Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 31.05.1916, Qupperneq 1

Lögrétta - 31.05.1916, Qupperneq 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti II. Talsimi 359. Nr. 26. Reykjavík, 31. maí 1916. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fotin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bdkaverslun Slgfúsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf œrslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. Skattamálin. Umhugsunarefni fyrir sveitabændur. I. Skattamál á síðasta þingi. Þegar leiö á þingið 1915, kom það í ljós, aS þingið ætlaði að skiljast svo við fjárlögin, að engar líkur voru til að tekjurnar mundu hrökkva fyrir nauðsynlegum útgjöldum, svo að bú- ast mátti við ókleifum vandræðum fyrir landsstjórnina og ráðunauta hennar — alþingisnefndina (,,Vel- ferðarnefndina"), því að ekki voru neinar likur til að landssjóður gæti neinstaðar fengið fje að láni; enda er það háskalegur þjóðarbúskapur að taka fje að láni til eyðslu. Var þvi einn kostur nauðugur— að hækka tekjurnar, með nýjum gjöldum í landssjóð. En þversum-menn í neðri deild sáu sjer þar leik á borði, hugðu að ráð- herra mundi segja af sjer, ef þeir gætu haldið honum í þessari klípu; þeir neyttu þess að nýjar álögur eru ávalt óvinsælar, og auðgert að æsa menn á móti öllum tillögum í þá átt. Því fór svo, að neðri deild hafnaði í fyrstu að íhuga fyrirsjáanlega fjár- þröng landssjóðs, feldi umsvifalaust frumvörp, sem þar voru borin upp í því skyni, að vekja umhugsun þings- ins um þann þjóðarvanda. En þvers- um-menn urðu fyrir miklum von- brigðum, því ráðherra sagði ekki af sjer, þó svona færi, en „Velferðar- nefndin" sagði af sjer. Og það varð til þess að allir gætnir menn sáu, að svo búið mátti ekki standa. Nauð- synin á tekjuauka landssjóðs var því tekin upp aftur til íhugunar og út- koman varð verðhækkunarskatturinn á útfluttum vörum. II. Skattskelkur. Útflutningsgjöld af sjávarafurðum eru gamalkunn. En á síðasta þingi var í fyrsta sinn lagt útflutningsgjald á landbúnaðarafur'ðir. Og það hefur farið, svo sem við mátti búast: Bændur hafa snúist illa við þessum nýju álögum, útflutnings- gjaldinu af afurðum sínum, verið sí- hugsandi um það mál í allan vetur og sárgramir við þá menn, sem hafa mælt þessum útflutningsgjöldum bót. Þeir vita að visu að verðhækkunar- gjöldin eru til bráðabirgða, en búast við, að hjer fari sem oftar — líkt og um vörutollinn og hækkunina á syk- urtollinum — að það sem i fyrstu er gert til bráðabirgða, muni ílengjast; þeir óttast að eiga í vændum viðloð- andi útflutningsgjald af öllum afurð- um sínum, og vilja, eins og eðlilegt er, fyrir hvern mun komast undan þeim nýju álögum. Segja að land- búnaðurinn þoli þær ekki. Og það er helst útlit fyrir, að þetta mál muni Þess var getið hjer í blaðintt í fyrra, að danskur ttiaður, Lindemann- Valsöe, flutti íslenskt fje til Grænlands. Hjer er sýnd mynd af fjenu þar sem það á nú heima, en það er á grænlenskum bæ í nánd við Juliane- haab. Valsöe lætur vel yfir þvi, hvernig fjárræktin gangi í Grænlandi. Danir eru nú að gera ýmsar tilraunir í Grænlandi, fremur en áSur, bæSi í veiSum og landbúnaSi. skifta miklu við landskosningarnar í sumar og haust. Er þegar farið að bera á því, að það muni mikill upp- sláttur fyrir þingmannsefni, að út- húða og afneita útflutningsgjöldum í eyru kjósenda, en hrösunarvegur að mæla þeim bót. Nú hefur Jóhann alþm. Eyjólfsson kveSið upp úr um meðhald sitt með útflutningsgjöldunum í prýðilega skýrorSri og fróSlegri grein, sem Lögrjetta flutti í vor. En þó mik- iS hafi veriS um þetta skrafaS og skrifaS síSan í haust er leiS, þá hafa engir gefiS fullar gætur aS þeirri hliS málsins, sem mjer fyrir mitt leyti finst mestu varSa og olli því, aS jeg snerist nokkuS öSru vísi viS þessu máli á síSasta þingi, en flestir aSrir. Jeg fór þá leiSina, aS aSgæta vand- lega viSskifti okkar viS önnur lönd, eftir nýjustu skýrslum, hvaS viS kaupum mikiS árlega af erlendum nauSsynjavörum, og hvaS viS selj- um mikiS út úr landinu af sjávar- afurSum og landbúnaSaráfurSum. Ef þetta er vandlega aSgætt, þá getur engum dulist — 1) aS aSfluttar lífs- nauSsynjar, sem a 11 i r hafa j a f n a þörf fyrir, eins og sykur og korn- matur, eru afar ranglátur gjald- stofn — 2) aS útfluttar afurSir eru miklum mun sanngjarnari gjaldstofn — 3)aS skattabyrSin kemur nú harS- ast niSur á smábændum til lands og sjávar og auSsæ rjettarbót fyrir þ á, tyrir mikinn þorra búmanna, aS lækka aS mun aSflutningsgjöldin (tollana) á nauSsynjavörum, en heimta í þess staS útflutningsgjöld af afurSum landsins. — Þess vegna gerSist jeg fylgismaSur útflutnings- gjaldslaganna, en meS því s k ý- 1 a u s a s k i 1 y r S i frá fyrstu byrj- un, aS útflutningsgjöldin á lífsnauS- synjum alþýSu manna yrSu jafn- framt lækkuS aS mun, svo aS skatt-i byrSin þyngdist ekki á smábændum til lands og sjávar, en byrSaraukinn kæmi eingöngu niSur á þeim, sem mest hafa i veltunni. Þetta var minn hugareikningur þegar útflutnings- gjöldin komu til umræSu á þingi. Og viS þaS stend jeg. SíSan hefur mjög mikiS veriS um þetta rætt, en mjög lítiS frá þ e s s u sjónarmiSi. Og fyrir þá sök geri jeg mjer þetta aftur aS umtalsefni. III. Landssjóðsgjöld landbænda, hvernig þeim verður best fyrir komið. Hjer er á tvent að líta — 1) hvort þörf gerist að hækka landsjóðsgjöld þeirra, sem lifa á landliúnaði — 2) hvdrt landsjóðsgjöld bænda eru rjett- lát, koma rjett niður á þeim eftir efnum og ástæðum. Um sívaxandi tekjuþarfir landsjóðs er þetta að segja: Það er langvænleg- ast til vinsælda fyrir þingmenn að vinna að því af alefli að setja landið á hausinn, þruma á móti öll- um „nýjum álögum“, en gera sem mest fyrir kjördæmið sitt, ná sem mestu úr landsjóðnum handa þvi af fjárveitingum — auka útgjöldin, en ekki tekjurnar. Af því stafar alt það, sem kallað er „hrossakaup"; og af því stafar sífeldur niðurskurður á skattafrumvörpum, þing eftir þing. Engu að síður er fjárhagur þjóð- arinnar enn i ágætu lagi. Kemur það af því, að allir atvinnuvegir hafa tekið miklum þroska, og „gömlu skattarnir“ þess vegna orðið drýgri og drýgri ár frá ári. Og þar að auki hefur alþingi smám saman nærri því eins og stolist til að hækka tollana og nokkra aðra gamla skatta, eða bæta nýjum við, en jafnan reynt að láta sem minst á því bera, aldrei haft hug til að lagfæra og leiðrjetta skatta- löggjöf landsins i heild sinni; er kanske afsakanlegt þó það hafi hik- að sjer við því afar óvinsæla verki, svo nauðsynlegt sem það er. Eitt höf- uð-undanbragð alþingis hefur það verið, að semja lög um stundar- s a k i r um tollhækkun eða nýjar á- lögur (eins og vörutollslögin), og „framlengja" þau svo aftur og aftur. Þess vegna er eðlilegt að bænd- ur óttist „framlengingu“ á útflutn- ingsgjöldum af landsafurðum. Þetta virðist mjer alvarlegt um- hugsunarefni fyrir kjósendur — þessi skollaleikur í skattamál- u m 1 a n d s i n s. Þá kem jeg að hinu atriðinu: Við skulum hugsa okkur að tekjur land- sjóðs sjeu alls ekki a u k n a r. En við skulum gá að hinu, hvort landsjóðs- gjöldin koma rjéttilega niður á landsmönnum. Og þar kem jeg að því, sem m j e r virðist mest um vert: Höfuðtekjur landsjóðs eru tolltekjur af nauðsynjavörum, sem allir þurfa álíka mikið af, fátækir og ríkir, eru nefskattur, eru r a n g- 1 á t u r skattur. Sykurtollurinn einn nemur hátt á 4. kr. á mann — sann- nefndur nefskattur. Þegar það því kom til mála að leggja allhá átflutn- ingsgjöld á útfluttar afurðir, þá fanst mjer sem slíkt mætti ekki eiga sjer stað nema því að eins að jafnframt væru 1 æ k k a ð i r aö mun tollarn- ir á aðfluttum lífsnauðsynjum. Og til þess að það sæist, að mjer er þetta full alvara, þá bar jeg upp í efri deild XI. árg. Tilkynning1 Nýjar vörubirgðir er nú komar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum Vefnadarvörum —• í fjölbreyttu úrvali. Vegna tímanlegra innkaupa getur verslunin boðið viðskifta- mönnum sínum þau bestu kaup, sem völ verður á í ár. Ennfremur hefur verslunin: Pappír cg ritföng, Sólaleður og skósmíðavörur. t Vandaðar vörur. Odvrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Hlutafjel. „VÖLUNDUR“ Trjesmíðaverksmiðja — Timburverslun Reykj a vík hefur ávalt fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri (unnu og óunnu), vanalegar, strikaðar innihurðir af flestum stærðum og allskon- ar lista til húsbygginga. frumvarp um mikla lækkun á sykur- tolli og kaffitolli og afnám alls að- flutningsgjalds af kornmat. Þegar svo ekkert varð úr útflutningsgjöldunum annað en þessi litilfjörlegi verðhækk unarskattur, þá duttu vitanlega þessi frumvörp mín úr sögunni í svipinn. En þegar ræða er um útflutnings gjöld, þá m á þetta ekki gleymast, þá má ekki gleyma að íhuga það vandlega, hvort rjettlátara er, að landsjóðsgjöldum b æ n d a s j e j a f n a ð n i ð u r á útfluttar afurðir þeirra eða á aðfluttar lífsnauð- synjar þeirra. Það getur þó engum dulist, að skatt b y r ð i n er söm hvort bóndi borgar 50 kr. í land- sjóð af nauðsynjavöru sem hann kaupir, eða afurðum sem hann selur. En ef við berum saman hagi smá- bænda og stórbænda, þá skiftir af- armiklu, hvort landsjóðsgjöld þeirra hvíla á sykrinum eða ullinni, kaffinu eða ketinu, o. s. frv. — Þar er um- hugsunarefnið, ekki síst fyrir smá- bændurna. Og fyrir þá, sem vilja hugsa um þetta vandamál af fullri skynsemd, er um að gera að líta til b e g g j a handa, bera saman og gá vandlega að því, hvor gjaldstofninn muni vera rjettlátari, aðfluttar nauðsynja- vörur eða útfluttar afurðir, og ganga út frá þeim tekjum, sem landsjóður fær n ú, 'samkvæmt gildandi lögum. Sykurtollurinn er þá 15 aur. af hverju tvípundi (kílókrammi) og 30 aur. af hverju tvípundi af óbrendu kaffi og kaffibæti, en 40 aur. af alls konar brendu kaffi. Þetta er 1 a n g- stærsta tekjugrein land- s j ó ð s; í gildandi f járlögum er kaffi- og sykurtollurinn áætlaður 500 þ ú s. k r. á á r i og fráleitt of hátt, en það verða um 5 k r. 6 7 a u. á hvert manns barn á land- inu, eða því nær 40 kr. á 7 manna heimili, að meðaltali. Þar við bætist svo aðflutningsgjaldið af öllum öðr- um nauðsynjavörum, vörutollurinn; hann er þó ekki áætlaður alt í alt nema 325 þús. kr. á ári. Rúmur helmingur landsmanna lifir af landbúnaði og útfluttar landbún- aðarafurðir námu 1913 yfir 5 milj. króna. Gerum stöðugt ráð fyrir, að sveita- bændur greiði ekki hærri landsjóðs- gjöld en þeir nú gera. Og hugsum svo um hitt, hvort sanngjarnara er, hvort r j e 111 á t- a r a e r, aðflutningsgjöld eða út- flutningsgjöld. Þ e 11 a er rjetta spurningin. Þ e 11 a er það sem bændur ættu að hugsa vandlega um sín á milli. Og einkanlega ættu allir smábændur af öllum bændum) að gera upp hvað þeir þurfa árlega af tollskyldum vör- um og hvað þeir geta selt mikið af búsafurðum — og bera sig saman við stórbændur; íhuga svo hvort rjettlát- ara muni í bændabygðum aðflutnings- gjöldin eða útflutningsgjöld. Og þetta ættu þeir helst að gera núna fyrir kosningarnar. Fátt er of vandlega hugað. G. Björnson. Þegnskylduvinnan, skólarnir og heimilin. Eftir Hervald Björnsson. I. Það hefur verið hljótt um þegn- skylduhugtakið á umliðnum árum. Menn hafa verið einstaklega þag- mælskir um það mál þangað til síð- asta alþingi raskaði þagmælsku- rónni með þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um lögleiðing þegn- skylduvinnu, samhliða alþingiskosn- ingum á komandi hausti. Siðan hafa nokkrar umræður orðið um málið i blöðunum og á fundum, og eins og vænta mátti, komið fram ærið and- stæðar skoðanir. En það er nokkuð erfitt að ræða málið, þar sem hvorki verður bygt á hjerlendri eða erlendri reynslu. Skoðanir manna eru því ekki annað en mismunandi líklegir spádómar og getgátur, eins og hver og einn getur sannfærst um með því að lesa þau skrif, sem fram hafa kom- iö i málinu. Fylgjendum málsins fipst það trúlegt, líklegt og sennilegt, sem andstæðingum þeirra þykir ótrúlegt, ólíklegt og ósennilegt. Skynsamleg rök verða hvorki færð málinu til stuðnings eða falls, fyr en það er rætt á grundvelli náskyldra mála, svo sem uppeldis og fræðslumálanna. Og í raun og veru er uppeldishlið þegn- skylduvinnunnar ekkert annað en ein grein á stofni mentamálanna, eða eitt ráðið enn til að þroska og göfga mannseðlið. Þeir, sem láta þegnskyldumálið til sín taka, og það er beinlínis skylda allra þeirra, sem á komandi hausti ætla með atkvæði sínu að hafa áhrif á úrslit málsins, verða að gæta að

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.