Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.05.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 24.05.1916, Blaðsíða 4
92 LÖGft-JÉTÍ A er aS tiltölu af tlmbur- og steinhús- um“. Þrátt fyrir þessa töflu veröur ekki sjeð, hvort leiguliöar byggja jafnmik- iö, meira eöa minna en óðalsbændur. Slíkt verður alls ekki sjeö á henni. Hún sýnir aö eins þaö, aö Norðlend- ingar byggja margfalt minna af þess konar húsum en Sunnlendingar, og svo það, að Vestmanneyingar og íbú- ar Gullbringu- og Kjósarsýslu byggja langmest á Suðurlandi, og á Vestur- landi íbúar fsafjarðarsýslu. Þetta er eðlilegt, þegar þess er gætt, að Norð- lendingar t. d. erU ekki nauðbeygðir til að byggja á sama hátt og Sunn- lendingar —■ úr steini eða timbri. Vot- viðrin á Suðurlandi eru orsök þess, að þar er bygt minna af torfbæjum en í Norðurlandi. Þar verður að nota járn í þök að minsta kosti, og er þá undir því komið, að sem mest hús- rúm fáist undir sem minst þak, vegna þess hve járnið er dýrt byggingar- efni. Annars má sjá það þegar betur er að gætt, að í þeim þremur sýslum, er fyr voru nefndar, er svo háttað náttúru- og atvinnuskilyrðum, að það er oft eina úrræðið að byggja þar úr timbri eða steini. Landið er víða hrjóstugt og því lítið um torf til bygginga. Þar er víða mikið af sjó- þorpum og smákauptúnum, að minsta kosti á Reykjanesinu og í Vestmanna- eyjum, sem eru lítið annað en sjóþorp, þar sem bygðin er. Samgöngur og verslun hafa og áhrif á hvernig bygt er. Þannig sýnir taflan alt annað en P. Z. ætlar að sanna með henni. Sannleikurinn er sá, að engar skýrslur eru til í landinu, er sýni hvorir eru framtakssamari í búnaði, óðalsbændur eða leiguliðar. Það er því ekkert hægt að sanna á hvorugan veginn um það efni eftir s k ý r s 1- u m eða töflum. Hver verður að hafa sina skoðun á því máli og dæma eftir líkum. En líkurnar geta verið mis- jafnlega sterkar fyrir því, hver hafi rjettara fyrir sjer, þeir, sem halda því fram, að leiguliðar standi ekki að baki óðalsbændum í búnaðarfram- kvæmdum og áhuga, eða hinir, sem halda fram því gagnstæða. Jeg verð að halda því fram, að hinir síðari hafi meira til sins máls, meðan sú skoðun verður ekki hrakin með rökum. Sú skoðun styðst við þá reynslu manna, sem er talsvert almenn, að leiguliðar kinnoki sjer við framkvæmdum á á- býlum sinum, sem auðvitað er eðlileg afleiðing af óhagstæðum ábúðar- kjörum. Hún styðst líka við þá reynslu manna, að þegar menn hafa fest kaup á jörð, þá færast þeir alla jafna í aukana og byrja þá fyrst veru- lega á framkvæmdum, bæði í jarð- rækt og húsabótum. Það eru fleiri en presturinn, sem P. Z. getur um, er taka til verka, þegar þeir fá eign- arrjett á jörð. Það eru fleiri en þessi prestur, sem „ekki finna skyldu sína við land og þjóð“. En þeir eiga við svo ranglát og óhagstæð kjör að búa í leiguliðastöðunni, eins og alkunnugt er. Getur nokkur mað ur heimtað það af leiguliðum, að þeir gæti „skyldu sinnar við land og þjóð“ með því að bæta og prýða ábýli sín og leggja þar til bæði fje og krafta, þegar þjóðin gætir ekki sinnar skyldu gagnvart þeim, þeirrar skyldu, að bæta svo kjör leiguliðans, að þau geti talist viðunanleg. Jeg held að engum sem reynir þau finnist þau viðunan- leg, nema ef vera skyldi þeim, sem fá þau betri en lög og venjur fyrir- skipa. — Engum mun finnast fýsi- legt að hrekjast frá einni jörð til ann- arar með fárra ára millibili og skilja jafnan eftir verk sín og fá lítið eða ekkert fyrir. Þessi alkunna I árs, 2— 3—4—5 ára ábúð er ekki vel til þess fallin að hvetja menn til framkvæmda og umbóta. Ofan á alt þetta gamla rjettleysi leiguliða bætist nú það, að farið er að leigja sumar jarðir svo dýrt, að þeir fá naumast rönd við reist. Ekkert er gert af hálfu hins opinbera til að rjetta hlut þeirra. Er því nokkur furða þó menn sækist eft- ir þvi að fá býli sín keypt? Allir ættu að geta skilið það, að menn eru ekki að ósekju að hleypa sjer í stór- skuldir vegna jarðakaupa. Ekki eru allir þeir fáráðlingar eða angurgap- ar, er það gera. Nei. Það er neyðin, sem knýr menn til þess — menn eru að reyna með því að tryggja fram- tið sína, til þess að þurfa ekki að eiga það undir náð annara, hvar þeim hlotnast varanlegur samastað- ur og hvort þeim auðnist að njóta Fremsta myndin er af von Goltz hershöfðingja, sem dó í vetur austur i Bagdad. Miðmyndin er af von Jagow utanríkisráðherra Þjóðverja, en þriðja myndin er af sendiherra Bandaríkjanna í Berlin, J. W. Gerard. Asg. G. Gunnlaugsson & Co Austurstræti 1, Reykjavík, s e 1 j a: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Húsamyndirnar eru frá Kut el Amara við Tígrisfljótið.—Mannsmynd- in er af yfirforingja hers Englendinga í Mesopotamiu, Sir Percy Lake. Hann var áður foringi í Indlandsher Englendinga, en tók við núverandi stöðu sinni, eftir Nixon hershöfðingja, í desember 1915. verka sinna til fulls. Kjör leiguliða eru nú, eins og P. Z. segir, „óvið- unandi og þjóðardrep". í niðurlagi ritg. minnist höf. á sölu opinberra jarðeigna og segir hann að „sala þjóð- og kirkjujarða hafi ekki enn stutt að framförum í sveitunum, hvorki hvað byggingar eða jarða- bætur snertir", og að „margir hafi sligast undir kaupunum" á slíkum jarðeignum. Jeg held að þetta sjeu öfgar, hvort- tveggja. Þvert á móti segir almanna- rómurinn, sem sjaldan lýgur, að slík jarðakaup hafi einmitt stutt mjög að framförum í búnaði, og mín reynsla er sú hin sama; einkum hefur húsa- bótum fleygt fram á þeim jörðum eft- ir að þær hafa komist í sjálfsábúð, og aldrei hef jeg orðið þess var, að neinn hafi sligast undir þeim kaup- um. Enda eru borgunarskilmálar svo óvenjusanngjarnir og verðið svo lágt, að það er jafnvel auðveldara að kaupa þær jarðir en leigja hinar, sem komn- ar eru í geipiverð fyrir gróðabrall einstakra manna, en slíkar jarðir fara nú að verða nokkuð margar. Enn segir P. Z.: „Það á ekki að keppa að því að gera alla bændur að sjálfseignarbændum, heldur gera alla að leiguliðum með erfanlegri lífstíð- arábúð .... og leigjandi á að vera landsjóður.“ — Hjer heldur hann því fram, að allar jarðir eigi að vera þjóðeign, og hefur hann haldið fram þeirri skoðun áður í 3. tbl. X. árg. Freys. Reyndar hef jeg nú svar- að þeirri ritgerð í ísafold s. árg., í nr. 101, og get jeg að nokkru leyti vísað til þess nú. Jeg ætla ekki að! fara að deila við hann í þetta sinn um það, hvort þessi kenning hans sje rjettmæt eða eigi, að því leyti hvort jarðeignum mundi verða betur borg- iö, ef þær væru allar þjóðeign, eða hvort það mundi bæta hag lands- manna yfirleitt, ef svo væri. Enda leitast hann ekki við að færa rök að því, hvers vegna hann álítur að land- sjóður eigi að eignast allar jarðir í landinu, eða hvernig þeim eignar- og umráðarjetti eigi að vera varið. — En mig langar til að leggja fyrir hann eina spurningu: Hvernig hugsar hann sjer framkvæmd á því, að gera allar jarðir að eign landsjóðs? Ef landsjóður á að kaupa allar þær jarð- eignir, sem eru einstakra manna eign — því enginn mundi fara að gefa hon- um þær — þá er jeg hræddur um að hann yrði nú að leysa frá buddunni. Þó að eins væri að ræða um kaup á ábýlisjörðum, og miðað væri við það verð, sem nú er alment á jarðeign- um, þá yrði það stórfje, ef til vill alt að 20 milj. króna, eða meira. En nú fara jarðir óðum hækkandi í verði, og auk þess mundu þær hækka gíf- urlega í verði við það, að landsjóður komi inn á jarðamarkaðinn sem stærsti káúpandi í landinu. Það mundi margur nota sjer þá miljónahít, sem von er, og sprengja upp verðið á jörð- unum eins og fært er. Hvar halda menn að slíkt mundi lenda? Að öll- um líkindum mundi landsjóður slig- ast undir öllu saman og gefast upp áður en kaupiii væru hálfnuð, en sæti uppi með fjölda af jörðum, sem hann hefði keypt fyrir svo hátt verð, að hann gæti ekki leigt þær út, eða þá að hann yrði að leigja þær svo lágt, að hann fengi ekki nándarnærri fulla vexti af fje sínu, sem í þeim lægi. Ef til vill finst sumum þetta öfgar, sem nú var sagt — sleggjudómur, á eng- um rökum bygður. En hjer er því einu haldið fram, sem hefur við góð rök að styðjast. Það verður að gæta þess, að ef landsjóður hefur það ákveðna mark- mið að kaupa allar jarðir í landinu, þá hlýtur hann að leggja áherslu á að ná í þær. Við það eyksí eftirspurnin eft- ir jörðum um allan helming, en af því leiðir verðhækkun, Þetta er al- gilt lögmál í viðskiftum alment. En nú vill svo vel til að jeg er ekki einn til frásagna um það, hver úrslitin rrundu verða, ef reynt væri að koma öllum jörðum „undir einn hatt“, eins og P. Z. ætlast tíl. Það er nú fengin fullkomin reynsla fyrir því úti um heiminn, hvernig það hefur gefist. Það hefur verið reynt, að minsta kosti í Nýja Sjálandi, Ástralíu og írlandi að láta ríkissjóðina kaupa jarðirnar, og alstaðar hafa úrslitin orðið hin sömu. Ríkissjóðirnir hafa ekki getað rönd við reist. Verðhækkunin hefur orðið svo gífurleg, að ekkert hefur stoðað, þó ausið hafi verið út miljón- um á miljónir ofan. Þetta er vert að athuga. Jeg efast ekki um að reynslan mundi verða hjer hin sama; nema finna megi eitthvert ráð gegn því, að stranda eigi á sama skeri og þessar þjóðir hafa gert. En jeg efast um að það ráð verði fundið 1 bráð. Sú úrlausn á jarðeignamálinu, að gera alla jarðir að þjóðeign, er bara hugsjón, er reynist óframkvæm- anleg, eins og P. Z. hugsar sjer fram- kvæmd á hénni. Þessi hugsjón hefur að vísu marga áhangendur, en flestir þeirra fara aðrar leiðir til þess að ná markmiðinu, þegar til framkvæmd- anna kemur, Er hugsanlegt að líkar leiðir mætti halda hjer hjá okkur í þessu máli. En gera verður þjóðinni það skiljanlegt, hverjar þær eru, áð- ur, og mun það verða gert innan skamms, ef jeg get rjett til. Ritað í aprílmánuði 1916. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutmngsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Prentsmiðjan Rún. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. stendur yfir frá 1. nóv. til 1. maí. Aðgöngu fá bæði piltar og stúlkur 16 ára minst. Skólagjald 15 kr. Auk venjulegra námsgreina, sem kendar eru í alþýðuskólum, er mikil stund lögð á ensku, líkamsæfingar, söng, fyrir þá, sem vilja, og hann- yrðir fyrir stúlkur. Nemendur fá heimavist í skólanuni og hafa matarfjelag. Úndirritaður er með í þvi. Stúlkur borga fyrir fæði á við pilta. Umsóknir sendist undirrituðum, sem gefur nánari upplýsingar og ann- ast alla aðdrætti til skólans. Úr umsögnum prófdómara: 1914 ..Yfir höfuð að tala getum við með góðri samvisku sagt alt gott um skóla þennan og erum sannfærðir um, að hann færir sýslu þessari mikla og góða á- vexti, ef hann fellur ekki í báráttu fyrir tilverunni og ef hann heldur áfram eins og hann byrjar, sem við höfum fylstu von um, meðan hann nýtur núverandi forstöðumanns. 1915 .. Skólinn hefur nú komið sjer upp all-myndarlegu bókasafni fyrir þá, sem ganga og gengið hafa á skólánn. Eru það eingöngu enskar bækur. Er nemend- um þar gefinn kostur á að viðhalda því tungumáli, sem þar er aðallega kent, auk islenskunnar. 1916 .. Yfirleitt getum við með ánægju lýst því yfir,* að skólinn hafi fyllilega svarað til þeirra vona, er með nokkurri sanngirni verða gerðar. Það verður því eindregið álit okkar, að skóli þessi sje mikið velferðarmál. Hvammstanga 7. maí 1916. Ásgeir Magnússon. Myndin sýnir þaö, er þýska loftfarið „L. 15“ ferst í Themsármynni aðfaranótt 1. apríls í vor, og er vefiö aö flytja loftfarsmennina, sem.gáf- ust upp, yfir í enskt herskip. Reynt var að draga flakið eftir skipinu inn ána, en þá sökk það alveg. Hjer er sýndur flutningur á frÖngkum herföngum, sem teknir hafa ver- ið í orustunni hjá Verdun. Myndin er frá Trapezunt við Svartahafið og sjest upp til borgarinnar frá höfninni. Rússar halda nú borginni. tlún hefur 60,000 ibúa og á friðar- tímum er þar mikil verslun, með því að þar er endastöð lestaflutning- anna austan aö. í Armeníu-óeirðunum miklu er sagt að 10 þús. manna hafi í einu verið drekt í höfninni hjá Trapezunt.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.