Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 03.05.1916, Síða 4

Lögrétta - 03.05.1916, Síða 4
78 LÖGRJETTA Efiinlmgsreiknlnffur 1. ílokks veðdeildar Landsbankans 31. desbr. 1915. E i g n i r: Kr. au. Kr. au. Skuldir : Kr. au. Kr. au. I. Skuldabréf fyrir lánum • • • • • • « 1131194 23 1. Bankavaxtabréf í umferð ... ••• ••• ••• 1329500 00 2 Ógoldnir vextir og varasjóðstekjur: 2. Ógreiddir vextir af bankavaxtabréfum a. Fallnir í gjalddaga 6494 65 a. Fallnir í gjalddaga 2594 25 b. Ekki fallnir í gjalddaga 15056 10 21550 75 b. Ekki fallnir í gjalddaga 29913 75 32508 00 3- Inneign hjá bankanum • • • • • • • 325401 25 3 Mismuuur, sem reikningslega tilheyrir varasjóði: a. Þar af í ógoldnum vöxtum og varasjóðstekjum, sbr. eignalið 2 21550 75 b. Innborgaðar varasjóðstekjur ... 94587 48 116138 23 Krónur: 1478146 23 Krónur: 1478146 23 Kíimliag’S] reikning'ur 2. flokkn veðdeildar Landisbankans 31. desbr. ll)ir». E i g n i r: Kr. au. Kr. atj. Sku 1 d i r : Kr. au. Kr. au. 1. Skuldabréf fyrir lánum • ... ••• 2105052 63 I. Bankavaxtab éf í umferð ••• ••• ••• 2299900 00 2. Ógoldnir vextir og varasjóðstekjur: 2. Ógreiddir vextir af bankavaxtabréfum: a. Fallnir í gjalddaga 9834 43 a. Fallnir í gjalddaga 351 OO b. Ekki fallnir í gjalddaga 26160 76 35995 19 b. Ekki fallnir f gjaldda 51747 75 52098 75 3 Húseign lögð deildinni út: 3. Til jafnaðar móti eignalið 3 1593 51 Eftirstöðvar láns til veðdeildarinnár 1969 79 4. Mismunur, sem reikningslega tilheyrir að frádregnum: varasjóði: tekjum frá f. á. ... kr. 226 28 a. Þar af í ógoldnum vöxtum og tekjum 1915 ... — 150 00 376 28 1593 5i varasjóðstekjum, sbr. eignalið 2 35995 19 4- Inneign hjá bankanum . ... ... 284461 19 b. lnnborgaðar varasjóðstekjur 37515 07 73510 26 Krónur: 2427102 52 Krónur: 2427102 52 Efnahagsreikningur 3. flokks veödeildar Landsbankans 31. desbr. 1915. Eignir: Kr. au. Kr. au. Sk uI d ir: Kr. au. Kr. au. 1. Skuldabréf fyrir lánum •• ••• •• 2585916 55 1. Bankavaxtabréf f umferð • • • • t • • 2742800 00 2. Ógoldnir vextir og varasjóðstekjur: 2 Ógreiddir vextir af bankavaxtabréfum: a. Fallnir f gjalddaga 13871 08 a. Fallnir f gjalddaga 416 25 b. Ekki fallnir f gjalddaga 32194 72 46065 80 b. Ekki fallnir f gjalddaga 61713 00 62129 25 3- Inneign hjá bankanum 220316 90 3 Mismunur, sem reikn’ngslega tilheyrir varasjóði: a. Þar af f ógoldnum vöxtum og varasjóðstekjum sbr. eignalið 2 46065 80 b. Innborgaðar varasjóðstekjur 1304 20 47370 00 Krónur: 2852299 25 Krónur. 2852299 25 Eínaliagsreikniiigur 4. íiokks veðdeildar Landsbankans 31. desbr. 1915. Eignir: Kr. au. Kr. au. S k u 1 d i r: Kr. au. Kr. au. I. Skuldabréf fyrir lánum • ••• ••• 424747 05 I. Bankavaxtabréf f umferð • •• • •• 427700 00 2. Ógoldnir vextir og varasjóðstekjur: 2. Ógreiddir vextir af bankavaxtabréfum: a. Fallnir í gjalddaga 15294 95 a. Fallnir f gjalddaga 177 75 b. Ekki fallnir f gjalddaga 4567 67 19862 62 b. Ekki fallnir f gjalddaga 9623 25 9801 00 3- Inneign hjá bankanum • • • • • • 1 7399 24 3- Mismunur, sem reikningslega tilheyrir varasjóði sbr. eignalið 2 14507 91 Krónur: 452008 91 Kronur: 452008 91 Leynilögreglusaga eftir A. CONAN DOYLE. VII. KAPÍTULI. Keraldið kemur til sögunnar. „Nú, jæja; nú skulum við þá setja okkur í spor Jonathans Smalls. Við skulum líta á málið frá hans sjónar- miði., Hann kemur til Englands i tvennum tilgangi: Hann vill ná aftur því, sem hann telur vera sína eign, og hann vill hefna sín á þeim manni, sem hefur gert honum rangt til. Hann fann hvar Sholtó átti heima, og getur meira að segja vel verið, að hann hafi haft kynni af einhverjum á heimili hans. Það er nú t. d. þessi Lal Raó, sem við höfum ekki sjeð. Frú Bern- stone gefur honum engan veginn góð- an vitnisburð. En Small gat ekki með nokkru móti fundið út, hvar fjársjóð- urinn væri falinn, því að enginn vissi hvar það var nema majórinn sjálfur, og svo þessi eini tryggi þjónn, sem þá var dáinn. Alt í einu frjetti Small, að majórinn lægi banaleguna. Æðis genginn af ótta við það, að leyndar- dómurinn við fjársjóðinn deyi út með manninum, þýtur hann af stað, kemst alla leið að glugganum hjá honum, og ekkert annað, sem aftrar honum frá að ryðjast inn en það, að synir hans eru báðir inni. En um nóttina brýst hann inn, fullur af hatri til þess dauða, leitar í öllum skjölum hans, hvort hvergi sje neitt að finna um felustaðinn, og rissar loks á blað merkið um að hann hafi komið. Hann hefur auðsjáanlega verið búinn að á- setja sjer, að ef hann dræpi ma- jórinn, þá skyldi hann skilja eitthvert slíkt merki eftir hjá líkinu, til þess að sýna, að hjer væri ekki um neitt venjulegt morð að ræða, heldur frá sjónarmiði fóstbræðranna fjögra rjettlætisverk. Allskonar slík undar- leg og einkennileg tákn eru mjög svo algeng í glæpasögum, og eru oftast ágætisleið til þess að finna glæpa^ manninn. Fylgist þjer með?“ , „Mjög vel.“ „Hvað gat Jónathan Small nú gert? Hann gat vitanlega ekkert gert annað en hafa leynilega gát á öllum tilraun- unum til þess að finna fjársjóðinn. Ef til vill hefur hann farið burt úr Eng- landi og komið að eins við og við þangað. Svo finst leyniherbergið, og hann fær strax vitneskju um það. Þar kemur enn eitt merki um, að hann hafi átt fjelaga á heimilinu. Jona- than sjálfur, sem gengur við trjefót, á ómögulegt með að komast upp í herbergi Bartholomews, svona hátt uppi. En hann tekur með sjer fjelaga, að vísu nokkuð einkennilegan,og hann yfirvinnur örðugleikana. En hann stígur ofan í kreósótið, og það verður til þess að Toby er hjer kominn og að læknir á hálfum launum með veik- an fót labbar sex mílur.“ „En það var fjelaginn en ekki Jóna- than, sem glæpinn drýgði.“ „Alveg rjett. Og líklega fremur á móti vilja Jónathans eftir því, sem ráða má af því, hvernig hann hefur hamast fram og aftur um gólfið, þeg- ar hann kom inn. Honum gat ekki verið neitt illa við Bartholomew Sholto, og mundi m'iklu fremur hafa kosið að binda hann fastan og fyrir mtinninn á honum. Hann kærði sig ekkert um að stinga höfðinu í dýra- boga. En nú er ekkert við því að , gera. Villimannseðlið hafði komið ( fram í fjelaga hans, og eitrið hafði verkað. Og þá var ekkert fyrir Jóna- | than Small að gera, nema skilja eftir ( miðann með orðinu, láta kistuna með fjársjóðnum siga ofan og síga sjálf- ur ofan á eftir. Svona finst mjer eðli- legast að alt hafi gengið til. En við- víkjandi útliti háns, þá hlýtur hann að vera miðaldra, og sólbrendur hlýt- ur hann aö vera eftir að hafa átt heima í öðrum eins ofni og Andaman- eyjunum. Hæð hans má sjá af skref- lengdinni, og við vitum að hann var skeggjaður. Einmitt það var það, sem fastast hafði læst sig í minni Thadde- usar Sholtos, þegar hann sá hann á glugganum. Fleiru man jeg svo ekki eftir.“ „En fjelaginn?" „Ekki er það neinn leyndardómur. En þjer munuð fá að vita um hann bráðum. En hvað blessað morgun- loftið er hressandi! Sjáið þjer, hvern- ig skýflókinn þarna þenst út eins og ógurlega stór fjöður af Flamingó. Nú slær eldrauðum bjarmanum af sól- inni á þokumökkinn yfir London. Hún skín á marga menn, en engan, það þori jeg að segja, sem nú er að vinna einkennilegra verk en við. En hvað við hljótum að verða litlir í okk- ar eigin augum með öllum okkar smá- smuglegu fýsnum og striti, þegar við finnum til nærveru voldugra nátt- úruaflanna! Eruð þjer vel að yður í Jean Paul?“ „Nokkuð. Jeg komst til hans gegn- um Carlyle." „Það var líkt því að elta lækinn upp að uppsprettunni. Hann segir eitt einkennilegt og fallegt. En það er, að sá sje mestur, sem best finnur hvað hann er lítill. Það sýnir sem sje mikla dómgreind og skilning, en það sýnir aftur göfugan hugsunarhátt. Það er margt heilnæmt hægt að læra af Richter. Þjer hafið vænti jeg ekki skammbyssu með yður?“ „Jeg hef stafinn minn.“ „Það er ekki ómögulegt að við kunnum á einhverju slíku að halda, ef við komumst í herbúðir þeirra. Jeg skal trúa yður fyrir Jónathan, en ef hinn vill eitthvað sýna sig illan, þá skal jeg skjóta hann til dauðs.“ Um leið og hann sagði þetta, dró hann upp skammbyssuna og hlóð hana með tveim skotum. Siðan rendi hann henni ofan í hægri jakkavasann. Allan þennan tíma höfðum við elt Toby eftir veginum. Það var nærri því líkara þvi að við værum hjer uppi í sveit, en vegurinn lá beint inn i borgina. Nú fórum við þó að koma i þjettbygðari götur og vinnumenn af ýmsu tægi voru komnir til verks síns. Konurnar voru að opna gluggana á húsunum og þvo' stigana i þeim. Á veitingahúsunum á götuhornunum var lifið að vakna, og drykkjurútarn- ir löbbuðu út og inn og þurkuðu af sjer á ermunum eftir að þeir höfðu vökvað sjer um fótaferðartimann. Hundar af ýmsum tegundum ráfuðu fram og aftur og góndu á okkur, þegar við fórum fram hjá. En Toby leit hvorki til hægri nje vinstri held- ur tritlaði áfram jafnt og þjett með trýnið niður við jörð og rak við og við upp dálítið gól, þegar lyktin varð sterkari. Við höfðum farið eftir Streatham, Brixton, Camberwell, og vorum nú staddir i Kennington-sundi. Það var líkast því að mennirnir, sem við vor- um að elta, hefðu af ásettu ráði farið eínlæga króka, líklega til þess að vekja sem minsta eftirtekt. Aldrei höfðu þeir farið eftir aðalgötu, ef hliðargata var nálæg, sem lá í sömu átt. Við endann á Kennington-sundi höfðu þeir beygt af til vinstri Jiand- ar eftir Bondstræti og Milesgötu. Þar sem Milisgata beygir inn i Knights- torg, stansaði Toby alt í einu, fór svo að ganga aftur á bak og áfram á víxl með annað eyrað spert upp en hitt lafandi, og var auðsjeð að hann vissi ekkert,hvað hann átti að gera. Síðan hljóp hann í hring og leit á okkur við og við, eins og hann vildi lesa út úr okkur, að við værum ekkert reiðir við sig, heldur hjálpuðum. „Hver fjandinn gengur að hundin- um?“ murraði Holmes. „Þeir hafa þó vænti jeg ekki farið að taka sjer vagn eða fljúga í loftinu.“ „Þeir hafa líklega stansað hjer dá- litla stund,“ sagði jeg. „Já, vitanlega. Hann er kominn af stað aftur,“ sagði kunningi minn, og honum ljetti mikið. Hann var vissulega kominn af stað, því að eftir að hann hafði ofurlitla stund snuddað og þefað, tók hann á- kvörðun og þaut af stað með miklu meiri látum og ákafa en nokkru sinni áður. Það leit út fyrir að lyktin væri miklu sterkari en áður, því að hann þurfti nú alls ekki að þefa af jörð- inni, heldur teygði hann á bandinu og vildi helst hlaupa í spretti. Jeg gat sjeð það á svipnum á Holmes, að hann bjóst við að ferðin væri brátt á enda. Við hjeldum nú eins og leið liggur niður eftir Nile Elms, þangað til við komum að Broderick og stóru trjá- geymslusvæðunum rjett hjá veitinga- húsinu „Hvíti örninn“. Þegar hingað var komið, stökk hundurinn með dæmalausum ákafa inn um hliðið inn á trjágeymslusvæðið. Þar voru smiðir farnir að vinna. Hundurinn ruddist áfram gegnum saghrúgur og hefil- spæni, ofan eftir dálitlum stíg, fyrir húshorn, milli tveggja staura, og end- aði loks með því að hann rak upp gelt og stökk fast að stóreflis ker- aldi, sem enn þá stóð á vagninum. Tungan lafði út úr Toby og augun blikuðu, þegar hann stóð við vagninn, og horfði á okkur til skiftis eins og hann byggist við að fá hrós. Staf- irnir í keraldinu og allur vagninn smitaði af dökkleitum, fitukendum vökva, og loftið var þrungið af sterkri kreósótlykt. Við Sherlock Holmes litum aula- lega hvor á annan snöggvast, en rák- um síðan upp skellihlátur. Besta fermingargjöf er hin nýja saga Einars Hjörleifssonar Sálin vaknar. Borás Sverige försálja i parti: Strumpor, förkláden, mössor, fárdig- sydda byxor af ylle och moleskin, skjorttor och kalsángar. Cyklar, Trá- tofflor och Turist sángar med flera andra artiklar. — Skrif efter prisupp- gift á de artiklar ni önskar. Telegr.adr.: Boréus, Borás, Sverige. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Nokkrar húseignir á góðum stöðum i bænum fást keypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kL 3—6 síðdegis. Broderna Boréns Borás Sverige önska köpa islands-ull och emotse offert med prof. Telegr.adr.: Boréus, Borás, Sverige. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.