Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 05.07.1916, Síða 1

Lögrétta - 05.07.1916, Síða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. OGRJ n t TTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 32. Reykjavík, 5. júli 1916, XI. árg. F """ ' Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin sauinuð flest. Þar eru fataefnin best. 1 i Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bökaverslun Siolisar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irrjettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 3. Venjulega heima kl. 4—7 síBd. Myndin sýnir komu japanskra stórskotavjela til vígstöðva Rússa á suð- urhluta austurherlínunnar. Þaö er sagt, aö þessar japönsku stórskotavjelar hafi einkum gert Rússum kleift aS sækja þarna fram eins og þeir hafa gert nú á síðkastið. í vetur, sem lei8, hafa Rússar unnið mjög að her- gagnagerS heima fyrir, og líka fengiö,- aS sögn, miklar hergagnabirgöir bæði frá Bandaríkjunum og frá Japan. Tilkynniug' Nýjar vörubirgðir er nú komar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum Vefnadarvörum —> í fjölbreyttu úrvali. Vegna tímanlegra innkaupa getur verslunin boðið viðskifta- mönnum sínum þau bestu kaup, sem völ verður á í ár. Ennfremur hefur verslunin: Pappír cg ritföng, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vörur. Odvrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. í. s. í. Kappsund um sundbikar íslands fer fram sunnu- daginn 13. ágúst næstk. Þeir, sem keppa vilja, sendi skriflega umsókn til Ólafs Gíslasonar verslunarmanns í Liverpool fyrir 5. ágúst. Stjórn U. M. F. R. Járnbrautin enn. Andsvör og hugleiðingar innrætt sú skoSun, að þetta land sje svo miklu verra en öll önnur 1 ö n d, að hjer sje ekki hugsandi til að leggja út í samskonar samgötigu- bætur, sem hafa fleygt ö 11 u m ö ð r- u m 1 ö n d u m áfram. En þessi skoð- un mun hverfa og verða að engu alveg eins og sinuflókinn, ef hlúð er að gróðrinum. Framfaramálinu eru þá 4, sem B. Kr. nefnir, og ætla jeg að vikja ögn að þremur þeim, er hann nefnir fyrst. Um hið fjórða, samgöngubætur á sjó, erum við báðir, að því er jeg best veit, svo gersamlega sammála öllum lesendum Lögrjettu, að jeg get slept að minnast á það. eftir Jón Þorldksson. VII. I niðurlagi svars síns víkur B. Kr. að þvi efni, sem allir munu verða honum sammála um, að fleira þarf að gera í þessu landi, en að leggja járnbrautir. Telur hann upp þau framfaramálin, sem honum sýnist liggja mest á að koma í framkvæmd, og fer um þau þessum orðum: „En Grettistökin eru miklu fleiri, sem lyfta þarf og m e i r i n a u ð- syn ber til að lyfta. Má nefna vatnsveiturnar, bátahafn- irnar, myndarlegri og var- a n 1 e g r i v e g i, er um verulegar vegalengdir er að ræða, þar sem mót- orvagnar eða gufuvagnar geti farið um með mikinn flutning, b æ 11 a r samgöngur á sjó o. s. frv. og síðast en ekki síst aukna alþýðu- m e n t u n, jeg meina sanna ment- u n, svo að alþýða verði meðal ann- ars fær um af eigin dóm- greind, að skera hyggilega u r, er önnur eins glæframál og þetta eru sett á oddinn, og sem mikið fjár- framlag heimta.“ Svo talar hann ekki meira um þetta. En þótt hjer sje fremur lítið sagt, þá standa þó þessar línur inn- an um öll járnbrautarskrif B. Kr. eins og grashnotti í eyðimörk. öll hafa skrifin snúist um það eitt, að r í f a n i ð u r, en hjer vottar þó fyr- ir því að hann finni til þess, að eitt- hvað þurfi Hka að b y g g j a u p p.Og mjer fer eins og langþreyttum ferða- hesti, sem kemur að grasblettinum í eyðimörkinni; eftir að jeg með þolin- mæði hef fikrað mig gegnum þær stórgrýtisurðir af hugsunarvillum og það ópalhraun rangra ályktana, sem skrif B. Kr. eru, og reynt að þræða slitróttan og svartsýnis-þoku hjúpað- an hugsanaferil hans — þá langar mig til að staðnæmast. Engan mun nú furða á því, þótt sinuflóki finnist við rætur grængres- is í gróðurbletti eyðimerkurinnar. Og ummæli B. Kr. um þessa „sönnu“ mentun . er útdauður og kjarnlaus sinu lóki, þvi hann hefur áður komið því upp um sig, að þá álítur hann mentumna „sanna“, ef alþýðunni er 1. Vatnsveiturnar. Þær eru eitt af aðalframfaramálum landbúnað- arins, en því miður aðeins á takmörk- uðum svæðum. Fjöldi býla á landinu, liklega meira en helmingurinn, getur ekki gert sjer von um neina beina framför af vatnsveitingum. Aðal- þáttur jarðræktarinnar er og hlýturað verða túnræktin, af því að hana má stunda á öllum býlum. En það er meira „móðins‘‘ í svipinn að tala um vatnsveiturnar en túnin. Meðal þeirra höfuðskilyrða, sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að áveitur í stórum stíl komist farsæl- lega í framkvæmd, vil jeg nefna þrjú. Hið fyrsta er það, að undirbúning- ui sje gerður, tilhögun ákveðin og framkvæmdum stjórnað af mönnum með nægilegri verkfræðiþekkingu, svo að treysta megi því, að ómóta mikið vatn fáist eins og þurfa þykir. Þegar fyrsta stóra áveitan okkar, Miklavatnsmýrar-áveitan, var fram- kvæmd, árið 1912, kom það brátt i ljós, að þessu skilyrði hafði ekki ver- ið fullnægt. Undirbúningur hafði ver- ið í molum og ósamanhangandi, og hafði þar af leiðandi farist fyrir að athuga atriði, sem voru svo mikil- væg, að alt verkið varð gagnslaust vegna þess að þau urðu ekki tekin til greina þegar tilhögun verksins var á- kveðin. Mjer var það mál, og allar á- veitur yfir höfuð, þá óviðkomandi, en jeg sá eins og aðrir, að svona mátti ekki halda áfram. Jeg bauðst þá ó- tilkvaddur til þess að bæta umsjón með undirbúningi og framkvæmd á- veitufyrirtækja og annara vatns- virkja við störf mín. Þessu boði var \el tekið af þingi og stjórn, og hef- ur undirbúningur og umsjón síðan verið í höndum mínum og þeirra manna, sem til starfa eru skipaðir með mjer. Jeg hef því reynt að inna af hendi mína skyldu gagnvart þess- um framfarafyrirtækjum, 0g það gefur mjer dahtinn rjett — sem jeg ætla að nota mjer — til þess að krefjast þess af B. Kr., að hann geri nú lika sína skyldu gagnvart þeim. Því að næsta höfuðskilyrðið er það, að lánsfje til framkvæmdanna sje fáanlegt greiðlega og með þolanleg- um kjörum. Landsbankinn er stofn- aður og á að vera starfræktur bein- línis og eingöngu til þess að efla framfarir í landinu.Og þegar nú sjálf- ur landsbankastjórinn nefnir vatns- veiturnar fyrst af öllum þeim framfarafyrirtækjum, sem liggi á að koma í framkvæmd, þá vil jeg skora á hann að láta ekki aðstandendur þessara framfarafyrirtækja þurfa lengur að ganga betlandi meðal al- þingismanna um það, að h e i m i 1 a landsstjórninni að lána til vatnsveit- inga úr landssjóði, e f meira borgist inn í landssjóðinn heldur en hann þarf til sinna eigin útgjalda. En, þennan betligang voru aðstandendur Skeiðaáveitunnar fyrirhug- uðu látnir ganga á siðasta alþingi, árið 1915, sem vott má sjá um í nú- gildandi fjárlögum. Annar af aðal- frömuðum þeirrar áveitu, sem er þó góður vinur bankastjórans, tjáði mjer þá, að hann teldi alveg v o n- 1 a u s t fyrir sig að fá lánsfje úr I.andsbankanum til áveitunnar. B. Kr. verður að sjá það eins og aðrir, að þ e 11 a má ekki halda s v o n a á- fram. Þeir sem vilja ráðast í tryggi- lega undirbúin áveitufyrirtæki, hvort sem eru einstakir jarðeigendur eða fjelög jarðeigenda, verða að eiga greiðan og vísan aðgang að lánsfje i Landsbankanum. Samkvæmt tilgangi sínum á hann ekki og má hann ekki krefjast hærri vaxta af slíku lánsfje en rjett svo sem bankinn þarf til að standast kostnað sinn. Bændurnir eiga að græða á áveitun- um, en ekki Landsbankinn. Trygg- ingu á bankinn að heimta nóga, og þá aöallega veð i sjálfri þeirri verð- hækkun jarðanna, sem skapast af á- veitunum. En hann má ekki gera kröfur um veð, sem hindri hæfilegar lántökur út á 1. og 2. veðrjett jarð- anna, til bústofnsaukningar og starf- rækslu búanna. Mjer er það ljóst, að ef jeg hefði ekki gert skyldu mína að því er snertir fyrsta atriðið, þá hefði ein- hver annar verið fenginn til þess. Og náttúrlega sjer B. Kr. það, að geri hann ekki skyldu sina gagnvart öðru atriðinu, þá verður að fá einhvern annan til þ e s s — en vonandi þarf ekki til slíks að koma. Þriðja skilyrðið fyrir farsæld á- veitufyrirtækjanna í framtíðinni held jeg að sje það, að safna fyllri þekk- ingu en nú er til, um það, hvenær beri að veita á, hve mikið vatn þurfi, hversu djúpt, hve lengi i einu, alt eftir mismunandi jarðvegi og gróður- lagi, hvaða árangur þær áveitur beri, sem þegar hafa verið gerðar. Draga ályktanir af reynslunni, gera tilraunir og læra af þeim hvernig vjer eigum að fara að því að ná sem mestri upp- skeru af áveitusvæðunum. Til þessa starfa þarf mann með vísindalegri athugunargáfu, grasafróðan og jarð- vegsfróðan og jafnframt hagsýnan. Þetta starf liggur alveg fyrir utan verksvið og þekkingu mina og þeirra manna, sem með mjer vinna að und- irbúningi og framkvæmd sjálfra mannvirkjanna. Enn þá mun alls ekki vera byrjað á því að safna þess- ari þekkingu, en það ætti helst ekki að dragast lengi. 2. Bátahafnir. Þær telur B. Kr. næstar. Vegna hvers bara báta- hafnir? Hvi ekki hafnir alment :— fyrir báta þar sem ekki er ann- ars kostur, en fyrir stærri skip, þar sem kostur reynist og þörf gerist. Jeg finn það vel, að vegna ókunn- ugleika ætti jeg sem minst að tala og skrifa um fiskiveiðar. En mjer sýnist úrslitaframförin í fiskiveiðum okkar hafa gerst, þegar byrjað var að reka þær með hafskipum. Og jeg hef þá trú, að hafskipaútgerðin muni á komandi áratugum vaxa hröðum skrefum, en bátaútgerðin síður. Nú eru hafnir yfirleitt dýr mannvirki, er geta staðið mjög lengi og þurfa að standa mjög lengi til þess að stofn- kostnaðurinn vinnist upp. .Þess vegna dugar ekki að sníða þær við þarfirnar í dag eingöngu. Ef menn halda, að reynslan verði sú, að með aukinni mergð hafskipa, innlendra og út- lendra, sem fiska kringum landið, muni verða minna og minna um fiski- göngur á grunnmið þau, er bátar sækja á, þá held jeg að hyggilegast sje að reyna að haga bátahöfnum þeim, er bygðar verða, þannig, að annaðhvort sje i þeim þegar frá upphafi nóg dýpi fyrir hafskip, eða að seinna megi dýpka þær fyrir haf- skip, eða þá auka við þær nægilega djúpu svæði fyrir hafskip. Að leggja stórfje i hafnir, sem vegna dýptar, botnlags og annara staðhátta aldrei geta orðið annað en bátahafnir, held jeg að sje varhugavert, nema þar sem fiskimiðum er þannig háttað, að ó- líklegt má telja að þau verði „þurk- uð“ með hafskipaveiðum. Þá kemur nú það seinasta: 3. „M yndarlegri og varan- 1 e g r i v e g i, er um verulegar vega- lengdir er að ræða, þar sem mótor- vagnar eða gufuvagnar geta farið um með mikinn flútning.“ Þetta er lýsing B. Kr. sjálfs á því nauðsynjamáli, er hann telur hið þriðja í röðinni. Lýsingin er af járn- braut og engu öðru. Járnbrautarnafn- ið er ekki notað, og þess ekki getið, að vagnhjólin eigi að renna eft- ir járnteinum. En samt er lýsingin ó* tvíræð. Gufuvagnar eru hvergi í heiminum látnir fara „verulegar vega- lengdir" með „mikinn flutning“ eft- ir öðruvísi gerðum vegum en þannig, að vagnhjólin renna eftir teinum, sem liggja á veginum. En svoleiðis vegur heitir járnbraut á íslensku. Þegar jeg las þetta, hjelt jeg fyrst að B. Kr. væri orðinn járnbrautar-. maður. En við nánari athugun sá jeg að þetta var þó ekki alveg ör- ugg ályktun. Hitt g a t líka verið, að B. Kr. hugsaði sjer einhverja nýja tegund mannvirkja, sem hann hefði fundið upp og enginn annar þekti, og ætti að koma í stað járnbrautanna — máske útrýma þeim skollans ó- þarfa úr heiminum. En yfir því hafði jeg þó fult leyfi að gleðjast, að hjer kom nú alt í einu fram hjá honum yiðurkenning á þvi, sem öll undan- gengin skrif hans höfðu neitað, flutningaþörfinni. Nú vill hann alt i einu fara með „mikinn flutning“ um landið. Jeg ásetti mjer því að bíða með svar mitt, í von um að nánari út- listun kæmi ef um nýja uppfyndingu á sviði samgöngutækjanna væri að ræða. Og von mín rættist. (Frh.) Ræðustúfur haldinn á íþróttavellinum 17. juní 1916 Eftir Jón Jacobson. Háttvirtu áheyrendur! íþróttamenn þessa bæjarfjelags og þjer önnur, sem orð mín heyrið! Samkvæmt beiðni f. S. R. hef jeg tekið að mjer að tala hjer nokkur orð, og var það þó með hálfum huga, því síðan heimsstyrjöldin mikla byrj- aði hefur hugur minn lítt hneigst til mannfagnaðar — sem vart er við að búast, þar sem æsku- og þroskalýður menningarþjóðanna miklu og yfirleitt mesta hluta hins svonefnda „siðaða“ lieims fellur daglega árum saman til jarðar í hrönnum, eins og lauf trjánna, þegar haustnæðingarnir geysa (svo að jeg noti eina 3000 ára gamla likingu). Þó mun jeg forð- ast öll æðruorð, enda ættu þau illa við í náttleysumánuðinum sjálfum og á fæðingardegi þess manns, sem mestri framtiðarbirtu hefur varpað yfir þetta land allra þeirra ágætis- manna, er 19. öldin gaf oss, bæði þeirra, sem nú hvíla í „skauti móð- ur“, og hinna, sem enn eru uppi- standandi. Jeg mun því snúa mjer að öðrum og gleðilegri efnum en synd, sorg og dauða, og verður þá fyrir mjer ein hreyfing, sem teljast verður gleðileg og til frambúðar og því gleðilegri, sem hún er knjesett og borin fram af æskulýð íslands á 20. öld. Núna i vikunni átti jeg einu sinni sem oftar tal við einn góðvin minn, aldraðan og ágætan borgara þessa bæjar, og sagði hann mjer þá þetta sögukorn, sem læsti sig samstundis inn í minni mitt. Það var einu sinni þjóðfrægur á- gætur læknir, sem lá i andarslitrun- um. Umhverfis dánarbeðinn stóðu vinir hans daprir og hnípnir og ýms- ir sjúklingar, sem hann hafði áður við fári forðað. Huggunarorð hans til þeirra voru þessi: Hrellist ekki, þótt jeg hverfi hjeðan, því að þjer eigið eftir mig 3 miklu betri lækna en jeg hef nokkru sinni verið, sem heita: L 0 f t, v a t n og 1 i k a m s- æ f i n g a r. Og mjer er spurn: Eru ekki þarna þrjú gullin heil- ræði í þessari örstúttu dánarkveðju?

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.