Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 08.03.1916, Side 1

Lögrétta - 08.03.1916, Side 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 11. Reykjavík, 8. mars 1916 XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalsír. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bdkaverslun Siotúsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 siðd. Tvær spurningar.! Er kirkjan að komast á ringulreið? Eru allir að verða — andatrúarmenn? Hr. ritstjóri KirkjublaSsins !* Hjer eru tvær spurningar, sem jeg sendi yður. Jeg er þó ekki höfundur þeirra, heldur hafa tveir „mætir menn“ spurt m i g svo (og á hvor sína spurninguna), en mjer varð ekki greitt um svariö. Málefniö finst mjer eiga heima í Kirkjublaðinu, ekki hvaö síst, og aö þjer munið einhverju geta svarað, mönnum þessum til huggun- ar og harmaljettis. Auk þess, sem þetta er „andlegt“ mál, þá er það líka „mannlegt", og mjer virðist þjer halda meginregl- unni: humani nihil a me alienum (þ. e. ekkert mannlegt mjer óviSkom- andi). Ef jeg mætti, í mjög stuttu máli, segja ySur og lesendum Kbl. skoðun niína á þessum hlutum, mundi jeg eftir vandlega íhugun svara fyrri spurningunni j á t a n d i. Og rökin fyrir því eru aS hálfu leyti innifal- in í síSari spurningunni, sem jeg þó verS aS svara neitandi, meS þeirri viSbót, aS svo langt sjeum við ekki leiddir e n n þ á. ÞjóSkirkjan hjer, hin evangelisk- lúterska, er í upplausn. Stýrir því annars vegar n ý j a g u S f r æ S i n, er nú skipar hásætiS meSal hinna „skriftlærSu"; hún er sumpart þegar fallin frá, eSa sumpart er aS falla frá, ýmsum helstu trúaratriSum lútersku kirkjunnar (sbr. skrif nýguSfræS- inga, t. d. próf. Jóns Helgasonar) — og trúarjátning vill hún enga fasta hafa, heldur fult kenningarfrelsi innan þjóSkirkjunnar (sbr. t. d. þaS, aS nú vilja nýguSfræSingarn- ir afnema kverlærdóm með öllu, af því aS hann bindur viö eitthvaS „á- kveðiS“, og innleiSa barnabiblíuna í staSinn, er hver geti svo „skýrt“ eft- >r vild). Þetta er jeg í sjálfu sjer ekki aS lasta, því aS þaS er greitt sPor í áttina til þess, sem er þroska- merkiS mest, aS hafna öllum átrúnaöi. En hitt er jafnvíst, aS þetta getur engan veginn samrýmst ákveSinni þjóökirkju, ríkiskirkju, meS fast- skorSaðar og lögskipaöar trúarsetn- lngar, sem þjóðfjelagiö heldur uppi s e ni s 1 í k r i og einmitt vegna þessa. Allar mögulegar trúarskoSanir getur ííkið ekki veriS aS styrkja. A hinu leytinu vinnur a 11 d a t ú- i11 e>nn'g' stórum aö sömu upplausn. Hun er nú svo mögnuS hjer, eSa öllu heldur. meS hana er svo fariS hjer, aS sliks munu engin dæmi annarstað- ar — aS prestvígSur maSur í þjóS- kirkjunni (prestakennarinn, prófessor Haraldur Níelsson) prjedikar liana í * N. Kbl. þessa grein, ekki treysta hennar (en um leiS). — ir hana. baSst undan því að taka með því að ritstj. kvaSst sjer aö svara síSari hluta svar yrSi hann aS setja Lið jeg nú Lögrjettu fyr- Höf. « / -- y - • kirkju hvern sunnudag (auk fyrir- lestra, er hann kann að halda) og telur hana nú aöalstoS kristin- d ó m s i n s. Kraftaverk nýja testa- mentisins eru ekkert annaS en „andafyrirbrigSi", og K r i s t u r (sem nýguSfræSingar eru búnir aS gera aS manni, eins og kunnugt er) var aS eins m i S i 11 — þannig er sú gáta leyst! Þetta getur að sjálfsögSu út af fyrir sig staöist eins vel og hverjar aSrar hugmyndir, sem menn- irnir hafa gert sjer um þessi efni, en er þetta s a n n-k r i s t i 1 e g t ? Jeg spyr ySur, ritstjóri góSur, þvi aS þjer rnunuS kannast viS, að alt annaS hef- ur „okkur veriS kent“; var þaS þá vitleysa, eSa er þetta þaS ? Þar er hnúturinn. Upp á þessar grundir vil j e g aS minsta kosti ekki hafa „þjóSkirkju", og jeg get ekki láS öSrum, þótt þeir hugsi eins. AS því leyti er jeg Dön- um sammála, aS jeg kýs heldur aS hafa einhverja „reglu í ruglinu“. Þetta er nú mín (aS því er ySur mun finnast) veraldlega skoSun. Og svona aukalega vildi jeg skjóta því inn í, aS eins og jeg tel mikla kirkju- sókn á einhverjum staS enga sönnun fyrir því, aS hún sje til nokkurs á- i bata fyrir líferni manna — jeg þekki hjeruS, þar sem sjaldan er kirkja sótt, en þó allir heiðursmenn! — eins get jeg á hinn bóginn ekki sjeS, að þaS geti veriö neinn ávinningur fyr- ir g u S s t r ú n a, þótt þaö „s a n n- a S i s t“ (vísindalega, aS andar fram- liSinna væru á sveimi eftir dauöann. Mjer viröist þaS einmitt k 011- v a r p a öllum hinum kristnu trúar- kenningum um þessi efni. — Hinni spurningunni, hvort allir ' væru aS verSa — andatrúarmenn (jeg held, aS spyrjandinn hafi ætlaS aS nota eitthvert annaö orö, en hætt viS .þaö), sagSist jeg verSa að svara neit- andi, þótt mjög sje nú reyndar fariS aS kárna gamaniö. Því að nú andæfir enginn þessu fargani, aS því er sjeS verði. BæSi mun þaS vera, aS menn nenna því ekki, og svo er aSalatriðið, aS flest blöðin og tímaritin, þau viS- lesnustu, munu vera svo sem lokuö slikum mótmælum.* Af tilviljun hagar nú svo til, illu heilli. ísafold flytur hverja fyrirbrigðasöguna á fæt- ur annari athugasemdalaust, og grein- * Um Lögrjettu, aS minsta kosti, er þetta ekki rjett til getiö. Hún hefur engum neitaö um rúm fyr- ir greinar af því tægi, sem hjer er um aS ræöa. Þótt hún hafi flutt nokkrar greinar, sem þessi mál snerta, með nafni mikils metins rithöfunar (E. H.) undir, þá hefur hún alls ekkert tilefni gefiS mönn- um til aö halda, aö hún væri lokuö fyrir mótmælum gegn þeirn skoSun- um, sem þar koma fram. R i t s t j. ar bæöi eftir Harald Níelsson og Einar Hjörleifsson, sem nú leitar þar aftur húsaskjóls eftir útivist harSa og langa. Lögrjetta hefur og gefiö sig aS þessu upp á siökastið, meöan E. H. skrifaSi í blaðiS. (Ekki aS gleyma ósköpunum, nýja blaSinu, sem kallar sig ,,Landiö“). Tímariti Bók- mentafjel., Skírni, stýrir dr. GuSm. Finnbogason, sem eitthvaS hefur ver- iS oröaður viS kukl, og einn af rit- stjórum ISunnar er sjálfur höfuö- presturinn E. H. o. s. frv. Og varla kemur upp þaS hindurvitnisfyrir- brigSi, að andapostularnir telji þaS ekki vísindalega sannaSa staSreynd! Sannarlega væri engin vanþörf á því, þótt tekiS væri til máls á móti öfgum þessum, og ef ekki fæst rúm i hinum almennu blöSum, svo sem skylt væri, þá getur orSið lifsnauö- syn, til þess aö halda viö heilbrigöi skynsemi landsmanna, aS koma á fót frjálsu og óháSu málgagni í því skyni. Hvernig líst mönnum, trúuSum jafnt og vantrúuöum, m. a. á greinar þær, sem birtst hafa í ísafold nýlega, eftir E. H. (í 6. tölubl. þ. á., ræSa, um „hugskeytatæki Wilsons“) og H. N. (í 10. tölubl. þ. á.: „Frá furSuströnd- um, einkennilegar ljósmyndir“) og skrifaSar eru í þeim ísmeygilega trúaranda, sem þessir rithæfu menn nú viöhafa? ÞaS er svo sem ekki veriö aS troSa þessu inn í fólkiö, nei, því er einmitt s m e y g t inn, svo ósköp liölega. E. H. klykkir út frá- sögnina um andaskeytin meö þessari setningu (sem er málsgrein út af fyr- ir sig) : „ÞaS er þetta, sem hefur ver- iö aö gerast á Englandi í sumar“! Rjett eins og þetta sjeu aSalviö- buröirnir meS Englendingum á þess- um tímum — eSa einustu viöburS- irnir! Og H. N. fárast yfir því, aS mörgum sje „skapraun" aS því, að reka sig á „óþekt lögmál í tilver- unni“(!), „afturhaldssamar sálir“ þykist þurfa aö varðveita „barna- trúna“ sína, „stinga höföinu niöur í sandinn" o. s. frv. Telur hann þaS óumræSilegt „fagnaSarefni“ og „gæfu“, aS „fá ljósmynd af látnum ástvinum sínum“ (úr andanna heimi). — Hvers vegna þaS? HvaSa áhrif getur sú ljósmynd haft, til góðs, á 1 í f e r n i manna? „Ástvina“-taliö er nú mjög notaö, og er þvi bersýnilega ætlaS að hrífa veikar sálir. Slíkur ritháttur sem þessi er fyrir m í ni u m sjónum ekkert annaS en hreinar og beinar andlegar einfeldn- ingaveiðar („Bondefangeri“, sem bræður okkar kalla suöur viö Eyrar- sund). HvaS virðist KirkjublaSinu? i,—3.—T6. G. Sv. Frjettir. „Maður og kona“ var fyrirsögn fyr- irlestrar, sem Lárus H. Bjarnason prófessor hjelt í BárubúS kl. 5 á sunnudaginn fyrir nær því fullskip- uðu húsi. Fyrirlestur þessi var haldinn aS til- hlutun Kvenrjettindafjelags íslands og Plins ísl. kvenfjelags. Var hann um lagalegt samband hjóna, og að- stöðu þeirra hvers um sig gagnvart þjóðfjelaginu. SömuleiSis um aSstöSu foreldranna aS lögum til barna sinna, skilgetinna, óskilgetinna og hórget- inna, og aöstöðu þeirra barna þar af leiðandi til þjóðfjelagsins. Jeg minnist ekki aS hafa, heýrt fyrirlestur um jafnerfitt viSfangsefni, og í sjálfu sjer jafn lítið skemtilegt efni vera gerSan jafn skýran og á- heyrilegan. ASalatriSi málsins voru sett svo ljóst og greinilega fram). Mismuninn, sem er aS lögum, tók ræSumaður skýrt fram i öllum aöal- atriSum og benti á ýms atriöi í nú- gildandi lögum, sem bæSi beint og óbeint hölluðu rjetti konunnar, ef hún ekki sjálf stæSi fjármunalega á verði fyrir sínum hagsmunum. Um aSstöSu hjónanna til barna sinna og rjett barnanna gagnvart for- eldrum talaði prófessorinn einnig greinilega. En einkum benti hann á þaö , misrjetti, sem óskilgetin börn verSa fyrir frá löggjafarinnar hálfu, hvernig þau, sem eru alsaklaus um þaS, á hvern hátb-þau eru í heim- inn borin, verSa aS líöa fyrir þaö oft og einatt alla æfi. SömuleiSis aS þar væri þaS móöirin ein, sem heföi bæSi eignarrjettinn yfir barninu og líka alla ábyrgöina á uppeldi þess og undirbúningi undir lífsbaráttuna. í sambandi viS þetta tók ræSum. einnig fram hvernig hórgetnu barni af móöur væri aS lögum hegnt fyr- ir tiloröning sína meS því aS þaö hvorki gæti erft móöur sína og móS- urfrændur, sem önnur óslcilgetin börn, og væri auk þess eins og hin arf- laus aS lögum eftir föSur og föður- frændur, þótt móðirin ætti aS lögum fullan erfSarjett eftir barniö, ef því skyldi farnast svo vel síöar á æfinni, aö eitthvaS væri eftir það aS fá viö dauSa þess. Yfir höfuö var þessi fýrirlestur hin þarfasta hugvekja og mætti aS líkindum vænta þess aS konurnar mintust þessa máls lengur en meSan ræSumaöurinn er að tala. J. Háskólahátíð. Stúdentar háskólans hjeldu í gærkvöld fjölmenna skemti- samkomu, meS boröhaldi og dansi á eftir. Gekst stjórn stúdentafjelags há- skólans fyrir þvi, en þaö fjelag er nýlega myndaö og í því flestir af þeim, sem nám stunda viö haskólann. Gunnar SigurSsson stud. jur. frá Sela- læk er formaSur fjelagsins. Bauð hann gestina velkomna og sagöi, að tilefni samkomunnar væri þaS, aS forgangsmennirnir vildu koma á ár- legri háskólahátíS, er haldin yrði framvegis þennan dag (þriöjudag- inn í föstuinngang), og væri þetta byrjun, sem ætti aS veröa aö venju. SíSan talaöi Steinþór GuSmundsson stud. theol. fyrir minni háskólans og háskólakennaranna, en rektor háskól- ans, GuSm. Hannesson prófessor, tal- aöi fyrir minni stúdentanna. FormaS- ur fjelagsins, Gunnar SigurSsson, tal- aöi fyrir minni kvenna. SíSan var dansaö langt fram á nótt og skemtu menn sjer vel. í samsætinu var tals- vert á annaS hundraö manns. ÞaS var haldið í BárubúS,, og er nú, eftir brunann í fyrra, ekki völ hjer á öSr- um samkomuhúsum enn sem kom- iö er. „Þegar Reykjavík var 14 vetra“ 1 heitir fyrirlestur, sem Jón Helgason I prófessor hjelt í BárubúS síSastliöið j sunnudagskvöld, og lýsti hann þar I bænum í byrjun 19. aldar, 14 árum I eftfr aö hann haföi fengiS kaupstaðar- rjettindi. HafSi þaS komiö til orða, er bærinn var stofnsettur hjer, aS skíra hann eftir konunginum, sem þá var Kristján VII., og nefna hann Kristjánsstað eöa Kristjánsborg, en úr því varö samt ekki, og var gamla nafniS látiS haldast. Þegar bærinn fjekk kaupstaöarrjettindi, voru hjer aöeins Innrjettingar Skúla Magnús- sonar og nokkur kot í kring. 14 ár- um síðar eru hjer komin upp allmörg kaupmannahús, er standa meðfram sjónum í miöbænum, og er meiri hluti þeirra reistur af verslunarfjelögum til og frá í Danmörku, en innanum eru þó verslanir frá Noregi og Eng- landi, og líka verslanir, sem innlend- ii menn stofna. Bærinn er þá ekk- ert annaS en kaupmannaaösetur og fastir íbúar eitthvaS á 4. hundraö- inu. Var það efni fyrirlestrarins, aö segja hverjir kaupmenn og borgarar bæjarins hefðu veriS á þessum tíma, hvaö oröiS heföi um ættir þeirra og afkomendur, hvar hver um sig heföi bygt og hvernig fariS heföi síSar um hús þeirra og eignir í bænum. Var fyrirlesturinn mjög fróðlegur og vel fluttur, en tíminn entist ræSumanni ekki til þess aö tæma efniS svo sem hann hafSi ætlaS sjer, og talaði hann þó hátt á annan kl.tíma. Mundi þaS verða vel þegiS, ef hann segöi frá því, sem eftir varö í þetta sinn, í öSrum fyrilestri. Annars ætti þaö, sem hann hefur safnaS um sögu bæjarins, aS koma út, og svo verður án efa ein- hvern tíma, því á bak viS þaS liggur mikil vinna og í því er fróðleikur, sem margir vilja kynnast. Verslun seld. Gísli Jónsson kaup- maður í Borgarnesi, sem keypti þar Brydesverslun fyrir eigi löngu, hef- ur nú aftur selt hana Kaupfjelagi Borgfirðinga. „Goðafoss“ kom til FáskrúSsfjarS- ar frá útlöndum 2. þ. m. HafSi skip- iS legiS 10 daga til rannsóknar i Ler- wick, er þaö var á útleiS frá Aust- fjöröum. Álafossverksmiðjan hefur nýlega fengiS spunameistara frá Noregi, K. A. Patterson aS nafni. Laus prestaköll. BarS í Fljótum. Heimatekjur: 335 kr. 40 au. Á presta- kallinu hvilir: 1. húsbyggingarlán, upphafl. 300 kr., tekiS 1909; 2. Ræktunarsjóðslán, upphafl. 700 kr., tekiS 1908. SkútustaSir viS Mývatn. Heima- tekjur: 225 kr. og prestsmata af Reykjahlíð 180 pd. smjörs. Kirkjubær í Hróarstungu, sem HjaltastaSaprestakall legst viö, er losnar. ErfiSleikauppbót, 200 kr„ greiSist fyrst, er sameiningin kemst á. Heimatekjur: 220 kr. — Lán til íbúöarhúss 6000 kr„ tekiö 1898 og 1899, meS 6 pct„ eSa 360 kr. greiðslu í 28 ár. Öll þessi prestaköll veitast frá far- dögum 1916, en umsóknarírestur er til marsloka,

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.