Lögrétta

Issue

Lögrétta - 07.06.1916, Page 1

Lögrétta - 07.06.1916, Page 1
Ritstjóri: ÞORST. 6ÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 27. Reykjavík, 7. júní 1916. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð ffest. Þar eru fataefnin best. innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Búkaverslun Siatúsar Eymundssonar. Vígskip af stærstu gerð. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaSui;. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. Járnbrautin enn. Andsvör og hugleiöingar eftir Jón Þorldksson. I. Þegar ritgerö mín „Járnbrautir á íslandi" kom í Lögrjettu um og eftir áramótin 1914—15, leið ekki á löngu áður en blaðið „ísafold" kom meS nokkurskonar svar frá þáverandi hollvini sínum, Birni Kristjánssyni bankastjóra. Svarið bar sömu fyrir- sögn og ritgerð mín, og tók jeg þaS sem góðan fyrirboSa urn aS stefna sú, sem gerir hina sameiginlegu fyrir- sögn ritgerSarinnar og svarsins aS einkunnarorSum sínum, sje aS vinna fylgi og muni sigra á sínum tíma. Bankastjórinn var fljótur til svars í þetta sinn, því aS byrjunin á svari hans kom í ísaf. sama daginn og niS- urlag ritgerSar minnar í Lögr., og niS- urlagiS á svari hans er dagsett þenn- an sama dag. Svo aS hann hefur lokiS jafnsnemma aS semja svariS og aS lesa þaS, sem hann ætlaSi aS svara upp á. Jeg man þaS frá æsku- árunum, aS þaS þótti rösklegt í krakkahóp, aS svara fyrir sig áSur en andmælandinn hafSi lokið máli sínu, en síSan jeg komst á fulloröins- árin, hefur mjer fundist sú aSferSin hagkvæmari í viðræðum, aS hlusta fyrst, hugsa síSan og svara svo. Og jeg einsetti mjer að fylgja þessari góðu reglu í viSræðum mínum við bankastjórann um járnbrautarmáliS. Þegar niðurlagiS á svari hans kom í ísaf. 20. mars 1915 varS jeg glaS- ur. ViS höfum átt oröastaS áSur um járnbrautarmál, bankastjórinn og jeg, og ekki mjer vitanlega getaS orSiS sammála um nokkurn skapaSan hlut. En í niðurlagsgrein þessa svars set- ur B. Kr. alt í einu fram skoðanir um nútíðar og framtíSar verkefni þjóSarinnar, sem jeg í a S a 1 a t r i S- u n u m var og er honum samdóma um, og gladdi þetta mig. En jafn- framt þóttist jeg sjá, aS „svari“ hans var í raun og veru ekki lokiö; hann hafði sett fram hugmynd, sem nánari grein þurfti aS gera fyrir, og jeg von- aðist eftir að hann mundi gera þaS. Sú von hefur líka rætst, því aS núna á fyrsta fjórðungi ársins 1916 hefur birtst eftir hann ritgerS „Um járn- brautir", í blaðinu „LandiS“, og er þar í framhald þaS á svari hans, sem jeg hafði vænst eftir. Svo aS nú finst mjer vera kominn hinn rjetti tími fyrir mig til andsvara, og skal þá ekki heldur skorta samsinni mitt til þeiira atriða, sem jeg er bankastjór- anunt sanimála um. En þaö biS jeg bæöi hann og aðra lesendur Lögr. aS virða mjer a hinn hægri veg, að ein- um þættmum 1 öllu mah hans geng jeg alveg framhjá. ÞaS eru dylgjur hans og aðdróttanir um aS járnbraut- arvinir, og þá jeg sjerstaklega, sjeum í eigih hagsmuna skyni að reyna aS fleka þjóSina út i glæfrafyrirtæki. Læt jeg þar nægja aS taka þetta fram í eitt skifti fyrir öll: í) Jeg hef frá upphafi veriS þeirr- ar skoðunar, aS þegár vjer förum aS leggja járnbrautir, þá eigi þaS helst aS gerast á kostnaS landssjóðs, ef verkast vill meS þátttöku bæjar- fjelaga og sveitarfjelaga. Áætlanir mínar um járnbrautarlagningar hafa verið miSaSar viS þetta. 2) Jeg get engan hagnaS haft á neinn hátt af framkvæmd slíks verks, og býst ekki einu sinni viS aS jeg mundi leita mjer atvinnu viS þaS, þó til framkvæmdar kæmi meðan jeg er uppi. 3) Jeg rek enga þá atvinnu, sem neitt gagn mundi bafa mjer vitan- lega af járnbrautinni milli Reykjavík- ur og Rangárvallasýslu, sem helst hefur veriS talaS um. Annars hefur nú líka ritstjóri ísa- foldar, sem er nákunnugur B. Kr., nýlega skýrt lesendum sínum frá því, aS tortrygni hans og þá þar af leið- andi aSdróttanir stafi af sjúkleika, og hygg jeg aS þetta sje rjett, en þau veikindi ekki gerandi aS blaöamáli. II. Jeg sný mjer þá aS efninu í grein- um B. Kr., sem birtust í ísafold 3. til 20. mars.f. á. Og verS jeg þá aS byrja á aS leiðrjetta þau höfuöatriði, sem hann hefur rangt eftir m j e r, og síöan notar sem undirstööu undir öllu svari sínu. Honum farast þannig orö (ísaf. 3. mars 1915, 5. dálki): „Nú vill hann ekki leggja 112 kiló- metra járnbraut, heldur 500 kílóm. hingaS og þangaS um landiS, og á þaS aS gerast á næstu 10 árum. Svo ætlast hann til aS minsta kosti íraman af t greininni. En í síðara hluta hennar hefur honum eitt- hvaS snúist hugur, svo skoSun hans veröur mjög á reiki. N ú leggur hann til aS landiS sjálft leggi járnbrautina, og taki lán til þess aS leggja þessa 500 km. braut, og gisk- ar hann á aS til þess muni þurfa 20 miljónir.“ Hjer til er því aS svara, aö jeg hef hvergi i ritgerS minni gert ráS fyrir aS hjer yröu lagðir 500 km. af járn- braut á næstu 10 árum — alls ekki ' komiS slík fjarstæöa í hug, og mjer er alveg óskiljanlegt aS nokkur maS- ur geti misskiliS ritgerS mína á þenn- an veg. Og því síður hef jeg „lagt til“ aS landiö taki 20 milj. kr. lán til þess aS leggja þessa 500 km. af járnbraut- um. Eins og þeir vita, sem hafa lesiö, ritgerS mína, leiddi jeg nokkrar líkur aS því, aS hin islenska þjóS einhvern- tima í framtiðinni mundi verSa fær um aS rísa undir framfarafyrirtæki, sem kostaöi 20 milj. kr. og bygöi jeg þaS á vaxandi fólkstölu og vaxandi getu (gjaldþoli). Jafnframt ræddi jeg nokkuS um þau úrræði, sem fyrir hendi eru til þess aS gera slikt stór- virki auöveldara í framkvæmdinni, án þess aS gera ákveðnar tillögur um hverjum þeirra skyldi beita. En skoS- un mín um þaS, hvaö fyrir liggi aS gera í nútíðinni, hef jeg sett fram á þá leið, aS fyrst er aS gera skynsam- lega byrjun —• meS Austurbraut- inni —. Og eina tillaga mín i •málinu er sú (sjá Ritsafn Lögrjettu 1. h. bl.s. 39—'40), aS framkvæmd sje fullnaðarrannsókn sú um lagninguna, sem alþingi hefur nú tvívegis synjaö um fje til. Og þar við hef jeg bætt þessum orSum: „Ef hún (þ. e. rann- sóknin) staöfestir þá niðurstööu, aS þessar brautir fáist fyrir 4 miljónir kr., þá er jeg fyrir mitt leyti ekkert hræddur viö aS byggja þær á lands- sjóSskostnaS fyrir lánsfje, jafnskjótt og lán fæst meS aðgengilegum kjör- um.“ Vilji B. Kr. skoða þetta sem tillögu um lántöku, þá.má hann þaS, en hann má ekki gleyma þvi, aö upp- hæöin er 4 milj. kr. , og tillagan er tveimur ákveðnum skilyrðum bundin, og hvorugt þeirra uppfylt enn í dag, svo ef bera ætti mína eigin „tillögu“ undir atkvæöi mitt á þessari stundu, þá hlyti jeg að greiSa atkvæði á móti henni. En hann gerir sjer mót- stöðuna talsvert auöveldari meS því aS ganga fram hjá skilyrðunum, færa upphæSina úr 4 milj. upp í 20 (og jafnvel 30) milj. kr., og gera ráS fyrir erfiöum lánskjörum. Er það „nauS mikil“ aS þurfa aS eltast viS slíkar rangfærslur. III. í ritgerð minni sýndi jeg fram á, aS þó vjer hugsum til aS tengja sam- an alla hina helstu landshluta meS járnbrautum, þá þyrftum vjer ekki aö koma upp lengri brautarspotta á m a n n heldur en gerist i Canada, Bandaríkjunum eSa Ástralíu. Leiddi jeg rök aS þessu meS samanburði á fólksfjölda, stærð og brautarlengdum þessara landa. Sú höfuðmótbára á móti járnbrautarlagningum hjer, aS landiS sje og muni verða o f s t r j á 1- bygt til þess, er þar meS niSur kveS- in, og hefur hvorki B. Kr. nje aðrir treyst sjer til aS andmæla þessu síSan. Þó hefur B. Kr. í greinum sínum sett fram tvær „leiSrjettingar“, sem eiga aS snerta þetta atriði, er honum sjáan- lega þykir leitt aS geta ekki hrakið. Fyrst hermir hann þaS, aS jeg telji ekki flatarmál Canada rjett, er jeg segi hana um 90 sinnum stærri en ísland. En þaS fer þá ekki betur fyrir honum en svo, aS sú stærS sem hann telur er röng, en mín nákvæmr lega rjett, og getur hann gætt að þessu hvort sem hann vill i handbók Hage’s (sem honum er tamt aS tina fróöleiksmola úr), Statesmans Year- book eða Whitaker. Hin „leiðrjett- ingin“ hans er spaugileg. Hann telur þaS rangt af mjer aS telja óbygöir meS b æ S i í Canada og á íslandi viS samanburS á þjettbýli þeirra landa, og leiörjettir þetta meS þvi, aS sleppa 2/$ af stærS Canada — tel- ur þaS óbygðir — en engu af stærð íslands, rjett eins og hjer væru engar óbygSir!! Sjálfur finnur hann þó sýnilega til þess, að „leiSrjettingar" hans duga ekki til aS hrekja niöur- XI. árg. Tilkynning- Nýjar vörubirgðir er nú komar til jj K af flestum nú fáanlegum — Vefnadarvörum —- í fjölbreyttu úrvali. Vegna tímanlegra innkaupa getur verslunin boðið viðskifta- mönnum sínum þau bestu kaup, sem völ verður á í ár. Ennfremur hefur verslunin: Fappír cg ritföng, Sólaleður og skósmíðavörur. t Vandaðar vörur, Odvrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. stöðu mína, „því“, segir hann, „fjarri fer því, aS hægt sje aS byggja hjer á höfðatölunni einn i“. Og meginkafli svars hans gengur svo út á aS sanna þaS, aS „höfðatalan“ okk- ar hafi svo miklu minni þ ö r f fyrir járnbrautir, og hafi svo litiS til þess aS flytja, aS járnbrautirnar hjer muni aldrei geta borgaS sig. í ritgerS minni hafSi jeg bent á nokkrar af þeim þörfum, sem hjer verSur aS bæta úr, ef ís- land fra m t iSarinnar á aS verða ræktaS land, og leiddi rök aS því, aS úr þeim þörfum verS- ur ekki bætt meS ööru en járnbraut- um. ÞaS er mjer nú ánægjuefni, aS B. Kr hefur ekki gert nokkra til- raun til þess aS hagga neinu af því, er jeg hef sagt um þetta, og í niSur- lagi svars síns viSurkennir hann bein- línis röksemdir minar, sem síöar mun aS vikiö. En i stað þess a n n a S- h v o r t aS sýna fram á aS þær þarf- ir, sem jeg hef nefnt, sjeu ekki fyrir hendi, e S a þá aS bæta megi úr þeim á annan hátt en meS járnbrautum, tekur hann þaS ráS, aS halda langan lestur um þaS, hvaöa þarfir fyrir járnbrautir sjeu og hafi veriS fyrir hendi í öörum 1 ö n d u m. Telur hann þar upp 9 þarfir, sem hafi knúS önnur lönd til aS leggja járnbrautir; engin þeirra sje fyrir hendi hjer, þess vegna þurfum vjer ekki járnbrautir. Mjer til mikillar undrunar sá jeg nýlega, aS B. Kr. er sjálfur svo hrif- inn af þessari rökfærslu sinni, aS hann hefur tekiS hana upp í þing- ræSu til þess aS hún geymdist í Al- þingistíSindunum. Finst mjer því rjett að lofa lesendunum aS sjá hana. Hún er svona: „Járnbrautar þörf. ÞaS sem knýr hin stærri lönd til aS leggja járnbrautir er einkum þetta: 1. a S löndin eru s tó r, 2. a S flest lönd liggja í s a m h e n g i viS önnur lönd, 3. a S þau hafa h e r n a S a rskyldu, 4. a S þau hafa n á m u r, 5. a 8 þau hafa s k ó g a, 6. a S þau hafa a k u r y r k j u, 7. a S þau vegna gífurlegra vega- vegalengda verða aö hraða póstflutningi, 8. a ö þau hafa i 8 n a S, 9. aS vegalengdirnar frá hafnarstað eru oft svo miklar, aS flutningur á n a u S s y n j a v ö r u m og fólki væri ókleifur án járnbrauta, eSa meS öSr- um orðum sagt: Flutninga- þörfin svo mikil, aS henni yrSi alls ekki fullnægt á annan hátt. Þessar munu vera aðalástæSurnar." 1. Nú vitiS þiS þá aS hiS fyrsta, sem knýr „stærri“ löndin til aS leggja járnbrautir er þaS — að þau eru „stór“! En hvað knýr þá s m æ r r i löndin til þess? Því aS þau hafa líka lagt járnbrautir hjá sjer og eru aS því í sífellu ö 11, u n d a n t e k n i n g- a r 1 a u s t, þau sem bygS eru af siS uöum þjóöum. Danmörk er rúmur Yi af íslandi aS stærS, og ekki eitt land í venjulegum skilningi, heldur einn skagi og margar eyjar, alt sævi girt og sumdurskoriS meS ágætum höfnum. Þar heitir ein eyjan Borg- undarhólmur, liðugar 10 fermílur aS stærS. Þar eru lagSar járnbrautir. önnur heitir Langaland, 5 fermílur aS stærS, en 7)4 míla aS lengd, og svo mjó, aS ekki er frá neinum depli á eynni meira en )4 míla til sjávar —• þar fundu þeir upp á þeim skolla nýlega, aS leggja járnbraut bæSi langsum og þversum yfir hólm- ann! Og svona má halda áfram. Ef eg nú gef þá skýringu, aS „smærri“ löndin leggi járnbrautir af því aS þau eru „smá“ — þá hef jeg útlistaö fyrsta liðinn í „járnbratitar þörf“ þeirra nákvæmlega eins vel og B. Kr. fyrsta liöinn í „járnbrautar- þörf“ „stærri" landanna; en jeg biS ekki um geymslu fyrir skýringuna í AlþingistíSindunum! * Annars væri fróölegt aS vita, hvort þaS er meining B. Kr. , aS ísland sje svo 1 í t i S, aS þaS þ u r f i e k k i járnbrautir — geti ekki talist meS „stóru“ löndunum í þvi sambandi. HingaS til hefur bæSi hann og aðrir járnbrauta-andstæöingar haldiS hinu gagnstæSa fram —■ aS ísland sje svo s t ó r t, í samanburSi viS fólksfjöld- ann, aS þaS geti ekki komiS sjer upp járnbrautum. 2. Og svo 1 i g g j a þau flest í sam- hengi viS önnur lönd, þaS er ástæöa nr. 2 fyrir þ a u til aS leggja járn- brautir. En hver skollinn gengur þá aS þeim, sem 1 i g g j a e k k i í sam- hengi viS önnur lönd? Eins og t. d. Borgundarhólmur, Langaland, írland, Bretland og býsna mörg fleiri. Lik- lega er þó ástæða nr. 2 hjá þ e i m ekki sú, aS þau liggja ekki i samhengi viS önnur lönd? 3. Og svo hafa þau hernaöarskyldu. Já, þaS er nú svo. Annars held jeg aö í mars 1915, þegar B. Kr. reit svar sitt, hafi þurlendi jarSarinnar verið skift í 5 heimsálfur. Og aS í þremur þeirra hafi ekki veriS n e i 11 1 a n d, sem hafði herskyldu — sem sje ekk ert land í Vesturálfu, Suöurálfu og Eyjaálfu —, í fjórSu álfunni e i 11 land (Japan), en i þeirri fimtu, NorS- urálfunni, aS eins eitt ríki, sem ekki haföi herskyldu, Stórabretland, en einmitt þar eru járnbrautirnar til orðnar. Hver er þá ástæða nr. 3 hjá þeim mikla meiri hluta landanna, sem ekki hefur hernaöarskyldu? 4. Öll þau lönd, sem e k k i hafa námur, keppast lika viö aS hafa járn- brautir, og þau lönd, sem hafa nám- ur, leggja járnbrautir jafnt um námu- laus hjeruS sin eins og um námu- svæðin. 5. Flest lönd NorSurálfunnar mega nú heita skóglaus, þ. e. þau eru snauö af nytjaskógum, nema Noregur, Sví- þjóð og nokkrir hlutar af Rússlandi og Þýskalandi. Og járnbrautir eru

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.