Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.02.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 16.02.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstrseti 17. Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 7. Reykjavík, 16. febrúar 1916, XI. árg. Bækur, nnlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kattpa allir í iiofðsar fi ir. Lárus Fjeldsted, Y f irr j ettar málaf ær slumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 siðd. w Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofusett 1888. Sími 32. Par eru fötin saumuð f/est. Þar eru fataefnin best. J S t r í d i d. í Mesópótamíu og Persíu. ASalher Englendinga, sem sótt hef- Ur fram i Mesópótamíu, urn 10 þús- undir rnanna, hefur nú lengi verið inniluktur af Tyrkjum í Kut el Am- ara við Tígrísfljótið. En viðureign- in öll þar eystra vekur miklu meiri eftirtekt nú en áður, vegna þess að þungamiðja ófriðarins fluttist svo mjög austur á bóginn á seinni hluta síðastliðins árs. Fyrir nokkrum árum komu Eng- lendingar og Rússar sjer saman um að svifta Persa sjálfstæði, og skiftu þeir landi þeirra á milli sín i svo- nefnd hagsmunasvæði. Skyldu hags- munir Englendinga raða 1 suðurhluta landsins, en hagsmunir Rússa að norðan. Síðan hafa Englendingar og Rússar ráðið lögum og lofum þar í landi, þótt innlend stjórn sje þar að nafninu til. En vestan við Persíu eru lönd Tyrkja og liggja landamærin upp frá botni Persaflóa. Áður hefur verið skýrt hjer í blaðinu frá viður- eign Englendinga og Þjóðverja í verslunarviðskiftum austur við Persa- flóann og frá lagningu Bagdadjárn- brautarinnar, sem er þýskt fyrirtæki, og markmiði hennar. Englendingar hafa lengi veriö einraðir á hafinu þar eystra og hafa haft herskip 1 Persaflóa, en herútbúnaður þeirra þar er undir umsjón indversku stjórn- arinnar. Undir eins og Tyrkir gengu i ó- friðinn með miðveldunum haustið 1914, hófst stríð milli þeirra og Eng- lendinga austur við Persaflóann. Byrjunin var sú, að Englendingar tóku af Tyrkjum smábæinn Fao, við mynnið á Shatt el Arab, en svo heita fljótin Evfrat og Tigris, er þau hafa runnið saman á leið sinni út í Persa- flóa. Þetta var 7. nóvbr. 1914. Og nokkrum dögum seinna ljet indverska stjórnin setja nýtt lið á land við Shatt el Arab undir forustu Arthurs Bar- retts hershöfðingja. Átti það lið að sækja fram gegn Tyrkjum í Mesópó- tamíu og hafði hann þá 18 þúsundir manna, og auk þeirra nokkra fall- byssubáta og vopnuð flutningaskip, er beita skyldi á fljótinu. Lagði Bar- rett i þennan leiðangur upp frá Persa- flóa 17. nóv. 1914. Fyrsta takmarkið var, að ná borginni Basra, sem átti að vera endastöð Bagdadjárnbraut- arinnar og er vestan við Shatt el Arab, 95 kílóm. frá hafi. Höfðu Eng- lendingar, sem áður voru eigi fáir í Basra, flúið þaðan og leitað austur yfir fljótið, til smábæjarins Moham- merah í Persiu. Á leiðinni til Basra urðu orustur milli Englendinga og Tyrkja og fóru Tyrkir halloka. Hjelt þá setulið Tyrkja burt úr Basra og tóku Englendingar borgina orustu- laust 23. nóvbr. íbúar borgari nnar voru þá um 70 þúsund, og tóku þeir Englendingum vel, enda höfðu ræn- Myndin hjer er frá Kut el Amara við TigrisfljótiS. Á fljótinu sjest einn af hinum einkennilegu bátum, sem þar eru notaðir. Þeir eru kring- lóttir eins og þvottabalar og er þeim ýtt áfram með árum eða stjökum. ingjaflokkar frá Arabíu farið að ' vaða þar uppi undir eins og tyrk- neska setuliðið hvarf burt úr borg- inni. Tyrkneski herinn hafði þá tek- ið sjer stöðvar við borgina Kurna, sem er hjer um bil 95 kílóm. í norð- vestur frá Basra, við ármótin, þar sem Evfrat og Tígris áður runnu saman, en nú hefur Evfrat verið veitt úr þeim farvegi og renna nú fljótin ekki saman fyr en niður við Basra. Barrett hershöfðingi hjelt nú liði sinu á eftir Tyrkjum til Kúrna. Bær- inn er vestan við Tígris, og hjelt hann fallbyssubátum sínum upp eftir fljótinu og sótti að Tyrkjum bæði þaðan og frá landi. 9. desember gáf- ust Tyrkir upp i Kúrna. En mikill hluti af liði þeirra þar hafði áður haldið burtu úr borginni, og tóku Englendingar þar rúml. 1000 fanga. Þótti Englendingum leiðangurinn hafa gengið vel, og bjuggu þeir þarna um sig, því að aðstaðan var þar góð til þess að halda uppi yfirráðum yfir hjeruðunum í kring. Nú var alt að mestu leyti rólegt þarna fram í mars 1915. En þá höfðu Tyrkir dregið saman lið þar til og frá, höfðu eigi minna en n þús. manna af æfðu liði, og svo þar fyr- it utan samsafn óæfðra manna, bæði tyrkneskra og persneskra. Englend- ingum kom það mjög á óvart, að Tyrkir gætu haft svo mikinn her á þessu afskekta svæði ríkisins, þar sem þeir áttu í harðri viðureign við Rússa norður í Kákasus og víðar og höfðu þar að auki mikinn her bund- inn viö Konstantínópel. Aðalher- stöðvar Tyrkja þarna eru í Bagdad, og svo í Mosul, sem er 400 kílóm. i norður frá Bagdad. En megnið af herstyrk sínum á þessum stöðvum höfðu Tyrkir sent norður á bóginn á móti Rússum, og var Englending- uin kunnugt um þetta, og bjuggust þiir því við að mótstaðan yrði lítil í jBagdad og þar fyrir sunnan. Tyrkneska liðið gerði nú árásir á Ehglendinga til og frá, bæði suður \ jð Basra, við Kúrna og svo austur í persíu, hjá bænum Ahwas, sem er austur frá Kúrna, talsvert austan við landamæri Persíu. En þar hafði Bar- rett hershöfðingi skipað setuliöi til varnar olíuriámum, sem Englending- ar eiga þar skamt frá, og stendur bærinn við smá-á, sem fellur vestur í Tigris. Ekkert unnu þó Tyrkir á enn, og fengu hvergi hrakið Eng- lendinga úr þeim stöðvum, sem þeir höfðu áður tekið. En Englendingar sáu sjer Jjó ekki annað fært en biðja um liðsauka til Mesópótamiu, og fengu Jieir hann frá Egiftalandi. Hrukku nú Tyrkir undan norður eftir til Amara, sem er pálægt 100 kílóm. norðan við Kúrna, við Tigris. En Englendingar sóttu á eftir og tóku Amara 3. júní. Þar tóku Jieir á þriðja þúsund fanga af her I yrkja. Nokkru síðar, 24. júlí, tóku þeir bæinn Nasi- riyeh við Evfrat og höfðu nú alt landið þar fyrir sunnan á valdi sinu. Höfðu verið harösóttir bardagar á þessu svæði og mannfall töluvert af hvorumtveggja, en ])ó meira hjá Tyrkjum. Englendingar höfðu nú aukið lið sitt þarna mikið, bæði frá Indlandi og að vestan, og nú var sir John Nixon settur yfir herinn í Mesópó- tamíu, en hann hafði áður verið yfir- herforingi suðurhersins i Indlandi. Barrett stjórnaði áfram þeirri her- deild, sem fyrst var' send til þess- ara stöðva, en yfir aðra deild hers- var Townshend hershöfðingi settur. Nú var það markmiðið að taka Bagdad. Tyrkir höfðu þá búið um sig i Kut el Amara, sem er hjer um bil mitt á milli Amara og Bagdad, við Tigris, nálægt 200 kílóm. í norðvest- ur frá Amara. Sagt er, að Tyrkir hafi haft Jiar að eins 7000 manna af æföu liði. í miðjum september hjelt her Englendinga norður frá Amara og tók Kut el Amara. Bjóst hann J>ar síðan um Jiangað til í nóvember, en þá sendi Nixon Townshend hers- höfðingja áleiðis þaðan til þess að taka Bagdad, Dálítinn flota af fall- byssubátum höfðu Englendingar með sjer upp eftir fljótinu, og höfðu þeir á allri herferðinni haft mikið gagn af honum. Townshend kom til Azizieh, mitt á milli Kut el Amara og Bagdad, 16. nóv., og varð þar nokkur við- Townshend hershöfðingi. staða. Tyrkir höfðu þá búist um við Tesifon, sem er töluvert norðar, að eins 35 km. fyrir sunnan Bagdad. Þar stóð orusta 22.—25. nóv. og höfðu þá Tyrkir dregið að sjer lið, svo að þeir voru miklu fjölmennari. Englending- ar urðu þá að snúa við og komust með naumindum undan, en mistu margt manna. Kom her þeirra aftur illa til reika til Kut el Amara, og 4. des. voru Tyrkir komnir þangað á eftir og sóttu að bænum. Kut le Amara stendur við bugðu á Tigrisfljótinu og rennur það í norð- austur frá bænum og síðan um hrið í austur. Við bæinn er það 250 metr- ar á breidd. Þegar Tyrkir höfðu sest i Kut el Amara, sendu þeir herdeild austur með fljótinu til bæjarins Sheik Saad, 80 kilóm. neðar við fljótið, og bjuggu þar um sig. Á þennan hátt var her Englendinga luktur inni í Kut el Amara, þvi allir aðdrættir til hersins verða að fara fram eftir fljótinu og hjálparlið að sunnan getur að eins sótt fram meðfram því. Landið er þarna flatt og Jiví sem nær skóglaust, og á regntímanum, sem er að vetrinum, er Jiað ilt umferðar. Einu samböndin, sem Townshend hershöfðingi og her hans hefur nú Tryg-ging* fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð er að versla við V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Fappír cg ritföngum Sólaleðri og skósmíðavörum. Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. um langan tíma haft við umheiminn, eru frá loftskeytastöð, sem hann hef- ur í Kut el Amara. En Tyrkir hafa sótt fast á að taka herstöðvar hans, og hefur oft legið nærri, að þeim tækist það. Hjálparlið frá Englendingum, und- ir forustu hershöfðingjanna Aylmers og Younghusbands, hefur lengi verið á leið norður með Tigris. Um miðjan janúar átti það orustu við Tyrki i nánd við Sheikh Saad, en því hefur ekki enn tekist að opna leiðina til Kut el Amara og ná sambandi við Townshend hershöfðingja. Hefur ver- ið barist á báðum bökkum Tigris- fljótsins og Tyrkir ýmist hrokkið fyr- ir eða sótt fram að nýju. En meðan Jiessu hefur farið fram i Mesópótamíu, hafa verið stöðugar óeirðir í Persíu. Mörgum er þar illa við yfirráð Rússa og Englendinga og varð þar uppreisn víða um land, en uppreisnarmenn studdu Tyrki í viðureign þeirra bæði við Englend- inga og Rússa. Fyrv. sendiherra I’jóðverja í Teheran, Heinrich prins af Reuss, hefur verið Jiar austur frá, og er sagt, að hann hafi róið undir hreyfinguna. En ekki hefur persneska stjórnin viljað taka þátt í henni enn, að minsta kosti ekki opinberlega. Rússar sendu tvær herdeildir að norðan inn í landið, til Jiess að stilla til friðar, eða, eins og kallað var, til þess að hjálpa persnesku stjórninni til þess að kúga uppreisnina. Önnur her- deildin hjelt suður frá Teheran og bældi niður uppreisnina þar og i ná- lægum hjeruðum, en hin hjelt suður vestar, hjá Hamadan, og bar hún einnig hærra hlut í viðskiftum sín- um við sveitir uppreisnarmanna. En Tyrkir sendu þá æfðar hersveitir inn í Persíu til liðs við uppreisnarmenn- ina, og hefur sá her stöðvað vestur- herdeild Rússa við Kermanshan, sem er við þjóðveginn frá Teheran til Bagdad, nokkru fyrir vestan Hama- dan. Er sagt, að lið Tyrkja og Persa við Kermanshan sje undir þýskri stjórn. Það er því varla að búast við að her Englendinga í Mesópótamiu komi styrkur að austan, frá Rúss- um í Persíu. Eystri herdeild Rússa fer suður eftir Persiu, frá Teheran til Ispahan, og getur ef til vill nálgast þaðan orustusvæði Englendinga í Mesópótamiu. En eftir frjettunum að dærna er uppreisnarhreyfingin i Per- síu svo alvarleg, að líkindi eru til, að Rússar hafi þar nóg að gera. Ekki óvíða hafa hinar vopnuðu lögreglu- sveitir landsins gengið í lið með upp- reisnarmönnum, þar á meðal sumir af hinum sænsku herlögreglumönnum, sem enn eru þar. Til þess að koma skipun á hið vopnaða lögreglulið, voru fyrir nokkrum árum fengnir til Persíu sænskir menn og voru þeir launaðir af landsstjórninni. Ýmsir þeirra eru þar enn. En nú á óróa- t;munum hafði komist óregla á launa- greiðsluna bæði til þeirra og hinna innlendu herlögreglumanna, og hefur þá farið svo sem áður segir, að ýmsir af þeim hafa hallast að uppreisnar- mönnum. í bænum Shiras, austur af . botni Persaflóans, voru það t. d. þess- ir herlögreglumenn, sem gengust fyr- ir uppreisninni, og tóku þeir þar ræð- ismann Englendinga fastan og ráku Englendinga burt úr bænum. Þetta eru helstu fregnirnar um viðureignina þarna austur frá, sem síðustu útlend blöð flytja hingað. En bæði bandamönnum og miðveldunum þykir nú ekki lítið um vert, hvernig hernaðurinn gengur á þessum svæð- um. Ýmsar fregnir. Þess var getið í símskeyti hjer í blaðinu fyrir nokkru, að bandamenn hefðu skipað her á land í Pireus, hafnarbæ Aþenuborgar, og þótti Jiá líklegt, að þeir ætluðu sjer að taka Grikkland, ef fregnin væri áreiðan- leg. Nú eru útlend blöð komin hing- að, sem segja frá þessu, og hvernig Jdví fyrirtæki lyktaði. Gríska stjórnin tilkynti sendiherrum Englendinga og Frakka, að ef landsetningu liðsins yrði ekki hætt, og alt það lið, sem á land hefði verið ’sett, yrði ekki komið á skip aftur eftir 6 klukkustundir frá því að sendiherrarnir fengju boð- in, þá mundi gríski herinn grípa til vopna og stöðva Jiannig landsetning- una. Sendiherrarnir komu saman, er þeir fengu tilkynninguna, og varð það úr, að Jieir ljetu flytja liðið aftur á skip. En grísku stjórninni var þetta ekki nóg, með J)ví hún kvaðst geta æ.tlað að annað eins og þetta gæti orðið endurtekið, ef ekki þarna, þá annarstaðar í ríkinu, og krafðist hún af sendiherrum bandamanna ákveð- inna yfirlýsinga um, hverjar fyrir- ætlanir þeirra væru framvegis um framkomu þeirra gegn Grikklandi, en elcki er þess getið, að þeir hafi gefið nein ákveðin svör um þetta. Þeir áttu langt tal við Skuludis yfirráðherra, en ekki er það birt, hvað þeim hafi á milli farið. 17. janúar var byrjað að setja liðið á land í Pireus, en 20. janúar mun því hafa verið skipað út aftur. Ýmsar fregnir gengu um það, meðan á þessu stóð, hvað bandamenn ætluðu Jiarna fyrir sjer, og sagði ein, að Grikkjum væru boðnir tveir kostir, annaðhvort að þeir vísuðu burt frá sjer sendiherrum miðveld- anna þ. e. segðu þeim stríð á hendur, eða þá að friði væri slitið milli Grikkja og bandamanna. Ekki er Jió víst, hvað rjett er í þessu. En hótun Grikkjastjórnar um, að láta herinn skerast í leikinn gegn bandamönnum bendir til þess, að hún kjósi heldur ófrið við þá, en að láta kúgast af þeim meira en orðið er. Hún tók Jrað fram í þessari deilu, að hún bannaði Jieim allar hafnir í Grikklandi aðrar en Saloniki, en síðari fregnir hafa skýrt frá, að þeir hafi sett lið á land eftir þetta á öðrum stað við Saloniki- flóann, auk þess sem þeir halda Korfu. Af sumum var Jiví haldið fram, að áform bandamanna væri, að koma á stjórnarbyltingu í Grikklandi og ætti Venezelos að verða þar lýðveldisfor- seti. En það verður ekki sjeð nú, að hann standi í neinu sambandi við bandamenn um gerðir þeirra í Grikk- landi, og er hitt líklegra, að hann láti málin með öllu hlutlaus, eins og hann hefur látið uppi sjálfur, að hann gerði. En herinn mun vera trúr

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.