Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.04.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.04.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 63 fregnir komið af „Auroru“, aS hana sleit upp í Rosshafinu í vetur og rak frá landi, en skipstjórinn, A. Mackin- tons, varS þar eftir viS 10. mann. Þessum fregnum kom skipiS frá sjer meS loftskeyti til Ástraliu, og er þaS nú á leiS þangaS. En um „Endurance“ hafa engar frjettir komiS. Ekki virS- ast menn þó vera hræddir um þá Shackleton nje skipsmennina frá „Au- roru“, því allir höfSu þeir veriS vel útbúnir aS vistum. En nú er vetur aS byrja þar sySra, og verSa þeir úr þessu aS bíSa þar næsta vors, eSa haustsins hjer, en þá verSur þeirra vitjaS. Ný bók. Annie Besant: Lífstiginn. Sex alþýS- legir guSspekisfyrirlestrar. Þýtt hefur Sig. Kristófer Pjetursson. Bókaútgáfa GuSspekisfjel. 180 bls. VerS: 1.50. Rvík. 1916. Sagt er, aS menn, sem lengi hafa ráfaS þreyttir og þyrstir um vatns- lausa fjallvegu, verSi engu fegnari en því, aS finna vatnsæS á vegi sínum. Og þá hika þeir sjer ekki viS, aS beygja knje sín og krjúpa niSur, til aS svala þorsta sínum. Svo mun mörgum fara, sem kynn- ast hugarstefnum eSa lifsskoSunum, er fremur geta átt samleiS meS skyn- semi þeirra og tilfinningu en þær, sem þeir áSur áttu völ á aS þekkja. Ekkert veldur þeim innilegri fagnaS- ar. Ofannefnd bók hefur aS geyma nokkrar af aSalkenningum guSspek- innar, þeirrar hugsanastefnu, er mörgum hefur reynst holl, og mörg- um hefur leiSbeint í því, aS fara skyn- samlega og betur meS líf sitt en þeir höfSu áSur gert. Ætlun mín er ekki sú, aS taka fram, hverjar sjeu þær aSalkenningar, þess vegna verSur efni bókar þessar- ar ekki sundurliSaS hjer. Jeg sje mjer þaS ekki fært, í örstuttri blaSagrein. 1-nda lít jeg svo á, aS hverjum ein- l'm, sem á annaS borS v i 11 lesa um kenningar guSspekinnar, sje hollast aS kynnast þeim strax í byrjun í heild og samhengi. _ Raunar má segja, aS þessi litla bók sje aS eins litiS sýnishorn af öllu hinu mikla fræSikerfi guSspekinnar. En Þó munu þeir, er lesa hana vel og vandlega, vera nokkru nær um, hverí guSspekin stefnir. Höf. hennar varar menn alvar- lega viS, aö trúa í blindni kenning um þeim, er hún flytur, heldur láta skyn- semi sina rannsaka og íhuga, og sann- færingu sína velja eöa hafna. Hún álitur hverjum einum best, aS móta aS sem mestu leyti sjálfur þá lífsskoSun, or hann leggur til grundvallar fyrir breytni sinni. Hún segir ekki aS hún alíti/ aS ráSningar guSspekinnar á gátum tilverunnar h 1 j ó t i aS vera þær e i n u rjettu, eSa e i n a leiSin til insta kjarna lifsins — sannleikans. Langt frá því. Hún setur mannsandan- um eingin takmörk,og mælir sannleik- anum ekki bás. Mjer skilst fremur, aö hún líti svo á, aS leiSirnar g e t i ver- iS jafn margar og mannshjörtun eru mörg. En hún hefur persónulega reynslu lyrir sjer í því, aS guSspekin hefur orSiS mörgum manni hjálp, viS mót- un lífsskoöunar sinnar, og byggingu hfs síns. Og vegna þess aS hún veit, a.S hún getur unniS öSrum gagn meS þvi aS breiöa út guöspekisþekkingu, hikar hún sjer ekki viS, aS beita til þessi allri sinni fádæma orku — án þess aö draga af sjer í neinu. Því hún hefur aldrei tamiS sjer, aö draga af mætti sínum, þegar um þaS hefur ver- iS aS ræSa, aö brjóta sig í mola fyrir meSbræöur sína. Trú hennar á hið góSa, guödómsneistann, í öllum og öllu, veröur ekki haggaö. Ef til vill er sú bjargfasta trú rót þess, hve ljett henni veitist aS grafa til gullsins í mannssálunum. Má vera, aö til bjart- sýnis hennar megi rekja orsök þess, aö henni hefur auönast, öörum frem- ur, aö veröa mörgum mannsandan- um þaS, sem vordöggin er viSartein- ungnum, eöa sólargeislinn þeim, sem langvistum dvelja í myrkvastofum. Hún segir, aS guöspekin sje til þess 1 heiminn borin, aö hún gerist sam- uðar og einingar, en e k k i sundr- ungar málsvari. Og jeg býst viö, aö flestir, sem kynnast henni, sjái aS svo er. Þeir menn eru til, sem líta svo á, að fáar hugsanastefnur muni færari guSspek- inni um, a S glæSa bróöurhug manna og stjetta meSal, a S vekja velvild og auka skilning meöal mismunandi trú- arskoSana, og a S efla mannúSlega meSerö á hrösuöum mönnum og varn- arlausum skepnum. Eins og sjá má, í þessari litlu bók dregur Annie Besant ekki dul á þaS, aö hún skynji æSri sviS tilverunnar, og segi þaö, sem hún segir um þau, af eigin reynd. Og hún er ekki ein um þá umsögn. Aörir helstu forvígismenn guSspekinnar bera hiS sama. Þeir segja aS fræSsla sú, er þeir gefa af þessum æSri sviSum, sje bygS á þeirra eigin reynslu og rannsókn- um. Og þeir segja, aS hver og einn sem vill, sje þess megnugur, aS þroska meS sjer þá hæfileika, sem nauösynlegir eru til aS geta sannfærst um, aS þeir fari meS sannleika. Jeg lít nú svo á, aS meinlaust sje fyrir hvern þann, sem ekkert skynjar, annaS en þaS, sem viö öll skynjum, aS láta bíða aS leggja dóma á, h v a r sjeu takmörk mannlegrar skynjunar- gáfu. Enda vill höf. bókar þessarar a 11 s ekki þvinga menn til t r ú n- aSar á mál sitt. Hún álítur aS í þessu máli þurfi ekki trúar viS. Þeir, sem vilji, geti lifaS í s k o S u n — auSvit- aS ekki fyrirhafnarlaust. Hjer sje aS eins aS ræöa um tímaspursmál. Þar sem hún standi i dag, getum viS staS- iS á morgun, ef viS viljum. Annie Besant er aS margra manna dómi tvímælalaust lang-áhrifamesti kvenrithöfundur, sem nú er uppi í veröldinni. Og þó ekki væri önnur á- stæöa en sú, efast jeg ekki úm aS þroskaðar konur finna hjá sjer hneigS til aS kynnast henni og ritsnild henn- ar. Og þá eru „hæg heimatökin“, aS byrja á þessari bók, sem hjer er á boSstólum, í vandaðri þýSingu úr frummálinu, og lesa hana vel, o r S fyrir o r S, meS íhugun og eftirtekt. AS lokum vil jpg geta þess, þeim til athugunar, er kynnu að lesa bók þessa, en heföu aö litlu eSa engu heyrt Annie Besant getið áöur, að i jólablaði fjelagsins „Stjarnan í austri“ er mynd af henni og þrótt- mikil ritgerö um hana. Þar geta menn virt fyrir sjer and- litsfall og helstu æfiatriöi hins misk- unnsama mikilmein(iiis og yndislega fræöara. M. Jóh. Frjettir. ------ Símon Dalaskáld. Hr. Jóh. Ö. Jófis- son i Árnesi i Skagafiröi skrifar Lög- 1 jettu 18. f. m.: „Þann 9. þ. m. andaS- ist aS BjarnastaSahlíS i Vesturdal (GoSdölum aS fornu) einn einkenni- legasti maðurinn, sem verið hefur uppi um langa æfi hjer á landi — Símon Bjarnason Dalaskáld. Dó hann úr slagi, er hann fjekk þá fyrir fáum dögum, sem var þaS þriðja, er hann hafði fengiS. Símon var fæddur 2. apr. apríl 1844 og varö því 72 ára að aldri. Ekki ætla jeg aö rekja hjer æfiatriöi hans, þvi þaS væri ekki meðfæri mitt, enda mun þaö verða gert rækilegar siðar af einhverjum fræöimanni eða ekki trúi jeg öðru. Aö undanförnu haföi Símon dvaliS á ýmsum bæjum hjer i LýtingsstaSahreppi þetta 4—6 vikna tíma í staö. Var hann orðinn mjög hrumur á líkama og sál, þótt hann heföi fótavist lengst af. Stöku sinnum bar hann viö aö yrkja vísu, en kvaöst taka það mjög nærri sjer. Um ættfræSi og sagnfræði var honum ætíö kært aö ræSa og var minnugur á slíkt fram undir andlátiS, svo furöu- legt var. Hjer á Árnesi dvaldi hann mánaSartíma í haust. Var jeg þá stundum aS biSja hann að yrkja um mig visu, en hann tók jafnan dauft í það. Einu sinni sagSi jeg viS karl, svo sem til aS örva hann: Simons ljóSa skýru skrá skálmarjóðar kenna. Enn þá fróðum öldung hjá andans glóöir brenna. Þá varð Símoni þetta aS orSi: „Þær brenna nú dauft, góöi minn.“ — Og það mun hafa veriS rjett hjá gamla skáldinu. Nokkru seinna var þaS, aö karl lofaSi mjer að heyra fjórar vís- ur, sem hann haföi ort um mig. Fyrsta vísan var svona: Mentun þjónar, margt því les, mikiS ættaríróður, alinn Jóni Jóhannes, jafnan artargóSur. Hinar vísurnar voru varla eins vel geröar og hrúgaö svo miklu oflofi í þær, aS jeg skrifa þær ekki hjer. MeS þessu brjefi sendir höf. mynd af Símoni, tekna 6 mánuöum fyrir andlát hans, og kemur sú mynd siö- ar í „Óöni“. Jón ÞórSarson FljótshlíSarskáld hefur kveöiS eftir Símon og segir þar meðal annars: Veit jeg aS ljettu vísurnar viSa börn vor henda, þó aS saga Símonar sje nú skráS til enda. Margt var smátt, sem þessi þjóö þakkaöi’ um kaldan vetur. En gott er aö sjá, hvort Gunnlaugs ljóö - gætu þeir kveöið betur. Þótt hann klæddist kotungs flík, kom það fljótt til greina: sál hans bar í sjóSi rík sagnagulliö hreina. Fólkinu lífiS löngum hjá leikur á þessum nótum: Gallana flestir glöggast sjá, en gulliS troSa und fótum. HvaS sem liöur svip og sjón, svo var hann íslands konum orSinn kær, mitt áafrón aldrei gleymir honum. Göfgu fljóö míns fósturlands, fórniö þiS einu tári, sem að lauf viS leiöiS hans lífgi’ á þessu ári. Mannskaði við Vestmannaeyjar. MorgunblaSiS segir þá frjett, aS þar hafi farist síSastliSiö sunnudagskvöld vjelbáturinn Haffari, eign Jóns Ein- arssonar kaupmanns þar í Eyjunum, og 3 menn druknaS, en tveir bjargaS sjer á sundi til lands. Þeir, sem drukn- uSu, voru Jón Stefánsson, formaður bátsins, ættaöur frá Skálá undir Eyja- fjöllum en búsettur í Eyjunum, vjel- stjórinn, Gunnar að nafni, ættaöur af AustfjörSum, og einn af hásetunum, Gunnlaugur aö nafni, frá Sólheima- koti í Mýrdal. Hinir, sem af komust, voru Tómas ÞórSarson frá Varma- hlíö undir Eyjafjöllum og maSur að nafni Þórarinn, úr Keflavík. Haffari var, eins og margir fleiri bátar úr Eyjunum, viS fiskveiSar. En kl. 7 um kvöldiS gerSi stórveSur og síSar blindhríö. Lenti báturinn þá upp undir kletta norSan viS Skarfatanga á Heimaey og fórst þar nál. kl. 11 um kvöldiS. En mennirnir,, sem af lcomust, náöu bygöum kl. 1 um nótt- ina. Prentsmiðjur, bækur og blöð. Allar prentsmiðjur hjer í bænum hafa aug- lýst, að frá 1. april þ. á. hafi prent- arar fengiS kaup sitt hækkaS um 25 prc. og þar af leiöandi hækki verS á prentun að sama skapi. ÁSur hafSi pappír stórhækkaö í veröi og er alt af að hækka. Gerir þetta útgáfu bóka og blaða ekki lítiö dýrari en áSur hef- ur veriS. Enda hafa bæjarblöðin hjer bæöi hækkaö í verSi og fært upp aug- lýsingaverðiS. I lausasölu eru þau nú seld á 4 og 5 aura í staö 3 aura áður. Bækur hljóta einnig aS hækka mikiö í verSi, frá því sem áSur var. Ensk herskip við ísland. Það er sagt aö ensk herskip hafi nýlega tek- ið úti fyrir ísfjaröardjúpi norskt gufuskip lítiS, sem sent var hingaS eftir vörum í vetur, ull, gærum o. s. frv., og átti aö flytja farminn til Bergen. ÞaS heitir „Gustav Falk“. Var þaS inni á ísafirði og átti aS fara noröur fyrir land, en haföi fengiS nær fullfermi. Þó átti þaS aS koma inn á Skagaströnd og taka þar eitt- hvaS af ull. En meöan þaS var á ísafiröi, höfSu ensk herskip veriS á sveimi þar úti fyrir Djúpinu og var frá þeim spurst fyrir um skipiö hjá fiskimönnum, sem út komu til veiða. „Gustav Falk“ hjelt svo út af ísafiröi ekki alls fyrir löngu, og hefur ekki heyrst af honum siðan, en taliS víst, að hann hafi lent í höndum Englend- ii'ga. Er haft eftir fiskimönnum þar vestra, aö þeir hafi um þetta leyti sjeö enskt herskip á suðurleiS meö lítið gufuskip viö hliS sjer. — „Flóra“ var einnig nýlega tekin af ensku her- skipi skamt frá Vestmannaeyjum á leið hingað frá Noregi, og flutt suö- ur til Stornoway. Þaðan fór hún aftur áleiðis hingaS síöastl. laugardag. „Sálin vaknar“. Saga Einars Hjör- leifssonar, sem svo heitir, er nú kom- in út og verður í bókaverslunum inn- an fárra daga. Eins og menn muna, var gerSur sjerlega góSur rómur aö sögu þessari, er höf las upp nokkra kafla úr henni í vetur, og sögSu þá ýmsir, aS þar mundi besta saga hans. Þetta er önnur lengsta saga hans, næst „Ofurefli". Kostar 3 kr. i kápu, en 4 kr. í fallegu bandi. „May“ frá ísafirSi, sem menn ekki höföu haft spurnir af, er Lögr. sagöi frá slysunum eftir noröanveSriö mikla, kom fram rjett á eftir og hafði ekkert orðið aS honum. Bjarni Björnsson gamanleikari hef- ur veriS hjer aS undanförnu og sung- iS og leikiö kvöld eftir kvöld í Báru- búS. Fær hann alt af fult hús. Mest er þaö gamanvísnasöngur, sem hann skemtir meö, en einnig upplestur, t. d. á spaugilegri ræöu, sem hann lætur Vestur-lslending halda hjer heima, og svo meöfram eftirhermur. Bjarni kom hingaS frá Vestmannaeyjum, og mun eiga þar heima nú. Skipstrand sunnanlands. Fiskiskip frá Færeyjum, sem „Teistin“ heitir, strandaði 6. þ. m. austan viS Mýr- dalssand. Menn björguSust og mikið úr skipinu, en líklegast taliS, að þaö náist ekki á flot aftur. Þetta var þil- skip og haföi veriS að veiöum rúm- an hálfan mánuS. David Livlingstone heitir bók, sem r.ýkomin er út á kostnaö HjálpræSis- hersins, og er þaS æfisaga Afríku- postulans, er segir frá landkönnunar- feröum hans og trúboðsstarfi, góS og fróSleg bók, þýdd úr dönsku af Hall- dóri Jónassyni. Herkastalinn, stöS Hjálpræðishers- ins hjer í bænum, hefur nú verið rif- inn til grunna, og á aS fara aö reisa stórt steinsteypuhús á lóSinni, hiö fyrirhugaöa gistihús og feröamanna- liæli Hjálpræöishersins. Gaskolaskipið norska, „Patria", sem varö aS afferma sig í vetur í Færeyjum á leiö hingaS frá Englandi, vegna skemda, kom hingaS meö kola- farminn 7. þ. m. HafSi fariö til Sta- vanger og fengiS þar aSgerö. Gangverð erl. myntar i bönkum er nú: Sterl.pund kr. 16.50, franki 0,59, mark 0.63, florin 1.59, dollar 3.65. Leikhúsið. Kinnarhvolssystur eftir Hauch hafa veriS leiknar hjer nokkr- um sinnum eftir aS hætt var viS „Tengdapabba", og hefur sá leikur veriS vel sóttur hjer, bæöi nú og áöur. Aöalhlutverkiö leikur frú Stefanía, eins og áöur, en bergkonungurinn er nú leikinn af Jens Waage. Hjónaband. Nýgift eru í Khöfn Páll Sæmundsson frá Hraungeröi, aöstoSarmaSur i fjármálaráöuneyt- inu, og ungfrú Magnea Guömunds- dóttir Jakobssonar. Búnaðarnámsskeið var haldiS í Stykkishólmi 20—25. þ. m. Þar hjeldu fyrirlestra, frá hálfu BúnaSar- fjelags íslands SigurSur SigurSsson og Jón H. Þorbergsson, frá hálfu Búnaðarsambands Dala og Snæfells- nessýslu Kristinn GuSmundsson bú- fræSingur og Jóhann Hjörleifsson frá Hofstööum. Auk þess hjeldu þar fyrirlestra Páll Bjarnason sýslumað- ur, Oskar Clausen verslunarmaöur, SigurSur Gunnarsson prófastur og Magnús Friöriksson á StaSarfelli. NámskeiSiS sóttu um 50—70 manns. Voru þeir flestir úr Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og svo nokkrir menn úr Dalasýslu. Á hverjum degi voru haldnir 5 fyrirlestrar og svo málfundir á kvöldin, og sátu ’þá stundum 200 manns. Á fundunum komu mörg mál til umræðu og voru hin helstu þessi: Vöruvöndun, verð- lag og verkkaup, þegnskylduvinna, heimilisstjórn, skattamál, búnaöar- sambönd, bannlögin, neytsluvatnið og kossar. — SíSasta kvöldiS var haldin skemtun meS ræöuhöldum, söng og dansi. SigurSur SigurSsson flutti þar fyrirlestur um barnamenn- ing, og enn fremur töluöu þar þeir Jón H. Þorbergsson, Ásmundur Guð- mundsson, Kristinn GuSmundsson og Páll Bjarnason sýslumaSur. Söngnum stjórnaöi frú Kristín Sveinsdóttir. Skemtunin fór hiö besta fram, hjelst hún fram undir morgun og skildu þá allir ánægöir. 29. mars 1916. Jón H. Þorbergsson. Tíðin er mjög umhleypingasöm, ýmist hörkurost og norðanátt, eSa suSaustan átt og þíða, stundum sinn daginn hvað. Úr Skagafirði var ný- lega sagt, að þar hefSi hlánaS, og væri komin upp nokkur jörð, en annars er enn hart í Norðurlandi. Aflabrögð eru enn i besta lagi hjá botnvÖrpungunum, en ógæftir hamla veiðum vjelbátanna. Þess láöist aS geta í síöasta tbl., að vjelbáturinn í næsta blaði ritar Jóhann Eyjólfs- son alþm. í Brautarholti um skatta- málin. Greinar um þegnskylduvinn- una, sem Lögr. hafa veriö sendar, munu koma í næstu blööum, og grein frá Guöm. FriSjónssyni skáldi um sölu og skifting jaröa. Fiskiveiðafjelagið Neptún hefur látiS smíSa 35 smálesta vjelskip i Faxe Ladeplads á Sjálandi. VerSa sendir menn núna meS Gullfossi til þess aö sækja skipið. Skipstjóri verS- ur Jón Einarsson, Laugaveg 28. Athugasemd við ritgerðir. Vara vil jeg viS aö hafa ofmikiö álit á próf- arkalestri mínum. Eru ekki sjaldan misprentanir i ritgerðum mínum, t. d. í þeim sem komiS hafa hjer í blaS- inu, gýgjanna f. gíganna; samafara f. samfara; kranksamar f.kranksamara; vera f. verSa; auövaldsherafli f. auö- vald, herafli. — OrðiS gígur er einnig haft til aö tákna felliS sem gígskálin er í. H. P. SNJÓR í ENGLANDI. Fyrir síSastliSin mánaSamót kom svo mikill snjór í Englandi, aS járn- brautarlestir komust ekki ferSa sinna. VíSa slitnuðu frjettaþræSir og síma- staurar brotnuðu, því stórveöur var meS snjókomunni. Eftirmæli. 24. jan. síSastl. andaSist aö heim- • ili sínu, Tungugröf i SteingrímsfirSi, I ekkjan SigriSur Bjarnadóttir. Hún ! hafði legiS í rúminu á annaS ár, ekki I 'mjög þungt haldin nema síöustu vik- una, sem hún liföi. Sigríður sál. var fædd aS Kvennabrekku i Dölum 18. ágúst 1835, dóttir Bjarna prests Egg- ertssonar i Garpsdal, en Eggert var sonur BjarnaPálssonar landlæknis. — SigriSur sál. var gift Birni Jónssyni, og var Björn sonur Jóns prests Björnssonar prests Hjálmarssonar prests í Tröllatungu. SigríSur sál. bjó meS manni sinum ástríku hjónabandi í 40 ár, eöa því sem næst, en misti hann 19. júlí 1902. MeS honum eign- aSist hún 2 syni, GuSbjörn, sem dó 10. nóv. 1912, og Jón, sem enn er á lifi, kvæntur maður og á tvær dætur. Mestallan sinn búskap bjó hún i Tungugröf, eftir lát manns sins meS Guöbirni syni sinum, sem var henni umhyggjusamur sonur, en siSustu ár- in mjög þrotinn aS heilsu. SigríSur sál. var öll sín búskaparár heldur fá- tæk, enda var hún i þjóöbraut og bar oft mann aö húsum hennar. Því allir áttu sömu aö mæta, ekki síst þeir fá- tæku. Hún var mest æfi sinnar held- ur heilsutæp, en þó alla tíS glaövær í lund, og jeg, sem rita þessar línur, hugsa, aS hún helst heföi kviSiö því, ef fyrir sig ætti aS koma, aS veröa aS fara lifandi burt frá sínu kæra heim- ili, sem hún svo lengi hafSi dvaliö á. SigríSur var að náttúrufari vel skörp og greind, en naut víst heldur lítillar mentunar í ungdæmi sínu, þótt hún væri prestsdóttir; mun hafa strax, er hún komst á legg, orðið aö vinna aS öllum vanalegum heimilisstörfum. og gegna þeim stöSugt meðan kraftar hennar entust. En hjer má með sanni segja, aS góð og göfug kona sje dáin. fjormminpiwkifl. Leynilögreglusaga eftir A. CONAN DOYLE. VI. KÁPÍTULI. Sherlock Holmes gefur skýringu. Frh. Þungt fótatak og háværar raddir heyröust neSanað, og útidyrahuröinni var skelt aftur. „ÁSur en þeir koma,“ sagði Hol- mes, „skuluS þjer þreifa á handleggj- unum og fótunum á þeim dauSa. HvaS finniö þjer?“ „VöSvarnir eru grjótharSir," svar- aöi jeg. „Einmitt það. Þeir eru ákaflega

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.