Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.07.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 12.07.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstraeti 17. Talsími 178. LÖGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastrasti 11. Talsími 359. Nr. 33. Reykjavík, 12. júli 1916. XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bokauerslun Siofúsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Yfirrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. Landskosningarnar. Eitt af meinum alþingis á undan- förnum árum hefur verið þaS los, sem komiS var á flokkaskipunina þar, sífeldar myndanir smáflokka, sem skriSiS hafa saman um stund, en sundrast svo aftur. Reynslan hef- ur sýnt, að þessi margskifting þings- ins er mjög svo óheppileg og lamar starfsemi þess og landsstjórnarinnar. Hjer í blaSinu hefur þvi áSur verið haldið fram, aS kjósendur landsins ættu aS keppa aS því viS kosning- arnar nú i ár, aS eySa þessum glund- roða í þinginu, og reyna aS skapa sterkan meirihluta samhentra manna, sem tekiS geti aS sjer fulla ábyrgS á stjórn landsins og framkvæmdum á komandi árum og sje myndaSur með samvinnu milli allra stjetta landsins, en ekki þannig, aS þær rísi upp hver á móti annari. Líka hefur veriS sýnt fram á þaS áSur, aS Heimastjórnarflokkurinn er eini grundvöllurinn á stjórnmálasviSi okk- ar nú sem stendur, er hægt sje aS reisa á sterkan stjórnmálaflokk. En þetta tvent, sem hjer er bent á, ætti aS vera Heimastjórnarmönnum sterk hvöt til þess aS halda fast sam- an viS kosningarnar í ár, bæSi um landslista sinn og svo viS kjördæma- kosningarnar á næsta hausti. BlöSin eru nú einkum aS ræSa landskosningarnar, og ýms af þeim hafa gert aS umræSuefni grein Lögr. irni þær frá 19. júní. „LandiS", málgagn þversummanna, er mjög svo reikult í skoSunum á því, hvaS skifta eigi kjósendum viS kosningarnar. 16. júní sagSi þaS, aS ekki gæti komiS til greina örmUr skifting en í tvo flokka: höfSingja- valdsflokk og alþýSuvaldsflokk. í höfSingjavaldsflokknum áttu aS vera embættismenn, einkum reykvíkskir, og svo eitthvaS af kaupmönnum, aS því er mönnum skildist. En allir aSr- ir áttu aS vera í hinum flokknum, allir bændur, sjómenn, iSnaSarmenn, verkamenn o. s. frv., — og þarna ætluSu þeir svo aS hola sjer niSur þversummanna-höfSingjarnir, í þess- um ekki óálitlega meirihluta, og ganga svo milli bols og höfuSs á höfSingjavaldsflokknum, sem í áttu aS vera, eftir þeirra eigin kenningu, í mesta lagi nokkrir tugir manna. Svona var nú hugmyndaflugiS hjá þeim 16. júní. En mönnum gatst ekki sem best aS greininni, aS minsta kosti ekki hjerna í nágrenninu viS höfund- ana, því þar er þaS kunnugt, aS flokksstjórn þversummanna og útgef- endur „Landsins" eru hópur meira og minna hálaunaSra embættismanna og kaupmanna í Reykjavík. Greinar af sama tægi og þessi „Lands -grein voru mjög á flakki 1 bloSum SjálfstæSisflokksins fyrir kosmngarnar 1911, þegar flokkurinn Myndin er af Shackleton heimskautafara og skipi hans, „Endurance", sem hann misti í ísnum eins og áSur hefur veriS frá sagt hjer í blaSinu. beiS mestan ósigurinn, svo aS þær virSast ekki vera sjerlega sigurvæn- lcgar, ' eftir reynslunni þaSan aS dæma. Enda virSist „LandiS" hafa áttaS sig á þessu síSan, því 7. þ. m. hefur þaS alveg kastaS fyrir borð kenningum sínum frá 16. júní. Það segir nú, aS skoSanirnar um sambandiS út á viS eigi aS skifta mönnum viS kosningarnar, alveg eins og áSur, — þaS eigi aS ráSa, hvort menn sjeu „dönsku stjórnarinnar megin í stjórnmálabaráttu landsins", eSa ekki. En sömu mennirnir sem þetta segja nú, hafa áSur sent út feit- letruS ávörp til landsmannameS þeirri yfirlýsingu efst á blaSi, aS stjórnar- baráttuna viS Dani vildu þeir alveg fella niSur og snúa sjer aS innan- landsmálunum. Nei. Þessi síSari skýring „Lands- ins" á flokkaskiftingunni dugar ekki til frambúSar, fremur en sú fyrri. ÞaS verSur aS fitja upp enn aS nýju og búa til þá þriSju. Gamla flokkaskiftingin á ekki rjett á sjer lengur. Það finna allir. Því gömlu flokkadeilumálin liggja ekki fyrir nú og engin líkindi til aS þau komi upp aftur fyrst um sinn. Allar breytingar á sambandinu út á við eru nú í nýju stjórnarskránni bundnar viS þjóSaratkvæSi, svo aS þær horfa lika af þeirri ástæSu öSruvísi viS þingi og þingkosningum en áSur. En þar sem talaS hefur veriS frá hálfu Heimastjórnarflokksins hjer í blaS- inu um tilveruþörf hans og samheldn- isþörf innan flokksins, þá hefur ver- io bent á stefnu hans og framkvæmd- ir i innanlandsmálunum þaS tímabil, sem hann hafSi ráSin og var í meiri hluta á þingi. Samt er þaS enn ó- breytt og föst skoSun Heimastjórn- armanna, aS þeir hafi haft rjett fyrir sjer í sambandsmálsdeilunni frá upp- hafi, en hinir rangt, og hitt er víst, aS þaS, sem áunnist hefur, er eink- um þeirra verk. „Dagsbrún", verkmannamálgagn- inu, hefur orSiS allskrafdrjúgt um landskosningagrein Lögr. frá 19. þ. m.Hún er engan veginn ánægS meS þaS, aS Lögr. viSurkenni rjett verk- manna til þess aS eiga fulltrúa á alþingi, þar sem verkmannafulltrú- inn á lista Heimastjórnarmanna sje settur í 7. sætiS þar, og hefur blaSið bæSi nú og oft áSur talaS um þetta af litlum skilningi. Er því ekki úr vegi aS minnast á þaS með nokkrum orðum. Og „Dagsbrún" er þá fyrst og fremst þaS aS segja, aS Heima- stjórnarflokkurinn er ekki og ætlar sjer ekki aS verSa verkmannaflokk- ur. Hann er ekki og vill ekki vera flokkur einnar stjettar í landinu fremur en annarar. En hann er verk- mannaflokknum og verkmannahreyf- ingunni á engan hátt mótfallinn og viSurkennir rjett verkmanna til þess aS eignast talsmenn í þinginu í hlut- falli við fjölmenni þeirra. Af þeirri ástæSu hefur hann tekiS fulltrúa úr verkmanna flokki á landslista sinn. Sjeu verkmenn i Heimastj.flokknum svo margir, aS þeir eigi rjett á aS ná fulltrúa við landskosningarnar, þá geta þeir það með því að setja eitt tölumerki viS nafn þessa manns á listanum, hvar sem þaS stendur á hon- um, svo aS meS þessu hefur Heima- stjórnarflokkurinn gert skyldu sína í þessu efni gagnvart þeim hópi kjós- enda sinna, sem telst til verkmanna. Hann hefur gefið honum tækifæri til þess að neyta þess fjölmennis, sem hann hefur á að skipa, til þess aS koma aS manni úr sinni stjett, ef hann vill. En þetta hefur enginn hinna flokkanna fjögra, sem aS landslist- unum standa, gert, og er merkilegt, aS einmitt þetta skuli hvaS eftir anrt- aS hafa orSiS „Dagsbrún" aS árása- efni á Heimastjórnarflokkinn. Lögr. benti á þaS áSur, aS verk- menn væru betur settir í þinginu til þess aS vinna áhugamálum sínum gagn, ef þeir ættu talsmenn innan einhvers sterkari flokks þar, t. d. Heimastjórnarflokksins nú, heldur en þótt þeir~hjeldu þar uppi sjerstökum flokki, óvinveittum öSrum flokkum þingsins, en svo fámennum aS hann gæti þar engu fram komiS. Höf. „Dagsbrúnar"-greinarinnar, sem hjer er um aS ræSa, kveSst vera sömu skoSunar um þetta, aS „svo framar- lega sem þess hefSi veriS nokkur kostur, þá hefSi veriS langbest aS vinna meS öSrum flokki aS þessu sinni". En hann segir afstöSu verk- mannaflokksins til hinna flokkanna þannig, aS þetta sje ómögulegt, og aS mörg dæmi væri hægt að nefna því til sönnunar. Er það næsta undarlegt, ef satt væri, í landi þar sem stjett- arfjelagsskapur meðal verkmanna getur varla talist eldri en svo sem ársgamall. Höf. er líka fátækur að dæmum máli sínu til sönnunar. Hann skýrir frá, aS neSri deild alþingis hafi á síSasta þingi samþykt áskorun til stjórnarinnar um undirbúning ýmsan til verkmannalöggjafar, en er óá- nægSur yfir því, aS ekki hafi jafn- framt veriS skoraS á stjórnina aS semja lagafrumvörpin. En til hvers er aS heimta af stjórnini aS hún viSi aS sjer upplýsingar til undirbúnings, ef jafnframt er heimtaS af henni, að hún semji lögin, hvort sem hún þyk- ist nægilega undirbúin til þess eða ekki? Hitt, sem höf. færir fram, er nauða-ómerkilegt, og flest af þvi snertir ekkert verkmannamálefnin sjerstaklega. Alt eru þaS ýfingar viS Heimastjórnarflokkinn og H. Haf- stein, og sýnir það eitt, aS höf. er i raun og veru annara um SjálfstæSis- flokkinn gamla en um verkmanna- fiokkinn núverandi. Eins og kunnugt er, hafa verk- menn að undanförnu skiftst á milli gömlu flokkanna, og Lögr. veit ekki til, að þeir hafi fremur hallast aS öSrum þeim flokki en hinum, enda hafa verkmannamál aldrei verið deilu- mál milli þessara flokka, en verk- mennirnirhafa auðvitað, eins og aðr- ir, skiftst milli þeirra eftir skoSun- um á þeim málum, sem um var deilt. En út af þeirri grein í „Dagsbrún", sem hjer er um aS ræSa, mætti minna blaSiS á eitt. ÞaS talar mikiS um landsverslun, eSa „landseinkaversl- un", sem þaS nefnir svo, og telur þaS eitt af mestu áhugamálum flokks sins, aS koma á landseinkasölu á ein- Tilkyiiniiig Nýjar vörubirgðir er nú komar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum — VefnaðarvÖrum mm í fjölbrcyttu úrvali. Vegna tímanlegra innkaupa getur verslunin boðið viðskifta- mönnum sínum þau bestu kaup, sem völ verður á í ár. Ennfremur hefur verslunin: Pappír cg ritföng, Sólaleður og skósmídavörur. Vandaðar vörur. Ódvrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. stökum vörutegundum. En einmitt fyrir þessari sömu hugmynd barSist H. Hafstein mikiS fyrir nokkrum ár- um, er hann var ráSherra, þótt hún strandaSi þá á óviSráSanlegum atvik- um. Og G. Björnson landlæknir hef- ur einnig i ritgerSum haldiS á lofti líkum skoSunum á þessu og koma fram i „Dagsbrún". Af þessu geta menn sjeS, aS stefnuskrá sú, sem „Dagsbrún" flaggar meS i nafni verk- mannaflokksins, er í sumum höfuSat- riSunum engin sjereign þess flokks og getur því ekki greint hann fr,i öðrum flokkum. Þegar t. d. er um aS ræSa þaS mál, sem nefnt er hjer á undan, þá kemur aS eins til greina í fylginu viS þaS, hvorum menn treysti betur sem talsmönnum mál- staSar síns, t. d. þeim H. Hafstein og G. Björnson eSa þeim Erlingi FriSjónssyni og Otto N. Þorlákssyni. Lögr. skilur það ekki, að afstaða veikmanna sje hjer þannig til annara flokka í landinu, að ekki sje hægt fyrir þá aS vinna meS þeim, eins og höf. „Dagsbrúnar"-greinarinnar seg- ir, enda þótt hann viSurkenni, að „samvinna með öSrum flokki aS þessu sinni" hefSi veriS lang-æski- legust. ÞaS má vel vera, aS verkmanna- flokkurinn komi aS manni á lands- lista. En örugt er þaS varla. Þar á móti er enginn efi á því, aS verk- menn hefSu getaS komiS aS manni á lista Heimastjórnarmanna, ef þeir hefðu viljað, án tillits til þess, hvar nafn mannsins er í röSinni á listan- um. Ef samvinna hefSi veriS um þetta milli stjórna flokkanna, þá hefSi þaS auSvitaS veriS samningamál, hvar verkmannafulltrúinn ætti 'aS vera í röS á listanum. En, eins og „Dags- brún" veit, var engin samvinna um þetta, og hennar var ekki leitað, hvorugu megin frá. England og Þýskaland. KVEÐJA OG ÞÖKK. AS aflokinni messugjöS i Garpsdal 14. f. m., er jeg kvaddi söfnuSinn þar, færSi hreppsnefndaroddviti Geir- dælinga, hr. GuSjón Jónsson á Litlu-Brekku, mjer, í nafni sóknar- manna, einkar veglegan og dýran göngustaf, sem gjöf frá sóknarmönn- um. Fyrir þessa veglegu gjöf og þau hlýju og vinsamlegu orS, er gjöfinni fylgdu, þakka jeg hjer meS mínum kæru sóknarbörnum i Garpsdalssókn, sem og fyrir alla vinsemd og vel- vild mjer og mínum sýnda þann 7 ára tíma, er jeg gegndi prestsverk- um þar.í sókninni, og jeg óska af heilum huga þessum mínum kæru vinum allra heilla og blessuna í fram- tíSinni. Árnesi 16. júni 1916. Sveinn GuSmundsson. Hjer fer á eftir útdráttur úr grein eftir Chr. Collin prófessor viS háskól- ann í Kristjaníu. Fjórum sinnum á 3—4 síSastliSn- um öldum hefur eitt einstakt ríki í NorSurálfunni orSiS svo voldugt og umsvifamikiS, aS þaS hefur reynt aS ná yfirráSum í álfunni og þar meS heimsveldi. Svo var um Spán á dög- um Filippusar 2., Frakkland á dög- um LúSvígs 14. og aftur á dögum Napóleons mikla, og loks Þýskaland nú. Fjórum sinnum hafa hin rikin, sem ekki voru eins hersterk, gert bandalag til þess að koma í veg fyrir myndun nýs Rómaríkis í álfunni. Hjer um bil 100 ár eru milli hinna miklu stríða, sem út af þessu hafa ris- ið og sett hafa merki í sögu álfunn- ar. Flest hafa rikin hvaS eftir ann- aS skift afstöSu til þessa máls. En eitt af þeim hefur þó jafnan veriS í varnarsambandinu. ÞaS er England. Bretsku eyjarnar hafa vegna hag- 1 kvæmrar legu i álfunni veriS þar eins og jafnvægishjól. í hvert skifti hefur England í þessu máli þjónaS eigin hagsmunum. En jafnfamt hefur þaS, sjálfrátt eSa ó- sjálfrátt, einnig þjónaS hagsmunum NorSurálfuþjóSanna i heild sinni. ÞaS hefur, sjer og öSrum til gagns, haldiS opinni leiSinni til myndunar heimsveldis meS fyrirkomulagi, sem er hagfeldara en nokkurt einveldis- fyrirkomulag. Höf. vitnar svo í ummæli skotska heimspekingsins Hume's um nauð- synina á frjálsri samkepni menning- arþjóða álfunnar, og einnig í ummæli eftir Edvard Meyer, einn af helstu sagnariturum ÞjóSverja, þar sem hann talar um, aS Rómverjar hafi eftir sigurinn yfir Hanníbal eySilagt valdajafnvægiS í menningarheimi þeirra tíma og þar meS valdiS, fyrst kyrstöSu og síSan afturfðr í menn- ingarstarfseminni. Eitt voldugt menn- ingarríki kemur fram, þar sem út er skafinn allur þjóSernismunur, en því fylgir þaS, aS samkepnin í þjóSfje- lagsmálunum hverfur og þar með lífs- skilyrSi menningarstarfseminnar. Ger- ir svo höf. grein fyrir hugmyndinni um frjáls þjóSasambönd í mótsetn- ing viS þaS heimsveldi, sem eitt sigr- andi ríki skapar. Víst er um þaS, segir höf., aS til eru í Þýskalandi margir frjálslyndir menn, sem mundu fremur kjósa bandalag milli frjálsra þjóSa en heimsríki undir stjórn „alþýskrar" drotnandi þjóSar. Og i Englandi, Frakklandi.og þó einkum í Rússlandi eru margir menn, sem mundu helst kjósa, aS land sitt næði sem mestu c'rottinvaldi út á við og færði þaS yfir aðrar þjóðir. En ástæðurnar eru nú þannig, aS ef Þýskaland og banda- þjóSir þess sigra nú í ófriSnum, þá er stórt spor stigiS í áttina til mynd- unar nýs Rómaveldis, með einni

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.