið stendur yfir, gef- um að eins EINU SINNI 10 PCT. AFSLÁTT AF ÖLLUM FLUTN- INGSGJÖLDUM til og frá Kaupmannahöfn ,samk. flutningsgjaldsskrá vorri. Allur afsláttur umfram þetta fellur í burtu. Þó verður reiknað nettó flutningsgjald fyrir KJÖT ogSíLD. Reykjavík, 7. fehrúar 1916. H.f. Eimskipafjelagf íslands. Steinolía.. Steinolía sú, er Fiskifjelag íslands fjekk frá Texasfjelaginu meS skip- inu „Aquila“ í haust, verður seld fyrst um sinn á 34 kr. hver tunna 300 pd. nettó. Lysthafendur gefi sig fram á skrifstofu Fiskifjelagsins kl. 11-3 hvern virkan dag. Reykjavík 5. febrúar 1916. Stjórn FiskiQelagfs íslands. nifiihólii Lðgafdl ásamt Lækjarkoti fæst til ábudar i fardög-um 1916. Á jörðinni er og fylgir henni: 1. Tvílyft ibúðarhús bygt af timbri að stærð 11 + 12 álnir með steinkjall- ara, ásamt viðbyggingu 8-J-i i álnir, einlyftri. 2. Fjós af timbri og járni yfir 15 kýr. 3. Heihlaða áföst fjósinu af timbri, járni og steini, sem rúmar 600 hest- burði af heyi. 4. Fjárhús yfir 200 fjár, bygt að mestu úr timbri og járni. 5. Vatnsleiðsla er bæði í íbúðarhúsinu og fjósi. 6. Tún jarðarinnar er að mestu sljett og gefur af sjer í meðalári 350 hesta af töðu, alt girt með gaddavír. 7. Útheyskapur jarðarinnar er út frá túninu, og allur heyskapur henn- ar hefur af dómkvöddum mönnum verið metinn alls 2000 hestburðir. Hlunnindi jarðarinnar eru laxveiði í Leirvogum og hafa þar t. d. veiðst í þremur ádráttum 127 laxar síðastliðið sumar. Jörðin liggur 12 kílómetra frá Reykjavík og akbraut þaðan heim á hlað. — Hagbeit fylgir jörðinni mikil og góð, bæði sumar og vetrarbeit. Jarðir þessar geta einnig fengist keyptar ef um semur verðið og út- borgað er minsta 10,000 krónur. Lysthafendur snúi sjer sem fyrst til undirritaðs eiganda jarðarinnar. Álafossi 17. janúar 1916. Bogi A. J. Þórðarson. í fjarveru. minni gegnir hr. yfirdómslögm. Guðmundur Ólafsson öllum málfærslustörf- um fyrir mina hönd. Hann verður að hitta að jafnaði á skrifstofu minni kl. 10—12 f. h., kl. 12—2 og kl. 4—6 e. h. Reykjavik, 8. febrúar 1916. Sveinn Björnsson. Erindi um þeg'nskylduvinnu flytur Hermann Jónasson í Bárubúð, fimtudaginn þann 10. þ. m. kl. 8y2 e. h. — Inngangseyrir 25 aurar. — Aðgöngumiðar verða seldir þann 9, og 10. þ. m. í bókaverslunum ísafoldar og Sigf. Eymundssonar. Enn- íremur í verslunni „Von“ og við innganginn. Söngskemtun hjelt Sigvaldi Slef- ánsson læknir nýlega á ísafirði, segir „Vestri“, og var hún fjölsótt og vel yfir henni látið. Bæjarbruni. í „Vestra“ frá 25. f. m. segir að þá fyrir skömmu hafi brunnið bærinn að Melum í Víkur- sveit. Bóndinn þar, Steindór Hall- dórsson, fátækur fjölskyldumaður, bjargaðist út með heimilisfólki sínu, en litlu varð bjargað af húsmunum, og bæjarhúsin brunnu til ösku. Alt sagt óvátrygt. Þilskipin hjer í bænum eru nú um þetta leyti að leggja út til veiða, eða í undirbúningi til þess. Fjörmenninoanierkið. Leynilögreglusaga eftir A. CONAN DOYLE. III. KAPITULI. Leitin eftir lausninni. Klukkan var orðin hálf sex, þegar Holmes kom" aftur. Hann var glað- legur í bragði, ákafur og í ágætu skapi. Það skifti oftast í tvö horn hjá honum í málunum. Ýmist var hann svona, eða þá svo þungbúinn, sem engu tali tók. „Þetta ætlar ekki að verða neitt leyndarmál," mælti hann og tók te- bolla, sem jeg helti fullan handa hon- um, „Það lítur helst út fyrir að öll böndin ætli að berast að einni lausn.<: „Hvað þá! Þjer eruð þó ekki búinn að leysa gátuna?“ „Nú, jæja; það væri nú kannske of mikið sagt. Jeg er búinn að fá hug- mynd um það og meira ekki. En það eru töluvert miklar líkur. Beinagrind- in er komin, en jeg á eftir að útfylla hana. Jeg er búinn að finna það út, með því að rannsaka dánarlistinn í „Times“, að majór Sholto í Efri- Norwood, tilheyrandi 34. Bombay fótgöngusveit, dó 28. april 1882.“ „Jeg hlýt að vera mjög sljóskygn, Holmes, því að mjer er ómögulegt að sjá hvað það kemur málinu við.“ „Svo? Nú gengur fram af mjer. Lítið þjer þá á það svona: Morstan kafteinn hverfur. Eini maðurinn í London, sem hann gat hafa verið að heimsækja, var Sholto major. Major- inn neitar hinsvegar að hann hafi vit- að að hinn var kominn til borg- arinnar. Fjórum árum síðar deyr Sholto. En viku síðar en hann d e y r fær dóttir Morstans kafteins dýrmæta gjöf, sem svo endurtekur sig ár frá ári, og endar svo loks með því að hún fær brjef, þar sem sagt er, að henni hafi verið gert rangt til. Hvað var þetta ranga, ef ekki ein- mitt það, að hún var svift föður sín- um? Og hvers vegna ættu gjafirnar að byrja einmitt um leið og Sholto deyr, ef ekki lægi þannig í því, að erfingi Sholtos þekti leyndardóminn, cg vildi nú bæta henni skaðann ? Haf- I ið þjer nokkra aðra skoðun, sem kem- ur heim við það, sem gerst hefur?“ „En það er nokkuð einkennileg uppbót 1 Og er framkvæmd á nokkuð emkennilegan hátt! Og hvers vegna skyldi hann vera að skrifa nú fremur en fyrir sex árum? Og enn talar brjefið um að henni skuli verða end- urgoldið. Hvernig á hún að geta fengið endurgjald ? Því að óhugs- andi er að faðir hennar sje enn á lífi. En þjer vitið ekki um neinn annan órjett, sem bæta þurfi?“ „Það eru erfiðleikar,“ sagði Sher- lock Holms hugsandi, „en ferðin í kvöld leysir úr þeim öllum. Nú, hjer er þá kominn vagn með ungfrú Mor- stan. Eruð þjer tilbúinn? Þá er best að við förum ofan, því að klukkan er komin yfir.“ Jeg tók hatt minn og þyngsta göngustafinn,en jeg sá aðHolmes tók marghleypu út úr skápnum og stakk henni í vasann. Það var auðsjeð á öllu, að hann bjóst við að þessi næt- urferð okkar gæti orðið fullalvarleg. Ungfrú Morstan var vafin í dökka kápu, og svipurinn á andlitinu var rólegur. En hún var föl. Hún hefði mátt vera eitthvað meira en kona, ef hún hefði alls ekki fundið til neinna ónota yfir þessu einkennilega hlut- verki, sem vjer vorum að leggja út í En hún rjeði algerlega við sig, og svaraði rólega fáeinum spurningum, sem Holmes spurði hana í viðbót. „Sholto majór var sjerstaklega mikill vinur föður míns,“ mælti hún, „brjefin frá honum voru full af ýmsu smávegis, viðvíkjandi majórnum. Hann og faðir minn stýrðu liðinu á Andamaneyjunum, og þeir voru því mjög mikið saman. En meðal annara orða, við fundum í skrifborði föður míns einkennilegt skjal, sem enginn botnaði neitt í. Jeg býst ekki við að það hafi neina þýðingu, en mjer dati i hug að þjer munduð vilja sjá það, svo að jeg tók það með mjer. Hjerna er það.“ Holmes fletti blaðinu vandlega sundur og breyddi það út á hnjenu. Hann rannsakaði það nákvæmlega hornanna milli með stækkunargler- inu. „Þetta er indverskur pappir," sagði hann, „og einhvern tíma hefur hann verið festur við borð með stiftum. Það er helst útlit fyrir að þessi fer- hyrningur sje kort yfir part af stórri byggingu með mörgum inn- göngum, anddyrum, smugum og ranghölum. í einum stað er dálítill kross gerður með rauðu bleki, en rjett fyrir ofan stendur skrifað: 3,37 frá vinstri", með daufri blýantsskrift. I neðra horninu vinstra megin er ein- kennilegt merki, likast eins og það væru fjórir krossar í röð þannig, að armarnir ná saman. En rjett þar hjá stendur skrifað með mjög hrikalegri og ljótri rithönd: „Fjórmenninga- merkið — Jónathan Small, Mahomet Singh, Abdullah Khan, Dost Akbar“. — Nei, jeg játa það, að jeg get ekki sjeð hvað þetta skjal ætti að geta komið málinu við. En auðsjáanlegt er að þetta er mikils varðandi skjal. Það hefur verið vel og vandlega geymt i vasabók, því það er jafn- hreint báðumegin." „Við fundum það í vasabók föður míns.“ „Geymið það vandlega, ungfrú Morstan, því að vel getur svo farið að það komi okkur að haldi. Mig er farið að gruna, að þetta mál kunni að vera miklu dýpra og margbrotn- ara en út leit í fyrstu. Nú verð jeg að hugsa málið.“ Hann hallaðist aftur á bak i vagn- inum, og jeg sá það á því, hvernig hann hleypti brúnum og starði út í bláinn, að hann hugsaði af alefli. Við ungrú Morstan töluðum í hálfum hljóðum saman um þetta ferðalag okkar, og hvað úr því mundi 'verða, en fjelagi okkar sat grafkyr og þegjandi alla leiðina. Það var kvöld í september. Klukk- an var tæplega sjö, en loftið var þungbúið, og þjett grá þokan grúfði yfir borginni miklu. Skýin voru lik- ust for á litinn og lögðust fast ofan að forugum götunum. Ofan eftir Strandgötunni sáust götuljósin eins og þokukendir blettir og ofurlítill bjartur hringur kringum þau á gang- stjettinni. Fölleitt ljósið úr búðar- gluggunum streymdi út í gufuna og mistrið og kastaði daufum og flökt- andi glömpum á manngrúann úti fyr- ir. Mjer fanst eitthvað álfa- eða draugalegt við alla þessa óendanlegu röð af andlitum, sem streymdu fram hjá ljósglætunni, sum andlitin hrygg, önnur glöð, sum alvarleg, önnur bjartleit. Þessum andlitum fór eins og öllu mannkyninu. Þau komu út úr myrkrinu inn í ljósið og hurfu svo inn í myrkrið aftur. Jeg læt nú ekki alt á mig festa, en þetta þunga, þrungna kvöld og þetta dulda verk, sem við ætluðum að fara að vinna, gerði það að verkum í sameiningu, að mjer leið engan veginn vel. Jeg sá það á ungfrú Morstan, að sama til- finningin þjáði hana. Holmes var sá eini, sem var hafinn yfir slíkar smá- smuglegar tilfinningar. Hann hafði vasabókina opna á hnjenu á sjer, og við og við bjó hann til merki, eða skrifaði eitthvað sjer til minnis við skinið af vasaljóskeri. Fólkið var tekið að streyma í hrönnum að Lyceum-leikhúsinu. Framan undir húsinu var óslitin röð af tvi- og fjórhjóluðum vögnum, og út úr þeim stigu menn með snjó- hvítt lín, og hefðarmeyjar með brak- andi silki og glitrandi gimsteina. Við vorum varla komin að þriðju súl- unni, sem var stefnumótsstaðurinn, þegar lítill, dökkur, snarlegur maður í ökumannsbúningi gekk að okkur. „Eruð þið mennirnir, sem ætluðu að koma með ungfrú Morstan?" spurði hann. „Jeg er ungfrú Morstan, og þessir tveir menn eru vinir mínir,“ sagði hún. Hann horfði á okkur undrandi og hvast. „Þjer verðið að afsaka, ungfrú,“ sagði hann eins og hálfpartinn auð- mjúkur, „en þjer verðið að gefa mjer drengskaparorð yðar upp á það, að hvorugur þessi maður sje lögreglu- þjónn.“ >»Jeg gef yöur drengskaparorð mitt upp á það,“ svaraði hún. Hann blísraði einkennilega, og við það kom maður fram með fjórhjól- aðan vagn og opnaði hurðina. Mað- urinn, sem hafði talað við okkur, fór upp í ökumannssætið, en við settumst inn i vagninn. Og rjett um leið og við vorum komin inn sló ökumaður- inn í hestinn, og vagninn þaut af stað á hendingsferð gegn um þokuna. Þetta var einkennilegt ferðalag. Við vorum á leiðinni þangað, sem við ekki vissum, til þess að gera eitthvað, sem við heldur ekki vissum. En ann- aðhvort var þetta alt gabb — og það var harla ólíklegt — eða þá að eitt- hvað mikilsvert hlaut að leiða af ferð - inni. Ungfrú Morstan var fyllilega róleg eins og áður. Jeg var að reyna að skemta henni og dreifa huganum með því að segja henni frá veru minni í Afganistan. En, ef satt skal segja, þá var jeg sjálfur einhvern- veginn svo æstur út af þessu öllu, og svo forvitinn eftir því, hvernig þessu mundi reiða af, að sögurnar urðu heldur ómerkilegar. Hún hefur seinna sagt mjer að meðal þeirra hafi verið ein hroðaleg saga um það, að í miðnæturkyrðinni hafi einu sinni óargadýr litið inn í tjaldið til mín, og jeg hleypt úr tvíhleyptri tígris- dýrabyssu á það.—Fyrst í stað fylgd- ist jeg með í stefnunni, sem við ókum. En ekki leið á löngu áður en jeg al- gerlega ruglaðist í því, eins og eðli- legt var, þar sem ferðin var geysi- mikil, blindþoka og jeg ekki vel kunnugur. Það eina sem jeg vissi var það, að við ókum langan veg. Sher- lock Holmes var aftur á móti engan veginn á flæðiskeri staddur, og jeg heyrði hvernig hann tautaði götu- nöfnin jafnóðum og vagninn smaug gegnum auð svæði og inn i og út úr krókóttum, þröngum götum. „Rochester Row,“ sagði hann, „nú Vincent torg. Nú komum við á Vaux- hallbrúarveginn. Við eigum auðsjá- anlega að halda eitthvað í áttina til Surrey. Já, datt mjer ekki í hug. Nú erum við á brúnni. Þið getið sjeð glitra á ána.“ Við sáum grilla í yfirborðið á Thames, og götuljósin spegluðu sig í lygnu, breiðu fljótinu. En vagninn þaut áfram og brátt var hann smog- inn inn i völundarhús af götum hinu- megin. „Waudsworth vegur,“ sagðjj fje- lagi minn. „Priory vegur. Larkhall sund. Stockwell pláss. Roberts gata. Coldharbour sund. Það lítur ekki út fyrir að þessi leit ætli að koma okkur i glæsilegustu plássin." Það var ljóta nágrennið, sem við vorum komin hjer í. Langar raðir af dökkum tígulsteinshúsum, og ekkert sem út af breytti nema knæpurnar á götuhornunum, sem voru nokkru bjartar uppljómaðar. Þvi næst komu raðir af tvíloftuðum smáhúsum, með dálitlum garðholum fyrir framan, og þar á eftir komu enn af nýju raðir af tígulsteinshúsum — þessir ferlegu armar, sem borgartröllið teygir út á landið. Loks komum við að þriðja húsinu í nýrri götu og þar stansaði vagninn. Ekkert annað hús þar í grend var bygt af mannlegum ver- um, og húsið sem við stönsuðum við var værri því eins autt og hin húsin, nema í einum glugga sást ljósglæta. Við börðum að dyrum og þegar i stað opnaðist hurðin og fyrir innan stóð Hindúaþjónn, með gulan túrban á höfðinu, i hvítum, víðum fötum og með gult belti. Það var eitthvað svo einkennilegt ósamræmi í þessu, að sjá Austurlandabúann standa þarna í venjulegum, óbrotnum dyrum í út- jaðrinum á London. „Sahibinn bíður eftir ykkur,“ sagði hann, og um leið og hann sagði það, heyrðist sagt í mjóum róm inni fyrir: „Vísaðu þeim inn til mín, Khit- mutgar," heyrðist sagt, „komdu með þá beint til mín strax.“ TVÖ LÖMB voru hingað dregin síðastliðið haust með marki Hauks sonar míns: biti aftan hægra, blað- stýft aftan fjöður framan vinstra. Lömbin eigurn við ekki. Rjettur eig- andi vitji andvirðisins og semji um markið. Jón Jónsson, Helgadal. Síðastliðið haust var mjer dregin hvit roskin kind með mínu marki: hamrað hægra, stýft vinstra biti aft- an. Kind þessa á jeg ekki. Rjettur eigandi má vitja hennar til mín, gegn því að borga áfallinn kostnað. Brekku, Saurbæ í Dalasýslu. Ámundur Þórðarson. Eg-gert Glaessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.