Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.03.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 29.03.1916, Blaðsíða 2
54 LÖGRJETTA é' ....... i Matth. Jochumsson: L j ó ð m æ 1 i. Úrval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Flógmann vill Búnaðarsamband Austurlands fá næsta sumar (ekki verkfæri nje hesta). TilboS sendist stjórninni aö Vallanesi fyrir miöjan apríl næst- komandi. 12. 2. 1916. Stjórnin. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á lslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí, því, aö þeir hafi bundiö þjóöinni slíkan óheillabagga. Hve margir mundu þeir annars vera af öllum þúsundum Reykjavík- urbúa, sem vinna meö höndum sín- tim þjóð og landi til gagns? Mundu hinir eigi verða nokkuð margir, ef taldir væru? — Hin poslullega kenn- ing, að „þeir sem eigi vilja vinna, eigi ekki heldur mat að fá“, er aö visu hörö, en naumast mun þó gjör- legt aö kalla hana ókristilega eöa ómannúölega. Öllum ætti aö vera þaö ljóst, aö velvegnun landsmanna yfirleitt er mikil hætta búin, ef þeir, er að fram- leiðslu vinna, veröa of fáir, og til þess að slíkt komi þjóöinni í koll, þarf engan ófrið að bera aö höndum eða viðskiftaslit viö erlendar þjóðir. Því er nú einu sinni svo háttaö, aö mennirnir veröa aö neita brauðsins í sveita síns andlitis. En hr. Sv. Bj. hefur kveðiö upp úr með þaö, aö megiríþorri landsmanna vinni ekk|i að framleiðslu. Á annan veg veröa orð hans eigi skilin. Þau hljóöa svo: „Tekjur einstaklinganna höfðu eigi aukist, eöa eigi aukist nándar nærri í hlutfalli viö vöruhækkunina, — þ. e. a. s. þeirra, sem ekki voru framleið- endur. Af þessu hlutu aö geta orðið mjög alvarlegar afleiðingar fyrir meginþorri landsmanna vinni ekki hefur meiru úr að spila en svo, aö bjargast af meö naumindum.“ — í fullri merkingu orðsins eru allir þeir framleiðendur, er að framleiöslu vinna. Siöari málsgreinin, sem hjer ei tilfærð, getur því eigi átt við aðra en „þá, sem ekki voru framleiðend- ur“, svo að hjer er ekki um aö vill- ast. En þá kemur nú spurningin: Á hverju á þessi „meginþorri“ að lifa? — Svarið getur tæplega oröiö nema á einn veg, gagnvart töluveröum hluta þessa „meginþorra" að minsta kosti. Hann verður að lifa á sveita vinnendanna. Það er nú í alla staði óeðlilegt, að meginþorri landslýðsins vinni ekk- ert að framleiðslu, hvorki til lands nje sjávar, og sje þannig ástatt hjá oss íslendingum, getur þjóðfjelagið alls eigi þrifist til langframa. Jeg þykist nú að vísu vita, að fyr- greind ummæli hr. Sveins Björnsson- ar hafi eigi við full rök að styðjast, en þótt svo sje, þá er hitt samt víst, að þeim mönnum hefur fækkað um of, sem að einhverri framleiðslu vilja vinna. Það eru nú þegar liðin full 15 ár síðan skáldið í Reykjavík kvað: „Þjóðin er sofnuð og vill ekki vinna, „verkstæðin" bíða hjer stúlknanna sinna, en bóndinn er eftir og einn við sitt hey, og ekkert á bæ nema kettir og grey!“ — Hafi svo verið ástatt um síðastliðin aldamót, hvað skyldi þá mega segja nú? Á hverju hausti fölnar og visnar svo og svo mikið' af grasinu á landi voru, án þess það verði nokkrum manni að notum, og þannig verða undir vetrarsnjónum í ýmsum sveit- um margar þúsundir heyhesta, af því að hendurnar, sem vilja hagnýta sjer þessi gæði, eru svo fáar. Garðyrkjan gæti að sjálfsögðu verið tífalt meiri sumstaðar, eða hver getur sagt, hve mikil hún gæti verið? En til alls þessa þarf starfandi hendur miklu fleiri en nú eru. í sveitum landsins vinna hinar fáu hræður, sem enn haldast þar við, baki brotnu: bóndinn lasburða sem hraustur, húsfreyjan með ungbarn sitt á handleggnum, gamalmennið á hnjánum og barnið jafnskjótt sem það fær vetlingi valdið. En sá sem kemur til höfuðborgarinnar, jafnvel um dýr- mætasta tíma ársins, verður þess skjótt var, að þar er annað að sjá: fjöldi af iðjulausu og iðjulitlu fólki, klætt pelli og purpura og skreytt alls konar hjegóma-glysi, sleikjandi sól- skinið og geispandi af leti og ó- mensku. Og fyrsta spurningin, er vaknar í huga hvers þess manns, sem veitir slíku athygli, er þessi: Á hverju lifir þetta fólk? — Það er hart að segja þetta, en það er jafnframt nauð- synlegt, að einhver hafi þá djörfung, að þegja eigi yfir því. Fyrir löngu hefur ofvöxtur borga hjá ýmsum stórþjóðum orðið á- hyggjuefni hinna mestu og bestu hag- fræðinga í mörgum löndum, og það er allvíða talið hið mesta böl, er borgirnar vaxa landslýðnum yfir höf- uð, nema hjer á íslandi, sem er þó margfalt skemmra á veg komið en flest önnur lönd i því að nota vjelar og náttúruöflin til að spara manns- aflið við framkvæmdir starfanna. Og þó að víðast hvar um hinn mentaða heim hafi borgir og bæir stækkað svo á síðustu tímum, að þjóðunum stendur stuggur af, þá hefur hvergi kveðið nándar nærri eins mikið að slíku eins og á fslandi. Það er þessi hætta, ofvöxtur Reykjavíkur og kaupstaðanna margra hverra og i sambandi við það iðju- leysi, fjáreyðsla og ómenska, sem þjóðinni stendur mikill voði af, og Norðurálfu-ófriðurinn á engan þátt í þessari hættu. Þessi óheillaalda rís æ hærra og hærra og hlýtur að valda tjóni lands og lýðs, verði eigi rönd við reist En með spori því, er hjer hefur verið stigið af löggjafarvaldi fslands, hefur bersýnilega verið greitt fyrir því, að framleiðendum haldi áfram að fækka í stað þess að fjölga. — „Þar sem hræið er, þang- að munu ernirnir safnast." — Með því að auka tekjur landsjóðs á kostn- að framleiðslunnar, í því skyni að bjarga lífi þeirra, sem ekkert vilja vinna að framleiðslu, þegar þá ber upp á sker, það er gagnstætt því að vera vinnuhvöt. Það er ofurljett og umsvifalítið, að flytja sig í kaupstað, hætta að vinna með höndunum, hætta að rækta jörðina og hugsa um skepnur, en varpa allri áhyggju sinni á dýrtíðarhjálp eða landstjórnarhjálp, og lifa svo á landsins kostnað í ein- hverri mynd. Það, sem hr. Sveinn Björnsson vitn- ar til Breta og Dana, er alt út í hött og kemur oss ekkert við. Því er nú einu sinni svo háttað, að ísland er ís- land, en hvorki Bretland nje Dan- mörk, og það eru Bretar, sem eiga í ófriði, en eigi íslendingar. — Að apa alt eftir öðrum þjóðum, hvort sem það getur átt við eða eigi, er meiri fávitska en svo, að vert sje að eyða orðum um slíkt. Sitt á við í landi hverju, bæði í þessu og svo mörgu öðru. — Ófriðurinn hefur eigi svift oss íslendinga neinum vinnu- kröftum, og því síður hefur dýrtíð- in valdið atvinnuleysi hjá oss. — Landbúnaðarframleiðsla íslands er lítil og rekin í smáum stíl móts við það, sem er hjá Dönum. Auk þess er — eins og áður er tekið fram — land- búnaðarástand vort miður gott að því er til vinnukraftanna kemur, auk margra annara annmarka, sem að ýmsu leyti stafa af því, að til land- búnaðarins hefur brostið fjármagn. Loks er landbúnaðar-framleiðsla vor fábreytt og varla teljandi að flytist til útlanda nema sauðfjár-afurðir og hross. En hversu háan skatt lögðu nú Danir á hrossin, sem þeir seldu til Þýskalands ? Þar sem hr. Sv. Bj. skýrir frá því, að „Danmörk! lifi á landbúnaði“, hefur honum gleymst að geta þess, að Danir hafa drjúgar tekjur af versl- un og iðnaði. Undrum sætir það, að hann skuli vitna til ræðu innanríkisráðherra Dana 26. okt. síðastl. Kafli sá, er hann tilfærir úr ræðunni, ber svo á- þreifanlega með sjer, að ráðstafanir dönsku stjórnarinnar fara í alt aðra átt en útflutningsgjaldslaga-van- skapningur alþingis vors. Ein máls- grein ræðunnar hljóðar þannig: „í rauninni eru nú allir á eitt sáttir um það, að til þurfi að vera nægar birgðir af nauðsynjavöru, er sjeu seldar því verði, sem tryggi framleið- anda sanngjarnan hagnað, en hitt megi flytja út og selja þvi verði, sem fyrir það fæst á erlendum markaði." Jeg veit nú eigi, hvernig Sv. Bj. fer að finna samræmi í þessari stefnu og þeirri, er alþingi tók í hinu svo nefnda dýrtíðarmáli. Auðsjáanlega ei hjer um tvent mjög gagnólíkt að ræða. Stefnurnar liggja bersýnilega sín í hvora áttina. Það verður því eigi annað sjeð, en að úlfaldanum veiti öllu hægra að ganga í gegn um nálaraugað, heldur en hr. Sv. Bj. að sýna og sanna að þetta hjá Dönum sje „sama aðferðin", sem löggjafar- valdið okkar hafði þegar útflutnings- gjaldslögin voru hömruð fram. Annars virðist þessi háttvirti herra sjá öllu betur það sem fjær er en nær, vera glöggskygnari á margt hjá öðrum en sinni eigin þjóð. Hann hef- ur ef til vill fengið sjer dönsk gler- augu, en þau þyrfti hann að taka af sjer og líta yfir land sitt og þjóð með náttúrlegum íslenskum augum. Niðurl. Stríðid. Ýmsar fregnir. Vegna símslitanna hafa engar frjettir komið af stríðinu síðustu dag- ana. Seinustu frjettirnar voru þær, að Þjóðverjar hefðu unnið eitthvað á vestan við Verdun, og Rússar væru að sækja fram að austan. Edw. Grey hefur skýrt frá því í enska þinginu, að Portúgalsmenn hafi lagt hald á þýsku skipin eftir undir- lagi ensku stjórnarinnar og að henni sje að mæta þar sem Portúgal eigi hlut að máli í stríðinu. Austurríki hef- ur n,ú sagt Portúgal stríð á hendur af sömu ástæðum og Þýskaland. En ftal- ir hafa farið að eins og Portúgallar og lagt hald á þýsk og austurríksk skip, sem leitað hafa þar hafna, með- an ítalía var hlutlaus. En svo hefur átt að heita hingað til sem friði væri ekki slitið milli Þýskalands og Italíu og að hún ætti að eins í ófriði við Austurríki. En nú mun þvi lokið. Churchill, fyrv. flotamálaráðherra Englendinga, er nú kominn heim frá herstöðvunum í Frakklandi og farinn að gefa sig aftur að þingmálastörf- um. Er hann nú í flokki stjórnarand- stæðinga, deilir mjög á flotamála- stjórnina, og er svo að heyra sem hann búist við að Þjóðverjar fari nú ef til vill að hreyfa flota sinn meira en áður, og óvíst þá, hver nýbreytni kunni að koma í ljós hjá þeim í út- búnaðinum. Churchill er kappsmaður mikill og tekur sjer nærri þá útreið, sem hann hefur fengið hjá stjórninni. Snemma í þessum mánuði varð sprenging af slysi í stórri hergagna- verksmiðju, St. Denis í París, og varð af mikið tjón, talið að 1000 manns hafi að minsta kosti farist eða meiðst mikið. í Kákasus. Nú um tíma hafa litlar fregnir far- ið af stríðinu þar eystra. Alt hefur lotið að sókn Þjóðverja hjá Verdun, enda hefur mest riðið á viðureigninni þar. Rússar höfðu í Febrúar sótt fram til Erzerum og Trebizond að vestan- verðu á þessum herstöðvum, og siðan suður með Van-vatninu að vestan til Bitlis, sem er sunnan og vestan við það, og í Persíu suður að Kerman- shah. En allar herhreyfingarnar þar eystra eru meira og minna miðaðar við Bagdad sem höfuðstöð Tyrkja- veldis þar austur í álfunni. Framsókn- arher Rússa að vestanverðu i Káka- sus skiftist i tvent, og hjelt annar herinn vestur að Erzerum og Trebi- zond, en hinn suður til Bitlis, sem er á höfuðleiðinni norðan frá Erze- rum til Bagdad. En þar í milli er þó óravegur, og aðalsamgönguleiðin frá Bagdad vestur eftir, sem er járnbraut- arleiðin, er ósnortin af þessu. Áður hafði her frá Rússum haldið að norð- an inn í Persíu og hefur verið skýrt frá ferðum hans þar hjer í blaðinu. Hann var einnig klofinn, og hjelt önnur deildin suður frá Teheran, en hin vestur á við móti Bagdad, og hefur hún komist til Kermanshah, sem er norðaustur frá Bagdad og tölu- vert austan við landamæri Tyrkja- veldis og Persíu, en þar stendur á móti Rússum tyrkneskur her og upp- reisnarsveitir frá Persum. En norður og vestur, móti herum Rússa við Bit- lis og Erzerum, hafa Tyrkir sent lið frá Litlu-Asíu og Balkanskaga, er áður var ætlað til hinnar fyrirhuguðu herferðar til Egiftalands og til sókn- ar að Salóniki, og líklega hefur einn- ig eitthvað af þvi liði verið sent aust- ur í Mesópótamíu, í viðureignina við Englendinga þar, og svo gegn Rúss- um í Persíu. í óljósum símfregnum hingað hefur verið sagt, að Tyrkir hafi unnið sigur á Englendingum þar eystra, og svo, að Rússar hafi tekið Ispahan í Persíu, og er þá þar um að ræða. þá herdeild Rússa, sem austur hjelt frá Teheran í vetur, því Ispahan er langt í suður og nokkuð í austur frá Teheran. En þar sem svo heitir í skeytinu sem Rússar hafi „tekið“ Ispahan, þá er svo að sjá sem borgin hafi áður verið í höndum persneskra uppreisnarmanna, því annars er Per- sía helst talin undir valdasvið Rússa og Englendinga. Fregnin um, að En- ver pasja væri særður, mun ekki hafa verið áreiðanleg, því síðustu útlend blöð segja frá honum á ferð í Jerú- salem og geta ekki um neina van- heilsu hjá honum. Her Rússa í Kákasus er stjórnað af Nikulási stórfursta, sem frá byrjun ófriðarins og þangað til í fyrra haust var yfirhershöfðingi alls hers Rússa. Hann ljet af ýfirherstjórn- inni,’ þegar Rússar höfðu hörfað fyrir Þjóðverjum í fyrra sumar, og þótti þó hafa stjórnað vel und- anhaldinu. Var liann þá gerður að varakonungi i Kákasus, en Janusch- kevitsch, sá er áður hafði gengið næstur honum að völdum í yfirher- stjórninni, varð æðsti hershöfðingi hans í Kákasus. Landamerkjum er svo háttað þarna í Kákasus, að Rússar eiga landið milli Svartahafs og Kaspíhafs, en þar fyr- ir sunnan eiga Tyrkir land austur frá suðurströnd Svartahafs, en vestan við Kaspíhafið ná saman á ekki litlu svæði takmörk Rússlands og Persíu. Á landamærum Rússlands og Tyrk- lands er þarna hár jallgarður og illur yfirferðar, einkum á vetrum. Þó er breiður og góður vegur milli land- anna vestur við Svartahaf. Austast á þessum fjallgarði erArarat, sem frægt er af frásögninni um Nóa gamla, og mætast þar landamæri Tyrklands, Rússlands og Persíu. Þar fyrir aust- an er láglent og nokkurn veginn sljett land austur að Kaspíhafi, og myndar stórfljótið Arax, sem fellur austur í Kaspíhaf, þar landaskil milli Rúss- lands og Persíu. Á þessu svæði, aust- an við Ararat, er því auðvelt að koma her suður frá Rússlandi og inn í lönd Tyrkja, ef farið er yfir norðurtak- mörk Persíu. Höfuðborg Rússa í Kákasus er Tíflis, og liggur þaðan járnbraut norður á við og stendur í sambandi við járnbrautanet Rússlands, en suð- ur á við þaðan eru einnig járnbrautir, fyrst og fremst suðvestur að Alex- andrópól, en þaðan svo um Kars til Sarykamysch, sem er skamt frá landamærum Tyrklands, í norðaust- ur frá Erzerum. Önnur járnbraut ligg- j ur suðaustur frá Alexandrópól, um 1 Erivan til Julfa, sem er við Arax- fljótið, suðaustur frá Ararat, á landa- mærum Rússlands og Persíu. Helstu herstöðvar Rússa í Kákasus hafa ver- ið í Kars, en helstu herstöðvar Tyrkja á þessu svæði í Erzerum. Þegar Tyrkir lentu í ófriðnum, í októberlok 1914, sendu Rússar þegar í stað her frá Kars til Erzerum, og jafnframt sóttu smærri hersveitir frá Rússum suður yfir landamærin á fleiri stöðum. Sá hjet Schabilov, er þá hafði yfirstjórn Rússahers í Káka- sus, en Tyrkir stöðvuðu þessa fram- rás alstaðar, og beið aðalher Rússa, er sótti fram til Erzerum, ósigur við Flöpriköj, enda hafði mikið af þeim her, sem Rússar annars hafa í Káka- sus, verið sent þaðan til vígvall- anna í Póllandi. I lok nóvembermán. 1914 var orðin sókn af hálfu Tyrkja í Kákasus, og hjeldu þeir með her inn yfir landamæri Rússa áleiðis til Kars og Batum við Svartahafið. Einnig sendu þeir her inn í norðvesturhorn Persíu, til þess að verja Rússum leið- ina þar suður og vestur um og lika til að eggja Persa til liðveislu við sig, en þann her, sem á þessar stöðv- ar var sendur, höfðu þeir tekið frá Bagdad, og voru því illa við búnir, er Englendingar síðar sendu her upp í Mesópótamíu frá Persaflóa. En hvorki tókst Tyrkjum að ná Kars nje Batum, og biðu þeir ósigur fyrir Rússum við Sarykamysch í janúar l9lS> ur®u ur því hætta sókn- inni. Og ekki hafði þeim heldur tek- ist að fá Rússa til að kalla Kákasus- herinn heim frá Póllandi, en það var líka markmiðið. Frá þessum tíma hef- ur að mestu leyti verið kyrt í Káka- sus, þangað til í janúar í ár, er Rúss- ar hófu þar framsóknina, sem áður er um talað. Persía er talin hlutlaust land í heimsófriðnum, þótt Rússar og Tyrk- ir berjist þar stöðugt. En bæði er það, að stjórn landsins er háð Rúss- um og Englendingum og hefur engin tæki til að halda uppi hlutleysi sínu, og líka hitt, að ákveðin landamerki eru ekki til sumstaðar milli Persíu og Tyrkjaveldis, og hefur lengi verið deilt um, hvar landamerkin skyldi setja. Bæði Rússland og England hafa verið við þá þrætu riðin og hafa hvað eftir annað verið skipaðar nefndir til þess að útkljá málið. En samt hefur ekkert orðið úr þvi verki. Einkum hefur þetta átt sjer stað um hjeraðið Azerbeidsjan, sem er nyrst og vestast í Persíu. Mátti svo heita sem það hjerað væri gengið undan umsjón og yfirráðum stjórnarinnar i Teheran. I Tebris, sem er helsta borgin þar að norðanverðu, höfðu Rússar fast hergæslulið, en Tyrkir í Suj Bulak, sem er sunnan við Urmía- vatnið. Sakirnar stóðu því svo þarna, þegar stríðið hófst, að báðir voru að leggja undir sig landið smátt og smátt, Rússar að norðan og Tyrkir að vestan. 1913 hafði verið gerður samningur um landamerki milli Tyrkjastjórnar og Persastjórnar og nefnd sett á laggirnar, sem átti að koma skipulagi á þrætulöndin sam- kvæmt þeim samningum. Voru, auk Tyrkja og Persa, Rússar og Eng- lendingar í þeirri nefnd En hún hafði ekki lokið starfi sínu, þegar stríðið hófst, og var því alt enn í ó- reiðu um landamerkin þarna. Tyrkir sendu þá, eins og áður segir, her frá Bagdad til þessara stöðva og höfðu á sínu valdi alt landið vestan við Urmia-vatnið. En þar fyrir aust- an hjelt her Rússa suður eftir Per- síu, til þess að kæfa niður uppreisn- ina, sem þar var orðin gegn yfirráð- um Rússa og Englendinga í landinu. Húsbruni í Reykjavík. Aðfaranótt síðastl. mánudags, 27. þ. m„ fóru brunakallar hjer um göturn- ar. Hafði einn af næturvörðunum orð- ið var við eld í húsinu 10 C við Lækj- argötu, Waageshúsinu gamla, kl. rúmlega 2)4- Grenjandi norðanstorm- ur var og grimdarfrost. Húsið, sem var að brenna, stendur á baklóð frá Lækjargötu, í þjettri húsaþyrpingu, og var því eldurinn ægilegur þarna í öðru eins rokveðri. Tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu, Magnús Blöndal verslunarfulltrúi niðri, en Lárus Fjeldsted yfirdóms- lögmaður á efri hæð. Vöktu nætur- verðirnir fólkið, og var það að eins svo, að það gat tekið á sig eitthvað af fötum áður það flýði út, því húsið fyltist fljótt af reyk. Tengdamóðir M. Bl„ sem er á níræðisaldri, hafði verið veik að undanförnu, og var hún borin burt frá eldinum. Hann kom upp í austurenda hússins, en þar voru forstofurnar á báðum hæðum, og niðri var þar svefnherbergi frk. Ragnheiðar Blöndal. Var forstofan i

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.