Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.04.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.04.1916, Blaðsíða 2
66 LÖGRJETTA að bæta loftslagiö. Og því gleði- legra er slíks aö minnast sem þaö er íslenskur maöur, Hörtur Þóröarson, sem þann sigur hefur unniö. Hefur uppfundningar hans, til aö eyða þoku, víöa veriö getiö, og virðist hún vera merkilegt spor í áttina aö því að ráöa loftslaginu. Mundi þaö koma sjer vel víðar en á Suðurlandsundirlendinu, að geta haft sólskin þegar þarf. 2- 3- , Helgi Pjeturss. „Kastið ekki perlum“. Grein meö þessari fyrirsögn stend- ur í io. tölublaði „Suöurlands" undirskrifuö „Hjeöinn“, og er það furða, aö nokkurt blaö skuli ljá rúm jafnlitilmannlegri hugsun og þar kemur fram. Presturinn á Ólafsvöllum er búinn aö búa þar allan sinn búskap, og hefur eytt kröftum sínum til viðhalds og endurbóta jöröinni. Og þegar hann nú er kominn á efri ár, óskar hann eftir aö fá jöröina keypta fyrir fult verö, til frambúðar sjer og syni sínum, sem aðstoðað hefur fööur sinn við ræktun og viðhald jarðarinnar siðustu árin. En þetta má ekki svo til ganga, seg- ir „alþýðublaðiö". Hjeðinn hrópar til lands og sýslu: Takiö verk gamla mannsins; sýslan eöa landið verður aö hirða þau! Hjeðinn endar þessa heiðurs grein með því, að geta þess, að þeir, sem um kaupin sæki á jörðinni, sjeu „góðs maklegir, eða sannir þurfamenn". Honum hefur ekki þótt ómenskan komast nógu langt, nema brigsla. Ólafsvallaprestinum um fátækt, jafn- framt og hann skorar á hina frjáls- lyndu fulltrúa Árnessýslu undir eins á næsta sýslufundi að hirða kotið, en hjálpa eitthvað upp á prestinn á annan hátt, og mátti Hjeðinn spara sjer það ómak, að sníkja fyrir hann, sem hefur aldrei þurft á því að halda; en vel væri ef sama mætti segja um Hjeðinn sjálfan. Presturinn hefur að eins farið þess á leit, að sjer yrði seld jörð, sem hann hefur unnið á mestan hluta æfi sinnar, fyrir fult verð, og það Væri skömm fyrir sýsluna, að vera að hlaupa í kapp við gamla manninn, og smán fyrir landið, að honum væri synjað um kaupin. Eða á landsstjórnin ekki að styðja að þvi, að ábúendur þjóðjarða fái að njóta verka sinna? Að minsta kosti ættu þeir að eiga heimtingu á að fá verk sín keypt fyrir fult verð. Stokkseyri 30. mars 1916. Björn Gíslason. Biskupsrjettardómur í máli Arboe prests Rasmussens í Danmörku. í haust fjell dómur í máli Arboe prests Rasmussens fyrir biskupsrjetti í Danmörku, en þar sem máls þessa hefur verið lauslega getið í íslensk- um blöðum, þykir vel hlýða að til- færa hjer dóm þenna og dómsástæð- urnar. Dómarar voru Howard Grön stift- amtmaður og Paulsen biskup. Dóm- urinn varð 56 blaðsíður í dómabók- inni. Urðu dómendur þessir ásáttir um dóminn, en auk þess gefur hver um sig sjerstaka yfirlýsing og grein- ir þær ekki á sín á milli í öðru en um orðalag dómsins og greiðslu máls- kostnaðarins. Þar sem nú stiftamt- maður er formaður rjettarins, þá verður yfirlýsing hans í þessu falli sama sem dómur biskupsrjettarins. En yfirlýsing biskups verður þá líka lögð fyrir hæsta rjett. Dómsástæðurnar hafa þá grund- vallarhugsun, að í rjettarfarslegu deilumáli um kirkjukenninguna geti það ekki ráðið úrslitum, hvaða skoð- un presturinn hefur á einstökum trúaratriðum, hvort sem þau teljast mikil- eða lítilvæg. Aðaláherslan verði að liggja á þvi, hvort heildar- afstaða prestsins sje fyrir innan eða utan hin gildandi vjebönd þjóðkirkj- unnar. Til hlutfallsins á milli-heildar- afstöðu prestsins og rjettargrund- vallar þjóðkirkjunnar er svo aftur og aftur vísað þegar dæmt er um að hverju leyti presturinn er frábrugð- inn í kenning sinni í einstökum atrið- um t. d. i kenningunni um Jesú Krist sem eingetinn son Guðs, fyrir tilveru hans, holdgan hans, upprisu og hjálp- ræðisverk, um kirkjuna* og um skírn- ina. Rjettargrundvöllur hinnar dönsku þjóðkirkju eru grundvallarlögin 3. gr. ásamt dönskum lögum 2-1 jfr. 2-4-6, konungalögin frá 1665 ,gr. 1. og prestaeiðurinn. Auk þess eru konung- legar tilskipanir, sem hafa löggilt hina endurskoðuðu handbók, eftir að prestaheitið komst á 1870, ýmsa nýja helgisiði, sálmabók og lærdómskver. Þessar tilskipanir ákveða hina opin- beru kenningarstefnu hinnar evange- lisk-lútersku þjóðkirkju siðan 1870. Merkilegustu atriði dómsástæðanna eru þessi:- I. Þjóðkirkjan er trúarsamfjelag. Ágreiningurinn um það, hvort þjóð- kirkjan er trúarsamfjelag eða ekki, útkljáist með tilvísun í grundvallar- login. I þeim stendur í 78. gr.: „Þau trúarsamfjelög, sem greinir á við þjóðkirkjuna,“ og segja lögin þar með, að þjóðkirkjan skuli rjettarfars- lega teljast trúarsamfjelag hvaða skoðun, sem menn hafa á því í kirkju- legu eða guðfræðilegu tilliti. Sá, sem tekst á hendur þjónustu andlegra á- hugamála slíks fjelags, verður að hegða sjer eftir þeim reglum, sem það setur. Vera kann, að oft sje vikið frá þessum reglum án þess að það sje átalið, en það getur þó ekki num- ið þær úr gildi. Og ef kært er yfir slíku, verður sá„ sem gert hefur sig sekan í slíkum brotum, að víkja frá þjónustunni, vegna þess, að þá er hann tókst hana á hendur, bjuggust menn við, að hann vildi hegða sjer eftir þeim reglum, sem giltu innan fjelagsins. II. Játningareinkenni þjóðkirkjunnar. Hið evangelisk lúterska. Fullyrðingin um það, að eigi sje hægt að ákveða hvað sje evangeliskt- lúterskt, er hrakin með því að benda á 3. gr. grundvallarlaganna, þar sem stendur: „Hin evangelisk lúterska kirkja er þjóðkirkja Dana.“ Þégar orðið „kirkja“ er haft í laga- máli, þá er það ekki eingöngu trúar- legt hugtak, heldur verður það hjer líka rjettarfarslegt hugtak, og rjettarfarslegt hugtak er ávalt hægt að ákvarða. Auk þess verður það i grundvallarlögum að hafa á- kveðna merking, sem ekki skal ákveð- ast síðar, þá er einhverjar skipanir kunna að vera gerðar á kirkjunni. Á- kvæði grundvallarlaganna hefur að eins gildi, þegar orðtækið „hin evan- gelísk-lúterska kirkja“ bendir til þá- verandi ríkiskirkju, sem hafði þau játningareinkenni á sameiginlega kristilegum grundvelli, er ákveðin voru í dönskum lögum 2-1 jfr. 2-4-6 og konungalögunum frá 14. nóv. 1665 1. gr. Einveldi hennar var afnumið með grundvallarlögunum, sem breyttu henni í þjóðirkju, er ríkið studdi, með trúarbragðafrelsi, en hin evange- lisk lútersku einkenni hennar eru þó hin sömu samkvæmt ákvörðun D. L Löggjöfin á undan grundvallarlög- unum átti við með orðtækinu evan- gelisk-lútersk trú, samkv. tilsk. 30. apr. 1824, 13. gr. og augl. 27. des. 1842, 4. gr., þá trú, sem samkvæmt konungalögunum og D. L. átti að vera ríkjandi í Danmörku. Og þegar grundvallarlögin í 3. og 5- g'r- viðhafa orðtækið „hin evangelisk- lúterska kirkja", án nánari ákvörð- unar, þá getur það eingöngu verið það kirkjusamfjelag, sem hefur þau játn- ingarrit til grundvallar, sem talin eru í D. L. 2—1. Að þetta sje skilningur sjálfrar þjóðkirkjunnar sjest af hinni konungl. reglugerð frá 27. ág. 1870, þar sem löghelgað er þetta orðalag prestaheitisins: „játningabækur vorr- ar dönsku evangelisk-lútersku þjóð- kirkju“, án nánari tilvísunar. En eftir hinni þjóðkirkjulegu venju, sem er samkvæm skilningi sjálfra siðbótarmanna í Augsborgarjátning, eru og eiga játningarritin og vera a n d 1 e g u r leiðarvísir til rjettra útskýringa trúarkenninganna í hei- lagri ritning, sem er æðsta mælisnúr- an. Þar sem þau eru andlegur leiðar- vísir, þá er ekki unt að krefjast af þeim bókstaflegs samræmis í öllum smáatriðum og einkum er eðlilegt að munur sje á hinu verulega og smá- vægilega í evangelisk-lúterskum kristindómsskilningi eins Og í öllum öðrum og það jafnvel innan vjebanda hins ultramontan-kaþólska. Þó að þetta geri það að verkum, að tak- mörkin á svæði kirkjukenninganna sýnist verða nokkuð teygjanleg, þá er það eðlileg afleiðing af högum hins andlega lífs, en þó eru til útmörk, sem ekki þolist að út fyrir sje vikið. Þar af leiðir skoðanafrelsi, sem prest- um er leyft, án þess’að unt sje að gefa alment gildandi reglur á því sviði. En af því sprettur sú nauðsyn, að þegar ágreiningur kemur upp á milli frábreytinna skoðana presta og hins venjulega kirkjulega skilnings, þá verður í hverju slíku atriði að gefa nánar gætur að því, hvernig slíkum ágreiningi er háttað. Fremur öliu öðru ber að gæta að skoðuninni í h e i 1 d og sambandi hinna frá- brugðnu kenningu við hana og sömu- leiðis að framkomu prestsins og starfi í heild sinni, og eigi d ó m- stólár að skera úr, þá verður það aðalatriðið, hvernig heildin með einstökum atriðum stendur gagnvart hinum evangelisk-lúterska rjettar- grundvelli eins og hann liggur fyrir í hinni dönsku þjóðkirkju. Það er kirkjuleg venja, sem hefur lcyft prestum skoðanafrelsi á breiðu sviði. En ef menn þoldu hinar frá- brugðnu skoðanir prestanna í einu eða öðru atriði, þá var það af því, að heildarafstaða hinna sömu presta var yfirleitt samhljóða kristindómsskiln- ingi postulanna og Lúters. III. Heildarafstaða sjera Arboe Rasmusens. Hún sjest best af hinni nýútgefnu bók hans: „Um trúarjátninguna og prestaheitið,“ og út frá henni verður að dæma um önnur orð hans og fram- lagðar fullyrðingar. Það sem er sjerkennilegt við heildarafstöðu sjera Arbóe Rasmus- sens er það, að hann hallast að aðal- foringja hinnar frjálslyndu þýsku guðfræði. Hann vill burtnema hinn jákvæða, lúterska blæ þjóðkirkjunn- ar eins og hann verður að skiljast samkvæmt grundvallarlögunum, til þess að allskonar nýtísku stefnur geti komist að, ef þær einungis hafa ein- hvern kristilegan blæ. Engin trúar- setning eða fastákveðið kenningar- snið á að vera til, er skuldbundið geti presta á nokkurn hátt. Hann gerir greinarmun á tvens- konar evangelíum. Aptiað sje það, sem Kristur hafi boðað, en hitt sje vitnisburður postulanna. Hann játar að vísu, að Lúter hafi hreinsun gert trúarbragðanna, en hann spurði um það, hvað postularnir segðu, einkum Páll, Pjetur og Jóhannes. En við það megi ekki láta staðar nema. Nú á eingöngu að snúa sjer til Krists sjálfs, einblína á hið fyrsta evangelíum, er hann svo kallar, fjallræðuna, faðir vor, og dæmisögurnar. Samkvæmt þessum grundvelli á evangelísk kirkja áð leggja prestum sínum skyldur á herðar. Aftur telur hann rangt að ráðgast við Pál postula um það, hvað sje rjettur kristindómur. Orð hans mega ekki gilda sem regla í kristi- legum sannleika. Ekki á heldur að leita leiðbeininga í vísindum eða frjálsri rannsókn. Á endanum verður það svo sjerskoðun hvers eins, sem er sann- 1 e i k s s ö n n u n i n í hverju ein- stöku atriði og eftir því á svo presturinn að breyta. Enn þá fleira er talið i dómsástæð- unum, sem hjer er slept, t. d. orð sjera A. R. um það, hvað sje meint með hugtakinu G u ð s o r ð, er hann seg- ir að guðs orð sje líka í ritum skáld- anna Goethe og Ibsens og náttúru- fræðinganna Newton’s og Darwin’s. Þegar þetta alt er talið og sýnt fram á árásina, sem í öllu þessu liggur gagnvart hinu gildandi skipu- lagi þjóðkirkjunnar, þá verður heild- arafstaða prests þessa í a 11 a s t a ð i ó 1 ú t e r s k og þess vegna alveg ó- samrýmanleg rjettargrundvelli þjóð- kirkjunnar. IV. Kenningarmismunurinn í einstökum atriðum. í þessari grein verður niikið felt úr, því að um þetta atriðu eru 20 blaðsíður í dóminum. Þar sem dóms- óstæðurnar snúast mest um h e i I d- arafstöðu prestsins, þá mun nægja að tilfæra þetta: Hann útleggur hina p 0 s t u 1- legu trúarjátningu þannig, að hún verður aðallega játning t r ú- arinnar á Guð föður. Þetta kemur í algeran bága við fræði Lú- ters hin minni. í mótsetning við þessa trúarjátning og aðrar játningar þjóð- kirkjunnar, skoðar hann sonarsam- band Jesú við föðurinn að eins á æðra stigi en barnasamband mann- anna við Guð en ekki mismunandi að tegund eða veru. Hann vill ekki að- hyllast hina kirkjulegu kenningu um guðdómstilveru Jesú i dýrðinni frá eilífð, sem son- urinn hjá föðurnum, heldur felst hann á „svonefnda fortilveru eins og vjer höfum verið í“. í sambandi við þetta verður einnig að átelja dóm hans um kirkjukenninguna viðvíkjandi f æ ð- i n g J e s ú. Með því að neita, að nokkur sönn kirkja hafi verið til í heiminum frá því á dögum hinna fyrstu kristnu manna, þá afneitar hann trúnni á heilaga al- m e n n a k i r k j u og þar með stöð- ugum vðrkunum heilags anda og stjórn Krists sem höfuðs safnaðarins. Um upprisu Jesú eru um- mæli hans á huldu og að sumu leyti í mótsögn innbyrðis. Hjálpræðisverk Jesú verður ekki annað en a ð gefa oss föðurinn af hinni sterkju sonarmeðvitund sinni. Og í frumvarpi til nýs skírnar- formála vill hann að „faðir vor“ sje sú eiginlega kristna trúarjátning, og þar er ekkert minst á gjöf skírnar- innar eins og hún er skilin í kenn- ing þjóðkirkjunnar, þar sem þó hin- um þrefalda skírnarformála er haldið. V. Þetta mál er sjerstakt í sinni röð. Dómsástæðurnar sýna fram á það, að mál þetta sje alveg sjerstaks eðl- is og út frá þessum dómi megi ekki draga ályktanir viðvíkjandi skilyrð- um fyrir prestþjónustu í þjóðkirkj- unni alment. Það hefur verið sagt, að með því að dæma sjera A. R., þá verði sett kefli í munn allra presta þjóðkirkj- unnar. En gegn þessu færa dómsá- stæðurnar þetta fram: Þetta er ekki rjett, samkvæmt áð- ursögðu, þvert á móti verður að leggja áherslu á það, að þetta mál er sjerstakt í sinni röð. Hinir aðrir prestar þjóðkirkjunnar, sem á seinni árum að einhverju leyti ekki hafa fallist á eitt eða fleiri atriði í kenn- ingu kirkjunnar og jafnvel átt ritdeil- ur við þjóðkirkjuna, þá hafa þeir þó bersýnilega sýnt það,að afstaða þeirra er í rauninni innilega samhljóða grundvallarskoðun játningarr., sem þjóðkirkjan hefur tekið í arf eftir siðabót Lúters. En á hinn bóginn er það sjerkennilegt við A. R., að hann greinir ekki einungis á við kirkjuna í einstökum kenningaratriðum, heldur er heildarskoðun hans og stefna í al- gerðri mótsetning við jákvæðan lút- erskan kristindóm, og þcssi mótsetn- ing hans kemur fram í afneitun hans á merkum kenningaratriðum. Og hin sterka árás hans á þjóðkirkjuna, prestaheit hennar og þröngsýna skipulag að hans dómi, kemur ekki af traustinu á því og voninni um það, eins og Grundtvigssinnar halda fram —, að skynsemistrúin verði best yfirunnin með því að lofa henni að rása með frelsi og jafnrjetti inn- an þjóðkirkjunnar. Nei, sjera A. R. hefur alla sína samhygð með þeim flokki hinnar frjálsu, nýju guðfræði, sem Harnack er leiðtogi fyrir. Skoð- anafrelsi innan þjóðkirkjunnar getur því ekki sýknað sjera A. R. Hans mál er alveg sjerstakt, svo að dómur í því getur ekki haft erfiðar afleið- ingar í för með sjer fyrir þá, sem með góðri samvisku og hjartanlegu sam- ræmi við guðsþjónustuskipulag vort í heild sinni, framkvæma prestsstarf sitt, þó að þeir í einstöku atriðum kunni ekki að fallast á kenning kirkjunnar eins og hún er til vor komin. Yfirlýsing stiftamtmanns. Þessi yfirlýsing verður þá yfir- dómurinn í máli þessu og hljóðar hún svo: „Samkvæmt framanskráðu verður sjera A. R. að álítast eftir D. L. 2-11-1 0g 2-17-8 jfr. 2-17-7 fallin undir 142. gr. hegningarlaganna og verð- ur hegningin að vera embættismissir eftir atvikum. Auk þess skal hann greiða málskostnað og hinar ákveðnu þóknanir við prófastsrjettinn ásamt þóknun til sækjanda og verjanda fyr- ir biskupsrjetti 500 kr. til hvors um sig. Meðferð málsins fyrir prófasts- rjetti og hinn fyrirskipaði málflutn- ingur fyrir báðum rjettum hefur ver- ið lögum samkvæmt. Því dæmist rjett að vera: Sóknarprestur Skibsted-Lyngby safnaða Niels Pjetur Arboe Rasmus- sen skal fyrirgert hafa kjóli og kalli sem sóknarprestur. Auk þess greiði hann málskostnað og hinar ákveðnu þóknanir við prófastsrjettinn, ásamt þóknun til sækjanda og verjanda fyr- ir biskupsrjetti og yfirrjettarmála- flutningsmönnum Asger Dahl og Bjarne Johnsen 500 kr. til hvors um sig. Dóminum fullnægt undir aðför að lögum. Yfirlýsing biskups. Biskup er samþykkur framan- skráðum dómsástæðum og felst því á ályktanir dómsins í öllu verulegu. En það er enn þá eitt atriði, sem kirkjulegur dómstóll getur ekki geng- ið fram hjá. Þar sem það getur verk- að á orðalag dómsins og greiðslu málskostnað verður biskup því að gefa þessa yfirlýsing: Samkv. dómsástæðunum sjest það, að heildarafstaða sjera A. R. er svo þveröfug við hið evangelisk-lúterska, og að hann gagnvart þeirri þjóð- kirkju, sem hann hefur lofað að þjóna, er algerlega andvígur.. Þessa mótstöðu sína vill hann ekki lægja, og því verður honum ekki þolað, að hann haldi áfram prestsembætti sínu. Þess vegna skal hann dæmast til að fyrirgera embætti sinu. En hins veg- ar skal tekið tillit til þess eins og frekast er unt, að yfirsjón hans er andlegs eðlis. Hneykslið, sem hann hefur gert sig sekan i (D. L. 2—11—1) og brotið gegn „heiðri köllunar sinnar“ (s. st.) er í því fólg- ið, að hann kennir ekki „Krists hei- laga evangelíum“ (D. L. 2—17—7) eins og D. L. 2—4—6 og 2—1 og prestaheitið leggja prestum á herð- ar, og hann með ritum sínum vill rífa niður hið núverandi skipulag þjóðkirkjunnar. Hann telst þvi til þeirra, sem í D. L. 2—17—8 eru tákn- aðir með orðunum „gæta ekki em- bættis síns“. Til alls þessa verður að taka tillit til eins freklega og unt er. En þar sem hann telst ekki til þeirra í sömu lögum sem „lifa ósiðlega“, þá telst rjettara, að hann greiði ekki málskostnað. Þar sem nú sjera A. R. með tilliti til dómsástæðanna verður að skoðast samkv. D. L. 2—11—1 og 2—17—8, ennfr. 2—17-—7, 2—4—6 og 2—1 með sambandi við hegningarlög gr. 142, þá ber að dæma hann eftir þessum lagaákvæðum samkvæmt því sem að framau er tilfært. Því dæmist rjett að vera: Sjera Niels Pjetur Arboe Rasmus- sen skal glata rjetti sínum til þess að vera prestur í hinni dönsku þjóð- kirkju sem evangelisk-lúterskri og þess vegna víkja frá embætti sínu sem’ sóknarprestur til Skibsted og Lyngby safnaða. Málskostnaðurinn og hinar ákveðnu þóknanir við pró- fastsstjettardóminn, ásamt þóknun til sækjanda og verjanda fyrir biskups- rjetti, yfirrjettarmálaflutningsmann- anna Asger Dahl og Bjarne Johnsen, 500 kr. til hvors um sig, greiðist af hinu opinbera. Dóminum fullnægist undir aðför að lögum.“ Þannig er þá yfirdómur þessi, en nú er málið lagt fyrir hæstarjett og þaðan ókomið enn. Mun óhætt að fullyrða, að öllum vinum þjóðkirkj- unnar í Danmörku hefur ljett um hjartarætut eftir þennan dóm og vona þeir að eins fari fyrir hæstarjetti. Þeir líta svo á, að játningarlaus kirkja sje lítils virði og verða flestir að vera því sammála. Sjerskoðun hvers eins í trúarefnum getur aldrei orðið grundvöllur, því að þær skoð- anir geta verið eins margar 0g menn- irnir eru. P r e s t u r. Nokkrar húseignir á góðum stöðum í bænum fást keypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kL 3—6 síðdegis. Prentsmiðjan Rún. I

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.