Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.07.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.07.1916, Blaðsíða 2
n6 LÖGRJETTA Matth. Jochumsson: L j o' ð m æ 1 i. Úrval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hl EimskipafjelaD islnis. Aðalfundur H.f. Emskipafjelags íslands 23. f. m., samþykti að greiða hluthöfum 4 pct. arð af hluta- fjenu, fyrir 1915. Afgreiðslumenn íjelagsins og aðal- skrifstofan í Reykjavik innleysa arðmiðana. Reykjavík, 1. júlí 1916. Stjórnin. laýdskölinn í.Bergstaðastræti 3, Reykjavík, byrjar fyrsta vetrardag 0g stendur í 6 mánuSi. Námsgreinar: íslenska, danska, enska, saga, landafræSi, náttúru- fræði, reikningur, söngur, handavinna og líkamsæfingar. Nemendur geta sjálfir valið um áðurtaldar námsgreinar. Ekkert próf er heimtað, en próf- vottorð fá þeir, er þess óska. Kenslugjald að eins 25.00 kr. fyrir allan tímann, minna fyrir skemmri tíma. Málin kend með tal- og rifæfingum. — Nemendur fá inntöku hvenær sem er meðan rúm leyfir, en vissast er að senda umsóknir sem fyrst til undirritaðs forstöðumanns skólans, ísleifs Jónssonar, Bergstaðastræti 3, Reykjavík. LÖGRJETTA ktmur út i hvtrjum mit- vikudtgi og ouk þtss aukablöt vit og vit, minst 60 blöt alls á iri. Vtrl 5 kr. irg. i lslandi, trltndis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júli, Gakk út i tárhreint morgunloftið í sólarupprás, þegar jörðin er að vakna af sínum nætursvefni og bros- ir aftur við þjer, öll tindrandi í næt- urdaggarinnar demöntum og sólin blessuð — árröðullinn — er að gefa henni fyrsta morgunkossinn. *Drag þjett að þjer himintært loftið. Sjúg það inn x lungun og þú verður yngri, sterkari og glaðari á eftir. Far þú til vinnu þinnar, neyt þú krafta þinna og njót þú þíns brauðs í sveita þíns andlitis, en gleym ekki vatninu til áframhalds vinnuþróttin- um og uppyngingar honum. Kasta þú þjer í saltan sævarlöginn, eða lauga þig rækilega úr Gvöndarbrunnavatni, ef ekki er annars kostur. Það er þó heilagt, vígt vatn. Við ræsting húð- arinnar vex þjer ásmegin. Og siðast en ekki síst. Til hvers er oss gefinn líkaminn? Auðvitað fætur til að ganga, hendur til að vinna, eyru til að heyra, augu til að sjá o. s. frv. En þetta eitt og marg- faldað er ekki nægilegt. Það er s k y 1 d a vor við skaparann, mann- kynið, forfeður vora og s j á 1 f t 1 í f’i’ð að reyna að skila framtíð- inni niðjum vorum með þróttmeiri, öflgari og fegurri líkama og sálu, en vjer alment áttum. Og þótt vjer getum ekki flutt oss út úr dýrarík- inu eða upp úr því, þá ættum vjer þó að geta orðið fegursta dýrið, með aflið og fjörið spriklandi í hverjum vöðva, ef vjer sjálfir ein- ungis einlæglega viljum. Og þar eru í þ r ó 11 i r na r aðal- hjálparhellan. Forn-Grikkir — þessi gáfaðasta og fegursta snildarþjóð, sem uppi hefur verið — elskuðu í- þróttirnar um fram alt og frá þeim er orðið gymnastík (leikfimi) til vor komið (af gymnós: nakinn, því þeir ljeku naktir iþróttarleika sína undir suðrænni sól). Þeim voru íþróttirnar læknislyf gegn leti og óhófi og leik- vellir þeirra, með bera og stælta lík- ami æskulýðsins undir heiðskírum grískum himninum, voru eilíf lind fyrir listamenn þeirra, málarana og skurðlistamennina, til að teyga úr fagrar hugsanir handa penslinum og meitlinum, og góðskáldin grísku svo sem Pindar, besta ljóðskáld allrar fornaldar, o. fl. sungu um hina ungu sigurvegara þeirra í ólympisku, isþm- isku, nemeisku og pýþisku leikunum „fagnaðarljóð, er gleymast ei“, þann frægðaróð, er aldrei firnist. Líkamsæfingarnar, íþróttirnar, voru svo óaðskiljanlega sameinaðar þjóð- lifi þessarar einkennilegu snildarþjóð- ar, að þær voru aðalþátturinn í upp- eldi hennar, enda höfðu hinir fornu löggjafar hennar, Lykurgos (á 9. öld t. Kr.) og Sólon (um 600 f. Kr.) sett þær í hásætið í uppeldislöggjöf þeirra. — Frá sigruðum Grikkjum erfðu svo sigurvegarar þeirra, Forn- Rómverjar, ásamt vísindum og list- um, íþróttaiðkanir. — Frá hinu róm- verska ríki eða rjettara sagt leifum hinnar grisk-rómversku menningar, fluttust svo iþróttirnar yfir i riddara- stjettir miðaldanna, þar sem vígfimi og fimleikur við burtreiðar o. fl. var svo mikils metinn. Riddaraheitin voru, sem kunnugt er, þessi: að reynast hraustur í or- ustum og öllum mannraunum, sýna konum virðingu, vernda lítilmagnann og í 4. lagi, löngu síðar, að berjast fyrir kirkjuna. — Þessi vígfimi og riddaralistir, sem Og aðrar íþróttir, ruddu sjer fljótt braut einnig til Norð- urlanda, og þá að segja má sam- stundis til íslendinga, sem að jafnaði voru í utanferðum á þjóðveldistiman- um. Riddarasögur vorar eru troðfull- ar af aðdáun alls riddaraskapar og riddaralistar og fimleika. Þá munu ekki síður fornsögur vorar, íslend- ingasögur, kunna að segja frá og dá allskonar listir og íþróttir. Mjer er ærið nóg að minna á örfá nöfn ís- lensk og norsk, svo sem Gunnar á Hlíðarenda, Kára Sölmundarson og Skarphjeðinn í Njálu, Kjartan Ólafs- son í Laxdælu, sem þreytti sundið við Ólaf konung Tryggvason í ánni Nið, Heming Ásláksson, er þreytti skotfimi og sund við Harald konung harðráða og að síðustu fór „dauða- stofnunarför" sína á skiðum. Þetta að eins örfá dæmi þess, af mýmörgum i sögum vorum, hve fimleikur var í hávegum hafður og íþróttir mikils metnar. Og að síðustu, úr því að jeg er kominn að þessu mjer hugþekka atriði, þá er mjer ómögulegt að skilja við það svo, að jeg ekki nefni Rögn- vald kala Kollsson, sem hefur verið eitthvert mesta glæsimenni og göfug- menni í öllum fornsögum vorum. Vísa hans sýnir, hvernig vor göfga tunga er jafngömul og góð sem hún var fyrir átta til níu hundruð árum sið- an. Með litlum afbrigðum i fram- burði les jeg hana upp, og sönnun þess, hve vel vjer höfum haldið tungu vorri, er sú, að þið skiljið hana öll. Hún er þessi: Tafl em ek örr at efla, íþróttir kank níu. Týnik trauðla rúnum, tíð er bók ok smíðir. Skríða kank á skíðum, skýtk ok ræk, sná nýtir. Hvárttveggja kank hyggja: harpslátt ok bragarþáttu. (Frá 12. öld, Rögnv. d. 1158.) Jeg er þá kominn hjer að Orkneyj- um og hvarflar þá hugurinn ósjálf- rátt lengra suður á bóginn. Skal jeg þá loks geta þess, sem þjer öll vitið, að á siðari öldum hafa Englendingar borið af öðrum Norðurálfuþjóðum um líkamsæfingar og íþróttaiðkanir, og mun tæplega ofsagt, þótt maður segi að „sportið" enska hafi um lang- an aldur styrkt merginn í ensku kyni og eigi ef til vill ekki hve minstan þáttinn í því, að hið bretska ríki er orðið heimsveldi, enda mun hið gamla orðtak „mens sana in corpore sano“ (heilbrigð sál i heilbrigðum líkama), eða að heilbrigð sál og heilbrigður likami fylgist að, reynast jafn sönn setning í framtíð sem i fortíð. Að vísu eru mörg dæmi þess, að yfirburða sál- ir hafa orðið að berjast við æfilangar likamskvalir. En þær undantekningar eru samt tiltölulega svo fáar, að þær hagga ekki reglunni, heldur sanna hana. Með þessum forsendum þykist jeg svo mega kveða upp þann dóm, að íþróttafjelag íslands og þá sjerstak- lega í. S. R., sem er hið öflugasta, þetta sem skemtir oss í dag, sje ein með gleðilegustu nýhreyfingum 20. aldarinnar hjer á landi i framfaraátt- ina,sem vjer megum og eigum að óska hjartanlega velkomna í þjóðlífsreit vor íslendinga. Alt gott ber oss að styðja, alt ó- heilbrigt og ilt upp að ræta. 1 von um að oss takist að komast úr kröm liðinna alda, að oss takist að endur- reisa frægð forfeðra vorra eftir skap- legum hlutfallslegum mælikvarða nú- tíðarinnar í viti, þrótti, visindum, skáldskap og listum, og síðast en ekki sist íþróttum og sjerstaklega í göfug- mannleik — þá leyfi jeg mjer á þess- um minningauðga degi í fegursta mánuði vors lands, þegar dagur er víða sem nótt og nótt sem dagur — að biðja yður öll að hrópa með mjer sexfalt „húrra“ fyrir voru elskaða landi, landi sögu, vits og söngs í mið- aldanna myrkri, sem vjer öll ó s k u m og v o n u m, að eigi fagra og frjálsa framtíð fyrir höndum. Lengi lifi alfrjálst Island, með táp- rnikla og góða íslendinga að íbúum. Það lifi! Húrra! Hvers vegna jeg sat ekki Synodus? Það hafa ýmsir málsmetandi menn, sem jeg hef hitt hjer, lagt þá spurn- ingu fyrir mig, hvers vegna jeg væri ekki á Synodus ásamt hinum fáu prestum, sem hjer eru staddir. Spurningu þessari hef jeg öllum svarað á sama hátt. En til þess að koma í veg fyrir að jeg verði oftar spurður þessarar spurningar og leysa mig frá því að þurfa að endurtaka svör mín, skal jeg hjer með láta þau uppi í eitt skifti fyrir öll. Það var fullkomin tilætlun mín þegar jeg fór að heiman að vera nú á Synodus. Bjóst jeg einmitt við því, að Synodus mundi verða sjerstaklega fjölmenn og fjörug í þetta sinn og láta til sín taka, jafnmargar og mikl- ar ástæður sem virtust til þess liggja. Að vísu hafði biskup aðeins boðið til Synodusfundar 2. júlí án þess að bent væri í fundarboðinu á, að nokk- ur sjerstök mál yrðu þar til umræðu önnur en hin vanalegu: úthlutun fjár og þesskonar. En jeg gerði hinsvegar ráð fyrir því, að þótt ekkert stæði í sjálfu fundarboðinu um slíkt, þá mundi það verða á einhvern hátt birt nokkru fyrir fundinn. En þegar sú von mín brást og jeg jafnframt sá, að margir af prestum þeim, sem komnir voru til bæjarins — og það ýmsir hinna best metnu — fóru burt úr bænum rjett fyrir fundinn, þá fjell mjer allur ketill í eld. Þóttist jeg þá sjá, að Synodus, með hinum fáu prest- um — rúmri tylft — sem þá voru eftir, mundi ekki láta nú, frekar en endranær, að sjer kveða, heldur ganga að meira eður minna leyti fram hjá þeim kirkju- og kristindómsmál- um, er bæði jeg og aðrir bjuggust fastlega við að hún tæki nú til ræki- legrar yfirvegunar og reyndi til að koma einhverju viðunanlegu skipu- lagi á, þar á meðal ráða bót á þeim óhæfa glundroða, sem nú rikir í kenn- ingum innan kirkju vorrar. Og þar sem horfurnar voru slíkar orðnar, þá þótti mjer sá kosturinn skárri af tveimur illum, að mæta alls ekki, heldur en að taka þátt í þeirri prestastefnu, er jeg taldi víst að verða mundi af tjeðum ástæðum kirkju vorri eða klerkum yfirleitt frekar til vanvirðu en sóma. p. t. Reykjavik 3. júlí 1916. Eggert Pálsson. Álnir og krónur. Landaurar og sitfurverð. Forn íslensk hyggindi og ný heimska. Nú er sú tíð — dýrtíð, að öllum verður tíðrætt um lítilsvirði hverrar krónu, og getur víst engum dulist hvað krónureikningurinn er vitlaus og óhentugur til frambúðar, þegar ræða er um þau viðskifti, sem mestu varða í hverju þjóðfjelagi: um kaup verkafólks og laun hvers konar starfsmanna, hvort heldur unnið er í þarfir einstakra manna, eða al- þjóðar. f öðrum löndum hefur mönnum orðið tíðrætt um þennan vanda að undanförnu. Alt þetta vandræðastrið milli verkamanna og vinnuveitenda stafar aðallega af því, að kaupið er alstaðar talið i peningum, en peningar hafa stórum fallið í verði. Þó að verkamenn hafi nú víða með mestu eftirgangsmunum (verkföllum og róstum) fengið kaup sitt hækkað að nafninu til um yí—)4 eða þaðan af meir frá því sem var fyrir 15—20 árum, þá eru þeir engu betur settir; og allir þeir sem vinna fyrir árskaupi, hafa — yfirleitt — orðið enn þá ver úti. Því er nú svo háttað, að okkur fs- lendingum ætti að veita hægar en nokkurri annari þjóð, að ráða bót á þessum miklu og meinlegu misfell- um. Við h ö f u m ráðið fram úr þessu, forfeður okkar, en erum nú að g 1 e y m a því snildarbragði, í stað þess, að hagnýta það og laga eftir nútiðarháttum. Jeg á við landaurareikn- i n g i n n. Prófessor Þorvaldur Thoroddsen segir rjett nýlega í brjefi til mín: „Slæmt þykir mjer að löggjafar- valdið skuli vera að útrýma okkar góðu landaurum; nútiminn sýnir best, að þeir eru miklu stöðugri og rjettari verðmælir en peningarnir. Landaurareikningurinn er sjerstök, íslensk snildarleg uppáfynding, sem sýnir hinn mikla viturleik forn- manna; hann hefur í margar aldir verið ,máttarstólpinn undir öllu bjargræði voru', eins og Tómas Sæmundsson segir." Það er vert að taka eftir þessum orðum eins vitrasta manns þjóðar- innar. Og nú er Sögufjelagið — ágætt fjelag — að gefa út „búalögin" okkar fornu. Þar má sjá það svart á hvítu þetta forna snildarlega íslenska þjóð- ráð — landaurareikninginn. En á síð- ustu mannsöldrum höfum við íslend- ingar slegið slöku við þetta ágæta þjóðráð, farið illa að því, skemt það, spilt því og horfið frá því, í stað þess að leggja fulla rækt við það, bæta það og laga eftir breyttum ástæðum. Það er þó síst óhugsandi fyrir o k k a r að finna hentuga nútíðarað- ferð til að reikna út árlega m e ð a 1- a 1 i n, hvað hún skuli vera móti pen- ingum. En þá kalla jeg alinina rjett setta, ef það stendur heima, að sjálf- sagðar lífsnauðsynjar fullorðinnar manneskju á ári nemi jafnan s a m a á 1 n a t a 1 i. Og þá getur engum dul- ist, hvílík rjettarbót það væri, ef alt kaupgjald væri talið í álnum, en ekki í krónum, svo að verkmaður fengi t. d. 6 álnir á dag í kaup. Gerum að al- inin hefði verið 60 aurar fyrir stríð- ið. Hún mundi þá nú, eftir sama mati, vera um það bil 1 kr., og verkmaður- inn með 6 álna dagkaupi fá nú 6 krónur á dag, sá sem fyrir stríðið fjekk 3 kr. 60 aur. á dag — og ekk- ert vandræðatal um verkföll og gerð- ardóma. Þetta er sannarlega alvarlegt um- hugsunarefni. G. B j ö r n s 0 n. „Kollats“-Iögin í Danmörku. Fallin í Landsþinginu. Sú fregn barst hingað með síman- um á dögunum, að hin nýju presta- skipunarlög („kollats“-lög) dönsku stjórnarinnar — undantekningarlög- in — hefðu f a 11 i ð við atkvæða- greiðslu i Landsþinginu. Snerust vinstrimenn og hægrimenn eindregið á móti þeim, en stjórninni fylgdu „gerbótamenn" og jafnaðarmenn, hinir síðarnefndu þó líklega nokkuð með hangandi hendi, því að stefnu sína segja þeir vera algerðan skiln- að rikis og kirkju. Lagafrumvarp þetta var þannig til komið, að eftir hæstarjettardóminn í máli sjera Arboe Rasmussens vildi stjórnin, sem er mjög hlynt Rasmus- sen, koma honum í embætti það í þjóðkirkjunni dönsku, er hann eitt sinn hafði sótt um og laust hefur staðið síðan, sem sje Vaalsepresta- kall. En til þess að prestur geti tek- iö embætti í Danmörku, verður hlut- aðeigandi biskup að setja hann i n n í það, eða gefa honum einskonar skipun og meðmæli til safnaðarins, og er það nefnt „kollats“. En biskup n e i t a ð i að gera þetta, livað sjera A. R. snerti, því að hann áliti kenn- ingar hans villukenningar. Var nú stjórnin í vanda stödd. Taldi hún sjer ekki fært að skipa manninn í embætti af eigin ramleik, og heldur ekki að brjóta biskup á bak aftur. Tók hún þá til bragðs, eftir að biskupar allir höfðu haldið fund með sjer, að leggja fyrir r í k i s- þing lagafrumvarp, um það, að í sjerstökum tilfellum gæti kirkju- stjórnarráðið gefið presti „kollats“ (sett hann inn í embætti), án íhlut- unar biskups, enda stæði sá klerkur þá algerlega undir umsjón þess, en ekki biskupsins. Voru biskuparnir ekki mótfallnir þessari ráðstöfun. En þegar til þingsins kasta kom, fór svo sem getið hefur verið. Var og við því búið, því að ekki er þetta tiltæki stjórnarinnar annað en kák eitt. Má nú búast við miklum tíðind- um í kirkjumálunum í Danmörku; og þessi útreið stjórnarinnar getur með- a! annars orðið henni að falli, því að vafalaust snúast næstu kosningar þar í landi mjög um þetta málefni. „Kirkjusambandið" danska, er spenn- ir um land alt, er einhuga andhverft nýtísku-stefnunni, sem sjera A. R. hefur verið talsmaður fyrir, eða vill að minsta kosti ekki halda við í þjóð- kirkjunni þeim kenningum, sem ber- sýnilega brjóta bág við höfuðlær- dóma hennar. Hefur Kirkjusamband- ið því tekið á stefnuskrá sína að vinna að full’um skilnaði r í k i s o g k i r k j u, með því að að það sje eina rjetta og sæmilega lausnin á málinu. — Hvernig fer um embættisskipun sjera A. R., sem stjórnin ber fyrir brjósti, veit enginn, — hvort kirkju- ráðherrann rennur eða tekur það til bragðs að setja biskup af embætti. Til bráðabirgða hefur stjórnin s e 11 klerkinn til þess að þjóna embættinu. En „f ö r i n t i 1 V a a 1 s e“ ætlar ekki að ganga eins greitt fyrir A. R. eins og prófessorinn okkar (sjera J. H.) vildi fullyrða í ísaf. þegar eftir hæstarjettardóminn. Hann var n ó g u fljótur á sjer með spá- dómana. G. Sv.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.