Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.05.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 03.05.1916, Blaðsíða 2
76 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út ó hverjum miS- vikudegi og auk þess aukablöð viS og viS, minst 60 bliil alls á ari. Verð 5 kr. árg. á lslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júli, sem fengist hefur viS búskap, aS hlaupamenn eru lítiS betri en engir menn til fjárgeymslu. Sitt er á hverj- um staS sjerkennilegt, bæSi hey, úti- gangsbeit, hættur og landslag, sem veldur því, aS vana menn og kunnuga þarf til verkanna, svo aS þau verSi unnin í 1 a g i. Bóndinn getur ekki slept ókunnum mönnum viS fjár- geymsluna, nje heldur lítt kunnum. Hann kýs þá heldur aS vinna störfin sjálfur, heldur en taka verkamenn, sem kosta töluvert annars vegar, en spilla afrakstri fjárins hins vegar, meS viSvaningsháttum, og þurfa stöS- uga tilsjón og tilsögn. ÞaS tjáir ekki aS segja sem svo: Vitsmunamenn bændastjettarinnar verSa aS finna þaS fyrirkomulag, sem báSum verSi aS góSu — bónda og vinnumanni. Bændur hafa boSiS a 11 sem þeir geta til samkomulags; tíma um sláttinn, hlunnindi meS kind- ur eSa hest, hátt kaup, gott atlæti, góSan viSurgerning. En ekkert hrekk- ur tií. „Frelsisþráin" hamlar. — Þeg- ar svo hátt er goldiS kaupiS, aS víst er, aS lausamenska gefur ekki betri kjör, nje svo notasæl til fjár, sem vinnumenska, þá segja ungu menn- irnir: Jeg þoli ekki ófrelsiS, jeg vil vera herra sjálfs mín, vera óháSur. Svo hlaupa þessir óháSu menn í sjálfræSiS og reýna þaS — koma svo ef til vill eftir fáein ár og vilja þ á'fá jarSnæSi, sem ekki er til. ÞaS g æ t i veriS til, segja jafnað- armennirnir, ef landinu væri skift til jafnaSar, tekiS af stóru jörSunum og þeim, sem afgangs hafa landrými, eSa landspildur vel fallnar til ræktunar, og fengiS í hendur landlausa lýSnum til yrkingar og eignar eSa þá til erfSa- íestu. Þeir segja þaS og fullyrSa. Eina frelsið, sem bændur hafa. Eina frelsiS, sem bændur hafa nú í sálfsmensku sinni, er þaS frelsi, sem 1 a n d r ý m i S veitir. VinnubrögSin eru svo mikil og látlaus vegna vinnu- fólkseklunnar og krafanna, sem á búunum hvila úr öllum áttum, aS bændastjettin strýkur ekki um frjálst höfuS í sínum eigin húsum. Von er þó aS bændur vilji ekki afsala sjer eina frjálsræSinu, sem þeir eiga kost á — frjálsræSi landrýmis- i n s. Allir, sem kunnugir eru í sveit, vita þaS, hve ilt er aS vera í þröngbýli meS skepnur sínar, nema alt sje hólf- aS sundur meS girSingum. Búfje gengur saman og til meins nágrönn- unum. Af því leiSir sundurþykkja og úlfúS. Hins vegar er hætt viS, að unglömb — vorlömb — villist und- an ám, tvílembingar, þegar fje geng- ur saman af bæjum. Veldur sá glund- roSi tímatöf, tjóni og ergi. Þessa á- rekstra vilja menn forSast, ef þess er kostur. Og landrýmiS varnar þeim árekstrum betur en flest annaS, þar sem þaS er til. Bændum þykir samvinnuþýSleiki vinnulýSsins ekki svo mikill, aS þeir geti veriS aS brjóta sig í mola fyrir hann, á sviSi landskiftingarinnar. Og þaS er vorkun. Sjálfkrafa skifting jarðanna. JörSunum er nú annars skift VÍSa um land, eSa svo er þaS, þar sem jeg þekki til — sú skifting verSur í raun rjettri sjálfkrafa — á þann hátt, aS feSur skiftu jörSinni meS börnum sín- um. Margir bændur, sem setiS hafa á vansetinni jörS, vegna fólkseklunn- ar, hafa haldiS dauSahaldi nálega í jörSina, til þess aS hafa vald á henni handa börnum sínum. Þessi skifting eykst í sífellu. Og hún er eSlileg. Þörfin fyrir víSáttumikla búfjárhaga eykst eftir því sem búendum fjölgar á þennan hátt. Fjáreignin er nú mest orSin í ám. Og sú mikla mergS, sem stöSugt fer nú vaxandi, krefur þess, aS bithaginn minki ekki, sem hverri jörS tilheyrir. Þörf og þrá sauðskepnunnar. GuSm. læknir Hannesson hefur rit- aS um nýbýlamáliS í BúnaSarritiS og víSar. Áhugi hans um þaS mál er þakkar verSur. Hann gerir áætlun um, ' hve stórt svigrúm kindin þurfi til beitar um áriS. Jeg hef ekki áætlun , hans viS hendina. En jeg man það, aS mjer þótti hann ætla kindinni of lítiS land, langt of lítiS. Sumir kunna aS brosa aS þessari röksemdafærslu og segja: Þó aS þú segir þetta, aS þjer þ y k i áætlun hans of naum, þá er þaS engin rök- semd. — En jeg er þó vanur fjár- geymslu um meSal-mannsaldur, og reynslan er ólygin. Hún segir mjer þá frjett, aS sauSkindin er undarlega frelsisgjörn og ber í sjer mikla útþrá. Hún unir illa því, aS vera setin. Og girSingar hatar hún „af allri sál sinni". Hún vill rása um viSáttu, leita fyrir sjer um matföng og velja úr mörgum rjettum þaS besta. Ef hún fær ekki þennan vilja sinn, fyllist hún ólund og gerir ekki þaS gagn, sem hún annars getur gert —¦ í frjálsræSi og landrými. Af þessum sökum er þaS ljóst, aS sauSfjáreigendur heimta landrými. Fari svo aS flestar jarSir fóstri tvö bú eSa þrjú, eins og nú er algengt i Þingeyjarsýslu t. d.,þá er landinu full- boSiS —¦ nema öllu verSi bylt um og kýr settar á ræktaS land en sauSfjenu útrýmt. Gæði afrjettanna. En þá mundu gæSi afrjettanna verSa fánýt. Eins og nú hagar til at- vinnurekstri bændanna, er máttar- stólpi hans og undirrót í afrjettar- gæSunum. Þar tvöfaldast verSgildi fjárins á tveim mánuSum ársins. Nautpeningur fær svo sem enga í- aukning verSmætis síns undir beru lofti, t. d. geldneyti. Þeim þarf aS tigla til á innigjöf. Af þessum orsök- um er sauSfjárræktin miklu afnota meiri í landgæSahjeruSum og fýsi- legri. Ný samgöngutæki og verslunar- sambönd kunna aS geta breytt þessu. En bændur geta auSvitaS ekki grund- vallaS búsýslu sína á spádómum, sem ókominn tími á eftir aS leysa úr, eSa staSfesta. Hvað er þá hægt að gera fyrir nýbýlamennina ? Þeirri spurningu mundi verSa beint til mín og vonast eftir svari. Jeg hef nú svaraS spurningunni aS sumu leyti. Skifting jarSanna er komin á rekspöl og hún heldur áfram í sama horfi meðan jarSirnar vinnast til þess, skifting milli sifjaliSs. Þá eru eySibýli forn í afdölum og heiSalöndum, sem nærri liggja sveit- um. Á þessum stöSum má byggja, ef lánshjálp er veitt til þessa landnáms. ÞaS ætti landssjóSur aS gera, eSa þá FæktunarsjóSurinn. RæktunarsjóSurinn langt um held- ur. Engin ástæSa til aS brytja þann sjóS niSur og smáagna hann til verS- launa fyrir unnin jarSabótastörf. Þau verSlaun lenda mestmegnis í hönd- um efnabænda, sem bæSi g e t a gert endurbætur sín^r verSlaunalaust, og haldiS þeim áfram, og hins vegar liafa oft og tíSum fengiS upp í hend- urnar erfSafje til stuSnings sjer, eSa þá góS jarSnæSi. Þeim mönnum þarf ekki aS hjálpa, sem eru sjálfbjarga eSa þá betur en svo. En hinum þarf aS veita hjálp til aS rísa á legg, sem ekki geta komiS fyrir sig fótunum. VerSlaun fyrir jarSabætur og smjör- gerS ættu einnig aS falla niSur. ÞaS fje skyldi alt ganga til þess aS fjölga býlum í landinu og bændum. Sú skifting jarSanna, sem fer fram aS frjálsum vilja bændanna og gerS er fyrir ættlegginn — hún mun gef- ast vel. Aftur á móti hefur hin skift- ing jarSanna allmikla annmarka, sú skifting, sem löggjafarvaldiS kynni aS skipa fyrir um og s k y ] d a bænd- urna til meS lögum. Jeg á viS það, aS komiS hefur til tals aS setja lög um þetta efni, sem ákveSa skiftingu jarSa, þeirra, sem allstórar eru, til þess aS stofna nýbýli. SumstaSar hag- ar svo til, aS vel mætti taka af jörS- um meS lagaboSi, þar sem miklar graslendur bíSa eftir vatnsveitingu, sem gera mundi þær enn meiri og betri, og þar sem væri vel falliS til túngræSslu í landinu. Mætti leggja þaS mál undir ráSanaut BúnaSarfje- lags íslands, ásamt sýslubúfræSingi og t. d. hreppstjóra í þeirri sveit, sem uni væri aS ræSa —¦ hvort sú jörS skyldi teljast aflögufær til nýbýlis eSa ekki, sem tiltal væri um aS skifta. Hugsanlegt er aS nýjar vatnsveit- ingar i stærri stíl, t. d. á SuSurlandi og í SkagafirSi, opni nýja útsýn til nýrra landnáma. En fyrst er aS byggja upp þær jarS- ir, sem nú eru í auSn, en búiS hefur veriS á í manna minnum. Og til þess ætti aS hjálpa meS lánveitingum og styrk og þá hjálp á löggjafarvaldiS, þ. e. a. s. fjárveitingarvaldiS, aS bjóSa fram og leggja á borSiS. Landskjörid. „Vestri" frá 6. apríl segir um lista Heimastjórnarmanna: „Þar er fyrstur Hannes H a f-* s t e i n. Hann er nú tvimælalaust reyndasti stjórnmálamaSur íslands, þegar alls er gætt, og þvi sjálfsagSur til þess aS taka sæti í 'efri deild þings- ins. AS þingmannskostum er hann og flestum íslendingum fremri og sam- einar flest þaS, er góSir stjórnmála- menn þurfa aS hafa sjer til ágætis. — Eins og sjálfsagt er um þá menn, er standa í fylkingarbrjósti, hefur H. H. átt bæSi meShalds og mótstöSumenn. En sú hefur oftast orSiS reyndin á, aS mótstöSumenn H. Hafsteins hafa af reynslunni sannfærst um, aS hans ráS voru heilladrýgst og tillögur hans heppilegastar fyrir framgang og úr- lausn málanna, og þessu hefur jafnan fylgt hyggileg framkvæmd studd ör- uggum vilja. Má benda á afskifti H. Hafsteins af ritsímamálinu, fánamál- inu — og nú síSast stjórnarskrármál- inu, sem öll hafa í höfn komist, aS meira eSa minna leyti fyrir hans full- tingi. Og vafalaust munu þessar vörSur, sem H. H. hefur reist sjer, nægja til þess, aS nafn hans sameini fleiri Is- lcndinga undir merki sitt, en nokkurs annars manns í landinu. Annar maSurinn á listanum er GuSmundur Björnson land- læknir. Hann hefur nú setiS á öllum þingum síSan 1904, nema 1909 og 1911. GuSmundur landlæknir er aS allra dómi einhver fjölhæfasti gáfu- maSur landsins, langsýnn og víSsýnn stjórnmálamaSur; frjálslyndur út í ystu æsar og alveg laus viS þá logn- molluværS, sem oft hefur einkent hina hærri embættismenn okkar, en sí- hugsandi um landsins gagn og nauS- synjar, enda mörgu og miklu komiS í framkvæmd. — G. B. er einn þeirra manna, sem er í ýmsu á undan sinni samtíS, og hefur því sætt andmælum margra og þykir ef til vill eigi svo athugull sem skyldi. Hann sameinar þaS flestum betur aS vera stórhuga hugsjónamaSur og verklegur fram- kvæmdamaSur. Á milli þessa liggja ýms smáatriSi, sem margir þeirra manna, „sem lýti sjá viS sjerhvert eitt, en sjálfir aldrei gera neitt" hengja hatt sinn á. — En í þessu máli á smá- munaseminni aS vera vikiS um reit. Og í G. B. landlækni er svo mikiS spunniS, aS smávægilegar aSfinslur viS hann sem þingmann mega ekki koma til greina. ÞriSji maSurinn er G u S j ó n GuSlaugsson kaupfjelagsstj. á Hólmavík. Hann kom fyrst á þing ár- iS 1893 og sat þá samfleytt á þingi til 1907, og aftur á þingunum 1912— 1913. Hjer er enginn óreyndur flysjungur á ferSinni, heldur gamall og reyndur þingmaSur, sem fengiS hefur ágætis- orS alla sína þingtíS, og mesti áhuga- maSur um öll þjóSmál og fylgir þeim málum fast fram, sem hann hefur tekiS aS sjer. Hann hefur og átt frumkvæSi aS ýmsum merkum nýmælum, er síSar hafa orSiS aS lögum, meSal annars ræktunarsjóSslögunum, sem hann var frumhöfundur aS, þótt aSrir flyttu frumvarpiS á þinginu, og gaddavírs- lögunum, sem mættu mótspyrnu fyrst í staS, en hafa síSan veriS lofuS aS maklegleikum. GuSjón sameinar þaS fiestum þingmönnum fremur, aS hann er bæSi fulltrúi sjávarútvegs og land- búnaSar, þar sem hann hefur veriS búsettur í því hjeraSi, þar sem báSir þessir atvinnuvegir eru reknir meS góSum árangri. Allra manna duglegastur var GuS- jón aS knýja fram fjárbeiSnir síns kjördæmis, og áreiSanlega er enginn á hinum listunum, sem þekkir jafn vel þarfir og kröfur VestfjarSa og hann. Eftir frjettum og undirtektum manna í öllum landsfjórSungum má gera sjer góSar vonir um, aS þeir þrír menn, sem nefndir hafa veriS, nái kosningu. Enda er þaS sannast sagt, aS landsmenn mega v e 1 viS þaS una. En auk þess getur og vel skeS, aS 4. maSur á listanum, B r í e t B j a r n- 1; j e S i n s d ó 11 i r, fljóti inn líka, ef konur sameina sig nokkurn veginn. BESTA FERMINGARGJÖFIN er í ár eins og endrarnær góS bók. Af bókum eru bestar gjafir: íslands- saga Jóns Jónssonar, kr. 4.50, eSa Úr- valsljóS Matth. Jochumssonar, kr.4.50. Bækurnar fást hjá öllum bóksölum í ----- bænum. ----- Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Sálin vaknar, hín nýja saga Einars Hjörleifssonar, fæst hjá öllum bóksölum. VerS innb. kr. 4.00, í kápu 3.00. Aðalútsala í Bankastræti 11. Þór. B. Þorláksson. HvaS sem segja má um Br. B., þá er þaS víst, aS hún hefur einna mest stjórnmálavit af íslenskum konum, og engin þeirra hefur int nándar nærri jafn mikiS starf af hendi í þarfir kvenrjettindamálsins og hún. Hún tal- aSi, meSan aSrar konur þögSu, ýtti viS þeim og hvatti til þess aS heimta sinn rjett. Fimti maSurinn á listanum, S i g- urjón FriSjónsson, er alkunn- ur vitsmunamaSur, prýSisvel ritfær og áhugasamur um stjórnmál.. Hinir bændurnir eru allir meira og minna kunnir sem merkisbændur, og hafa gegnt fleiri og færri trúnaSar- störfum hver í sínu hjeraSi." Háseta-verkfall á ísl. botnvörpungum. Nú um mánaSamótin gerSu háset- ar á botnvörpungunum hjer verkfall, gengu í land f rá skipum, sem þá voru hjer inni og tilbúin voru til útferSar á veiSar, en af öSrum gengu þeir jafnframt og þau komu inn. Tilefn- iö var svohljóSandi samþykt, sem gerS hafSi veriS á fundi Hásetafje- lagsins 27. f. m.: „Þar eS þeir tímar eru úti meS aprílmánuSi, er samiS hefur veriS um fast verS á lifur viS útgerSar- menn, ályktar fundurinn aS allir fje- lagsmenn skuli tafarlaust ganga i land af togurum, fáist ekki lögskráS samkvæmt lögum Hásetafjelagsins." Fyrirmælin í lögum Hásetafjelags- ins, sem hjer mun vera átt viS, eru svohljóSandi: „Enginn f jelagsmaSur má láta skrá- setja sig á togara fyrir minna kaup en hjer segir: 75 kr. um mánuSinn og 'fæSi, ennfremur alla lifur, sem skiftist jafnt milli skipstjórans, stýri- mannsins, bátsmannsins og hásetanna. Skal þaS vera 4 valdi skipstjórans, hvort matsveinn er ráSinn upp á lifr- arhlut eSa ekki. Lifrin sje seld hæsta verSi, sem unt er aS fá, án tilhlutunar frá útgerSarmanni, sem þó eigi kost á aS kaupa lifrina hæsta verSi, er aSr- ir bjóSa." Nú er til samningur milli útgerSar- roanna og Hásetafjelagsins um lifrar- verSiS, gerSur 16. febrúar síSastliSinn vetur, og er hann svohljóSandi: „Á sameiginlegum fundi, er viS undirritaSir stjórnarmenn í Fjelagi ís- lenskra botnvörpuskipaeigenda og Hásetafjelags Reykjavíkur höfum átt meS okkur i dag, höfum viS sam- iS svo um, aS hásetunum á botnvörpu- skipum og öSrum þeim, sem lifrar- hlutur ber, skuli greitt fyrir hvert fat lifrar, sem fult er og í land er flutt, kr. 35.00 — þrjátíu og fimm kr. —- um næstkomandi tvo mánuSi, mars og apríl, en eftir þann tíma skal lifr- arverSiS vera hiS almenna, sem borg- aS er í Reykjavík, nema stjórnir beggja nefndra fjelaga komi sjer saman um fast verS til þess tíma, er síldveiSi hefst í júlímánuSi." Undir þennan samning hafa skrif- aS fyrir hönd botnvörpueigenda Th. Thorsteinsson, Thor Jensen, Jes Zim- sen og Aug. Flygenring, en fyrir hönd Hásetafjelagsins B. J. Blöndal, J. S. HúnfjörS, Jón Bach og G. B. Krist- jánsson. Enginn efi getur leikiS á því, aS þessi samningur er enn í gildi, nje hinu, aS i honum sje ákveSiS, hvernig lifrin skuli borgast hásetum fram i júlí í sumar. En nú um mánaSamótin verSur sú breyting á, aS fasta 35 kr. verSiS stendur ekki lengur. Tilgang- urinn meS samþykt Hásetafjelagsins 27. f. m. virSist eiga aS vera sá, aS fá framvegis, eins og áSur, fast verS á lifrina. Samkomulagsmál gat þetta veriS milli útgerSarmanna og Háseta- fjelagsins samkvæmt samningnum. En HásetafjelagiS fer út fyrir samn- inginn, þar sem þaS i tilefni af atriSi, sem áSur er um samiS, heimtar verk- fall af f jelagsmönnum, ef eigi sje full- nægt nýju skilyrSi. Lögr. veit ekki, hvaS gengiS hefur á undan fundar- samþykt Hásetafjelagsins, eSa hvaSa fastaverS þeir hafa hugsaS sjer á lifrinni framvegis, og því er engan veginn svo variS, aS deiluatriSin sjeu skýr og ákveSin. ÞaS eru, meira aS segja, engin bindandi ákvæSi til um þaS, hverjir sjeu eigendur lifrarinn- ar í afla botnvörpunganna, hvort heldur útgerSarmenn eSa skipverjar. En þaS er gömul venja, aS skipverj- ar hafi lifrina. Hásetarnir vilja fá þaS fastákveSiS, aS lifrin sje þeirra eign, en útgerSarmenn hafa ekki viljaS játa því, en hins vegar hafa þeir ekki gert neinar tilraunir til þess aS rifta venj- unni og svifta háseta lifrarpeningun- um. í samningnum frá 16. febr. er ekkert talaS um, hvort hásetar geti selt öSrum en útgerSarmanni sínum lifrina, en í lögum Hásetafjelagsins er gert ráS fyrir, aS þeir geti þaS, en útgerSarmanni áskilinn forkaups- rjettur. GangverS lifrartunnunnar kvaS hafa veriS nú um tíma aS und- anförnu 60 kr.; svo aS útgerSarmenn hafa grætt vel á lifrinni enda þótt þeir hafi borgaS hásetunum 35 kr. fyrir tunnuna. Eftir því sem rjettorSur maSur, sem þessum málum er kunnugur, hef- ur sagt Lögr., þá hefur þaS frá upp- hafi botnvörpungaútgerSarinnar ver- ið venja, aS skipverjar skiftu milli sín lifrinni úr aflanum, án þess aS nokkru sinni hafi veriS um þaS sam- iS milli þeirra og útgerSarmannanna. Venjan kvaS vera tekin eftir Englend- ingum. Alt fram aS siSastl. ári var HfrarverSiS stöSugt, eSa lítt breyti- legt, um 10 kr. á tunnunni, eSa þar um bil. En í fyrra hækkaSi þaS upp í 18 kr. Þegar „Mars" botnvörpung- ur fór aS afla fyrir bæinn í fyrra, síSari hluta árs, borgaSi útgerSarfje- lagiS skipsmönnum 40 kr. fyrir lifrar- tunnuna. LýsiS hafSi þá hækkaS svo mikiS í verSi. Frá byrjun þessa árs hefur hásetum veriS borgaS fyrir lifr- j ina miklu hærra verS en aS undan- | förnu, og meS samningnum frá 16. febr., sem áSur er getiS um, er verS- iS fastsett 35 kr. til aprílloka. Lifr- arpeningarnir eru nú orSnir miklu meiri upphæS en sjálf hásetalaunin. MánaSarlaun háseta á botnvörpung- um kvaS vera 75—125 kr. auk fæSis. En lifrarpeningarnir eru sagSir vera til jafnaSar 10—12 kr. á dag, eSa 300—400 kr. á mánuSi, og jafnvel dæmi til þess aS þeir hafi orSiS hjá einstaka manni fullar 500 kr. á mán- uSi. Þetta eru há laun. En vinnan er sögS erfiS, einkum svefntími oft lítill og óákveSinn.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.