Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.04.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 12.04.1916, Blaðsíða 4
64 LÖGRJETTA samandregnir, langt um meira en venjulega er við rigor mortis (dauðastirðnun). Ef þjer berið það saman við drættina í andlitinu, þetta háðslega bros, sem gömlu rithöfund- arnir kölluðu ,risus sardonicus', hvaða ályktun munduð þjer þá gera af því?“ Að hann hefði dáið af einhverju sterku plöntueitri,“ svaraði jeg, „ein- hverju strykninkendu eitri, sem mundi framleiða tetanus (stífkrampa).“ „Það var einmitt það, sem mjer datt strax í hug þegar jeg sá hve andlitið var dregið saman. Og þegar jeg kom inn í herbergið, var það mitt fyrsta verk að grenslast eftir, hvernig eitrið hefði komist inn í líkamann. Eins og þjer munið, fann jeg þyrni- brodd, sem hafði verið stungið eða skotið inn í skinnið mjög auðveld- lega. Og þjer sáuð, að þyrnirinn var einmitt þar í höfðinu, sem hefur snú- ið að gatinu á loftinu, ef maðurinn sæti upprjettur í stólnum. Nú skuluð þjer rannsaka þyrnibroddinn." Jeg tók hann varlega upp og hjelt bonum að ljósinu. Hann var langur, hárbeittur og svartur. En oddurinn var glansandi, eins og eitthvert lím- kent efni hefði storknáð þar. Hinn endinn hafði verið lagaður og skafinn með hníf. „Er þetta enskur þyrnibroddur?" spurði hann. „Nei, áreiðanlega ekki.“ „Út af öllu þessu ættuð þjer nú að geta myndað yður ákveðna og rjetta skoðun. En hjer er þá það reglulega herlið komið. Þá held jeg að það sje betra fyrir sjálfboðaliðana að draga sig út úr.“ Um leið og hann slepti orðinu, mátti heyra að fótatakið, sem alt af hafði verið að nálgast, var komið upp í ganginn, og mjög þreklegur mað- ur og mikill fyrir sjer, í gráum fötum, gekk þungt inn í herbergið. Hann var rjóður í andliti og blóð- rikur,'en augun voru mjög smá og glitrandi, og skinu djarflega fram úr þrútnum og fyrirferðamiklum pokum í kringum þau. Rjett á eftir honum kom lögregluþjónn í einkennisbún- ingi og svo síðast vinur okkar Tadd- eus, enn þá jafnskjálfandi og áður. „Hjer er nú laglegt verk fyrir hendi!“ hrópaði hann með hásri og þytmikilli rödd. „Öjer er laglegt verk að vinna! En hvaða menn eru þetta ? Hvað er um að vera, húsið er troð- fult eins og rottugildra." „Jeg hjelt þjer þektuð mig, herra Athelny Jones,“ sagði Holmes rólega. „Já, jeg held nú það,“ sagði hann undrandi. „Það er herra Sherlock Holmes, hugmyndamaðurinn. Hvort jeg man eftir yður! Jeg gleymi því aldrei, hvernig þjer lásuð yfir okkur um orsakir og fyrirbrigði og afleið- ingar í Bishopgate gimsteinamálinu. Því verður ekki neitað að þjer komuð okkur á sporið; en þjer verðið að játa sjálfur, að það var meira af til- viljun en vissu.“ „Það var mjög einföld rökleiðsla.“ „Nú byrjið þjer aftur, nú eruð þjer tekinn til. Verið þjer nú ekki að klóra yfir. En hvað er þetta? Illvirki! Bein- hörð verk — og ekkert rúm fyrir hugmyndir! Það er þó heppilegt að jeg var staddur í Norwood í öðru máli, þegar boðin komu. Hvað haldið þjer að hafi orðið manninum að bana?“ „O —hjer er vist lítið rúm fyrir hugmyndirnar mínar,“ sagði Holmes þurlega. „Já, já, en ekki er hægt að neita því, að þjer hittið stundum naglann á hausinn! Hurðin læst, vitanlega. Gim- steinum fyrir hálfa miljón rænt. Hvernig var glugginn?“ „Lokaður; en það má sjá spor á sillunni.“ „Ja-jæja. Ef hann var læstur, þá geta sporin ekki komið málinu neitt við. Það er bara heilbrigð skynsemi að sjá það. Maðurinn hefði getað dá- ið af slagi. En þá er gimsteinahvarf- ið? Hæ! Nú dettur mjer nokkuð í hug. Þessum eldingum slær niður í mann stundum. — Gangið út snöggv- ast, lögregluþjónn, og þjer Sholto. Kunningi yðar má vera kyr inni. Hvað haldið þjer um það, Holmes? Sholto játar sjálfur, að hann hafi ver- ið hjá bróður sínum í gærkveldi. Bróðir hans dó af slagi, og Sholto fór burt með fjársjóðinn! Hvernig er þetta?“ „Og þá stóð sá dauði kyrfilega upp og læsti hurðinni að innan.“ „Hum! Það er gat á þvi þar. Nú skulum við beita heilbrigðri skyn- Aðalfundur Búnaðarfj elags íslauds 1916 verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu laugardaginn 13. maí n. k. og byrjar kl. 5. síðdegis. Gudmundur Helgason. Sími 586. Hótel ísland. Símnefni: Kjarval. nr. 28 a og b Pósthólf 595. (Gengið úr Aðalstræti). Ráðningaskrifstofa íslands Og Ferðamannaskrifstofa ræður karla og konur til alls konar vinnu til lands og sjávar. Leiðbeinir ferðamönnum og útvegar þeim flestar nauðsynjar. Enn fremur annast undirritaður kaup og sölu á fasteignum og laus- um munum. Fastur skrifstofutími kl. 4—5, en annars er skrifstofan venjulega opin allan daginn. Th. H. S. Kjarval. Þegar utanbæjarmenn óska að skrifstofan útvegi sjer starfsfólk, þá geri þeir svo vel að láta beiðninni fylgja borgun undir svar. Forsetar Alþingis hafa ákveðið, að selja fyrst um sinn bókasöfnum og lestrarfjelögum hjer á landi Alþing'istíðindi 1845-1905 fyrir 50 króniir, auk burðargjalds. Einstaka árganga Alþingistíðindanna frá sama tímabili hafa forsetar ákveöið að selja bókasöfnum og lestrarfjelögum á x kr. 50 aura, auk burð- argjalds. Enn fremur hafa forsetar ákveðið að selja bókasöfnum og lestrarfje- lögum fyrst um sinn Iiandsreikning'aua 1884—1913 fyrir 10 krónur, — auk burðargjalds. Þetta verð á Alþingistíðindum og Landsreikningum nær AÐ EINS til bókasafna og lestrarfjelaga hjer á landi. Skrifstofustjóri Alþingis veitir pöntunum móttöku og annast afgreiðslu til hlutaðeigenda, þó þvi að eins, að borgun fylgi pöntunum og trygging sje fyrir burðargjaldi af hálfu kaupanda. semi við málið. Thaddeus Sholto v a r með bróður sínum; og það v a r rif- rildi milli þeirra. Þetta vitum við. Bróðirinn er dáinn og fjársjóðurinn er horfinn. Það vitum við líka. Eng- inn sá hinn dauða eftir að Thaddeus yfirgaf hann. Enginn hafði sofið í rúminu. Thaddeus er auðsjáanlega 1 æstur. Hann lítur — ekki vel út. Þið sjáið að jeg þrengi netið utan um Thaddeus. Hann fer að verða fastur i því. Hvernig kemur þetta heim við hugmyndirnar yðar?“ „Þjer eruð ekki enn búinn að fá all- ar upplýsingar,“ sagði Holmes, „þessi trjeflís, sem jeg hef sterkan grun um að muni vera eitruð, var föst í höfúð- húðinni þarna, sem þjer sjáið blettinn. Þessi seðill, með orðinu, sem þjer get- ið lesið, var á borðinu, og þar hjá var þetta einkennilega verkfæri með ham- arshaus úr steini.“ „Kemur að öllu leyti heim við mína skoðun,“ sagði feiti leynilögreglumað- urinn með áherslu. „Húsið er fult af indverskum munum. Thaddeus hefur komið með þetta með sjer, og ef flís- in er eitruð, þá getur Thaddeus eins vel hafa banað honum með henni eins og hver annar. Miðinn með orðinu er eitthvað út í loftið — kannske líka til þess að villa. Eina spurningin er, hvernig komst hann út? Ó, hjer er gat á loftinu!“ Ef tekið er tillit til þess, hve feit- ur hann var, var hann ótrúlega ljett- ur á sjer þegar hann þaut upp eftir tröppunni og skreið upp á loftið'. Einu augnabliki síðar heyrðum við hann hrópa, mjög hreykinn í mál- rómnum, að hann hefði fundið hler- ann. „Hann getur stundum fundið sitt af hverju," sagði Holmes og ypti öxl- um. „Stundum bregður fyrir hjá hon- um skarpleika. Og engir asnar eru leiðinlegri en þessir hálf-skörpu menn ?“ „Nú sjáið þjer,“ sagði Athelny Jones, þegar hann kom aftur ofan af loftinu, „að verkin eru vissari en hugmyndirnar eftir alt. Mín skoðun á málinu hefur reynst rjett. Það er hleri út á þakið og hann er hálfop- inn.“ „Það var jeg, sem opnaði hann.“ „Svo já! Þjer tókuð þá eftir hon- um?“ Það setti dálítið niður í hon- um við að heyra þetta; „jæja, hver sem fann hann, þá sjest hjer hverning maðurinn komst út. Lögregluþjónn!“ „Já, herra,“ var svarað frammi á ganginum. „Biðjið herra Sholto að koma inn. — Herra Sholto! Jeg er neyddur til að tilkynna yður, að hvert orð yðar ber vitni móti yður. Jeg tek yður fast- an í nafni drotningarinnar, sem morð- ingja bróður yðar.“ „Þarna sjáið þið! Hvað sagði jeg ekki?“ kallaði veslings litli maðurinn, cg baðaði út höndunum og leit á okk- ur til skiftis. „Verið ekki órólegur út af þessu, herra Sholto,“ sagði Holmes, „jeg skal ekki trúa öðru en að jeg geti losað yður úr þessu.“ „Lofið ekki of miklu, herra hug- mundasmiður, lofið ekki of miklu!“ sagði lögreglumaðurinn og var auð- sjáanlega mikið niðri fyrir. „Það get- ur reynst yður erfiðara en þjer hald- ið.“ Jeg skal ekki að eins losa hann, herra James, heldur skal jeg meira að segJa gefa ykkur bæði nafn og dá- litla lýsingu á öðrum þeirra tveggja manna, sem kom hingað í fyrri nótt. Jeg held áreiðanlega, að nafn hans sje Jónatan Small. Hann er fremur lítið mentaður maður, lítill, fjörlegur, vantar á hann hægri fótinn, en hefur í staðinn trjefót, sem er nokkuð slit- inn að innan. Á vinstra fæti hefur hann klunnalegt stígvjel, með breiðri tá og stór járnskeifa undir hælnum. Hann er miðaldra, sólbrendur mjög og hefur v.erið í fangelsi. Þetta gæti ef til vill verið nokkur hjálp fyrir ykkur að því viðbættu, að hann hefur töluvert fleiður i lófunum. Hinn mað- urinn aftur á móti-----“ „Nú! hinn maðurinn?" spurði Athelney Jones stuttaralega, en jeg gat samt sjeð að þessi rólega vissa, sem skein út úr orðum hins hafði haft töluverð áhrif á hann. „— Er heldur en ekki einkennileg- ur náungi,“ sagði Holmes og sneri sjer á hæli. „Jeg er að vona, að jeg geti leitt þá báða fram fyrir ykkur áður langt um liður. Má jeg tala eitt orð við yður, Watson?“ Hann gekk með mjer fram að stiga- gatinu. „Þetta óvænta atvik er komið með okkur nokkuð langt frá því, sem við upphaflega áttum að gera.“ „Jeg var einmitt að hugsa um það,“ svaraði jeg. „Það er ekki rjett að láta ungfrú Morstan biða í þessu and- styggilega húsi.“ „Nei. Þjer verðið að fylgja henni heim. Hún á heima hjá frú Cecil Forrester, i Neðri Camberwell, svo að það er ekki mjög langt hjeðan. Jeg ætla að bíða hjer eftir yður, ef þjer nennið að aka hingað út aftur. En þjer eruð nú ef til vill orðinn upp- gefinn?" „Alls ekki það. Jeg get ekki lagst til hvíldar fyr en jeg veit eitthvað meira um þetta mál. Jeg hef horft á sitt af hverju í lífinu, en það get jeg sagt yður með sanni, að þessir snögg- legu atburðið hver á eftir öðrum í nótt, svona óvænt, þeir hafa alger- lega sett taugakerfið á ringulreið. En nú er mig farið að langa til að fylgja yður alla leið fyrst jeg er kominn svona langt á leið.“ „Jeg mundi meta það mjög mik- ils, ef þjer vilduð vera með mjer,“ svaraði hann. „Við skulum vinna alt upp á eigin hönd og lofa þessum ná- unga, honum Jones, að monta yfir hvaða mýraljósi, sem honum þóknast að kveykja. Þegar þjer eruð búinn að skilja við ungrú Morstan, þætti mjer vænt um að þjer færuð í Pinchinsund 3, það er niðri undir ánni í nánd við Lambeth. Þriðja hús til hægri á fuglasölumaður, Sherman að nafni. í glugganum er mynd af hundi, sem heldur hjera föstum. Berjið Sherman gamla upp, skilið til hans kveðju frá mjer og því, að jeg þurfi að fá hann Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Nokkrar húseignir á góðum stöðum í bænum fást keypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kL 3—6 síðdegis. Toby strax. Svo komið þjer með To- by með yður í vagninum." „Toby er hundur auðvitað?“ „Já, afbragðs sporhundur. Jeg vil heldur hafa Toby til hjálpar held- ur en alla leynilögregluna í London.“ „Já, jeg skal koma með hann,“ sagði jeg. „Nú er klukkan eitt. Jeg verð kominn aftur um klukkan þrjú ef jeg fæ óþreyttan hest.“ „En jeg,“ sagði Holmes, „jeg ætla að prófa hvað jeg get haft upp úr frú Bernstone, og indverska þjóninum, sem Thaddeus sagði mjer að svæfi á næsta lofti. Og svo ætla jeg að læra aðferðir Jones og hlusta á fyndnina í honum. ,Wir sind gewohnt dass die Menschen verhöhnen was sie nicht verstehen.* Goethe er löngum kjarn- yrtur. * Við erum vanir Jjví, að menn hæðist að því, sem, Jieir skilja ekki. Reikningur yfir tekjur og gjöld sparisjóðs Hafnar- fjarðar frá i. janúar 1915 til 31. desember sama ár. T e k j u r: 1. Peningar í sjóði f. f. á .... 8231.03 2. Endurborguð lán: a. fasteignaveðlán .. 10890.00 b. sjálfskuldará- byrgðarlán ....... 1100.00 c. lán gegn annari tryggingu ........ 76447.82 ----------- 88437.82 3. Innlög í sparisjóðinn 51041.41 Vextir af innlögum, lagðir við höfuðstól 3748.46 ----------- S4789.87 4 Tekið lán í íslands- banka: a. reikningslán ......20753.21 b. víxillán ......... ----------- 20753.21 5. Vextir: a. af fasteignaveðlán- um ................ 6202.62 b. af sjálfskuldará- byrgðarlánum .... 56.10 c. af víxlum ......... 1540.21 d. af hlutabrjefi í ís- landsbanka ......... 100.00 -------------------- 7898.93 6. Ýmsar tekjur............. 361.10 Kr. 180471.96 Gj öld: 1. Lánað út á reikningstímabilinu: a. gegn fasteignarveði 20150.00 b. gegn sjálfskuldará- byrgð ............ c. gegn annari trygg- ingu ............. 77516.82 ----------- 97666.82 2. Útborgað af innlögum samlags- manna ...................... 32261.47 3. Borgað lán til íslandsbanka: a. reikningslán ...... 23813.60 b. víxil-lán .......... 9500.00 ----------- 333i3.6o 4. Kostnaður við sparisjóðinn .. 1113.25 5. Vextir af sparisjóðsinnlögum 3748.46 6. Til íslandsbanka, vextir og viðskiftagjald: a. af reikningsláni .. 1154.16 b. af víxil-láni..... ---------- 1154.16 7. Varið af varasjóði, samkv. 17. gr. sparisjóðslaganna .......... 3000.00 í sjóði 31. desember 1915 8214.20 Kr. 180471.96 Hafnarfirði hinn 31. desbr. 1915. Aug. Flygcnring. Guðm. Helgason. Sigurgeir Gíslason. Jafnaðarreikningur sparisjóðs Hafnarfjarðar 31. desbr. 1915. A k t i v a: 1. Skuldabrjef fyrir lánum: a. fasteignaskulda- brjef ............ 108320.00 b. sjálfskuldará- byrgðarbrjef .... 910.0Ó C. skuldabrjef fyrir c. skuldabrjef fyrir lánum gegn ann- ari tryggingu .... 25868.00 135098.00 2. Útistandandi vextir, áfallnir við lok reikningsársins 3. Fyrirfram greiddir vextir til íslandsbanka 4. Peninga- og skjalaskápur .... 263.00 5. Hlutabrjef í íslandsbanka .... 2000.00 6. I sjóði í lok reikningsársins .. 8214.20 Kr. 145575-20 Pa s s i va: 1. Inríieign 537 samlagsmanna .. 108955.76 2. Fyrir fram greiddir vextir, sem ekki falla fyr en eftir lok reikn- ingsársins .................. 3416.01 3. Skuld til íslandsbanka: a. reikningslán ....20753.21 b. víxil-lán ........ ---------- 20753.21 Varasjóður 12450.22 Kr. 145575.20 Hafnarfirði hinn 31. desbr. 1915. Aug. Flygenring. Guðm. Helgason. Sigurgcir Gíslason. Reikninga þessa, sem og bækur, verð- brjef og önnur skjöl, ásamt peningaforða sparisjóðs Hafnarfjarðar, höfum við und- irritaðir yfirfarið og ekkert fundið athuga- vert. Hafnarfirði 10. mars 1916. Ögm. Sigurðsson. Böðvar Bóðvarsson. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.