Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 01.03.1916, Qupperneq 1

Lögrétta - 01.03.1916, Qupperneq 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þing’noltsstræti 17. Talsími 178. Nr. 9. Reykjavík, 1. mars 1916. XI. árg. Trygging fyrir aö fá vandaöar vörur fyrir lítið verö er að versla viö V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnadarvörum Fappír cg ritföngum Sólaleðri og skósmiðavörum. Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Hlutafjel. „VÖLUNDUR “ Trjesmíðaverksmiðja — Timburverslun Reykj a vík hefur ávalt fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri (unnu og óunnu), vanalegar, strikaðar innihurðir af flestum stærðum og allskon- ar lista til húsbygginga. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Par eru fötin saumuð flest. Par eru fataefnin best. J Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bfikaworslun Siilúsar tymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. t Árni Jónsson præp. hon., prestur á Hólmum í Reyðarfirði, varð bráðkvaddur á heimili sínu síðastlið- inn sunnudag (27. f. m.) Hann var fæddur 9. júlí 1849 á Litluströnd við Mývatn. Faðir hans var Jón (d. 13. ág. 1875) síðast bóndi á Skútustöðum, Árnason (d. 20. sept. 1856) bónda á Sveinaströnd, Arason- ar bónda á Skútustöðum (d. 22. júlí 1797), Ólafssonar á Skútustöðum, Þorlákssonar annálaritara á Sjávar- borg (d. 1736), Markússonar á Völl- um í Miðfirði, Pálssonar. Kona Ólafs á Skútustöðum og móðir Ara var Jór- unn dóttir Þorleifs Skaftasonar pró- fasts í Múla. En kona Ara var Þur- íður dóttir Árna á Halldórsstöðum. Gíslasonar og Sigríðar Sörensdóttur frá Ljósavatni. Móðir Sigríðar var Guðrún Þorvaldsdóttir prests á Hofi í Vopnafirði, Stefánssonar prófasts í Vallanesi, Ólafssonar. — Kona Áma Arasonar var Sigríður Jónsdóttir bónda á Sveinsströnd við Mývatn, Jónssonar bónda á Gautlöndum, Þor- grímssonar bónda í Baldursheimi, Marteinssonar. Móðir Sigriðar Jóns- dóttur var Sigriður dóttir Jóns Ein- arssonar bónda í Reykjahlið og Bjargar Jónsdóttur prests a Völlum, Halldórssonar annálsritara, Þorbergs- sonar sýslumanns, Hrólfssonar sterka Bjarnasonar. Móðir sjera Árna og kona Jóns Árnasonar var Þuríður (d. 10. des. 1902), Helgadóttir bónda á Skútu- stöðum (d. 9. maí 1855), Ámundsson- ar bónda á Skútustöðum (d. 21. des. 1792), Helgasonar, Halldórssonar, I.eifssonar á Sveinsströnd. Systkini Þuríðar móður sjera Árna voru með- al margra annara Stefán, faðir Jóns á Litlnströnd (Þorgils gjallandi) og Friðrika móðir Jóns Jónssonar alþm. frá Múla. A. J. ólst upp með foreldrum sin- um og fluttist með þeim 10 ára gam- all frá Litluströnd að Svínadal í Kelduhverfi, sem er næsti bær við Dettifoss. 1872 fluttist hann með for- eldrum sínum að Skútustöðum við Mývatn. Hann hafði mikla löngun til að menta sig, en úrkostir þess voru fáir, þar eð foreldrar hans voru eigi svo efnum búin að þau gætu kostað hann til skólanáms og höfðu fyrir mikilli fjölskyldu að sjá. Rjeði hann það af 1874, þá er hann var hálfþrí- tugur, að fara vestur um haf, og leita sjer þar menningar. Fór hann með skipi beina leið til Ameríku og settist að í Qveebeck. Dvaldi hann þar i þrjú ár og vann þar alls konar líkamlega vinnu, en síðasta veturinU gekk hann þar á alþýðuskóla og hlaut lof mikið, og þótti svo fær, að hann gæti gengið upp í þriðja bekk skól- ans þegar. Var þess getið i blöðum þar og þótti merkilegt um nýkominn mann frá öðru landi. Var þess þar látið getið, að hahn mundi verða nýt- ur maður. Kennari hans sagði við hann, að hann skyldi helga ættjörö sinni krafta sína, og varð það til þess, að hann hvarf frá því að dvelja í Ame- ríku langvistum, heldur fór heim aft- ur 1877. Haustið 1878, þá er hann skorti vetur á þrítugt, gekk hann i Reykjavíkur lærðaskóla og útskrif- aðist 17. júlí 1882 með 1. einkunn (95 stig) og úr prestaskólanum 3. sept. 1884 með 1. einkunn (50 stig). Var honum 8. okt. 1884 veitt Borg á Mýrum og vígður 19. s. m. 20 mars 1888 fjekk hann Mývatnsþing og setti bú á Skútustöðum, þar sem bæði faðir hans og margir forfeður hans höfðu búið. Rak hann búskap með mikilli fyrirhyggju og var þar heim- ilisprýði mikil. Eitt skáld ritaði í gestabók hjá sjera Árna að bær sá væri sveitarprýði, sveitin væri sýslu- prýði, og sýslan væri landsins prýði. 30. ág. 1890 varð hann prófastur í S.-Þingeyjarprófastsdæmi 0g' hafði þann starfa með höndum, þar til að honum voru 26. febr. 1913 veittir Hólmar í Reyðarfirði og hann flutt- ist þangað þá um sumarið. Sjera Árni sat á þingi 1886—1891 sem þingmaður Mýramanna og 1902 —1907 sem þingmaður Norður-Þing- eyinga. Gaf hann eigi siðar kost á Myndin hjer er frá grísku eynni Korfu, sem bandamenn hafa nú tekið sjer öll umráð yfir og leifar Serba- hersins hafa verið fluttar til. Korfu er ein af Jónsku eyjunum, er Englendingar áttu lengi, en afsöluðu Grikkjum 1863. Korfu liggur í mynni Adríahafsins og er 588 ferkilóm. að stærð með 100 þús. íbúum. Hún er nafnkunn fyrir gott loftslag og landlagsfegurð, og sækja þangað margir ferðamenn. Elisabet Austurríkis- drotning átti áður fagra höll þar í eynni, sem Akilleion heitir og Vilhjálmur Þýskalandskeisari keypti sið- an. Er mynd af henni i horninu á aðalmyndinni. Á síðari árum hefur keisarinn oft verið þar. En nú er höllin 1 höndum Frakka. Blakta nú frönsk flögg yfir herstöðvum bandamanna i eynni. sjer til þingmensku. Var hann í flokki all frá Litluströnd að Svínadal í Heimastjórnarmanna og þótti góður liðsmaður. Gengdi hann skrifarastörf- um í neðri deild alþingis 1902—1907. Hann sat í kirkjumálanefndinni, er skipuð var 22. ágúst 1914. Heima í hjeraði gegndi hann margvíslegum störfum. Var amtsráðsmaður alla tíð frá 1893 til 1907 að amtsráðin voru lögð niður, sýslunefndarmaður 1889 til 1913 og oddviti hreppsnefndar Skútustaðahrepps 1889—1904. Hann var sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar 13. jan. 1909. Sjera Árni Jónsson var tvíkvæntur. í fyrra sinn 22. sept. 1884 kvæntist liann Dýrleifu Sveinsdóttur bónda á Hóli í Höföahverfi, Sveinssonar. Börn þeirra eru: Þuríður (f. 17. júlí 1885) og Jón (f. 25. febr. 1888) og eru þau bæði komin til Vesturheims. Dýrleif andaðist 2. des. 1894. — 19. mars 1896 kvongvaðist hann öðru sinni og gekk að eiga Auði Gísla- dóttur bónda á Þverá í Dalsmynni, Ásmundssonar, bróðurd óttur Einars i Nesi, en systur þeirra Ásm. prests á Hálsi i Fnjóskadal, Garðars stór- kaupmanns i Reykjavík, Hauks prests i Kaupmannahöfn og Ingólfs læknis á Vopnafirði. Hjónaband þeirra var hið ástríkasta og eignuðust þau 9 börn, fæddust 2 þeirra andvana, en hin 7 eru á lífi: Dýrleif Þorbjörg (f. 3. jan. 1897), Þorbjörg Dýrleif (f. 8. febr. 1898), Gísli (f. 31. mars 1899), Þóra (f. 11. júní i90ö),.Gunn- ar (f. 13. júní 1901),, Ingileif Oddný (f. 7. jan. 1903) og Ólöf Dagmar (f. 14. okt. 1909). Sjera Árni Jónsson var merkur rnaður á marga lund. Öll sín marg- vislegu störf leysti hann af hendi með alúð og trúmensku. Hann var góður prestur og vinsæll af öllum þeim, er kyntust honum. Mývetningar kvöddu hann hlýlega, þá er hann fór þaðan. Höfðingi var hann heim að sækja, og munu margir minnast með á- nægju komu sinnar á heimili hans. Á Skútustöðum hjelt hann gestabók, og hafði margur merkur maður, bæði útlendur og innlendur, heimsótt hann, og munu fáir þeirra svo hafa komið í Mývatnssveit, þann tíma er hann bjó á Skútustöðum, að þeir heimsæktu hann eigi. Og eigi þeir enn ferð um þær slóðir, munu þeir sakna sjera Árna á Skútustöðum. Konum sín- ! um og börnum var hann ástríkur | eiginmaður og faðir, enda voru þær honum samvaldar í að gera garðinn frægan. Gleðimaður var hann og hag- mæltur. J. K. LandskosninDarnar. Listi Heimastjórnarmanna Hann er nú fullgerður og hefur miðstjórn flokksins gefið út um það svohljóðandi tilkynningu: „Á landslista Heimastjórnarflokks- ins verða: 1. H. Hafstein, bankastjóri. 2. G. Björnson, landlæknir. 3. Guðj. Guðlaugsson, kaupfjelags- stjóri. 4. Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, bæjar- fulltrúi. 5. Ágúst Flygenring, kaupmaður. 6. Sigurjón Friðjónsson, bóndi, Ein- arsstöðum. 7. Jón Einarsson, hreppstj., Hemru. 8. Pjetur Þorsteinsson, verkstjóri, Reykjavík. 9. Jósef Björnsson, bóndi, Svarfhóli. 10. Hallgrímur Hallgrímsson, hrepp- stjóri, Rifkelsstöðum. 11. Gunnlaugur Þorsteinsson, hrepp- stjóri, Kiðjabergi. 12. Hallgrímur Þórarinsson, bóndi, Ketilsstöðum. Listinn er saminn, að svo miklu leyti sem auðið var, eftir óskum og tillögum mætra manna í öllum lands- fjórðungum, sem miðstjórn flokksins hefur ráðfært sig við. Þeir, sem á listanum standa, hafa lofað samþykki sinu. Þess skal getið, að sjera Sigurði Stefánssyni í Vigur var boðið 3. sæti á listanum, en hann hafnaði því.“ * Eins og kunnugt er, getur hver kjósandi breytt nafnaröð á landslist- anum eftir vild. En hjer eru efstir þeir tveir af hópnum, sem sæti hafa átt á síðustu þingum, H. Hafstein, foringi flokks- ins og fyrv. ráðherra, og G. Björn- son, sem er formaður flokksins frá síðasta þingi. Þá eru tveir gamlir og góðkunnir þingmenn, sem ekki hafa setið á síð- ustu tveim þingum, Guðj. Guðlaugs- son og Ágúst Flygenring, báðir þjóð- kunnir forvígismenn tveggja atvinnu- vega landsins, annar landbúnaðar, hinn sjávarútvegs. Frú Briet Bjarnhjeðinsdóttir er sú kona, sem mest hefur unnið að fram- gangi kvenrjettindanna hjer á landi, og er hún formaður ísl. kvenrjett- indafjelagsins. Virðist því sjálfsagt,að hún korni fyrst og fretnst til greina, er konur fara að velja fulltrúa á al- þing. Frá hálfu verkmannastjettarinnar er Pjetur Þorsteinsson á listanum, greindarmaður mesti og áhugamaður um almenn mál, og þektur víða um land sem vegaverkstjóri. Hinir sex eru allir meira og minna landskunnir merkisbændur. Þar sem sjera Sigurður Stefánsson i Vigur vill nú ekki vera á landslist- anum, enda þótt alt til þessa hafi verið ráðgert, að hann yrði þar, þá mun orsökin sú, að hann ætli að vera áfram við kjördæmi sitt, enda hefur Lögr. heyrt, að hann hafi fengið beiðni um það úr kjördæminu, og megi þá að sjálfsögðu telja hann viss- an þar með kosningu. =K Um landslista stjórnarmanna er það nú fullráðið, að þessir 4 verði þar efstir og í þeirri röð, sem hjer er fylgt: Einar Arnórsson ráðherra, sjera Sig. Gunnarsson, sjera Ólafur Ólafsson, sjera Björn Þorláksson. Á þversum-lista Sig. Eggerz sýslum. efstur, en næstur honum annaðhvort Björn Kristjánsson bankastjóri eða sjera Kristinn Daníelsson. Fundir um lista Bændaflokks þingsins hafa nýlega verið í Húna- vatnssýslu og Skagafirði, og er auð- sjeð á gerðum þeirra funda, að engin festa er enn komin á þann lista. Á Húnavatnssýslufundinum vildu menn hafa þá þar efsta Björn á Kornsá og Þórarinn á Hjaltabakka, en á Skaga- fjarðarfundinum varð upphafið á list- anum svona: Jósef Björnsson alþm., Halldór skólastjóri á Hvanneyri, Björn á Kornsá, Guðj. Guðlaugsson. Mun á hvorugum staðnum hafa verið fengið samþykki þeirra, sem til voru nefndir. Stríðið. Suez-skurðurinn. Þegar miðveldin og Búlgarar höfðu sigrað á Balkanskaganum og Tyrk- ir höfðu stökt bandamönnum burt frá Dardanellasundinu og hnekt framsókn enska hersins í Mesópóta- miu í orustunni við Tesifón, komu upp fregnir um það, að nú hefðu Tyrkir og Þjóðverjar mestan hug á því, að ná Súez-skurðinum frá Eng- lendingum 0g girða þannig fyrir

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.