Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.05.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 10.05.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti Vj. Talsími 178. LÖGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 22. Reykjavík, 10. maí 1916, XI. árg. Nýir vegir. Tillögur um fjárhagsmál landsins. Svo heitir lítill bæklingur nýútkom- inn, eftir BöSvar Jónssoh yfirdóms- lögm. á Akureyri, og mun vera sjer- prentun úr blaSinu „Islendingi". Höf. ræSir þar mál, sem vert er athugunar, og færir fram skynsamlegar ástæSur fyrir þeim skoðunum, sem hann held- ur fram. Hann hefur trú á landinu og auSs- uppsprettum þess. En framfarirnar, sem miSa aö efnalegri velmegun, eru að eins í byrjun enn. Til þess að hraða ferSinni vantar okkur „öfluga og víSsýna framfarastjórn og stórfje handa á milli", segir höf. En hvaSan á aS taka fjeS? MeS sköttum og lántökum, eru fyrstu svörin. En „skattar einir munu um langt skeiS ekki gera betur en aS hrökkva fyrir venjulegum, svo að segja daglegum útgjöldum. Meira fje þarf, ef stjórn landsins á að geta beitt sjer fyrir nýjum stórmálum til verulegra þjóSþrifa", segir höf. Þá eru lántökur erlendis til stórfyr- irtækjanna. Höf. er eigi hræddur viS þær, ef skynsamlega sje aS fariS, en ræSir ekki þaS mál frekar. Efni bæk- llngsins er, aS benda á nýjan veg til þess aS útvega landinu miklunr mun meiri tekjur en áSur. Tillögur hans eru þessar: „i. AS landinu verSi með lögum áskilinn einkarjettur til þess aS salta síld til útflutnings á íslandi og í land- helgi íslands. „2. AS síldveiSi meS herpinót í landhelgi Islands verSi fyrirboSin öllum, innlendum og útlendum, nema þeim skipum einum, er landstjórnin gerir út eSa selja landstjórninni afla sinn, eSa hafa fengið sjerstakt leyfi kndstjórnarinnar til þess aS afla síld til bræSslu. „3. Að bannaS verSi aS flytja síld, er veiSst hefur utan landhelgi Islands, inn fyrir landhelgina eSa á land, til söltunar eSa bræðslu, nema síldin sje seld landstjórninni. „4. AS landstjórnin kaupi árlega síldarafla hæfilegra margra skipa, láti salta síldina og selji hana salt- aSa til útlanda, eftir því sem mark- aSurinn tekur viS, án þess aS verS síldarinnar falli úr hófi 'fram. Tilgangurinn er í stuttu máli þetta þrent, aS koma í veg fyrir, aS þessi auSsuppspretta landsins, síldveiSin, verSi rýrS eSa eySilögS meS of mikilli veiSi, a S halda verSinu hæfilega háu meS því aS láta aldrei of mikiS berast á markaSinn, og í þriSja lagi a S út- vega landinu nýjar tekjur." Höf. telur það engan veginn hættu- laust, aS síldveiSin hjer viS land geti orðið rýrS eSa eySilögS meS of mikilli veiSi. Bendir því til stuðnings á hval- veiSarnar. En mundi ekki hvaladráp- iS geta átt einhvern þátt í því, að síld- veiðin er nú meiri en áður? Höf. segir, að síldarfiskimiðin sjeu alt af að færast vestur með landinu aS norð- an. Áður voru þau viS AustfirSi, en nú er orðiS lítið um síldveiði þar. Fyrst þegar herpinótaskipin fóru aS veiSa síld, var veiSin mest á svæSinu milli Langaness og EyjafjarSar. En nú verSa skipin frá EyjafirSi að sækja síldina vestur á bóginn, stundum vest- w undir Horn. Og margir halda, að norðlensku síldarstöSvarnar flytjist bráðlega til Vestfjarða. Höf. virðist nú liggja nærri að á- Hta, að breytingin stafi af hinum miklu veiðum og sívaxandi fjölda veiðiskipanna. „Síldargangan kemur alt af vestan fyrir land", segir hann, »°g fer austur með landinu að norð- an og nokkuð suður með austurland- mu, ef gangan er óhindruð. En síld- veiðiskipin bíða ekki eftir að síldar- gangan komi, þau fara á móti henni lengra og lengra vestur á bóginn og stoðva gonguna aS miklu leyti. Ef þessari veiSiaðferS verSur haldiS á- fram um mörg ár enn og ef sildveiði- Menn tala oft um miljón króna eins og þetta væru einhver ósköp og að eins örfáum, hamingjusömum mönnum væri unt aS komast svo langt, að þeir eignuðust slíkan auð. En á myndinni hjer er sýnt, hve lítið fer fyrir miljóninni í gulli. Hægra megin er henni raSaS upp í gullpeningum, en vinstra megin liggja gull- peningarnir í hrúgu- skipum fjölgar líkt hjer eftir eins og þeim hefur fjölgaS stöSugt á seinni árum, virSist full ástæSa til að búast viS því, aS síldfiskimiSin haldi áfram að færast til. Síldin verSur sótt lengra og lengra vestur, og loks gæti rekið aS því, aS síldargangan yrSi stöSvuS af skipagrúanum vestur i hafi, áður en hún kemst aS landinu. Hugsanlegt er, að sildin verði að síðustu sótt svo langt, vegna taumlausrar samkepni, að arðurinn af síldveiðinni verði aS miklu leyti etinn upp af auknum út- gerðarkostnaði. Þegar svo væri kom- ið, væri óneitanlega stór skaði aS „hinni frjálsu samkepni", jafnvel þó aS gert væri ráS fyrir því, aS mergS síldarinnar yrSi ekki mikið minni en nú, veiðin að eins stunduð úti í hafi í staðinn fyrir inni á fjörSum og fló- um eins og áður var. En auk þess liggur mjög nærri aS hugsa sjer, aS síldarmergðin verði gengin nokkuS til þurðar, þegar svo er komið. Því verður varla neitað, að það er full ástæða til að gera ráð fyrir hættu í þessu efni, þar til gögn fyrir öSru koma fram frá ábyggilegum sjer- fræSingum. En sje hjer um hættu að ræða, er nauðsynlegt að gera eitthvaS til þess aS fyrirbyggja hana í tíma. ÞaS verSur aS koma í veg fyrir, að veiðin gangi fram úr öllu hófi." Þetta vill höf. fyrirbyggja með því, að landsstjórnin taki einkarjett á veiðinni. En hann telur líka hættu á því, með áframhaldi þess fyrirkomulags, sem nú er á síldveiSinni, aS síldin geti snögglega fallið mjög í verði. Segir hánn aS dæmi sjeu til þess, aS síld- arkaupmenn hafi á einu ári, meira aS segja á nokkrum dögum, tapaS margra ára gróSa og orðið fjelausir menn. „Sú tegund síldar, sem hjer veiðist," segir hann, „fæst hvergi nema við ísland. Víða annarstaðar veiðist síld, en ekki sama tegund. Þeir sem nota íslenska síld, verða því auðvitað að fá hana hjeðan, og af þessu leiðir þaS, að verS á íslenskri síld hækkar og lækkar aSallega eftir j)ví, hve mikiS veiSist hjer viS land. Að vísu má sjálfsagt gera ráð fyrir, að útlend síldveiði hafi einnig nokkur áhrif á verðiS, því aS ein tegund síld- ar getur að nokkru komiS í staS ann- arar, sem skortur er á. En að mestu má víst segja, aS hver tegund síldar hafi sinn markaS út af fyrir sig og maikaSurinn getur verið yfirfullur af einni tegund, þó að skortur sje og hátt verð á annari. Reynslan er áreið- anlegust í þessu efni og hún sýnir einmitt það, að íslenskri síld hefur jafnan verið hætt við verðfalli, þeg- ar síldveiði hefur verið mikil hjer viS lancl, en hátt verð, þegar lítið hefur veiðst. Hitt er annaS mál, að mark- aSurinn fyrir íslenska síld virSist vera aS stækka smátt og smátt." Þá talar höf. um „landhelgisbrotin og leppmenskuna". Lög mæla svo fyr- ii, að engir aðrir en þegnar Dana- konungs mega veiða síld í landhelgi. En þeim fyrirmælum er illa hlýtt. Og brot þau, sem upp komast, eru ekki nema lítill hluti þeirra brota, sem eiga sjer stað. „Hjer viS bætist svo annað," segir höf., „sem ef til vill er enn þá verra, aS á hverju sumri eru mörg útlend skip aS veiðum innan' iand- helgislínunnar i fullum friSi og opin- berlega, útlend skip, sem kalla sig ísleusk eða dönsk, láta skrásetja sig til málamynda til þess aS öðlast rjett til síldveiSa í landhelgi. Útlendir skipaeigendur selja skip sín íslend- inguni til málamynda, hafa íslensk- an (eSa danskan) lepp, sem svo er kallað, en þegar öll skjöl eru í lagi að forminu til, er ekki auðgert aS neita um skrásetningu skipsins, þó aS grunur kunni aS leika á um þaS, aS skjölin sjeu málamyndaskjöl. Auk þess er í þessu efni mjög óheppilegt, hve lítiS þarf til þess aS öSlast is- lenskan borgararjett. útlendingar nota þaS óspart til þess aS útvega skipum sínum rjett til veiSa í landhelgi. Þeir hafa hjer dúk og disk, telja sig bú- setta hjer, til þess aS geta fengiS skip sín, og stundum líka annara skip, skrásett sem islenska eign." Veiði útlendinga hjer viS land tel- ur.höf. ísl. síldarútgerSinni til stór- tjóns, og af völdum þessara útlend- inga er þaS, aS hætt er viS verSfalli síldarinnar. Og „enn eru útlendingar hvimleiSir", segir hann, „aS því leyti, að þeir hafa náS tangarhaldi á hin- um bestu síldarverkunarplássum hjer norðanlands. Það má heita, að allur Sigluf jörður sje á þeirra valdi. íslend- ingar verða að láta sjer nægja hin hikari pláss, og er það hart, aS lands- menn skuli hafa lakari aðstöðu í sínu cigin landi, en útlendir keppinautar þeirra. Alt gæti þetta nú verið gott og blessað samt, ef veiSi útlendinga gæfi k-ndssjóði svo miklar tekjur i aSra hönd, aS þær gætu jafnast á móti þvi tjóni, er af veiði þeirra leiðir fyrir landsmenn. En því er ekki að heilsa. Sá eini skattur, sem lagSur er á síld- arútgerð hjer við land, er lítilfjör- legt útflutningsgjald, 50 aurar fyrir hverja tunnu síldar. Þessi skattur er alt of lítill til þess, aS hann geti kom- iö til greina i samanburði við þaS tjón, er veiði útlendinga bakar landsmönn- um." Þetta eru nú helstu ástæSurnar, sem höf. færir fyrir því, aS landið ætti aS taka einkarjett yfir síldveiðunum og síldarsölunni, aS þeirri ástæSunni ó- gleymdri þó, sem er hjá honum að- alástæðan: aS landssjóðurinn með þessu fengi stórkostlegar tekjur. Hann gerir ráð fyrir að útlendi markaðurinn fyrir íslenska síld taki nú við 250 þús. tunnum árlega, án þess að hætt sje við veröfalli- En lík- indi eru þó fyrir mikilli aukningu jafnframt og markaðurinn opnast í Ameríku. Verð á ísl. síld hefur verið á siöustu árum 16 kr. tunnan. 1914 varS verðið 20 kr. og 1915 komst það upp í 60 kr- Höf. ætlar, að ef landsjóður tæki aS sjer veiðina og söluna, mætti á- ætla stöSugt verð á síldartunnunni 20 kr. Og reyndist þaS rjett, þá næmi söluverð 250 þús. tunna 5 miljónum kr. — Reikningsáætlunin yfir kostn- að og ágóða verður þá svo hljóSandi: Útsöluverð fyrir hverja tn. kr. 20.00 Þar frá dregst: 1. Kaupverð fyrir fersku síldina . . kr- 4.50 2. Tunnan sjálf. .. — 4.00 3. Salt........... — 1.00 4. Sötlun og öll vinna viS síldina og bryggjuleiga — 2.50 12.00 Hreinn ágóði af tverri tn. kr. 8.00 Reynist nú þessi áætlun rjett og sje miSaS við 250 þús. tunnur, sem er sjálfsagt ekki of mikið, þá yrðu tekj- ur landssjóðs af sildarversluninni 2 miljónir króna á ári, eða með öSr- um oröum nærfelt eins mikil upp- hæð eins og núverandi tekjur lands- sjóðs nema til samans." Hjer er auðsjáanlega um mál að ræSa, sem vert er þess, aS þaS sje tekiS til alvarlegrar íhugunar. Efni bæklingsins verður ekki rakið hjer frekar að þessu sinnu. En eftir aS höf. hefur komist aS þeirri niSur- stöSu, sem hjer er sýnd, ræSir hann um framkvæmd málsins, afstöSu ís- lendinga til þess, síldarnotkun innan- lands o- fl. o. fl. Þegnskylduvinnan. Eftir sjera Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi. ÞaS eru nú liSug 12 ár síSan þeirri hugmynd var fyrst komiS á flot. Á þessum tíma hefur, meS köflum, ver- ið talsvert um hana ritað, en nær ein- göngu af stuSningsmönnum hennar. Allur fjöldi manna úti um alt land mun hafa taliS hana meinlaust gasp- ur, sem ekki tæki því, aS fara að mót- mæla. Hún mundi aldrei komast lengra en á pappírinn, og því eng- um verða að baga. Nú er þetta breytt, þar sem síðasta þing afrjeð að bera hugmyndina beint undir atkvæSi kjósenda. MeS þessu er stigið spor til framkvæmda, og því ekki lengur unt aS líta á hana sem meinlaust hjal eSa barnabrek. Og nú hafa menn líka vakist upp til mótmæla. Einar Helgason, i sept- emberblaði „Freys" og 3. tbl. Lögr., 19. jan^ þ. á., og Gísli Sveinsson lögm., i 1. og 2. tbl. ísafoldar 5. og 8. jan. þ. á. Ættu allir kjósendur aS kynna sjer ummæli þessara manna, áður þeir greiða atkvæði Fleiri hafa kannske mótmælt, þó jeg hafi ekki sjeS. En þegnskyldumenn láta nú held- ur ekki sitt eftir liggja, að. halda hugmyndinni fram við kjósendur, frá sínu sjónarmiSi. Hef jeg nýlega sjeS grein eftir Steinþór GuSmundsson í 4. og 6- tbl. Austra, 29. jan. og 19. febr. þ. á., og nú síSast „Fram"-ræSu Matth. alþm. Ólafssonar, í 2. tbl. Lögr., 12. jan. þ. á. Fleira hef jeg ekki átt kost á aS sjá af því tægi. Hjá þessum formælendum er liug- myndin vafin miklu fegurSarskrúSi, svo það er nærri því leiðinlegt aS þurfa aS ráSast á svo dýrðlega bygg- ingu. En nauðsyn brýtur lög. Það skal viðurkent, að grein St. G. er rituð með stillingu og gætni, og er jeg honum alveg samdóma t sumum atriðum, t. d. því, að ekki sje enn tímabært að bera máliS undir at- kvæSi þjóSarinnar. En þar sem hann kemst aS þeirri niSurstöSu, aS samt sem áSur eigi aS greiSa þvi jákvæSi, úr því svona sje komiS, en kjósend- ur eigi svo eftir á aS leggja ríkt á viS þingmenn sína, aS búa ekki til þegnskyldulög, fyr en þau hafi fest dýpri rætur í hjörtum þjóSarinnar, en bannlögin, — þar kemst jeg að gagnstæSri niSurstöSu, þeirri, aS ó- timabært mál eigi aS fella, en ekki aS samþykkja. ASferð S- G. er að vísu hugsanleg, ef um smámál væri að ræða. En í sliku stórmáli, sem hann sjálfur telur þetta, er hún mjög varúðar verð, enda stórhættuleg. Hvernig verður þaS mælt síSar, hve djúpar rætur þegnskylduvinnan á í hjörtum þjóSarinnar, nema þá meö nýrri atkvæSagreiSsIu. En væri það meiningin — ekki þaS óskynsamleg- asta í þessu máli, — þá hefSi í upp- hafi átt aS ganga út frá endurteknum atkvæSagreiSslum viS- hverja þing- kosningu, þangaS til annaS hvort nauSsynlegur meirihluti væri fenginn eSa vonlaust um hann. Hitt virSist líkjast nokkuð mikið barnaleik, aS kjósendur samþykki hugmynd til lagasetningar, en biðji svo jafnframt þingmenn sína í hamingjunnar trausti aS framkvæma hana ekki. — Hættan liggur í því, aS þegar kjósendur einu sinni hafa samþykt þegnskylduna, þá mundu fylgismenn hennar heimta þaS látlaust, þing eftir þing, að sett yrSu lög um hana. Og þingiS mundi verSa brýnt meS kröftugum upphróp- unum: Þjóðin krefst þess! Þjóðin heimtar það! og þetta eins fyrir þaS, þó aS eins væri um tiltölulega lítinn . meirihluta að ræSa. Og þá er líking- in viS bannlögin full. Og þótt svo kjósendur á fámennum þingmálafundum, hjer og hvar um landiS, fælu þingmönnum sínum frestun á framkvæmd þegnskyldu- unnar, þá má ekki vænta þess, að þetta vægi næsta mikið gegn áSur yfirlýstum þjóðarvilja- I ræðu M. Ó. er ekkert aS finna, nema hrós og lofstír þegnskyldunnar, og öll andmæli gegn henni brenni- merkt, sem hugsjónaleysi, skortur á trú framtíSarlandsins, eSa kyrstaSa. Jæja. Úr því þessi nær 13 ára gamla skýjaborg, sem hingaS til hef- ur sveimað í lausu lofti, á nú loks að komast niður á jörðina, þá er að at- huga, hvort nokkur hæfilegur grunn- ur er þar til fyrir hana. Málið hefur tvær hliðar: Uppeldis- hliöina og hagfræðishliðina, og minst hefur verið á þær báSar i umræSun- um. Það er einkum uppeldishliðin, sem meðmælendur þegnskyldunnar leggja áherslu á, og ætla meS henni aS umskapa og endurbæta þjóðina og þjóSlífiS frá rótum, enda segja, aS þetta takmark náist, ef alt verSur svo fullkomið, sem þeir æskja. Aftur draga hinir þetta í efa. Telja jafnvel eins líklegt, að það geti orðið til siS- spillingar sem til siSbótar. Þetta eru spádómar frá báSum hliðum, bygSir á veikari eða sterkari líkum, en sem reynslan ein getur sannaS, eSa hrak- iö. En þó jeg sje smeikur um, að eitt- hvað af ef-unum þeirra þegnskyldu- mannanna bregSist, og þó að opinber vinna hjer á landi hafi hingað til ekki þótt hafa örvandi eða bætandi áhrif á verkafólk, þá ætla jeg ekki aS bæta viS spádómana. Ekki til neins að þrátta um það, sem ekkert verS- ur fullyrt um — sem um má segja i þaS endalausa: klipt eSa skorið. En þó eitthvað af vonum þegn- skyldumannanna í þessa átt kynni að rætast að einhverju leyti, þá getur þó svo farið, að það svari ekki kostnaði — pípan of dýr. Þá er komið aS f jár-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.