Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.03.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 29.03.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti II. Talsimi 359. Nr. 15. Reykjavík, 29. mars 1916. XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Par eru fötin sauniuð flest. Pareru fataefnin best. ■# Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 sítSd. N or dang' ar dur í fjóra dag’a. Tveir vjelbátar farast og menn af öðrum. Einn vantar. Einn missir mann og strandar. Botnvörpuskipið „Ymir“ laskast. Fiskiskútan „Ester“ bjargar fjórum skipshöfnum úr Grindavík. SíðastliSinn föstudagsmorgun, 24. þ m., var hjer besta veður, sólskin, logn og heiöríkt yfir hverjum tindi. En nokkru fyrir hádegi skall á grenj- andi norðanstormur, svo sviplega, að fá dæmi munu til annars eins. Með storminum fylgdi hörku frost, og hjelst þetta veöur látlaust allan dag- inn, og svo áfram, litlu vægara, alt til mánudagskvölds. En þá kyröi al- veg. Sama var veSriö austan fjalls og hjer suður um Reykjanesiö, einnig á Vestfjöröum og í Húnavatnssýslu, en þar fylgdi því snjókoma. Lengra að Irjettist ekki, því aS síminn hefur ver- ið slitinn austan viö Blönduós. Vjelbátar margir og róSrarbátar frá veiöistöðunum hjer suöur meS fló- anum voru á sjó og urSu menn mjög hræddir um þá. Hafa frjettir af þeim verið að berast alt til þessa, og nú hefur frjetst til þeirra allra, nema vjelbátsins „May“ frá ísafirði, er fór út hjeSan frá Reykjavik rjett fyrir rokiS. Hann var eign Helga Sveins- sonar bankastjóra á ísafirSi o. fl., skipstjóri Elías Magnússon. Einn af vjelbátunum hjeSan úr bænum, sem haldiS er út í SandgerSi, „17. júní“, eign Ól. G. Eyjólfssonar kaupmanns, misti út mann, er drukn- aöi, Magnús Guömundsson frá Efsta- bæ á Akranesi. Báturinn strandaöi svo, er hann kom aS landi í Sand- geröi, en er þó sagSur lítiö brotinn. Vjelbáturinn ,Hermann‘ frá Vatns- leysu er sagSur hafa farist meS þeim mönnum, er á voru. ASaleigandi hans var Bjarni Stefánsson, en skipstjóri Sigurður L. Jónsson, báSir á Vatns- leysu. HafSi vjelbáturinn „Vindy“ frá ísafirSi komiS hingaö í gær og flutti þær fregnir, aS skipverjar heföu sjeS „Hermann" farast á föstudaginn. HafSi stórstjór hvolft honUm viö línudrátt og var „Vindy“ þá þar skamt frá, en tókst ekki aS bjarga mönnunum. Hinn vjelbáturinn, sem farist hefur, bjet „GuSrún“, frá Bolungarvík, eign Pjeturs Oddssonar kaupmanns. „GuS- rún“ sökk undan Krisuvíkurbjargi, en vjelbáturinn „Freyja“ frá ísafiröi, skipstjóri GuSm. Jónsson, bjargaSi mönnunum, er voru 10, og kom meö ]iá hingaS i gærmorgun. HafSi leki komiS aS skipinu úti á hafi og vjelin bilaö aSfaranótt laugardagsins. Fjórum róðrarbátaskipshöfnum úr Grindavík bjargaSi fiskiskipiS „Est- Mynd þessi er af friSarmálafulltrúunum í Stokkhólmi, en þar sitja nú ýmsir af þeim, sem með Ford miljónamanni komu frá Ameríku, og eru í fjelagsskap viS þá þar ýmsir menn frá Danmörku, SvíþjóS og Noregi. Ameríkumennirnir fóru suöur til Haag frá Khöfn, en dvölin þar varS ekki löng, og síSan settust þeir að i Stokkhólmi. Hefur yfir höfuö litiö oröiS úr öllum þeim leiSangri. er“ hjeSan úr Reykjavik, eign P. J. Thorsteinssonar, en skipstjóri er GuS- bjartur Ólafsson. Kom „Ester“ inn hingaS í gær. Hún hafSi bjargaö skipshöfnunum öllum á föstudaginn, 38 manns, og voru þá sumir af mönn- unum orSnir illa til reika eftir hrakn- ingana. LagSi síSan til drifs, en gat skilaS mönnunum af sjer í Grindavik á sunnudagskvöld. Eru önnur eins verk og þetta hvorttveggja mikils verS. Fjórir vjelbátar komust á Hafnar- leir og lágu þar af sjer veðriS, en aðrir 3 undir Hafnarbjargi, og var einn þeirra „Víkingur“ frá Akranesi, meS brotna vjel. Hefur flóabáturinn Ingólfur verið fenginn til aS ná hon- um þaSan. Austur í Þorlákshöfn varS það slys, að botnvörpuskipið „Ymir“ frá Hafn- arfiröi, eign Aug. Flygenrings kaup- manns o. fl„ rakst á sker og brotnaSi nokkuS, er það leitaSi þar hafnar í stórviðrinu. Kom sjór í lestina. En vatnsheld skilrúm eru í skipinu og komst þaS hjálparlaust af skerinu og lá síðan á Þorlákshöfn, þangað til björgunarskipið „Geir“ var sent hjeö- an til aö sækja það, og komu þeir „Geir“ og „Ymir“ til HafnarfjarSar í fyrrakvöld. Er lítiS gert úr skemd- unum á „Ými“ og búist viS aS hann geti lagt út aftur á veiðar eftir fáa daga. Önnur slys uröu ekki austan fjalls, og i Vestmannaeyjum urðu þau eng- in. Á Vestfjöröum eigi heldur, aS því er frjetst hefur, nema að lítinn vjel- bát rak á land í Hnífsdal. Skattamáladeilan. Fátt er of vandlega hugað. Eftir Jón G. Sigurðsson á HofgörSuin á Snæfellsnesi. í 92. og 96. tbl. „ísafoldar" næst- liSiö ár ritar hr. Sveinn Björnsson fyrirferSar mikiS mál meS yfirskrift- inni: „Alþingi, dýrtíðin og landbún- aSurinn.“ AS sögn höfundarins á grein þessi aS vera „nokkrar athuga- semdir“ viS „Ýmsar hugleiSingar eft- ii BorgfirSing", er komu í „Lög- rjettu“ 54. tölubl. f. á. En þessi rit- smíS herra Sv. Bj. er í raun rjettri ekkert svar gegn fyrtjeSri „Lög- rjettu“-grein, heldur miklu fremur eins konar varnarræöa fyrir dýrtíöar- nefndina og bjargráSanefndina og af- rek alþingis út af tillögum þeirra. Enn fremur ber greinin ljóslega með sjer, að stefna sú, er þingið tók í skatta-löggjöfinni og kölluð hefur veriö bráSabirgðarráSstöfun, á sjer dýpri rætur en uppi hefur verið látiö. Höf. segi það berum orðum í síSara kafla greinar sinnar, aö stefnan eigi aS vera sú, að koma á beinum skött- ttm, er hann svo nefnir, en afnema alla núverandi tolla. Þarf þá eigi framar vitnanna viS, með því slíkt er beint áframhald bráSabirgSarráöstaf- ananna, eins og síðar mun sýnt veröa. Alt, sem „Borgfirðingur“ segir í hugleiðingum sínum, stendur gjör- samlega óhrakiS, þrátt fyrir þessa rit- smíð hr. Sveins Björnssonar. Höf. velur sjer auösjáanlega ýmsa króka- vegu til þess aS þyrla upp ryki i augu almennings, en reynir alls eigi til aS hrekja neitt hjá „BorgfirSingi“ með gildum rökum. Líklega er þaö af þvi aS hann sje sjer þess meSvitandi, er hann reynir að firra sig slíkum á- burði meS því aS tala um ryk frá öðrum; en þetta hlýtur nú einmitt aS hafa gagnstæSar verkanir. Þótt þessi ritsmíS líti í fljótu bragði allglæsilega út og virSist spak- lega hugsuS, er hún, ef vel er athug- aS, í flestum atriðum svo villandi og afvegaleiSandi, aS jeg get eigi leitt hjá mjer aö gagnrýna hana lítið eitt. Höf gerir mikiS úr því, að n ý h æ 11 a hafi vofaS yfir landi voru þjóS þá er alþingi kom saman síö- astliöið sumar. Þessa hættu telur hann einkum dýrtíS á flestum vörum. Nú höfðu þó hinar útlendu vörur lít- iS eða ekkert hækkaö í verði frá því: næsta sumar á undán, og þótt sum- ar innlendar vörur væru konmar í hátt verS, svo sem ull og hross, gat engin hætta stafaS af slíku, því aö sjómenn og kaupstaöabúar kaupa lítt þessar vörur. Mjólk í Reykjavík var í litlu hærra verði en áður, og þótt íslenskt smjör væri nokkuö verShærra en verið haföi, var þó verShækkun þess eigi tilfinnanleg. Fiskur hafði hækkað að mun, en eigi virðist slíkt geta haft meiri áhrif á aSra en ein- mitt sveitalýSinn, og hefur víst eng- um komiS til hugar, að nauösyn bæri til að bæta úr þeim vánidkvæSum fyrir oss bændum. í hverju var þá þessi nýja hætta fólgin? Hún var fólgin i því, að vissa þótti fengin fyr- ir svipuöu verSi á kjöti í haust hjá oss sem hjá nágrannaþjóðunum áS- ur en ófriðurinn hófst. Þetta var aS- alvoðinn. Ef kaupstaöabúar yrSu aS kaupa kjöt meS sanngjarnlega háu verSi og sveitamenn að fá hæfilega borgun fyrir kjöt sitt, þaö var vissu- lega þess vert, aS löggjafarvaldiS skærist í leikinn, og þá ekki síst fyrir þá sök, aö þetta haföi aldrei komið fyrir áður, aS bændur gætu selt sauö- fjenað sinn meS hæfilegu veröi. Hættan á því, aS tæki algert fyrir vöruflutninga til landsins, var engu meiri en áöur, og þaS veröur því eigi sjeS, aS nein sjerstök, ný, alvarleg hætta væri á ferSum þegar löggjafar alþingis settust á rökstóla síöastliöiö sumar. Hættan, sem menn óttuöust í byrjun ófriöarins, virtist jafnvel minni, því að nú var þó reynsla feng- in fyrir skipaferðum til Vesturheims. ESa liver var annars þessi n ý j a h æ 11 a ? Þótt höf. haldi því fram og u 11 d- i r s t r i k i þaö, aS tilgangur þings- ins hafi veriö sá ei]nn, aS firra landiS og þjóSina vandræöum út af NorSurálfuófriSnum, þá getur eng- inn, sem meS opnum augum lítur á Trygging fyrir aö fá vandaSar vörur fyrir lítið verð er aS versla viS V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnadarvörum Fappír cg ritföngum Sólaleðri og skósmiðavörum. Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Smásala. VandaSar vörur. Ódýrar vörur, Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Hlutafjel. „VÖLUNDUR “ Trjesmíöaverksmiðja — Timburverslun Reykj avik hefur ávalt fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri (unnu og óunnu), vanalegar, strikaðar innihurðir af flestum stærðum og allskon- ar lista til húsbygginga. aöfarir þess, trúaS þessari staöhæf- ingu. Enginn getur ætlaö alþingi lands vors háS svo mikilli fávitsku, aS því gæti komiS til hugar, að lifi landsmanna yrði bjargaS með út- fiutningsgjaldi af innlendum nyt- semdarvörum, ef til þess kæmi, aö tæki fyrir alla aSflutninga til lands- ins. Allir sjá, aS hversu hár skattur sem lagður væri á framleiöslu landsins eSa afuröir lands og sjávar, varö þjóöin í heild sinni engu ríkari aS lifsnauSsynjum fyrir þaS. MeS slík- um skatti gat eigi skapast nein sjer- stök matvælalind eöa nauSsynja-upp- spretta þjóSinni til handa. Skattur- inn gat eigi orSið neitt himnabrauS fyrir fólkiS. Og enginn þingmaSur er svo fávís, aö hann hafi eigi sjeð þaS, aS birgöir landsmanna gátu alls ekkert vaxiS viS skattinn. Nei, slíkur hefur tilgangurinn eigi getaS verið meö skattinn af útflutt- um vörum. * Ef viSskifti íslendinga viS erlendar þjóðir hefSu orSiS að hætta sökum ófriðarins og engar nauðsynjavörur flutst til landsins, hvernig átti fólk- it þá aö jeta útflutningsgjaldið ? ÞaS er ofur einfalt að sýna fram á, aö þjóSin i heild sinni er ver stödd vegna útflutningsgjaldsins, ef til þess kemur, aS engar nauðsynjavörur flytj- ast hingað frá útlöndum. Einmitt vegna útflutningsgjaldins verða framleiðendur aö selja til útlanda meiri matvæli og aSrar nauSsynja- vörur, heldur en ef ekkert gjald væri á útflutninginn lagt. Bóndinn verður aö selja fleira af sauSfjárstofni sín- um, ef skattur er lagSur á söluna. ViS þetta þverr bjargarforðinn, en vex eigi. Enginn hygg jeg sje svo sljór, að hann geti eigi skiliö jafn-einfalt mál. Jeg er eigi svo kunnugur „eldi“ þeim, sem höf. talar um aS kviknaS hafi þegar tillagan kom fram um aS heimila stjórninni aS banna útflutn- ing á innlendri vöru, aS jeg hafi neitt uni hann aö segja; en hitt er víst, aö vjer bændur, er eigi sátum á alþingi, bjuggumst viS, aS aS því kynni aö reka, að takmarka yröi meS lögum út- fiutning á matvælum og öSrum nauS- synjum, sem framleiddar eru í landi voru. — Engum kom hinn barnaskap- urinn til hugar. — Og jeg er sann- færöur um, að bændur og búaliS hafa svo mikla mannúS og skynsemi til aS bera, aS þeir mundu alls eigi hafa risiö öndverðir gegn slíkri ráöstöf- un, ef í nauðir hefði rekiS. Hitt er annaö mál, þótt oss bændum viröist allmikla nauösyn bera til, aS þing og stjórn stuöli fremur til þess aS fleiri leggi stund á framleiöslu lands-af- urða, -en nú gera, heldur en sporni móti þvi með óhyggilegum og ósann- gjörnum ráðstöfunum. Þjóö vor er fámenn, þaS vitum vjer vel, sveitabýlin eru hálfauð aS vinn- anda fólki. KaupstaSabúum fjölgar stöðugt ár frá ári og Reykjavík ein er þegar oröin stærsta borg í NorSur- álfunni — meira aS segja stærta borg í heimi —■ miSaS viS mannfjölda þjóS- arinnar. Fæst af kaupstaöafólki stundar nokkra framleiöslu, og vöxt- ur Reykjavíkur hefur aö miklu leyti veriS á kostnaS þjóSfjelagsins. Þar hefur um undanfarna áratugi veriS ausið óspart og takmarkalitið úr láns- stofnunum og peningalindum lands- ins, að sumu leyti til þess aS inni- lykja þar fleira fólk, stækka borg- ina, og í annan staS til ýmissa fyrir- fyrirtækja, ef til vill góSra og gagn- legra í sjálfu sjer, sumra hverra, en sem orka þó engrar framleiSslu. Þetta hefur á tvennan hátt gert þjóSinni og landinu hiS mesta ógagn. Fólkiö hefur streymt þangaS unn- vörpum og við þaS hafa vinnukraft- ar sveitanna þorriS svo mjög, aS komiö er fyrir löngu i hiS mesta oefni. Þó að bændalýSurinn hafi sveitst blóSinu viS aS yrkja jörSina og rækta, hefur slíkt naumast nægt. Má færa góð og gild rök fyrir því, aö á síSustu árum hefur sveitalýöur landsins afkastað svo miklum störf- um, aS slíks munu eigi dæmi í bún- aöarsögu þjóðarinnar, er tekiS er til- lit til fámennisins. Verkin sýna merk- in mjög svo víSa. í annan stað hefur hinti mikli fjáraustur úr bönkunum og öSrum lánsstofnunum til Reykja- víkur leitt það af sjer, aS sveitir iandsins hafa hlotiS mjög litinn skerf. En þaS er nú einmitt viSurkent rjett, sem skáldiö segir: „Oss vantar hjer lykil hins gullna gjalds, aS græöa upp landiS frá hafi til fjalls“; já, og því fremur verður vöntun þessi til- finnanlegri, sem vinnukraftarnir verSa dýrari og torfengnari. Hversu miklu fje er árlega eytt í Reykjavík og ýmsum kauptúnum landsins í margs konar óþarfa, hje- gómaskap og heimsku, mun eigi auSiö aS telja saman, en mestur hluti slíkrar eyðslu stafar frá erlendum áhrifum og er samvaxinn borgalifi og kaupstaSalífi. Kaupmenska og flutn- ingur frá útlöndum á ýmsum miöur þörfum vörum á meiri þátt í efna- legu sjálfstæSisleysi kaupstaSabúa en talið verSi í rjettum tölum. Sje nú efnahag Reykvíkinga eða nokkurs hluta þeirra eSa annara kaupstaöa- búa svo háttaS, aS eigi veröi rönd viS reist eins eða tveggja ára versl- unar-dýrtíS þeirri, er hjer er um aS ræSa, nema á alþjóöar kostnaS, þá eiga framleiSendur landsins síst af öllu sök á slíku. ÞaS er langt fjarri

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.