Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.06.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 19.06.1916, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA 106 Lj Matth. Jochumsson: j ö ð m æ 1 i. Úrval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Samkvæmt lögum Kaupmannafjelags Reykjavíkur 5. gr., gengur annar þeirra fulltrúa, sem kosnir eru af kaupmönnum og kaupfjelögum utan Reykjavíkur, úr ráöinu á næsta aöalfundi þess; er því hjer með skor- að á kaupmenn og kaupfjelög úti um land alt, sem nota vilja rjett sinn til kosninga á einum fulltrúa til 2 ára í kaupmannaráð íslands, að hafa sent formanni ráðsins, hr. Jes Zímseu í Reykjavík, kosningarseðla sína fyrir lok ágústmán. næstk., sbr. 5. gr. fjelagslaganna. Reykjavík, 16. júní 1916. Stjórnin. Asg. G. Gunnlaugsson & Co, Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mi8- vikuiegi og auk þess aukabl'óð vi8 og vi8, minst 60 blö8 alls á ári. Ver8 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlt, mönnum til samvinnu við landskosn- ingarnar 1. og 3. sæti á sameiginleg- um lista, en því var hafnað. Sýnir þetta ásamt fleiru, að þingbænda- flokksstjórnin sjálf telur fylgi sitt lítið í landinu og líka hitt, að for- gangsmenn Þjórsárbrúarlistans hafa einnig litla trú á fylgi þingbænda- flokksins. Á lista hans eru nöfn þann- ig valin, að honum virðist eingöngu ætlað að ná fylgi meðal bænda, sem áður hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum. Á lista Þjórsárbrúarmanna, sem nefna sig „óháða bændur“ til aðgrein- ingar hinum, eru valdir menn úr báðum gömlu stjórnmálaflokkunum. Efsti maður er gamall Heimastjórn- armaður, en næstu mennirnir tveir; gamlir Sjálfstæðismenn. Er þessum lista ætlað, að draga til sin kjósendur frá báðum gömlu flokkunum, en mjög óvíst er þó um fylgi hans, að sögn, jafnvel í hjeraðinu, þar sem hann er upp runninn, í Árnes- og Rangárvallasýslum, • og veldur því meðal annars hringlandaskapur þess manns, sem talinn er hafa verið fyrsti hvatamaður þess, að listinn kom fram, Gests Einarssonar bónda á Hæli. Sagan segir, að maður einn hjer í bænum hafi í vor, er Gestur var hjer á ferð, tekið hann að sjer og klætt hann gersamlega úr öllum fyrri skoð- unum hans, en fært hann í aðrar nýj- ar, og ekki nóg með það, heldur hafi hann líka stungið í poka Gests sams konar klæðnaði handa blaðsútgefand- anum á Eyrarbakka. Þessi örláti mað- ur kvað vera höfðingi Þversum- manna hjer í bænum (B. Kr.), og til- heyrir Gestur síðan, ásamt tungli sínu, „Suðurlandi“, því stjórnmála- kerfi, en var áður talinn meðal fylgi- hnatta Einars Arnórssonar. Er rjett að skýra bændum í öðrum landsfjórð- ungum frá því, sem kunnugur mað- ur og rjettorður þaðan að austan sagði hjer nýlega, að Gestur og hatfs menn þar eystra hvettu kjósendur til þess, að stryka Sigurð í Ystafelli út af listanum. En fjarri fer því, að Lögr. ætli að sá maður, sem er í öðru sæti á listanum, eigi nokkurn þátt í þvi. Annars er það að segja yfir höfuð um framboð bænda til þingmensku, að það er síður en svo að Lögr. hafi á móti þeim nje öðrum atvinnurek- endum til þeirra hluta. Þingið á að vera skipað öllum atvinnustjettum landsins, að svo miklu leyti sem hægt er í hlutfalli við fjölmenni þeirra. En því má ekki heldur gleyma, að til þurfa að vera í þinginu menn með víðtækri þekkingu og mentun. Fyrir það koma mörg mál, sem gera þetta óumflýjanlegt. Jafnframt og atvinnu- stjettir landsins taka að sjer að ráða skipun þingsins að öllu leyti, þá verða þær líka að sjá því fyrir þessum starfskröftum og sækja þá þangað, sem þeir eru bestir fyrir, svo sem til embættismanna og starfsmanna lands- ins, ef þeir eru bestir þar. Það dugar ekki til lengdar, að stórir hópar kjós- enda kasti hugsuninni um þetta alveg frá sjer og ætli öðrum að fullnægja þeirri nauðsyn, því ef allir færu svo að, þá ræki þangað að lokum, að þingið yrði að kaupa menn, sem fyrir utan það standa, til þess að vinna mikið af þeim verkum, sem því væri ætlað að vinna. Það er sjerstaklega ástæða til þess að minnast á þetta nú, þegar þjóðin á að kjósa í sæti konungkjörnu þing- mannanna, því að fyrir konungskosn- ingunum gömlu voru færð þau rök, að nauðsynlegt væri að þinginu væru trygðir starfshæfir menn með þeirrj þekkingu, sem óhjákvæmilegt væri að fyndist innan vjebanda þingsins, ef það ætti að geta leyst af hendi þau störf, sem því væru ætluð. V er kmannalistinn. Um verkmannalistann er það sagt, að fjöldi verkmanna bæði hjer i Reykjavík og á Akureyri sje hijög óánægður með það hvern- ig mönnum er skipað á listann, enda voru ýmsir af verkmönnum því mótfallnir að flokkurinn færi á stað með landslista, en töldu heppi- legra, að hann byrjaði með því, að bjóða fram þingmannaefni í vissum kjördæmum. Því ber ekki að neita, að verkmannastjettin á rjett til þess að eiga fulltrúa á alþingi, svo fjöl- menn sem hún er nú orðin, og þetta hefur Heimastjórnarflokkurinn viður- kent með því, að taka á landslista sinn mann úr varkmanna flokki. En hitt er aftur á móti augljóst, að verkmenn hafa ekki því fjölmenni á að skipa við kosningar, að nokkuð geti veru- lega kveðið að fulltrúum þeirra sem sjerstökum flokki á alþingi fyrst um sinn, svo að þeir verða, þegar þang- að kemur, að leita athvarfs og styrkt- ar hjá sterkari flokki, til þess að koma fram málum sínum. Þeim mundi því verða það notadrýgra að eiga, þótt ekki væri nema einn tals- mann innan sterkasta flokks þingsins,' t. d. Heimastjórnarflokksins nú, held- ur en þótt þeir ættu 3—5 fulltrúa í sjerstökum flokki, óvinveittum öllum öðrum flokkum þingsins, en svo fá- mennum að hann gæti þar engu fram komið. Konur og kosningarnar. Þessar kosningar, sem nú fara i hönd, eru stórmerkilegar fyrir það, að nú kjósa konur í fyrsta sinn til alþingis ástamt karlmönnum. Og und^ arlegt má það heita, að enginn af fíokkunum 6, sem bera fram landlist- ana, annar en Heimastjórnarflokkur- inn einn, skuli hafa orðið til þess að taka kvenmann á lista. Væntanlega minnast konur þess kosningadaginn. Það var ekki nema sjálfsögð skylda, þótt þeim hefði verið sá sómi sýndur, að kona hefði verið á hverjum lista, ekki síður fyrir það, að svo stendur á, að þær kjósa nú í fyrsta sinn. En þar sem svo er nú komið, sem komið er, telur Lögr. engan efa á þvi, að konurnar auki drjúgum fylgi Heima- stjórnarlistans. Á honum er sú kona, sem öðrum fremur hefur gengið fram í því að afla kvenfólkinu þess jafn- rjettis við karlmenn á stjórnmálasvið- inu, sem það nú hefur fengið, Yfirlit. Þegar menn líta yfir listana í heild sjest það fljótt, að bændur og aðrir atvinnurekendur eru þar í miklum meiri hluta, og svo á það líka að vera. Þó 2 af listunum sjeu sjerstaklega nefndir bændalistar, þá er því eigin- lega svo varið, að listarnir geta allir kallast bændalistar nema tveir, verk- mannalistinn og langsumlistinn. Á öll- um hinum eru það bændurnir, sem eru í meiri hluta. í meðmælagrein með öðrum bænda- listanum, sem nýlega kom fram í einu af blöðunum, var meðal annars bent á, að embættismeum væru efstir á sumum listunum, og átti með því að sýna, að þeir væru af alt öðrum rót- um runnir. Það er rjett, að embættis- menn eru efstir á þremur af listun- um, en hitt er vitleysa. Embættismenn mynda ekki neinn sjerstakan flokk á þingi, heldur starfa þeir þar hver í sínum flokki, eins og allir vita. Og hitt er einnig öllum kunnugt, að kjós- endur geta breytt röðinni á listunum eftir vild sinni, sett þann efstan, sem á listanum er neðstur, með einum tölu- staf, o. s. frv. Það mætti auðvitað láta stafrofsröð ráða, eða þá draga um röðina. En hitt er þó ekki óeðli- legt, að nöfn flokksforingjanna, þeg- ar þeir eru í kjöri, sjeu sett efst á listana, svo sem nafn H. Hafsteins á lista Heimastjórnarmanna, og svo nöfn hinna eldri þingmanna, sem í kjöri eru, ef þeir ekki sjálfir óska annars fremur. r Brunabótafjelag Islands. Það er nú ákveðið, að „Brunabóta- fjelag íslands“ taki til starfa 1. janú- ar 1917. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 54, 3. nóvbr. 1915, er skylt að vá- tryggja hjá fjelaginu allar húseignir í kaupstöðum utan Reykjavíkur og í kauptúnum með 300 íbúum eða fleir- um. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar ná ákvæði þessi til eftirtaldra staða: Hafnarfjörður, ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Vestm.eyjar, Stokks- eyri, Eyrarbakki, Keflavík, Akranes, Hjallasandur, Ólafsvík, Stykkishólm- ur, Vatnseyri og Geirseyri, Suðureyri við Súgandafjörð, Bolungarvík, Sauð- árkrókur, Siglufjörður, Húsavík, Nes í Norðfirði, Eskifjörður og Búð- ir íFáskrúðsfirði. Öllum hýseigendum á ofangreindum stöðum er því hjer með gert aðvart um, að frá 1. janúar 1917 ber þeim að tryggja hús sín hjá Brunabótafjelagi íslands. Jafnframt mun fjelagið frá sama tíma taka að sjer tryggingu húsa í öðrum kauptúnum, ef eigi eru trygg- ingarskyldar í brunabótasjóði, er hreppur hefur stofnað, svo og trygg- ingu á lausafje bæði í Reykjavík og á þeim stöðum, sem fjelagið tekur hús í eldsvoðaábyrgð, alt samkvæmt ákvæðum laga 3. nóv. 1915, væntan- legri reglugerð og flokkunarreglum. Reykjavík, 13. júní 1916. Sveinn Björnsson. Yfirlýsing. Út af ummælum í ritstjórnargrein í síðasta blaði Lögrjettu, 14. júní þ. á., um að Templarar hjer í Reykjavík hafi tekið að sjer þingbænda- (F-) listann á síðustu stundu, skal það tekið fram, til þess að koma í veg fyrir misskilning, að yfirstjórn Good-T emplara-reglunnar hefur ekki gert það. Þess vegna er algerlega rangt að kenna þennan lista sjerstaklega við Templ- ara fjelagið, þótt einstakir menn úr Good-Templarreglunni af e i g i n hvötum hafi stutt að því, að list- inn kæmi fram, með því að gerast meðmælendur hans. Einstakir Good- Templarar eru meðmælendur á flest- um eða öllum listunum og líka þeim hstanum, er Lögrj. mun annast um, og er það óátalið af yfirstjórn Regl- unnar. En hún hefur enn þá sem kom- ið er eingiin fý,rirmæili gefjð meðlimum Reglunnar um atfylgi við einn lista fremur en annan. í umboði framkvæmdarnefndar Stórstúkunnar. Guðm. Guðmundsson, stórtemplar. Loftskip og fleira í vitrunum. VII Löngu síðar en vitranir þær, sem nú var á vikið lítið eitt, eru sýnir Swed- enborgs. Var Swedenborg hinn lærð- asti maður og snillingur mikill í vís- indum, en skygn mjög hinn efra hlut æfi sinnar. Sýnir það í besta lagi hversu vandfarið er, þar sem ræðir um hina innri sjón, og hversu nauð- synlegt var að náttúruskoðun og skilningur á náttúrunni, kæmist lengra en orðið var á dögum Sweden- borgs, að einnig þessi ágæti speking- ur viltist, eins og spámenn höfðu gert á undan honum, og hjelt að það sem hann hugsá, væri í öðrum andlegum heimi sem ætti sjer ekki stað nje stund (mundus spiritualis sine tem- pore et spatio). En þó var Sweden- borg kominn það nálægt hinni rjettu leið, að hann skildi um sumt það sem hann „sá“, að það gerðist á öðrum hnöttum. Og margt í því sem hann hefur ritað, hygg jeg sje, þrátt fyrir þennan meginmisskilning hans, sem minst var á, nær vísindum, en ritað höfðu eða sagt spámenn á undan hon um.* Margt er það í sýnum Sweden- borgs, sem nefna mætti til dæmis um að það sem fyrir hann bar, var í raun- inni annað en það sem hann hugðist sjá; þannig lýsir hann t. d. einu sinni greinilega eldgosi sem gerist í „öðrum heimi“, en hefur þó ekki hug- mynd um að það er eldgos sem hann er að lýsa. í annað skifti lýsir hann skjaldbökum sem hann sjer komaí upp úr hafinu (í öðrum heimi, þess- um sem að því er hann segir, hefur * Að kalla mig „Swedenborgianer" er, þrátt fyrir aðdáun mína á þessum ágæta manni, ekki rjett, þar sem jeg trúi ekki á annan heim og ekki á anda. Mun jeg sýna fram á, svo að varla verður efað, að hinn andlegi heimur Swedenborgs er hnöttur, sem snýr alt af sömu hlið að sól, hefur bundinn möndulsnúning, sem kallað er. Er sá hnöttur orðinn roskinn mjög Og lífið þar hið furðulegasta frásagnar. En af því er það aðallega, sem segir í riti Swedenborgsg um Himnaríki og Hel- víti. hvorki stað nje stund); en skjald- bökur þessar virðast eftir lýsingunni vera kafbátar (Vera christiana religio 462. gr). Swedenborg hafði aldrei sjeð kafbát, slíkt var eins og menn vita ekki til á hans dögum á jörðu hjer, og þegar hann svo, fyrir vitundar- samband við einhvern á öðrum hnetti (eða veru sem veit alt til hnattar), þar sem kafbátar voru til, hugsjer þess konar skip, þá gerir ímyndun hans úr þessu skjaldböku, þó að höfuðið sem hann sjer koma upp, sje mannshöfuð. Fer Swedenborg þar likt og þessum vitranamönnum sem áður var getið um, og gerðu, að því er jeg hygg, fugl eða dreka úr loftförum er þeir hugsáu. En þó sjá þeir að sum loftförin eru kerrur nokk urs konar, og eins fer Swedenborg; getur hann þess, að hann hafi sjeð englana í flugvögnum er þeir voru á ferð i andaheiminum (mundus spiri- tuum). Andaheimurinn hjá Sweden- borg er að eins nokkur hluti hins andlega heims (mundus spiritualis) og svarar til Miðgarðs í vorum goða- sögum og til þess sem guðspekimenn (þeósofar) kalla astralheiminn. Mið- garður sá sem segir af i Eddunum er eins og astralheimurinn og anda- heimurinn á öðrum hnetti. Mun jeg i annað skifti sýna fram á, að í Eddu- kviðunum sumum og eins í Ilions- kviðu, er verið að segja frá mann- kyni á öðrum hnetti, þar sem mis- tókst framþróunin, af því að menn- irnir þar lærðu ekki nógu vel að meta sannleik og forðast fjandskap. Virð- ast talsverðar horfur á því, að eins muni ætla að fara á jörðu hjer. VIII. í eitt skifti er talað um loftskip í því sem jeg hef lesið eftir Sweden- borg (Vera chr. religio 462. gr.). Kveðst spámaðurinn hafa sjeð (í vitrun) skip í loftinu siglandi með 7 seglum. En mennirnir á skipinu höfðu hatta á höfðum og lárblaða- sveiga yfir höttunum. Á Swedenborgs dögum voru ekki loftbelgir komnir til sögunnar á jörðu hjer, og því síð- ur loftskip. Ekki fór þó Swedenborg eins 0g spámönnunum áður, að hann gerði dreka eða naður úr loftskipinu, heldur segir hann, að þetta hafi að eins verið hugarburður eða sjónhverf- ing, sem þeir í „öðrum heimi“ gerðu honum. En hitt mun þó satt vera, að Swedenborg hafi í raun rjettri fjar- skynjað loftskip, sem var á ferð, ekki í andaheiminum, heldur á öðrum hnetti. Vilji menn líta á mynd af Zeppelinsskipi, þá gætu þeir skilið hvers vegna Swedenborg virtist loft skipið vera með seglum. En hinn und- arlegi höfuðbúningur bendir til þess, að einhverjir á skipinu hafi haft á höfðinu útbúnað til að taka á móti þráðlausum skeytum. Það þurfti ekki nema einn af loftskipsmönnunum að vera svo búinn til þess að spámannin- um virtist þeir allir vera það. Helgi Pjeturss. Athugasemd. Snemma í fimta kafla ritgerðar minnar Loftskip o. s. frv. stendur skemra fyrir skemmri og ljóðháttur f ljóðaháttur; „sje“ á eftir því orði falli burt. Sje lesið heilaástand fyrir taugaástand, þar sem ræðir um eðli draums og vitrunar, skilja menn ef til vill betur. Kenningin er sú, að hverri htigsun eða tilfinning sam- svari sjerstök geislan frá taugakerf- inu, sem leitast við’ að framleiða sömu hugsun eða tilfinning, þegar hún hittir á annað taugakerfi. Ástand eins heila leiíast við að komast á í öðrum. Fjarlægðin getur ekki komið í veg fyrir að þetta verði, og það er þess vegna sem myndir, jafnvel úr öðrum sólkerfum, geti liðið um huga vorn. H. P. / A

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.