Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.04.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.04.1916, Blaðsíða 2
62 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi I. júlí, Launakjör presta. Það var einu sinni í vetur minst á það í aösendri grein í „ísafold", aS heyrst hefSi aS launanefndin, sem set- iS hefur á rökstólum í vetur og situr enn, mundi ekki ætla aS gera neinar tillögur um breytingar á launakjör- um presta, og þótti greinarhöfundi þaS ótrúlegt, þar sem laun presta eru svo lág í samanburöi viö laun annara opinberra starfsmanna þjóSarinnar. Jeg hef fulla ástæöu til aö ætla aö þessi orörómur muni þó rjettur. Býst jeg viö aö launanefndin muni líta svo á, aS þótt sveitaprestar sjeu aö vísu lágt launaSir, þá sjeu þeir þaö betur settir en aörir embættismenn, aS þeim sjeu ætlaöar fastar bújarSir, oftast góSar, og svo lágt metnar til eftir- gjalds, aS laun þeirra sjeu í raun og veru hærri en tölurnar sýna. Hitt býst jeg viS aö hún sje sammála um flest- um kunnugum, aS laun kaupstaöa- ■ presta sjeu alveg óviSunandi. En því reynir nefndin þá ekki til aS bæta þau? spyrja ýmsir. — ÞaS væri óskandi aS hún reyndi þaö, — en ekki kæmi mjer þaö á óvart, þótt hún slepti þvi og segöi eitthvaö á þessa leiS: Fyrir fáum árum var ger gagngerS breyting á launakjörum presta, og hafa sárfáar óánægjuradd- ir heyrst um þær breytingar, svo aö ætla má, aö meginþorri presta sje all- vel ánægSur meS þau lög. Auk þess er til þingsályktunartillaga hjá land- stjórninni frá neöri deild alþingis fyr- ir fáum árum, þar sem skoraS er á stjórnina aö undirbúa lög um skiln- aS ríkis og kirkju, og vjer vitum ekki nema stjórnin komi meö slík lög þá og þegar, og virSist því óþarfi aS vera aS gera breytingartillögur um laun þjóökirkjupresta, þegar vera má aS dagar þeirra sjeu brátt taldir vor á meöal. Jeg fullyrSi ekkert um aö launa- nefndin ætli sjer aS færa þessar á- stæSur fyrir afskiftaleysi sínu af launakjörum prestastjettarinnar, þótt jeg hafi heyrt eitthvaS í þá átt; en hitt veit jeg aö margir, sem vilja hugsa um þessi málefni meS allri sanngirni, álykta svipaS þessu. Sum- ii bæta því og viö, aS nú sje svo mik- ill glundroSi orSinn í allri stefnuskrá þjóökirkjunnar, þar sem hver hönd- in er á móti annari, aö hann hljóti aS verSa henni aö fótakefli. Prestaefn- unum sjeu t. d. fluttar „spiritistiskar“ og nýguöfræöilegar kenningar, sem heföu veriS taldar gjörsamlega ólút- erskar til skamms tíma vor á meöal, og eru taldar þaö enn meöal ýmsra vina kirkju vorrar. Haldi slíku áfram, sje allsennilegt aS þjóSkirkjan hætti aö eiga nokkurn rjett til aö kallasí lútersk og hljóti jafnframt aö missa rjettindi þjóSkirkjunnar, nema lög- gjafarvaldiö stofni til einhverrar ný- tísku „þjóökirkju“, þar sem öllum trúarbrögöum sje gert jafnt undir höfSi.* Búast flestir viö aö alþingi muni fúsara til aö höggva alveg sund- ur sambandiö milli ríkis og kirkju, en aö fara aS löghelga stefnuleysiö í kirkjumálum og skipa þeim aö vera saman, sem enga samleiö eiga í trú- málum. Þannig er skoSun ýmsra mætra manna, og svo geldur prestastjettin þessa og fær engar umbætur á launa- kjörum sínum.----------- Því fer fjarri aö jeg telji rjettmætt og sanngjarnt aS svona sje fariö meö þetta mál. HvaS sem fyrnefndri þingsályktun og öllum trúmálaágrein- ingnum líöur, tel jeg langsennilegast, aS allmörg ár líSi þangaö til þjóS- kirkja vor er alveg úr sögunni. — Ber margt til þess, sem of langt er hjer aö telja. En jafnvel þótt sambandinu yröi bráölega slitiS, væri þjóöinni hvorki minkun nje skaöi aö launa þjóökirkju- prestum sómasamlega undir endalok- in. Hver sem hugsar um, aS presta- * Sýnilegt er hvert s u m i r stefna, þegar jafnvel ísafold leyfir (1. þ. m.) einhverjum Steinþóri aö segja um mikilsháttar samherja blaösins í trú- málum (B. Kr. bankastjóra): „Hann leggur stund á alls konar hjátrú og hindurvitni og býst liklega viS aö þessi átrúnaöur hans veröi gerður hjer að ,landstrúarbrögSum‘“. Höf. Árferdi á íslandi í ÍOOO ár, cftir Þorvald Thoroddsen, kemur út í 3 heftum. Af því aö upplagiö er lítiö, er þaS hyggilegast fyrir þá, sem vilja eignast bókina, aö gerast á- skrifendur aö henni sem fyrgt. TekiS á móti pöntunum í Bókaverslun Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar. Matth. Jochumsson: L j 0' ð m æ 1 i. Úrval. Valið hefúr í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. A u g’ 1 ý s i n g. Nú er þriöja tilraunin af líku tægi og áður á feröinni, sem jeg vona aö geta bugaö. („Port Reykjavík“ og „KaupfjelagiS Ingólfur" áöur). Eftirfylgjandi yfirlýsingu hef jeg í dag sent skrifstofu Árnessýslu: Skrifstofa Árnessýslu, Eyrarbakka. Til frekari aSgeröa, mótmæli jeg, í samræmi viö ummæli’ mín á síðasta skiftafundi, algjörlega sölu á eignum undan búi okkar Ólafs heitir.s Árnasonar, sjerstaklega á eign- inni Þorlákshöfn í Árnessýslu, og biö aS þetta sje nú þegar innritað í afsals og veðbrjefabækur Árnessýslu. Reykjavík io. apríl 1916. Margrjet Árnason. efnum skuli boönar 1300 kr. í árs- laun eftir 9—10 ára skólanám — miklu minna en meöal hásetar fá á togurunum — hlýtur aS furSa sig á, aö nokkur skuli líta viö þeim boöum. Satt er þaS, aS góðar bújaröir eru mikils virSi fyrir þá, sem hafa góS- an bústofn og kunna vel til búskap- ar. En flestallir kandidata vorra eru öreigar aS loknu námi, svo aS bú- stofninn veröur í fyrstu skuldafje tómt, og þar sem sveitapiltunum, er ljúka embættisnámi, fer tiltölulega óSum fækkandi, þarf ekki aö búast viö aS þorri kandidatanna kunni svo aS fara meö bújörSina, aö mikill hagnaSur veröi aö. — Um kaupstaS- arpresta er þaö og bersýnilegt, aS þeim er ómögulegt, sjeu þeir fjöl- skyldumenn, aS lifa af 1300 kr. — Vel veit jeg þaS, aS þeir fá 200 kr. viöbót eftir 12 ára embættisstörf og 200 kr. eftir önnur 12 ár, en skamt hrekkur sú launaviöbót til aS kosta börn sín til náms viö nokkurn utan- hjeraösskóla. „Gleymdu ekki aukatekjunum,“ segir einhver. — Sei, sei, nei. — Jeg skal minnast þess, aö þær hrökkva fyrir húsaleigu í stærstu kaupstööun- um, en heldur ekki nema þar. Og fróðlegt þætti mjer aS vita, hvaSa öörum embættismönnum en þjóS- kirkjuprestum væri talið það til tekna aö þurfa aS fara hálfa eSa heila dag- leiS á sjálfs sín kostnaö aS öllu leyti og fá aS launum „hátt á aðra krónu“(!), eins og prestar fá fyrir barnsskírnir í víSlendu prestaköllun- um. Oftast nær eru aukaverk presta borguS svo lágu verSi, aS engum nema prestum væru talin þau tekjur. TækifærisræSur viS jarSarfarir og hjónavígslur eru t. d. oftast borgaöar 5 til 10 sinnum lægra verSi en fáein tækifærisstef frá einhverju skáldinu, ÞaS þykir m. k. í mörgum kaupstöS- um ómynd aS bjóSa skáldi minna en 25 kr. fyrir erfiljóö, og eigi efnaSir i hlut, „má þaS varla minna vera“ en 50 kr„ en þaö þykir oftast meira en nóg aö borga prestinum 5 kr. fyrir líkræöuna, eins og þaS er nú oftast nær vandalítiS eSa hitt þó heldur, aS semja líkræSu svo í góöu lagi sje. — Fermingu barna í fjölmennum kaupstööum má líklega helst telja til y tekna, en í sveitunum er ööru máli aS gegna, því þar sem um nokkurn veru- legan fermingárundirbúning frá prestsins hálfu er aö ræöa, eru börn- in búin aö koma svo oft á heimili prestsins og þiggja þar ýmsari greiöa fermingarvoriö, aS gróSi prestsins er ekki stórvægilegur, þótt 6 til 10 kr. sjeu borgaöar fyrir ferminguna. Þaö er gamall íslenskur ósiöur, aö tala um „ágirnd presta“, sbr. bögu- mælið : „seint fyllist sálin prestanna", en þann ósið hygg jeg stafa mest- megnis frá því að prestar vorir um langan aldur voru einu embættismenn þjóSarinnar, sem beinlínis urSu aö heimta inn laun sín sjálfir. Töldu margir þau óspart eftir, eins og raun- ar er enn all-alment um öll opinber gjöld. Veit jeg aS þær eftirtölur hafa lamað svo kjark ýmsra presta, aö þeir fást ekki til aS kvarta opinber- lega um sultarlaunin, sem þjóöin ætl- ar þeim. VirSist stundum eins og þeir sumir sjeu að hugsa um aS biðja menn aö afsaka, aö þeir skuli þurfa nokkuö að lifa á. — ÞaS eru flestar aörar stjettir, æöri sem lægri, ófeimn- ari aö fara fram á launahækkun, og gengur því einnig fljótar aö fá hana en prestunum. Breytingarnar, sem löggjafarvaldið geröi á launakjörum presta fyrir nokkrum árum, voru aS því leyti til bóta, aö þá losnuöu prestar viö inn- heimtuna, 0g sömuleiðis bættist dá- lítið við ljelegustu prestalaunin. En jafnframt fylgdu þeim brauöasam- steypur, sem engin trúrækin þjóS mundi hafa sætt sig viö, og tekju- missir i öllum prestaembættunum, sem áður höfSu veriö lífvænleg. Enginn sanngjarn maður getur því furðað sig á, þótt óánægja presta fari vaxandi eftir því sem fleiri fyrver- andi „góð brauð“ komust undir nýju lögin, og gildi peninga þverrar. Allmörg prestsetur þessa lands hafa verið um langan aldur höföingjasetur, menningarlindir 0 g örugt athvarf snauöum mönnum og ráöþrota, aöal- lega af því aö þeim voru ætlaöar svo góöar tekjur, aö dugandi prestum þótti vert aö keppa um þau. En þaö smáhverfur — þjóðinni til tjóns og minkunnar, þegar öll prestsembættin að heita má eru orðin jafn tekjurýr, svo að prestar með nokkra fjölskyldu verða aö berjast viö stööuga fátækt eöa leggja sig i framkróka um aö ná i einhverja aukaatvinnu jafnt á gömlu „bestu brauSunum" sem annarstaSar. AS lokum skal jeg leyfa mjer aS tilgreina hjer kafla úr nýkomnu brjefi frá rosknum sveitapresti, þar sem vikiS er aö þessu. Kaflinn hljóöar svo: „Laun presta finst mjer óhæfilega lág, bæöi í sambandi viö marga aöra embættismenn og eins vegna dýrtíS- arinnar, er kemur einnig mjög niður a prestum í sveitum, vegna hins háa kaupgjalds, en arSurinn af litlu búi ekki nærri aö sama skapi. Hef verið mótfallinn skilnaöi ríkis og kirkju, eri hygg aö þetta, ásamt ööru fleiru, kunni aS draga til skilnaöar eöa flýta fyrir honum. Þykir mjer ólíklegt, að unga menn fýsi aö velja sjer prests- stöðu meS þeim alveg óboölegu laun- um er þeim standa til boSa, þvi aS þó aö þeir sjeu boöberar góös mál- efnis, þurfa þeir aö sjá sjer farborða efnalega. En jeg fæ ekki sjeö, hvern- ig ungir prestar eignalausir eiga aö geta reist bú og kvongast, ef þeir hafa ekkert annaS viS aS styðjast en þessi lágu prestslaun."---- Jeg ætla aS bæta því einu viö, aö mjer viröist þurfa annaS hvort frá- bæra fórnfýsi og trúaráhuga eöa verulegt fyrirhyggjuleysi til þess aö taka aö sjer prestsstööu eins og sakir standa nú hjá þjóð vorri. — Væntanlega láta einhverjir prestar til sín heyra um þetta mál í blööun- um. Þeir þurfa ekki, fremur en aðrir, aö búast viö aS kjör þeirra sjeu bætt nema þeir sýni greinilega aS þeim sje ekki „hjer um bil sama“ um hvaö þeim sje ætlað. Sigurbjörn Á. Gislason. S.s. „Ceres“ á Sauðarkróki. Framúrskarandi dugnaður skipstjóra. Meö þessari yfirskrift birtist í 8. tbl. Lögrjettu greinarstúfur undir- skrifaður af nokkrum kaupmönnum og verslunarstjórum á SauSárkróki. Er þar rjett skýrt frá, aS engin til- tök hafi veriS aö afgreiða Ceres þ. 3. tebr. og aö skipstjórinn hafi gert þau boö i land, aS ef hann ekki gæti fengið afgreiSslu næsta dag, legSi hann vörurnar upp á Hofsósi eSa — ef vörumóttakendur fremur óskuöu þess — á ísafirði. Á Hofsósi lá Ceres þ. 4. án þess unt væri aS vinna aö uppskipun. Aö morgni hins 5. var logn á Sauö- árkróki, en mikið brim. Símaði jeg þá kl. 9 til afgreiðslumanns hins Sam- einaöa á Hofsósi og baö hann, ef unt væri, aö láta skipstjóra Lydersen vita, aö ef hann kæmi þá, mundi senni- lega takast aö senda póst og farþega um borö, en um aSra afgreiðslu væri alls ekki aS ræöa vegna brims. En þá var brim svo mikiS á Hofsósi, aS af- greiðslumaðurinn áleit mjög hæpiö, aö unt væri að senda um borö, enda var það ekki gert og Ceres lagði á stað kl. um 10 beint til hafs. í grein þeirri, er hjer um ræöir, stendur: „Nú, þegar línur þessar eru skrif- aðar, kl. 3 e. m„ er veSriS orSiö þann- ig, aö hægt er aö afgreiöa skip hindr- unarlítiS og sjógangurinn minkar nú óðum “ Þetta er ekki rjett. Kl. 3 heföi ekki veriö nokkur tiltök aö komast fram í skipið, þótt legiS hefSi á höfninni, því þá var kominn stormur og brim- iö var meira en um morguninn. Enda öllum nú kunnugt um, hve afskaplegt veöur Ceres hrepti á leiðinni til ísa- fjarðar, og munu aö minsta kosti far- þegar þeir, er þá voru meö Ceres, kunna aö meta dugnaö skipstjóra. Þaö var mjög leitt, aö nokkrir far- þegar uröu strandaglópar, en sjálf- um sjer geta þeir um kent, því eng- inn bað þá um aS fara í land og þeim var vel kunnugt um boö þau, er skipstjórinn gerSi í land. Lydersen skipstjóri hefur nokkur undanfarin ár komiS hingaö til lands sem skipstjóri og ætiS sýnt hina mestu lipurð og fullan vilja á því, að koma fram gagnvart öllum eins og góöum og duglegum skipstjóra sæm- ir, og er enginn efi á aö honum hef- ur lánast þaö. Er jeg þess fullviss, aö hinir háttvirtu undirskrifendur grein- arinnar munu sannfærast um þetta, þegar þeir fara aö kynnast Lydersen nánar. p. t. Reykjavik 28. mars 1916. Kristján Blöndal. Strídið. Síðustu frjettir. Frjettir þær, sem nú berast af stríS- inu, eru mjög í molum og ekki glögg- ar. Sóknin heldur áfram hjá Verdun, bæöi austan og vestan við Maasfljót- iö, og miðar Þjóöverjum eitthvað áfram, en mjög hægt. Frakkar telja enri örugt, aS borgin verSi varin, en Þjóöverjar hitt, að þeir taki hana áS- ur lýkur. En hverju sem menn vilji heldur trúa um þetta, þá er hitt óneit- anlegt, aö viðureignin þarna er önnur en ráö hafði verið fyrir gert af bandamönnum. Þeir höföu ráögert á- kafa sókn á vesturvígstöövunum meS byrjun þessa vors, en reynslan er, enn sem komið er, þvert á móti sú, aö sóknin er hinu megin frá. Og nú heyrist ekki gert ráö fyrir ööru en aS svo muni veröa áfram. Það er gagngerðari hindrun á vöruflutning- um til Þýskalands en áöur,.sem aSal- áherslan virðist nú vera lögð á þeim megin. Þar á móti kemur svo þaö, aö kafbátahernaöur ÞjóSverja er sóttur af meira og meira kappi. Alt af koma nú fregnir um, aö fleiri og fleiri skip- um hafi verið sökt af þýskum kaf- bátum í nánd við England, þar á meS- al mörgum skipum hlutlausra þjóöa. Loftskipa-árásin, sem Þjóðverjar geröu á austurströnd Englands um síðastl. mánaöamót, er sögö ein hin stærsta af því tægi. Höföu nokkur af loftförunum komiö til Leith og gert þar, aS því er sagt er, mikiS tjón, en nákvæmar frjettir hafa ekki fengist af þvi. Frá skrifstofu þeirra Gísla- son’s & Hey þar í borginni hefur veriS símaö hingaö, aö alt væri hjá þeim óskemt, og bendir það helst á, aö töluvert hafi kveðiö aö tjóni af á- rásinni í borginni. Var árásin gerð 2 daga, 31. f. m. og 1. þ. m. Á loft- farinu, sem fórst í Thames og frá er sagt í síöasta tbl., voru 17. menn, alt unglingar, og er sagt aö loftfariö hafi veriö 700 feta langt. í París var nýlega sameiginlegur fundur um hermál bandamanna, en ekki uppskátt látið, hvar þar hefur gerst. Frá þeim fundi fór Asquith yfirráöherra til Rómaborgar. Fregnirnar tala um, aö Hollending- ar búist meir og meir við því, aö þeir muni lenda inn í ófriöinn og sjeu þeir aö auka her sinn við landamæri Þýskalands, en símasambandi er sagt slitið milli Hollands og Englands. En ekki er þess getið, hvaö þessu valdi, nje á hvern hátt kostum Hollands sje þröngvaö sjerstaklega nú. Englend- ingar munu hafa lagt sama bann á innflutning þangaö og til Norður- landa. Og Þjóöverjar gera ef til vill einhverjar kröfur til Hollands í sam- 1 bandi viö verslunarviðskiftin. Eöa þá aS aðrir hvorir eða báðir eru farnir aS gera kröfur til notkunar hafna þar í landi vegna hernaöarins á sjón- um. Frá austurherstöðvunum er það sagt, aö bardögum sje nú hætt þar um sinn vegna vorleysinga. En ÞjóS- verjum og Rússum kemur ekki sam- an um, hvaö þar hafi gerst þann tím- ann, sem Rússar sóttu þar á, því að Rússar gera töluvert úr sókn sinni, en Þjóöverjar lítið, en segja þó aö þeir hafi mist í henni margt manna. Þó er sagt, aö ÞjóSverjar hafi flutt töluvert af herliöi aö vestan austur. Á Balkan gerast nú engin stórtiö- indi. En sagt er aö viðbúnaður muni vera til þess hjá bandamannahernum í Salóniki, aS fara aö sækja norður á bóginn aftur. Sá her getur nú feng- ið liðsauka frá Egiftalandi, því Eng- lendingar telja nú úti um herferS Tyrkja þangaS og eru farnir aö flytja eitthvað af hernum þaöan aftur, og þá liklega til Saloniki. Einnig eru fluttar þangaö herleifar Serba, sem komiö var fyrir á Korfu. Grikkland er nú undir herlögum og öllu haldiö þar í skefjum, svo aö ekkert heyrist um, hvaö þar gerist. Um Rúmeníu er ekki heldur talaS nú, og viröist þar kyrö á öllu. Seinustu frjettirnar það- an eru þær, aö miðveldin hafi keypt þar mikiS af kornvörum. Austan úr Mesópótamíu er þaö sagt, aö Rússar og Englendingar hafi náö þar saman með heri sína. Mun þar vera aö ræöa um þann her Rússa, sem sótti fram suðvestur um Persíu, frá Teheran til Kermanshah, og svo hjálparlið Englendinga, sem var við TigrisfljótiS austur frá Kut el Amara og átti aö losa þann her Englendinga, sem þar hefur veriS lengi inniluktur. Yfir höfuð er svo aö heyra, sem viS- ureigninni þar austur frá halli nú mjög á Tyrki. En fregnir um þetta eru þó mjög ógreinilegar. FRJETTIR AF SHACKLETON. Ernest Shackleton heimskautsfari lagði af staS í nýjan leiðangur til suðurskautsins rjett eftir aö stríðiS hófst, eöa 18. sept. 1914. Frá Buenos Ayres fór hann 27. okt. og haföi suö- urfararskip hans, „Endurance" beSiö hans þar. Á því ætlaði hann til Wed- del-flóans, sem skerst inn í heim- skautslandiö, þar sem þaö nálgast mest suSurodda Ameríku, en síðan ætlaði hann þvert yfir, til Rosshafs- ins, og þangað var sent annað skip, „Aurora“, til þess að taka á móti honum. Bjóst harin viö aS komast þangaö í Apríl 1915, ef best gengi, en annars í mars 1916. Nú hafa þær )

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.