Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.03.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 08.03.1916, Blaðsíða 2
42 LÖGRJETTÁ Fundur i ,Fram£ næstk. laugardagskvöld II. þ. m. í Templarahúsinu og byrjar kl. 8*4. Fundarefni: 1. Landskosningin. 2. Tr. Gunnarsson segir sögu. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. „Hólar" stranda, Mrg.bl. flytur þá fregn eftir færeyska blaðinu „Dimma- lætting", að „Hólar" hafi strandað á leið hingaS frá Leith hjá Rattray- head, skamt frá Peterhead í Skot- landi. Menn komust af og líkur tald- ar til aS skipiS náist á flot aftur. Sæsíminn. „Geir" kom aftur úr leiðangri sínum tíl Færeyja út af símaslitunum síðastl. mánudagsmorg- un. HafSi hann komiS til Færeyja 2. þ. m., en verið stöðvaður á leiSinni af ensku herskipi og slept, er skjöl skipsins höfSu veriS nákvæmlega rannsökuS. í Þórshöfn fengu þeir símamennirnir aS vita, aS síminn væri slitinn 11 sjómílur þaSan, fyrir framan svokallaS Mjovenes, milli eyjanna. Þar var þeim og sagt, aö viSgerSaskip Stóra norræna símafjel. hefSi veriS komiS á leiS til þess aS bæta slitin í miSjum febrúar, en hefSi orSiS aS hleypa undan stormi inn til Mandal í Noregi. ÁSur þaS færi þaS- an aftur, hafSi þaS fengiS skipun um aS gera viS sæsíma, sem slitnaS hafði í NorSursjónum, og viS þaS var þaS enn. En símskeyti hafSi komiS til Færeyja frá fjelaginu, er tilkynti, aS viSgerSaskipiS ætti aS koma þangaS 1. mars. Símstjóri sendi þá fjelaginu símskeyti og sagSi því af ferSum sín- um. Fór svo daginn eftir þangaS, sem símslitin voru, en þar var þá ekkert hægt aö gera fyrir stormi, og lá Geir inni á vík þar skamt frá um nóttina. Straumur er þarna mjög harSur og viSgerSin því erfiS. Þegar þeir svo síSar fóru aS fást viS þaS á „Geir" að slæSa upp sím- ann, kom til þeirra vjelbátur frá Þórs- höfn meS svohljóSandi skeyti frá símafjelaginu: „ViSgerSarskipiS hef- ur tafist vegna óviSráSanlegra at- vika. Búumst viS aS þaS komi til Færeyja á mánudaginn (6. þ. m.). Oss þykir þaS leitt aS verSa að taka fyrir, aS þjer gerið við símann; það er gagnstætt samningi og vjer vörum við aSgerð á símanum, þar eS bilunin er á mjög slæmum staS." Þar sem símastjóri frjetti þannig, að viðgerðaskipið mundi koma innan skams, hætti hann við að fást við símann, en hjelt heimleiSis. 150 sím- skeyti, sem fyrir lágu í Færeyjum, tók hann þar og flutti hingaS. Hann segir, að ekki sje vegna straumsins hægt að fást viS aSgerðir á símanum nema svo sem 2 kl.tíma á dag, en viðgerðin mundi hafa tekið 2-3 daga. Síminn er enn ekki kominn í lag. Kirkjusamsöngur var haldinn hjer síðastl. sunnudagskvöld af hr. Páli ís- ólfssyni frá Stokkseyri, er stundaS hefur söngnám undanfarin ár hjá Fr. Straube i Leipzig, og var hvert sæti í kirkjunni skipaS. Hr. Pjetur Hall- dórsson söng þar einnig nokkur lög. SöngfræSingar bæjarins láta mjögj vel af orgel-spili P. í. og telja hann mikinn efnismann í sinni list. Landlisti Heimastjórnamanna. Sú breyting hefur veriS gerð á nafna- röð á honum, að nafn Ágústs Flygen- rings verður siSast, eSa 12. nafn, og er þetta gert eftir ósk hans. Sigur- jón FriSjónsson verSur þá sá 5 í röð- inni. o. s. frv. Tíðin hefur verið hin besta hjer um Suðurland nú að undanförnu, þýSviðri daga og nætur síðan um helgi. Aflabrögð hafa verið meS besta móti hjer suður með flóanum. Sama er sagt af VestfjórSum og útgerSar- stöðunum við BreiSafjörð. Botnvörp- ungarnir hafa og aflað mjög vel, og eins er sagt um þau af þilskipunum, sem frjettir hafa komið af. Rafmagn í Reykjavík. Það er nú fariS aS tala um þaS í bæjarstjórn- inni hjer, að koma upp rafmagnsstöS handa bænum, og er þar um nauð- synjamál að ræða, sem nánar mun verSa minst á síSar hjer í blaSinu. Vjelbáturinn Snygg kom hingað 4. þ. m. frá Siglufiröi eftir 58 klukku- stunda siglingu. Hafði ágætt veður á leiðinni. Báturinn er eign Helga Haf- HSasonar og á hann aS stunda fiski- veiSar hjeðan frá Reykjavík um ver- tíðina. Aflann kaupir Helgi kaupm. Zoega. Formaður bátsins er Þórður Þórðarson. Sjö menn voru með hon- um á bátnum frá Siglufirði. Þórður sagði lítil tíðindi frá Siglufirði. Blind- hríð hafði verið þar undanfarna þrjá daga og snjór væri þar afskaplega mikill. Mrg.bl. Snjór í Norðurlandi. Eftir hríðarn- ar i febrúar er svo mikill snjór í Eyja- fiði, Skagafirði og austurhluta Húna- vatnssýslu, aS menn muna varla ann- an eins, segir maður, sem nýkominn er hingaS úr SkagafirSi. Þar voru öll hross á gjöf, er hann fór þaSan. En vestan til í Húnavatnssýslu var snjór- inn minni. Gaskolin. GasstöSin hjer hefur lengi átt von á kolafarmi frá Eng- landi, og hafði fengiS leyfi þar til útflutnings á honum og skip til aS flytja hann hingað. En meS „Geir" kom sú frjett, aS skipiS hefSi lask- ast og sett kolin í land í Færeyjum. BíSa þau nú þar ferSar hingaS, en gasstöðin hjer er mjög þrotin að kol- um, og kemur því þetta sjer illa. „Mjölnir", skip Thorefjelagsins, sem lengi hefur verið í förum hjer við land, hefur nú Thor Jensen kaup- maður keypt. Ferð um Suðurnes. Eftir G. Hjaltason. Jeg fór þriggja vikna ferS um SuS- urnes í janúar þ. á. og hjelt 15 fyrir- lestra. Bestu viStökur, aðsókn og at- hygli, og alstaðar drengilega greidd gata mín í öllu. Efnið var oftast, eins og von var: „Hugleiðingar um heims- stríðið". I. Keflavík. Þar hef jeg áður komið og haldið þar átta fyrirlestra og þeim vel tekið. Nú hjelt jeg þrjá, kvöld eftir kvöld, og alt af fult hús, hátt á annað hundr- að manns. Hreppstjóri Ágúst Jónsson og fleiri málsmetandi menn útveguðu mjer alt ókeypis, bæði fundahús, uppljómun þess, auglýsingar og svo dvalarstað. Fjekk jeg svo alla inngangspening- ana, er voru 10 aurar á mann. En öll ófermd börn ljet jeg hafa ókeypis aS- göngu. Enda geri jeg þetta alt af, þar sem jeg kemst aS svona góðum kjörum. I Keflavík eru ýmsar fram- farir, t. d. í byggingum. Þar er mik- ið skólahús, Goodtemplarahús og al- veg ný kirkja. Tún og garðrækt er að aukast, en grýttur er jarðvegurinn þar, eins og i grendinni, mest melar og holt, og dálítið af flögóttum mó- um. Hagar fyrir kýr sárlitlir, aftur skárri fyrir sauðfje. Heldur mun þar lítið um skepnur enn þá. Er það sjáv- araflinn, sem er og verður þar aðal- atvinnugreinin. II. Garður. Jeg fór svo út í Garð og hjelt þar 2 fyrirlestra. Voru þeir líka vel sótt- ir. En þá var komið verra veSur seinna kvöldið, hlákumyrkur og bleyta, svo ill gangfært var nema meS ljóskeri. GuSmundur kaupmaSur Þórðarson og fleiri greiddu þar veg minn líkt og þeir í Keflavík. Skólahús mikið er í Garðinum og eins Goodtemplarahús og byggingar yfirleitt allgóöar. Heldur er þar grös- ugra og betra um túnstæði en í Kefla- vík. En aftur er þar votlendara, og sjórinn flæðir sumstaSar inn á milli húsa og inn á túnin. Útsýni þaSan er eitt hiS mesta hjer á landi; allur f jallahringur Faxaflóa sjest vel. Fjöllin upp af Mýrum eru tekin að lækka, en aftur sýnist mjer jökullinn hærri þaðan en af Innnesj- um, t. d. Álftanesi. Það launar ómak- ið að fara suður í GarS og helst þá aS ganga nokkuS upp á hæðir heið- arinnar þar og líta svo vel fagra hringihn í fjarlægð þegar bjart er. III. Miðnes. Frá GarSinum fór jeg suður á Mið- nes og hjelt þar tvo fyrirlestra, ann- an í Sandgerði, hinn í Hvalsness- skóla. Einnig vel sótt á þessum stöð- um. Verslunarmennirnir í Sandgerði og Hákon bóndi Tómasson í Nýlendu voru mjer til aðstoðar líkt og þeir í Garði og Keflavík. Jeg var þar 3 nætur og seinustu nóttina hjá Vil- hjálmi bónda Hákonarsyni á Stafnesi. Hann var mörg ár vestur viS Kyrra- hafið og kyntist þar mörgum þjóðum mikið, t. d. japönum, og hafði frá mörgu að segja, og þótti mjer fróS- legt og skemtilegt, enda er heimiliS, þótt fáment sje, eitt af þeim ánægju- legustu, sem jeg hef komiS á. Steinkirkja falleg er á Hvalsnesi, bygð 1887. Stendur fremur hátt, sjest þaðan víða. Því miður var snjór svo mikill, aS jeg sá lítiS til gróSurs á Miðnesi. En líkt sýndist mjer það og í Garðinum. Er þar líka fjara mikil og skerjagarð- ar heldur meiri en Faxaflóamegin, þegar undan eru skilin skerin fram undan Garðskaganum. HeiSin milli Miöness og Keflavík- ur er ein af þessum flötu, villugjörnu heiðum. Menn hafa orðið þar úti, eins og víðar á Reykjanesskaga. IV. Hafnir. í Höfnum hjelt jeg nokkra fyrir- lestra vel sótta. Þeir bræður Ketill í Kotvogi og Ólafur á Kalmannstjörn voru þar bestu aðstoSarmenn mínir. Kona Ketils er sonardóttir Bjarna Thórarensens. Finst mjer alt af mik- iS um að hitta afkomendur mins uppáhaldsskálds. Ketill faSir þeirra bræðra var einn af mestu sjógörp- um og skörungum Hafnarmanna. Eins Vilhjálmur, Hákonarson í Kirkjuvogi og fleiri. Voru þeir mestu dugnaðarmenn og bestu dreng- ir og vel fjáSir. Fer alt þetta þrent fremur sjaldan saman. Dáð og dreng- skapur afkomenda þeirra og annara ættmanna lifir góðu lífi. En heldur munu efni vera minni í Höfnum nú en var, og veldur því aflaleysi síSan útlendingar fóru að skemma fiski- miSin fyrir alvöru. Samt held jeg aS aS líðan manna þar sje allgóS; þar eru, eins og annarstaSar á SuSurnesj- um, allmiklar framfarir í bygging- um og vænt skólahús er þar líka. Tún sæmileg, en sjávarrót skemdi þau ný- lega, en þau lagast nú smátt og smátt. Fjörubeit er þar góð, eins og víSar þarna sySra. Og landbeit er þar betri en á Garðskaganum. Og fje stund- um allvænt. Sauður 3 vetra var skor- inn á Kalmanstjörn 1915 með 60 pd. kjöts og 19 pd. mörs, lagði sig á 47 kr., og sama ár komst kýr á bæ í Höfnum í 22 merkur í mál og hjelt því lengi á sjer, aðrar komust þar í 14 merkur. Öll hraun eru þar að gróa upp og lyngiS aS færast nær bæjunum. Eins ei inn með flóanum, t. d. á Strönd- inni. Er það því að þakka, að nú er hætt að rífa lyng og kvisti, sem bet- ur fer. V. Gamall sjógarpur. Bjarni Guðmimd^son bróðursonur Vilhjálms heitins í Kirkjuvogi er einn af þessum eldri sjóskörungum Hafna- manna. Hann hefur veriS formaSur í 49 ár, allar vertíðir á hverju ári. 38—40 ár formaSur á teinæring, en hin árin á 6 og 8 æring. Hann hefur aldrei mist nokkurn mann af sjer eSa látiS verða fyrir slysi. Hann er nú 65 ára gamall, orðinn alblindur á öðru auga og sjer illa með hinu, er bláfá- tækur maSur, á engin nákomin skyld- menni. Svona menn hafa gert þjóð- fjelaginu meira gagn en flestir aðrir nýtir menn. Og er hörmung að vita til þess, ef aðrir eins menn fengju þaS í laun fyrir duglegt og dygðugt æfistarf, að verða sviftir rjettindum og enda virðingu, eins og á sjer stað þegar leitaS er fátækrastyrks. Svona menn ættu þvi ekki aS þurfa aS fara á sveitina, heldur ætti, til dæmis, Bjarni þessi aS fá árlegan styrk úr sjómannasjóSi og líka vænan elli- styrk. VI. Vigfús Grænlandsfari. Hann er vitavörður, og fylgdi hann mjer austur í Grindavík og gisti jeg hjá honum á heimleiðinni. Sá kunni frá mörgu fróðlegu að segja. Enda eru jökulöræfi Grænlands næsta til- breytileg, hann mjög duglegur og eftirtektarsamur ferSamaSur, og för hans er þjóSinni til sóma, því hún sýnir útlendingum, að enn þá lifir áræSið og þrekiS forna, þó aS hægra hafi um sig en áður. Ættu menn aS kynna sjer ferSasögu Vigfúsar og sækja fyrirlestra hans. Vitinn stendur uppi á felli og bær- inn undir því. Er mikið útsýni frá vitanum yfir landiS í kring og Snæ- fellsjökull sjest vel þaSan. En til aust- urjökla sá jeg ekki fyrir þoku. Þegnskylduvinnan. Það er talsvert fjör farið að færast í umræður um þetta mál. Er það og eðlilegt, þar sem þjóðin á við næstu kosningar að skera úr því, hvort hún vill fá þegnskylduvinnu eða ekki. Tilgangur þegnskylduvinnunnar er sá, að manna og menta þjóðina, lyfta henni á hærra menningarstig. Hug- sjónin er fögur. En er nokkur von um að lögboðin vinna sje hentugri til þess en þær mentastofnanir, sem vjer nú höfum, eða kunnum aS öðlast? Því er ekki auðsvarað, svo ábyggilegt sje. Kostir þeir, sem þegskylduvinnu eru aðallega taldir til gildis, eru eink- um: verkleg æfing, stundvísi, reglu- semi, stjórnsemi, gleggri skilningur á samvinnu, viðkynning og ódýr vinna fyrir landssjóS. Um verklega námiS er þaS aS segja, aS vel má vera, aS efnilegum mönn- um, sem sýnt er um vinnu, kæmi aS talsverSum notum þriggja mánaSa góS leiSbeining, en þó tæplega svo, að handtök yrðu mun betri, er til ann- arar vinnu kæmi en þeir ynnu í þegnskylduvinnunni, því sennilega snertu margir menn aldrei á þeirri vinnu framar á æfinni, er þeir hefSu þar unniS aS. Þá er reglusemin. Reglubundin vinna hefur fariS mjög í vöxt á seinni árum. Þó er henni enn mjög ábóta- vant. En það er líka til reglusemi á öðru sviði, t. d. í viðskiftum og í hversdagslífinu, bæði utan húss og innan, sem öllum er nauðsynleg, en önnur öfl virSast betur löguS til aS glæSa þá reglusemi en lögboSin vinna. Stundvísin er náskyld reglusem- inni, og er einn þáttur hennar. Hún er eitt af því, sem þessa þjóS vantar tilfinnanlega. ÞaS er oft harla baga- legt og óviSfeldiS að þurfa að bíSa jafnvel 2—3 tíma eftir aS fundir byrji, þó búið hafi verið að ákveða tímann fyrir fram. Á þetta sjer þó stað í fjölda mörgum tilfellum. Allir sjá hversu miklu óhagræði og tíma- töf slíkt veldur, og getur jafnvel oft stafað hætta af um hávetur. Stjórnsemi er eitt af því, sem þegn- skylduvinnunni er ætlað að koma í betra horf meS þjóS vorri. Má og vera, aS þess gerist full þörf. Ekki er óhugsandi aS þegnskylduvinnan kæmi þar að liSi, ef verkstjórar hennar væru vel hæfir til starfs síns. Annars hefur þjóSin litlar upplýsingar fengiS um, hvaða skilyrði helst þurfi til þess aö vera góður húsbóndi. Þar þarf stjórnsemi og mannhylli aS fara sam- an. Af óreglu og óstundvísi leiðir margs konar stjórnleysi, og tímatöf á margan hátt. Þá er samvinnan. Enginn þarf aS fara í þegnskylduvinnu til þess aS sjá hve nauSsynleg hún er, þó aS hún ef til vill sannfærði menn enn betur um nauðsyn hennar. Þó hygg jeg að flestir geti sjeð og sannfærst um þetta í sínum eigin átthögum. Annars er með mörgu því er nefnt hefur ver- ið margt sameiginlegt. Oft og mörg- um sinnum hefur þetta verið brýnt fyrir þjóðinni og allir viðurkenna sannleiksgildi þeírra kenninga. En því er þá ekki tekin upp sú regla að fylgja þeim? Er ekki meðvitund og viðurkenning einstaklinganna fyrsta sporið ? Og geti þetta litlu á- orkaS, er lítil von um, að lögboðin vinna geti það fremur. Þá kem jeg að því atriði, sem verst er undirbúið af fylgismönnum þessa máls. ÞaS er kostnaðar- eSa fjárhags- hliSin. Þess er getiS til, aS i land- sjóSsþarfir ynnu þeir einir, sem í þegnskylduvinnu yrSu, en samt er þaS ágiskun ein. Nóg er til aS starfa í landinu, svo aS það gæti vel tekið á móti margfalt meiri vinnu en nú er. Mætti því vel hugsa sjer, að nýir skattar yrðu að leggjast á til þess að standast þann kostnað, er af því leiddi, og það væri í sjálfu sjer gott, ef landsmenn treystu sjer til að bera þá. Þá er og taliS sjálfsagt, að land- stjórnin leggi til ferða- og fæðispen- inga þegnskylduvinnumanna. Samt er ekkert ákveðið um það, þó miklar líkur sjeu til þess aS svo yrSi. Enn er ótalin öll sú tímatöf, er vinnan mundí valda, og hún hlyti aS verða mikil með þeim samgöngutækj- um, sem vjer eigum við að búa. Upp í þá töf fengi landið að vísu nokkur dagsverk frá þeim, sem að jafnaSi ekki stunda líkamlega vinnu, en meS því einu móti væri þaS hagnaður, að þeir menn hefðu lítið fyrir stafni þann tímann, sem þegnskylduvinnan stæSi, en þeir munu tiltölulega fáir. Þá eru líkur til að allmikið fje þyrfti til undirbúnings á mörgum heimilum, þó aS burtverutíminn væri eigi lengri en 8 mánuSir. Engir for- eldrar myndu kjósa, aS sonur þeirra eða synir yrðu lakast að heiman bún- ir, er í önnur hjeruð ætti að halda. Þá eru forstöðumenn vinnunnar. Hafa flytjendur málsins, það jeg til veit, lítið látið uppi um það, hvort íslendingar myndu færir til þess, eða hvar þeir ættu að búa sig undir starf- ið. ASallega kæmu þeir örðugleikar þyngst niður fyrst, en miklu um veld- u'r aS „undirstaSan rjett sje fundin". En verkstjórarnir þyrftu einnig að vera færir um að vera andlegir leið- togar æskulýðsins, svo að hinar ungu sálir gætu orðið snortnar af þeim dygðum, sem ætlast er til að þróist og dafni í skjóli þegnskylduvinnunn- ar. Margt fleira mætti eflaust um þetta segja, en að svo stöddu er eigi tækifæri til þess AS endingu ætla jeg aS leyfa mjer aS benda á, að mjer virðist heppilegast, eins og málinu er nú komiS, aS stjórnin skipaði nú þeg- ar nefnd, er tæki þetta mál til ræki- legrar yfirvegunar. Gerði áætlun um, hve margir menn mundu vinna árlega aS þegnskylduvinnunni, og hve mikiS útheimtist til þess aS koma henni á fót, og til aS starfrækja hana fyrsta árið. Best væri og, aS nefndin sendi uppkast að lögum um vinnuna, ef hún kæmist að þeirri niSurstöSu, aS hún væri til þjóSþrifa. En hverjar sem ályktanir nefndarinnar yrðu, ætti hún þó að gefa út álitsskjal, er hefSi inni aS halda þær upplýsingar, sem unt væri aS fá. Þetta þyrfti helst að komast til framkvæmda svo fljótt, aS mönnum gæfist kostur á að átta sig á því fyrir kosningar á komandi hausti. Þá hefðu kjósendur þó nokk- ura glætu til aS átta sig á. Nokkurt fje hlyti þetta aS kosta, en þvi tel jeg ekki illa variS, því nái máliS fram að ganga, gætu verk nefndarinnar komið þingmönnum að góðu liði. En fjelli það, gæfi þaS óbornum kynslóS- um nokkrar leiSbeiningar, sem ef til vill færu að vekja það upp á ný. Sumum kann að virSast að litla þýðingu hefði, þó að nefnd væri skip- uð til aS fjalla um máliS, þar sem þingiS tæki þaS síðar til meðferðar. En benda má á, að sú aðferS hefur stundum verið höfS, er um nýmæli hefur veriS aS ræða; má þar benda á fræðslulögin. Og ekki virðist ólík- legt, ef í nefnd þessari sætu menn, er þingiS bæri gott traust til og reyndir væru að gætni og framsýni, að þingið ljeti lögin frá sjer fara án stórvægilegra breytinga. AS svo stöddu skal enginn dómur lagður á, hvort þegnskylduvinnan sje æskileg fyrir þjóðina eSa ekki. En fullyrða má aS hún sje ekki þess megnug að bera eins blessunarríka ávexti og sumir fylgismenn hennar gera sjer vonir um. Og eins og málið er enn undirbúiS, eru litlar horfur á, að þaS beri sigur úr býtum á kom- andi hausti. En þaS er þó þess vert, að þaS sje rannsakað sem unt er, svo að atkvæSagreiSslan verSi á einhverj- um rökum bygð. Hvert það mál, sem fyrir þjóðina er lagt til úrslita, þarf aS vera svo greinilega upplýst, að hver sem vill af alhuga mynda sjer sjálfstæSa skoSun um það, geti það. Þá fyrst, en ekki fyr, er von um að kjósendur noti kosningarrjettinn sem vera ber. Annars fæ jeg ekki skiliS tilgang þeirra þingmanna, sem fleyttu tillög- unni út úr þinginu meS atkvæði sínu. Það lýtur helst út fyrir að þeir hafi gert sjer vonir um aS kjósendur væru svo andlega stefnulausir, aS þeir sam- þyktu hvert það mál, er fyrir lægi, án þess aS vita nokkuS upp eSa niSur i því. J. Nokkrar húseignir á góðum stöðum í bænum fást keypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS J6NSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kL 3—6 síSdegis. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.