Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.03.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 22.03.1916, Blaðsíða 2
50 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á lslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí, hraSa vatnsins meira en 85 pct. af yfirborSshraöanum, og er meðalvatns- megniS eftir því: 6.72X1-20X0.85 = 6.86 teningsmetrar á sekúndu. Sje gert ráS fyrir aS 25 pct. af afl- inu tapist viS núningsmótstöðu i píp- um og vjelum m. m., þá má finna hina nothæfu hestaflatölu meS því aS margfalda saman fallhæSina (í metrum) og vatnsmegniS (í tenings- metrum á sek.), og margfalda meS 10. VerSur hin hothæfa hestaflatala Ell- iðaánna samkvæmt mælingunum þá: 70X6.86X10 = 4802 hestöfl að meSaltali yfir áriS. Nú er notkun aflsins, hvort sem er til ljósa, iSnaSar eSa annars, aldrei jöfn yfir allan sólarhringinn. MeS því aS geyma afganginn af vatninu t'rá nóttunni til dagsins, má fá nægi- legt vatn til þess aS fullnægja miklu stærri vjelum, heldur en sem svarar meSalafli árinnar, máske 50 pct. stærri, máske meira; um þaS verSur ekki sagt fyr en rannsókn á málinu í heild sinni er um garS gengin. 3. Aflþörf bæjarins. Eftir reynslu þeirra kaupstaSa og kauptúna hjer á landi, sem þegar hafa fengiS rafmagn, má áætla að ljósþörfin nemi aS minsta kosti einum 16 kertaljósa lampa fyrir hvern íbúa. Sje nú áætlaS aS helmingur nú- verandi gaslampa haldist, og auk þess götulýsingin meS gasi fyrst um sinn, virSist mega áætla aS salan á raf- magnsljósum muni fljótlega nema a. m. k. 10000 lömpum 16 ljósa. Logi þeir allir samtímis, eySa þeir 200 kíló- watt af rafmagni, og til þeirrar fram- leiSslu þarf alt að 400 hestöfl á stöð- inni, og þó minna, ef notuS er hin nýjasta tegund lampa. Um aflþörfina til mótora er erfitt að segja. 31. júlí 1915 voru hjer 15 gasmótorar, samtals 44 hestöfl. Stein- olíumótorar í bænum nema nú á aS giska 50 hestöflum, en flestir þeirra eru aS eins notaSir endrum og sinn- um. Fjögur fyrirtæki eru nú í bænum, sem nota gufuafl, og mundu sum þeirra aS minsta kosti bráSlega taka rafmagn aS einhverju leyti, AS öllu athuguSu, virSist oss sem gera megi ráS fyrir aS 600 til 800 hestöfl til ljósa og aflframleiSslu mundu seljast mjög bráSlega. AS sjálfsögSu ætti stöSin þegar í byrjun aS vera nokkru stærri en þetta, og alt undirbúiS und- ir frekari stækkun þegar þörfin út- heimtir; nánari áætlun um þetta get- ur nefndin ekki gert á þessu stigi málsins, því aS athuganir og áætlanir þessu viSvíkjandi verSa aS gerast í sambandi við undirbúningsáætlun þá um stærS, tilhögun og kostnaS viS rafmagnsstöSina, sem nefndin fer fram á aS bæjarstjórnin láti nú gera. Vjer leggjum ekki heldur út í þaS, að gera á þessu stigi málsins áætlun um tekjur stöSvarinnar, heldur verS- ur sú áætlun einnig aS vera innifalin i hinum almenna undirbúningi máls- ins,en benda má á þaS, aS eftir því veröi, sem goldið er fyrir rafmagns- ljós í kauptúnum hjer, ættu þau 400 hestöfl, sem vjer aS framan höfum áætlaS til ljósa, að gefa af sjer um 50 þús. kr. árstekjur. En það virSist oss auðsætt, að þeg- ar borin er saman aflþörf bæjarins til ljósa og hreyfivjela annars vegar, og stærS vatnsaflsins í Elliðaánum hins vegar, þá verður niSurstaSan sú, að við Elliðaárnar er unt að koma upp svo stórri aflstöS, aS hún fullnægi bænum um talsvert árabil. Og oss er þaS ljóst, aS stöS, sem væri stærri en ElliSaárnar leyfa, mundi ekki geta borið sig, sennilega ekki um langt árabil, og mundi því verSa bænum beinlínis til byrSi, í staS þess sem hæfilega stór stöð, gerS með hæfilega stækkun í fram- tíSinni fyrir augum, mun ekki aS eins geta boriS sig, heldur einnig geta gef- ið bænum vísan árlegan gróSa. 4. Sogið. Út af fullyrðingu bæjarfulltrúa Þorv. Þorvarðarsonar á fundi bæjar- stjórnarinnar 2. þ. m. um þaS, að hin eina rjetta leiS í þessu máli væri sú, að Reykjavíkurbær taki Sogfossana til aflframleiSslu, höfum vjer leitaS upplýsinga um kostnaðaráætlanir þær, sem gerðar hafa veriS um út- byggingu þeirra fossa. Hefur GuSm. J. HlíSdal verkfræðingur góSfúslega látiS nefndinni í tje eftirfarandi upp- lýsingar um það atriði: „ÁriS 1908 og 1909 ljet hf. „Fosse- aktieselskabet Island" gera lauslegar mælingar á Sogfossunum og áætlun yfir útbyggingu þeirra. Samkvæmt þeim má fá með hæfilegri stýflu 44000 hestöfl á túrbinuásana, og var kostnaðurinn viS útbygginguna(afl- stöSina) áætlaSur kr. 3214000.00 og árl. viShalds- og reksturskostnaSur — 327220.00 MeS hærri stýflu er áætlaS aS fá megi 61000 hestöfl á túrbínuásana, er kosti útbygS kr. 5547000.00 og viShalds- og rekst- urskostnaSur árlega — 527940.00 Hjer í er ekki innifalinn kostnaS- ur viS vega- eSa járnbrautarlagningu til flutnings á vjelum og efni; ekki heldur aflleiSslan frá Sogfossunum til Reykjavíkur, en jeg get hugsaS að hún mundi kosta um kr. 920.000.00 íyrir allan kraftinn. Þess skal getið að áætlunin er miS- uð viS lægra verð en nú er á vjelum og efni." Hjer við má bæta því, að vitan- lega er ekki heldur í þessum áætlun- um meStalinn kostnaSur við leiSslur um Reykjavíkurbæ. Hyggjum vjer óþarft aS fjölyrSa um þá fyrirætlun, aS Reykjavíkur- bær ráSist í útbyggingu Sogfossanna til þess aS fullnægja nútíSarþörfum sínum að því er rafmagn snertir. Mókol og steinkol. Fyrir rúml. 20 árum vakti Valdi- mar Ásmundsson máls á þvi i Fjall- konunni, hve mikill sparnaður þaS mundi vera fyrir Islendinga aS not- færa sjer þau óþrjótandi kynstur af mó, sem liggur í íslenskum mómýr- um, og búa til mókol í stað nokkurs af steinkolum þeim, sem keypt eru frá útlöndum. En þó að innflutning- ur steinkola til íslands hafi síðan margfaldast, hefur víst fáum komiö til hugar að gefa málinu nokkurn nánari gaum. AS vilja vekja menn til framkvæmda i þvi efni, hefur verið sama og aS berja höfðinu við stein. Hið síðasta, er jeg hef sjeð um mál- ið í íslenskum blöSum, var þrumandi grein, sem Lárus Pálsson reit i Isa- fold voriS 1912. Hvatti hann þá bæj- arstjórn Reykjavíkur til þess aS taka máliS tafarlaust aS sjer og senda ein- hvern efnilegan mann til útlanda til þess aS læra móiönaSinn. Hvort nokk- ur hefur virt greinina þess aS lesa hana, veit jeg ekki, en hitt veit jeg, að allir þögSu, og síst af öllu var neitt gert til framkvæmda. SiSan hafa nú þau tiðindi gerst, sem fært hafa öllum þjóSum heim sanninn um það, að hollur er heima- fenginn baggi. Þjóðirnar hafa feng- iS augun opin fyrir því, hve gott þaS er, aS geta búið að sínu, vera sem minst öðrum þjóSum háður að því er lífsnauSsynjar snertir. Gunn- fáninn blaktir yfir verslunarmiSstöS heimsins og millilanda samgöngur eru nú allar nýjum erfiSleikum bundnar; erfiðleikum, sem nálega mundu hafa orðiS aS ómöguleikum, ef ofurefli Breta yfir fjandmönnum þeirra á hafinu hefSi ekki veriS svo ótvírætt sem þaS er. En þó aS Bret- ar haldi samgönguleiSum opnum, þá er það næsta vafasamt aS þeir geti til lengdar haldiS áfram meS aS birgja aSrar NorSurálfuþjóSir upp meS vörutegundum þeim, er þeir hafa nálega haft einkasölu á, eins og t. d. er með steinkol. Það er efalítið, aS útflutningur kola frá Englandi muni innan skamms verSa takmark- aSur mikiS, og ef ófriSurinn varir lengi—sem vissulega allar líkur eru til — rekur sennilega að því, að bann- aður verði allur útflutningur, nema þá til bandamanna Englendinga. Til þess að vera viðbúnar eldsneyt- isskorti þeim, er leiSa mundi af slíku banni, leita hínar ýmsu þjóSir nú nýrra úrræSa; og fyrir flestum er þá mórinn aSalathvarfið. Um langan aldur hefur í flestum löndum verið nokkur móiðnaður, jafnvel Englend- ingar, meS öllum sínum kolanámum, hafa notað eigi all-lítinn mó til elds- neytis. í Danmörku hefur mókola- gerS alt af verið óveruleg, en í Sví- þjóS aftur á móti í allstórum stíl, svo aS mór hefur jafnvel veriS notaSur til reksturs viS sænskar járnbrautir og verksmiSjur. Þjóðverjar hafa þó í þessu, sem mörgu öSru, staðiS öll- uni þjóSum framar og veriS lærifeð- ui annara. Þó hafa þeir, sem kunnugt er, sjálfir steinkolanámur. Bæði Danir og Svíar tala nú um aS auka móiðnaSinn stórkostlega, jafnvel svo, aS þeir geti aS mestu veriS án steinkola, ef í nauðirnar rek- ur. Tilraunir, sem R y g a a r d verk- fræSingur, stöSvarstjóri við gasstöð- ina í Landskrónu, hefur nýlega gert meS mó til gasframleiSslu, hafa sýnt mjög eftirtektar verSan árangur og stuSla víst mikiS aS því aS hrinda málinu áfram. Tilraunirnar sönnuðu það, aS mór gefur 20 pct. meira gas en bestu gaskol. Hitagildi mógassins var hjer um bil Y^ af hitagildi steinkolagassins. Auk þess var í mógasinu tjara, benzol og ammoniak í svipuSum hlutföllum sem í kolagasi. Rygaard hefur búiS til hentugan ofn til notkunar viS gas- vinslu úr mó. Hann metur arSinn af einu tonni af mó 2/z af þvi, sem venju- lega er taliS, þegar gasiS er metiS til fjár, og hann kveðst munu geta rek- ið rafmagnsaflstöövar meS mógasi. Ef Islendingar skyldu nokkurn tíma fara að ráðum Lárusar Pálsson- ar og senda mann utan til þess að nema móiSnSinn, mundi jeg telja þaS óheppilegt að sá maSur yrSi sendur hingaS til Danmerkur, meSan Danir hafa ekki náS lengra í þeirri grein en þeir enn þá hafa. Ef ástandið á Þýskalandi er svo, aS ekki sje aS- gengilegt að snúa sjer þangaS, er það vafalaust 5 Svíþjóð að fullkomn- astrar fræöslu mundi að leita. Khöfn, 13. febr. 1916. Snæbj. Jónsson. Svar til próf. Har. Níelssonar. S v a 11 a s ö n g u r. Nú er áreiSanlega best fyrir alla söngvini, sem þurfa aS láta b i n d a nótnabækur, aS koma meS þær á Nýju bókbandsvinnustofuna í Gutenberg. Alt nýtt. — Mest úrval af efni. Sími 579. BRYNJ. MAGNÚSSON. Jeg sje í Lögrjettu í dag, aS pró- fessorinn hefur reiSst ummælum mín- um um andatrúna hans, og get jeg ekki sagt, aS mjer hafi komiS þaS á óvart. Hann hefur fengið sjer vottorS nokkurra manna úr „söfnuði" sín- um, og verS jeg að telja þar suma sjálfsagða til þess aS „styrkja" hann, en aðrir eru þar óneitanlega dálítið nýstárlegir. Þeir segjast hafa hlustað á prjedikanir hans (i Fríkirkjunni?) aS staSaldri (þaS gæti veriS nokkuS vafasamt um þá suma), en meS þetta að eins að baki þykjast þeir geta fullyrt, aS þaS sje „ósann- indi" hjá mjer, aS H. N. kenni (eSa hafi kent) Krist sem m i S i 1 — það þýSa orSin í grein minni —, og aS slíkt sje „þveröfugt viS ö 11 hans um- mæli um Krist", sem hann hafi ávalt talaS um „meS þeirri lotningu, sem kristnum presti sæmir". Um hiS síSasta mega guSfræöing- arnir deila, líka þeir hinir viröulegu, er undir vottorSiS hafa skrifað. Spyrja má aS eins um, hvernig sje farið hugmyndum s u m r a af undir- skrif endunum um það, h v a S kristn- um presti sje sæmilegt? En um hin atriðin skal jeg „aS gefnu tilefni" taka fram þaS, sem hjer segir: 1. Umtal próf. Har Níelssonar um Krist oft og mörgum sinnum í almennings áheyrn hefur ekki orð- iS skiliS öðruvísi en svo, að hann eigi viS, aS Kr. hafi verið miSill (þótt hann hafi auðvitaS getað haft aðra mikilvæga hæfileika) ; síSast j a f n v e 1 i hinni nýút- komnu ræðu hans um „ummynd- unina", þótt hann fari talsvert kringum máliS þar og skjóti 1 í k a fram lærisveinunum þremur (Pjetri, Jakob og Jóhannesi), sem reyndar liggur næst aS skoSa sem þátttakendur viS þetta tæki- færi (er bersýnilega samsvarar hjá honum andaf unda-opinberunum). Ekkert veit jeg um það, hvort ræða þessi hefur verið prentuð eins og hún var haldin, jeg hlust- aði ekki á hana, en þessum orðum mínum get jeg fundiS stað meS til- vitnunum í ræSuna, ef þörf gerist; hjer hirSi jeg ekki aS lengja máliS meS því. 2. Fyrirlestur hans fyrir fáum árum um s p á m e n n i n a, er hann taldi ótvírætt hafa veriS miöla (í Matth. Jochumsson: Ljóðmæli. Úrval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Olíubix-gdix- þær, er Fiskifjelagið á óseldar, verða seldar á 34 kr. tunnan þennan mánúS út, þeim, sem panta fyrir þann tíma og andvirSi fylgir pöntuninni. Eftir þann tíma verSur verS á olíunni hækkaS. VerSiS er miSaS við, aS olían sje tekin á staSnum. Reykjavík, 20. mars 1916. Stjorn Fiskifjelag-sins. þ v í væri einmitt spádómshæfi- leiki þeirra fólginn). Og varla munu leikmenn hafa getað skiliS hann og aSra nýguSfræSinga öSru vísi en svo (þótt nokkuð kunni aS hafa slegiS úr og í, eins og þeim er ekki ógjarnt), aS Kristur i rauninni heyrSi til spámanna- flokkinum, þótt fullkomnari væri en fyrirrennarar hans. Hann þá lika miðill. 3 LíkræSa próf. H. N. hjer um áriS yfir IndriSa miSli Indriðasyni, sem mjer er sjerlega minnisstæð. Ekki var annað heyranlegt, en að hann væri þar aS bera þá saman — Krist og IndriSa —, er b á S i r hafi veriS gæddir þessari náðar- gáfu (miSilsgáfunni). AS þessu, sem hjer er taliS, gæti jeg fengiS fjölmargar vottanir, ef jeg teldi þaS taka því. AS próf. H. N. dirfist aS neita þessu nú, sýnir annaStveggja: Ótrú- lega reikan í þessum efnum, samfara ógætni viS þaS, sem talað hefur ver- iS, eSa þá aS honum þyki nú sjálfum of langt farið — og vilji nú draga inn seglin. „VottorSiS", sem honum var gef- ig, er svo ógætilega orSaS, aS þaS tekur yfir a ] t, sem hann á aS hafa sagt, enda þótt það muni, eins og drepiS var á, a S e i n s byggjast á þessum síSustu daga prjedikunum hans í Fríkirkjunni! En það hafa þessir höfðingjar, sem undir skrif- uSu, líklega ekki tekið sjer nærri. Nú, en þegar Kristur er orSinn m a S u r hjá þeim, því getur hann þá ekki orSiS „miSill", eins og aSrir menn, þar sem það er þó fullkomnun eigi all-lítil, aS hyggju andatrúar- manna? Þessi skoðun, sem jeg og fleiri telja prófessorinn hafa látiS í ljósi, er þó fult svo hugsanrjett frá sjónarmiSi andatrúarmannsins og ný- guSfræSingsins, hvaS sem þvi „kristilega" líSur. Eða hvers vegna er H. N. n ú svo æfur yfir þessu sem þeim mestu lotn- ingarspjöllum við Krist — hann, sem sífelt hefur veriS aSdásama miS- i 1 s g á f u n a sem eitt þaS v e g 1 e g- asta og æSsta, sem mennirnir gætu öðlast? Finst honum þá eitt- hvað athugavert viS það, þegar þaS er dregið fram í dagsbirtuna, eSa rjettar ályktanir gerðar af kenning- um hans? Jeg hef ekki hlýtt á Fríkirkju- prjedikanir H. N., en orS hafa farið af þeim sem ómenguSum andakenn- ingum, hvort sem hann hefur nú aS einhverju lýst þar öSrum skoSunum á þessu en hann áður hafði gert, eSa ekki. En ef til vill er hin rjetta m e i n i n g vottorSsins sú, sem orð þess aS vísu einnig benda til, að mið- aS viS prjedikanir H. N. í Fríkirkj- unni, hafi hann e k k i kent Krtst sem „a ð e i n s m i ð i 1"—heldur til- einkaö honum f 1 e i r i eigindir. Læt jeg það vera. Og er þ á í rauninni alt viSurkent, sem þurfti, að þvi er þetta atriði snertir. AS eins verS jeg að biðja menn aS gæta þess, aS hjer er ekki um þaS aS ræða, hvort H. N. hafi kallað Krist „miSil", heldur aS hann hafi gefiS honum miSilseinkennin. Ekki birtir prófessorinn neitt vott- orS um þaS, aS í kenningum hans felist ekki, að hann telji nú andatrúna aSalstoS kristindómsins og aS kraftaverk nýja testa- mentisins sjeu andafyrir- b r i g S i o. s. frv. Jeg býst viS næst, að sjá þessa „mætu og þjóð- kunnu menn" lýsa þau orö mín „ó- sannindi". Grein mína skrifaði jeg, eins og hún ber ljóslega meS sjer, út frá mínu veraldlega sjónarmiði, bæði af því að jeg tel óheimilt að flytja þess- ar kenningar í þjóSkirkjunni, eins og henni er að lögum í skinn komiS (og hún varSar alla landsmenn), og svo hins vegar af því, aS jeg tel anda- kukliS þeirra skaSlegt hindurvitjni, sem óleyfilegt er aS boSa sem „sann- leik". BæSi frá leikum og lærðum hef jeg fengiS mikiS og eindregiS þakklæti fyrir þetta, er menn telja orS í tíma talaS. Nöfn þeirra manna yrSu álitleg skrá, ef jeg færi aS biSja mjer „vottorSa". En eigi geri jeg þaS aS þessu sinni. Þetta, sem prófessorinn kallar „á- rás", er þá komið fram af því, aS lengur varS ekki þagaS; jeg tók til máls, af því aS enginn annar varð til þess og þar sem jeg hef áður látið mig þetta mál skifta. AS prjedikanir og kenningar próf. H. N. hafi stórhneykslað margan manninn, hvort sem trúaður hefur verið eSa vantrúaSur, er ekki vafa- mál. Getur vel veriS, að próf telji slíka menn ekki mikils virSi; en stendur ekki einhverstaðar skrifaS eitthvað um þá, sem hneyksli smælingjana? Á „átrúnaSarleysi" mínu vænti jeg þess að nýguðfræSingar taki ekki hart, því að jeg tel þá vera á sömu leiS, þótt jeg kunni ef til vill aS standa þar feti framar. Jeg læt það alveg hlutlaust, aS pró- fessorinn er aS lokum aS barma sjer framan í biskupinn, og er sem hann mæli nú allmjög til vorkunnsemi hans. Mun þaS ekki verSa fyrir gýg! Jeg skal játa, aS mjer er engu síSur en próf. H. N. forvitni á aS sjá, h v e r j u biskupinn okkar svarar. Úr því að jeg hef orðið að geta hans hjer við enn, skal jeg leyfa mjer aS skýra frá því, aS i athugasemd

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.