Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.06.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 07.06.1916, Blaðsíða 4
100 lögr;etta Hið íslenska Bokmentafjelag. Aðalfundur fjelagsins verður haldinn laugardaginn 17. júní næstkom- andi kl. 9 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu (niðri). DAGSKRÁ: 1. Skýrt frá hag fjelagsins og lagðir fram til úrskurðar og samþyktar 'reikningar fyrir árið 1915. 2. Skýrt frá úrslitum stjórnarkosninga. 3. Kosnir tveir endurskoðunarmenn. 4. Rætt og ályktað um önnur fjelagsmál, er upp kunna að verða borin. Reykjavík 3. júní 1916. Björn M. Ólsen, p. t. forseti. Dvergur, trjesmfðauerksmiija og timbaruerslun (Nygenring {Co). Hafnarfirði. Símnefni: Dvergur. Talsími 5 og 10. Hefur fyrirliggjandi: Hurðir — Glugga — Lista og yfir höfuð alls konar timburvörur til húsabygginga og annara smíða. — Húsgögn, ýmis konar, svo sem: Rúmstæði — Fataskápa — Þvottaborð og önnur borð af ýmsum stærðum. Pantanir afgreiddar á alls konar húsgögnum. — Rennismíðar af öllum tegundum. Miklar biroðir ai sænsku timbri, sementi 09 paupa. Timburverslunin tekur að sjer byggingu á húsum úr timbri og steinsteypu, og þar sem vjer höfum fengið betri kaup á timbri í þetta skifti en alment, gerist, væntum vjer að geta boðið viðskiftamönnum vorum hin allra bestu viðskifti, sem völ er á. Blómsveigagjafir til Landsspítalasjóðsins. Nýverið stóð í blöðunum dánar- fregn Bjarna Kolbeinssonar, gamals og góðs borgara þessa bæjar. Ætt- ingjar hins látna ljetu þess getið í sambandi við greftrunartilkynning- una, að þeir óskuðu þess, að allir þeir, sem kynnu að vilja gefa blómsveiga á kistu Bjarna sál., ljetu heldur and- virðið ganga til Landsspítalasjóðsins. Þetta varð til þess að nefnd sjóðs- ins bárust eitthvað um 60 kr. er gefn- ar voru í minningu áðurnefnds manns. Gefendurnir óskuðu að fá minningarspjöld líkt og notuð eru við „Árstíðaskrá Vífilstaðahælisins“ og Blómsveigasjóð Þorbj. sál. Sveins- dóttur“, en spjöldin voru ekki til. Nefnd Landsspítalasjóðsins hafði ekki viljað ótilkvödd fara að stofna til slíkra gjafa, en þegar gjafirnar eru byrjaðar að annara tilhlutun, þá mun bráðlega verða sjeð um að fá minn- ingarspjöld, sem fúslega verða af- greidd af nefnd Landsspítalasjóðsins þegar einhverjir vilja framvegis styrkja sjóðinn með minningargjöf- um um látna vini. Nefnd Landspitalasjóðsins vottar frú Guðrúnu Bjarnadóttur og manni hennar, herra Þorsteini Jónssyni járn- smíðameistara, alúðarþakkir fyrir að þau hafa orðið til þess að byrja á þessum gjöfum, eða öllu heldur orð- ið til þess að stofna þennan „Blóm- sveigasjóð" í sambandi við Land- spítalasjóðinn — og framvegis munu margir leggja skerf í sjóð þennan, sem óneitanlega getur orðið álitlegur styrkur fyrir Landspítalamálið — um leið og það er nýjasti votturinn um vinsældir þessa máls hjá flestum ef ekki öllum, sem heyra minst á það mál eða fjársöfnun til þess. Það hefur svo oft verið tekið fram, hversu miklu betur þvi fje væri var- ið, sem gefið væri í einhverju líknar- skyni, heldur en hinu, sem varið væri til þess að kaupa fyrir fánýta blóm- sveiga, sem að eins eru augnabliks samúðarvottur; en gjafir gefnar í þessu skyni geta orðið varanlegir blómsveigar hinum látna, sem gjaf- irnar eru tengdar við, og ef til vill einhverjum lífgjöf. Að endingu vonum við að margir gerist vinir þessarar fjársöfnunar til Landspítalasjóðs, og í þeim erindum má snúa sjer til einhverrar okkar þriggja úr nefnd Landspítalasjóðsins- Reykjavík, 23. maí 1916. Ingibjörg H. Bjarnason, kvennaskólanum. Inga L. Lárusdóttir, Bröttugötu. Þórunn Jónassen, . Lækjargötu. lafnaðarmannaforinojarnir býsku. Myndirnar hjer eru af foringjum þýska jafnaðarmannaflokksins, sem nú er klofinn út af afstöðunni til ó- friðarins. Philip Scheidemann er nú foringi meirihlutans, en Hugo Haase þeirra 18, sem sagt hafa sig úr Scheidemann. flokknum. Klofningurinn í flokkn- um var farinn að gera vart við sig fyrir nokkrum árum, áður en stríðið hófst, og vildu ýmsir af ráðandr mönnum flokksins þá sveigja hann meira til samvinnu við aðra stjórn- málaflokka en áður hafði verið, 0g voru þeir nefndir „Revisionistar", eða endurskoðunarmenn, en voru í minni- hluta. Þegar ófriðurinn hófst var Haase formaður flokksins og gaf yf- irlýsingu í þinginu 4. ág. 1914 fyrir flokksins hönd um það, að hann væri samþykkur fjárveitingunni til ófrið- arins. Síðan hafa komið fram upp- lýsingar um, að hann hafi innan flokksins barist á móti því, að sú af- staða væri tekin til málanna, en orðið undir í atkvæðagreiðslunni og síðan beygt sig fyrir meirihlutanum, og varði hann þá í þinginu það, sem hann hafði barist á móti innan flokksins. Scheidemann varðl síðan foringi flokksins, en sundrungin varð meiri og meiri, þangað til þeir Haase og hans menn sögðu sig að lokum úr honum, er síðasta fjárveitingin var Haase. samþykt af þinginu til áframhalds ófriðnum. I höfuðmálgagni flokksins, „Vorwárts", hafa klofningarnir hald- ið fram hvor sínum málstað. Meðal Haase-mannanna er nú dr. Bernstein, sem áður var einn af forvígismönn- um endurskoðunarmannanna. Dr. Liebknecht, sem mest uppþotið hef- ur gert í þinginu hvað eftir annað út af ófriðnum, er utan við báða klofn- ingana, en stendur þó auðvitað Haase nær. Dr. Liebknecht var í fangelsi, er síðast frjettist. Hann var tekinn með- al nokkurra fleiri manna út af smá- óspektum í Berlín 1. maí. Hann var í hernum, en hafði þá heimfararleyfi. Jafnaðarmannaflokkur þingsins vildi fá hann lausan meðan á þingi stæði en það var felt með miklum atkvæða- mun og er mál höfðað gegn honum. Annars er hann fyrir löngu rekinn úr flokknum. Eftirmæli. 28. ágúst f. á. andaðist að heimili sínu, Hagavík í Grafningi, heiðurs- bóndinn Þórður Magnússon, eftir 5 daga legu, úr lungnabólgu. — Hann var fæddur að Villingavatni í sömu sveit 12. febr. 1857. Foreldrar hans voru hreppstjóri Magnús Gísla- son og Anna Þórðardóttir, sem bjuggu þar allan sinn búskap. Þórð- ur ólst upp og var þar hjá foreldr- um sínum til þess er hann árið 1887 byrjaði búskap í Hagavík, og sama ár gekk hann að eiga frændkonu sína Guðrúnu Þorgeirsdóttur frá Núpum í Ölfusi, er lifir mann sinn. — Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en jafnan voru börn á heimili þeirra og reyndist hann þeim sem besti faðir. Þórur heitinn bjó jafnan við góð efni og var mikil stoð sveitarfjelags sins. Hann sat prýðilega ábúðarjörð sína, sljettaði, græddi út og girti alt túnið, Ijet byggja öll bæjarhús af nýju, vistleg og góð, einnig fjenaðar- h.ús og hlöður fyrir heyföng jarðar- irnar. Hreinlæti og regla þóttu fram- úrskarandi í öllu á heimili hans. Er jeg þess viss að lengi munu menjar eftir verk hans sjást í Hagavík. — Þórður sál. var áreiðanlegur í orð- um og viss í viðskiftum, yfirlætis- laus, en hreinskilinn og ráðhollur, er mál voru rædd; þýður í viðmóti og gestrisinn heim að sækja. Hann var einlægur trúmaður og unni kirkju sinni. Til marks um það má nefna, að hann ásamt Magnúsi bróður sín- um (bónda á Villingavatni) gaf Úlf- ljótsvatnskirkju vandaða altaristöflu, í minningu þess að þeir bræður hjeldu silfurbrúðkaup sitt I. júlí 1913, og höfðu þá einnig búið í sömu sókn 25 ár. Mikil eftirsjá er að Þórði fyrir hiði litla sveitarfjelag, sem hann starfaði í, og þó einkum fyrir nánustu ættingja og vandamenn; fyrir þá mun vand- fylt það skarð, er skjöldur hans varði. Sveitungi hins látna. Leynilögreglusaga eftir A. CONAN DOYLE. Frh. IX. KAPÍTULI. Snurða á þræðinum. Það var orðið mjög áliðið dags þeg- ar jeg vaknaði, og var jeg þá vel hraustur og hress. Sherlock Holmes sat þá enn nákvæmlega eins og þegar jeg sofnaði að því undanteknu, að hann hafði lagt frá sjer fiðluna og var sokkin ofan í bók. Þegar jeg opn- aði augun, leit hann á mig, og jeg gat sjeð á andlitinu á honum að hann var í illu skapi og leið ekki vel. „Þjer hafið sofið vært,“ sagði hann, „en jeg var hræddur um að við vekt- um yður með skrafinu í okkur.“ „Jeg varð einskis var,“ svaraði jeg, „hafið þjer fengið nýjar frjett- ir?“ „Því miður ekki. Jeg skal játa að jeg skil ekkert í því og er stórlega leiður yfir því. Jeg bjóst við áreiðan- legum frjettum fyrir þennan tíma. Wiggins var hjerna núna rjett áðan. Hann segir, að þeir verði ekki hið minsta varir bátsins. Það er afleitt, því að hver stundin er dýrmæt." „Get jeg gert nokkuð? Nú er jeg stálhress, og jeg er til í að vera í slarki í alla nótt.“ „Nú getum við ekkert gert. Við er- um neyddir til þess að bíða. Ef við færum, gætu drengirnir komið á með- an og svo alt tafist. Þjer getið gert hvað þjer viljið, en jeg verð að halda hjer vörð.“ „Þá ætla jeg að skreppa út tS'l Camberwell og hitta frú Cecil For- rester. Hún bauð mjer það í gær. „Hitta frú Forrester?" spurði Hol- mes og sendi mjer heldur kýmilegt augnaráð um leið. „Nú, jæja, auðvitað ungfrú Mor- stan líka. Þær eru svo órólegar út af því hvernig ganga muni.“ „Jeg mundi samt vara mig að segja þeim of mikið,“ sagði Holmes. „Það er alt af varhuga vert að treysta kvenfólki, jafnvel því allra áreiðan- legasta af því.“ Jeg gat ekki verið að eyða orðum að því að neita þessum sleggjudómi. „Jeg kem aftur eftir eina eða tvær stundir,“ sagði jeg. „Alveg rjett. Góða ferð og góða skemtun! En ef þjer hvort sem er farið yfir um ána, þá þætti mjer vænt um að þjer skiluðuð Toby. Það er ekki útlit fyrir að við getum notað hann meira.“ Jeg tók hundgreyið með mjer, og skildi hann eftir hjá dýrasafnaran- um ásamt hálfu pundi fyrir lánið. Þegar jeg kom til Camberwell hitti jeg ungfrú Morstan. Hún var dálítið eftir sig eftir næturvökuna, en hin ákafasta í allan nýjungar. Frú For- rester var líka gráðug í frjettir af málinu. Jeg skýrði þeim frá öllu, sem við höfðum aðhafst en feldi úr það hroðalegasta og dró úr því. Þó að jeg til dæmis segði þeim frá dauða Sholtos, gat jeg þess ekki hvernig hann hefði atvikast. En þó að jeg feldi sitt af hverju úr, var frásögnin nógu söguleg til þess að þær fjellu í stafi. „Þetta er eins og hreinasta æfin- týri!“ sagði frú Forrester. „Kona, sem verður fyrir órjetti, fjársjóður, hálf miljón að upphæð, svört mann- æta, óþokki með trjefót. Þeir geta komið í staðinn fyri|r drekann og vonda jarlinn, sem venjulega koma fyrir.“ „Og tveir riddarar koma til hjálp ar,“ bætti ungfrú Morstan við og leit til mín. „En heyrðu mjer, Mary, nú er alt þitt lán komið undir því að þessi leit hepnist. Mjer finst þú ekki nánd- ar nærri nógu æst út af þvi. Hugsaðu þjer hvernig það má vera, að hafa slik auðæfi og sjá heiminn liggja flat- an fyrir fótum sjer.“ Mjer fanst eins og Ijósgeisli snerti hjartað i mjer þegar jeg sá, að þessi orð sýndust ekki hafa minstu áhrif. Þvert á móti. Hún rykti til höfðinu gikkslega, eins og þetta væri eitthvað smávægilegt aukaatriði. „Jeg er hræddust og órólegust vegna Taddeusar Sholto,“ sagði hún. „Hitt er mjer alveg .sama um. En mjer finst hann’hafa breytt svo göf- ugmannlega í þessu öllu. Það er skylda okkar að gera alt til þess að losa hann úr þessum óverðskuldaða vanda.“ Jeg fór ekki frá Camberwell fyr en kvöld var komið, og þegar jeg kom heim var orðið koldimt. Bók og reykjarpíka fjelaga míns lágu á stóln- um hans, en hann sjálfur var horf- inn. Jeg litaðist um hvort hann hefði ekkert skrifað, en fann ekkert. „Sherlock Holmes mun hafa geng- ið út?“ sagði jeg við frú Hudson, þegar hún kom upp til þess að draga niður gluggatjöldin. „Nei, hann fór inn til sín. Mig lang- ar til að segja yður það, herra Wat- son,“ sagði hún og lækkaði röddina, „að jeg er smeik við að það sje ekki alt með feldu við hann í dag.“ „Því þá það, frú Hudson?“ „Hann er eitthvað svo einkenni- legur. Þegar þjer voruð farinn, gekk hann um gólf fram og aftur, aftur og fram, þangað til jeg var orðin dauð- þreytt á að heyra fótatakið. Jeg heyrði líka að hann var að tala við sjálfan sig og muldra eitthvað fyrir munni sjer, og í hvert skifti, sem hringt var dyrabjöllunni, kom hann óðara fram í stigagatið og sagði: ,Hvað er þetta, frú Hudson?‘ Nú hef- ur hann reikað upp í herbergið sitt, en jeg heyri, að hann er enn þá að ganga um gólf. Jeg vona þó að hann sje ekki að veikjast. Jeg vogaði mjer að minnast á það við hann, hvort hann vildi ekki fá sjer eitthvað kæl- andi meðal, en hann sneri sjer að mjer með sliku augnaráði, að jeg hröklað- ist — jeg veit varla hvernig — út úr herberginu." „Jeg held að þjer hafið enga á- stæðu til að vera hrædd, frú Hud- son,“ svaraði jeg. „Jeg hef sjeð hann svona fyr. Hann á í dálitlu máli núna, og það liggur svo þungt á hon- um.“ Jeg reyndi að vera jafnkærulaus i málinu eins 0g jeg gat, þegar jeg sagði þetta, en sannast að segja var mjer sjálfum mjög órótt innanbrjósts af þvi að heyra alla nóttina við og við fótatakið. Jeg vissi hvílika voðalega baráttu hann varð að þola, þegar hann var dæmdur til þessa iðjuleysis. Þegar hann kom að morgunmatar borðinu, var hann þreytulegur og daufur, og dálítill rauður díll sást á hvorri kinn. „Þjer eruð að rífa sjálfan yður upp, karlsauður,“ sagði jeg, „jeg heyrði til yðar í alla nótt.“ „Jeg gat ekki sofnað,“ svaraði hann. „Þetta bölvað mál ætlar að drepa mig. Það er meira en jeg get þolað, að vera stansaður af svona smávægilegu atriði, þegar allar aðrar hindranir eru yfirunnar. Jeg þekki mennina, bátinn, alt saman. Og þó kemst jeg ekkert. Jeg hef sett allan herinn af stað, beitt öllum brögðum. Það er búið að leita fram með allri ánni báðu megin, en enginn hefur orð- ið neins vísari og frú Smith hefur ekk- ert frjett. Það skyldi nú enda með því að þeir hefðu sökt bátnum. En mjer finst ýmislegt mæla á móti því.“ „Eða þá að frú Smith hefur logið að okkur.“ „Nei, það held jeg að sje úti lokað. Jeg ljet rannsaka það mál, og það er til bátur eins og hún lýsti.“ „Gætu þeir hafa farið upp eftir r • anm r „Mjer hefur líka komið það til hug- ar, og það eru menn að leita þar, alla leið upp að Richmond. Komi engar frjettir í dag, þá legg jeg sjálfur af stað á morgun og leita að mönnun- um öllu fremur en bátnum. En það fer ekki hjá því að frjettir komi 5 dag.“ En þær komu samt engar. Ekki eitt einasta orð heyrðist hvorki frá Wigg- ins nje úr annari átt. Flest blöð fluttu greinar um Norwood-málið. Og flest voru þau andstæð veslings Taddeusi Sholto. En ekkert nýtt var í þess- um greinum annað en það, að daginn eftir átti að fara fram rannsókn í málinu. Jeg gekk út að Cam- berwell um kvöldið og sagði stúlk- unum okkar frá því hve illa okkur gengi, og þegar jeg kom heim aftur, var Holmes bæði dapurlegur og ön- ugur. Hann tók varla undir, þó að jeg yrti á hann, en alt kvöldið var hann sokkinn niður í afarerfiða efna- fræðisrannsókn. Hann hitaði glösin hvað eftir annað og ljet gufa Upp og loks endaði það með slíkri ólyktar- svækju, að jeg hröklaðist öfugur út úr herberginu. Alveg fram undir morgun heyrði jeg til hans, að hann var að glamra í glösunum, sem sýndi, að hann var enn að fást við þessa ólyktar-rannsókn. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaCur. Pósthússtraeti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.