Lögrétta

Issue

Lögrétta - 26.04.1916, Page 1

Lögrétta - 26.04.1916, Page 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiÖslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 20. Reykjavík, 26. apríl 1916, XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókaverslun Slgfðsar Eynundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. (Dansk-islandsk Samfund.) Alkunnugt er, hve grunt hefur ver- ið á því góða milli íslendinga og Dana síðustu árin. Meiri kali og fá- þykkja en ef til vill nokkru sinni áð- ur. Hefur þetta verið bein afleiSing st j órnmáladeilanna. Eigi að siður höfum vjer ætíð átt trygga vini í Danmörku, menn, sem höfðu hvorttveggia til að bera, þekk- ingu á högum vorum og glöggan skilning á málum vorum, svo glöggan sem krafist verður hjá mönnum, er í fjarlægö búa. Hafa þessir menn ætfö verið reiðubúnir til þess að taka vorn málstað, þegar þeim þótti á oss hall- að. Meðal slíkra manna má t. d. telja Arne Möller, sóknarprest, Aage Meyer Benedictsen, sem báðir eru af íslensku bergi brotnir, H. Wiehe, há- skólakennara og amtmannsfrú Astrid Stampe Feddersen. Þessum mönnum hefur þótt það illa farið, að þessar frændþjóðir, sem hafa svo margt saman að sælda, skyldu ekki geta lifað saman í sátt og sam- úð sem slíkum frændþjóðum samir, og hafa þeir litið svo á, að þessi stað- reynd ætti rót sina að rekja til þess, hve þekking Dana á íslendingum, ís- lenskum högum og hugsunarhætti væri af skornum skamti. Þetta hefur því leitt til þess, að farið var að hugsa- til þess að koma á fót fjelagi í því augnamiði að auka þekkingu Dana á landi voru og þjóð og jafnframt þekkingu íslendinga á Danmörku og dönskum þjóðarhögum, greiða fyrir hagsmunum og áhugamálum íslend- inga í Danmörku ef svo bæri undir. Þótt þessum vinum vorum væri það fyllilega h'óst, að slíkur fjelagsskapur þyrfti að vera algerlega laus við alla pólitík, vonuðu þeir, að hann gæti átt nokkurn þátt í því að útrýma þeim deilum og missætti milli þjóðanna, sem stafa af misskilningi einum og ó- kunnugleik, og verða til þess að bæta sambúðina. í fyrstu voru þetta að sjálfsögðu lauslegar ráðagerðir fáeinna manna. En er þeir hreyfðu málinu við ýmsa mikilsmetna menn í Danmörku, varð sú raunin á, að það fjekk hvarvetna hinar bestu undirtektir, jafnvel miklu betri en nokkrum hafði til hugar kom- ið. Fáþykkjan, sem sambandslagadeil- an hafði kornið af stað, var bersýni- lega í rjenun. Einnig lögðu þeir mál þetta undir álit ýmsra manna hjer í bæ og fjekk það góðar undirtektir allra, sem til var leitað. Það varð þá að ráði að stofna \ lagið, • algerlega ópó tískt fjelag — í því augnam sem þegar er tekið fram. Var stofr þess gerð heyrinkunn í Danmörk næstliðnum mánuði. Var þá og sam- in áskorun til manna um að ganga Hlutafjel. „VOLUNDUR11 Trjesmíðaverksmiðja — Timburverslun Reykj a vík hefur ávalt fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri (unnu og óunnu), vanalegar, strikaðar innihurðir af flestum stærðum og allskon- ar lista til húsbygginga. Trygging fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið^verð, er að versla við V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír cg ritföngum Sólaleðri og skósmíðavörum. Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur, Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. í fjelagið og til þess ætlast, að hún yrði samtímis birt á íslandi, þótt far- ist hafi það fyrir vegna samgöngu- erfiðleikanna. Stóð til að áskorun þessi væri undirrituð af fjölda manna úr öllum stjettum auk stjórnenda fje- lagsins. Áskorunin er á þessa leið: Nokkrir Danir og íslendingar, sem búsettir eru i Danmörku, hafa stofnað fjelag, er nefnist „Dansk- islandsk Samfund" (dansk-íslenska fjelagið). Tilgangur fjelagsins er að breiða út þekkingu á íslandi hjá hinni dönsku þjóð og þekkingu á Dan- mörku hjá hinni islensku. Fjelagið mun leita samvinnu við fjelög með líku markmiði á íslandi og annar- staðar á Norðurlöndum. Verkefni fjelagsins er: a) að auka fræðslu um ísland í Danmörku og um Danmörku á ís- landi, svo sem með blaðagreinum, kenslu i skólum, útgáfu fræðandi smárita og bóka, — með því að stofna til kynnisleiðangra til fs- lands frá Danmörku og ef til vill einnig frá íslandi til Danmerkur og með því að gangast fyrir send- ingu danskra fyrirlestrarmanna til íslands og íslenskra til Danmerkur. Fjelagið vill einnig vinna að því, að þekking og lestur íslenskrar tungu aukist í Danmörku. b) að stuðla að því, að íslend- ingar í Danmörku kynnist betur en áður högum Dana, einkum i land- búnaði, svo sem við lengri eða skemri dvalir úti um sveitir þar, ef til vill einnig með því að reynt sje að koma á námsskeiðum handa ís- lendingum við lýðháskóla o. fl. því um líku. Einnig með því að leið- beina íslendingum, sem kynnu að leita mentunar og atvinnu í Dan- mörku, svo og Dörium á fslandi. Vjer undirskrifaðir skorum hjer með á rnenn, að þeir gangi í „Dansk-islandsk Samfund“, til þess að styðja starfsemi þess í þá átt að efla viðkynningu hinna dönsku og íslensku þjóða. Fjelagagjaldið er 2 krónur. Þeir sem vilja ganga í fjelagið, snúi sjer til undirritaðra. í stjórninni: Aage Meyer Benedictsen, rithöfundur. Frú Astrid Stampe Feddersen, Finnur Jónsson, Arne Möller, prófessor. sóknarprestur. Alfred Poulsen, Jón Sveinbjörnsson, lýðháskólastjóri. kmjkr., cand. jur. Tuliníus, ísl. kaupmaður. Ekki ætti það að vera neitt áhorfs- mál fyrir oss íslendinga, að taka vel i fjelagsstofnun, sem gerð er af jafn- góðurn hug i vorn garð og þessi. Eru það þvi vinsamleg tilmæli mín til ís- lenskra blaða að prenta ofanritaða á- skorun og vekja athygli lesenda sinna á fjelaginu. Vjer höfum verið þakk- látir íslandsvinafjelaginu þýska fyrir góðgirni þess í vorn garð. Ætti oss ekki að vera minni þökk á fylgi góðra manna í Danmörku og styrkur að að því. Hvað sem annars úr fram- kvæmdum fjelagsins verður, þá er það víst, að meðan sambandið helst rnilli landanná, er báðum þjóðunum, Dönum og íslendingum, það fyrir bestu, og það gangi svo vel og á- nægjulega, sem kostur er á. En skil- yrðið fyrir því er, að samúð og bróð- urhugur sje ríkjandi á báðar hliðar. Fjelagið er áreiðanlega spor i þessa átt. Ekki er það heldur ólíklegt, að íjelagið, sem væntanlega yrði kunn- ugt högum vorum og hugsunarhætti, gæti orðið til þess að eyða ýmsum misskilningi, sem annars yrði deilu- efni. Að lokum mundi mörgum um- komulitlum íslendingum, sem fara til Danmerkur, mikill stuðningur að leiðbeiningum fjelagsins, hvort sem þeir leita þangað til náms eða í öðr- um erindum. — Þeir, sem kynnu að vilja gerast fjelagar, geta snúið sjer til undirrit- aðs. Jón Helgason. Þegnskylduvinnan. Athugasemdir við fyrirlestur Her- manns Jónassonar. Fyrirlestur H. J. urn þegnskyldu- vinnuna, er hann flutti nokkrum sinn- um í Reykjavík í vetur, birtist nú lítið breyttur í siðasta hefti Skirn- is nýútkomnu. Þar sem nokkrum skeytum er beint til mín í þessari ræðu, finst mjer ekki ótilhlýðilegt að svara fáurn orðum, þótt þess gerist í rauninni ekki þörf. Þessi fyrirlestur er hvorki betri nje verri en fyrirlest- ur Matth. alþm. Ólafssonar, er birtist i Lögrjettu og gerðar hafa verið ó- hrekjandi athugasemdir við; fagur- lega ofinn vefur. hjá báðum, úr hald- lausum ‘þræði; yfir höfuð farið eins vel með ótækt efni og kostur er. Eins og búast mátti við, fer ræðu- maður litið út í það, hvort heldur vinnan eigi að vera til beinna nota fyrir landssjóðinn eða til lærdóms fyr- ir þátttakendur, hann er auðsjáanlega „i hvatvet'na b ú i n n“. Þó segir hann, að sjer sje fyrir mestu að þegn- skylduvinnan veiti þátttakendum sem mesta verklega og andlega menning. Reikninguriim. Maður skyldi ætla, að H. J. myndi geta gert sjer það ljóst, að með þegn- skylduvinnunni skapast enginn vinnu- kraftur í landinu. Munurinn er sá, að vinnulýðnum verður safnað saman og löggjöf og landsstjórn á að fá yfir- ráð yfir því, hvar unnið verður þenn- an lögákveðna tíma. Hermann skellir vitanlega algerlega skiolleyrum við því þó honum sje bent á það, að minna verði unnið annarstaðar, vinn- an dragist með þessu frá heimil- unum, einmitt þaðan, sem hún síst má missast. Þessi yfirsjón meðhalds- manna þegnskylduvinnunnar leiðir þá út í alls konar bollaleggingar um á- gæti þessarar undrunarverðu uppá- stungu. Setur Hermann upp reikning, sem hann er auðsjáanlega ■ töluvert hreykinn af; get jeg ekki stilt mig um að taka hjer upp þetta einkenni- lega sönnunargagn fyrir ágæti þegn- skylduvinnunnar; það þurfa sem flestir að sjá, hvernig reikningurinn verður hjá Hermanni sjálfum. Hann gerir ráð fyrir að 750 manns vinni á ári hverju i 12 vikur, mun sú tala vera nærri lagi. Þess- um mönnum vill hann svo skifta til helminga og láta hvorn helming eða 375 manns vinna á sama tíma, annan fyrri hluta en hinn síðari hluta sum- ars. Til þess að stýra þessum hóp ætlar hann 9 verkstjóra, en til flutn- inga, matreiðslu og annara starfa og snúninga ætlar hann 21 mann. Lands- sjóður þarf því að fæða 405 manns i 24 vikur eða 168 daga; reiknar hann fæðið 1 krónu á mann. Verkstjórun- um ætlar hann 6 kr. kaup á dag, en þessum 21 starfsmönnum 3 kr. Þá gerir hann áætlun um fyrningu og viðhald áhalda og hesta og vexti af , andvirði þeirra, setur hann það 20802 kr. og fær með því út hin árlegu út- gjöld landssjóðs við þegnskylduvinn- una 108000 kr. Þessi tala er nú að visu 498 kr. of lág, sú skekkja hefur orðið á útreikningi á launum verk- stjóra og starfsmanna, en það hefur minst að segja, því að það er rniklu „meira blóð í kúnni“; hann gerir t. d. ekki ráð fyrir neinum skrifstofu- kostnaði nje styrk til ferða vinnulýðs- ins. Þá kemur tekju megin vinna 375 manna í 144 daga, 8 stunda vinna á dag og 2 kr. dagkaup auk fæðis, verð- ur þetta 108000 kr. Eftir þessum reikningi Hermanns eiga tekjurnar af þegnskylduvinnunni cg útgjöldin við hana að standast á. Þessa niðurstöðu á reikningunum er Hermann auðsjáanlega ánægður með. Hann talar ekkert um það, að vinna þessa fólks hefur að öllu leyti gengið í sjálfa sig, kostnaður og ábati stenst á fyrir landssjóðinn, en alt þetta fólk hefur á sama tíma verið tekið frá vinnu annarstaðar, þar sem . vinna þess hefði verið arðberandi; verður hún með engu móti reiknuð til lægri fjárhæðar ep, landssjóði var reiknuð hún. Með þvi að 'nota reikn- ing Hermanns, nemur vinnutapið i landinu 108000 kr. árlega, ef þegn- skylduvinnan verður lögleidd, jafnvel þótt henni verði hagað svo, að lands- sióður geti haft hennar npkkurn veg- inn full not, hvað þá ef farið yrði að fylgja lærdómsstefnunni út í ystu æsar. Sanngjarnt væri að reikna þetta vinnutap mun hærra, bæði vegna tímatafar við ferðalög og vegna þess, að vinnan mundi, þegar til fram- kvæmdanna kæmi, verða int af hendi um hábjargræðistímann og þá er 2 kr. dagkaup of lítið fyrir fult dags- verk. En allri þessari miklu fjárhæð mun Hermann álíta vel varið fyrir þá menningu, er vinnist við þegnskyldu- vinnuna. Sumaraukinn nýi. Þingið gerði ráð fyrir því, að þegn- skylduvinnan stæði yfir 12 vikna tíma og út frá því gengur Hermann og aðrir, sem um málið hafa ritað síðan, en hann hefur nú stungið upp á því að skifta vinnulýðnum til helm- inga og láta vinna í 24 vikur yfir sumarið, þetta gerir kostnaðarreikn- inginn miklum mun lægri en ella mundi. Hermann gengur sjálfur út frá því, að unnið verði að vegagerð og ýmis konar jarðyrkjustörfum, eða með öðrum orðum að þeim störfum, sem nær því er ógerlegt að vinna nema á meðan jörð er þíð; hvernig getur hann þá talað um 24 vikna vinnutíma sem almennan á ári hjer á landi? Manni sunnan af Balkanskaga hefði verið trúandi til þessa ókunn- ugleika en ekki Hermanni Jónassyni.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.