Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 17.05.1916, Side 1

Lögrétta - 17.05.1916, Side 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 24. Reykjavík, 17. maí 1916. XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í ( 6ercourf 'Íf&> Consen vot/e Montfauéo/v- - / « / •' ___________________________________e / r-', \ / ý) Jamogrneux ÍOphes yAalanCOuW.'íeTlorí^ffo:—i^rhnmnemvnlít/e. r-./ — ,L , ' C.fff. ,Oumie.) f/aucout'tfyrueres' 'fffhaUancoupl. tHaumonl Ys&VxJíls’' 'Beaumont)tM-Maucoupt —— • úindpey Z^T'kpfouvemðhl ) . •eraúujjte \ . Dieppe^ \nfctltl Xc tvocount Esnep pois ^ ,J Thierviðé .... w v AuhpevtHe !'Haufecoupi jTafc, nnesV^ jjfopanvr/te rN^utainvctte X TL*Betpupt Walronvilte pecozip A )\ Jornmedreup?' N/l pu’uAncemont} bþ/imsyr /%p taudarnville/f0 \auvaux• Bdkaverslnn Siglísar [ymundssonar. Lárus Fjeldsted, Á uppdrættinum hjer er herlína ÞjóSverja fyrir norðan og austan Ver- dun sýnd meö feitu, dökku striki, eins og hún var fyrir nál. 3 vikurn, en breytingin er lítil síSan. Dökka línan frá suöri til norðurs er Meuse (Maas) fljótið, en köflóttu línurnar járnbrautir. Trygging fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð er að versla við V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír cg ritföngum Sólaledri og skósmíðavörum. Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavik. Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Ritstjóri Lögrjettu er til viðtals hvern virkan dag kl. 12—1 og 5—6. Ekki á öðrum tímum. Mislingarnir. Ávarp til alþýdu manna. Mislingarnir 1882, 1904, 1907—8. Þegar mislingarnir komu hingað 1882, höfðu þeir ekki gengið um land alt síðan 1846. Árið 1882 fór sóttin því nær um alt landið og telst svo til, að hátt á annað þúsund manns hafi dáið af völdum mislinganna- Mislingar hafa margsinnis borist hingað síðan um aldamótin, en lang- oftast tekist að stöðva þá. Árið 1904 gengu þeir um Vestfirði, og tókst þó að stöðva þá svo, að þeir fóru ekki víðar um land. Þeir komu þá líka upp í Reykjavík, en urðu stöðvaðir. En árið I9°7 urðu mislingarnir ekki stöðvaðir; hlaust það af því, að e:nn farþegi á skipinu, sem veikin kom með, fullyrti —eftir bestu vit- und — að hann hefði haft mislinga °S var slept ásamt öllum öðrum, þeim sem lögðu undir þegnskap sinn að þeir hefðu fengið mislinga áður. Barst veikin út frá þeim eina manni, sem skakt hafði sagt til, og það svo v'8a, að ekki varð við ráðið. Hófst sottin snemma sumars 1907 og gekk til jafnlengdar 1908. Sóttvörnum var hætt þegar útsjeð var um að girt yrði fyrir almenna útbreiðslu veikinnar. hrn fjöldamörg heimili og mjög marg- ar sveitir víðsvegar um land vörðust veikinni engu að síður. Þess vegna er nú margt fólk á lífi, sem fætt er á árunum 1883 l9®7 og hefur aldrei haft mislinga- 1907—8 dóu um 350 manns af mislingum. Hvernig mislingarnir bárust hingað núna í vor (1916). í þetta skifti bárust mislingarnir til landsins ö 11 u m á ó v a r t. 18. apríl rákust læknarnir á ísafirði á mislingaveikan mann. En sá maður (ungur íslendingur) var nýkominn þangað á „Flóru“ frá Noregi. Það vitnaðist nú, að Flóra hafði farið frá Noregi um mánaðamótjn mars og apríl; en enskt herskip tók hana hjer skamt frá landi og hafði með sjer til Englands. Kom Flóra ekki til Vest- mannaeyja fyr en 12- apríl, til Rvíkur 13. apríl, fór þaðan 15. apríl (seint), kom á Patreksfjörð, ísafjörð og Hólmavík, og var á leið til Siglu- fjarðar þegar mislingasjúklingurinn fanst á fsafirði. Þá varð uppvíst að hann hafði tekið mislingakvefið með- ?n skipið stóð við í Rvík, en ekki kent sjer meins og farið víða um bæ- inn. Hjeðan fóru líka margir með skipinu, vestur og norður um land. Mátti því búast við að mjög margir hefðu smitast af þessum eina manni og væru komnir víðs vegai' út um land, og mjög litlar líkur til að veik- in yrði stöðvuð, en þó sjálfsagt að gera ítrustu tilraun til þess. Var nfi reynt af fremsta megni að rekja feril ísfirðingsins hjer, og öllum hjeraðs- læknum gert aðvart þar sem skip- ið hafði komið, það rannsakað á Siglufirði og boðið að hafa uppi sóttvarnarveifu þar sem það kæmi úr því norðan lands og austan. Það hefur farið sem við mátti bú- ast: Mislingarnir hafa fest rætur í Rvíkurhjeraði, Patreksfjarðarhjeraði, ísafjarðarhjeraði, Hólmavíkurhjeraði og Siglufjaðarhjeraði (margir verka- menn komu þangað og höfðu smitast á leiðinni til ísafjarðar). En úr því skipið fór frá Siglufirði var höfð full gát á því, og hefur hvergi orðið vart við mislinga fyrir austan Siglu- fjörð nema á einum bæ í Reykdæla- hjeraði. Þangað hafði komið maður úr skipinu, og enginn grunur á hon- um, en fjekk mislinga, smitaður af ísfirðingnum, eins og svo margir aðrir. f Rvík hafa allir læknarnir lagst á eitt, að stöðva sóttina, þó vonlítið virtist, enda er nú úti öll von um það, að hún verði stöðvuð hjer. En Rvík er orðinn svo fólksmarg- ur bær, að það getur ekki framar komið til greina að sóttkvía allan bæinn, nema um einhverja stórháska- ltga farsótt væri að ræða. Veit jeg að aðrir læknar hjer eru mjer sam- dóma um það. Þær lögskipuðu, kostn- aðarsömu sótvarnir geta ekki komið hjer að haldi — útsjeð um það. Þess vegna verður nú að hætta lög- vörnum gegn mislingunum um land alt, eins og 1907. Aðkomuskip og erlendar sóttir. „Aðkomuskip“ (samkv- sóttvarn- arlögunum 1902) eru öll skip, sem koma hingað frá útlöndum, eða hafa úti á sjó tekið við mönnum eða far- angri úr skipi, sem kom frá útlönd- um. „Erlendar sóttir“ (eftir sóttvarn- arlögunum) eru svartidauði, kólera, bólusótt, blóðkreppusótt, dílaveiki (útbrotataugaveiki), gul hitasótt, mislingar og skarlatssótt*. Ekkert „aðkomuskip“ má eiga mök við landsmenn fyr en skipstjóri hefur gert sóttgæslumanni (sýslumanni eða umboðsmanni hans) fulla grein fyriv heilsufari manna a skipinu —. og sannað, að engar erlendar sóttir sje að óttast- Skal skipstjóri fara einn á land til fundar við sóttgæslumann. Nú gengur einhver erlend sótt (önnur en mislingar eða skarlatssótt) á brottfararstað skipsins, eða einhver á skipinu hefur sýkst á brottfarar- stað þess eða á leiðinni af „erlendri sótt“ (þar með taldir mislingar og * Skarlatssóttin er nú orðin land- læg. skarlatssótt), og á þá skipið að hafa uppi sótvarnarveifu (gula veifu), er það kemur hjer við land, og má e n g- i n n fara á land úr skipinu og eng- inn út að skipinu fyr en læknir hefur skoðað það og yfirvöld veitt því heil- brigðisvottorð. Farþegaskipum er veitt sú tilslök- un, að þau mega strax hleypa far- þegum á land, ef skipstjóri sendii' sóttgæslumanni með fyrsta bátnum yfirlýsingu upp á æru og samvisku um það, að enginn hafi orðið veikur á skipinu, sem grunur geti leikið á að um næman sjúkdóm sje eða hafi verið að ræða, enda engin erlend sótt gengið á brottfararstað skipsins, sbr. það sem fyr var sagt. Þessu lík eru sóttvarnarlög ann- ara þjóða- En sá er þó munurinn, að þar er aðgæslan af hálfu landsmanna (lög- gæslumanna) m i k 1 u strangari en hjer. Hjer eigum við — verðum að eiga — mestalt undir trúmensku skipstjór- anna, að þeir brjóti ekki sóttvarnar- lögin vísvitandi eða af trassaskap, og tekur þetta einkum til farþegaskipa. Það er bein og brýn skylda hvers skipstjóra, að hafa stöðuga gát á heil- brigði allra skipsmanna og farþega; ella getur hann ekki „u p p á æ r u o g s a m v i s k u“ ábyrgst að eng- inn hafi orðið lasinn á skipinu á þann hátt, að um næman sjúkdóm geti verið að ræða. Það er svo um a 11 a r farsóttir, að þær leggjast stundum mjög ljett á ýmsa menn. Ef skipstjórar vanrækja þessar lagaskyldur sínar, Þá getur vel farið svo að einhver af háskalegustu far- sóttunum t. d. svarti dauði, berist einhvern tíma hingað á land, öllum á óvart. Það er nú öldungis víst, að ísfirð- ingurinn, sem kom með mislingana, hefur hlotið að smitast eftir að skipið fór frá Noregi, enda segir hann að einn farþeganna hafi fengið kvef á leiðinni og rauða flekki í framan. En sá farþegi var orðinn albata þegar hingað kom. Jeg vil ekki að svo stöddu segja neitt frekar um það mál- En tel miklu varða að öll alþýða manna viti um þessar skyldur skip- stjóra og geri sjer ljóst, hvílíkur háski getur hlotist af því, ef sóttvarn- arlögin eru ekki vandlega haldin af hálfu skipstjóra og sóttgæslumanna. Heimilisvarnir gegn mislingum. Eftir að lögskipuðum vörnum var hætt 1907 urðu fjöldamargir við á- eggjan minni þá — vörðust misling- unum af sjálfsdáðum. Tókst það víð- ast vel, þar sem reynt var. I Fá- skrúðsfirði t. d. kom ekki veikin nema á 5 bæi af 30; í Seyðisfjarðarhjeraði vörðust Mjófirðingar veikinni; í Húsavíkurhjeraði hepnuðust varnirn- ar vel í sveitunum; í Rangárhjeraði varðist einn bær, sem líka hafði var- ist mislingunum 1882; í Reyðarfjarð- Adalfundur h.f. LÖGRJETTU verður haldinn á afgreidslu blaðs- ins, Bankastræti 11, mánudag 22. mai, kl. 8'|2 siðd, Dagskrá samkvæmt Qelagslögunum. Stjórnin. arhjeraði varðist einn hreppur; svo var og um ýmsar sveitir i Akur- eyrarhjeraði, Grímsneshjeraði, Síðu- hjeraði, Vopnafjarðarhjeraði, Þing- eyrarhjeraði og víðar. Og m j ö g v í ð a vörðust einstök heimili sótt- inni, þó hún gengi um alla bygðina, jafnvel hjer í Rvík. Vörnin var al- staðar í því fólgin, að þau heimili, sem vörðust, gættu þess: i) að eng- inn heimamanna, sem ekki hafði haft mislinga, kæmi á mislingaheimili eða grunsöm heimili; 2) að taka ekki á móti neinum gestum, nema þeim sem víst var um að þeir hefðu áður haft mislinga- Meðgöngutimi mislinga (frá þvi maður smitast þar til hann sýkist) eru rjettir 10 dagar. Byrjun veikinn- ar er þá k v e f, nauðalíkt algengu kvefi, og oft mjög vægt; en á 4.—5. degi (14. degi frá smitún) byrjar útþotið, mórauðir flekkir, og koma fyrst í andlitið. Veikin er smitandi frá fyrstu kvefbyrjun (ef til vill deg- inum áður en kvefsins verður vart) og þar til er hreistrun er lokið (3—4 vikur frá upphafi veikinnar). Sótt- hreinsun þarf aldrei. Sóttkveikjurnar deyja strax út, og það svo fljótt, að þær berast aldrei með heilbrigðum mönnum (eða dauðum hlutum) húsa í milli. En veikin er ákaflega bráð- smitandi, ef einhver, sem ekki hefur haft mislinga, kemur til sjúklings með mislingakvef (inni eða úti). Hvað stoða mislingavarnir ? Samgöngur við önnur lönd eru nú crðnar svo tíðar og hraðar, að sí og æ má búast við mislingum, og líkur til að flestir, sem komast á efri ald- ur, fái þá fyr eða síðar. Þess vegna er von að menn spyrji, hvaða vit muni vera í því, að reyna að verjast þessari farsótt. Jeg hef margsinnis áður gert al- þýðu manna grein fyrir þvi: Misling- ar eru háskalegur sjúkdómur fyrir ungbörn, einkanlega börn á 1. ári, sem marka má af þessum tölum: B ö r n d á i n. * 1881 1882 (mislingaárið) ári 526 IOIO -5- ári 338 552 Samtals 864 1562 Þess var áður getið, að 1907—8 myndu um 350 manns hafa látist af mislingum. En sá missir kom aðal- lega niður á ungbörnum: * 1881 fæddust 2324 börn lifandi, árið 1882 fæddust 2299 börn lifandi- D á i n b ö r n. 1906 1907 1908 á 1. ári 192 274 376 á 2.—5. ári 66 m 169 Samtals 258 385 545 Árið 1906 fæddust 2346 börn lif- andi, árið 1907 2304 og árið 1908 2270. Þess ber að gæ.ta að síðari hluta ársins 1908 gekk hjer kikhósti og olli eins og vant er allmiklum barna- dauða; verður ekkert um það sagt með vissu, hversu mörg börn dóu það ár af mislingum og hversu mörg af kikhóstanum, en ráða má af ýms- um likum, að eitthvað á annað hund- rað börn hafi látist af kikhósta árið 1908. Víst er um það að mislingarnir 1907—8 urðu miklu færri börnum að fjörtjóni en mislingarnir 1882. Stafar það af þvi, að fjöldamörg heimili vörðust mislingunum 1907, og hinu öðru, að allir heilbrigðishagir þjóðar- innar höfðu stórbatnað á þvi skeiði, ckki síst meðferð á ungbörnum; hafði því barnadauðinn yfirleitt stórum minkað. Það er því augljós þjóðarhagnað- ur, að verja ungbörn mislingum- Hættan er margfalt minni fyrir stálp- uð börn og unglinga og fólk á besta reki, sem hraust er. Mislingar eru hættulegir fyrir brjóstveikt fólk. í kauptúnum og sjávarþorpum er það auðvitað e r f i 11 fyrir hvert heimili að sporna við sóttinni, en uppi í sveitum er það miklu hægara, og mundi líka margborga sig, bæði barn- anna vegna og svo af því, að nú fer sumarannríkið í hönd. Og þó það sje ekki gerlegt að halda áfram lagavörnum gegn sóttinni, þá munu allir hjeraðslæknar landsins boðnir og búnir til þess áð leiðbeina hverri sveit og hverju heimili, sem hefur hug á þvi að verjast mislingun- um í sumar. Meðferð á mislingasjúklingum. Það var gamli siðurinn að byrgja sjúklingana inni, loka hverri smugu og breiða fýrir hvern skjá. En hreint loft er brýnasta lifsnauðsyn fyrir mislingasjúklinga, alveg eins og brjóstveikt fólk. Um að gera ef unt er, að hafa sjúklingana í rúmgóðum, sólbjörtum stofum og síopna glugga, varast alt ryk, þvo gólf, en sópa þau ekki þur; þó skal gæta þess, að ekki blási inn á sjúklinginn og birtan skíni ekki beint i augu hon- um meðan augun eru viðkvæm; má reisa skjól eða hengja tjald við rúmið því til varnar.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.