Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.07.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 19.07.1916, Blaðsíða 4
126 -•« LÖGRJETTA ■ KRONE LAGEBÖL er best. hefst i. nóvember og endar 30. apríl. Þar eru kendar þessar námsgreinir: íslenska, danska, enska, saga, heilsufræöi, eölisfræði, landafræöi, stæröfræöi, söngur, teikning og leik- fimi. Kenslan fer fram í barnaskólahúsi bæjarins, sem aö öllu leyti er vel útbúið og fullnægir kröfum nútímans, meöal annars raflýst. — Kenslu- áhöld góð og kenslukraftar ágætir. Umsóknir um skólann þurfa aö vera komnar fyrir 20. október n. k til skólanefndar Seyðisfjaröar, sem gefur fúslega allar upplýsingar um skól- ann, og leiðbeinir umsækjendum meö aö fá sjer húsnæöi og fæöi — þeim sem óska. Seyðisfirði 1. júlí 1916. f. h. Skólanefndar Seyöisfjaröar Sigfurdur Jóusson. Ullarverð jafn hátt og í fyrra geta menn naumast fengið en lítið minna hafa meim upp úr ull sinni með því að senda hana til Klæðaverksmiðjunnar NÝJA IÐUNN i Reykjavik --og láta vinna úr henni þar.- Á yfirstandandi sumri kaupir verksmiðjan einnig þvegna og óþvegna vorull, af öllum litum, en einkum svarta og mórauða, og gefur fyrir hana hátt verð. 4. skilag'rein fyrir gjöfum til Landsspítalasjóðs íslands. Frh. Kr. Safnað af ungfrú Ragnheiöi Jónsdóttur, Laufásvegi 31, Rvík .... 250.00 ------- ungfrú Ingibjörgu H. Bjarnason, Kvennaskólanum, Rvík 246.70 ------- húsfrú Ingibjörgu Johnsen, Lækjargötu 4, Rvík .... 127.00 ------- húsfrú Magneu Þorgrímsson, Kirkjustræti 10, Rvík .. 170.00 ------- húsfrú Þórunni Jónassen, Lækjargötu 8, Rvík ............... 89.00 Gjöf frá húsfrú Margrjetu Björnson, Amtmannsstíg, Rvík ........... 25.00 Safnað af Verkkvennafjelaginu „Framsókn", Rvík............ 153.44 ------ Kvenrjettindafjelagi íslands, Rvík............... 433-5° ------- húsfrú Elínu Jónatansdóttur, Templarasundi 5, Rvík .. 440.00 Gjöf frá húsfrú Ingibjörgu Grímsdóttur, Smiöjustíg 6, Rvik .... 25.00 Frá skipshöfninni á e.s. „Islending", safnaö af skipstj. K. Brynjólfss. 160.00 Safnaö af ungfrú Guðrúnu J. Snæbjarnardóttur, Framnesv. 9, Rvík 70.00 ------- ungfrú Sigríði Gilsdóttur, Laugarnesspítala ............. 25.00 Gjöf frá herra Jóhannesi Sveinssyni................................... 1.00 ------- herra Lárusi Pálssyni, Spítalastíg 6, Rvík.................. 10.00 Safnaö af húsfrú Önnu Stefánsdóttur, Staö í Súgandafirði ............. 5.00 Safnað í Alþingishúsinu 19. júní: Frá m. h. Rvík ................................................... 100.00 Frá H. Á., Rvik................................................... 100.00 Frá húsfrú Jónínu Magnúsdóttur, Rvík .............................. 5000 Aðrar gjafir...................................................... 116.00 Safnað af ljósmóöur Kr. M. Brynjólfsd., Hrafnkelsst., Hrunam. hr. 23.50 Frá skipshöfninni á e.s. Marz, safnaö af skipstj. Ingvari Benediktss. 142.CX) Gjöf frá hr. A. Carlquist, Reykjavík ................................. 10.00 Safnað af húsfrú Valgeröi Lýösdóttur, Felli í Kollafiröi, Strandas. 30.00 ------ húsfrú Júlíönu Haraldsd., Kleifum í Súöavíkurhr., N.-ís. 41.00 --------------- húsfrú Ingunni Eyjólfsdóttur, Laugarvatni í Árnessýslu 8.00 Gjöf frá húsfrú Stefaníu Stefánsdóttur, Hróarsholti, Árnessýslu .. 2.00 ------- húsfrú Hólmfríði Gísladóttur, Hússtjórnarskólanum, Rvík 12.00 ------ herra Eyvindi Árnasyni, Laufásvegi 2, Rvík .................. 14.00 ------E. S........................................................ i°-°° ------ H. Geb....................................................... 1°.°° ------ ungfrú Sæunni Bjarnadóttur, Laufásvegi 4, Rvík .............. 10.00 Safnað af húsfrú Þuríöi Jónsdóttur, Siguröarstöðum í Bárðardal .. 55-00 ------ húsfrú Þóru Halldórsdóttur, Miðstræti 8, Rvík................ 130.00 ------- ungfrú Sigríði Kristinsdóttur, Útskálum.................. 71.00 Frá lestrarfjelagi kvenna í Rvík ................................... 276.00 Ágóöi af hátíðahaldi kvenna i Reykjavik 19. júní þ. á............. 3061.17 Samtals 10708.01 Áöur auglýst ...................................................... 1734475 Auk þess hafa ýmsir styrkt sjóðinn meö gjöfum til minningar um látna vini. Þær gjafir nema frá 20. 5. til þessa dags........... 619.27 Gjöf Kvenfjelags Fríkirkjusafnaðarins i Reykjavík (sjá 1. skilagr.) 850.00 Gjafir til sjóösins frá 19. júlí 1915 til 4. júlí 1916 alls............. 29522.03 Framkvæmdarnefnd Landspítalasjóðsins vottar öllum þeim mörgu, konum og körlum, nær og fjær, er styrkt hafa sjóðinn meö fjárframlagi og marg- víslegri hjálp bæði i orði og verki, alúðarþakkir. Velvild sú til þessa máls, er vjer hvarvetna höfum mætt og hinar góðu undirtektir, er skýrsla þessi sýmr að málið hefur átt að fagna, styrkir oss í þeirri trú, að sjóðstofnun þessi muni einnig á komandi árum eignast marga góða stuðningsmenn, og að þeir vinir, er sjóðurinn á þessu fyrsta ári sínu hefur eignast, muni halda áfram að starfa fyrir hann, svo að hann geti náð því takmarki, er honum er ætlað, og orðiö þjóðarheildinni til gagns en hinni íslensku kvenþjóö til soma. Reykjavík, 4. júlí 1916. Ingibjörg H. Bjarnason, Þórunn Jónassen, Inga L. Lárusdóttir, formaður. gjaldkeri. ritari. Leynilögreglusaga eftir A. CONAN DOYLE. XI. KAPÍTULI. Agra fjársjóðurinn mikli. Fanginn okkar sat í káetunni beint á móti járnkistunni, sem hann hafði gert svo mikið til og beðið svo lengi eftir að ná á sitt vald. Hann var sól- brendur, augun flöktandi og óteljandi hrukkur og rákir á andlitinu, sem var líkast því að það væri skorið út úr trje og sýndi að hann hafði verið mikið undir beru lofti. Hakan var framstandandi og bar vott um að hann var ekki fús á að láta af fyrir- ætlunum sínum. Hann hefur líklega verið um fimtugsaldur, því að hárið, sem var úfið og í lokkum, var orð- ið töluvert hæruskotið. Þegar andlit- ið var kyrt, var það engan veginn ó- viðfeldið, en brýrnar voru ákaflega stórkarlalegar, og þar sem hakan var einnig svo framstandandi, gat hann orðið hræðilegur ásýndum ef hann reiddist, eins og jeg hafði nýlega sjeð. Hann sat nú og studdi höndun- um á lærin og var niðurlútur, en gaut hvössum augunum til járnkistunnar, sem hafði orðið orsök illvirkja hans. Mjer sýndist hið harðlega andlit hans miklu fremur bera vott um sorg held- ur en reiði. Einu sinni gaut hann til mín augunum líkast því sem hann langaði til að gera að gamni sínu. „Jæja, Jonathan Small," sagði Hol- mes og kveykti sjer i vindli, „mjer þykir sárt að svona skuli vera kom- ið.“ „Það þykir mjer líka,“ svaraði hann djarflega. „Jeg er hræddur um að jeg fari ekki vel út úr þessu. Jeg sver yður það við heilaga ritningu, að jeg hreyfði engan fingur gegn herra Sholto. Það var helvískur hund- urinn hann Tonga, sem skaut einni af þessum bölvuðum örvum í hann. Jeg átti engan hlut í þvi. Jeg varð eins reiður og það hefði verið ná- frændi minn. Jeg lúbarði fjandans orminn fyrir það með kaðalsendan- um; en það var nú einu sinni gert verk, og varð ekki aftur tekið.“ „Einn vindil?“ sagði Holmes. „Og svo er best fyrir yður að fá yður teig úr vasapelanum mínum, því að þjer eruð hundblautur. En hvernig gátuð þjer búist við því að svona lítill maður gæti haft afl á við herra Sholto og haldið honum meðan þjer væruð að klifrast upp eftir kaðlin- um ?“ „Það lítur helst út fyrir að þjer þekkið þetta alt eins og þjer hefðuð verið viðstaddur. Sannleikurinn er sá, að jeg bjóst við að herbergið væri tómt. Jeg þekti vel lifnaðarhættina á heimilinu, og þetta var sá tími þeg- ar Sholto var vanur að vera að snæða kveldverð. Jeg skal ekki vera að dylja neitt. Besta vörn mín er sú að segja sannleikann í málinu. Hefði það verið gamli majór Sholto, þá skyldi jeg hafa drepið hann með glöðu geði. Mjer hefði ekki þótt meira að reka í hann hnifinn heldur en reykja þenn- an vindil. En það var bölvað ólánið að jeg skyldi verða þessum yngri Sholto að meini, honum, sem jeg ekki hafði minstu ögn útistandandi hjá.“ „Þjer eruð undir gæslu herra Áth- elney Jones úr S.cotland Yard. Hann ætlar að fara með yður heim til mín, og þar ætla jeg að biðja yður að segja mjer allan sannleikann i málinu. Þjer verðið að segja mjer alt sem greinilegast þjer getið, því að ekki er ómögulegt að það geti orðið yður til gagns. Jeg held að jeg geti sannað að eitrið verki svo snögglega, að mað- urinn hafi verið dauður áður en þjer komuð inn til hans.“ „Það var hann einmitt. Mjer hefur aldrei orðið ver við á æfi minni, held- ur en þegar jeg skreið inn um glugg- ann og sá hann hlæja á móti mjer með höfuðið úti á öxlinni. Það bein- línis fjekk stórlega á mig. Jeg held að jeg hefði hálfdrepið Tonga fyrir það, ef hann hefði ekki lagt á flótta burt. Þess vegna gleymdi hann hamr- inum sínum og flestum broddunum, eftir því sem hann sagði mjer, og það hefur auðvitað komið yður á slóðina okkar. En hvernig þjer svo gátuð rakið hana, það er meira en jeg get skilið. Mjer er ekkert illa við yð- ur fyrir það. En einkennilegt sýnist það vera,“ bætti hann við og brosti napurt, „að jeg, sem þykist eiga heimting á hálfri miljón sterlings- punda, skuli eyða fyrri helming æfi minnar við það að byggja flóðgarða á Andamaneyjunum, og öll líkindi til að jeg verði að eyða síðari helming æfinnar við það að grafa forarræsi í Dartmoor. Það var óheilladagur þeg- ar jeg fyrst kom auga á Achmet kaup- mann og komst í tæri við Agra fjár- sjóðinn, sem aldrei hefur fært eig- anda sínum annað en bölvun. Hon- um færði hann líftjón, Sholto majór færði hann ótta og vonda samvisku, og mjer færir hann æfilanga þrælk- unarvinnu." Um leið og hann sagði þetta rak Athelney Jones höfuðið inn um káetu- dyrnar. „Þetta er hreinasta fyrirmyndar heimilislíf hjá ykkur hjer,“ sagði hann. „Jeg held að jeg ætti að fá einn teig úr þessum pela, Holmes. Mjer finst við mega óska hvor öðrum til hamingju. Leiðinlegt að við skyldum ekki ná hinum lifandi. En þar var ekki um neitt annað aö gera. Þaö verð jeg að segja, Holmes, að lag- lega löguðuð þjer það alt saman til. Það ætlaði að verða fjandi hart á að við næðum henni.“ „Alt er gott, sem endar vel,“ sagði Holmes. „En það datt mjer aldrei í hug, að A u r o r a vær þessi skrattans eldibrandur.“ „Smith segir að hún sje fljótasti bátur, sem gengur á ánni, og að ef hann hefði haft annan mann með sjer við vjelina, þá skyldum við aldrei hafa náð sjer. Hann sver og sárt við leggur að hann viti ekkert um Nor- wood málið." „Það segir hann dagsatt," skaut fanginn inn í. „Hann veit ekkert orð. Jeg valdi bátinn hans af því að jeg hafði heyrt að hann væri elding fljót- ur. Við sögðum honum ekkert orö; en við borguðum honum vel, og hann átti að fá laglega upphæð ef hann kæmi okkur heilu og höldnu um borð í Esmeralda í Gravesend, en hún er að leggja af stað til Brasilíu." „Hafi hann ekkert gert af sjer, þá gerum við honum heldur ekkert. Við erum stundum ekki lengi að ná í þá, sem við viljum, en við erum ekki und- ir eins búnir að fyrirdæma þá.“ Það var gaman að heyra hvernig Jones, sem alt af var sjálfum sjer líkur, var íarinn strax að gefa sjálfum sjer heiðurinn fyrir þrekvirkið. Jeg gat sjeð það á kýmnisdráttunum við munnvikin á Holmes, að þetta hafði ekki farið fram hjá honum. „Við skjótum yður á land viðVaux- hall brúna,“ sagði Jones, „herra Wat- son, og þjer takið dýrgripakistuna með yður. Jeg þarf varla að geta þess að jeg tek á mig mikla ábyrgð með því. að gera þetta. Það er ákaflega röng aðferð. En loforð er loforð. En jeg verð, það er skylda mín, að senda lögregluþjón með yður, þar sem þjer hafið slíkt verðmæti með yður. Þjer akið auðvitað í vagni.“ „Já, efalaust." „Það er leiðinlegt að lykillinn skuli ekki vera við hendina, svo að við gætum litið ofan í hana fyrst. Þjer y.erðið að láta brjóta. hana upp. Hvar er lykillinn?" Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóðu veggfóðri, margskonar pappír og pappa — á þil loft og gólf — og gipsuðum loftlistum og loftrósum. Símnefni: Sveinco. — Talsími 420. „Niðri á árbotninum," svaraði Small stuttur í spuna. „Hum! Það var nú þarflaust af yð- ur að vera að gera þessa óþarfa fyr- irhöfn. Við erum búnir að hafa nóg fyrir yður samt. Jæja, læknir, jeg þarf ekki að biðja yður að fara var- lega. Þjer komið svo meö kistuna aft- ur með yður heim í Bakerstreet. Þar finnið þjer okkur vafalaust á leiðinni til stöðvarinnar." Mjer var skotiö í land viö Vauxhall, með þunga járnkistuna í fanginu og með hæglátan lögregluþjón með mjer. Við vorum ekki nema einn stundarfjórðung að aka til frú For- rester. Þjónustustúlkan sýndist verða undrandi yfir þessum gestum, sem komu svo seint í heimsókn. Frú Cecil Forrester var í boði um kvöldið 0g mest líkindi til þess að hún kæmi ekki fyrr en seint heim. En ungfrú Mor- stan var í stofunni. Jeg hjelt því inn í stofuna með kistuna í hendinni en skildi lögregluþjóninn eftir úti í vagn- inum. Hún sat við opinn glugga, klædd örþunnum hvítum kjól meö rauð- leitri bryddingu í hálsinn. Þaö var dregið niður í lampanum og skiman fjell á hana þar sem hún hallaði sjer aftur á bak í strástólnum. Sló ein- kennilega mjúkum litblæ á andlitið, og hárið mikla og friða fjekk á sig glæsilegan málmlit.PIún hengdi mjall- hvítan handlegginn yfir stólbakið, og eins og hún sat þarna var hún snild- arleg mynd af þunglyndinu. En þeg- ar hún heyrði fótatak mitt, spratt hún á fætur og bjartur undrunar- og gleði- roði kom í fölar kinnarnar. „Jeg heyrði þetta,“ sagði hún, „að það kom vagn akandi. Jeg hjelt að frú Forrester hefði verið svona fljót, en ekki datt mjer í hug að það væruð þjer. Hvaða frjettir getið þjer nú sagt mjer ?“ „Nú kem jeg með nokkuð meira og betra en frjettir," sagði jeg, lagöi kistuna á borðið og reyndi að vera ljettur og glaðlegur í tali, enda þótt hjartað í mjer væri eins og blý. „Jeg færi yður hjerna dálítið, sem er meira virði en allar heimsins frjettir. Jeg færi yður auöæfi.“ Hún rendi augunum til járnkist- unnar. „Er þetta þá fjársjóðurinn?" spurði húri. „Já, þetta er Agra fjársjóðurinn mikli. Helming hans eigið þjer, og helminginn á Thaddeus Sholto. Þið fáið nokkur hundruð þúsund hvort. Hugsið um það! Tíu þúsund punda árstekjur. Það verða varla margar stúlkur á Englandi auðugri. Er það ekki gaman?“ Jeg er hræddur um aö jeg hafi ein- hvern veginn spent bogann of hatt 1 þessu tali mínu, og aö hún hafi sjeð eitthvert tómlæti hja mjer bak við allar heillaóskirnar. Nokkuð var það, hún horfði á mig eins og hún væri alveg undrandi. Eggert Olaessen yfirrjetUrmálaflutningimaBur. Pósthússtrati 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.