Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.05.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 10.05.1916, Blaðsíða 2
So LÖGRjÉTfA Myndin sýnir borgina Valona í Albaníu, sem veriS hefur deiluefni milli Grikkja og ítala. ítalir tóku hana áSur en þeir fóru i stríöiö, í des. 1914, en nú er alt i óvissu um framtíö Albaníu- hagshliöinni, og um hana vildi jeg segja fáein orö. Þar er hægra aö fóta sig en á uppeldisspádómunum. Hana á aö vera hægt aö sýna í tölum, ef hún er tekin út af fyrir sig. Og ef útkoman af því veröur efnatjón fyrir þjóSina, þá getur hver einstakur fyrir sig vegiö þaö og metið, hve mikils viröi öll uppeldisáhrifin af þvingun- arvinnunni veröi á móti tjóninu. Einar Helgason reiknar vinnutap þeirra, sem inna þegnskylduna af hendi, þessa þrjá mánuöi, 300 kr. Þegar tekiö er tillit til þess, aS tals- verSur tími hlýtur aö ganga til feröa til og frá vinnunni, þá veröur tíma tapiö alls eitthvaö um 100 dagar virk- ir- — Nema svo sje, aS ferðatiminn ætti aö dragast frá vinnutímanum — ætti lika aö kenna ungu mönnunum aö ferðast. Reiknar þá E. H. 3 kr. á dag, auk fæöis, og virðist þaö nokk- uö hæfilegt. En þetta er ekki nema nokkur hluti efnatjónsins, er þegnskyldan veldur. Hinn hlutinn kemur á fram- leiðslu þjóöarinnar. Sætu mennirnir kyrrir heima, mundi allur fjöldi þeirra stunda atvinnu viö framleiöslu, annaö hvort viö sjó eöa land. Þegar þeir færu, tapa framleiSendur arðinum af vinnu þeirra. En hver er hann?. Þaö mun láta nærri, aö meðalmaður afli á dag tveggja ærfóðra heys. Sje nú brúttóarður ærinnar í meðalárferSi talinn 12 kr-, þá skaðast landbónd- inn um 20 kr. viö hvert dagsverk, er hann missir, þegar dregin eru frá daglaun og fæði (c. 4 kr.) Og sje arðurinn af dagsverki við sjó talinn þriðjungi hærri en viö landbúnaö, kr. 30.00, og sje gert ráö fyrir, aS sjávar- útvegur og landbúnaður leggi til sinn helming þegnanna hvor, þá verður jafnarskaði á hvert dagsverk kr. 25.00. Þaö er bersýnilegt, aö E. H. fer ekki lengra í útreikninginn, af því aS hann mun ganga út frá því, að fram- leiðandinn geti fengið aöra menn, eöa mann, í staö þess eöa þeirra, sem fara, svo aö ekki sje um neinn bein- an skaöa aö ræöa fyrir hann. En ekki tjáir aö gera ráö fyrir þessu. Þaö er fyllilega rjettmætt, aö M. Ó. efar þaö i ræöu sinni, aö fólk fengist til allrar þeirrar vinnu, sem hann og aðrir þegnskyldumenn vilja aö landstjórn- in láti framkvæma — rjettmætt af því, aö fólkið er blátt áfram ekki til, nema þaö sje tekið frá framleiöslunni. Og þetta vill hann þó gera meS þving- unarlögum. En fólk, sem ekki er til, er jafnófáanlegt fyrir framleiöendur sem fyrir landsstjórnina. Hjer veröur því fyrst og fremst aö taka til greina þetta atriði — framleiðsluhnekkinn í landinu, því að hann er langþýð- ingarmesta atriöiö í þessu máli. Áætlun mín, um hag og óhag af þegnskylduvinnunni, verður þá þann- ig '•* í stað þegnskyldra manna ræöur landsstjórnin 800 verkamenn í 3 mán- uði, til aö inna af hendi fyrirhugað starf þeirra. Þaö verða hjer um bil 77 virkir vinnudagar á kr. 4.00 hver................. kr. 246,400 00 Sje þetta sama starf unnið í þegnvinnu, geri jeg ráö fyrir, að alt að helmingur þessarar upphæöar gangi í stjórnar- og umsjón- arkostnað, útlagöan feröakostnaö þegnanna, fæöi þeirra og annaö, sem þeim þarf aö leggja, umfram dag- launamenn, sem og i vinnutap fyrir þaö, aö mennirnir eru óvanir, og skoöaöir fyrst og fremst sem lærisveinar. Sje þetta alt til samans gert ................— 121,400.00 verður eftir hreinn hagur landssjóös af þegnskyldunni.........kr. 125,00000 Á móti þessum hag landssjóðs kemur: 1. Atvinnumissir 800 þegna i 100 daga = 80,000 dagsverk á kr. 3.00......... kr. 240,000.00 2. Vinnumissir fram- leiðenda, sama tíma = 80,000 dagsverk á kr. 25.00 .......— 2,000,000.00 Samtals kr. 2,240,000.00 * Jeg geng út frá mannatölu E. H. og reikna landssjóöi sömu daglaun fyrir verkamenn sem framleiðendum. Hjer frá dregst hagur landssjóös ..........— 125,000.00 Verður þá mismunur kr. 2,115,000.00 Tveim miljónum eitthundrað og fimtán þúsund krónum tapar þá þjóð- fjelagið á ári á öllu braskinu. Þetta kostar þessi þriggja mánaöa þegn- skóli- Um þessar tölur kann sitt aö sýn- ast hverjum. Svo yrði það máske of- an á, aö borga þegnunum daglaun fyrir feröadaga. Við það dregur úr skaða þeirra, en hagur landssjóðs rýr- ist um sömu upphæð, svo þaö hefur engin áhrif á útkomuna. Sumum kann að virðast hagur framleiöenda af vinnunni nokkuö hátt settur. En á þvi stendur öll framleiösla í landinu, sem aröur vinnunnar fer fram úr því, sem borgað er fyrir hana. Og af þeim mismun veröur alt að takast: lifs- uppeldi framleiðenda, viðhald húsa, gripa, skipastóls, veiðarfæra og á- halda, eftirgjöld jarða, húsaleigur, rcntur af skuldum, opinber gjöld 0. fl. Og þó svo væri nú, aö vinnuarður framleiðenda væri hjer talinn fullhár, þá fullyrði jeg, að skaöi þjóðarinnar er ekki of hátt settur. Þaö er sem sje aðgætandi, að auk þessa beina taps veröa framleiðend- ur fyrir óbeinum skaöa- Fyrir það að landbóndann vantar einn — má- ske eina verkmanninn, um heyskapar- tímann, veröur hann aö færa saman búið; þaö veröur of lítið til að bera þann kostnað sem á því hvílir, og rjettir máske seint eða aldrei viö. Viö sjóinn verður faöirinn að setja upp bátinn sinn, er hann missir son- inn í þegnskylduna, og verður sjálfur aö ráðast á skiprúm hjá öörum. Hann missir þvi tvo hluti með syninum i staö eins, og hefur aö eins sinn eina hlut eftir af 3 áöur. Heimili gamal- menna og ekna, sem missa einu fyr- irvinnuna, og sem gætu bjargast með henni, verður aö takast upp. Hver verður skaöi hreppasjóöanna þar? Allur þessi óbeini skaöi, og fleiri tegundir hans, sem hjer veröa ekki taldar, mundi líklega vega hátt upp í beina tapið á ýmsum stööum. En af því aö hann mundi verða mjög svo misjafn eftir kringumstæðum ein- staklinganna, er ekki unt aö gera á- ætlun um hann. En vegið mun hann geta upp á móti þvi, sem vinnuarður framleið- enda kynni aö vera of hátt reiknaður hjer. Enn mætti í sambandi við óbeina skaöann setja fram þá spurningu: Þegar námsmenn og lausamenn hafa veriö matvinnungar aö sumrinu, af hverju eiga þeir þá aö kosta nám sitt, af hverju eiga þeir að lifa vet- urinn eftir? Þaö vita sem sje allir, að þegn- vinnutiminn hlýtur aö falla saman viö bjargræöistima landsins, og er í mörgum árum, jafnvel flestum, jafn- langur honum- í Austra-grein sinni kveöur S. G. það ekki ofvaxið því opinbera, aö halda viö heimilum þeim, sem mistu fyrirvinnu sína í þegnskylduna. Það er nú svo. En ef landssjóður á nú aö leggja fram gripafóður á móti sum- arheyskap eins manns á sveitaheimili, og jafna verslunarreikning sjómanns- ins á móti þriggja mánaöa fiskafla 1 manns — og máske báts —, þá fara þessir menn og vinna þeirra aö veröa honum nokkuð dýrkeypt, á móts viö daglaunavinnu, þá mundi hann fara aö lækka óþrifa- lega hagurinn, sem jeg hef talið landssjóði. Þaö því fremur, sem slík heimili eru ekki fá, sjálfsagt talsvert fleiri en S. G. virðist gera ráð fyrir. í ræöu sinni um framtíðarhorfur, i 4- tbl. Lögr., 26. jan. þ. á., lýsir Jón Þorláksson verkfræöingur því greinilega, hve afarfátt verkafólk er í landssveitunum víðast hvar hjer á landi. Og í sinni „Fram“-ræðu i 2. tbl. sama blaðs, getur M. Ó. þess, að óhæfilega margt fólk sje flutt úr sveitunum til kauptúnanna og kaup- staðanna. Báðir eru þeir á rjettri leið, og sýna hjer þekkingu á ástandinu. En þar sem J- Þ. byggir svo á þessari þekkingu ýmsar íhuganir og uppá- stungur til umbóta, þá verður þetta ástand hjá M. Ó. til stuðnings þegn- skylduhugmyndinni. Það á aö veröa til viðreisnar landbúnaðinum, aö ald- urhniginn, oft marguppgefinn ein- yrki, sje sviftur syninum — helst dótturinni líka — þegar hann er til muna farinn aö geta ljett á honum byröinni og búiö getur farið aö kom- ast úr margra ára kreppu, stafandi af vantandi fyrirvinnu? En að eins um þrjá mánuði! segja þegnskyldumenn. Jú, jú, — að eins eitt heilt sumar — eitt ár; um það munar ekkert. Eins og búið gæti hvílt sig eitt ár, líkt og björn sem liggur í híöi, og tekið svo aftur til óspiltra málanna, eftir hvildarárið, í sama ástandi, eins og það var í á undan því! En þá er sjávarútvegurinn, þang- að hefur fólkið.streymt, og þar er þó af nógu að taka, munu þegnskyldu- menn segja. Þá lít jeg á þessi orð J. Þ.: „Um sjávarútveginn er það kunnugt, að þar er alt í uppgangi, ekki um annað hugsað en að færa út kvíarnar“ o. s- frv. Þetta er rjett. En af hverju er það svo? Af því að þangað hefur megnið af vinnu- krafti landsins flutst. Og það er þessi kraftur, sem öllu öðru fremur er vald- ur að uppganginum. En tökum svo á burt tilfinnanleg- an hluta af þessum krafti. Tökum t. d. botnvörpungum vorum, mó- torbátum og fiskibátum og leggjum þá í híöi eitt sumar til samlætis land- búnaðinum. Og sjáum þá til, hve uppgangur sjávarútvegsins verður risavaxinn. Kæmist þegnskyldan á, þá er eigi aö eins tekið fyrir kverkar allra fram- fara í framleiðsluatvinnuvegum landsins, frá því sem nú er, heldur núverandi framleiðslu stórum hnekt. Það getur hver maður sjeð, sem vill í alvöru íhuga það, sem jeg hef hjer sagt- Einhverja getur máske greint á við mig um stærð hnekkisins. En alla daga verður hann mikill. Og það er sorglegt, ef nýtir menn gerast til þess, að berjast fyrir fram- gangi mála, sem ríða tilfinnanlega í bág við aðalatvinnuvegi þjóðarinn- ar og drepa niður framleiðslu lands- ins. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá stendur þó öll þjóðartilveran á framleiðslunni og — henni einni. Það gæti, eins og von er á, hent unglinga og lítt þroskað fólk, að hlaupa eftir hugsjónum, fljúgandi á vængjum vindanna,og gleyma að taka tillit til hins raunverulega, til hvers- dagslifsins og hversdags þarfanna (sem þykja svo hugsjónasnauðar). En slíks ætti ekki að vera að vænta frá þroskuðum og ráðsettum mönn- um. — Þeir ættu að vera færir um að líta á fleiri hliðar hvers máls en eina. Því er nú svo farið með fram- leiðslu-atvinnuvegi þessa lands, að; þeim stendur aðallega eitt fyrir þrif- um, og þetta eina er — skortur á vinnukrafti. Þetta á að visu máske einkum við landbúnaðinn. En þó frá honum hafi streymt fólk til sjávarins, þá er alls ekki því að heilsa, að þar sje of mikið af fólkinu- Nei, þar er ettn tilfinnanlegur skortur á verka- fólki. Og af hverju? Af þvi að sá atvinnuvegur hefur ótæmandi mögu- leika til vaxtar og útfærslu, ef hann að eins vantar ekki fólkið. S t ó r- f e 1 d a r framfarir í landbúnaði eru háðar fleiri skilyrðum með fram; en sjávarútvegurinn nálega að eins þessu eina- Og hvað er svo æskilegra, og að hverju fremur keppandi hjer á landi, en vexti og þróun framleiðslunnar ? Og hvað á fremur að jarðast eji það, sem henni getur orðið til hnekkis ? Þegnskyldumenn vilja auka stór- um opinbera vinnu hjer á landi — byggja vegi, brýr og hafnir, býli rækta, klæða land — og þar er jeg fús til að fylgjast með þeim, og tel ekki, að þjóðin ætti að kinnoka sjer við, að leggja nokkuð í sölurnar til þessa, máske nokkuð meira en að undanförnu. Þó þarf slíkt að vera með allri gætni, og ávalt með hæfi- legu tilliti til gjaldþols og ástands atvinnunnar. En þetta má ekki byrja með því, að kippa fótu.num undan atvinnuvegunum, sem þó borga brús- ann, þegar til alls og alls kemur. Þá munu þegnskyldumenn spyrja, hvernig jeg vilji fá þetta unnið, þeg- ar ekki megi taka verkamenn frá framleiðslunni til að framkvæma vinnuna, og hjer sje eiginlega hvert mannsverk, til opinberrar vinnu, tek- ið frá henni, beint eða óbeint. Slík spurning er rjettmæt, og vil jeg leitast við að svara henni. Það er vitanlegt, að framleiðslu vora vantar, fremur öllu öðru, vinnu- kraft. Og hvert dagsverk, sem frá henni er tekið, skaðar þjóðfjelagið um 25 kr. eftir áætlun minni- Við þyrftum því að fá vinnukraft að, eins og einhverntíma mun hafa komið til tals. Þetta ætti að gera, og byrja með opinberu vinnuna. Fá útlenda verka- menn til hennar, aðra en verkstjór- ana. Og þetta jafnvel til þeirrar vinnu, , sem nú er árlega framkvæmd í landinu. Því fremur ef hana ætti að auka. Þá gætu landsins börn unn- ið að framleiðslunni, öll og óskift, og komið atvinnuvegunum svo langt upp, sem annars mannfjöldinn leyfir. Og kostnaðurinn af útlendinga- haldinu? kunna menn að spyrja. Að svo miklu leyti sem hann fer ekki fram úr núverandi árlegum kostnaði til opinberra verka, borgast hann eins. En sje vinnan aukin, þá er það til- tölulegt smáræði fyrir þjóðina i heild sinni, að leggja fram þann auka- kostnað, samanborið við það, að taka til hans aðalstoðina undan atvinnu- vegunum- Framleiðslan og atvinnuvegirnir fyrst af öllu. Það er á því sviði, sem einkum þarf að leggja fram vit og krafta. Það er að segja, til að styðja en ekki fella. Ekki veit jeg hvar þegnskyldumenn finna þessa ungu menn, er þeir gefa í skyn, að lítið starfi, og því gætu mist sig í skylduvinnuna. Jeg þykist þekkja hið gagnstæða, að allir kraft- ar eru notaðir um bjargræðistimann til hins ítrasta, bæði til sjós og sveita. Jafnvel ekki hægt að fá 10—14 ara börn til vika i sveit frá kauptúnum eða fiskiþorpum, af því að alt þarf þar að nota, og hrekkur varla til. Jeg get ekki hugsað mjer, hverja þeir meina, nema ef vera kynni einhverja fáa efnamannasyni í bæjum eða kaup- túnum, er stunda nám yfir veturinn, og hafa svo ekki neitt ákveðið starf að sumrinu. En ekki tjáir að stofna atvinnuvegum landsins í hættu, að eins til að ná í þessa fáu pilta. Af tvennu teldi jeg þá heppiiegra, að þvinga þessa ungu menn með lögum til að gefa sig í daglaunavinnu hjá framleiðendum að sumrinu. Jeg ætla þó ekki að bera fram þá tillögu, því að mjer er illa við allar þvingunar- ráðstafanir að nauðsynjalausu, en bendi að eins á þennan veg þeim, sem þeim unna. Aftur veit jeg það, að meira en nóg er af vinnuleysingjum við sjó og í kauptúnum að vetrinum, af þeirri einföldu ástæðu, að þá er þar, sern oftast, enga atvinnu að fá. Og það væri þarfara og þjóðfjelaginu hollara starf, að finna ráð til umbóta á þessu, að hugsa út og stuðla að einhverri vetraratvinnu fyrir þetta fólk, en að taka frá því þann tíma, sem það þarf að nota, til þess að afla sjer viður- væris bæði sumar og vetur. Það væri til verúlegra bóta, ef þegnskyldumenn eða aðrir vildu beina hugsjónaauði sínum í þessa átt. Loks ætla jeg þá að víkja að því, hvernig mál þetta er lagt fyrir þjóð- ina. Hún á að greiða atkvæði um þegnskylduvinnu. En þetta er aðj eins nafn á hugsjón eða hugmynd, sem að vísu hefur nokkuð verið lýst að því leyti, hvað hún hefði að geyma — þriggja mánaða þvingunarvinnu manna 17—25 ára — en ekkert ver- ið á það drepið, hvernig fyrirkomu- lag hennar og framkvæmd væri hugs- uð. Jafnvel hefur einn aðalflutnings- manna hennar lýst því yfir, að það væri ótimabært, að fara að hugsa um þetta, fyr en kjósendur hefðu sagt já eða nei við berri hugmyndinni. Eftir þessu lilýtur þá hver kjósandi um sig að hugsa sjer fyrirkomu- lagið (— og hafa svo tryggingu fyr- ir, að einmitt það fyrirkomulag verði hið ráðandi síðar meir—?), eða að greiða atkvæði beint út 1 loftið, vit- andi ekkert um hvað hann greiðir atkvæði. Þegnskylduvinna og þegn- skylduvinna á ekki saman nema nafnið eitt, eftir því, hvernig henni er fyrir komið- Það gat því að eins verið forsvar- anlegt, að leggja málið undir þjóðar- atkvæði, að áður hefði farið fram rækilegur undirbúningur þess, svo að það lægi fyrir, eigi að eins í ákveðn- um búningi, helst í frumvarpsformi, heldur væri það frumvarp þrautrætt, áður til atkvæðagreiðslu kæmi. Hitt finst mjer hreint og beint vandræða úrræði hjá síðasta þingi, að varpa frá sjer út til almennings kjósenda svo litt karaðri hugmynd til atkvæðagreiðslu, sem ekki einu sinni málsvarar hennar eru farnir að hugsa um hvernig eigi að koma í fram- kvæmd, eða að minsta kosti verjast allra frjetta um það. Munu þeim vaxa hæfileikar til að hugsa út fyrirkomu- lag og framkvæmd hugmyndar sinn- ar við það, að þjóðin greiði atkvæði um hana, eða á að bíða með að láta það uppi, þangað til kjósendur hafa neglt sig? Jeg skil ekki betur, en að það sje að gabba kjósendur, að heimta af þeim atkvæði um það, sem þeir vita ekki hvað er. Þeir hljóta að eiga heimtingu á að fá að þekkja það mál, er atkvæða þeirra er leitað um, að það sje skýrt svo fyrir þeim, að þeim sje unt að átta sig nokkurn veginn á því. Hjer er þetta ekki gert, heldur lögð fram fyrir þá þokukend draumsýn, sem hvorki verður fest hönd eða auga á. Og hverju svara svo kjósendur? Allir gætnir og þroskaðir menn segja nei. Neita að samþykkja það, sem eigi að eins er skaðlegt atvinnu- og bjargræðisvegum landsins, heldur líka óþekt að því leyti, að enginn getur vitað, hve þungar og óhollar byrðar það kann að leggja á þjóð- ina í nútíð og framtíð, auk atvinnu- hnekkis og efnatjóns. Það er óðs manns æði að sam- þykkja það, sem enginn veit hvað er. Betra að hafa bein sín heil en brotin- 17. 3. 1916. Alþingistíðindi 1915 eru nú komin út. Skrifstofustjóri alþingis, Einar Þorkelsson, hefur sjeð um útgáfuna. Hann hefur samið afarítarlegt og ná- kvæmt registur yfir þau, og er það Ivímælalaust það langbesta registur, sem yfir alþingistíðindin nokkru sinni htfur verið samið.. Er það mjög handhægt fyrir notendur þeirra að geta á svipstundu fundið hvað eina, sem í þeim stendur. Enn hefur hann samið fróðlega skrá yfir ræðufjölda og ræðulengd. Efstur þar á blaði er íáðherra (E. Arnórsson) sem hefur haldið 169 ræður, sem eru 61,.16 m. Næstur er Bjarni frá Vogi með 124 ræður, sem eru að lengd 53.76 m- Þá kemur Sveinn Björnsson með 98 ræður og Guðm, Hannesson með 90 ræður, og þær eru jafnlangar (20.37 m..). Pjetur Jónsson hefur haldið 63 ræður, en þær eru 30.03 m., Matth. Ólafsson 71 ræðu, 23.10 m. að lengd, Sigurður Eggerz 64, sem eru 29.19 m. og Magnús Pjetursson 36 ræður að lengd 22.05 m. Hafa nokkrir haldið fleiri ræður en Magnús, en þær hafa verið styttri. Fáorðastur hefur verið Hjörtur Snorrason með 1 ræðu. Alþingiskostnaður frá 7. júlí 1915 til 18. f. m. að lokið var prentun al- þingistíðindanna hefur verið 84479 kr. 40 au. Þar af er þingfararkaup al- þingismanna kr. 33912.00 Til starfs- manna alþingis 11567 kr. 25. au. Prentun alþingistíðinda, Landsreikn- inga 0. fl. 30643 kr. 27. au. Prentsmiðjan Rún,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.