Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.04.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 05.04.1916, Blaðsíða 4
6o LÖGRjÉTTA Páls postula! Spyrja mætti nú: Nægir kristnum mönnum ekki sú vissa, sem hr. Asg. talar um, aS post- ulinn hafi meS upprisu Krists „taliö þaS fullsannaS aS lífinu væri ekki lokið viS dauðann" ? Þurfa þ e i r íramar vitnanna við, eða rengja þeir þetta, eða efast um sönnunarmagn upprisunnar (Krists) —¦ en vilja fá áreiSanlegar sannanir meS sam- bandi viS framliðna m e n n (af mis- jöfnu tægi) ? — Hr. Á. Á þykist ekki skilja, hvað jeg eigi við meS orðinu „andafyrir- brigSi". ÞaS hjelt jeg þó, aS flestir mundu skilja. Ekki veit jeg, hvort honum gagnar sú skýring, aS jeg gefi honum annaS orS, er þetta þýðir, sem sje hiS útlenskuskotna: „spiritistisk fenomen", en deili á því vita allir, sem nokkurt nasaveSur hafa af kenning- um og tilraunum andatrúarmanna. Og verSur þaS aS nægja, þótt greini- legt sje reyndar, að hr. Á. Á. er með öllu ókunnugt, hvaS í þessu f e 1 s t, þvi aS hann telur það ekki á neinn hátt lýsa skoðunum próf. H. N. á kraftaverkunum (eins og þær hafi komiS fram viS nemendur hans). Ef gera má ráS fyrir (sem jeg geri), aS próf. H. N. kenni í aðalatriðum þaS sama í háskólanum og hann lætur sjer um munn fara í almenningsáheyrn, í fyrirlestrum, þá er þaS fullvíst, aö þaS er einmitt þetta, sem hann gerir úr kraftaverkunum, aS sama mótiS sje að þeim og „andafyrirbrigSum" nútímans. — Jeg þarf hvorki aS hafa gengið í guSfræðisdeildina nje hlýtt á Fríkirkju-prjedikanir hr. H. N., til þess aS geta gert mjer rjetta skoSun á kenningum hans; mjer er það nóg, sem jeg hef heyrt til hans (i fyrir- lestrum fyrir almenning m. m.) og sjeð skrifaS eftir hann. Jeg skal ekki á neinn hátt bera brigöur á þaS, aS hr. Á. Á. kunni aS vera H. N. „þakklátur" fyrir fræðslu hans. Hann hefur aS minsta kosti drukkiS hana inn í sig nokkurn veginn „ekta", þótt ekki segist hann vera andatrúarmaSur. En um hitt getur hann engu ráðið, hvaSa álit a S r i r út i frá hafa á áhrifum þeim, sem nemendur guSfræSisdeildarinnar óhjákvæmilega verSa fyrir, eins og hún er nú skipuS, af lærifeSrunum, og á jeg þar ekki viS neitt „persónu- legt". Væri ekki ófyrirsynju aS fá upplýst, hvort öll guðfræSisdeildiu hjer er á einu bandi í þessu andafarg- ani t. d. — því að þá veit þjóðin, hvernig prestaefni hennar eru undir- búin. Og fyrirgefa verSur sá ungi maSur, þótt því sje neitað, að h a n n sje á nokkurn hátt bær að gerast dómari í því, sem hann er ekki feim- inn viS aS fullyrSa, aS „islensku kirkjunni stafi engin hætta af próf. H. N.", eSa „Kristsmyndin" hafi ekki spilst í huga nokkurs manns af hans völdum (hvaS veit hann um þaS?). Ef hann segSi annaS, væri hann eins vel aS telja sjálfan sig — læri- svein H. N. — „hættulegan" í kirkj- unni, sem honum kemur víst ekki til hugar, kandidatinum. Hann leyfir sjer enn fremur aS fullyrSa, kandidatinn, aS þaS muni hafa veriS „eina aSalástæSan" til „um- ræSu" minnar um kenningar H. N., aS hann sje „frjálslyndur guSfræS- ingur, nýguSfræSingur", því aS jeg vilji halda kirkjunni viS gamlar laga- skorSur. Nei, svo var þaS ekki, held- ur kom þaS mjer á staö, aS jeg hef sjeS heilbrigSri skynsemi svo mjög misboSið upp á síðksatiS, þótt hitt aS sjálfsögSu kæmi líka fram, aS jeg tel þaS óheimilt, eins og jeg hef áSur sýnt fram á, að kenna allan skramb- an í hinni ev. lút. þjóðkirkju, eins og nýguSfræSingar virSast vilja, og apar hr. Á. Á þetta eftir öSrum kennara sínum próf. Jóni Helgasyni, sem hef- ur veriS aS reyna aS berja þaS fram, að „hinni ev. lút. þjóðkirkju á ís- landi" sje eigi settar neinar grund- vallarreglur um átrúnað! Nú er þaS svo, að stjórnarskráin (45. gr.) fyr- irskipar, aS hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á íslandi og á þar viS ákveSið hugtak, kirkju, sem er orðin ákvörðuS meS játningarrit- um sínum og byggir á þeim kenning- ar sínar og skýringar um trúmála- efnin, en þessi rit eru ekki önnur en þau, sem getur í D. og N. L. Krist- jáns V., 2. bók 1. kap. (sbr. ritg. mína um „trúfrelsi og kenningarfrelsi" í Eimreiðinni 3. T914), enda hefur ])ví veriS fylgt hjer sem annarstaSar um NorSurlönd aS þessu. Sama niS- urstaSa er þaS og að sjálfsögSu, sem Einar Arnórsson kemst aS í Kirkju- rjetti sínum (sem guSfræSisnemendur eiga líka aS nema). AS blanda hjer inn i stjórnmálaafstöSu minni, er því út í hött og hreinn græningjaskapur, sem Á. Á. hefSi ekki átt aS láta sjást eftir sig. Jeg vil leyfa öllum fult trúarfrelsi, það hef jeg tekiS fram og þvi býst jeg ekki við aS neinn þori aS neita 1 alvöru, en þá verSa þau b ö n d a ö 1 o s n a, er ótvírætt binda; í hinni ísl. þjóSkirkju kemst e k k i alt fyrir, þess vegna má ekki svo búið standa. En þetta mega þessir guSfræSingar ekki heyra nefnt, þótt fáránlegt sje, og allra síst skilnað ríkis og kirkju, sem þó hefur í för meS sjer frelsiö mest. Nei, þjóðkirkjan má ekki missa sig, segja þeir. Er ekki vorkunn, þótt einhverjum fáráSum fljúgi í hug, aS í þessari mótsagna-mælgi sinni festi þeir augun um of á — embætt- unum, sem þjóSkirkjan hefur trygg, þótt feit sjeu þau ekki öll? Einfalt dæmi getur sýnt fjarstæBur þær, sem kirkjan kemst út í. Ef ein- hver þjóSkirkjupresturinn gerSist alt í einu kaþólskur, hvaS yrði þá gert viS hann? Gæti hann veriS áfram prestur i þjóSkirkjunni íslensku? Engan veginn. ÞaS yrSi aS víkja hon- um úr embætti, ef hann færi ekki sjálfviljugur. Og líklega fyndist þeim, nýguSfræSingunum og andatrúar- mönnunum, þaS ekki óeSlilegt. Nú er þó kaþólskan kristni, sumir segja besta kristnin,og aS minsta kosti meiri kristni en sumar þessar nýmóSins kenningar guSfræðinganna hjer. En þetta vilja þeir alls ekki kannast viS, þótt dagsanna sje, og standast ekki reiSari en ef ympraS er á því, Þeir vilja troSa þessu öllu inn á kristn- ina og meira aS segja inn i hina ev. lút. kirkju. Hvernig á þetta æSi að geta gengiS ? Hvernig á skikkan- legt fólk aS þola þetta þegjandi? Breytingar á þjóSfjelagsskipan- inni eSa öllu heldur skilnaSur ríkis og kirkju er hiS eina heilbrigSa, eins og nú er komiS; viS þetta ástand er ekki unandi, þaS er blátt áfram ó- sæmilegt, frá hvaSa hliS sem skoSaS er. Og þess hefSi á 11 aS mega vænta af s j á 1 f u m þ e i m, er fyrir þessu standa,, aS þeir yrSu fyrstir til aS sjá þetta. ESa f inst þeirii virkilega sjálfum, aS breytingarnar sjeu svo litlar, sem á skoSunum þeirra hafa orSiS (og slíkar breytingar er jeg ekki aS lasta), aS þaS falli alt í ljúfa löð í sömu skorðum — f rá s t æ k- um rjetttrúnaðarmönnum að lúterskum siS fyrir nokkrum ár- um, til þess sem nú er: n ý g u 5- fræSingar meS únítara-kenn- i n g a r annars vegar og andatrú sem stoS og styttu kristindómsins hins vegar? MikiS má þaS vera. — Ekki get jeg sagt, aS þaS hneyksli mig aS stórum mun, þótt Lúter gamli sje látinn hafa sagt, aS „lögfræSing- ar væru ljelega kristnir" (sem mun vera upp og niSur, eins og gengur) — hann stóS þó fyrir því, gamli maS- urinn, aS kirkjan var svo aS segja af- hentl ögfræSingunum (ríkinu). Jeg hef heldur ekki fariS geist í aS hrósa mjer af „kristindómi" mínum, en þó hygg jeg, aS mörgum „sannkristnum" jafnt og „vantrúuðum" þyki ekki örgrant, aS jeg tali af sæmilegu viti um þetta mál; og alla getur langaS til aS fræSast um þaS hjá kirkjufeSrunum okkar, hvort þaS er bull, sem kent var i gær, eSa þaS, sem kent er í dag, eSa þaS, sem kenna á á morgun, hvað sem trú þeirra líður. Annars býst jeg við, aS ef Lúter gæti litiS upp úr gröf sinni (og hví setja þeir sig ekki í samband við hann?), aS hann gæti þá fundiS ástæSu til aS breyta þessum orSum svolítiS, sem honum eru eignuS, og kveSa upp úr meS þaS, sem virSist sannast næsta áþreif anlega á hr. Á. Á. og meisturum hans, að guðfræðingar eru litlir lög- fræðingar — og þaðan af minni rök- fræSingar. Og þessum u,nga manni vil jeg aS síSustu segja, aS ekki mundi saka, aS hann temdi sjer dálítiS af því, sem nefnt hefur veriS „kristileg auS- mýkt", því aS þessi ritsmíS hans (sem honum hefSi veriS fyrir bestu aS al- drei hefSi birtst) er úr hófi „hofmóS- ug" í anda, ekki veigameiri en hún er. En ef til vill telur hann og aSrir nýguSfræðingar alt slíkt óviSeigandi sem tilheyrandi þessum úrelta og ó- nýta „ekki senn rjetttrúnaSi". G. Sv. Nýja jarðamatið. Sextiu og sjö ár eru nú liSin síSan jarSirnar i landinu voru síSast metn- ar til hundraSa og álna. SíSan hefur margt breytst. Fram- farir hafa orSiS á öllum sviSum, og þaS er rjett, sem Eiríkur Briem sagSi i þingræSu í sumar, aS þær væru eins miklar á þessum 67 árum srSustu og á öllum þeim hundruSum ára, er landiS hefSi áSur veriS bygt. Því er ekki aS undra, þó aS núgildandi jarSa- mat sje orSiS úrelt, enda er þaS þaS, og mætti tína þar til ótal dæmi, ef vildi. Eftir tillögum skattamálamilli- þinganefndarinnar lagSi stjórnin fyr- ir alþingi 1913 frumvarp til laga um nýtt jarSamat. En þetta frumvarp fjekk sömu afdrif á því þingi og flest önnur stjórnarfrumvörp — þaS var drepiS í neSri deild. Dr. Jón Þorkelsson tók svo máliS upp á þinginu í sumar, og þaS sam- þykti frumvarp til laga um mat á óllum lóSum og löndum í landinu. Nú er þetta frumvarp orSiS aS lög- um og eftir því á þá aS meta allar jarSir á næstu tveim árum. 1 tilefni af þessu nýja jarSamati hefur stjórnarráSiS látiS hreppstjór- ana útbýta eySublöðum meS allmörg- um spurningum meðal bænda. Bænd- ur eiga að svara þessum spurning- um og eru nú að útfylla eySublöSin um alt land. Af þessum spurningum h a 1 d a margir, aS matsnefndirnar eigi ein- göngu aS meta jarSirnar eftir svörum þeim, er jarSanotendur gefa,, og jeg hef orSið þess var, aS v e g n a þ e s s a er spurningunum svaraS mjög misjafnt af mönnum. Þeir, sem vilja láta virSa jarSir sínar hátt, gæta þess vel aS draga ekkert undan af þvi, er mætti hækka jarSarverSiS, en hinir, sem vilja fá jarðir sínar keyptar, eru minna aS hugsa um þaS, þótt eitthvað sje óljóst sagt, eða ekki sem nákvæmast. Einn leiguliði lands- sjóðs t. d. telur jörðina, sem hann býr á, ekki geta boriS nema fjóra fimtu hluta þess bús, sem hefur veriS á jörðinni nú fyrir 2—3 árum, og svo mætti fleira nefna er sannar, aS þess- um spurningum er svaraS afarmis- jafnt og misrjett. Þetta, aS spurningunum er svaraS misrjett eSa misnákvæmt, er auSvit- aS mannlegur breyskleiki, sem ekki verSur við gert, en af honum leiSir þaS, aS engin leiS er að matnsnefnd- armennirnir geti notaS svörin til annars en hafa hliSsjón af þeim, um leiS og þeir skoSa jarSirnar. Þeir verSa þvi aS skoða hverja einustu jörS til þess aS mynda sjer sjálfstæSa skoSun um, hve miklar hreinar tekj- ur megi af henni fá, og við það verða þeir auSvitaS aS miSa vérS jarSarinn- ar. — Og húsin verSa þeir líka aS skoSa, eigi nokkurt vit aS verSa í virðingu þeirra, og nokkurt samræmi milli mats húsa á hinum ýmsu jörS- um. Jeg hef heldur hvergi sjeS annaö en aS matsmennirnir eigi aS koma á hverja eina jörS, og býst viS aS út frá því hafi veriS gengiS á síSasta þingi. En svo eru ýms sjerstök atriSi, er að þessu máli lúta, sem mig langar til að fara um nokkrum orðum. StjórnarráSiS hefur skipaS for- menn matsnefndanna og yfirmats- nefndir. Flesta formenn matsnefnd- anna þekki jeg nokkuS og þeir eiga flestir, ef ekki allir, jarSir. Sumir þeirra eiga margar jarðir og aS minsta kosti einir tveir þeirra eiga um eSa yfir tíu jarSir sjálfir.* Hinir eiga færri, en þó nokkuS margir þeirra eiga 2—3 jarðir. Er þetta nú heppilegt? Er heppilegt að þeir sjálfir virði sínar eigin jarSir, og geti þannig aS nokkru leyti skapaS þaS verS, er þær yrSu seldar fyrir á næstu árum ? Mjer finst þaS ekki. Og jeg held þaS sje nauSsyn, aS stjórnarráSiS fyr- irskipi aS varamennirnir meti í stað aðalmannanna, þegar einhver þeirra á jörSina, sem á aS meta. MeS þessu drótta jeg því ekki aS nokkrum þeim matsmanni, sem skip- aSur er af stjórnarráSinu, aS hann m u n i meta sínar jarSir sjer í vil, en einhver þeirra g æ t i gert þaS, og til * Jeg held einn matsnefndarfor- maSur eigi 18 jarSir, annar 11 og sá þriðji 7, en til þess aS vera viss um aS fara ekki meS öfgar, segi jeg um eSa yfir 10. trjesmroauerksmiflja og timburuerslun (Flygenring I Co.), Hafharfirði. Símnefni: Dvergur. Talsími 5 og 10. Hefur fyrirliggjandi: Hurðir — Glugga — Lista og yfir höfuS alls konar timburvörur til húsabygginga og annara smíSa. — Húsgögn, ýmis konar, svo sem: Rúmstæði — Fataskápa — Þvottaborð og önnur borð af ýmsum stærSum. Pantanir afgreiddar á alls konar húsgögnum. — Rennismíðar af öllum tegundum. Miklar birofiir al sænsku liiri, seimti oo pappa. Timburverslunin tekur að sjer byggingu á húsum úr timbri og steinsteypu, og þar sem vjer höfum fengið betri kaup á timbri í þetta skifti en alment, gerist, væntum vjer að geta boðið viðskiftamönnum vorum hin allra bestu viðskifti, sem völ er á. aS fyrirbyggja allar aSdróttanir og grun, er síSar kynni aS koma um þaS, er nauSsynlegt aS enginn meti sjálfs sín jörS. Finst ekki fleirum þetta? Og finst stjórnarráSinu þaS ekki? Af sjer- stökum ástæSum hef jeg nú í vetur kynt mjer stærS búa á jörSum hjer í BorgarfirSi og ýmislegt, er laut aS verði jarSanna hjer um hjeraSiS. Hef jeg þá komist aS raun um, aS lítiS má byggja á því, er bændur sjálfir segja um jarSir sínar. Einn bóndi segir t. d. aS jörSin sín beri 60 fjár, en hann telur ekki fram nema 55 kind- ur. Þó hefur hann 78 kindur á fóSri. Annar bóndi segir aS jörSin sín geti boriö 170 fjár, telur fram 180 fjár en hefur 206 á fóSrum, og sá þriSji telur jörSina geta boriS 90 fjár. Þó telur hann ekki fram nema 56 kindur en hefur samt 62 á fóSrum. Þessi dæmi eru öll sönn aS því leyti, aS h 1 u t f a 11 i S milli þessara þriggja talna innbyrSis er rjett, en tölurnar eru breyttar svo þau þekk- ist ekki. Þetta sýnir aS matsmennirnir mega ekki trúa o f f a s t á upplýsingar bændanna og framtal. Betra er aS fara eftir skýrslum skoðunarmann- anna, og best aS geta myndaS sjer sjálfstæða skoSun um þaS, hverju jörSin geti framfleytt, meS þvi aS skoSa jörSina sjálfa og spyrja kunn- uga nágranna um hana. Og Jeg neld besti grundvöllurinn undir mati jarSarinnar verSi sá, aS finna, hve miklar hreinar tekjur hún geti gefið af sjer, ef hún er fullsetin. Við það verSur verS hennar aS miS- ast. En nú þurfa aS vera hús á jörSinni, og hreinu tekjurnar, sem fást af bú- inu, verSa líka aS borga rentur af verSi þeirra. En hve mikils virSi þurfa húsin aS vera ? Því er ekki gott aS svara. En þar sem jeg hef rannsakaS þetta, eru velhýstar jarS- ir að m e 8 a 11 a 1 i svo hýstar, aS verS húsa er um ^ af verSi jarSar- innar húsalausrar, eSa yí af öllu verS- inu. En þetta er misjafnt eftir því hvar jarSirnar eru og hvernig þær eru, og þegar jeg reiknaði þetta með- alverð, tók jeg enga jörð meS, sem hafSi hlunnindi. Þar eru húsin oftast minna virSi samanboriS viS jörSina.* Væri nú jörSin hýst vel, og þyrfti ekki meiri hús en þarf aS meSaltali hjer í firSinum, ætti aS vera vanda- laust aS finna jarSarverSiS af hreinu tekjunum, ef þær þá eru þektar. En aS finna þær, meta húsin, og finna hve mikil hús eru nauSsynleg á hverri jörS, þaS er vandaverk. Og þaS verSur líklega vanþakklátt verk líka. Matsmennirnir verSa ekki öfunds- verðir, en sýslunefndirnar þurfa vel að vanda val þeirra. Páll Zóphóníasson. Andrjes Björnsson. Leiðrjetting og ættarágrip. * Annars eru jarðir víða ofbygðar. Húsin eru mikið meiri en þau þurfa aS vera og öllum þeim jörSum er hjer slept. Sumstaðar eru húsin á jörSinni orSin meira virSi en jörSin sjálf. Á öðrum stöSum vanta ýms nauðsynleg hús og verS allra húsa er ekki meira en einn tíundi af verSi allrar jarSar- innar. Þær eru ekki heldur í meSal- talinu. Á báSum jörSunum geta þó bændunir veriS jafn ánægSir og liS- iS jafn vel. Kröfurnar til lífsins eru misjafnar. í 23. tbl. „ísafoldar" þ. á. er minst á hiS sviplega fráfall cand. phil. And- rjesar Björnssonar SkagfirSings. Þar getur helstu æfiatriSa hans, og mun mikiS rjett meS þau fariS. En Björn faSir Andrjesar sál. býr ekki á SauS- árkróki, eins og „Isafold" segir,, og hefur aldrei búiS þar. Björn býr nú á Krossanesi í Hólmi í SkagafirSi, en hefur áSur búiS á Reykjarhóli,Brekku og Löngumýri. Allar þessar jarSir hggja í Seiluhreppi, og á Löngumýri var Andrjes sál. fæddur. Þar byrjaSi faSir hans búskap eftir foreldra sína, sem þangaS höfSu flutst úr Fljótum og hjetu Bjarni og ArnfríSur, og var hún dóttir Sölva bónda á BræSrá í SljettuhlíS, er talinn var manna fróS- astur af alþýSumönnum á sinni tíS, enda stórgáfaSur, þótt sjerlegur þætti hann nokkuS. Fyrri kona Björns í Krossanesi og móSir A. sál. var Mar- grjet Andrjesdóttir, bónda í Stokk- hólma, og konu hans Herdísar Pálma- dóttur. Foreldrar Andrjesar í Stokk- hólma voru Björn bóndi á Valabjörg- um, Ólafsson frá Valadal, Andrjes- sonar í Valadal, og Margrjet Björns- dóttir bónda á AuSólfsstöSum í Langadal, GuSmundssonar bónda á AuSólfsstöSum, Björnssonar bónda í Valdarási. BróSir Margrjetar konu Björns á Valabjörgum var Ólafur Björnsson bóndi á AauSólfsstöSum, faSir Arnljóts síSast prests aS SauSa- nesi, Björns bónda í Finnstungu, Björns bónda í Eyhildarholti og Ingi- bjargar konu Illuga bónda Jónasson- ar frá Gili í Svartárdal, og fleiri voru þau systkin. Gísli KonráSsson sagnfr. telur þá AuðólfsstaSamenn gáfaSa mjög, enda virSast hæfileikar í þeirri ætt vera kynfastir, og Espólín kallar Ólaf bónda á AuSólfsstóSum „laga- mann" Húnvetninga á þeirri tíS. For- eldrar Herdísar, konu Andrjesar í Stokkhólma, voru Pálmi bóndi í SySravallholti og kona hans Ingibj. Jónsdóttir. En foreldrar Pálma voru Magnús bóndi í Vallholti, Pjeturs- son sterka frá Stórugröf, Eyjólfs- sonar. Og kona Magnúsar Ingunn Ólafsdóttir bónda á FrostastöSum. En systkin Ingunnar voru Ólafur drátt- HstarmaSur í Túnsbergi, ÞuríSur kona Benedikts Gröndals eldra, og Ingibjörg, kona Björns prests Jóns- sonar í BólstaSahlíð, Ólafur bóndi á IrrostastöSum var nákominn afkom- andi GuSbrands biskups á Hólum, og má rekja þá ætt til fornmanna. ÞaS var alls ekkert undarlegt, þó Andrjes sál. væri vel gefinn, því hann átti til fjölbreyttra hæfileika aS telja í báSum ættum. Ólafur frá Dúki. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthásstr*ti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Nokkrar húseignir á góðum stöSum í bænum fást keypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viStals í veggfóSursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kL 3—6 sítídegis. PrentsmiSjan Rún. / 1

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.